Hoppa yfir valmynd

Málefni utanríkisráðuneytis

Málefni  eru skilgreind í forsetaúrskurði nr. 84/2017 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands:

Utanríkisráðuneyti fer með mál er varða:

  1. Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.

  2. Utanríkismál, þar á meðal:

    1. Skipti forseta Íslands og annarra þjóðhöfðingja.
    2. Sendiráð, fastanefndir og ræðisskrifstofur Íslands erlendis.
    3. Sendiráð og ræðisskrifstofur erlendra ríkja á Íslandi.
    4. Skipti við erlend ríki, þ.m.t. norræna samvinnu.
    5. Réttindi Íslendinga og íslenska hagsmuni erlendis.
    6. Samninga við önnur ríki og gerð þeirra og framkvæmd tiltekinna samninga, sbr. m.a. lög nr. 90/1994, 57/2000, 93/2008 og 58/2010.
    7. Aðild Íslands að alþjóðlegum samtökum, stofnunum, ráðstefnum og fundum er varða opinbera hagsmuni og eigi ber undir annað ráðuneyti samkvæmt ákvæðum þessa úrskurðar eða eðli máls. Friðhelgi og forréttindi alþjóðastofnana.
    8. Diplómatísk vegabréf, þjónustuvegabréf og áritun vegabréfa.
    9. Kynningu Íslands og íslenskra efna með öðrum þjóðum nema slík mál séu lögð til annars ráðuneytis.
    10. Íslandsstofu.
    11. Varnarmál, aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO), varnarsamning Íslands og Banda­ríkjanna, samskipti og samstarf við erlend ríki, hermálayfirvöld og alþjóða­stofnanir á sviði öryggis- og varnarmála, varnarsvæði, öryggissvæðið á Keflavíkur­flugvelli og önnur öryggissvæði, þ.m.t. skipulags- og mannvirkjamál, rekstur mann­virkja og eigna Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, þ.m.t. íslenska ratsjár- og loft­varna­kerfið (IADS).
    12. Útflutningsverslun.
    13. Undirbúning og framkvæmd viðskiptasamninga.
    14. Skipti Íslands við alþjóðleg viðskiptasamtök.
    15. Vörusýningar erlendis.
    16. Þróunarsamvinnu, friðargæslu og neyðarhjálp.
    17. Hafréttarmál.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum