Hoppa yfir valmynd
22. maí 2018 Innviðaráðuneytið

Umsækjendur um embætti forstjóra Vegagerðarinnar

Alls sóttu 25 um embætti forstjóra Vegagerðarinnar. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið til fimm ára og er miðað við að skipunin taki gildi 1. júlí næstkomandi.

Þriggja manna nefnd hefur verið skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Hún starfar í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hefur til hliðsjónar reglur um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. Í henni eiga sæti Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess og Guðný Elísabet Ingadóttir, mannauðsstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Umsækjendur:

  • Ásrún Rudolfsdóttir, forstöðumaður
  • Bergþóra Þorkelsdóttir, fyrrv. forstjóri
  • Bjarki Einarsson, sjómaður
  • Bjarni Óskar Halldórsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
  • Einar Pálsson, forstöðumaður
  • Einar Pálsson, kennari
  • Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður
  • Hannes Alfreð Hannesson, fyrrv. framkvæmdastjóri
  • Ingunn Loftsdóttir, verkefnastjóri
  • Kristín Einarsdóttir, sviðsstjóri
  • Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri
  • Lilja Guðríður Karlsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Magnús Rannver Rafnsson, lektor
  • Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri
  • Ottó Valur Winther, sérfræðingur,
  • Ólafur Kristinn Guðmundsson, tæknistjóri
  • Ólöf Kristjánsdóttir, fagstjóri
  • Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður
  • Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, forstöðumaður
  • Róbert Ragnarsson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
  • Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri
  • Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra
  • Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri
  • Steindór Steindórsson, þjónustufulltrúi
  • Þorsteinn Egilsson, svæðisstjóri

--------------------------------------------------------------

* 23. maí: Fréttin hefur verið uppfærð. Við birtingu fréttar urðu þau mistök að á lista yfir umsækjendur vantaði nafn Einars Pálssonar forstöðumanns. 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum