Hoppa yfir valmynd
3. mars 2022 Utanríkisráðuneytið

Þórir Guðmundsson til fjölþjóðaliðsins í Litáen

Þórir Guðmundsson fréttamaður hefur verið ráðinn til starfa, sem upplýsingafulltrúi (e. Public Affairs Officer), á vegum utanríkisráðuneytisins, hjá fjölþjóðaliði Atlantshafsbandalagsins í Rukla í Litáen (NATO enhanced Forward Presence).

Fjölþjóðaliðið hefur nú verið í Litáen í fimm ár,  líkt og sambærilegar sveitir í Eistlandi, Lettlandi og Póllandi og er ætlað að tryggja frið og öryggi gistiríkjanna og varnir Atlantshafsbandalagsins.

Starf upplýsingafulltrúa snýr að upplýsingamiðlun um hlutverk fjölþjóðaliðsins og er ætlað að styrkja tengsl við fjölmiðla með gagnsæi að leiðarljósi.

Þórir var ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og hefur starfað með Rauða krossinum víða um heim.

Nú munu því starfa borgaralegir íslenskir sérfræðingar við upplýsingamiðlun í fjölþjóðlegum liðum Atlantshafsbandalagsins í Eystrasaltslöndunum þremur og hefur Ísland þannig lagt sitt af mörkum til að efla varnir bandalagsins í eystri hluta þess frá því sveitunum var komið á fót. Yfir 20 aðildarríki bandalagsins leggja til liðsafla í þessar sveitir.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum