Hoppa yfir valmynd
23. apríl 2019 Forsætisráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Skýrsla um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunum komin í samráðsgátt

Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna - mynd

Verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hefur lagt skýrslu um stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Skýrslunni verður skilað til Sameinuðu þjóðanna í júní sem hluta af landsrýni Íslands á heimsmarkmiðunum (e. Voluntary National Review). Skýrslan er til umsagnar til 15. maí.

Í skýrslunni er fjallað um mikilvægi samráðs og samstarfs um innleiðingu markmiðanna. Heimsmarkmiðin eru víðfeðm og ná yfir flest svið stjórnsýslunnar, bæði á ríkis- og sveitarstjórnarstigi. Jafnframt er innleiðing markmiðanna ekki einungis á hendi stjórnvalda heldur mun þurfa samhent átak margra hagsmunaaðila til þess að þau megi verða að veruleika.

Í skýrslunni má sjá að þótt að Ísland standi vel að vígi gagnvart mörgum heimsmarkmiðanna þá eru ýmsar áskoranir sem kalla á skipulagða og samhæfða vinnu innanlands og alþjóðlega.

Skýrsluna má finna í samráðsgátt stjórnvalda

Nánari upplýsingar um heimsmarkmiðin má finna á heimsmarkmidin.is.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum