Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2022 Innviðaráðuneytið

Breyting á reglugerð um siglingaleiðir fyrir Reykjanes

Tekið hefur gildi breyting á reglugerð um afmörkun siglingaleiða, svæði sem ber að forðast og tilkynningaskyldu skipa fyrir Suðvesturlandi (nr. 524/2008) sem heimilar stærri skipum að sigla svonefnda innri leið fyrir Reykjanes.

Skipum allt að 30.000 brúttótonnum er nú heimilt að sigla innri leið fyrir Reykjanes allt árið í stað 20.000 brúttótonna hámarks áður. Sem fyrr eru skilyrði um að skipið flytji ekki hættuleg efni eða eiturefni og að skipstjóri hafi reynslu af siglingum á þessu svæði. Til viðbótar verður nú gerð krafa um tilkynningaskyldu til vakstöðvar siglinga áður en siglt er um innri leið.

Innri siglingaleiðin er talin öruggari þar sem veður og sjólag geti verið mun erfiðara á ytri leið auk þess sem innri leiðin er styttri sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þá eru komin ný skip í fraktsiglingum til og frá Íslandi sem eru stærri en 20.000 brúttótonn en eru jafnframt búin betri mengunarvarnarbúnaði en eldri skip.

Reglugerðin var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í apríl.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum