Hoppa yfir valmynd
17. september 2019 Dómsmálaráðuneytið

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilar umsögn

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilar umsögn - myndHaraldur Jónasson / Hari

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla, sem auglýst var laust til umsóknar 3. maí síðastliðinn. Umsóknarfrestur var til 20. maí og voru umsækjendur fjórtán.

Niðurstaða dómnefndar er að Jónas Jóhannsson lögmaður og fyrrverandi héraðsdómari sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í hið lausa embætti.

Dómnefndina skipuðu: Ingimundur Einarsson formaður, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir.

Hér má lesa umsögn dómnefndar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira