Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Sameiginlegt norrænt útboð á lyfjum kynnt í Kaupmannahöfn

Fyrirhugað sameiginlegt lyfjaútboð Danmerkur, Íslands og Noregs verður kynnt í Kaupmannahöfn 28. september næstkomandi. Frá þessu er sagt á vef Landspítalans. Möguleikar á sameiginlegum lyfjainnkaupum Norðurlandaþjóðanna hafa verið til umræðu um langt árabil og því er um tímamót að ræða. Litið er á úboðið sem reynsluverkefni til að afla þekkingar á ýmsum hagnýtum þáttum slíkra útboða

Vonir eru bundnar við að með sameiginlegum innkaupum og þar með stærri markaði skapist samlegðaráhrif sem leiði til aukinnar hagkvæmni og lægra lyfjaverðs og tryggi betur fullnægjandi framboð lyfja hjá hlutaðeigandi þjóðum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira