Hoppa yfir valmynd
Forsætisráðuneytið

Afhenti skýrslu um endurbætur á peningakerfinu

Monetary Reform - A better monetary system for Iceland

Frosti Sigurjónsson, alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu.

Skýrslan, sem unnin er að beiðni forsætisráðherra, skoðar að hvaða leyti megi rekja vandamál í stjórn peningamála hér á landi til þess að bönkum er heimilt að „búa til peninga‟ þega þeir veita lán.

Fram kemur í skýrslunni að íslenskir viðskiptabankar sköpuðu mun meira af peningum en hagkerfið þurfti á að halda. Seðlabankanum tókst ekki að hafa hemil á peningamyndun bankanna með hefðbundnum stjórntækjum sínum. Skýrslan skoðar hugmyndir um endurbætur á peningakerfinu og kemst að þeirri niðurstöðu að svokallað þjóðpeningakerfi geti verið nothæfur grundvöllur að endurbótum á peningakerfinu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði: „Ég er mjög ánægður með að þessi skýrsla skuli vera komin út. Ég vænti þess að hún verði mikilvægt innlegg í þá nauðsynlegu umræðu sem framundan er, hér sem annars staðar, um peningamyndun og stjórnun peningamála.‟

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira