Hoppa yfir valmynd
7. maí 2018 Félagsmálaráðuneytið

Ráðstefna um málefni barna á morgun

Á morgun 8. maí stendur velferðarráðuneytið fyrir opinni ráðstefnu um málefni barna á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift  hennar er „Snemmtæk íhlutun í málefnum barna á Íslandi“ eða SIMBI. Stefnt er að því að ráðstefnan verði hvetjandi upphaf þeirrar vinnu sem stjórnvöld munu leggja áherslu á í málefnum barna á næstunni. Fyrirlesarar eru bæði innlendir og erlendir með víðtæka þekkingu á málefnum barna. Auk þess að hlýða á fyrirlestra er ætlunin að öllum gefist færi á að taka þátt í umræðum og koma með ábendingar um forgangsröðun. Aðgangur er ókeypis. Skráning, dagskrá og allar nánari upplýsingar eru á www.radstefna.is.

Nú hafa þegar eru rúmleg 300 þátttakendur búnir að skrá sig. Örfá sæti eru laus.

Streymt verður frá ráðstefnunni og er streymið aðgengilegt á slóðinni www.radstefna.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira