Hoppa yfir valmynd

Sjóður Egils Skallagrímssonar

Sjóður Egils Skallagrímssonar er styrktarsjóður í Bretlandi í vörslu sendiráðs Íslands. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenska menningu og listir á Bretlandseyjum en í því skyni veitir hann fjárstyrki. Fyrsti styrkurinn var veittur The Icelandic Take Away Theatre vegna sýningar þeirra á leikritinu "Sítrónusysturnar" á Edinborgarhátíðinni (fringe) 1997.

Styrkveiting fer fram í nóvember ár hvert. Styrkir eru almennt veittir á grundvelli listræns gildis og með hliðsjón af fjárþörf.

Vinsamlega athugið að ekki verða veittir styrkir úr sjóðnum eins og er vegna verkefna sem fara fram árið 2019/2020.

Stefán Haukur Jóhannesson, formaður

Guðrún Sveinbjarnardóttir

Gústaf Baldvinsson

2017

Sjóðnum barst 10 umsóknir en þar af hlutu eftirfarand þrjú verkefni styrk:

1. Devon Heritage Centre/Southwest HeritageTrust hlaut styrk að andvirði £3.000 fyrir verkefnið „Pike Ward in Iceland– exhibitions and research.“ Sýningin var haldin í Teign Heritage Centre frá 27. júlí – 10. september 2017.

2. Guðný Einarsdóttir hlaut styrk að andvirði £2.000 fyrir verkefnið „Lítil saga úr orgelhúsi.“ Sýningin var flutt tvisvar í St.Paul’s Cathedral og einu sinni í sænsku kirkjunni í London árið 2017.

3. Turner Contemporary í Margate hlaut styrk að andvirði £1.000 fyrir verkefnið „Entangled: Threads and Making“ með íslensku listakonunum Hrafnhildi Arnardóttur (Shoplifter), Margréti H. Blöndal og Örnu Óttarsdóttur. Sýningin var haldin frá 28. janúar – 7. maí 2017.

2016

Sjóðnum barst 11 umsóknir en þar af hlutu eftirfarandi þrjú verkefni styrk:

1. Jakob Jakobsson hlaut styrk að andvirði £1.500 fyrir ljósmyndasýninguna „AtWork.“ Sýningin var haldin í Lillie Art Gallery í Milngavie, Glasgow, frá 24. september – 4. nóvember 2016.

2. The Richard Thomas Foundation hlaut styrk að andvirði £1.500 fyrir tvenna tónleika þar sem frumflutt voru tónverk eftir íslensku tónskáldin Jóhann Jóhannsson og Hildi Guðnadóttur. Tónleikarnir voru haldnir í Conway Hall í London dagana 15. og 16. apríl.

3. Inga Lísa Middleton hlaut styrk að andvirði £1.500 fyrir listsýninguna „Thoughts of Home“sem haldin var í London í febrúar - ágúst 2016.

Sjóður Egils Skallagrímssonar er fjármagnaður með framlögum frá eftirtöldum íslenskum fyrirtækjum:

 

 
 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Veldu tungumál

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira