Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2023 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra í heimsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, heimsótti nýlega höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðis tók á móti ráðherra og fylgdarliði hennar ásamt helstu stjórnendum lögreglunnar. Dómsmálaráðherra fékk kynningu á starfsemi lögreglunnar þar sem meðal annars var farið yfir fjölmörg áhugaverð framfaraskref hjá lögreglunni og sýnd þróun í helstu póstum löggæslumála undanfarin misseri. Þá var farið yfir helstu áskoranir sem lögregla stendur frammi fyrir og farið yfir eðli og umfang lögreglustarfsins. Fram kom í kynningu lögreglu að starfsemi hennar hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár og ríkari kröfur væru gerðar til starfa lögreglu á hinum ýmsu sviðum. Þá kom einnig fram að mikilvægt væri að efla lögregluna enn frekar þótt mikilvæg skref hafi verið tekin með það að markmiði seinustu misseri.

Að lokinni almennri kynningu á þróun í löggæslumálum fékk ráðherrann skoðunarferð um höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Á myndinni eru Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri, Hreinn Loftsson aðstoðarmaður ráðherra, Margrét Kristín Pálsdóttir settur aðstoðarlögreglustjóri, Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra,  Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn, María Káradóttir starfandi sviðsstjóri ákærusviðs, Drífa Sigurðardóttir frá dómsmálaráðuneyti og Theodór Kristjánsson, yfirlögregluþjónn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum