Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vegna fréttar um gagnrýni á útreikninga fjármálaráðuneytisins á kjörum ljósmæðra

Vegna fréttar sem birtist á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Ljósmóðir gagnrýnir útreikninga fjármálaráðuneytisins…“ vill fjármála- og efnahagsráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri: 

1) Útreikningar á launum ljósmæðra eru byggðir á nákvæmlega sömu forsendum og laun þeirra viðmiðunarhópa sem ljósmæður segjast hafa dregist aftur úr. Í þeim hópum eru líka starfsmenn í hlutastarfi en til þess að geta borið saman laun mismunandi hópa á sömu forsendum eru laun hópsins lögð saman og svo deilt í þau með fjölda stöðugilda miðað við 100% starf. Í því dæmi sem tekið er í fréttinni er viðkomandi í 70% starfi sem þýðir að vinnuframlag á viku er 28 klukkustundir eða rúmar 120 klukkustundir á mánuði.

2) Í fréttinni er fullyrt að ekki sé hægt að vinna meira en „…80% vinnu án þess að brjóta hvíldartímaákvæðið“. Hvíldartímaákvæði takmarkar ekki möguleika á að vinna fullt starf og hefur ekki gert síðan þau komu inn í kjarasamninga 1997. Ákvæðið í kjarasamningi ljósmæðra er eins og allra annarra stéttarfélaga sem ríkið semur við og hefur verið óbreytt frá 1997 þegar samið var um innleiðingu vinnutímatilskipunar ESB.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira