Hoppa yfir valmynd
1. október 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálaráðherra fundaði með staðgengli forsætisráðherra Bretlands

Bjarni Benediktsson ásamt David Lidington á fundi ráðherranna í dag.  - mynd

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og David Lidington, ráðherra í ríkisstjórn Theresu May og staðgengill forsætisráðherra Bretlands, funduðu í Birmingham á Englandi í morgun.

Á fundinum fóru ráðherrarnir yfir nýjustu þróun í viðræðum Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu á næsta ári. Í tengslum við það ræddu þeir einnig samskipti Íslands og Bretlands eftir útgönguna, um viðskipti landanna almennt og mikilvægi þess að styrkja þau til framtíðar – enda líti Íslendingar á Breta sem eina af sínum mikilvægustu bandaþjóðum. Bjarni greindi Lidington frá því að ríkisstjórn Ísland fylgdist vel með þróun þessara mála og áréttaði vilja Íslendinga til að útganga Bretlands úr ESB hefði sem minnst áhrif á samskipti landanna.

Ráðherrarnir ræddu einnig almennt um efnahagsmál á Íslandi og þróun síðustu ára.
Bjarni afhenti Lidington eintak af nýlegri skýrslu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins, en í henni er m.a. fjallað um fordæmalausa framgöngu ríkisstjórnar Verkamannaflokksins í garð Íslendinga þegar þáverandi ríkisstjórn Bretlands beitti bresku hryðjuverkalögunum á Íslendinga í tengslum við bankahrunið.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira