Hoppa yfir valmynd
21. desember 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Undirrituðu samstarfssamning um stofnun fyrstu áfangastaðastofunnar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra og Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitafélaga á Suðurnesjum undirrituðu samninginn rafrænt í dag.  - mynd

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa undirritað samstarfssamning um stofnun áfangastaðastofu á starfssvæði samtakanna.

Hér er um að ræða fyrstu áfangastaðastofuna sem stofnuð verður hér á landi en undirbúningur að því hefur staðið yfir sl. tvö ár á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála og Ferðamálastofu sem hafa í sameiningu leitt vinnuna við undirbúning og framkvæmd.

„Ég er mjög ánægð með að við skulum hafa náð þeim áfanga að fyrsta áfangastaðastofan verði stofnuð. Grunnurinn að þessum tímamótum eru áfangastaðaáætlanir sem voru unnar fyrir alla landshluta árið 2018 og í framhaldinu fórum við að leggja drög að stofnun áfangastaðastofa í landshlutunum. Nú erum við að stíga það stóra skref að lýsa því yfir að ríki og sveitarfélög á Suðurnesjum sammælist um að rekin verði áfangastaðastofa á svæðinu. Ég er þess fullviss að þetta á eftir að verða ferðaþjónustu á Suðurnesjum til heilla,“ segir Þórdís Kolbrún. 

 

Áfangastaðastofa er svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila sem hefur það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.

Markmiðið með stofnun áfangastaðastofa er að efla stoðkerfi ferðaþjónustunnar og stuðla að jákvæðum framgangi hennar á viðkomandi landsvæði. Áfangastaðastofa starfar í umboði sveitarfélaga viðkomandi landsvæðis og er samstarfsvettvangur viðkomandi sveitarfélaga, ríkis og ferðaþjónustunnar.

Eitt meginverkefni áfangastaðastofu er að leggja fram áfangastaðaáætlun fyrir svæðið og tryggja að hún sé í samræmi við aðra lögbundna áætlanagerð og aðal- og deiliskipulag. Auk þess mun áfangastaðastofan m.a. hafa aðkomu að þarfagreiningu rannsókna og mælinga á landsvísu, stuðla að vöruþróun og nýsköpun, leggja mat á fræðsluþörf og sinna svæðisbundinni markaðssetningu. Áfangastaðastofa getur verið stofnuð á grundvelli núverandi markaðsstofa eða annarra starfseininga sem til staðar eru á viðkomandi landsvæði.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum