Hoppa yfir valmynd
25. febrúar 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundar með flóttamannanefnd vegna ástandsins í Úkraínu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fundaði í dag með flóttamannanefnd vegna ástandsins í Úkraínu. Aðalefni fundarins var að ræða stöðu þeirra einstaklinga sem hafa neyðst til þess að flýja heimili sín til nágrannaríkja í kjölfar innrásar Rússlands í landið. Hefur ráðherra falið flóttamannanefnd að fylgjast náið með framvindu mála er varða fólk á flótta frá Úkraínu, bæði í samráði við Norðurlönd, önnur Evrópuríki sem og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þá var þess óskað að nefndin fylgist sérstaklega vel með aðstæðum á landamærum nágrannaríkja landsins.

Í flóttamannanefnd sitja fulltrúar félags- og vinnumarkaðsráðherra, dómsmálaráðherra og utanríkisráðherra. Auk þess sitja áheyrnarfulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Útlendingastofnun fundi nefndarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum