Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2021 Dómsmálaráðuneytið

Fyrsta rafræna þinglýsingin

Í gær var fyrsta rafræna þinglýsingin framkvæmd og fólst hún í sjálfvirkri aflýsingu veðskjals í  gegnum tölvukerfi banka.

Frá því að lög um rafrænar þinglýsingar voru samþykkt í árslok 2018 hefur dómsmálaráðuneytið í samstarfi við sýslumannsembættin, Þjóðskrá Íslands, verkefnastofuna um stafrænt Ísland og helstu haghafa unnið að innleiðingu nýrrar framkvæmdar við þinglýsingar. 

Stöðugt hefur verið unnið að því að auka framboð rafrænna lausna fyrir þá sem sækja þurfa þjónustu til opinberra aðila. Sýslumannsembættin hafa undanfarin misseri verið að bæta framboð stafrænnar þjónustu og í dag stendur almenningi m.a. til boða sjálfsafgreiðsla sakavottorða, viðtöl í gegnum fjarfundabúnað og ríflega 50 rafræn eyðublöð fyrir  ýmsar umsóknir. 

Aukið framboð rafrænna og stafrænna lausna er tilkomið vegna samvinnu sýslumannsembættanna við dómsmálaráðuneytið, verkefnastofu um stafrænt Ísland, Þjóðskrá og ýmis hugbúnaðarfyrirtæki.

Viðskiptavinir embættanna eru eindregið hvattir til að kynna sér framboð rafrænna lausna á vefunum syslumenn.is og island.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira