Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2022 Innviðaráðuneytið

Atvik á sjó framvegis skráð í eitt miðlægt kerfi

Samgöngustofa og Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hafa tekið í notkun miðlægt skráningarkerfi, sem ber heitið ATVIK – sjómenn. Framvegis verða því hægt að skrá öll atvik á sjó á einn stað með rafrænum hætti. Þetta mun auðvelda útgerðum að uppfylla lagalega tilkynningarskyldu en auk þeirra geta sjómenn sjálfir, bæði yfir- og undirmenn, skráð slys og næstum því slys á sjó. 

Hingað til hafa slys verið skráð hjá þremur aðilum þ.e. rannsóknarnefnd samgönguslysa, lögreglu og hjá Sjúkratryggingum Íslands. Gögn hafa þ.a.l. ekki verið miðlæg og hafa þau einskorðast við slys með meiðslum. Með tilkomu nýju slysaskráningarinnar gefst loks kostur á að skrá atvik þar sem næstum því slys á sér stað auk þess sem öll skráning verður nú hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Með því að skrá „næstum því slys” verður hægt að fyrirbyggja að atvikið endurtaki sig með mögulegum alvarlegum afleiðingum.

Umsókn um bætur hjá Sjúkratryggingum

Miðlæga skráningarkerfið nær þó ekki til umsókna um bætur samkvæmt lögum um slysatryggingar almannatrygginga. Ef ætlunin er að sækja um bætur vegna slyss á sjó þarf eftir sem áður að sækja um þær með því að tilkynna slysið til Sjúkratrygginga.

Tryggingarfélagið VÍS bjó til og þróaði kerfið og færði RNSA að gjöf. Kerfið hefur svo verið aðlagað að kerfum RNSA með stuðningi Siglingaráðs og innviðaráðuneytisins. Samgöngustofa mun sjá um notendaþjónustu þess. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum