Hoppa yfir valmynd
29. maí 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Dagpeningar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands - auglýsing nr. 1/2020

Frá Stykkishólmi - myndGolli

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins sem hér segir:

1. Gisting og fæði í einn sólarhring kr. 29.400
2. Gisting í einn sólarhring kr. 17.000
3. Fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag kr. 12.400
4. Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag kr. 6.200

Dagpeningar þessir gilda frá og með 1. júní 2020. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 3/2019 dags. 30. september 2019.

Nefndin fer þess á leit við ráðuneyti og stofnanir að viðmiðunarfjárhæðir um greiðslur dagpeninga um gistingu og veitingar verði kynntar starfsfólki.

Athygli er vakin á að meginreglan er að greiða skal kostnað vegna ferðalaga innanlands, s.s. fargjöld, fæði og gistingu, eftir reikningi. Viðmið ferðakostnaðarnefndar eru hámarksupphæðir vegna greiðslu slíkra reikninga.


Reykjavík, 29. maí 2020

Ferðakostnaðarnefnd


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira