Hoppa yfir valmynd
1. desember 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Alveg sjálfsagt – mikilvægi sjálfboðaliðans

Í tilefni af degi sjálfboðaliðans á mánudag stendur mennta- og barnamálaráðuneytið fyrir kynningarátakinu Alveg sjálfsagt og ráðstefnu um sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi til vitundarvakningar um mikilvægi sjálfboðaliðans.

Í okkar samfélagi búum við svo vel að taka sjálfboðaliðastarfi sem sjálfsögðum hlut. Átakið er til umhugsunar um vinnuframlag sem er aðdáunarvert og allt annað en sjálfsagt.

Í heimsfaraldrinum kom mikilvægi íþrótta- og æskulýðsstarfs fyrir samfélagið allt berlega í ljós. Þegar við siglum út úr faraldrinum er mikilvægt að skoða hvort starf með sjálfboðaliðum hafi breyst og hvaða áskoranir eru fram undan. Íþrótta- og æskulýðsstarf hér á landi getur ekki átt sér stað í núverandi mynd án sjálfboðaliða sem sífellt gefa af sér í þágu heildarinnar.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum