Hoppa yfir valmynd
4. apríl 2019 Forsætisráðuneytið

Fullt hús Grænna skrefa hjá forsætisráðuneytinu

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar - mynd

Forsætisráðuneytið fékk afhenta viðurkenningu fyrir innleiðingu á fimmta og síðasta skrefinu í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri. Nú þegar innleiðingunni er lokið mun vinnan halda áfram og árangrinum þannig viðhaldið.

Starfsmenn hafa þegar náð góðum árangri í umhverfismálum og umhverfismeðvitund. Hér má nefna nokkur af þeim fjölmörgu atriðum sem hafa breyst til hins betra:

  • Enginn einnota borðbúnaður
  • Úrgangsmagn hefur minnkað um 17% á milli áranna 2017 og 2018
  • Minni notkun á heitu vatni
  • Áhersla lögð á fjarfundi í stað ferðalaga

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum