Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vegna umræðu um niðurstöðu tíundagreiningar á þróun ráðstöfunartekna

Vegna umræðu um niðurstöðu tíundagreiningar á þróun ráðstöfunartekna vill fjármála- og efnahagsráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri. Greining á þróun ráðstöfunartekna frá 2000 til 2017 sem birtist í skýrslu sérfræðingahóps fjármála- og efnahagsráðuneytisins var unnin af sérfræðingum ráðuneytisins. Í ljósi mikilvægis verkefnisins var ákveðið að óska eftir því við sérfræðinga Hagstofu Íslands að stofnunin sannreyndi niðurstöður útreikninganna. Í skýrslunni voru útreikningar Hagstofu lagðir til grundvallar en hins vegar ber ráðuneytið ábyrgð á útreikningunum og stendur við þá.

Á bakvið greininguna fyrir sérfræðingahópinn liggja öll skattframtöl, og í niðurstöðunum eru þar af leiðandi engar reiknaðar stærðir. Sú nálgun sem beitt er í Tekjusögunni byggir á raungögnum fyrir tekjuþróun en aðrar stærðir, t.a.m. barna- og vaxtabætur, eru reiknaðar út frá forsendum um ákveðinn barnafjölda og húsnæði. Tekjusagan gerir notendum kleift að bera saman þróun fyrir fram skilgreindra hópa en gefur ekki færi á heildargreiningu tíunda líkt og sett er fram af sérfræðingahópi í skýrslu um Endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa hjá einstaklingum og fjölskyldum. Greiningarnar eru því ekki sambærilegar.

Greiningin í skýrslu sérfræðingahópsins sýnir þróun ráðstöfunartekna með og án fjármagnstekna.

 

 

 
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum