Hoppa yfir valmynd

Fjármálaáætlun

Fjármálaáætlun er byggð á fjármálastefnu hins opinbera, grunngildum hennar og skilyrðum. Hún felur í sér ítarlega útfærslu á markmiðum sem sett eru fram í þeirri stefnu, dýpkar nánar markmið fjármálastefnu og greinir hvernig þeim verði náð frá ári til árs. Markmið með fjármálaáætluninni er að útfæra markmið um tekjur og gjöld hins opinbera og þróun þeirra.

Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála- og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert.

Fjármálaáætlunin skiptist í tvo meginþætti. Þeir eru annars vegar greining á stöðu og horfum í efnahagsmálum og fjármálum opinberra aðila og hins vegar markmið og áætlun um fjármál ríkis, sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu.

Í fjármálaáætlun eru sýnd framlög (fjárheimildir) til starfsemi ríkisins innan 35 málaefnasviða til næstu fimm ára. Hvert málefnasvið nær yfir tiltekin verkefni, svo sem starfsemi dómstóla og háskóla. Í fjármálaáætluninni er lagður grunnur að skýrri forgangsröðun útgjalda og markvissum undirbúningi aðgerða til að ná fram markmiðum í fjármálastefnu og fjármálaáætlun.

Í fjármálaáætlun er sett hámark á útgjöld, svonefndir útgjaldarammar, fyrir hvert málefnasvið næstu fimm ár. Hér er átt við áætlun um hámark þeirra fjármuna sem verður ráðstafað til starfsemi á hverju málefnasviði.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum