Hoppa yfir valmynd
2. desember 2020 Utanríkisráðuneytið

Lok aðlögunartímabils vegna útgöngu Bretlands úr ESB - að hverju þarf að huga?

Um áramót lýkur aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB). Það þýðir meðal annars að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) mun ekki gilda lengur um Bretland frá og með 1. janúar 2021. Íslendingar þurfa að huga að nokkrum atriðum í þessu sambandi, sérstaklega þeir sem búa á Bretlandi eða hyggjast flytja þangað á næstunni og þeir sem stunda viðskipti við Bretland eða eiga þar annara hagsmuna að gæta. Sumt verður áfram eins en ýmsar breytingar eru einnig í vændum.

Hér er gátlisti um helstu afleiðingar Brexit fyrir fólk og fyrirtæki í landinu.

 

Nánari upplýsingar um undirbúning fyrir lok aðlögunartímabilsins eru að finna á utn.is/brexit undir Undirbúningur fyrir lok aðlögunartímabilsins. Á vefnum má einnig finna upplýsingar um réttindi til búsetu og dvalar í Bretlandi.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum