Hoppa yfir valmynd

Föstudagspóstur

Vikuleg samantekt á fréttum úr utanríkisþjónustunni og dagskrá næstu daga.


Dags.TitillLeyfa leit
23.10.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 23. október 2020<div id="fb-root">&nbsp;</div> <script async defer crossorigin="anonymous" src="https://connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v8.0" nonce="KayTxb0F"></script> <p>Heil og sæl!<br /> <br /> Jörðin skalf hressilega í vikunni og áfram heldur baráttan við heimsfaraldur kórónuveirunnar en meira þarf til að stöðva útgáfu föstudagspóstins! Á tímum veirunnar heyra utanlandsferðir til undantekninga og það á einnig við um ferðir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem þó lét slag standa og ferðaðist til Færeyja og&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/10/23/Gudlaugur-Thor-raeddi-Hoyvikursamninginn-vid-Jenis-av-Rana/">fundaði</a>&nbsp;með Jenis av Rana, utanríkisráðhera Færeyja í Þórshöfn í dag.<br /> <br /> Framkvæmd Hoyvíkursamningsins og efnahagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins voru efst á baugi á fundi þeirra sem var jákvæður en sameiginleg afstaða til samningsins er að hann veiti fyrirtækjum og einstaklingum beggja landa veruleg tækifæri til framtíðar.<br /> <br /> „Hoyvíkursamningurinn er áþreifanleg staðfesting á góðum og nánum samskiptum Íslands og Færeyja. Hann hefur reynst báðum þjóðum vel frá því að hann tók gildi 2006 og það var afar ánægjulegt að koma hingað til Færeyja og sjá það með eigin augum,“ sagði Guðlaugur Þór að fundi loknum.<br /> <br /> Í tengslum við fundinn sóttu þeir Guðlaugur Þór og Jenis av Rana heim Sigert Patursson, bónda og formann færeysku bændasamtakanna, og skoðuðu sláturhúsið og kjötvinnsluna Krás í Hósvík, en ráðherra flutti einnig&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2020/10/23/Avarp-utanrikis-og-throunarsamvinnuradherra-a-FaroExpo-kaupstefnunni-i-Runavik-i-Faereyjum/">ræðu</a>&nbsp;á Faroexpo kaupstefnunni sem haldin var í Runavík í dag. Kaupstefnan fer fram á tveggja ára fresti og að þessu sinni undir yfirskriftinni Brexit, tækifæri og áskoranir. Í erindi sínu lagði ráðherra áherslu á náin tengsl Íslands og Bretlands í fortíð, nútíð og framtíð, á sviði viðskipta, menningar og öryggismála. Hann áréttaði meðal annars að mikið væri í húfi fyrir Ísland að tryggja samfellu í samskiptum landanna þrátt fyrir útgöngu Bretlands úr ESB. Samningar um framtíðarsamskipti landanna stæðu yfir og væru langt komnir á mörgum sviðum.</p> <p>Að því sögðu þá birtum við einnig frétt í dag þess efnis að&nbsp;Ísland hefði ásamt Noregi, Liechtenstein og Bretlandi, sammælst um að&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/10/23/Voruvidskipti-vid-Bretland-tryggd/">bráðabirgðasamningur</a>&nbsp;um vöruviðskipti taki gildi hafi fríverslunarsamningur ekki verið undirritaður fyrir áramót svo óbreytt viðskiptakjör verði áfram tryggð. Góður gangur er í fríverslunarviðræðunum og er stefnt að því að ljúka þeim á tilsettum tíma.<br /> <br /> Á&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/10/20/80-milljonir-krona-i-mannudaradstod-vegna-neydar-a-Sahel-svaedinu/">þriðjudag</a>&nbsp;tilkynnti Guðlaugur Þór um 80 milljóna króna framlag til mannúðaraðstoðar í Búrkína Fasó, Malí og Níger. Ríkin þrjú eru á svonefndu Mið-Sahelsvæði þar sem hungursneyð er yfirvofandi. Kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar í heiminum hefur gert ástandið þar enn verra. Sérstök áheitaráðstefna Sameinuðu þjóðanna um Mið-Sahelsvæðið fór fram sama dag og í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2020/10/23/Avarp-utanrikis-og-throunarsamvinnuradherra-a-FaroExpo-kaupstefnunni-i-Runavik-i-Faereyjum/">ræðu</a>&nbsp;sem utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra flutti í gegnum fjarfundarbúnað lagði hann áherslu á að Ísland muni halda áfram málsvarastarfi á sviði mannréttinda og vakti auk þess athygli á hnignandi jafnrétti í þessum heimshluta, sem meðal annars mætti rekja til ytri áhrifa kórónuveirufaraldursins.<br /> <br /> „Grípa þarf til víðtækra aðgerða á svæðinu. Stofnanir á sviði mannúðar, þróunarsamvinnu og friðarumleitana verða að ganga í takt og vinna saman, þannig bæta þær hver aðra upp. Viðbrögð okkar verða að vera í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög og grundvallarþætti mannúðarstarfs,“ sagði hann ennfremur.<br /> <br /> Sem endranær er ekki komið að tómum kofanum hjá sendiskrifstofum okkar um allan heim.&nbsp;<br /> <br /> Starfsfólk sendiráðs okkar í Osló á ávallt ás upp í erminni og þangað barst einstök fyrirspurn í vikunni. Það er réttast að gefa þeim orðið:</p> <div class="fb-post" data-href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/posts/3419196201528348" data-show-text="true"><blockquote cite="https://www.facebook.com/IcelandinNO/posts/3419196201528348" class="fb-xfbml-parse-ignore"> <p>Við verðum bara að deila með ykkur ótrúlega skemmtilegu símtali sem sendiráðinu í Osló barst í morgun. Hingað hringdi...</p> Posted by <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/">Islands ambassade i Oslo / Sendiráð Íslands í Osló</a> on&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/posts/3419196201528348">Thursday, 22 October 2020</a></blockquote></div> <p> Á dögunum birtum við einnig kveðju frá Gunnari Snorra Gunnarssyni, sendiherra Íslands í Kína, þar sem hann sendi kínversku þjóðinni heillaóskir á þjóðhátíðardegi Alþýðulýðveldisins Kína þann 1. október síðastliðinn. Við mælum með því að fólki kíki á kveðjuna&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3556124531077455">hér</a>!&nbsp;<br /> <br /> Það er óhætt að segja að sendiráðið í Kína sé að leggja sitt af mörkum hvað landkynningu varðar en&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3571880446168530">í gær</a>&nbsp;sögðum við frá þátttöku Gunnars Snorra og Kristínu Arönku, sendiráðsfulltrúa, í sjónvarpsþætti á sjónvarpsstöðinni Hainan TV, sem er sjónvarpsstöð syðsta héraðs Kína. Í þættinum var fjallað um Ísland og starf sendiráðsins þar í landi en á meðal þess sem rætt var um voru L-in þrjú, landslag, lambakjöt og lopapeysur!</p> <p><span>Í Berlín tekur menningarlífið sér ekki hlé þrátt fyrir kófið en síðastliðinn þriðjudag var frumsýning í Felleshus, menningarmiðstöð norrænu sendiráðanna á mynd sem&nbsp; þýski sjónvarps- og veðurfréttamaðurinn Benjamin Stöwe og myndatökumaðurinn Lucas Radermacher gerðu fyrir sjónvarpstöðina ZDF. Um er að ræða 15 stutta morgunþætti um Ísland sem birtust í þýska sjónvarpinu sumarið og veturinn 2019, sem hafa nú verið klipptir saman í eina 55 mínútna langa mynd um Ísland. María Erla Marelsdóttir sendiherra var viðstödd eina af þremur sýningum eins og sjá má í meðfylgjandi&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/posts/1729225677227691">stiklu</a>&nbsp;en sjónvarpsstöðin tók einnig viðtal við sendherra.<br /> <br /> Hér er hægt að nálgast myndina sjálfa í&nbsp;<a href="https://www.zdf.de/nachrichten/zdf-mittagsmagazin/benjamin-stoewe-island-expedition-film-reykjavik-100.html">sarpi sjónvarpsstöðvarinnar ZDF</a>&nbsp;sem verður þar næsta árið.<br /> <br /> Sendiráð Íslands í Berlín óskaði einnig þeim Víkingi Ólafssyni píanóleikara og Hildi Guðnadóttur tónskáldi&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/posts/1725863027563956">til hamingju</a>&nbsp;með verðskulduð verðlaun Opus Klassik, sem eru þekktustu tónlistarverðlaun Þýskalands í flokki klassískrar tónlistar. María Erla Marelsdóttir sendiherra var viðstödd verðlaunaafhendinguna sem fór fram í einu virtasta tónlistarhúsi Berlínar Konzerthaus, en sendiráðið og Konzerthaus hafa átt farsælt samstarf um árabil við að kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk</span><br /> <br /> <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3574733725883202">Í dag</a>&nbsp;lauk fundi varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í gegnum öruggan fjarfundarbúnað. Hermann Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, tók þátt í fundinum í fjarveru utanríkisráðherra en á fundinum voru meðal ananrs málefni öryggisráðsályktunar 1325 um konur, frið og öryggi til umfjöllunar og þess minnst að 20 ár eru liðin frá samþykkt ályktunarinnar í SÞ.</p> <p>Þátttaka kvenna í friðaferli og staða þeirra í ófriði er mikilvægt viðfangsefni í starfi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Það á ekki síst við um viðleitni stofnunarinnar, til að koma á friði víðsvegar í austurhuta ÖSE-svæðisins, þar sem langvarandi deilur og ófriður halda samfélögum í heljargreipum. Líkt og fyrr segir eru 20 ár síðan ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi var samþykkt og var þess minnst í vikunni á fundum fastaráðsins og öryggissamvinnuvettvangsins hjá ÖSE. Ísland gerðist aðili að ályktunum af þessu tilefni.<br /> <br /> <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3574199485936626">Í dag</a>&nbsp;lauk einnig þriðju samningalotu EFTA ríkjanna við Chile um uppfærslu fríverslunarsamnings frá 2004 en það var Sveinn K. Einarsson úr fastanefnd Íslands í Genf sem sat fundinn fyrir Íslands hönd.&nbsp;<br /> <br /> <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3567363679953540">Á þriðjudag&nbsp;</a>stýrði Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, fundi sem fastanefnd Íslands, fastanefnd Rúanda og mannréttindasamtökin Universal Rights Group héldu sameiginlega um samspil mannréttinda og nýrrar stafrænnar tækni, og hvernig megi fremur stuðla að jafnrétti og gegn mismunun. Málstofan var hluti af hinu svokallaða Glion samtali þar sem fulltrúar aðildarríkja SÞ, sérfræðingar og frjáls félagasamtök koma saman, bæði í New York og Genf, til að ræða málefni á sviði mannréttinda.&nbsp;<br /> <br /> Starfsfólk sendiráðs Íslands í Kampala tók&nbsp;&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/posts/2612251845752956">í gær</a>&nbsp;á móti erkibiskupi Úganda, Dr.Stephen Kaziimba Mugalu og ræddi við hann um verkefni sendiráðsins þar í landi, þ.á.m. á sviði vatns- og salernismála.<br /> <br /> Þá þökkum við sendiráði okkar í Washington fyrir&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/posts/3785103181523284">athyglisverða kynningu</a>&nbsp;á gangi mála í Bandaríkjunum fyrir komandi forsetakosningar. Vissulega spennandi vikur framundan á þeim bænum!</p> <p>Við endum þessa yfirferð á frétt&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/10/23/Rumlega-200-byggingar-i-Evropu-klaeddar-blaum-lit-Sameinudu-thjodanna/">úr Heimsljósi&nbsp;</a>þar sem vakin er athygli á 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Rúmlega tvö hundruð byggingar um alla Evrópu verða lýstar upp með bláum lit á morgun, laugardaginn 24. október, til að minnast stórafmælisins. UNRIC, upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu, á frumkvæðið að átakinu „Turn Europe UN Blue“ en á morgun verða 75 ár liðin frá því stofnsáttmáli samtakanna gekk formlega í gildi árið 1945.<br /> <br /> Harpa, Háskóli Íslands, Höfði, Dómkirkjan í Reykjavík og Akureyrarkirkja verða lýst bláa litnum á morgun sem og brúin yfir Eyrarsund, dómkirkjan í Stokkhólmi, Ráðhúsið og FN-byen í Kaupmannahöfn og háskólinn í Trömsö svo dæmi séu tekin frá Norðurlöndum.&nbsp;<br /> <br /> Að sögn Árna Snævarr upplýsingafulltrúa Sameinuðu þjóðanna hjá UNRIC hefur ljósblái liturinn verið einkennislitur Sameinuðu þjóðanna frá því allsherjarþingið lagði blessun sína yfir fána samtakanna 20. október 1947. Blár varð fyrir valinu sem „andstæðan við rauðan, lit átaka,” segir hann.</p> <p>Í&nbsp; næstu viku tekur utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þátt í ráðherrafundi EFTA, sem er 50 ára í ár. Á miðvikudag tekur hann þátt í ráðherrafundum sem haldnir eru í tengslum við þing Norðurlandaráðs.<br /> <br /> Við segjum þetta gott í bili.<br /> <br /> Góða helgi!<br /> <br /> Upplýsingadeild</p>
16.10.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 16. október 2020<span></span> <div id="fb-root">&nbsp;</div> <span> <script async defer crossorigin="anonymous" src="https://connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v8.0" nonce="M43Nb97U"></script> </span> <p><span>Heil og sæl!<br /> <br /> Við hefjum leik á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/10/16/Mjog-jakvaed-nidurstada-midannarryni-DAC-a-throunarsamvinnu-Islands/">frétt frá því</a><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/10/16/Mjog-jakvaed-nidurstada-midannarryni-DAC-a-throunarsamvinnu-Islands/"> í dag</a> um miðannarýni þróunarsamvinnu Íslands af hálfu Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC). Heildarniðurstöður miðannarrýninnar eru mjög jákvæðar en DAC kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi nú þegar komið til móts við níu af þrettán tillögum sem settar voru fram í jafningjarýninni fyrir þremur árum.<br /> <br /> „Þessi stöðutaka sýnir að við erum á réttri leið og hún er okkur mikil hvatning. Þróunarsamvinna hefur fengið aukið vægi í ráðuneytinu á undanförnum árum og umtalsvert umbótastarf hefur orðið á því sviði. Endurskipulagning ráðuneytisins um síðustu áramót var liður í því starfi og rík áhersla er lögð á nánari útfærslu á þeirri stefnu sem samþykkt var af Alþingi á síðasta ári,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, af þessu tilefni.<br /> <br /> <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/10/15/Thjonustubord-atvinnulifsins-og-vidskiptavaktin-hefja-gongu-sina/">Í gær</a> undirritaði svo ráðherra ásamt Hildi Árnadóttur, stjórnarformanni Íslandsstofu, og Pétri G. Óskarssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu, samkomulag utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu um stofnun þjónustuborðs atvinnulífsins. Því&nbsp;er ætlað að vera brú milli atvinnulífs og stjórnvalda þar sem fyrirtæki munu m.a. geta leitað sér upplýsinga um möguleika á stuðningi við atvinnuþróunarverkefni í þróunarlöndum og víðar, þar sem Ísland veitir fjárframlög, og sótt sérþekkingu, stuðning og leiðbeiningar um hvert annað er hægt að leita til að koma hugmyndum í framkvæmd.<br /> <br /> „Um leið og kórónuveirufaraldurinn brast á setti ég stuðning við íslenskt atvinnulíf í algeran forgang. Stefnumótun okkar er nú farin að bera ávöxt með þeim nýmælum sem í dag verður hrint í framkvæmd. Ég bind vonir við að með þjónustuborði atvinnulífsins geti íslensk fyrirtæki látið meira að sér kveða í atvinnustarfsemi í þróunarríkjum og víðar, í samvinnu við heimafólk á hverjum stað,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Jafnframt hóf sérstök&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/10/15/Saman-i-sokninni/">viðskiptavakt</a>&nbsp;utanríkisráðuneytisins göngu sína en hún er liður í áherslu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra að styðja við íslenskar útflutningsgreinar, ekki síst nú á tímum COVID-19.&nbsp;Meðfylgjandi myndband var birt í tengslum við þessi tíðindi, það var tekið upp þegar skýrslan&nbsp;<em><a href="https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/2020/07/21/Saman-a-utivelli-Framkvaemd-utanrikisstefnu-Islands-i-kjolfar-COVID-19/">Saman á útivelli</a>&nbsp;</em>kom út í sumar en viðskiptavaktin er einmitt ein tillagnanna sem skýrslan kveður á um. Eins og sjá má voru aðrar sóttvarnareglur í gildi þá í samfélaginu - í þá gömlu góðu daga.<br /> <br /> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?height=314&%3bhref=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2futanrikisthjonustan%2fvideos%2f338812623863022%2f&%3bshow_text=false&%3bwidth=560" width="560" height="314" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allow="encrypted-media" allowfullscreen="true"></iframe></span></p> <p><span><br /> Á miðvikudag <a href="https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20201013T173754">mælti utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra</a>&nbsp;fyrir frumvarpi sínu um breytingu á lögum um utanríkisþjónustu Íslands, sendiherrafrumvarpinu svonefnda. Það gengur nú til annarrar umræðu og meðferðar utanríkismálanefndar.&nbsp;</span></p> <p><span>Sama dag&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/10/14/Island-i-gestgjafahlutverki-a-haustfundi-Global-Equality-Fund/">ávarpaði </a>Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, haustfund Hnattræna jafnréttissjóðsins þar sem mannréttindi hinsegin fólks voru til umræðu. Ísland var í gestgjafahlutverki í ár og bauð til fjarfundarins þar sem um fimmtíu meðlimir og fulltrúar styrktaraðila ásamt starfsliði sjóðsins tóku þátt.&nbsp;<br /> <br /> Þá sögðum við einnig frá fulltrúum Íslensku friðargæslunnar <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/10/16/Islenskir-fridargaeslulidar-i-ollum-Eystrasaltsrikjunum/">í dag</a> sem nú eru við störf hjá fjölþjóðaliði Atlantshafsbandalagsins í öllum þremur Eystrasaltsríkjunum en að sögn utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra er aukin þátttaka Íslands í samstöðuaðgerðum á svæðinu fagnaðarefni.<br /> &nbsp;<br /> Að venju var nóg um að vera hjá starfsfólki okkar úti á pósti.</span></p> <p> Í Osló stóð starfsfólk okkar í stórræðum í dag en þessa dagana er unnið að því að flytja sendiráðið á nýja hæð í sama húsnæði. Fulltrúi tölvudeildar ráðuneytisins mætti á svæðið og aðstoðaði meðal annars við að flytja veglegan „server-skáp“&nbsp;á milli hæða.</p> <div class="fb-post" data-href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/posts/3403320339782601" data-show-text="true"><blockquote cite="https://www.facebook.com/IcelandinNO/posts/3403320339782601" class="fb-xfbml-parse-ignore"> <p>Við stóðum í stórræðum í dag en erum samt bara rétt að byrja. Nokkrar myndir frá flutningastússi sendiráðsins í dag....</p> Posted by <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/">Islands ambassade i Oslo / Sendiráð Íslands í Osló</a> on&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/posts/3403320339782601">Friday, 16 October 2020</a></blockquote></div> <p> <br /> Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, bauð Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, velkominn til starfa á fundi í utanríkisráðuneyti Svíþjóðar. Á <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/10/14/Sendiherra-Islands-Hannes-Heimisisson-a-fundi-med-Ann-Linde-utanrikisradherra-Svithjodar/">fundinum</a> ræddu þau meðal annars margvísleg og náin tengsl Íslands og Svíþjóðar og fjölbreytt samstarfsverkefni.<br /> <br /> Í <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/posts/1430389553837850">Brussel</a> sat Kristján Andri Stefánsson sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu ráðherrafund ESB sem formennskuríki Evrópusambandsins stóðu fyrir um gervigreind og stafræna þjónustu. Kristján Andri sat fundinn fyrir hönd fjármálaráðherra. Þar áréttaði hann hann mikilvægi stafrænnar starfsskrár fyrir íslenska ríkið. Hann sagði frá verkefnum Íslands sem miða að því styrkja stafræna innviði og tryggja stafræna þjónustu, sem og stofnun nefndar um framtíðarsýn í málaflokknum. Þá lagði hann einnig áherslu á nauðsyn þess að viðmótin séu á því tungumáli sem fólkið notar – þar á meðal íslensku.&nbsp;<br /> <br /> Í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinParis/posts/3477649942291356">París</a> tilkynnti sendiráðið okkar um nýjan alþjóðlegan meistara í jafnrétti kynjanna en það er engin önnur er Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París.</p> <p><span>Þá tók starfsfólk sendiráðs okkar í Washington þátt í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/posts/3765734626793473">fjarviðburði</a> um plastmengun í heiminum ásamt öðrum norrænum sendiráðum þar í borg en viðburðurinn var samvinnuverkefni sendiráðanna og The Ocean Foundation. Hægt er að sjá umræðurnar <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pXCk4y_rxoI&%3bfeature=youtu.be&%3bfbclid=IwAR1t_q4rCWq65_iekWH-peLgDZceqD_ChuyhgAf6qQx_to_uVkw0M7qZ7Lo">hér</a>.</span></p> <p><span>1. október síðastliðinn hélt Alþýðulýðveldið Kína upp á þjóðhátíðardag sinn og af því tilefni sendi sendiherra Ísland í Kína, Gunnar Snorri Gunnarsson, kínversku þjóðinni <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/videos/348686679798901">heillaóskir</a>&nbsp;á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo og þar birti sendiherrann kveðju sína. Segja má að kveðjan hafi náð nokkru flugi en tæplega hálf milljón manns hafa horft á kveðju sendiherrans. Er Gunnar Snorri líklega þar með orðinn vinsælasta samfélagsmiðlastjarna íslensku utanríkisþjónustunnar.&nbsp;</span></p> <p><span></span>Í <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3544114208945154">Genf </a>var nóg um að vera í vikunni. Septemberlotu mannréttindaráðsins er nú lokið en sem fyrr tekur Ísland virkan þátt í starfinu sem og í samstarfi við Norðurlöndin og Balta en hópurinn flutti sameiginlega á þriðja tug ræðna. Í lotunni átti sér stað mikilvæg umræða um áríðandi stöðu mála í Hvíta-Rússlandi, Venesúela, Sýrlandi og fleirum ríkjum, sem og um mannréttindi á tímum COVID-19 og fleiri mál.<br /> <br /> Á <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3546923808664194">mánudag </a>átti Ísland einnig samráðsfund með Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR) um starf Íslands og stuðning þess. UNHCR er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðarmálum og því mikilvægt að stjórnvöld eigi sæti við borðið þar sem ákveðinn er stuðningur við þau sem orðið hafa að flýja heimili sín víða um heim vegna stríðsátaka, náttúruhamfara eða<br /> af öðrum ástæðum, til dæmis með matvælaaðstoð, húsaskjóli eða heilbrigðisþjónustu.<br /> <br /> Í <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3552493844773857">gær</a> tók Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands í Genf, þátt í fundi hóps ríkja undir forystu sendiherra Hollands og Maldív-eyja sem hafa það að markmiði að breikka hóp þeirra ríkja sem taka þátt í starfi mannréttindaráðs og sækjast eftir aðild að ráðinu, með sérstaka áherslu á smáríki.&nbsp;<br /> <br /> Þá <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3553815451308363">hittist</a> Fríverslunarnefnd EFTA-ríkjanna og Singapúr einnig á fjarfundi í gær en það var Katrín Einarsdóttir, varafastafulltrúi Íslands, sem stýrði fundi fríverslunarnefndarinnar fyrir hönd allra EFTA ríkjanna.<br /> <br /> Við endum þessa yfirferð á að vekja athygli á <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisthjonustan-80-ara/stakur-pistill/2020/10/15/Islendingarnir-sem-laestust-inni/">nýjasta pistlinum á afmælisvefnum</a>&nbsp;okkar þar sem skyggnst er inn í störf utanríkisþjónustunnar árið 1940. Fjölmargir Íslendingar urðu innlyksa á Norðurlöndunum í kjölfar hernáms Þjóðverja á Danmörku og Noregi og nýstofnuð íslensk utanríkisþjónusta fékk í hendurnar það veglega borgaraþjónustuverkefni að koma á þriðja hundrað Íslendinga heim til Íslands með strandferðaskipinu Esju. Siglt var frá Petsamó, sem þá var í Finnlandi, en í gær voru nákvæmlega 80 ár frá því að Esja sigldi inn í Reykjavíkurhöfn.</p> <p>Í næstu viku tekur utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þátt í hringborðsumræðum og áheitaráðstefnu vegna svonefnds Mið-Sahelssvæðis (Búrkína Fasó, Malí og Níger) og ráðstefnunni How to Invest in Iceland. Af hefðbundnum þingsstörfum má nefna að hann tekur þátt í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag og kemur fyrir þingnefndir. Undir lok vikunnar heldur ráðherra svo til Færeyja.&nbsp;<br /> <br /> Við segjum þetta gott bili.<br /> <br /> Upplýsingadeild.</p>
09.10.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 9. október 2020Heil og sæl! <p> </p> <p><span>Eflaust hafa margir boltaunnendur vaknað með bros á vör í dag eftir sigur karlalandsliðs Íslands á Rúmeníu í gær í umspili um laust sæti á EM í knattspyrnu á næsta ári. Það er engum blöðum um það að fletta að landsliðin okkar hafa veitt gríðarlega landkynningu á síðustu árum og því er ekkert nema gleðiefni að við skulum halda þeim glugga áfram opnum en Ísland leikur úrslitaleik um sæti á EM gegn Ungverjalandi 12. nóvember nk. Nóg um það.<br /> <br /> Við hefjum að þessu sinni leik á Alþingi en í vikunni <a href="https://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20201006T163237">kynnti</a> Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hluta utanríkisráðuneytisins í fjármálaáætlun og tók í kjölfarið þátt í fjörugum umræðum við þingmenn um utanríkismál vítt og breitt.<br /> <br /> Nóg annað hefur verið á dagskrá í vikunni.<br /> <br /> Í dag bárust þær <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/10/09/Utanrikis-og-throunarsamvinnuradherra-sendir-WFP-heillaoskir-vegna-fridarverdlauna-Nobels/">gleðiréttir</a> að Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefði hlotið friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu stofnunarinnar gegn hungri, fyrir að stuðla að bættum aðstæðum fyrir friði á átakasvæðum, og fyrir aðgerðir til að afstýra því að hungur sé notað sem vopn í átökum.<br /> <br /> Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sendi WFP heillaskeyti í morgun og óskaði stofnunni auk þess til hamingju á Twitter.<br /> <br /> „Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur um langt skeið verið ein af áherslustofnunum Íslands í neyðar- og mannúðaraðstoð og friðarverðlaun Nóbels eru að mínum dómi mjög verðskulduð viðurkenning fyrir ómetanlegt starf á átakasvæðum sem stuðlar að friði,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson.<br /> </span></p> <p lang="en" dir="ltr">Congratulations to our partners <a href="https://twitter.com/WFP?ref_src=twsrc%5etfw">@WFP</a> on winning the 2020 <a href="https://twitter.com/hashtag/NobelPeacePrize?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#NobelPeacePrize</a>. The award is a powerful reminder of the linkages between food security and peace. 🇮🇸 is proud to support the lifesaving food assistance you provide.</p> <p><span></span></p> <blockquote class="twitter-tweet"> — Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) <a href="https://twitter.com/GudlaugurThor/status/1314545737921966081?ref_src=twsrc%5etfw">October 9, 2020</a></blockquote> <p> <script async src="https://platform.twitter.com/widgets.js" charset="utf-8"></script> <br /> Áfram heldur 75. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. <span>Nefndarstarf hófst í vikunni og stóð fastanefnd Íslands í ströngu ef ekki stórræðum. Í dag flutti <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.3535869949769580/3535868696436372">Jörundur Valtýsson </a>fastafulltrúi yfirlitsræðu í 1. nefnd um afvopnunarmál fyrir hönd Norðurlandanna og fór vel á því í ljósi úthlutunar friðarverðlauna Nóbels fyrr í dag.</span>&nbsp;Á þriðjudag átti Ísland hlut að <a href="https://new-york-un.diplo.de/un-en/news-corner/201006-heusgen-china/2402648">sameiginlegu ávarpi</a> 39 ríkja í almennri umræðu í þriðju nefnd allsherjarþingsins (mannréttindanefndinni) þar sem lýst var þungum áhyggjum af ástandi mannréttinda í héruðunum Xinjiang og Tíbet í Kína og þróun nýverið í Hong Kong. Í ávarpinu er rifjað upp að fimmtíu sérstakir erindrekar á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafi sent frá sér ákall í júní sl. þar sem farið var fram á það við stjórnvöld í Kína að virða mannréttindi, ekki síst í Xinjiang og Tíbet. Er tekið undir þetta ákall. Í Xinjiang-héraði hafa kínversk stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir að neyða meira en milljón manns í eins konar „pólitískar endurmenntunarbúðir“. Lýsa ríkin þrjátíu og níu áhyggjum af fregnum af grófum mannréttindabrotum í þessu samhengi.</p> <p> <br /> Áfram höldum við í mannréttindamálum en á miðvikudag <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/10/07/Alyktun-Islands-um-Filippseyjar-samthykkt/">samþykkti</a> Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/09/26/Alyktun-um-mannrettindi-a-Filippseyjum-logd-fram-i-mannrettindaradinu/">ályktun Íslands</a> um stuðning mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna við Filippseyjar. Ályktunin leggur grunninn að uppbyggingu mannréttinda í landinu með stuðningi stofnana Sameinuðu þjóðanna. Ályktunin&nbsp;sem var lögð fram í samstarfi við Filippseyjar í nýliðnum mánuði var samþykkt samhljóða á fundi mannréttindaráðsins í vikunni og kveður á um að filippseysk stjórnvöld skuldbindi sig til að vinna með mannréttindafulltrúanum að umbótum. Auk fulltrúa Íslands og Filippseyja tóku fulltrúar Evrópusambandsins, Mexíkó og Japans til máls við atkvæðagreiðsluna og lýstu yfir stuðningi við ályktunina. Öllu skipti þó að stjórnvöld á Filippseyjum láti verkin tala.<br /> <br /> Við sögðum einnig frá því <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/10/06/Islendingar-i-Bretlandi-hvattir-til-ad-tryggja-rett-sinn-til-busetu-fyrir-aramot/">í vikunni</a> að frá og með 1. janúar 2021 munu reglur Evrópska efnahagssvæðisins (EES) um frjálsa för fólks ekki lengur gilda um Bretland og því þurfa þeir Íslendingar sem flytja til Bretlands eftir þann tíma að sækja um vegabréfsáritun og uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi breskra stjórnvalda til þess að fá að dvelja í landinu. Áfram verður þó heimilt að heimsækja Bretland án vegabréfsáritunar.<br /> <br /> Í París <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/10/09/Sendiherra-afhendir-trunadarbref-i-Frakklandi/">afhenti</a> Unnur Orradóttir sendiherra Emmanuel Macron forseta Frakklands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Frakklandi og Andorra. Ræddu þau Unnur og Macron um mikilvægi alþjóðasamvinnu, sérstaklega á tímum heimsfaraldurs sem setti svip sinn á afhendinguna en smitvarnir voru áberandi í Elysée-höll.<br /> <br /> Síðustu daga hefur Ísland gerst aðili að nokkrum mikilvægum samevrópskum yfirlýsingum á vettvangi fastaráðs Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Á fastaráðsfundi ÖSE í gær voru árásir á almenna borgara í Ngorno-Karabakh fordæmdar í yfirlýsingu ESB, sem Ísland gerðist aðili að. Ísland gerðist einnig aðili að yfirlýsingu ESB til stuðnings fjölmiðlum í Hvíta-Rússlandi á fastaráðsfundinum, en þar eru stöðugar árásir stjórnvalda á skoðana- og málfrelsi fordæmdar. Í tilefni af 18. alþjóðadegi gegn dauðarefsingu, sem verður á morgun, var Ísland meðflytjandi að yfirlýsingu nokkurra ríkja, þar sem m. a. er skorað á Bandaríkin og Hvíta-Rússland að afnema dauðarefsingu. Á fastaráðsfundinum gerðist Ísland einnig aðili að yfirlýsingu ESB um stöðu mála í Moldóvu, þar sem lýst er áhyggjum yfir stöðu mannréttinda, skoðana- og samkomufrelsis og fjölmiðlafrelsis í Transnistríu. Fastafulltrúi Íslands lýsti svo stuðningi við aðild Kýpur að samningnum um opna lofthelgi á lokadegi endurskoðunarráðstefnu samningsins í dag. Var Ísland meðflytjandi í yfirlýsingu rúmlega 30 aðildarríkja um stuðning við aðild Kýpur. Tyrkland hefur beitt neitunarvaldi gegn aðildinni síðan 2002. Nánar má lesa um þessi mál <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/10/09/Island-adili-ad-samevropskum-yfirlysingum-a-vettvangi-OSE/">hér</a>.<br /> <br /> Í Genf heldur ferlið áfram við val á nýjum framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands gagnvart alþjóðastofnunum í Genf, á sæti í þriggja manna nefnd sem hefur umsjón með valferlinu. Niðurstöður annarrar umferðar kynntar á sérstökum fundi WTO í gær og stendur endanlegt val á milli fulltrúa Nígeríu, Dr. Ngozi Okonjo-Iweala, og Suður-Kóreu, Fr. Yoo Myung-hee. </p> <p><span>Myndin af þríeykinu er svo góð að hún á skilið að birtast hér:<br /> <br /> </span></p> <div class="fb-post" data-href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3531871800169395" data-show-text="true"><blockquote cite="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3531871800169395" class="fb-xfbml-parse-ignore"> <p>Genf: Val á nýjum framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) stendur nú yfir. Harald Aspelund, fastafulltrúi...</p> Posted by <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/">Utanríkisráðuneytið - utanríkisþjónusta Íslands</a> on&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3531871800169395">Thursday, 8 October 2020</a></blockquote></div> <p>&nbsp;</p> <p>Fleira var um að vera í Genf en <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3516836588339583">á laugardaginn</a> síðasta stýrði Harald fundi WTO um viðskiptastefnu Zimbabwe þar sem Ísland tók upp valdeflingu kvenna í viðskiptum. Í hádeginu stýrði hann fundi Vesturlandahópsins (WEOG) um mannréttindaráðið þar sem ályktun Íslands um Filippseyjar var rædd sérstaklega og seinni partinn tók hann þátt í umræðu um stöðu mannréttinda í Súdan fyrir hönd Norðurlandanna þar sem rædd var þróun mála þar í landi.<br /> <br /> Á vef sendiráðs okkar í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/10/05/Nordurslodaradstefna-i-Yakutsk/">Moskvu</a> segir frá ráðstefnunni Northern Sustainable Development Forum um sjálfbærni á norðurslóðum sem haldin var í lok september í Yakutsk. Er þetta í annað sinn sem hún er haldin og komu þátttakendur úr röðum vísindafólks, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka frá Norðurskautsríkjunum. Í ljósi aðstæðna fór ráðstefnan að mestu leyti fram á netinu. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður og formaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnunnar og norðurskautsmál, kynnti meginþætti norðurslóðastefnu Íslands sem snúa að sjálfbærri þróun, loftslags- og umhverfismálum og fólki búsettu á norðurslóðum.&nbsp;<br /> <br /> Á Facebook-síðu sendiráðs okkar í Kampala er <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/posts/2599919723652835">í dag </a>vakin athygli á þjóðhátíðardegi Úganda en 58 ár eru nú liðin frá því að ríkið varð sjálfstætt. Í tilefni dagsins var brúin Source of the Nile upplýst með fánalitum Úganda.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="fb-post" data-href="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/posts/2599919723652835" data-show-text="false"><blockquote cite="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/posts/2599919723652835" class="fb-xfbml-parse-ignore"> <p>Today the source of the Nile bridge in Jinja is lit in the colors of the national flag in honor of Uganda 58th year of...</p> Posted by <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/">Embassy of Iceland in Kampala</a> on&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/posts/2599919723652835">Thursday, 8 October 2020</a></blockquote></div> <br /> <br /> Sendiráð okkar víðs vegar um heim voru dugleg að kynna <a href="http://imaginepeacetower.com/">Friðarsúluna</a> í Viðey í vikunni. Þetta listaverk Yoko Ono er til minningar um John Lennon, eiginmann hennar sem hefði orðið áttræður í dag. Verkið er hugsað sem leiðarljós fyrir heimsfrið og er boðskapurinn vafalaust hollt veganesti inn í helgina á þeim umrótatímum sem við lifum en við endum þessa yfirferð á <a href="https://listasafnreykjavikur.is/fraedsla/fridarsulan">tilvitnun</a> í Yoko Ono um Friðarsúluna: <p>„Ég vona að friðarsúlan muni lýsa upp heitar óskir um heimsfrið hvaðanæva að úr veröldinni og veita hvatningu, innblástur og samstöðu í heimi þar sem nú ríkir ótti og ringulreið. Sameinumst um að gera friðsæla veröld að veruleika.“</p> <p>&nbsp;</p> <div class="fb-post" data-href="https://www.facebook.com/IcelandEmbTokyo/posts/3674106912651546" data-show-text="false"><blockquote cite="https://www.facebook.com/IcelandEmbTokyo/posts/3674106912651546" class="fb-xfbml-parse-ignore"> <p>10月9日アイスランド時間21時(日本時間10日朝6時)より、今年もオノ・ヨーコ氏によるイマジンピースタワーが点灯されます。 イマジンピースタワーはオノ・ヨーコ氏が平和を願って創ったアート作品で、主に10/9~12/8のレノン氏の誕生日から...</p> Posted by <a href="https://www.facebook.com/IcelandEmbTokyo/">Embassy of Iceland in Tokyo / 駐日アイスランド大使館</a> on&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandEmbTokyo/posts/3674106912651546">Friday, 9 October 2020</a></blockquote></div> <p>Með kærleikskveðju,</p> <p>uppló</p> <script async defer crossorigin="anonymous" src="https://connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v8.0" nonce="KZuN2AYE"></script>
02.10.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 2. október 2020<div id="fb-root">&nbsp;</div> <script async defer crossorigin="anonymous" src="https://connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v8.0" nonce="PnsiAb3F"></script> <p>Heil og sæl.</p> <p>Áfram heldur lífið samfara kórónuveirunni. Það getur reynst þrautinni þyngri, alveg eins og að <a>taka upp kartöflur</a>, líkt og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra, fékk að kynnast í sóttkvínni í síðustu viku og sagði frá í <a href="https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/vikan-med-gisla-marteini/29056/8l360m">Vikunni</a>!</p> <p>En áfram höldum við og var vikan sem nú tekur brátt enda viðburðarík og þar bar ávarp ráðherra á 75. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/09/29/Utanrikisradherra-avarpadi-75.-allsherjarthing-Sameinudu-thjodanna/"> án vafa hæst</a>.</p> <p>Vegna heimsfaraldursins hafa hátíðarhöld og allsherjarþingið verið með öðru sniði í ár og sækja íslenskir ráðamenn að þessu sinni ekki þingið í New York. Upptaka með ávarpi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra var spiluð á þriðjudag en í&nbsp;ávarpinu benti ráðherra m.a. á að rétt eins og þegar SÞ voru stofnaðar fyrir 75 árum væru nú uppi miklir óvissutímar í heiminum og þá væri mannkyninu betur þjónað með samvinnu en sundrungu.</p> <p>„Á þessum tímamótum eigum við að minnast þess hvernig Sameinuðu þjóðirnar hafa stuðlað að þróun og framförum. Þær eru jafnframt veigamesta friðarframtak vorra tíma,“ sagði Guðlaugur Þór.&nbsp;&nbsp;</p> <p><span>Mikilvægi fjölþjóðasamvinnu var meginstefið í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2020/09/29/Avarp-utanrikis-og-throunarsamvinnuradherra-a-75.-allsherjarthingi-Sameinudu-thjodanna/">ræðu</a>&nbsp;Guðlaugs Þórs en venju samkvæmt kom hann víða við. Ráðherra vakti máls á þýðingu endurnýjanlegra orkugjafa, undirstrikaði mikilvægi kynjajafnréttis og gerði mannréttindi jafnframt að sérstöku umtalsefni og greindi frá því að Ísland hefði nú ákveðið að sækjast aftur eftir setu í ráðinu kjörtímabilið 2025-2027 eftir vel heppnaða setu í ráðinu 2018-2019.</span></p> <p>Þá þakkaði Guðlaugur Þór António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, fyrir að beita sér fyrir alheimsvopnahléi en ræðuna má í heild sinni sjá hér að neðan.<span><br /> <br /> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/O15hDuthZ7Y" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe><br /> </span></p> <p>Eins og fram hefur komið tekur Fastanefnd Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum þátt í viðburðum á staðnum og hefur því haft aðkomu að öllum viðburðum er snúa að Íslandi. Í gær <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/10/01/Forsaetisradherra-avarpar-afmaelisfund-fjordu-radstefnu-STh-um-malefni-kvenna/">ávarpaði</a> Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra <span>25 ára afmælisfund fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna. Á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/10/01/Umhverfis-og-audlindaradherra-avarpadi-fund-STh-um-liffraedilegan-fjolbreytileika/">miðvikudag </a>ávarpaði svo Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fund um líffræðilegan fjölbreytileika sem haldinn var í tengslum við allsherjarþingið.</span></p> <p><span>Bryndís Kjartansdóttir tók í vikunni <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3510313218991920">til starfa</a> sem skrifstofustjóri öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins af Arnóri Sigurjónssyni. Um er að ræða nokkur tímamót því Bryndís verður þar með önnur konan í ríflega sjötíu ára sögu Atlantshafsbandalagsins til að gegna stöðu æðsta embættismanns aðildarríkis á sviði varnarmála (e. Chief of Defence, CHOD). Í hinum aðildarríkjunum eru það jafnan yfirmenn heraflans, herráðsforingjarnir, sem gegna stöðunni en þar sem Ísland er herlaust land er þetta hlutverk á hendi skrifstofustjóra öryggis- og varnarmálaskrifstofu. Alenka Ermenc, hershöfðingi í slóvenska hernum, varð árið 2018 fyrst kvenna æðsti embættismaður aðildarríkis á sviði varnarmála í aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og Bryndís fetar nú í fótspor hennar. </span></p> <blockquote class="twitter-tweet"> <p lang="en" dir="ltr">Yet another crack in the glass ceiling was made yesterday when Bryndís Kjartansdóttir <a href="https://twitter.com/BryndisKjartan1?ref_src=twsrc%5etfw">@BryndisKjartan1</a> took the helm of the Security and Defense Directorate of <a href="https://twitter.com/MFAIceland?ref_src=twsrc%5etfw">@MFAIceland</a>. She is only the 2nd woman in the history of <a href="https://twitter.com/NATO?ref_src=twsrc%5etfw">@NATO</a> to become chief of defense <a href="https://twitter.com/hashtag/CHOD?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#CHOD</a> of an Allied Nation. <a href="https://t.co/fv1i1wmJOU">pic.twitter.com/fv1i1wmJOU</a></p> — Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) <a href="https://twitter.com/GudlaugurThor/status/1312011103036215296?ref_src=twsrc%5etfw">October 2, 2020</a></blockquote> <p> <script async src="https://platform.twitter.com/widgets.js" charset="utf-8"></script> Þá hefur Friðrik Jónsson <a href="https://www.grocentre.is/gro/media/news/gro-welcomes-new-director-general-fridrik-jonsson?fbclid=IwAR1A_mGY9rSeN3RlGd0HU8jjUyIAzkSJg2FVZ5oX5CjIn373Utqp80YZdzo">tekið við</a> sem forstöðumaður Þekkingarmiðstöðvar Þróunarsamvinnu GRÓ. Friðrik tekur við stöðunni af Bryndísi en í tilkynningu er sérstaklega tekið fram að Friðrik spili ekki golf.&nbsp;</p> <p><a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3506306812725894">Á miðvikudag</a> vöktum við athygli á alþjóðadegi þýðenda en í ár eru 30 ár liðin frá því að þýðingarmiðstöðin sem starfrækt er í utanríkisráðuneytinu hófst handa við að þýða ESB-gerðirnar sem falla undir EES-samninginn.</p> <p>Í síðustu viku stóðu sendiskrifstofur Íslands fyrir sameiginlegum bókmenntaviðburði, Beyond the Sagas, sem streymt var beint á vef frá fjórum mismunandi stöðum í heiminum. Hvorki meira né minna en <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/09/30/Threttan-thusund-sott-bokmenntavefvidburd/">þrettán þúsund</a> manns um allan heim hafa fylgst með streyminu en þar átti Eliza Reid forsetafrú í samtali við tvo íslenska rithöfunda, þær Kristínu Eiríksdóttur og Þóru Hjörleifsdóttur, þar sem þær ræddu m.a. verk sín, bókmenntaflóruna á Íslandi og hvað drífi hana áfram. Alkunna er að COVID-19 heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á möguleika utanríkisþjónustunnar til að kynna íslenska menningu á erlendri grundu og því var gripið til þessa tilraunaverkefnis sem óhætt er að segja að hafi heppnast hafi vel.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/10/01/ESA-birtir-frammistodumat/">Í dag</a> birti eftirlitsstofnun EFTA (ESA) reglubundið frammistöðumat sitt en um er að ræða fyrra matið af tveimur vegna innleiðingrastöðu á árinu 2020. Samkvæmt matinu átti eftir að innleiða 1,2 prósent tilskipana ESB hér á landi á viðmiðunardagsetningu frammistöðumatsins, 31. maí sl., samanborið við 0,6 prósent í frammistöðumatinu fyrir tímabilið á undan.&nbsp;Röskun á störfum þingsins og stjórnarráðsins vegna heimsfaraldurs er á meðal skýringa á að óinnleiddum tilskipunum og reglugerðum ESB hefur fjölgað hér á landi að undanförnu. Staða innleiðinga á tilskipunum ESB hér á landi helst samt áfram betri en hún hefur lengst af verið.</p> <p>Af fréttum úr ráðuneytinu segjum við að endingu frá því að í dag skipaði utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra fimm manna <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/10/02/Utanrikisradherra-skipar-starfshop-um-ljosleidaramalefni/">starfshóp um ljósleiðaramálefni</a>, útboð ljósleiðaraþráða Atlantshafsbandalagsins og tengd málefni.&nbsp;Starfshópurinn á að gera heildstæða úttekt og mat á ljósleiðaramálum á Íslandi með tilliti til þjóðaröryggis og þjóðréttarlegra skuldbindinga Íslands.</p> <p>Enn greinist töluverður fjöldi kórónuveirusmita á Íslandi á hverjum degi og vakta sendiskrifstofur okkar mögulegar breytingar á sóttvarnarráðstöfunum og stöðu á landamærum umdæmisríkja sinna en undanfarna daga hefur Ísland ratað á fjölmarga rauða lista. Starfsfólk okkar ytra hefur vitanlega nóg að gera í þeim efnum til viðbótar við hefbundið starf utanríkisþjónustunnar.</p> <p>Hvað sendiskrifstofur okkar varðar byrjum við á því að vekja athygli á <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/">Brussel-vaktinni</a>, sem kemur út að jafnaði einu sinni í mánuði og flaggar á stuttan og hnitmiðaðan hátt því sem efst er á baugi hverju sinni. Hægt er að gerast áskrifandi að vaktinni <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/">hér.</a>&nbsp;Við höldum okkur í Brussel en <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/posts/1417240051819467">á þriðjudag</a> tók tók Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Brussel, þátt í vefumræðu um málefni Norðurslóða. Ásamt honum tóku þátt Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Norðurslóðum, Christel Schaldemose þingmaður sósíaldemókrata á Evrópuþinginu og Mads Qvist Frederiksen, frá Samtökum dansks iðnaðar.&nbsp; Í máli sínu ræddi sendiherrann helstu áherslumál Íslands innan Norðurskautsráðsins, möguleg áhrif loftslagsbreytinga, nauðsyn þess að vinna að sjálfbærri þróun á svæðinu og að besta leiðin til þess að ná árangri væri með alþjóðlegri samvinnu, eins og ætti sér til að mynda stað innan Norðurskautsráðsins.</p> <p>Á fastaráðsfundi ÖSE í vikunni gerðist Ísland aðili að yfirlýsingu ESB um ófriðinn milli Aserbaídsjan og Armeníu vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. Þar eru deilendur hvattir til að stöðva ófriðinn og koma í veg fyrir að hann breiðist út og hefja uppbyggilegar viðræður undir leiðsögn hinna sameiginlegu formanna ÖSE Minsk-hópsins og hins sérstaka fulltrúa formanns ÖSE fyrir Karabakh-deiluna, Andrzej Kasprzyk sendiherra. </p> <p>Í gær snjóaði á aðalræðisskrifstofu Íslands í Grænlandi og veltu þarstaddir fyrir sér hvort snjórinn væri kominn til að vera!</p> <p><span><iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?height=476&%3bhref=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2fIcelandinNuuk%2fvideos%2f381609152864406%2f&%3bshow_text=true&%3bwidth=267" width="267" height="591" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allow="encrypted-media" allowfullscreen="true"></iframe><br /> <br /> Í Kanada var grænt um að litast er norrænu sendiherrarnir í Ottawa funduðu í íslenska sendiherrabústaðnum. Umræðuefnið var að sjálfsögðu norræn samvinna á þessum skrýtnu tímum samhliða veirunni skæðu.<br /> </span></p> <div class="fb-post" data-href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/posts/2175701669228273" data-show-text="true"><blockquote cite="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/posts/2175701669228273" class="fb-xfbml-parse-ignore"> <p>Last week the Nordic Ambassadors in Ottawa held a meeting at the Icelandic Ambassadors residence. The subject of the...</p> Posted by <a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/">Embassy of Iceland in Canada</a> on&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/posts/2175701669228273">Monday, 28 September 2020</a></blockquote></div> <br /> Við endum þessa yfirferð á fróðleiksmola frá sendiherra okkar í Osló, Ingibjörgu Davíðsdóttur, um Snorra Sturluson og styttu norska myndhöggvarans Gustav Vigeland af íslenska rithöfundinum.&nbsp; <p><span></span></p> <div class="fb-post" data-href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/posts/3360667137381255" data-show-text="true"><blockquote cite="https://www.facebook.com/IcelandinNO/posts/3360667137381255" class="fb-xfbml-parse-ignore"> <p>🇮🇸Fróðleiksmoli dagsins: Í Bergen er minnisvarði um Snorra Sturluson – þar stendur stytta af Snorra eftir norska...</p> Posted by <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/">Islands ambassade i Oslo / Sendiráð Íslands í Osló</a> on&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/posts/3360667137381255">Friday, 2 October 2020</a></blockquote></div> <p>&nbsp;</p> <p>Við látum þetta gott heita að sinni. Góða helgi!</p> <p>Upplýsingadeild.</p>
28.09.2020Blá ör til hægriFöstudagspóstur - á mánudegi 28. september 2020<p><span>Heil og sæl.<br /> <br /> Síðasta vika var annasöm í utanríkisþjónustunni og ekki að ástæðulausu enda allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/09/24/75.-allsherjarthing-Sameinudu-thjodanna-hafid/">farið af stað</a> með öllu tilheyrandi. Vegna heimsfaraldursins sækja íslenskir ráðamenn ekki allsherjarþingið í ár sem var formlega sett í 15. september og sinnir fastanefnd Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum viðburðum á staðnum. <br /> </span></p> <p>Allsherjarþingið vekur að sönnu ávallt athygli en við byrjum á því að benda á skemmtilega umfjöllun um þingið í <a href="https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/09/24/asmundarnautur_a_sinum_stad_a_allsherjarthingi_sth/">Morgunblaðinu</a> frá því í síðustu viku þar sem m.a. var fjallað um Ásmundarnaut, fundarhamarinn góða.</p> <p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, flytur ræðu í allsherjarþinginu á morgun en hefur þegar tekið þátt í tveimur hliðarburðum sem fram fóru í síðustu viku.<br /> <br /> Á <a href="http://https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/09/25/Utanrikisradherra-arettadi-gildi-fjolthjodlegrar-samvinnu/">föstudag</a> ávarpaði Guðlaugur Þór fund sérstaks bandalags um fjölþjóðasamvinnu, Alliance for Multilateralism og tók einnig þátt í sameiginlegu ávarpi leiðtoga víðs vegar úr heiminum um jafnréttismál. Í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2020/09/25/Avarp-a-fundi-bandalags-til-studnings-fjolthjodakerfinu-Alliance-for-Multilateralism/">ávarpi</a> sínu lagði Guðlaugur Þór áherslu á þann góða árangur sem fjölþjóðleg samvinna hefur skilað, en áréttaði jafnframt að fjölþjóðastofnanir þurfi nú að aðlagast breyttum tímum og líta fram á veginn. Þá vísaði hann til mikilvægi þess að jafnréttismálum væri haldið á lofti í þessu samhengi.<br /> <br /> Á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/09/24/75.-allsherjarthing-Sameinudu-thjodanna-hafid/">miðvikudag</a>&nbsp;flutti ráðherra stutt myndbandsávarp á viðburði um málefni hinsegin fólks sem haldinn var á vegum sérstaks kjarnahóps um þau mál sem Ísland hlaut aðild að í maí sl. Í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/09/24/Avarp-a-hlidarvidburdi-UNGA75-um-malefni-hinsegin-folks/">ávarpi</a>&nbsp;sínu lagði Guðlaugur Þór áherslu á mannréttindi sem hornstein íslenskrar utanríkisstefnu. „Það er einnig mín trú að ef við ætlum að ná að hrinda í framkvæmd áætluninni um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030, með meginmarkmiðið í huga um að engan megi undanskilja, verður að tryggja jafnrétti allra, þar á meðal hinsegin fólks um allan heim, og að engin mismunun eigi sér stað,“ sagði Guðlaugur Þór í ávarpinu.&nbsp;<br /> <br /> Á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/09/22/COVID-19-Island-og-Noregur-fjarmagna-kaup-a-tveimur-milljonum-skammta-af-boluefni/">þriðjudag</a> í síðustu viku var svo greint frá því að íslensk stjórvöld hefðu ákveðið að taka þátt í samkomulagi sem Norðmenn hafa gert um þátttöku í samstarfi ríkja um að tryggja öllum þjóðum aðgang að bóluefni við COVID-19. Noregur og Ísland leggja í sameiningu fé til verkefnisins sem gerir kleift að fjármagna kaup á allt að tveimur milljónum bóluefnaskammta fyrir lágtekjuþjóðir.<br /> <br /> „Kórónuveiran fer ekki í manngreinarálit og þess vegna er það réttlætismál að allir jarðarbúar hafi tryggan aðgang að öruggu og skilvirku bóluefni þegar þar að kemur. Það er jafnframt í þágu okkar allra að kórónuveiran verði kveðin niður sem allra fyrst alls staðar og því leggjum við að sjálfsögðu okkar af mörkum,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.<br /> <br /> Á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/09/26/Alyktun-um-mannrettindi-a-Filippseyjum-logd-fram-i-mannrettindaradinu/">laugardag</a> var sagt frá því að Ísland hefði lagt fram ályktun í ályktun í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um samstarf stjórnvalda á Filippseyjum við skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna um úrbætur í mannréttindamálum þar í landi. Var ályktunin lögð fram í samvinnu við filippseysk stjórnvöld sem skuldbinda sig til að vinna með mannréttindafulltrúanum að umbótum. Ályktunin verður tekin til atkvæða í mannréttindaráðinu í næsta mánuði en þess má vænta að hún verði samþykkt samhljóða.<br /> <br /> Það var raunar nóg um að vera hjá okkar fólki í Genf en á <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3481939758495933">þriðjudag</a> áréttaði Katrín Einarsdóttir, varafastafulltrúi Íslands í Genf, áhyggjur Íslands af stöðu mála í Hvíta Rússland í kjölfar forsetakosninganna þar í landi en óskað var eftir sérstakri umræðu um þessi mál í mannréttindaráðinu.<br /> <br /> Áfram höldum við í Genf en frá því að utanríkisráðherra Íslands átti forystu um sameiginlega yfirlýsingu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um samstarf til að vinna að aukinni efnahagslegri valdeflingu kvenna hefur fastanefnd Íslands í Genf leitt samstarf aðildarríkja WTO um málið. Unnið hefur verið að því að greina betur hvaða hindranir standa í vegi fyrir konum í viðskiptum og hvernig eigi að auka þátttöku kvenna í alþjóðaviðskiptum. Á fjarfundi sem Ísland stýrði <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3485105831512659">á miðvikudag</a> náðist sá mikilvægi áfangi að málið er nú komið á <a href="https://www.wto.org/english/news_e/news20_e/women_23sep20_e.htm?fbclid=IwAR1FnLIpeKJ2-2P4WQY--zWcvgX2EpDuf2PO7hk2KB4TXUIw0trAUrq9Cmw">dagskrá WTO</a> með stofnum nefndar sem á að fylgja málinu eftir<br /> <br /> Á <a href="http://https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/09/23/Trunadarbref-afhent-i-Eistlandi">þriðjudaginn</a> í síðustu viku afhenti Auðunn Atlason, sendiherra Íslands í Finnlandi, forseta Eistlands, Kersti Kaljulaid,&nbsp; trúnaðarbréf sitt, en Eistland er á meðal umdæmislanda sendiráðs okkar í Finnlandi.<br /> <br /> Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn vakti athygli á mikilvægi Kaupmannahafnar sem miðstöð fyrir nýsköpunar- og frumkvöðlastarf en aðgangur að öflugu tengslaneti í Danmörku getur skipt sköpum fyrir íslensk frumkvöðlafyrirtæki. Nú hefur starfsfólk sendiráðsins tekið saman nytsamlegar upplýsingar fyrir frumvöðla um nýsköpunarumhverfið í borginni en samantektina, sem kemur í kjölfar útgáfu viðskiptaáætlunar sendiráðsins, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-kaupmannahofn/vidskipti/?fbclid=IwAR1E7tPrLAJG7aVum5fm3EU5TjS0TI-qNsAX1MkWoSDoejD-8oWDK-X0Z_k#Tab4">má sjá hér</a>.<br /> <br /> Á <a href="http://https://www.facebook.com/IcelandinNO/posts/3339228016191834">föstudag</a> heimsótti Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra Íslands í Noregi, Bergen þar sem hún átti fundi með viðskiptaaðilum, ýmsum samstarfsaðilum og velunnurum Íslands.&nbsp;<br /> <br /> Á þriðjudag efndi María Erla Marelsdóttir, sendiherra Íslands í Berlín, ásamt öðrum norrænum sendiherrum þar í borg til viðburðar á <a href="https://twitter.com/mariaerlamar/status/1308747343261560835?s=20">Twitter</a> undir myllumerkinu #NordicTownHall þar sem sendiherrarnir voru spurðir spjörunum úr um loftlagsmál og hvað norræn lönd eru að gera í þeim málum.<br /> <br /> Í <a href="http:https://www.facebook.com/IcelandinUK/posts/3624224684256485//">Lundúnum</a> ræddi Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra um jafnrétti kynjanna hvað íslenska utanríkisþjónustu varðar á viðburði sem skipulagður var af Young Professionals in Foreign Policy. Um fjarviðburð var að ræða og spunnust upp líflegar umræður um mikilvægi þessa málafloks á alþjóðavísu.<br /> <br /> Á dögunum talaði Pétur Ásgeirsson sendiherra Íslands í Ottawa á fjarráðstefnu sem norrænir sendiherrar þar í borg efndu til í samstarfi við háskólann í Ottawa. Rætt var um orku og umhverfismál á norðlægum slóðum sem áhugasamir geta kynnt sér <a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/posts/2169216293210144">nánar hér.</a>&nbsp;Þá átti hann einnig fjarfund með fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada, Bill Morneau, sem nú býður sig fram til að verða framkvæmdastjóri OECD.<br /> <br /> Í Rússlandi hlaut Alexandra Chernyshova nýverið <a href="http://https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/posts/3281534335259668">1. verðlaun</a> í alþjóðlegri tónskáldasamkeppni fyrir tónsmíð sína í verkinu Skáldið og biskupsdóttirin. Verðlaunin voru afhent á sérstökum hátíðartónleikum í Húsi tónskáldanna í Moskvu, sunnudaginn 20. sept. Árni Þór Sigurðsson sendiherra veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd Alexöndru og þakkaði hann þessa miklu viðurkenningu sem henni hefði hlotnast. Jafnframt gat hann þess að framlag hennar til menningarlífsins á Íslandi fyllti okkur stolti.<br /> <br /> Að endingu er vert að vekja athygli á viðburðinum <a>„<span>Beyond the Sagas</span>“</a>&nbsp;</span>sem fór fram á föstudag þar sem Eliza Reid forsetafrú ræddi íslenskar bókmenntir við rithöfundana Kristínu Eiríksdóttur og Þóru Hjörleifsdóttur. Hægt er að kynna sér það sem fram fór á viðburðinum <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3488513704505205">hér</a>.</p> <p><span>Við látum þetta gott heita í bili og tökum upp þráðinn að nýju á föstudag.</span></p> <p>Kveðja,</p> <p>upplýsingadeild.</p>
18.09.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 18. september<p><span>Heil og sæl.<br /> <br /> Í vikunni sem er að líða sýndi kórónuveiran enn á ný hversu skæð hún er. Eftir sem áður heldur utanríkisþjónustan áfram sínu striki á þessum undarlegu tímum og það hefur raunar verið nóg um að vera.</span></p> <p> Rétt er að hefja leik á<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/09/18/Althjodlegur-jafnlaunadagur-haldinn-i-fyrsta-sinn/"> alþjóðlega jafnlaunadeginum</a> sem haldinn var í fyrsta skipti í dag af EPIC (e. <span>Equal Pay International Coalition)&nbsp;</span>alþjóðasamtökum um launajafnrétti sem Ísland á aðild. Af því tilefni hvatti&nbsp;<span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra alþjóðasamfélagið til að leita leiða og úrræða sem stuðla að jafnrétti kynjanna í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/09/18/Equal-pay-for-an-equitable-future-/">grein</a> á vef alþjóðasamtakanna <a href="https://www.womenpoliticalleaders.org/international-equal-pay-day-equal-pay-for-an-equal-world/">Women Political Leaders</a>.&nbsp;</span>Af sama tilefni var efnt til málþings í dag undir yfirskriftinni Ákall til aðgerða en á meðal þeirra sem flutti ávarp var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.</p> <script async defer crossorigin="anonymous" src="https://connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v8.0" nonce="iA0mpxoh"></script> Guðlaugur Þór, sem fór utan í vikunni og fundaði bæði í London og <span>á Borgundarhólmi</span>, vakti einnig athygli á deginum í ávarpi á Twitter. Að sögn Guðlaugs er Ísland stolt af því að hafa komið að stofnun þessa dags ásamt öðrum ríkjum í alþjóðasamtökum um launajafnrétti. Auk þess veiti dagurinn tækifæri til þess að vekja athygli á mikilvægi þess markmiðs að jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf nái fram að ganga.<br /> <br /> „Við viljum ganga á undan með góðu fordæmi og hvetja alþjóðasamfélagið til að leita leiða til að breyta og framfylgja stefnu sem kemur jafnt fram við konur og karla,“ sagði Guðlaugur Þór. <p>&nbsp;</p> <blockquote class="twitter-tweet"> <p lang="en" dir="ltr">Today we celebrate the first Int.<a href="https://twitter.com/hashtag/EqualPayDay?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#EqualPayDay</a>! 🇮🇸 is proud to have contributed to the establishment of this day with 🇦🇺🇨🇦🇩🇪🇵🇦🇳🇿🇿🇦🇨🇭 of <a href="https://twitter.com/epic2030?ref_src=twsrc%5etfw">@epic2030</a>. As <a href="https://twitter.com/hashtag/COVID19?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#COVID19</a> puts unprecedented pressure on the world of work, closing the <a href="https://twitter.com/hashtag/GenderPayGap?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#GenderPayGap</a> is needed more than ever. <a href="https://twitter.com/UN_Women?ref_src=twsrc%5etfw">@UN_Women</a> <a href="https://twitter.com/ilo?ref_src=twsrc%5etfw">@ilo</a> <a href="https://twitter.com/OECD?ref_src=twsrc%5etfw">@OECD</a> <a href="https://t.co/NbauprRWkY">pic.twitter.com/NbauprRWkY</a></p> — MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) <a href="https://twitter.com/MFAIceland/status/1306927955046731776?ref_src=twsrc%5etfw">September 18, 2020</a></blockquote> <script async src="https://platform.twitter.com/widgets.js" charset="utf-8"></script> <p>Á <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/09/15/Utanrikisradherra-fundar-i-Lundunum-vegna-framtidarvidraedna-vid-Bretland/">mánudag og þriðjudag</a> fundaði Guðlaugur Þór með breskum ráðherrum og þingmönnum í Lundúnum vegna framtíðarviðræðna við Bretland. Á fundi með Ranil Jayawardena, ráðherra utanríkisviðskipta, lagði Guðlaugur Þór áherslu á að ljúka viðræðum um nýjan fríverslunarsamning í tæka tíð svo hann gæti tekið gildi í árslok. Þá áttu þau Wendy Morton, ráðherra Bretlands fyrir málefni Evrópu og Ameríku, fund þar sem sterk tengsl Íslands og Bretlands voru efst á baugi en einnig ástandið í Hvíta-Rússlandi og eitrunin sem Alexej Navalní, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var nýverið fyrir. Þá hitti Guðlaugur Þór Tom Tugendhat, formann utanríkismálanefndar breska þingsins, og ræddi sameiginlega hagsmuni varðandi viðskipti með sjávarafurðir við þingmenn Grimsby- og Humbersvæðið, þau Martin Vickers og Lia Nici.&nbsp;&nbsp;</p> <p><span> &nbsp;„Markmið okkar eru skýr þar sem við vinnum út frá sérstöðu Íslands og kjarnahagsmunum. Það er mikilvægt að nota þetta tækifæri til að bæta viðskiptakjörin þar sem hægt er og tryggja samkeppnisstöðu okkar fyrirtækja. Fríverslunarsamningur styrkir enn fremur pólitísk tengsl landanna og það er ekki síður mikilvægt.“<br /> </span></p> <p><span>Í gær tók ráðherra þátt í fundi <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/09/17/Skyrsla-Bjorns-kynnt-a-utanrikisradherrafundi-Nordurlanda/">norrænna utanríkisráðherra</a> á Borgundarhólmi í Danmörku þar sem Björn Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, kynnti skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála.&nbsp;<br /> </span></p> <p><span>Á fundinum gerðu norrænu ráðherrarnir góðan róm að skýrslu Björns og sammæltust um að skoða tillögur úr öllum þremur köflum hennar sem fjalla um loftslagsmál, fjölþáttaógnir og fjölþjóðakerfið í því augnamiði að koma þeim í framkvæmd.<br /> <br /> „Norðurlöndin standa okkur næst og við njótum góðs af okkar nána samstarfi. Við viljum gjarnan sjá tillögur Björns um enn nánara samstarf verða að veruleika, ekki síst hvað varðar fjölþáttaógnir,“&nbsp; sagði Guðlaugur Þór.<br /> <br /> </span></p> <div class="fb-post" data-href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3466158833407359" data-show-text="true"><blockquote cite="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3466158833407359" class="fb-xfbml-parse-ignore"> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók þátt í fundi norrænna utanríkisráðherra á...</p> Posted by <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/">Utanríkisráðuneytið - utanríkisþjónusta Íslands</a> on&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3466158833407359">Thursday, 17 September 2020</a></blockquote></div> <p> <br /> Guðlaugur Þór átti jafnframt tvíhliða fund með Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, og ræddu þeir m.a. öryggismál og tillögur þar að lútandi í skýrslu Björns Bjarnasonar. Ríkin vinna náið saman á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og samstarfs norrænu ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála, NORDEFCO<br /> <br /> Á <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/09/14/40-milljonir-til-neydaradstodar-a-Lesbos-og-i-Libanon/">mánudag</a> ákvað ráðherra að íslensk stjórnvöld skyldu veita tuttugu milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos í nýliðinni viku. Þá verður tuttugu milljónum króna varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút í ágústbyrjun og bætist framlagið við það sem greint var frá á sínum tíma.&nbsp;<br /> <br /> En þá að starfsemi sendiskrifstofa okkar.<br /> <br /> Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Moskvu, heimsótti Múrmansk í norðvestur Rússlandi&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/09/14/Heimsokn-sendiherra-til-Murmansk/">undir lok síðustu viku</a> en tilefnið var m.a. opnun nýrrar fiskvinnsluversksmiðju Murman Seafood. Verksmiðjan er búin tækjum og búnaði frá íslenska fyrirtækinu Völku Hf.&nbsp;Við opnun verksmiðjunnar flutti Árni Þór ávarp og lagði hann áherslu á mikilvægi samstarfs íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja í Múrmanskhéraði sem væri umfangsmikið. Íslensk hönnun og tæknilausnir væru vel kynntar á svæðinu og þættu framúrskarandi. Þá nefndi hann að rússneskt-íslenskt viðskiptaráð hefði verið stofnað á Íslandi á síðasta ári og um 40 fyrirtæki ætti þar aðild og væru í tengslum við rússneskt viðskiptalíf. Auk heimsóknarinnar til Murman Seafood heimsótti sendiherra fiskvinnsluna Polar Sea, Hampiðjuna og Moretron, en öll fyrirtækin tengjast Íslandi og íslenskum fyrirtækjum.<br /> <br /> <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3469109543112288">Þessa dagana</a> stendur yfir val á nýjum framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands gagnvart alþjóðastofnunum í Genf, á sæti í þriggja manna nefnd sem hefur umsjón með valferlinu en niðurstöður fyrstu umferðar voru kynntar á sérstökum fundi WTO í dag. Það er óhætt að segja að mikið muni mæða á Harald í þessu ferli næstu vikur en við fylgjumst spennt með framvindu mála.<br /> <br /> Þá var Ísland í hópi <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/09/17/Island-stydur-rannsokn-a-mannrettindabrotum-i-Hvita-Russlandi/">17 aðildarríkja</a> ÖSE sem settu í dag af stað rannsókn á alvarlegum mannréttindabrotum og misnotkun fyrir og eftir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi 9. ágúst sl. Var það gert með því að virkja Moskvu-aðgerðina svokölluðu sem gert er þegar alvarleg ógn steðjar að mannréttindum og öryggi á ÖSE-svæðinu.<br /> <br /> Í <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3465347396821836">Genf</a> hófst 45. lota mannréttindaráðsins af krafti í vikunni með sameiginlegri yfirlýsingu um mannréttindaástandið í Sádi-Arabíu sem Danmörk flutti fyrir hönd nærri 30 ríkja, þ.m.t. Íslands. Er það nú þriðja slík yfirlýsingin sem flutt er frá því að Ísland braut ísinn með fyrstu yfirlýsingunni á síðasta ári.<br /> <br /> Í New York var 75. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sett með <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3462857523737490">formlegum hætti</a>.&nbsp;Við setningu þingsins var nýr forseti allsherjarþingsins, Volkan Bozkir, settur formlega í embætti og var ekki annað að sjá en fundarhamarinn góði, gjöf Íslands til Sameinuðu þjóðanna, færi vel í hendi forsetans. Saga hamarsins er annars nokkuð áhugaverð og geta áhugasamir lesið nánar um hana <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisthjonustan-80-ara/stakur-pistill/2020/02/21/Tyndar-fundnar-og-brotnar-gjafir-Islendinga/?fbclid=IwAR0zFiS4Q22bHXxqEmtzROTYC5DQfn6lNj-9bDcV8CdBCYnpvAvFu1ZPlFw">hér</a>.<br /> <br /> <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/posts/1687340844749508 ">Föstudaginn</a> 11. september sl. á degi íslenska hestsins, voru afhent verðlaun í málverkasamkeppni sem efnt var til í samstarfi við Horses of Iceland og Landssamband hestamannafélaga íslenska hestsins í Þýskalandi IPZV. Samkeppnin stóð yfir á Facebook-síðu sendiráðs okkar í Berlín frá 30. mars til 30. júlí og var íslenski hesturinn að sjálfsögðu þema samkeppninnar. Alls bárust 460 myndir frá 15 löndum, eftir unga sem aldna, lærða og ólærða listamenn og hlutu 12 listamenn í fjórum aldursflokkum vegleg verðlaun í boði styrktaraðila. Verðlaunaafhendingin fór fram í menningarmiðstöð norrænu sendiráðanna í Berlín, Felleshus undir ströngum reglum um sóttvarnir og gæddu gestir sér að lokinni afhendingu á íslenskum mat og hlýddu á ljúfa tónlist.&nbsp;<br /> <br /> <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/a.124147881068820/1691820010968258">Sama dag </a>tók María Erla Marelsdóttir tók á móti rithöfundinum Andra Snæ Magnússyni, einnig í Felleshus, sem var gestur alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar ilb sem fer fram 9.-19. september.&nbsp;Sunnudaginn 13. september var sendiherra viðstödd opnunar sýningar norrænna listamanna í Kunstverein KunstHaus í Potsdam. Fulltrúi Íslands á sýningunni er Anna Rún Tryggvadóttir sem hefur starfað í Berlín um árabil.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinMalawi/photos/a.533899900140235/1418172961712920/?type=3">Malaví</a> hlaut héraðssjúkrahúsið í Mangochi, samstarfshéraði Íslands í Malaví, verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í heilbrigðismálum þar í landi en valið byggist á mælanlegum stöðlum sem meta framfarir og settir eru af yfirvöldum.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="fb-post" data-href="https://www.facebook.com/IcelandinMalawi/posts/1418173625046187" data-show-text="true"><blockquote cite="https://www.facebook.com/IcelandinMalawi/posts/1418173625046187" class="fb-xfbml-parse-ignore"> <p>Congratulations to Mangochi District Health Office on being awarded the Best Performing District Health Office in...</p> Posted by <a href="https://www.facebook.com/IcelandinMalawi/">Embassy of Iceland in Lilongwe</a> on&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinMalawi/posts/1418173625046187">Thursday, 17 September 2020</a></blockquote></div> <br /> Í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinSE/posts/3811707215523411">Stokkhólmi</a> var Hannesi Heimissyni, sendiherra, boðið til hádegisfundar með fulltrúum úr sænsku atvinnu- og stjórnmálalífi ásamt fulltrúum frá sænska utanríkisráðuneytinu. <p><span>Þá hefur Kristján Andri Stefánsson sendiherra Íslands í Brussel afhent Charles Michel forseta ráðherraráðs Evrópusambandsins&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/posts/1404495883093884">trúnaðarbréf sitt</a>.</span></p> <p>Fleira var það ekki í bili. Framundan er auðvitað fyrst og fremst barátta við veiruna, eða eins og ráðherra orðaði það ágætlega í <a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD">Facebook-færslu</a> sinni fyrr í dag: Nú tekur við&nbsp;<span><img src="https://static.xx.fbcdn.net/images/emoji.php/v9/t32/1/16/1f637.png" alt="😷" />.</span></p> <p>Kær kveðja,</p> <p>uppló</p>
11.09.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 11. september<p><span>Heil og sæl!<br /> <br /> Mannréttindi og lýðræði á tímum COVID-19 voru efst á baugi í vikunni sem er að líða. Málefnin voru umfjöllunarefni sameiginlegrar <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2020/09/11/Mannrettindi-og-lydraedi-eru-lykillinn-ad-thvi-ad-enginn-verdi-ut-undan-i-barattunni-gegn-COVID-19/">greinar </a>allra utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Norðurlandanna sem birt var í dag á öllum Norðurlöndum.<br /> <br /> Í greininni kom fram að mikilvægi þess að standa vörð um mannréttindi og lýðræði hefði aldrei verið meira en einmitt núna þegar teikn eru á lofti um að COVID-19-heimsfaraldurinn hafi stuðlað að afar neikvæðri þróun í þeim efnum og að hætta sé á vaxandi ófjöfnuði í heiminum sem gerir stöðu þeirra sem nú þegar eiga mjög undir högg að sækja enn verri.<br /> <br /> Guðlaugur Þór Þórðarson skrifaði undir greinina fyrir Íslands hönd en Norðurlöndin stóðu í dag einnig fyrir umræðufundi um lýðræði og mannréttindi á tímum COVID-19.<br /> <br /> Innlegg ráðherra á fjarfundinum má lesa í heild sinni <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2020/09/11/Innlegg-a-fjarfundi-Nordurlandanna-um-lydraedi-og-mannrettindi-a-okkar-timum/">hér</a>&nbsp;en á meðal þess sem ráðherra gerði að umtalsefni eru þær áhyggjur sem Sameinuðu þjóðirnar hafa af þeirri miklu aukningu á kynbundnu ofbeldi, sér í lagi heima fyrir, á tímum faraldursins þar sem útgöngubann var sett á um víða veröld.<br /> <br /> „Í stuttu máli er svar mitt við þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir þetta: Við þurfum að stórauka viðleitni okkar til þess að standa vörð um og styrkja mannréttindi. Varast þarf hið viðvarandi tómarúm sem myndast hefur í baráttunni gegn veirunni,“ sagði Guðlaugur Þór í lauslegri þýðingu.<br /> <br /> Á miðvikudag lauk tveggja daga fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Tallin þar sem ástandið í Hvíta-Rússlandi var í brennidepli. Í <a href="https://vm.ee/et/uudised/joint-statement-nordic-baltic-nb8-foreign-ministers-annual-meeting">yfirlýsingu fundarins</a> var tilræðið við rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní fordæmt. Fundurinn var sá fyrsti sem ráðherrar NB8-ríkjanna áttu með sér augliti til auglits á þessu ári vegna kórónuveiru-faraldursins. Ríkin átta hafa sýnt samstöðu í gagnrýni sinni á framkvæmd kostninganna þar í ágúst sl. og harkaleg viðbrögð stjórnvalda við víðtækum mótmælum í kjölfarið. Í sameiginlegri yfirlýsingu ítrekuðu ráðherrarnir <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/08/11/Utanrikisradherrar-NB8-rikjanna-lysa-ahyggjum-af-Hvita-Russlandi/">fyrri yfirlýsingu</a> frá 11. ágúst og skoruðu á stjórnvöld í Minsk að leysa pólitíska andstæðinga tafarlaust úr haldi.&nbsp;María Mjöll Jónsdóttir, skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu, fór fyrir íslensku sendinefndinni þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, átti ekki heimangengt.&nbsp;<br /> <br /> Færum okkur nú að starfsemi sendiskrifstofa okkar. Þar var nóg um að vera eins og alltaf.</span></p> <p><span>Í Kaupmannahöfn bauð rithöfundurinn Andri Snær Magnason til&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/posts/3238036119567151">útgáfuhófs</a>&nbsp;í tilefni útgáfu bókar sinnar</span>&nbsp;<em>Um tímann og vatnið&nbsp;</em>(d. Tiden og vandet)&nbsp;sem er nú fáanleg í danskri þýðingu. <span><a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/posts/3238036119567151"></a>Hófið fór fram um borð í skipinu Activ.&nbsp;</span>„[Þ]að verður að teljast viðeigandi þar sem m.a. er hægt að lesa um ævintýri höfundarins um borð í þessu fallega og sérstaka skipi í bókinni,“&nbsp;sagði m.a. í færslu sendiráðsins í Kaupmannahöfn. Fulltrúar þess létu sig ekki vanta en skipið er þrigga mastra íshafsseglskip, smíðað 1951, og liggur við landfestar við Norðurbryggju, þar sem sendiráðið er staðsett.&nbsp;</p> <p><span>Í Finnlandi tók Sauli Niinistö, forseti Finnlands, á móti Auðuni Atlasyni, en&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/09/10/Forseti-Finnlands-tekur-a-moti-Audunni-Atlasyni-sendiherra/">fundur þeirra</a>&nbsp;var framhald af afhendingu trúnaðarbréfs Auðuns sem fór fram með rafrænum hætti í júlí. Auðunn er fyrsti sendiherrann sem Niinistö tekur á móti eftir að gripið var til harðra gegn COVID í Finnlandi í mars sl.</span></p> <p><span>Í Þýskalandi <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/posts/1684434378373488">heimsótti</a> María Erla Marelsdóttir sendiherra hansaborgina Hamborg og sambandslandið Slésvík-Holtsetaland í norðurhluta Þýskalands í liðinni viku. Markmið heimsóknanna var að efla tengsl og styrkja samstarf við stjórnvöld og fyrirtæki. Orkumál og sjálfbærir orkugjafar, samstarf á sviði vetnismála, nýsköpun, bláa hagkerfið, mennta- og menningartengsl voru í brennidepli á báðum stöðum.&nbsp;<br /> <br /> Í Hamborg <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/posts/1684366275046965">fundaði</a> sendiherra með Almut Möller sem fer með Evrópu- og alþjóðamál og Michael Westhagemann sem fer með efnahags- og nýsköpun í ríkisstjórn Hamborgar og heimsótti íslensk fyrirtæki með starfsemi í Hamborg, sem og bókmenntahúsið í Hamborg. Í Kiel fundaði sendiherra með Daniel Günther forsætisráðherra Schleswig-Holstein og heimsótti Christian-Albrecht háskólann þar sem hún m.a. fundaði með lektor í íslensku og prófessor í Norðurlandafræðum.&nbsp;<br /> <br /> Í Vín var spilling og umhverfisskaði <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/09/10/Spilling-og-umhverfisskadi-til-umraedu-a-fundi-efnahags-og-umhverfisviddar-OSE/">til umræðu</a> á fundi efnahags- og umhverfisvíddar ÖSE. Að sögn Guðna Bragasonar, fastafulltrúa Íslands hjá ÖSE, gera ný lög frá Alþingi íslenskum yfirvöldum auðveldara að berjast á móti peningaþvætti og fjármögun hryðjuverka. Sagði Guðni landlæga spillingu vera mikinn skaðvald fyrir umhverfið og að nauðsynlegt væri að að berjast gegn henni með tiltækum ráðum, eins og lagasetningu og nýrri tækni. Spilling og umhverfisafbrot væru sama sama eðlis á landi sem og í hafi, og minntist hann einnig á starf Íslands í baráttu gegn ólöglegum fisveiðum. Sagðist Guðni styðja áherslur hinnar albönsku formennsku ÖSE að þessu innan efnahags- og umhverfisvíddarinnar.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Belgíu, afhenti Filippusi Belgíukonungi trúnaðarbréf sitt við <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/posts/1401986090011530">hátíðlega athöfn</a> í konungshöllinni í Brussel í gær. Ræddu þeir að athöfninni lokinni um vinsamleg samskipti ríkjanna fyrr og síðar, söguleg tengsl þeirra, samstarf á sviði menningar og vísinda og mögulega vaxtabrodda í viðskiptum þeirra á milli.<br /> <br /> Starfsfólk sendiráðs okkar í Moskvu sendi svo&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/posts/3247679548645147">Bela Petrovna Karamzina</a>, sem varð 85 ára í gær, árnaðaróskir og bestu þakkir fyrir ómetanlegt starf hennar við sendiráðið þar sem hún starfaði í 40 ár en við starfslok sín hlaut Bela fálkaorðuna.<br /> <br /> Þá var Inga Dóra Pétursdóttir formlega boðin <a href="https://www.facebook.com/IcelandinMalawi/posts/1409806879216195">velkomin til starfa</a> í Lilongwe þar sem hún er nú&nbsp;forstöðumaður sendiráðs Íslands í Malaví.&nbsp;<br /> <br /> Á vettvangi Heimsljóss bar hæst tilraunaverkefni <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/09/10/Islenskt-tilraunaverkefni-i-Kamerun-um-umhverfisvaenan-aburd/">íslenska fyrirtækisins Atmonia</a> í Kamerún en þar vinnur fyrirtækið ásamt innlendum samstarfsaðila að framleiðslu á nituráburði með umhverfisvænum hætti. Atmonia hlaut á dögunum tveggja milljóna króna forkönnunarstyrk frá utanríkisráðuneytinu til að kanna sjálfbæra framleiðslu á nituráburði en það hefur verið að þróa tækni sem býr til síkan áburð úr vatni, lofti og rafmagni.</span></p> <p><span>Á dagskrá ráðherra í næstu viku er meðal annars fundur utanríkisráðherra Norðurlandanna (N5). Fundurinn fer fram á Borgundarhólmi.&nbsp;</span>Þá er <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/09/11/Althjodlegi-jafnlaunadagurinn-18.-september-/">alþjóðlegi jafnlaunadagurinn</a> einnig á dagskrá næstkomandi föstudag.&nbsp;Dagurinn er haldinn af alþjóðasamtökum um launajafnrétti (EPIC) sem Ísland á aðild að en í tilefni hans er boðið til rafræns málþings undir yfirskriftinni Ákall til aðgerða.</p> <p><span>Ekki var það meira að sinni.</span></p> <p>Bestu kveðjur,</p> <p>upplýsingadeild</p>
04.09.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 4. september<p><span>Heil og sæl.<br /> <br /> Föstudagspósturinn lítur aftur dagsins ljós eftir tveggja mánaða sumarfrí og er starfsfólk utanríkisþjónustunnar nú flest snúið til baka og mætt&nbsp;</span>tvíeflt til leiks. Sumt hvert í nýju giggi á nýjum stað, svo vitnað sé í vinsælt dægurlag Ingólfs Þórarinssonar sem gefið var út í sumar.</p> <p><span> Og við hefjum leik á þeim <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/08/25/Raduneytisstjoraskipti-i-utanrikisraduneytinu/">breytingum</a> sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, ákvað að fara í á yfirstjórn utanríkisráðuneytisins og flutningi á forstöðumönnum sendiskrifa. Sturla Sigurjónsson lét af starfi ráðuneytisstjóra þann 1. september sl. og við tók Martin Eyjólfsson, sem áður var skrifstofustjóri alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu.&nbsp;Stefán Haukur Jóhannesson, núverandi sendiherra í Lundúnum verður sendiherra Íslands í Tókýó 1. janúar í stað Elínar Flygenring, sem kemur til starfa í ráðuneytinu um áramótin.</span></p> <p><span></span></p> <div class="fb-post" data-href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/posts/10157434796967023" data-show-text="true"><blockquote cite="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/posts/10157434796967023" class="fb-xfbml-parse-ignore"> <p>Við kvöddum í dag formlega Sturlu Sigurjónsson ráðuneytisstjóra (f. miðju) en hann tekur við starfi sendiherra í...</p> Posted by <a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/">Guðlaugur Þór Þórðarson</a> on&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/posts/10157434796967023">Monday, 31 August 2020</a></blockquote></div> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sitt hvað hefur verið á dagskrá ráðherra að undanförnu.&nbsp;</span>Í dag flutti ráðherra&nbsp;s<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/09/04/Gudlaugur-Thor-raeddi-astandid-i-Hvita-Russlandi-a-fundi-oryggisrads-Sameinudu-thjodanna/">ameiginlegt ávarp Norðurlandanna</a> á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um málefni Hvíta-Rússlands.&nbsp;Lýsti Guðlaugur fyrir hönd norrænu utanríkisráðherranna miklum áhyggjum af stöðu mannréttinda í Hvíta-Rússlandi í kjölfar nýlegra forsetakosninga sem engan veginn gætu talist hafa verið frjálsar eða óháðar.</p> <p class="MsoNormal" style="text-align:justify;"><span style="font-size: 12pt;">„Við getum ekki staðið aðgerðalaus hjá og verið hikandi í gagnrýni okkar, þegar við horfum upp á jafn alvarleg mannréttindabrot og hömlur á sjálfsögðu réttindum fólks og raun ber vitni,“ sagði ráðherrann.&nbsp;</span></p> <p><span>Á sérstökum fastaráðsfundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í síðustu viku hvatti Ísland til viðræðna um málefni Hvíta Rússlands. Þar skoruðu íslensk stjórnvöld á Hvíta-Rússland að standa við skuldbindingar um málfrelsi, samkomufrelsi, frelsi fjölmiðla, vernd borgarasamtaka og taka þátt í viðræðum, og láta fanga lausa. Ávarpið má lesa&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/fastanefnd-islands-i-vin/raedur/stok-raeda/2020/08/28/Avarp-Islands-a-fastaradsfundi-OSE-um-stoduna-i-Hvita-Russlandi/?fbclid=IwAR1FPWNYHgJEn-EJi66e9dJ7fZTDPhiBVAfreG06a_JngV-oMUEQf_XCeGo">hér.</a><br /> <br /> <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/08/14/Utanrikisradherrafundur-NB8-rikja-um-Hvita-Russland/">Áður</a>&nbsp;hafði ástandið í Hvíta-Rússlandi verið til umræðu á sérstökum utanríkisráðherrafundi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem haldinn var um miðjan ágústmánuð þar sem samstaða var um að senda yrði stjórnvöldum í Minsk skýr skilaboð um að framganga þeirra í tengslum við forsetakosningarnar þar í landi yrði ekki látin óátalin.<br /> <br /> „Það er mikilvægt að við tölum einni röddu í þessu máli enda snýst það um grundvallarmannréttindi. Það er með ólíkindum að slík kúgun og valdníðsla viðgangist í Evrópu nú á dögum enda vorum við á einu máli um að framgöngu ríkisstjórnar Lúkasjenkó forseta væri ekki hægt að láta óátalda,“ sagði Guðlaugur Þór eftir fundinn.&nbsp;</span></p> <p><span>Á <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3419334624756447">miðvikudag</a> tók Guðlaugur Þór þátt í fjarmálþingi sem Women Political Leaders og Women20 stóðu fyrir. Fundurinn er sá fyrsti í röð gagnvirkra fjarmálþinga þar sem rætt verður um leiðir til að jafna vægi kynjanna í ákvarðanatöku og stefnumótun í samfélaginu.&nbsp;<br /> <br /> Að því sögðu fer Ísland með <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3416411678382075">formennsku</a> í Evrópuráðinu 2022-2023 en Ragnhildur Arnljótsdóttir er fastafulltrúi Íslands í Strassborg. Evrópuráðinu er ætlað að efla samvinnu aðildarríkjanna 47 með það að markmiði að standa vörð um mannréttindi, styrkja lýðræðislega stjórnarhætti, efla mannleg gildi og almenn lífsgæði Evrópubúa. Liður í þessu verkefni er starfsemi fastanefndar Íslands í Strassborg en hlutverk hennar næstu misserin verður að undirbúa formennskuna.<br /> <br /> Í síðustu viku tók svo utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þátt í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/08/26/Fundur-um-ahrif-og-vidbrogd-vid-koronuveirufaraldrinum-i-Afriku/">fjarfundi</a> þróunarsamvinnuráðherra Norðurlanda með ráðherrum sjö Afríkuríkja, yfirmönnum sex stofnana Sameinuðu þjóðanna og öðrum samstarfsaðilum. Þar voru efnahagsleg og samfélagsleg áhrif og viðbrögð við kórónu í brennidepli.<br /> <br /> Þá fundaði utanríkisráðherra með ráðherra bandaríska flughersins í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/08/24/Utanrikisradherra-fundar-med-radherra-bandariska-flughersins-/">upphafi síðustu viku</a> þar sem öryggis- og varnarmál á norðurslóðum voru helsta umræðuefni.<br /> <br /> Sendiskrifstofur okkar út í heimi hafa haft ýmislegt fyrir stafni síðustu daga og vikur. Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn varð <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/posts/3166500150054082">100 ára </a>16. ágúst síðastliðinn. Sendiráðið í Kaupmannahöfn er það elsta í íslensku utanríkisþjónustunni og tók til starfa ári eftir að J.E. Bøggild hafði verið skipaður sendiherra Dana á Íslandi.&nbsp;</span>Saga sendiráðsins hefur verið rifjuð upp á <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisthjonustan-80-ara/">afmælisvef ráðuneytisins</a> á árinu. Í nýjasta pistlinum er <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisthjonustan-80-ara/stakur-pistill/2020/08/25/Einsdaemi-i-mannkynssogunni/">handritamálið</a> rifjað upp sem er eitt af hinum stóru málum sem utanríkisþjónustan hefur fengist við í gegnum tíðina. Daginn eftir brá starfsólks sendiráðsins á leik er Gay Pride vikan hófst í Kaupmannahöfn. Engin gleðiganga var haldin ár en þess í stað dansaði starfsfólk sendiráðsins við kunnum tónum Daða:</p> <p><span><iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2fIcelandinDK%2fvideos%2f298304254841522%2f&%3bshow_text=0&%3bwidth=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allowfullscreen="true"></iframe><br /> <br /> Í sendiráðið Kaupmannahöfn er einnig kominn <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/posts/3130482533655844">nýr prestur</a>, Sigfús Kristjánsson,&nbsp;en hans <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/posts/3190119557692141">fyrsta embættisverk</a> átti sér stað fyrir um tveimur vikum síðan er hann skírði litla stúlku.&nbsp;<br /> <br /> Á <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/08/28/Arni-Thor-Sigurdsson-afhendir-afrit-af-trunadarbrefi/">heimasíðu </a>sendiráðs okkar í Moskvu var greint frá því að Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Moskvu, hefði afhent Vladimir G. Titov, fyrsta varautanríkisráðherra Rússlands, afrit af trúnaðarbréfi sínu fyrir skemmstu. Við það tilefni ræddu þeir Árni Þór og Titov um samstarf Íslands og Rússlands á sviði viðskipta, menningar og stjórnmála. Samvinna ríkjanna á sviði norðurslóðamála var sérstaklega rædd en Rússland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslandi næsta vor.&nbsp;</span>Árni <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/posts/3227520547327714">fundaði</a> einnig með Margus Leidre, sendiherra Eistlands, en þeir voru um skeið samtímis sendiherrar í Helsinki. Samstarf ríkjanna á vettvangi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, tvíhliða samstarf, staða mála í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi o.fl. var meðal umræðuefna. Við&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/posts/3180488622030907">starfslið</a>&nbsp;sendiráðsins í Moskvu bættist einnig Kristín Halla Kristinsdóttir, sendiráðunautur.</p> <p><span> Í <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3400105223346054">Genf</a> hittu þau Anna Lilja Gunnarsdóttir og Þorvarður Atli Þórsson úr fastanefndinni fulltrúa Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar á dögunum. Mikið mæðir á þeirri stofnun vegna COVID-19 þessa dagana en tilefnið var að ræða sérstaklega starf WHO á sviði taugakerfisins en stefnt er á að styrkja enn frekar það starf á næstunni.<br /> <br /> Auðunn Atlason, nýr sendiherra Íslands í Finnlandi afhenti Sauli Niinistö, forseta Finnlands, <a href="https://www.facebook.com/MFAIceland/posts/4549634945047408">trúnaðarbréf</a> sitt í lok júlímánaðar,&nbsp;og heimsótti um síðustu helgi <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/posts/3429730743760730">mót Íslandshesta</a> í Finnlandi. Hestamótin fara fram víðar en í Hatten Þýskalandi fer nú fram svokallað ungmennamót íslenska hestsins. Lesa má kveðju sendiherra Íslands í Berlín, Maríu Erlu Marelsdóttur, <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/posts/1678765418940384">hér</a>.<br /> <br /> Íslensku húsdýrin eru raunar í hávegum höfð og fela í sér hina ágætustu landkynningu en athygli er vakin á því hjá <a href="https://icelandnaturally.com/event/watch-rettir-tradition-live-iceland/?utm_source=The+Icelander&%3butm_campaign=40cf26da9b-Icelander_COPY_02&%3butm_medium=email&%3butm_term=0_0a6d2a39e6-40cf26da9b-48705577&%3bmc_cid=40cf26da9b&%3bmc_eid=6278bf1622&%3bfbclid=IwAR3HgMT_LaOH8XjoKAaNgsdNH-qj82NFNBg99LOkUZafDOviX5PZ1qjGr9k">Iceland Naturally</a> að hægt sé að horfa á „a very special event in Iceland called Réttir“ í beinni útsendingu á Facebook kl. 16 að íslenskum tíma á morgun.<br /> Sendiskrifstofur okkar hafa margar hverjar vakið athygli á þessu uppátæki. Hér að neðan má einmitt sjá Ingibjörgu Davíðsdóttur, sendiherra okkar í Osló, í réttum, að sjálfsögðu.</span></p> <p><span></span></p> <div id="fb-root">&nbsp;</div> <script async defer crossorigin="anonymous" src="https://connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v8.0" nonce="5xapLlK9"></script> <p>&nbsp;</p> <p><span></span></p> <div class="fb-post" data-href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/posts/3271243749656928" data-show-text="false"><blockquote cite="https://www.facebook.com/IcelandinNO/posts/3271243749656928" class="fb-xfbml-parse-ignore"> <p>🇳🇴 Da er det tid igjen for RÉTTIR. Her kan du se vår ambassadør Ingibjorg Davidsdottir i fjor hjemme på Island for å...</p> Posted by <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/">Islands ambassade i Oslo / Sendiráð Íslands í Osló</a> on&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/posts/3271243749656928">Friday, 4 September 2020</a></blockquote></div> <p>&nbsp;</p> <p><span>Í París tók Unnur Orradóttir til starfa sem sendiherra Íslands <a href="https://www.facebook.com/IcelandinParis/posts/3161847687204918">þann 1. júlí</a>. Hún tekur við af Kristjáni Andra Stefánssyni, sem tekur við stöðu sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu í Brussel en hann afhenti, Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/posts/1367023613507778 ">trúnaðarbréf sitt</a>&nbsp;í lok júlí. Unnur afhenti sömuleiðis&nbsp;Angel Gurría, framkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), <a href="https://www.facebook.com/IcelandinParis/posts/3175725432483810">fulltrúabréf </a>sem sendiherra og fastafulltrúi Íslands gagnvart stofnuninni í byrjun júlí, sem og&nbsp;&nbsp;Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóra UNESCO, <a href="https://www.facebook.com/IcelandinParis/posts/3184298761626477">trúnaðarbréf </a><a href="https://www.facebook.com/IcelandinParis/posts/3184298761626477">sitt </a>sem fastafulltrúi Íslands gagnvart UNESCO.<br /> </span></p> <p> <br /> Í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinSE/posts/3772542026106597">Stokkhólmi</a> tók Hannes Heimisson til starfa sem sendiherra en hann&nbsp; tekur við af Estrid Brekkan, sem tekið hefur við stöðu prótókollsstjóra í stað Hannesar. Karl XVI. Gústaf Svíakonungur staðfesti í vikunni móttöku á trúnaðarbréfi Hannesar eins og greint er frá á <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/09/04/Nyr-sendiherra-i-Svithjod/">heimasíðu sendiráðs</a> okkar í Stokkhólmi í dag.<br /> <br /> Þar sem nokkuð langt er síðan síðasti föstudagspóstur birtist verður hér að neðan farið yfir það sem helst var á dagskrá hjá utanríkisþjónustunni í sumar.<br /> <br /> Við byrjum á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/07/06/Utanrikisradherrar-Nordurlandanna-fa-skyrslu-Bjorns-Bjarnasonar-um-throun-norraens-samstarfs-a-svidi-utanrikis-og-oryggismala/">skýrslu Björns Bjarnasonar</a> um þróun norræns samstarfs á sviði utanríkis- og þróunarmála sem gefin var út 6. júlí.<br /> <br /> Að tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, fólu utanríkisráðherrar Danmerkur, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar auk Íslands, Birni að skrifa óháða skýrslu þar sem gerðar yrðu tillögur um þróun samstarfs Norðurlandanna á sviði utanríkis- og öryggismála, en tilefnið var sú staðreynd að áratugur er liðinn síðan Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, var falið að skrifa sambærilega skýrslu, en stórum hluta þeirra tillagna hefur verið hrint í framkvæmd.&nbsp;<br /> <br /> Norðurlöndin vinna öll að því að treysta alþjóðlega samvinnu til að verja sameiginleg gildi og hagsmuni. Heimurinn breytist hratt og því tímabært að taka næstu skref á þessari sameiginlegu vegferð og skoða í kjölinn með hvaða hætti megi efla samstarfið enn frekar. Tillögur Björns eru mjög áhugaverðar og ég vonast til þess að þær komist sem flestar til framkvæmda á næstu mánuðum og árum,“ sagði Guðlaugur Þór í tilefni af útgáfunni.<br /> <br /> „Þá var óumflýjanlegt að skýrslan tæki mið af þróuninni vegna COVID-19- faraldursins enda ljóst að hann mun hafa áhrif á norrænt og alþjóðlegt samstarf í nútíð og framtíð.“ segir Björn í inngangi skýrslunnar.<br /> <br /> COVID-19-tengdar fréttir voru vitanlega áberandi í sumar.&nbsp; Þann <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/07/15/Ferdamenn-fra-Danmorku-Noregi-Finnlandi-og-Thyskalandi-verda-undanthegnir-krofum-um-skimun-og-sottkvi/">15. júlí</a> var tekin ákvörðun um að gera ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi undanþegna kröfum um skimun og sóttkví. Því fyrirkomulagi var aftur á móti <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/08/18/Breyttar-reglur-um-sottkvi-einangrun-og-synatoku-a-landamaerum/">breytt</a> en frá 19. ágúst hafa allir farþegar sem koma til Íslands þurft að velja á milli þess að fara í tvær sýnatökur með fimm daga sóttkví eða að fara í tveggja vikna sóttkví.&nbsp;<br /> <br /> Þann 17. júlí var greint frá <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/07/17/Samkomulag-um-mikilvaegustu-malefnin-i-vidraedum-vid-Breta/">samkomulagi EES/EFTA ríkjanna og Bretlands</a> um sameiginlegt umboð um málefnalista sem vilji er til þess að ná samkomulagi um. Málefnin sem áhersla verður lögð á að ná samkomulagi um eru þessi: fríverslunarsamningar, samhæfing almannatryggingakerfa, loftferðar- og flugöryggismál, lögreglusamstarf, för fólks og búseturéttindi, menntamál, rannsóknir og nýsköpun, og samstarf á sviði einkamála.<br /> <br /> Þann 20. júlí lauk svo <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/frettayfirlit-utn/stok-frett/2020/07/20/Sumarlotu-mannrettindaradsins-lokid/">sumarlotu mannréttindaráðsins</a> þar sem fram fóru mikilvægar umræður m.a. um mannréttindaástandið á Filippseyjum, Sýrlandi og Hvíta-Rússlandi og ályktanir voru samþykktar um m.a. réttindi kvenna og friðsamleg mótmæli. Einna hæst bar þó sameiginleg yfirlýsing Breta fyrir hönd 28 ríkja, þ.m.t. Íslands, um ástandið í Hong Kong þar sem lýst var áhyggjum af nýsamþykktri öryggislöggjöf og áhrifum hennar á mannréttindi í Hong Kong.</p> <p>Við segjum þetta gott í bili. Og fyrir þá sem enn eru að lesa þá tilkynnist hér með að föstudagspósturinn að viku liðinni verður styttri!&nbsp;</p> <p>Með kveðju,</p> <p>upplýsingadeild</p>
29.06.2020Blá ör til hægriFöstudagspóstur á mánudegi 29. júní 2020<p><span>Heil og sæl.</span></p> <p><span>Við heilsum í þetta sinn á fallegum og heitum mánudegi. Miklar annir síðustu viku kröfðust þess að hliðra þurfti föstudagspóstinum yfir helgi en hér birtist hann í öllu sínu veldi.</span></p> <p><span>Við byrjum á því að óska Guðna Th. Jóhannessyni til hamingju með endurkjör sitt sem forseti Íslands. Kjördagur var á laugardag og hafa sendiskrifstofur okkar margar hverjar haft í nógu að snúast í kringum utankjörfundaratkvæðagreiðslu á síðustu vikum.</span></p> <p><span>Dagskráin var þétt á föstudag en við hefjum leik á starfshópi&nbsp;utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um stuðning utanríkisþjónustunnar við útflutningsgreinar sem skilaði þá skýrslu sinni: <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/26/Utanrikisthjonustan-leggi-atvinnulifinu-lid/">Saman á útvelli – Framkvæmd utanríkisstefnu Íslands í kjölfar COVID-19</a>. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, afhenti skýrsluna fulltrúum Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráði Íslands og Íslandsstofu.</span></p> <p><span>Ráðherra skipaði starfshópinn í byrjun maí til þess að móta tillögur að því hvernig utanríkisþjónustan geti betur stutt við atvinnulífið vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 heimsfaraldursins. Starfshópurinn var skipaður þeim Auðunni Atlasyni sendiherra, Diljá Mist Einarsdóttur, aðstoðarmanni ráðherra, og Einari Gunnarssyni sendiherra.&nbsp;<br /> Samandregið kemst starfshópurinn að þeirri niðurstöðu að beita megi utanríkisþjónustunni með afgerandi hætti til aukins stuðnings íslenskum útflutningshagsmunum en um leið að leggja verði áframhaldandi rækt við aðkallandi úrlausnarefni á sviði alþjóðamála sem ætla má að muni magnast upp vegna COVID-19. Áhugasamir geta nálgast skýrsluna <strong><a href="https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/UTN/Framkv%c3%a6md%20utanri%cc%81kisstefnu%20I%cc%81slands%20i%cc%81%20kjo%cc%88lfar%20COVID-19%20nytt.pdf">hér</a></strong>.</span></p> <p><span>Sama dag var <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/06/26/75-ara-afmaeli-stofnsattmala-Sameinudu-thjodanna/ ">75 ára afmæli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna fagnað</a> og af því tilefni fór fram hátíðarfundur í höfuðstöðvum samtakanna í New York.&nbsp;<br /> </span>Fastafulltrúi Íslands, Jörundur Valtýsson, <a href="https://www.government.is/diplomatic-missions/permanent-mission-of-iceland-to-the-united-nations/statements/statement/2020/06/26/Statement-of-WEOG-Member-States-at-Commemoration-of-the-Signing-of-the-Charter-of-the-United-Nations/">ávarpaði</a> fundinn fyrir hönd Vesturlandahópsins, en Ísland gegnir formennsku í hópnum í júní.</p> <p>Ávarpið má sjá hér að neðan.</p> <p><iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/rbH2iyb0YTc" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe><span><br /> </span></p> <p><span>Af sama tilefni sendi utanríkisráðherra afmæliskveðju sem sjá má hér.</span></p> <p><span> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/OU41DiI70d8" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe></span></p> <p>Á föstudaginn tók ráðherra einnig þátt í fjarfundi <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/26/Efling-fjolthjodakerfisins/">bandalags ríkja til eflingar fjölþjóðakerfinu</a>. Á fundinum ræddu utanríkisráðherrar fleiri en 50 ríkja, auk framkvæmdastjóra Alþjóðheilbrigðisstofnunarinnar og forseta samtakanna Blaðamenn án landamæra, leiðir til að efla fjölþjóðlega heilbrigðiskerfið og aðgerðir gegn upplýsingaóreiðu í tengslum við heimsfaraldur kórónaveiru.&nbsp;</p> <p><span> Fyrr í vikunni hittust svo <a href="http://https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/24/Utanrikisradherra-Nordurlandanna-fognudu-kjori-Noregs-til-setur-i-oryggisradi-STh/">utanríkisráðherrar Norðurlandanna</a> á fjarfundi þar sem þeir byrjuðu á því að fagna kjöri Noregs til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum var lögð áhersla á mikilvægi þess að Norðurlöndin hefðu þar setu til að geta stuðlað að framgangi þeirra grunngilda sem löndin standa fyrir eins og mannréttindamál. Á fundinum var vitanlega einnig rætt um COVID-19 en frá því að ráðherrarnir fimm hittust síðast hefur náðst umtalsverður árangur og veigamikil skref verið stigin til að lyfta takmörkunum á samskiptum fólks og opna landamæri ríkja fyrir ferðamönnum. </span></p> <p><span> Í vikunni <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/26/Gjald-vegna-skimunar-a-landamaerum-verdur-laegra-en-aformad-var/">dró einnig til tíðinda</a> hvað landamæraskimanir varðar en þann 1. júlí hefst gjaldtaka af komufarþegum vegna skimunar fyrir COVID-19 á landamærum. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gjaldið verði 11.000 kr. ef greitt er á staðnum en 9.000 kr. ef greitt er fyrirfram sem er nokkru lægra gjald en upphaflega var áætlað samkvæmt kostnaðarmati. Nýtt mat byggt á fenginni reynslu og breyttum forsendum leiðir í ljós að kostnaður við hvert sýni er að jafnaði lægri en ætlað var.</span></p> <p><span>Í upphafi vikunnar var<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/23/Breytt-ferdarad-Islands/"> ferðaráðum íslenskra stjórnvalda breytt</a>. Ekki er lengur talin ástæða til þess að vara við ónauðsynlegum ferðum til þeirra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins sem Íslendingar geta ferðast til án sérstakra skilyrða, þ.e.a.s. á þeim grundvelli að Íslendingar kunni að verða strandaglópar þar eða verða fyrir öðrum óþægindum vegna aðgerða stjórnvalda. Áfram er þó vísað á skilgreiningu sóttvarnarlæknis um áhættusvæði vegna smithættu. Þá er Íslendingum áfram ráðið frá ónauðsynlegum ferðum utan Evrópu vegna ferðatakmarkana og sóttvarnarákvæða sem þar kunna að vera í gildi. </span></p> <p><span>Í síðustu viku var svo tilkynnt um að kafbátaeftirlitsæfingin <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/25/Kafbataeftirlitsaefingin-Dynamic-Mongoose-2020/">Dynamic Mongoose 2020</a> yrði haldin hér á landi. Hefst hún í dag og mun standa yfir til 10. júlí en æfingin er haldin á vegum Atlantshafsbandalagsins.</span></p> <p><span> Ef við færum okkur út fyrir landsteinana þá fór fram <a href="http://https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/06/23/Island-itrekar-studning-vid-traustvekjandi-adgerdir-a-hernadarsvidinu/">upphafsfundar árlegrar endurskoðunarráðstefnu ÖSE</a> um öryggismál (ASRC). Þar ítrekaði Guðni Bragason fastafulltrúi Íslands gagnvart ÖSE stuðning Íslands við traustvekjandi aðgerðir á hernaðarsviðinu (CSBMs) og hvatti aðildarríki, til að framkvæma ákvæði samningsins um takmörkun hefðbundinna vopna í Evrópu (CFE) og fara að ákvæðum Samningsins um opna lofthelgi (OST).<br /> </span></p> <p><span>Í Genf er lífið að færast í fyrra horf en á fimmtudaginn var þar haldinn fyrsti fundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3221261221230456">um ríkisstyrki í sjávarútvegi</a> eftir COVID-19. Viðræðurnar hafa legið niðri síðan í febrúar vegna heimsfaraldursins en markmiðið er að ná samkomulagi fyrir lok árs þar sem tilteknar niðurgreiðslur í sjávarútvegi, sem stuðla að ofveiði verði bannaðar sem og niðurgreiðslur sem stuðla að ólöglegum, óskráðum og stjórnlausum fiskveiðum. Þá var í síðustu viku <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/06/29/Heill-heimur-i-Sameinudu-thjodunum-i-Genf/">opnuð listasýning</a>&nbsp;í Sameinuðu þjóðunum í Genf þar sem&nbsp;verk íslensku listakonunnar Gerðar Helgudóttur, Óþekkti pólitíski fanginn, er eitt lykilverka.</span></p> <p><span>Sendiráðið í London lét ekki bilbug á sér finna þó Pride göngunni þar í borg hefði verið frestað vegna Covid. Norrænu sendiráðin tóku sig saman líkt og fyrri ár og vöktu athygli á réttindum LGBTQ+ fólks&nbsp; í&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/watch/?v=268362467566557" target="_blank">stuttu myndbandi</a>&nbsp;á samfélagsmiðlum.&nbsp;<br /> <br /> Í frétt frá sendiskrifstofu okkar í Tókýó segir svo frá því að norræna nýsköpunarsetrið Nordic Innovation House Tokyo <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/06/26/Nordic-Innovation-House-Tokyo/">hafi tekið starfa í Japan</a>. Nordic Innovation House er samstarfsverkefni Norðurlandanna og Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar (Nordic Innovation) – en stofnunin heyrir undir norrænu ráðherranefndina og hefur það hlutverk að auka samvinnu Norðurlanda á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar.&nbsp;</span>Nordic Innovation House Tokyo er ætlað að vera stökkpallur fyrir norræn sprota- og vaxtarfyrirtæki inn á markað í Japan. Í setrinu býðst fyrirtækjum og einstaklingum vinnuaðstaða, ráðgjöf og aðgangur að öflugu norrænu tengslaneti en það er Íslandsstofa sem fer með stjórn þátttöku Íslands í verkefninu.</p> <p><span>Síðastliðin fjórtán ár hafa norrænu sendiráðin í Washington haldið hina svokölluðu <a href="https://www.government.is/diplomatic-missions/embassy-article/2020/06/25/Virtual-Nordic-Jazz-2020-/">Nordic Jazz hátíð</a> þar sem fram koma allir helstu jazz-listamenn frá Íslandi, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku. Á því var engin breyting í ár ef frá er talin sú staðreynd að hátíðin fór fram með rafrænum hætti eins og svo margir aðrir viðburðir á tímum kórónaveirunnar. Píanóleikarinn Ingi Bjarni og kvintett hans var framlag Íslands á hátíðinni í ár og geta áhugasamir séð það sem fram fór <strong><a href="https://bit.ly/2VkP5ED">hér.</a>&nbsp;</strong></span>Í Washington hélt Bergdís Ellertsdóttir sendiherra einnig erindi um fyrir samtök Íslendingafélaga í Bandaríkjunum þar sem hún fjallaði um <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/posts/3416343565065916?__xts__%5b0%5d=68.ARCzZ_O5NPXIW_7QA4wsGiV51ZeQk0ZkICtO2WXSjM9SICPz1V7XXrwuVLluOl_C7vTkhsFsUiTxsIQJj8cvPZr3TzYq1xQEbYpe9XoxkP7y0Yvyz_UcNvg_M4wB4OlonYfKlBt5hgV5lFHzz-doDJygA6iFH1u6kheiLw4PbPdteSty2f8y5Nam7zN5CDy4XQPXX_HK6yKjGrFNl2SR23FiUSnWv3vrJGFfGPhMfqyMjbh_Jwp80MCSlAV478Q25KR3pb2RHzO6PcRpjZpKGf4Zgu-gYRohugSsof8pcW9kXwdAqeyxDFiLsndOQF53fLyQ5fRkvA3_M_XFFaXgNMC45Q&%3b__tn__=-R">hlutverk sitt sem sendiherra Íslands</a> í Bandaríkjunum.</p> <p><span></span>Að lokum rifjum við upp frétt úr <a href="https://www.visir.is/g/20201985257d/laeknanemum-vel-tekid-i-hinu-hlyja-hjarta-afriku?fbclid=IwAR1x2c1vF02_KHWTgw_5u440zGaMvDmi7q75JVN-iL4EzrJpRq-7v2O4gF8">Heimsljósi</a> í vikunni þar sem við sögðum frá þremur ungum læknanemum, Eygló Dögg Ólafsdóttur, Ingunni Haraldsdóttur og Snædísi Ólafsdóttur, sem kynntu þriðja árs verkefni sín í utanríkisráðuneytinu en þær dvöldu í Malaví yfir fjögurra vikna tímabil á fyrri hluta þessa árs. Verkefni þeirra sneru&nbsp;að því að skoða gæði ferla og heilbrigðisþjónustu á fæðingardeild við héraðssjúkrahúsið í Mangochi, samstarfshéraði Íslands í Malaví.&nbsp;Heilbrigðisyfirvöld í Mangochi héraði tóku vel í aðkomu nemanna þar sem ljóst var að gagnaöflun og rannsóknir á þessu sviði gætu nýst heilbrigðisyfirvöldum til að auka skilvirkni og bæta gæði heilbrigðisþjónustu sem veitt er á fæðingardeildinni og í ungbarnaverndinni.</p> <p>Vikan fer af stað með krafti en í dag átti ráðherra&nbsp;<span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/29/Miklir-hagsmunir-i-hufi-fyrir-islenskt-atvinnulif/">samráðsfund</a> með forystufólki úr atvinnulífinu þar sem rætt var um fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein við Bretland sem nú eru að hefjast.&nbsp;Samtök atvinnulífsins boðuðu til málstofunnar að ósk utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra</span>. Þá hitti ráðherrann <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/29/Utanrikisradherra-Faereyja-i-heimsokn-a-Islandi/">utanríkisráðherra Færeyja</a>&nbsp;sem staddur er hér á landi í einkaheimsókn. Hins vegar eru rólegheit framundan þar sem ráðherrann og <span>stór hluti starfsfólks ætlar sér að vera í fríi í júlí og verður þetta því síðasti föstudagspóstur fyrir sumarfrí.</span></p> <p><span>Sólskinskveðjur,</span></p> <p>upplýsingadeild</p>
19.06.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 19. júní 2020<p><span>Heil og sæl.<br /> <br /> Við heilsum á ný á föstudegi og í þetta skiptið á kvenréttindadeginum <a href="https://www.facebook.com/MFAIceland/posts/4393750517302519">19. júní</a>.<br /> <br /> Það hefur verið nóg að gerast á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá síðasta pósti. Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í sendiskrifstofum okkar um víða veröld í vikunni en það sem ber hæst á tímabilinu sem nú er til yfirferðar eru án vafa breyttar reglur um <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/12/Nyjar-reglur-um-ferdamenn-taka-gildi-15.-juni/">komur ferðamanna</a> til Íslands sem tóku í gildi 15. júní. Ekki er að sjá á öðru en að skimunarferlið hafi gengið vel fyrir sig fyrstu dagana og er það vel!<br /> <br /> Hvað dagskrá ráðherra varðar þá tók Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á dögunum þátt í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/08/Covid-19-og-friverslunarvidraedur-i-brennidepli-a-radherrafundi-EFTA/">ráðherrafundi EFTA</a> þar sem COVID-19 og fríverslunarviðræður voru í brennidepli en samtarf EFTA-ríkjanna, samskiptin við Evrópusambandið og önnur ríki og horfur í alþjóðaviðskiptum voru einnig til umfjöllunar.<br /> <br /> Í síðustu viku áttu Ísland, Noregur og Liechtenstein einnig sinn <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/12/Undirbuningur-hafinn-af-krafti-fyrir-friverslunarvidraedur-vid-Bretland-/">fyrsta fund með utanríkisviðskiptaráðuneyti Bretlands</a>. Um var að ræða mikilvægan þátt í undirbúningi fyrir fríverslunarviðræður við Bretland en áætlað er að formlegar viðræður hefjist í lok mánaðarins. „Ég fagna því að Bretland sé komið að borðinu og er tilbúið að hefja viðræður af fullum krafti. Ljóst er að allir aðilar gera sér grein fyrir þeim miklu hagsmunum sem hér eru í húfi og eru tilbúnir til að leggja mikið á sig til að viðhalda og vernda viðskiptatengsl Íslands og Bretlands,“ var haft eftir ráðhera að fundi loknum.<br /> <br /> Undir lok síðustu viku sögðum við frá fundi ráðherra með <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/11/Island-i-kjarnahop-um-mannrettindi-i-Iran/">ungliðahreyfingnu Amnesty International</a> sem afhenti Guðlaugi Þór undirskriftarlista þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að vekja athygli á stöðu mannréttinda í Íran. Ráðherra tók við áskoruninni og fagnaði frumkvæði ungliðahreyfingarinnar. Hann tjáði þeim jafnframt að Ísland væri nú þegar búið að stíga skref í þá átt sem kallað væri eftir með því að gerast aðili að svokölluðum „kjarnahópi“ ríkja á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun sem reglulega er borin fram um stöðu mannréttindamála í Íran.<br /> <br /> Svo bárust þær <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3166971536659425?__tn__=-R">skemmtilegu fréttir</a> í síðustu viku að Ísland væri friðsælasta land í heimi samkvæmt Global Peace Index 2020, tólfta árið í röð!<br /> <br /> Eins og gefur að skilja er af ýmsu að taka á tveggja vikna tímabili í starfsemi utanríkisþjónustunnar og verður því stiklað á því helsta.<br /> <br /> Sé litið til starfsemi utanríkisþjónustunnar fyrir utan landsteinanna er nærtækast að byrja á frétt frá því í dag frá sendiráði Íslands í Washington. Þar segir frá&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/06/19/Sendiherrar-Nordurlandanna-funda-med-serstokum-erindreka-fyrir-malefni-kvenna-i-utanrikisraduneyti-Bandarikjanna-/">fundi Bergdísar Ellertsdóttur</a>, sendiherra Íslands í Washington, með sendiherrum Norðurlandanna ásamt Kelley Currie, sérstökum erindreka fyrir málefni kvenna í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Sendiherrar Norðurlandanna í Washington eiga í nánu samstarfi og funda reglulega með lykiltengiliðum í bandaríska kerfinu og halda sameiginlega viðburði í tengslum við norræn áherslumál. Á fundinum var rætt um þá vinnu sem Bandaríkin hafa lagt í verkefni á sviði valdeflingu kvenna og þátttöku þeirra í friðarviðræðum og uppbyggingu að átökum loknum.</span></p> <p><span>Á þjóðhátíðardegi Íslands voru höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna opnaðar í fyrsta sinn frá því að heimsfaraldur kórónaveiru hófst í mars en þá fóru fram <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3201232116566700?__tn__=-R">kosningar til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna</a>. Þar varð ljóst að Noregur hlaut flest atkvæði í hópi Vesturlanda til öryggisráðsins og mun taka sæti í ráðinu í janúar á næsta ári. Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi, kaus fyrir hönd Íslands.<br /> <br /> Við höldum okkur við New York en í síðustu viku stóð aðalræðisskrifstofan þar í borg fyrir <a href="https://www.facebook.com/IcelandicConsulateNewYork/posts/3030462556999809">kynningu</a> ásamt Íslandsstofu um áhrif COVID-19 á smásölumarkaðinn í Bandaríkjunum.<br /> <br /> Íslenska sendiráðinu í Kampala barst í byrjun síðustu viku <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/3161646487191930/?type=3&%3b__tn__=-R">skemmtilegt bréf</a> frá menntamálaráðherra Úganda, þar sem hann þakkaði fyrir stuðning Íslands við íbúa Buikwe héraðs í baráttunni gegn COVID-19. <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/posts/2460826937562115">Stuðningurinn</a> felst í 75 milljóna króna framlagi sem að mestu fer í skólamáltíðir fyrir börn en einnig í aðgerðir í heilsugæslu héraðsins til varnar útbreiðslu veirunnar. Unnur Orradóttir Ramette sendiherra segir að stjórnvöldum í Úganda gangi vel að verjast veirunni og hafa aflétt samkomu- og samgöngubanni að hluta. Alls hafa 557 verið greindir með veiruna í Úganda af 84.576 sýnum en engin dauðsföll hafa verið skráð.</span></p> <p><span>Ef við færum okkur til Evrópu má segja að létt hafi verið yfir þeim fastafulltrúum hjá ÖSE, sem sóttu<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/3203191019704143/?type=3&%3btheater"> fastaráðsfund í síðustu viku</a> í Hofburg í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Var þetta öruggt merki þess, að ástandið væri smám saman að færast í fyrra horf eftir langt fjarfundartímabil.<br /> <br /> Nóg hefur verið um að vera í Genf. Á þriðudag kom<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3186684911354754?__tn__=-R"> EFTA-ráðið saman</a> á blönduðum fundi, en vegna heilbrigðisráðstafana sat aðeins hluti fundarmanna í sal og aðrir tengdust með fjarfundarbúnaði. Á fundinum var nýlegur ráðherrafundur EFTA-ríkjanna ræddur og farið yfir stöðu yfirstandandi fríverslunarviðræðna.</span></p> <p><span>Í gær sögðum við svo frá <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.616067768416494/3197656586924253/?type=3&%3btheater">sérstakri umræðu í mannréttindaráðinu</a> um kerfisbundna kynþáttafordóma, viðbrögð lögreglu og þau mótmæli sem hafa átt sér stað um allan heim síðastliðnar vikur. Í ræðu Íslands áréttaði Harald Aspelund, fastafulltrúi, staðfestu okkar í baráttunni gegn kynþáttafordómum og þá von að alþjóðasamfélagið geti sameinast í þessari mikilvægu baráttu.<br /> <br /> Danmörk er smám saman að færast í samt horf eftir hápunkt kórónaveirunnar og hefur <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/posts/2960221297348636">menningarhúsið við Norðurbryggju</a>&nbsp;opnað á ný en þar er nú m.a. hægt að sjá sýningu um líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur í gegnum árin. Áhugasamir ættu auðvitað að reyna að kíkja en nú er einnig orðið ljóst að Íslendingar geta gist í Kaupmannahöfn og Frederiksberg eftir breytingar á reglum þar í landi í síðustu viku.<br /> <br /> Þá minnist sendiráð okkar í Rússlandi á þau tímamót er Ísland lék sinn <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/posts/3004962509583520">fyrsta leik </a>á lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu þann 16. júní 2018 en þá gerði karlalandsliðið jafntefli við Argentínu, sælla minninga.</span></p> <p><span>Þeir sem hafa ekki enn hlustað á <a href="https://www.ruv.is/utvarp/spila/forsetinn-og-umheimurinn/30484/92mva1?fbclid=IwAR1qEQyILZMhi-O5BZR2PKUvruoAQAy98VFKhZOpVnkgt2RC7ADvMVCRnsU">nýjan þátt</a> um Svein Björnsson, fyrsta forseta Íslands og fyrsta sendiherra Íslands sem frumfluttur var á þjóðhátíðardaginn 17. júní eru hér með hvattir til þess. Viðmælendur Dags Gunnarssonar, þáttagerðarmanns á Rás 1, koma margir hverjir úr utanríkisþjónustunni en rætt er við Sturlu Sigurjónsson, ráðuneytisstjóra, Sigríði Snævarr, sendiherra og Sigurð Þór Baldvinsson, yfirskjalavörð. Aðrir viðmælendur eru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Gunnar Þór Bjarnason, sagnfræðingur.</span></p> <p><span>Þá birtist einnig nýr hlaðvarpsþáttur Utanríkisvarpsins í dag þar sem rætt um<a> Atlantshafsbandalagið við Hermann Ingólfsson</a>, fastafulltrúa Íslands hjá bandalaginu. Áhugasamir geta <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisthjonustan-80-ara/stakur-pistill/2020/06/19/Utanrikisvarpid-7.-thattur.-Atlantshafsbandalagid-og-Island/">hlustað hér</a> eða á helstu hlaðvarpsveitum en ljóst er nóg afþreying er í boði fyrir garðverkin sem framundan eru.</span></p> <p><span>Við endum þessa yfirferð á að minna á<a href="https://www.facebook.com/events/311924243157588/"> upplýsingafund Viðskiptaráðs</a><a href="http://https://www.facebook.com/events/311924243157588/"> Íslands</a> næstkomandi mánudag um aukinn ferðamannastraum til Íslands nú þegar boðið hefur verið upp á skimun á landamærum. Þar mun utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra meðal annarra sitja fyrir svörum. Fundinum verður streymt á <a href="https://zoom.us/j/99911448183?fbclid=IwAR3VtMNC9nPry6Z78gcfqzAibPtphA12sYHZGtwPoOxqk8bnXMAshQplsCc#success">Zoom</a>. Í næstu viku mun ráðherra einnig eiga fjarfund með norrænum utanríkisráðherrum. Á þriðjudag eru eldhúsdagsumræður í þinginu og er gert ráð fyrir þingfrestun á fimmtudag, 25. júní.</span></p>
05.06.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 5. júní 2020<p><span>Heil og sæl!</span></p> <p><span>Það var nóg um að vera í vikunni en eflaust kemur það ekki mikið á óvart að það er COVID-19 heimsfaraldurinn sem gengur í gegnum alla starfsemi utanríkisþjónustunnar þessi dægrin eins og rauður þráður.</span></p> <p><span>Í dag var tilkynnt um hvernig <a href="https://www.government.is/news/article/2020/06/05/Information-for-travellers-arriving-in-Iceland-from-15-June-2020/">skimun á landamærum</a>&nbsp;verður háttað hér á landi. Að undanförnu hafa fjölmargar sendiskrifstofur og heimasendiherrar beitt sér fyrir því að þar sem landamæri eru að opna verði þau einnig opin Íslendingum og öðrum sem koma frá Íslandi. Staðan breytist dag frá degi.</span></p> <p><span></span>Við byrjum á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/02/Ahersla-verdi-logd-a-jafnrettismal-og-adkomu-einkageirans-i-vidbrogdum-Althjodabankans-vid-COVID-19/">fundi ráðherra</a> Norðurlanda og Eystrasaltsríkja frá því á þriðjudag með David Malpass, forseta alþjóðabankans þar sem viðbrögð og aðgerðir bankans við COVID-19 faraldrinum voru til umfjöllunar. Á fundinum ítrekaði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, mikilvægi þess að hagsmunir kvenna gleymist ekki í félagslegri og efnahagslegri uppbyggingu samfélaga eftir faraldurinn.</p> <p>„Auk þess er aðkoma einkageirans ákaflega mikilvæg í allri uppbyggingu, með áherslu á nýsköpun og grænar lausnir,“ sagði ráðherra meðal annars á fjarfundinum.</p> <p><span>Á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/03/Utanrikisradherra-fundar-med-NB8-og-Visegrad-rikjum/">miðvikudag </a>tók ráðherra þátt í utanríkisráðherrafundi Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Visegrad-ríkja þar sem rætt var um afleiðingar COVID-19 heimsfaraldursins, efnahagsmál og þróunina í þeim efnum í Evrópu.</span></p> <p><span>„Ljóst er að öryggisumhverfi Evrópu hefur tekið breytingum undanfarin ár. Kórónuveirufaraldurinn hefur bæði orðið til þess að styrkja böndin og efla samstarf þjóða, en einnig opnað augun fyrir því hvað væri hægt að gera betur,“ sagði Guðlaugur Þór.</span></p> <p><span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/04/Heilbrigdismal-graen-uppbygging-og-jafnretti-aherslumal-Nordurlandathjoda-i-throunarrikjum/">Í gær</a> funduðu svo norrænir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherrar um sameiginlega sýn þjóðanna til enduruppbyggingar í þróunarríkjum þegar heimsfaraldrinum linnir. Ráðherrarnir voru sammála um að leggja áherslu á þrennt, heilbrigðismál og styrkingu heilbrigðiskerfa, á græna og loftslagsvæna uppbyggingu, og á varðveislu framfara í jafnrétti kynjanna, undir yfirskriftinni „Build Back Better and Greener.“</span></p> <p><span>Á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/04/Island-styrir-vidskiptaryni-Althjodavidskiptastofnunarinnar/">fimmtudag </a>dró til tíðinda en þá var Harald Aspelund, fastafulltrui Íslands í Genf, kjörinn formaður viðskiptarýni Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Formennskan er eitt helsta ábyrgðarhlutverk aðildarríkja hennar en í gær stýrði Harald fjarfundi aðildarríkja stofnunarinnar um það hvernig skuli tryggja áframhaldandi starf hennar í ljósi COVID-19 faraldursins og hvernig viðskiptarýni stofnunarinnar geti haldið áfram.</span></p> <p><span>Á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/03/Skrifad-undir-tvo-nyja-samninga-um-neydar-og-mannudaradstod/">miðvikudag</a> sögðum við svo frá því að af hálfu utanríkisráðuneytisins hefði verið skrifað undir tvo nýja fjögurra ára samninga um stuðning Íslands við mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögð. Samningarnir voru undirritaðir í Genf en um er að ræða samning við Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), um rúmlega 62 milljóna króna árlegt framlag, og samning við Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF), um 50 milljóna króna árlegt framlag.</span></p> <p><span>Í vikunni var einnig <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/02/Greiningu-a-taekifaerum-i-Uppbyggingarsjodi-EES-ytt-ur-vor/">vinnu við greiningu</a> á tækifærum í Uppbyggingarsjóði EES fyrir íslenska aðila á sviði nýsköpunar, samkeppnishæfni, rannsókna, menntunar og menningar ýtt úr vör. Greiningunni er ætlað að varpa ljósi á reynslu íslenskra aðila af sjóðnum og hvaða ónýttu tækifæri gætu verið til staðar fyrir íslenska aðila með frekari þátttöku í verkefnum sjóðsins.<br /> </span></p> <p><span>Og því næst ætlum við að líta út í heim.</span></p> <p><span>Sendiráð okkar í Berlín hafði í nógu að snúast í vikunni. <a href="https://twitter.com/mariaerlamar">María Erla Marelsdóttir</a> sendiherra tók þátt í opinni línu á Twitter á fimmtudag þar sem sendiherrar Norðurlandanna í Berlín svöruðu spurningum í beinni. Þemað var upplýsingasamfélagið, stafræn tækni og lausnir. Fjölmargar spurningar bárust m.a. um heilbrigðismál, ferðamál, menningu og menntun og skapaðist skemmtileg stemmning á myllumerkinu #NordicTownHall þar sem sendiherra greindi frá helstu áherslum Íslands.</span></p> <p>Þar tók Elín R. Sigurðardóttir staðgengill sendiherra einnig þátt í ársfundi<a href="https://eeagrants.org/countries/poland "> Uppbyggingarsjóðs EES í Póllandi</a> sem í þetta skipti fór fram í netheimum. Uppbyggingarsjóðurinn skapar tækifæri fyrir íslenskar stofnanir, fyrirtæki og frjáls félagasamtök til samstarfs um verkefni í Póllandi t.d. á sviði jarðvarma, menntunar, jafnréttismála, menningar og lista.<br /> <br /> Frá London barst svo <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisthjonustan-80-ara/stakur-pistill/2020/06/03/Vid-lifum-a-skeggold-og-skalmold/?fbclid=IwAR2BlEknDQBQHHXfz9WS31uLCNbWJRXEXGeIgOjqoR9Q_9NPdlJfxZGllgM">nýr pistill</a> á afmælisvef ráðuneytisins þar sem fjallað er um störf Péturs Benediktssonar, fyrsta sendifulltrúa Íslands í Bretlandi, í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar.&nbsp;</p> <p>Þar á bæ tók starfsmaður sendiráðsins, Erla Ylfa Óskarsdóttir sig til og ritaði grein á vefsíðu hugveitunnar <a href="https://www.chathamhouse.org/publications/twt/iceland-living-coronavirus?fbclid=IwAR1Iwzri0b7JeE-QTvjQhfhzWMil8H5x-pCvK0c6O-WXnxCzyLriVqzetEU#">Chatham House</a> um baráttu Íslendinga við COVID-19.</p> <p><span>Sendiráð Íslands í Washington efndi til <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/06/04/Radstefna-fyrir-raedismenn-Islands-i-Bandarikjunum/">ræðismannaráðstefnu</a>&nbsp;fyrir ræðismenn Íslands í Bandaríkjunum í vikunni. Þá <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/06/01/Fundad-med-tengilidum-i-lykilstofnunum-i-Washington/">funduðu</a>&nbsp;Bergdís Ellertsdóttir sendiherra og Una Jóhannsdóttir sendiráðunautur með aðstoðarráðherra fyrir viðskipta- og efnahagsmál í utanríkisráðuneytinu, Manishu Singh, ásamt starfmanni úr deild hennar, um afleiðingar COVID-19 heimsfaraldursins á efnhagsmál í heiminum og um næstu skref í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna á sviði efnahagsmála.&nbsp;</span></p> <p>Í Rússlandi þakkaði <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/a.185312791548520/2969446253135146/?type=3&%3b__xts__%5b0%5d=68.ARBL2xmsvIbTdv1utKQTGSDRo3RnpvlPv3Gqk65Te6pS_j7awvM7Iv3rJOE6EBjZb7GH9vHtsrenWqZgP5y_qq421AAVGVxcnrnHfwSf6wxzEWq4nKkZ0D3qqFPJRkDPGBtFRnof5DIM5LZu5X3ny_hvajjr17FB3qPz6W2B7Qunvd-hS-9JnCfzz7w_tolA_5gLh2w5H5K_wliqT-RbB7tchit_yL1KdjMmC0r9_A5lxRzOk4GuF4xphTNRiA3_PWRlpiNpy2iWJF7orpEGHArRRVbpmpi8Vcn0ZN6Kv2KcXTbuwWX4qQyHNbLCXUyjGCO7cSVj-jj-tPjsDBmm0wzoNw&%3b__tn__=-R">Berglind Ásgeirsdóttir</a> sendiherra fyrir sig. Hún lætur nú af störfum sem sendiherra þar í landi eftir fjögurra ára dvöl en Árni Þór Sigurðsson mun koma í hennar stað.</p> <p>Í New York <a href="https://www.government.is/diplomatic-missions/permanent-mission-of-iceland-to-the-united-nations/statements/statement/2020/06/05/Joint-Nordic-Statement-at-UNDP-UNFPA-UNOPS-Executive-Board-Annual-Session-2020/">ávarpaði </a>Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, stjórnarfund UNDP og UNFPA fyrir hönd Norðurlandanna.</p> <div>Á Facebook-síðu <a href="https://www.facebook.com/IcelandinMalawi/posts/1332632013600349?__tn__=-R">sendiráðs okkar í Lilongwe</a> bárust svo þær fréttir að héraðsstjórnin í Mangochi, samstarfshéraði Íslendinga í Malaví, hefði fengið 300 útvarpstæki knúin sólarorku til þess að auka öryggi í upplýsingagjöf til íbúa 99 afskekktra hreppa á tímum COVID-19. Sérstaklega er haft í huga að réttar upplýsingar berist til íbúa um það hvernig best sé að forðast smit. Viðtækin eru hluti af þriggja ára samstarfsverkefni Íslendinga með Þjóðverjum um aukna notkun endurnýjanlegrar orku í Malaví.&nbsp; Verkefnið á meðal annars að auka notkun á orkusparandi eldstæðum og auka útbreiðslu og notkun á sólarrafhlöðum til rafmagnsframleiðslu, bæði til einkanotkunar og notkunar í skólum, heilsugæslustöðvum og fyrirtækjum í héraðinu.</div> <p>Á mánudaginn í næstu viku tekur utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þátt í fjarfundi EFTA-ráðherra en að öðru leyti er um hefðbundna dagskrá að ræða í næstu viku, svo sem þátttöku í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi.</p> <p><span> Þá er alveg óhætt að mæla með <a href="https://www.newyorker.com/magazine/2020/06/08/how-iceland-beat-the-coronavirus?fbclid=IwAR0gBqPRNxMjlcRZS-O_0IoxduzIXoEcHMu4ymA2JzlhZ8fO1eOeyGzs4LI">skemmtilegri grein</a> í New Yorker um baráttu Íslands gegn COVID-19. Ráðuneytinu bregður stuttlega fyrir í ítarlegri og skemmtilega skrifaðri grein blaðakonunnar Elizabeth Kolbert sem lesa má hér.<br /> <br /> Við ljúkum þessari samantekt með því að minnast á <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisthjonustan-80-ara/stakur-pistill/2020/06/04/Utanrikisvarpid-6.-thattur.-Mannrettindi-og-utanrikismal/?fbclid=IwAR2fxCgtczabKEDXBDaLzsY1Rkmm0FdvCk7s4N3Ph73pZ7I7nkTRC4cPsF8">nýjan þátt</a> Utanríkisvarpsins þar sem rætt er við Davíð Loga Sigurðsson, deildarstjóra hjá Alþjóða og þróunarsamvinnuskrifstofu um mannréttindi og utanríkismál. Sérstaklega er rætt um setu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem er eitt veigamesta hlutverk sem Ísland hefur gegnt á alþjóðavettvangi.</span></p> <p><span>Bestu kveðjur,<br /> upplýsingadeild</span></p>
29.05.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 29. maí 2020<span></span> <p>Heil og sæl.<br /> <br /> Upplýsingadeild heilsar í þetta sinn á nokkuð tíðindamiklum föstudegi en í dag tilkynntu Danir opinberlega um opnun landamæra sinna fyrir Íslendingum þann 15. júní.&nbsp;&nbsp;Þetta eru auðvitað gleðitíðindi. Hlutirnir eru að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, smám saman að færast í rétta átt en fréttirnar frá Danmörku vöktu skiljanlega mikla athygli og mætti ráðherra í kjölfarið í viðtöl á&nbsp;<a href="https://www.visir.is/g/20201974183d/donsk-stjornvold-boda-til-bladamannafundar-um-opnun-landamaera">Bylgjunni</a>,&nbsp;<a href="https://www.ruv.is/frett/2020/05/29/a-von-a-jakvaedum-frettum-vardandi-ferdir-til-noregs">RÚV</a>,&nbsp;<a href="https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/05/29/smatt_og_smatt_ad_mjakast_i_retta_att/">mbl.is</a>&nbsp;og&nbsp;<a href="https://www.frettabladid.is/frettir/danmork-og-faereyjar-opna-ferdir-fra-islandi-15-juni/">Fréttablaðinu</a>.</p> <p>„Stjórnvöld í Noregi og fleiri löndum hafa verið jákvæð gagnvart því að opna landamæri sín fyrir Íslendingum vegna þess góða árangurs sem hér hefur náðst, svo þetta er smám saman að færast í rétta átt,“ sagði Guðlaugur Þór, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/05/29/Danmork-opnar-landamaerin-fyrir-Islendingum-/">vef utanríkisráðuneytisins</a>&nbsp;en&nbsp;<span>Íslendingar geta einnig ferðast til Færeyja frá og með 15. júní og til Eistlands frá og með 1. júní.</span></p> <p>Vikunni lauk þannig með látum en hún fór einnig af stað með krafti.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/05/25/Vidbrogd-vid-COVID-19-i-brennidepli-/">Á mánudag</a> sótti ráðherra fund EES-ráðsins ásamt utanríkisráðherrum Noregs, <span>Liechtenstein og fulltrúum ESB sem í fyrsta skipti var haldinn í formi fjarfundar. Það kemur kannski ekki mikið á óvart að viðbrögð við COVID-19 hafi verið í brennidepli á fundinum en þó kom ráðherra því einnig á framfæri að í ljósi náinna efnahagslegra tengsla milli Íslands og ESB væri óeðlilegt að íslenskar sjávarafurðir nytu ekki fulls tollfrelsis við innflutning til ESB-ríkja líkt og sambærilegar afurðir frá ýmsum þriðju ríkjum sem hafi minni tengsl við sambandið.</span></p> <p>Á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/05/26/Utanrikisradherrar-Islands-og-Japans-raeda-samstarf-a-timum-heimsfaraldurs-/">þriðjudag </a>átti ráðherra símafund með Toshimitsu Motegi, utanríkisráðherra Japans. Ræddu ráðherrarnir mikilvægi alþjóðasamvinnu og þess að skiptast á upplýsingum og reynslu í tengslum við COVID-19 faraldurinn. Möguleg aflétting ferðatakmarkana á milli landanna var einnig rædd en neyðarstigi hefur verið aflétt í báðum löndum.&nbsp;</p> <p>Á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/05/27/Samstarf-vid-Haskolann-a-Akureyri-um-eflingu-nordurslodastarfs/">miðvikudag</a> skellti ráðherra sér í heimsókn til Akureyrar þar sem hann skrifaði undir þjónustusamning á milli Háskólans á Akureyri og utanríkisráðuneytisins. Í samningnum felst meðal annars að vinna að því að styrkja þekkingargrunn íslensks háskólasamfélags um málefni norðurslóða og að efla ungmenni á norðurslóðum.&nbsp;<span>Markmið samningsins er enn fremur að styðja við leiðtogahlutverk Íslands hvað varðar vinnu sérfræðihóps Norðurskautsráðsins um heilsufar á norðurslóðum og ekki síst að auka skilning á störfum ráðsins almennt.</span></p> <p>En nú að starfsemi sendiráðanna.</p> <p>Það dró til tíðinda í Helsinki en í dag lauk Árni Þór Sigurðsson störfum sem sendiherra í Finnlandi eftir tveggja og hálfs árs dvöl þar í landi. Árni Þór færir sig austur á bóginn og mun taka við starfi sendiherra í Moskvu að loknu sumarleyfi.</p> <p>„Kynni mín af landi og þjóð hafa verið afar jákvæð og hið sama á við um Íslendinga sem hér búa. Mér var strax tekið vel og fjölmargir hafa lagt mér lið í lífi og starfi og fyrir það er ég mjög þakklátur,“ sagði Árni Þór meðal annars í færslu á&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/a.672590106141488/3152717684795372/?type=3&%3btheater">Facebook</a>.&nbsp;</p> <p><span>Við höldum okkur við Moskvu en á&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/a.185312791548520/2959898924089879/?type=3&%3btheater">Facebook-síðu</a> sendiráðsins kom fram að Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í Moskvu, hefði verið gerð að fyrsta heiðursmeðlimi rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins.&nbsp;</span></p> <p>Í dag kynnti svo sendiráðið í Kaupmannahöfn <a>nýja greiningu</a> sem það vann á danska markaðnum um þróun viðskipta á milli landanna og þau tækifæri sem þar er að finna fyrir íslensk atvinnulíf. Áhugasamir geta kynnt sér greininguna <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/05/29/Ny-vidskiptaaaetlun-sendirads-Islands-i-Kaupmannahofn-komin-ut/">hér</a>.&nbsp;<span>Áhersla var lögð á að skilgreina hvernig sendiráðið getur lagt sitt af mörkum við framkvæmd nýju stefnunnar, kortleggja þau verkefni sem fram undan eru og tryggja samhljóm við starf Íslandsstofu.</span></p> <p><a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3133569269999652?__tn__=-R">Undanfarna daga</a> hafa staðið yfir samráðsfundir UNESCO og Norðurlandanna þar sem farið hefur verið yfir árangur verkefna síðastliðið ár og framtíðarsýn starfsins til næstu ára. Á fundunum lagði&nbsp;Kristján Andri Stefánsson, sendiherra okkar í París, m.a. áherslu á mikilvægi menntunar á tímum COVID og að tryggja þurfi menntun fyrir börn um heim allan þrátt fyrir mikla áframhaldandi óvissu vegna faraldursins. </p> <p><span>Eftir tvö góð formennskuár í jafnréttishópi fastafulltrúa OECD, stýrði Kristján Andri einnig sínum <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3136637499692829?__xts__%5b0%5d=68.ARAdJOXmeyIzzJYIWPTeobCmVn2bv9oMNc_WZnY4FpYWL5guLUrVkjA3QO81M5i6wH2e_qIj9ocAokNhz6EXiJzm5QPERWjqAfZgx-ckqjlvw7LWjGjYYpUt_KwklUd0hXq5N72whzgQ00cKdsVxUhVC2chstu2aQ7xxYe67dFcv1DYjdiL5wzZ4IdH6MWfusBzGpLel1JYFuM8PgJacc1Ok7nfl-Oz5czzrlwLbyqvXSB-drazWj6XP7joUHaKHBdK7_AeKwkC3szFR2y4SPP892tnL_WsnePXcaVPFd7hoNzc7h1FWneSDiGO7UEQMIyqiv6oLVIZoLHTehqRqocamfw&%3b__tn__=-R">síðasta fundi</a> á vegum hópsins í dag en að þessu sinni voru til umræðu áhrif COVID-19 á jafnrétti í þróunarríkjum. Áhersla var lögð á mikilvægi þess að faraldurinn valdi ekki bakslagi í jafnréttismálum.</span></p> <p>Við endum þessa yfirferð svo á nýjum <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisthjonustan-80-ara/stakur-pistill/2020/05/26/Utanrikisvarpid-5.-thattur.-Island-og-Sameinudu-thjodirnar/">þætti Utanríkisvarpsins</a> sem hefur verið birtur á afmælissíðu ráðuneytisins. Að þessu sinni er rætt við þau Jörund Valtýsson, fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, og Helen Ingu S. von Ernst, sérfræðing, um Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðlegan jafnlaunadag stofnunarinnar sem að tillögu Íslands verður haldinn í fyrsta sinn í haust.</p> <p><span>Í næstu viku mun ráðherra taka þátt í fjarfundi á vettvangi NORDEFCO og norrænu þróunarmálaráðherrarnir munu eiga fund með forseta Alþjóðabankans. Þá munu utanríkisráðherrar Norðurlanda, Eystrasaltsríkjanna og Visegrad-ríkjanna eiga með sér fjarfund.</span></p> <p>Við segjum þetta gott í bili og óskum ykkur gleðilegrar hvítasunnu.</p> <p>Upplýsingadeild</p>
22.05.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 22. maí 2020<p><span>Heil og sæl!<br /> <br /> Upplýsingadeild heilsar ykkur á fallegum og heitum föstudegi.</span></p> <p>Starfsemi utanríkisþjónustunnar er hægt og bítandi að færast í eðlilegra horf.&nbsp;Eins og gengur og gerist á tímum COVID-19 fara flestir fundir enn fram með aðstoð fjarfundabúnaðar. Nú er hins vegar aftur orðið fjölmennara í ráðuneytinu. Þegar faraldurinn stóð sem hæst á landinu var lunginn af starfsfólki í heimavinnu en nú, þegar faraldurinn er í rénum og verkefnum tengdum honum fækkar, er fleirum fært að mæta til þess að sinna hefðbundnari störfum í utanríkisþjónustunni og takast á við verkefni sem setið hafa á hakanum.</p> <p>Í vikunni bar hæst&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/05/19/Ahersla-a-svaedisbundna-samvinnu-a-timum-COVID-19/">utanríkisráðherrafund Eystrasaltsráðsins</a>&nbsp;sem haldinn var á þriðjudag í gegnum fjarfundabúnað. Ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sóttu utanríkisráðherrar Rússlands, Póllands, Þýskalands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, auk fulltrúa Evrópusambandsins, fundinn. Á fundinum ítrekaði ráðherra mikilvægi svæðisbundinnar samvinnu og lýðræðislegra gildi.&nbsp;<br /> <br /> „Markviss og náin svæðisbundin samvinna hefur hvað eftir annað sannað gildi sitt. Eystrasaltsráðið byggir á traustum grunni og er mikilvægur vettvangur umræðu meðal ríkja sem oft hafa ólíkar áherslur. Það á ekki síst við á tímum heimsfaraldurs. Saman hafa ríkin náð góðum árangri í mikilvægum málaflokkum á borð við baráttuna gegn mansali, almannavarnir og barnavernd,“ sagði Guðlaugur Þór eftir fundinn og lýsti jafnframt ánægju sinni með samkomulag um endurbætur á starfsháttum Eystrasaltsráðsins en þær breytingar miða að því að gera það skilvirkara og sveigjanlegra auk þess að stuðla að auknu og reglubundnara samstarfi Eystrasaltsráðsins við aðrar svæðisbundnar stofnanir.<br /> <br /> Undanfarna daga hefur ráðherra einnig átt&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/05/20/COVID-19-faraldurinn-efst-a-baugi-a-fundum-utanrikisradherra-med-kollegum-sinum/">tvíhliða fundi með kollegum sínum</a>&nbsp;í Króatíu, Grænlandi og Kanada. Þá ræddi hann einnig við varnarmálaráðherra Norðurhópsins á fjarfundi. Þann 11. maí átti ráðherra símafund með Francois-Philippe Champagne, utanríkisráðherra Kanada. Þar var COVID-19 faraldurinn til umræðu og samstarf landanna á Norðurslóðum. Ráðherra átti einnig símafund með Ane Lone Bagger ráðherra mennta-, menningar- og utanríkismála grænlensku heimastjórnarinnar á mánudaginn sl. Þau ræddu stöðu mála vegna kórónaveirunnar og ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að taka Grænland og Færeyjar af lista þeirra landa sem skilgreind eru sem há-áhættusvæði. Á þriðjudag átti ráðherra svo fund með Gordan Grlić Radman, utanríkisráðherra Króatíu, og ræddu þeir m.a. markaðsaðgengi fyrir íslenskar sjávarútvegsafurðir á evrópskan markað, milliríkjaviðskipti með landbúnaðarafurðir og skipasmíðar. Á fjarfundi varnarmálaráðherra Norðurhópsins á miðvikudag var svo rætt um áhrif COVID-19 faraldursins á öryggi og varnir í Norður-Evróp og upplýsingaóreiðumál.<br /> <br /> Sendiherrar og starfsfólk okkar á sendiskrifstofum úti í heimi voru áberandi í Bítinu á Bylgunni í vikunni.&nbsp;<a href="https://www.visir.is/k/fa0126aa-59f0-4948-a433-04f030740516-1589788396609">Á mánudag</a>&nbsp;sagði Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan frá stöðunni vegna COVID-19 þar í landi.&nbsp;<a href="https://www.visir.is/k/de30a635-7c05-4bd8-b359-baea70b71466-1589874318193">Á þriðjudag</a>&nbsp;fór Gunnar Snorri Gunnarsson yfir gang mála í Kína&nbsp;og&nbsp;<a href="https://www.visir.is/k/1f6b692a-c7bc-4c22-bc41-b230a6f1cd28-1589962261481">á miðvikudag</a>&nbsp;var komið að Ágústi Flygenring, sendiráðunauti í Rússland til þess að ræða málin þar í landi. Sendiskrifstofur okkar hafa eins og endranær í nógu að snúast og undirbúa þessa dagana einnig utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna forsetakosninga 2020. Hefst hún 25. maí.<br /> <br /> Á mánudag fór svo fastanefnd okkar í Brussel&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-brussel/evropusamstarf/stok-faersla/2020/05/18/Farsottin-i-renun-hvad-tekur-vid/">ítarlega yfir sviðið</a>&nbsp;hvað stefnumótun hjá Evrópusambandinu varðar og hagsmnagæslu af Íslands hálfu. Að þessu sinni var fjallað um hvað taki nú við þegar farsóttin af völdum COVID-19 er í rénum. Þar með talið hvernig endurvekja eigi ferðalög á milli landa og ferðaþjónustu. Ærið og verðugt verkefni og óhætt að mæla með þessari yfirferð.</p> <p>Áhrif COVID-19 á norðurslóðir voru svo rædd á samnefndri ráðstefnu í vikunni stýrðri af Wilson Center og US Naval War College frá Newport, Rhode Island. Fulltrúar okkar voru sendifulltrúarnir Hreinn Pálsson, frá Washington, og Friðrik Jónsson sem fylgdist með frá Rauðarárstígnum. Tóku þeir þátt undir dagskrárliðnum&nbsp;„International Arctic Governance“.</p> <p>Fleira var það ekki í bili.</p> <p>Góða helgi!</p> <p><span>Upplýsingadeild.</span></p>
15.05.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 15. maí 2020<p><span>Heil og sæl!<br /> <br /> Upplýsingadeild utanríkisráðuneytisins heilsar ykkur á ný á fallegum og sólríkum föstudegi. Megi þeir verða sem flestir í sumar! Síðustu vikur hafa verið ansi annasamar og um margt óvenjulegar en þrátt fyrir það hefur utanríkisþjónustan hvergi slegið slöku við undanfarna daga.<br /> <br /> Í vikunni bar hæst það samkomulag sem <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/05/14/Samskipti-Islands-og-Bretlands-efld-med-samstarfsyfirlysingu-/">Ísland og Bretland </a>gerðu með sér um samstarf ríkjanna til næstu tíu ára. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Wendy Morton, ráðherra Bretlands fyrir málefni Evrópu og Ameríku, undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þess efnis og er henni ætlað að efla tvíhliða samskipti ríkjanna með sameiginlegum framtaksverkefnum. Vegna kórónaveirunnar fór fundurinn að sjálfsögðu fram með fjarfundabúnaði.&nbsp;<br /> <br /> Samstarfsyfirlýsingin, sem ber heitið Sameiginleg sýn fyrir 2030, byggir á sameiginlegum gildum ríkjanna á margvíslegum sviðum með það að markmiði að efla hagsæld, sjálfbærni og öryggi, jafnt innan ríkjanna sem og á alþjóðavísu.<br /> <br /> Í síðustu viku fögnuðu ráðherrarnir fyrsta fundi aðalsamningamanna um framtíðarsamband ríkjanna og voru þeir sammála um mikilvægi þess að hefja samningaviðræður um fríverslunarsamning sem fyrst með það að markmiði að hann taki gildi við lok árs. Þórir Ibsen er aðalsamningamaður Íslands í viðræðunum við Breta um framtíðarsamband ríkjanna. Í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/05/15/Utanrikisvarpid-4.-thattur.-Framtidarsamband-Islands-og-Bretlands/">nýjasta þætti Utanríkisvarpsins</a>, sem kom út í dag, er einmitt rætt við Þóri, ásamt Jóhönnu Jónsdóttur, sérfræðingi, þar sem þau fara yfir gang mála hvað Brexit og framtíðarsamband Íslands og Bretlands varðar.<br /> <br /> Í tilefni af 80 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Bretlands birti sendiráð okkar í London einnig áhugaverða tímalínu um helstu atburði í sögu landanna tveggja. <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/photos/a.290595790952741/3237728902906067/?type=3&%3btheater">Tímalínuna má sjá hér</a>.<br /> <br /> Að öðrum jákvæðum og áhugaverðum málum.</span></p> <p><span>Við sögðum frá því í dag að Ísland hefði gerst formlegur aðili að kjarnahópi ríkja um <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/05/15/Island-adili-ad-kjarnahopi-um-rettindi-hinsegin-folks/">málefni hinsegin fólks </a>(UN LGBTI Core Group) á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Markmið hópsins er að vinna að réttindum hinsegin fólks í málefnastarfi Sameinuðu þjóðanna, tryggja virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi, með áherslu á vernd gegn mismunun og ofbeldi.<br /> <br /> Síðustu ár hafa íslensk stjórnvöld beitt sér af meiri þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og er þátttaka Íslands í hópnum hluti af þeirri stefnu sem mörkuð er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en í gær var tilkynnt um að Ísland hefði&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/05/14/Island-upp-um-fjogur-saeti-a-Regnbogakortinu-/">hækkað um fjögur sæti á milli ára </a>á Regnbogakortinu, úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Situr Ísland nú í 14. sæti.<br /> <br /> Þá sögðum við einnig frá því í vikunni að Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefði<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/3092374110785835/?type=3&%3btheater"> nýverið hlotið styrk</a> úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að greina tækifæri á vettvangi Uppbyggingarasjóði EES fyrir íslenska aðila á sviði nýsköpunar, samkeppnishæfni, rannsókna, menntunar og menningar. Verkefnið er unnið í samstarfi við utanríkisráðuneytið og RANNÍS.</span></p> <p><span>Þá fór Nordic Innovation Summit fram í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/posts/3309724135727860">þriðja skipti</a> í gær en líkt og svo margir aðrir viðburðir á tímum kórónaveirunnar þurfti fundurinn að fara fram með fjarfundabúnaði. Þátttakendur frá 35 löndum tóku þátt en Bergdís Ellertsdóttir sendiherra flutti ávarp, og Alma Möller, landlæknir, tók þátt í pallborðsumræðum um viðbrögð íslenskra stjórnvalda við COVID-19 heimsfaraldrinum hér á landi. Norræna safnið í Seattle skipulagði viðburðinn</span></p> <p><span>Í næstu viku mun utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra meðal annars sækja&nbsp;fjarfund utanríkisráðherra Eystrasaltsráðsins.&nbsp;</span></p>
08.05.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 8. maí 2020<div> <p paraid="2064606414" paraeid="{8003713e-f30d-450d-9788-7f50ed0d8d37}{172}"><span data-contrast="auto">Upplýsingadeild utanríkisráðuneytisins heilsar ykkur á þessum sólríka föstudegi, ofurlítið andstutt eftir annasama viku sem fór að mestu leyti í undirbúning og frágang skýrslu ráðherra til Alþingis, sem&nbsp;</span><span data-contrast="auto">hann&nbsp;</span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/05/07/Skyrsla-utanrikis-og-throunarsamvinnuradherra-kynnt-a-Althingi/" target="_blank" rel="noreferrer noopener"><span data-contrast="none">lagði</span></a><span data-contrast="auto">&nbsp;fram og rædd var í þinginu á</span><span data-contrast="auto">&nbsp;fimmtu</span><span data-contrast="auto">dag.&nbsp;</span></p> </div> <div> <p paraid="523115006" paraeid="{8003713e-f30d-450d-9788-7f50ed0d8d37}{197}"><span data-contrast="auto">Eins og venjulega gefur&nbsp;</span><a href="https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Sk%C3%BDrsla%20utanrikis-%20og%20%C3%BEr%C3%B3unasamvinnur%C3%A1%C3%B0herra%202020%20070520%20FINAL-vefutgafa.pdf" target="_blank" rel="noreferrer noopener"><span data-contrast="none">skýrslan</span></a><span data-contrast="auto">&nbsp;greinargott yfirlit yfir stöðu utanríkismála og helstu atburði á þeim vettvangi undanfarna 12 mánuði – og eins og búast mátti við, var talsvert mörgum dálksentimetrum eytt í að fjalla um COVID-19 faraldurinn og viðbrögð ráðuneytisins vegna hans</span><span data-contrast="auto">&nbsp;– ekki síst í starf borgaraþjónustunnar og allra þeirra starfsmanna ráðuneytisins sem gengu í lið með henni</span><span data-contrast="auto">&nbsp;þegar mikið á reyndi.&nbsp;</span><span data-contrast="auto">Kristján Andri Stefánsson, sendiherra í París,&nbsp;</span><a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3082761328413780" target="_blank" rel="noreferrer noopener"><span data-contrast="none">tók einmitt stöðuna</span></a><span data-contrast="auto">&nbsp;á&nbsp;</span><span data-contrast="auto">kjör</span><span data-contrast="auto">ræðismönnum</span><span data-contrast="auto">&nbsp;Íslands á Spáni</span><span data-contrast="auto">&nbsp;sem hafa staðið í ströngu undanfarnar&nbsp;</span><span data-contrast="auto">vikur við að aðstoða Íslendinga á tímum COVID-19.</span></p> </div> <div> <p paraid="1375831792" paraeid="{8003713e-f30d-450d-9788-7f50ed0d8d37}{212}"><span data-contrast="auto">Sama dag og ráðherra stóð í pontu á Alþingi og ræddi utanríkismál við þingmenn var Þórir Ibsen sendiherra á&nbsp;</span><span data-contrast="auto">fjarfundi</span><span data-contrast="auto">&nbsp;með kollegum sínum í Noregi,&nbsp;</span><span data-contrast="auto">Lichtenstein</span><span data-contrast="auto">&nbsp;og Bretlandi. Þórir er aðalsamningamaður Íslands fyrir framtíðarviðræður EFTA-ríkjanna þriggja við Bretland vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og EES samningnum. Efni fundarins var að skipuleggja komandi viðræður, en stefnt er að því að þær hefjist svo fljótt sem auðið er.&nbsp;</span><span data-contrast="auto">Daginn eftir sást svo til Þórir í útvarpsspjalli við Svein Guðmarsson upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, en Þórir verður einmitt næsti gestur&nbsp;</span><a href="https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=0ae61a0f-5182-11ea-9455-005056bc530c" target="_blank" rel="noreferrer noopener"><span data-contrast="none">Utanríkisvarpsins</span></a><span data-contrast="auto">, hlaðvarpsins okkar sem hlotið hefur fínar viðtökur.&nbsp;</span></p> </div> <div> <p paraid="410251261" paraeid="{8003713e-f30d-450d-9788-7f50ed0d8d37}{249}"><span data-contrast="auto">Í dag, föstudag, tók ráðherra þátt í&nbsp;</span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/05/08/Utanrikisradherra-tekur-thatt-i-serstokum-fundi-oryggisradsins-75-ar-fra-lokum-seinni-heimsstyrjaldarinnar-i-Evropu/" target="_blank" rel="noreferrer noopener"><span data-contrast="none">sérstökum aukafundi</span></a><span data-contrast="auto">&nbsp;öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, svokölluðum&nbsp;</span><span data-contrast="auto">Arria</span><span data-contrast="auto">-fundi, sem haldinn var í tilefni þess að í dag eru liðin 75 ár frá</span><span data-contrast="auto">&nbsp;lokum seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu. Utanríkisráðherrar um fimmtíu ríkja tóku þátt í fundinum, en hann var skipulagður af vinum okkar Eistum, sem nú fara með formennsku í öryggisráðinu.&nbsp;</span></p> </div> <div> <p paraid="965134385" paraeid="{57df9af9-9b58-4f24-aac5-1accd1cfa23e}{11}"><span data-contrast="auto">Við minntumst einnig sögulegs viðburðar í íslenskri utanríkisþjónustu í vikunni, en um þessar mundir eru 80 ár frá því Ísland og Bretland tóku upp stjórnmálasamband.&nbsp;</span><span data-contrast="auto">Það gerðist auðvitað í skugga seinni heimstyrjaldarinnar sem þá var nýhafin og fyrsti sendiherra Breta hér á landi kom reyndar með breska hernámsliðinu sem gekk á land í Reykjavík 10. maí, 1940</span><span data-contrast="auto">.&nbsp;</span></p> </div> <div> <p paraid="787771936" paraeid="{57df9af9-9b58-4f24-aac5-1accd1cfa23e}{25}"><span data-contrast="auto">COVID-19 faraldurinn hefur auðvitað sett mark sitt á alla starfsemi utanríkisþjónustunnar – ekki aðeins hvað varðar borgaraþjónustu, heldur einnig verkefni&nbsp;</span><span data-contrast="auto">eins og viðræður um fríverslunarsam</span><span data-contrast="auto">ninga – sem nú fara nær alfarið fram á&nbsp;</span><span data-contrast="auto">fjarfundum</span><span data-contrast="auto">.&nbsp;</span><span data-contrast="auto">Sú var raunin&nbsp;</span><a href="https://www.facebook.com/IcelandinGeneva/posts/164443941707495" target="_blank" rel="noreferrer noopener"><span data-contrast="none">þegar fastanefnd Íslands&nbsp;</span><span data-contrast="none">í Genf</span></a><span data-contrast="auto">&nbsp;tók þátt í viðræðum EFTA ríkjanna við stjórnvöld í Chile um uppfærslu á þeim samningi sem nú er í gildi</span><span data-contrast="auto">&nbsp;– og þetta er líklega í fyrsta skipti sem heil samningalota er haldin með þessum hætti.&nbsp;</span><span data-contrast="auto">Þá hefur verið&nbsp;</span><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/05/06/Utanrikisraduneytid-leggur-fram-276-milljonir-krona-til-throunarrikja-vegna-heimsfaraldursins/" target="_blank" rel="noreferrer noopener"><span data-contrast="none">tilkynnt</span></a><span data-contrast="auto">&nbsp;um&nbsp;</span><span data-contrast="auto">að&nbsp;</span><span data-contrast="auto">276 milljónum króna</span><span data-contrast="auto">&nbsp;yrði varið</span><span data-contrast="auto">&nbsp;til þróunarríkja vegna COVID-19 heimsfaraldursins.&nbsp;</span><span data-contrast="auto">Framlagið deilist á milli stofnana Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóðaráðs Rauða krossins, Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og samstarfsþjóða Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.</span></p> <p paraid="787771936" paraeid="{57df9af9-9b58-4f24-aac5-1accd1cfa23e}{25}"><span data-contrast="auto">Í næstu viku&nbsp;</span><span data-contrast="auto">mun Guðlaugur Þór meðal annars eiga&nbsp;</span><span data-contrast="auto">fjarfundi</span><span data-contrast="auto">&nbsp;með norrænu þróunarmálaráðherrunum og utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.</span></p> </div> <div id="gtx-trans" style="position: absolute; left: 205px; top: 790.669px;"> <div class="gtx-trans-icon">&nbsp;</div> </div>
01.05.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 1. maí<p>Föstudagspóstur</p> <p>Upplýsingadeildin heilsar á frídegi verkalýðsins og sendir ykkur síðbúnar sumarkveðjur. Sólin hefur létt okkur sem erum heima á Íslandi lífið og gert það að verkum að tíminn hefur flogið hratt undanfarnar tvær vikur.</p> <p>Í vikunni var <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/04/27/Flutningar-forstodumanna-sendiskrifstofa/">tilkynnt</a> um flutninga forstöðumanna sendiskrifstofa og fjölmargir starfsmenn undirbúa endurkomu sína í utanríkisráðuneytið eftir fjarvinnu undanfarinna vikna. Gert er ráð fyrir að borgaraþjónustu verði að mestu leyti sinnt með hefðbundnum hætti eftir 4. maí en þegar mest var sinntu 140 manns borgaraþjónustu.</p> <p>Sendiskrifstofurnar hafa ekki setið auðum höndum. Aðalræðisskrifstofan í New York hefur staðið fyrir <a href="https://www.facebook.com/IcelandicConsulateNewYork/posts/2943963808983018">veferindum</a> á samfélagsmiðlum um íslenska hestinn, tunglfarana og sitt hvað fleira. Sendiráðið í Berlín lyftir andanum að venju með <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/posts/1562901200526807">innsýn</a> í íslenska list og það gerði sömuleiðis sendiráðið í Kaupmannahöfn sem deildi <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/posts/2818628701507897">kveðju</a> til Margrétar Þórhildar á afmælisdegi hennar í síðustu viku. Norrænu sendiráðin í Moskvu stóðu í fyrra fyrir útgáfu bókar um norræna feður sem áfram verður <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/posts/2874622655950840">kynnt</a> í Rússlandi.</p> <p>Sendiráð Íslands í Kampala <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/posts/2460826937562115">tilkynnti</a> um framlög Íslands til samstarfshéraðsins Buikwe í Úganda til stuðnings baráttunni við heimsfaraldur vegna kórónuveiru. Viðbrögð við faraldrinum eru mikið rædd á vettvangi alþjóðastofnana. Áhrif hans á fátækari ríki voru rædd á <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3034259593263954">fundi þróunarnefndar</a> Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nýlega og á fjarfundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3033275396695707">Genf</a> kom fram alheimsviðskipti geti átt eftir að dragast saman milli 13% til 32% í kjölfar heimsfaraldursins. Yfirmaður vísindasviðs UNESCO <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3033086663381247">fjallaði</a> um viðbrögð stofnunarinnar á sviði vísinda og á vettvangi ÖSE var rætt um möguleg neikvæð áhrif á lýðræði og málfrelsi. Síðast en ekki síst var fjallað um hvernig íslenskt hugvit hefði gagnast í baráttunni við COVID-19&nbsp;á <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/04/22/Islenskt-hugvit-a-althjodlegum-kynningarfundi-um-vidbrogd-vid-COVID-19/">sérstakri málstofu</a>&nbsp;Norræna&nbsp;nýsköpunarhússins í Singapúr&nbsp;og nýsköpunarskrifstofu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) þar í landi.</p> <p>Upplýsingadeild vinnur nú að lokafrágangi skýrslu ráðherra til Alþingis sem er á <a href="https://www.althingi.is/fundir-og-heimsoknir/">dagskrá þingsins</a> 7. maí nk. og því verður pósturinn ekki lengri að sinni. Þá mun utanríkisráðherra ávarpa svokallaðan Arria-fund öryggisráðsins föstudaginn 8. maí en þann dag fagna Ísland og Bretland einnig áttatíu ára stjórnarsambandsafmæli.</p> <p>Helgarnestið er spánýr <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisthjonustan-80-ara/brot-ur-sogu-utanrikisthjonustunnar/stakur-pistill/2020/04/30/Utanrikisvarpid-3.-thattur.-Utanrikisthjonusta-i-stodugri-motun-Raett-vid-Sigridi-Snaevarr-sendiherra/">þáttur</a> Utanríkisvarpsins. Okkar eina sanna Sigríður Snævarr sendiherra er gestur þáttarins þar sem hún rifjar upp gamla tíma og spáir í ókomna tíð. Hlaðvarpsþættirnir eru nú orðnir þrír talsins og fleiri á leiðinni.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Kær kveðja, </p> <p>uppló</p>
17.04.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 17. apríl 2020<div> <p paraid="569220844" paraeid="{a54d6925-5a05-4449-a042-5e66b63ae534}{171}"><span data-contrast="auto">Heil og sæl.&nbsp;</span></p> <p paraid="569220844" paraeid="{a54d6925-5a05-4449-a042-5e66b63ae534}{171}"><span data-contrast="auto">„Borgaraþjónustan, hvernig get ég&nbsp;</span><span data-contrast="auto">aðstoðað</span><span data-contrast="auto">?“ hefur verið upphafið að þúsundum símtala sem starfsfólk utanríkisþjónustunnar hefur tekið á undanförnum vikum frá Íslendingum sem staddir hafa verið í útlöndum og viljað koma heim á þessum óvissutímum.&nbsp;</span><span data-contrast="auto">Starfsemi utanríkisráðuneytisins hefur enda snúist um fátt annað en þetta: að aðstoða fólk, veita upplýsingar og í sumum tilfellum skipuleggja heimför með sérstökum borgaraflugum sem fjölmörg ríki hafa staðið að frá fjarlægum löndum, þar sem áætlunarflug hefur verið fellt niður</span><span data-contrast="auto">. Á annað hundrað Íslendingar hafa notið góðs af þessum flugferðum, sem verið hafa fyrsti&nbsp;leggurinn&nbsp;í löngu ferðalagi heim; síðasti&nbsp;leggurinn&nbsp;hefur svo verið með Icelandair frá London</span><span data-contrast="auto">, Boston og í sumum tilfellum Stokkhólmi, en fyrr í vikunni framlengdu íslensk stjórnvöld einmitt samninginn við Icelandair um að fljúga áfram til þessara áfangastaða fram í maí að minnsta kosti.&nbsp;</span></p> </div> <div> <p paraid="515753641" paraeid="{a54d6925-5a05-4449-a042-5e66b63ae534}{193}"><span data-contrast="auto">Langflestir sem ætluðu sér að koma heim eru komnir, eða búnir að skipuleggja heimferð, sem er eins gott, því áætlunarferðum og borgaraflugum er óðum að fækka. Það kom einmitt fram á&nbsp;fjarfundi&nbsp;utanríkisráðherra Norðurlandanna í dag föstudag, þar sem ráðherrarnir fóru yfir stöðu mála á Norðurlöndunum og það þétta samstarf sem borgaraþjónustur ríkjanna hafa átt með sér að undanförnu. „</span><span data-contrast="none">Það eitt að deila upplýsingum um hugsanlegar lausnir er mikilvægt en okkar samvinna hefur gengið lengra, við komum hvert og eitt fram við borgara hinna ríkjanna sem okkar eigin,“&nbsp;</span><span data-contrast="none">var haft eftir Guðlaugi Þór, að afloknum einum þessara funda nýlega.&nbsp;</span></p> </div> <div> <p paraid="1053910541" paraeid="{a54d6925-5a05-4449-a042-5e66b63ae534}{203}"><span data-contrast="none">Rétt eins og allir Íslendingar voru hvattir til að ferðast innanhúss um páskana, þá eru fundaferðir utanríkisráðherra allar innandyra þessa daga – af skrifstofunni á fjórðu hæð í&nbsp;fjarfundaherbergið&nbsp;tveimur hæðum neðar. Þar „hittast“ norrænir utanríkisráðherrar, og stundum með&nbsp;baltneskum&nbsp;kollegum sínum og þar ræða saman norrænir þróunarsamvinnuráðherrar. Uppi á þriðju hæð, í sérstöku fundaherbergi, sat Guðlaugur síðan&nbsp;fjarfund&nbsp;varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins síðasta miðvikudag, þar sem meðal annars var rætt um hvernig herlið bandalagsríkjanna styður núna við borgaralega&nbsp;</span><span data-contrast="none">viðbragðsaðila vegna COVID-19 faraldursins, meðal annars með því að setja upp sjúkrahúsaðstöðu og flytja lækningavörur.&nbsp;</span></p> </div> <div> <p paraid="246175920" paraeid="{a54d6925-5a05-4449-a042-5e66b63ae534}{211}"><span data-contrast="none">Talandi um lækningavörur, þá kom&nbsp;</span><span data-contrast="none">utanríkisþjónustan&nbsp;</span><span data-contrast="none">með virkum hætti að því þegar heilbrigðisyfirvöld hér á landi ákváðu að senda farþegavél Icelandair í sögulegt flug til Kína um páskana, til að ná í 17 tonn af slíkum vörum. Sendiherra Íslands í Kína, Gunnar Snorri Gunnarsson vann að því, í samráði við stjórnvöld hér heima, að festa kaup á þessum vörum og tryggja leyfi fyrir útflutningi.&nbsp;</span></p> </div> <div> <p paraid="1919076645" paraeid="{a54d6925-5a05-4449-a042-5e66b63ae534}{221}"><span data-contrast="none">10. apríl fögnuðum við áttatíu ára afmæli utanríkisþjónustunnar, með því að setja í loftið&nbsp;</span><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisthjonustan-80-ara/" target="_blank" rel="noreferrer noopener"><span data-contrast="none">veglega vefsíðu</span></a><span data-contrast="none">&nbsp;þar sem farið er yfir sögu þjónustunnar í máli og myndum. Þar er meðal annars ítarleg grein um Önnu Stephensen sem var fyrsta íslenska konan sem öðlaðist&nbsp;diplómatísk&nbsp;réttindi. Anna starfaði í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn í samfleytt 43 ár, frá 1929 til 1972</span><span data-contrast="none">,</span><span data-contrast="none">&nbsp;og geri aðrir betur!&nbsp;</span></p> </div> <div> <p paraid="244560441" paraeid="{a54d6925-5a05-4449-a042-5e66b63ae534}{236}"><span data-contrast="none">Þessum tímamótum var vissulega fagnað í skugga heimsfaraldursins, en á hinn bóginn má segja að starfsemi utanríkisþjónustunnar&nbsp;</span><span data-contrast="none">hafi&nbsp;</span><span data-contrast="none">sjaldan verið Íslendingum sýnilegri en nú – og á það minntist Forseti Íslands, Guðni&nbsp;Th. Jóhannesson, í&nbsp;</span><a href="https://www.forseti.is/fr%C3%A9ttir/2020-04-10-utanr%C3%ADkis%C3%BEj%C3%B3nustan/" target="_blank" rel="noreferrer noopener"><span data-contrast="none">afmæliskveðju</span></a><span data-contrast="none">&nbsp;sem hann sendi utanríkisráðherra. „Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Starfslið hér heima hefur bjargað mörgum landanum úr bráðum vandræðum eins og ótal dæmi sýna. Órækara dæmi um gildi utanríkisþjónustunnar er vandfundið,“ sagði Guðni í sinni kveðju.&nbsp;</span></p> </div> <div> <p paraid="1757552887" paraeid="{a54d6925-5a05-4449-a042-5e66b63ae534}{251}"><span data-contrast="none">Í tengslum við afmælið, var&nbsp;</span><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisthjonustan-80-ara/utanrikisvarpid/" target="_blank" rel="noreferrer noopener"><span data-contrast="none">Utanríkisvarpinu</span></a><span data-contrast="none">, nýju hlaðvarpi utanríkisþjónustunnar hleypt af stokkunum, þar sem fjallað verður meðal annars um alþjóðamál, þróunarsamvinnu, öryggismál og norðurslóðamál. Tveir þættir eru þegar komnir á netið; í þeim fyrsta var Guðlaugur Þór gestur Sveins Guðmarssonar, en í þeim næsta fjallaði Rún Ingvarsdóttir um starfsemi borgaraþjónustunnar. Í næsta hlaðvarpi ætlar Sveinn svo að ræða við Sigríði Snævarr, en hún var fyrsta konan til gegna embætti sendiherra.&nbsp;</span><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisthjonustan-80-ara/utanrikisvarpid/" target="_blank" rel="noreferrer noopener"><span data-contrast="none">Hér</span></a><span data-contrast="none">&nbsp;má finna alla þætti</span><span data-contrast="none">&nbsp;Utanríkisvarpsins, en þættirnir eru einnig aðgengilegir í helstu hlaðvarpsveitunum, eins og&nbsp;</span><a href="https://soundcloud.com/user-951434565" target="_blank" rel="noreferrer noopener"><span data-contrast="none">Soundcloud</span></a><span data-contrast="none">&nbsp;og&nbsp;Spotify.</span></p> </div> <div> <p paraid="1065433711" paraeid="{0f5ba85c-4aea-44d1-aa55-cbb9016c7706}{19}"><span data-contrast="none">Allt önnur hlið af íslenskri menningu var áberandi hjá aðalræðisskrifstofu&nbsp;Íslands í New York&nbsp;</span><span data-contrast="none">í upphafi vikunnar</span><span data-contrast="none">, þegar&nbsp;</span><span data-contrast="none">Gísli&nbsp;</span><span data-contrast="none">Sigu</span><span data-contrast="none">rðsson</span><span data-contrast="none">&nbsp;rannsóknarprófessor á Árnastofnun&nbsp;</span><span data-contrast="none">kom fram í&nbsp;</span><span data-contrast="none">beinni útsendingu á&nbsp;</span><a href="https://www.facebook.com/139842716550/videos/241476823644074" target="_blank" rel="noreferrer noopener"><span data-contrast="none">Facebooksíðu</span></a><span data-contrast="none">&nbsp;Iceland&nbsp;Naturally</span><span data-contrast="none">&nbsp;– sem er samstarfsverkefni ræðisskrifstofunnar og&nbsp;Íslandsstofu.&nbsp;</span><span data-contrast="none">Gísli&nbsp;</span><span data-contrast="none">sat á&nbsp;</span><span data-contrast="none">skrifstofunni sinni í Árnagarði</span><span data-contrast="none">&nbsp;í Reykjavík og&nbsp;</span><span data-contrast="none">ræddi&nbsp;</span><span data-contrast="none">um Íslendingasögurnar undir yfirskriftinni „What&nbsp;is&nbsp;so special about the sagas?“&nbsp;</span><span data-contrast="none">Íslendingasögurnar eru auðvitað mjög sérstakar – og það var nokkuð ljóst að margir eru þeirrar skoðunar</span><span data-contrast="none">, því þegar þetta er skrifað</span><span data-contrast="none">,&nbsp;</span><span data-contrast="none">á föstudagseftirmi</span><span data-contrast="none">ðdegi</span><span data-contrast="none">,&nbsp;</span><span data-contrast="none">hafa næstum&nbsp;fjörutíu&nbsp;þúsund manns horft á fyrirlestur Gísla.&nbsp;</span><span data-contrast="none">Í ráði er að halda þessar kynningar vikulega, og næsta mánudag ætlar jarðeðlisfræðingurinn góðkunni Magnús Tumi Guðmundsson að fræða áheyrendur um jarðfræði Íslands.&nbsp;</span></p> </div> <div> <p paraid="358894960" paraeid="{0f5ba85c-4aea-44d1-aa55-cbb9016c7706}{80}"><span data-contrast="none">Íslensk matarmenning fékk fína kynning</span><span data-contrast="none">u</span><span data-contrast="none">&nbsp;á&nbsp;</span><a href="https://www.weibo.com/icelandicembassy?is_all=1" target="_blank" rel="noreferrer noopener"><span data-contrast="none">heimasíðu</span></a><span data-contrast="none">&nbsp;sendiráðsins</span><span data-contrast="none">&nbsp;okkar</span><span data-contrast="none">&nbsp;í Beijing&nbsp;</span><span data-contrast="none">í síðustu viku, þegar&nbsp;</span><span data-contrast="none">sagt var frá því að&nbsp;</span><span data-contrast="none">fyrsti farmurinn af íslensku lambakjöti h</span><span data-contrast="none">efði verið fluttur til Kína.&nbsp;</span><span data-contrast="none">20 tonn voru flutt í þetta skiptið og&nbsp;</span><span data-contrast="none">kjötið verður&nbsp;</span><span data-contrast="none">framreitt</span><span data-contrast="none">&nbsp;á&nbsp;</span><span data-contrast="none">dýrum&nbsp;</span><span data-contrast="none">og fínum veiti</span><span data-contrast="none">ngastöðum</span><span data-contrast="none">.&nbsp;</span></p> </div> <div> <p paraid="2055668267" paraeid="{0f5ba85c-4aea-44d1-aa55-cbb9016c7706}{129}"><span data-contrast="none">Kínverjar fengu einnig að sjá&nbsp;</span><span data-contrast="none"><a href="https://www.weibo.com/tv/v/IDgxkdUMc?fid=1034%3a4493550205992998" target="_blank" rel="noreferrer noopener">tónlistarmyndbandið</a>&nbsp;</span><span data-contrast="none">sem fór eins og eldur í sinu um íslenska netheima&nbsp;</span><span data-contrast="none">(og víðar) fyrir páska, þar sem&nbsp;</span><span data-contrast="none">helstu poppstjör</span><span data-contrast="none">nur landsins og þríeykið góðkunna, Almar, Víðir og Þórólfur, sungu sig inn í hug&nbsp;</span><span data-contrast="none">og hjörtu landsmanna</span><span data-contrast="none">&nbsp;með laginu um góða&nbsp;</span><span data-contrast="none">páskaferð</span><span data-contrast="none">&nbsp;inna</span><span data-contrast="none">nhúss.&nbsp;</span></p> <p paraid="2055668267" paraeid="{0f5ba85c-4aea-44d1-aa55-cbb9016c7706}{129}"><span data-contrast="none">Á Facebooksíðu aðalræðiskrifstofu Íslands í Nuuk á Grænlandi, mátti sjá aðalræðismanninn við <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNuuk/posts/3461494813867784">snjómokstur</a> á fallegum föstudegi og sendiráðið okkar í Berlín hélt áfram að fjalla um sýninguna Hafið – í dag með ítarlegum <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/posts/1551609258322668">pósti</a> um söngvaskáldið Bubba Morthens.&nbsp;<br /> <br /> Aðrar sendiskrifstofur og sendiráð hafa ekki látið sitt eftir liggja á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Sendiráð Íslands í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/">Helsinki</a> sagði til dæmis frá símafundi Katrínar Jakobsdóttur og Sanna Marin, kollega hennar í Finnlandi í dag, sendiráðið í Kaupmannahöfn skrifaði fallega <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/a.275840032453456/2797344253636342/?type=3&%3btheater">afmæliskveðju</a> til Margrétar Þórhildar Danadrottningar í gær, og flest allar sendiskrifstofur, þar á meðal í <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/a.650106065069188/2854306357982470/?type=3&%3btheater">Moskvu</a>, birtu myndarlega pósta á miðvikudaginn, í tilefni afmælis Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta lýðveldisins.<br /> <br /> Sendiráð Íslands í París birti að sjálfsögðu ítarlega umfjöllun í tilefni afmælis forsetans fyrrverandi, enda hefur Vigdís ávallt ræktað sín sterku tengsl við Frakkland og franska menningu. Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri UNESCO sendi líka <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.3029003007122946/3028990577124189/?type=3&%3btheater">árnaðaróskir</a> til Vigdísar, en fáir Íslendingar hafa komið jafn mikið að starfi UNESCO eins og hún.&nbsp;<br /> <br /> Góða helgi!</span><span style="background-color: #ffffff; font-family: 'Segoe UI', 'Segoe UI Web', Arial, Verdana, sans-serif; font-size: 12px;">&nbsp;</span></p> </div>
04.04.2020Blá ör til hægriFöstudagspóstur - á laugardegi 4.apríl 2020<p>Heil og sæl </p> <p>Nú er liðinn tæpur mánuður frá síðasta pósti enda hefur hröð útbreiðsla COVID-19 heimsfaraldursins gert það að verkum að starfsemi utanríkisráðuneytisins hefur að stærstum hluta snúist um eitt verkefni: að hjálpa fjarstöddum Íslendingum að komast heim. Starfsfólk borgaraþjónustu ráðuneytisins hefur verið vakið og sofið yfir þessu verkefni, sendiherrar Íslands víða um heim og starfsfólk sendiskrifstofanna hefur gegnt stóru hlutverki, svo ekki sé minnst á ómetanlega aðstoð ræðismanna Íslands í fjölmörgum ríkjum. </p> <p>Nú hafa vel á tólfta þúsund manns skráð sig í gagnagrunn Utanríkisráðuneytisins. Langflest þeirra eru ýmist komin heim, eða eru í góðum málum og ætla að dvelja erlendis. Síðustu tvær vikurnar höfum við afgreitt um 4500 fyrirspurnir og haft beint samband við um 3500 manns. </p> <p>Yfir 150 manns hafa þurft að nýta sér sérstaka heimflutninga Norðurlanda og annarra Evrópuþjóða sem er eina leiðin heim frá þeim ríkjum sem hafa algjörlega lokað landamærum sínum. Meðal þeirra voru <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3002351103121470?__xts__%5b0%5d=68.ARDtReWRXBXan2nC0CEVpTUt5Fwlhe04WVTCFEkEnnT7p58AqhZk2JcRcmo63ViPxOH0KB4h0nE4rJyvotJhlB5fI4haa7pPpkxZZR7OKeelOE2VTQtubqj6H_fFadoKOtdh2t0lpGyHJk-U1Gmn3gQZiV0vmS7RA3aRayBjFoV9rHQe8z6aHFm8_wcu69PjLIl-OH7yRvMA9CHdlD9SPbJzdsoQAqtv4rx9znsFEitrLt5aF93Pi18fASzN3mXt9aKQcvdjL9yl9D8cj3g_LRKWcxsiKmXhqWQ8Zz-t5oGsiWeGjFuG51VGZtIVGe6uEV_orPBOm1S2Ahp-l-60reGZkckxWtCX_fIVDzZyaBSVb6TW1xXFuKPVQfM8SwH5YdRgoJyMQXrTcMiuSBSAcNLBDlvs6CmzkkbZWNKZANlCBSQj7wUV75whxySbxdRRMmc1Jdkj3jWaMSTAJsmag6PUlvNf0awXtSy53fjL5-YRvkiF7_X1Ig&%3b__tn__=-R">ungir skiptinemar</a> sem komu heim frá Argentínu í vikunni með þýsku flugi. Að baki slíkum heimflutningum stendur mikil og góð samvinna </p> <p>Við hér í ráðuneytinu glöddumst mjög á föstudaginn, þegar fréttist af <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/3001646333191947?__xts__%5b0%5d=68.ARDq_t68ksBgkZllBSQC2SLG6KI9BlYL_FxJwaq8cOduUpf5ouKyg8ZziN1g38LwL2W-dA8WkcHDy5Ovlb90hfU5MY8r6imwnIk_Vc448mk8NbcR1wWv02Ny1OTvEbseB6Tu2ExBF_cDTVuG9kg1NNlPESCyZ7Tv1sXq3Cy_2cj9vpJPF84uw7qaErnCX0oRMYwiMszfiDfKrvQoH7GC5ZGQNo-hZiLxhWlnx74L9nSsOCV03dosDDoifok7rmlDku0sqi4-nafgX0BWm_D-ScU-O6HwTwJH9eQzVrJzM_iMO-DWj43oIeElp2LmRQ6Pxv_qH2UnX-5WbUs54zyg21cQDg&%3b__tn__=-R">áformum Icelandair</a> að senda farþegaþotu til Alicante á Spáni í næstu viku. Við vissum af fjölda fólks sem þar er statt og hefur beðið eftir tækifæri til að komast heim. Borgaraþjónustan vill hvetja alla sem ætla sér til Íslands að nýta þetta tækifæri, enda verða ekki önnur bein flug í boði frá Spáni næstu vikurnar að minnsta kosti. Icelandair ætlar einnig að <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/2997416246948289?__xts__%5b0%5d=68.ARDuqViTivrmU9dq3LN8RyaVZacJ7GyKCFKJrBWylL-sbuh7QgXKLCqJUkmtL3LBbS7yY9S1jg8m_mh2j0vgz1OjlagyHfz_gXhQtlIzNFckhhsZxvkpIJgDWuBctnhvK0B0UNpH5nzwg_o9ln5WBn718tq_X9T1OI5S3znDurycziP6uqZ-gig1sQ-Z1B5wk5VpTDBjBOsHxLDdhFmfC901_ASPaf-ogg7p5tUhYP4t8VmCsyXV0n7SUEwt2scDDDTzrxtBBmzMo6mRidf5SQkluqiZpibLU9jdc08nFV-Y-KZ4h9c5t9hdnQJ8-qTdyJBkuwoUJX3QDJv-RzJFJQ&%3b__tn__=-R">fljúga til Stokkhólms</a> í næstu viku og þar eru margir Íslendingar sem hyggja á heimför. </p> <p>Íslendingar eru sammála um mikilvægi <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/04/03/Mikil-anaegja-med-samstarf-og-samrad-vegna-COVID-19-a-fundi-norraenna-utanrikisradherra/">norræna samstarfsins</a> og það hefur sjaldan reynst eins mikilvægt og á þessum óvissutímum. Borgaraþjónustur utanríkisráðuneyta Norðurlandanna hafa unnið náið saman að verkefnum á borð við borgaraflug frá fjarlægum stöðum, þaðan sem áætlunarferðum hefur verið hætt. Gott dæmi um þetta kom fram á fjarfundi norrænna utanríkisráðherra á fimmtudaginn, þegar danski ráðherrann, Jeppe Kofod, greindi frá því að borgaraflug væri að leggja af stað frá Líma í Perú með fjölda norrænna ríkisborgara, þar með talið einn <a href="https://twitter.com/GudlaugurThor/status/1245814554673676288">Íslending</a>. </p> <p>Þetta var ekki eini fjarfundurinn sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tekið þátt í undanfarna daga. Hann sat fund <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/04/02/Utanrikisradherrar-Atlantshafsbandalagsins-raeda-vidbrogd-vid-COVID-19/">utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins</a> á fimmtudag sem var sögulegur í tvennum skilningi, því þetta var fyrsti fjarfundur ráðherra í sögu bandalagsins og sömuleiðis fyrsti fundurinn þar sem Norður-Makedónía sat sem fullgilt aðildarríki. COVID-19 var auðvitað aðalumræðuefni fundarins, en bandalagið hefur meðal annars stutt við samhæfingu og aðstoð vegna neyðarviðbragða við faraldrinum.</p> <p>Talandi um skjót viðbrögð vegna COVID-19, þá var eftir því tekið hversu fljótt og vel íslenskir diplómatar brugðust við þegar heilbrigðisráðuneytið óskaði eftir aðstoð við að Ísland gengi inn <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/31/Island-adili-ad-samningi-um-sameiginleg-innkaup-Evropurikja-a-adfongum-fyrir-heilbrigdisthjonustuna/">í samning um sameiginleg innkaup</a> á læknisfræðilegum viðbúnaðarvörum. Nokkrum dögum eftir að þessi beiðni barst, var búið að afgreiða öll nauðsynleg gögn og umboð til að Gunnar Pálsson, sendiherra okkar í Brussel gæti <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/posts/1270624526481021">skrifað undir</a>&nbsp;fyrir hönd Íslands. Þetta þýðir að Ísland getur, með öðrum Evrópuríkjum, tekið þátt í innkaupum á lífsnauðsynlegum búnaði og lyfjum og fengið hagstæðari kjör og skjótari afgreiðslu. </p> <p>Nokkrum dögum áður náðu Ísland og hin EFTA ríkin innan Evrópska efnahagssvæðisins, Noregur og Liechtenstein, að sannfæra framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/31/Island-adili-ad-samningi-um-sameiginleg-innkaup-Evropurikja-a-adfongum-fyrir-heilbrigdisthjonustuna/">útflutningsbann ESB á tilteknum hlífðarfatnaði</a> fyrir heilbrigðisstarfsfólk ætti ekki við um þessi ríki. </p> <p>COVID-19 faraldurinn var einnig umræðuefnið á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/04/01/Utanrikisradherra-raedir-Covid-19-faraldurinn-vid-starfsbrodur-sinn-i-Singapore/">samráðsfundi norrænna þróunarsamvinnuráðherra í síðustu viku</a>, þar sem Guðlaugur Þór og kollegar hans á Norðurlöndunum ræddu um hvernig norrænu ríkin gætu hjálpað sínum samstarfsríkjum í Afríku að bregðast við þessum illskæða faraldri. Heilbrigðiskerfin í mörgum þessara ríkja eru veikburða og mega illa við áföllum af þessu tagi, og ef ríki eins og okkar – sem hafa borð fyrir báru – bregðast ekki við, þá gæti þetta áfall ekki aðeins haft hörmulegar afleiðingar í viðkomandi ríkjum, heldur einnig ógnað öryggi og stöðugleika annars staðar í heiminum. Því var Ísland var í hópi þeirra ríkja sem studdu <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/04/01/Island-stydur-akall-um-vopnahle-a-heimsvisu/">ákall Antonio Guterres</a>, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um allsherjarvopnahlé og í lok vikunnar <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/04/03/Ellefu-riki-hafa-thegar-fallist-a-vopnhle/">höfðu ellefu ríki</a> tilkynnt um vopnahlé. </p> <p>Þá átti Guðlaugur Þór símafundi með kollegum sínum í Singapúr, Austurríki, Færeyjum og Grænlandi, en íslensk stjórnvöld hafa einmitt boðið fram aðstoð sína við að greina lífsýni vegna kórónuveirunnar sem tekin hafa verið á Grænlandi. Nú er búið að greina yfir 22.000 sýni hér á landi og þessi víðtæka skimun hefur vakið verðskuldaða eftirtekt og athygli ýmissa af stærstu fjölmiðlum heim. </p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/04/03/Forurskurdur-Evropudomstolsins-i-samraemi-vid-malflutning-islenskra-stjornvalda/">Áfangasigur</a> vannst frammi fyrir Evrópudómstólnum í Lúxemborg í vikunni, þegar dómstóllinn kvað upp svokallaðan forúrskurð í máli sem Hæstiréttur Króatíu fer nú með og varðar íslenskan ríkisborgara og framsalsbeiðni rússneskra yfirvalda á hendur honum. Lögfræðingar úr Stjórnarráðinu tóku þátt í málflutningnum fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, þau Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir úr utanríkisráðuneytinu og þau Hinrika Sandra Ingimundardóttir og Gunnlaugur Geirsson úr dómsmálaráðuneytinu. Í stuttu máli sagt var forúrskurður dómstólsins í samræmi við sjónarmið Íslands í málinu, um að ekki mætti framselja íslenskan ríkisborgara til þriðja ríkis án þess að sannreyna ýmis skilyrði sem yrði að uppfylla. Nú er beðið eftir niðurstöðu Hæstaréttar Króatíu í þessu máli. </p> <p>Sendiskrifstofur Íslands hafa allar staðið í ströngu við borgaraþjónustu undanfarna daga en starfsemi þeirra er víðast hvar með breyttu sniði vegna ferðatakmarkana og útgöngubanns. Þannig er því meðal annars farið í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/posts/2754461761257925">Kaupmannahöfn</a>, <a href="https://twitter.com/jvaltysson/status/1242900090064441347?s=20">New York</a>, <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/posts/3207250789308529">Washington</a>, <a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/posts/1983281505136958">Ottawa</a>, <a href="https://www.facebook.com/IcelandinIndia/posts/1329489067239782">Nýju-Delí</a>, <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/posts/2817814958298277">Moskvu</a>, <a href="https://www.facebook.com/IcelandinParis/posts/2937303569659332">París</a>, <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/3003807612975819/?type=3&%3b__xts__%5b0%5d=68.ARCdVTPc7hp9mH84GPYcoAZR9YLFxKYh0jwxb1nkN_LacTGc5UQEj4pVNht2RhSYw5zAOrYFG5nNwBmDHJpS50SSmBDBHTDUWWMhbh1NEM2BsAkwOYnWUq3zuPNU2yuSDcfyNGqjcXEJSbp2SX1-NQGF11kArmK9AFIrRtGZB8Su1lw6TA7UUeNBY3O_dUFwYEAMW4Vf2z49njyZLFTFkYT9t80aZK-o7nBOUlhMBtEIsdKKDkBXwEkH7uia3qeb-g5VHnYaTSQHQDpgeVVvqLkP3ekvb2wR_GO6YYtnaH6PaesRwdvzGU2p6Myd4tAyWiu3H6TCf4Rm7tucJ1SzvpzZig&%3b__tn__=-R">Vín</a>&nbsp;og <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/posts/3118149721530653">London</a> eins og þau hafa deilt með okkur á samfélagsmiðlum og tímabundið hefur verið dregið úr starfsemi skrifstofa <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/23/Timabundid-dregid-ur-starfsemi-sendirada-Islands-i-Afriku/">sendiráða Íslands í Afríku</a>. Þá tók sendiherra Íslands í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/posts/3005385842861891">Helsinki</a> við lyklum að nýrri skrifstofu steinsnar frá núverandi skrifstofurými. Sendiskrifstofurnar hafa einnig lagt sitt af mörkum til að aðstoða og stytta fólki stundir og birt ýmiss konar afþreyingarefni, list og góð ráð á samfélagsmiðlum, svo sem í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinSE/posts/3341885269172277">Stokkhólmi</a>, <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/posts/2856987251082582">Ósló</a>, <a href="https://www.facebook.com/IcelandinTorshavn/posts/2172338512910005">Þórshöfn</a>, <a href="https://www.facebook.com/IcelandicConsulateNewYork/posts/2881685495210850">New York</a>, <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNuuk/posts/3407673062583293">Nuuk</a> og í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/posts/1538163106333950">Berlín</a> þar sem sýningin Hafið stendur nú yfir í vefheimum. Þá greindi sendiráðið í Tókýó frá því að Japanir geti nú gætt sér á <a href="https://www.facebook.com/IcelandEmbTokyo/posts/3121355977926645">íslensku skyri</a>.&nbsp;Samfélagsmiðlar hafa reyndar verið reynst dýrmætir undanfarna daga og vikur við miðlun mikilvægra upplýsinga til Íslendinga erlendis. <a href="https://twitter.com/i/lists/200588830">Hér</a> og <a href="https://twitter.com/i/lists/1069899446031396865?fbclid=IwAR3sBN9VwCs8XI0HnTMDTB04mVfsFSmvJQ5VrLjRHSqtyeddsR0iULaBLUI" target="_blank">hér</a> eru listar yfir okkar fólk á Twitter. </p> <p>Í næstu viku verður utanríkisþjónustan 80 ára og áður en faraldurinn skall á hafði verið unnið að <a href="https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=9e10ee41-e075-4024-b2e3-af14a8e26af5">opnun afmælisvefs</a> með myndasafni, pistlum og hlaðvarpi. Vefurinn verður settur formlega í loftið í næstu viku og getur þá kannski stytt fólki stundirnar í samkomubanninu.</p> <p>Við bendum að lokum á að allar helstu og nýjustu upplýsingar um COVID-19 faraldurinn hér á landi er að finna á <a href="http://www.covid.is/">www.covid.is</a> og fyrir þá Íslendinga sem eru á heimleið, bendum við á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/adstod-erlendis/ferdarad-vegna-covid-19/">ferðaráðin</a>, á vef utanríkisráðuneytisins. </p> <p>Svo mælum við með því að „hlýða Víði“ – að fara eftir reglum um sóttkví, almennar sóttvarnir og samkomubann! </p> <p>&nbsp;</p> <p>Allra bestu helgarkveðjur frá upplýsingadeild utanríkisráðuneytisins</p> <div id="gtx-trans" style="position: absolute; left: 526px; top: 1544.53px;"> <div class="gtx-trans-icon">&nbsp;</div> </div>
07.03.2020Blá ör til hægriFöstudagspóstur - á laugardegi 7. mars 2020<p>Heil og sæl.</p> <p>Kórónaveiran er ofarlega í huga margra þessa stundina og hvað utanríkisþjónustuna varðar þá liggur sá bolti að stórum hluta til hjá borgaraþjónustunni sem tekur þeim málum föstum og yfirveguðum tökum. <span>Við bendum á að allar helstu og nýjustu upplýsingar er að finna á vef<a href="http://www.landlaeknir.is/">&nbsp;landlæknis&nbsp;</a>hverju sinni.&nbsp;</span>Utanríkisþjónustan fylgist vel með viðbrögðum annarra ríkja og alþjóðastofnana sem margar hafa gripið til þess að aflýsa stærri fundum sem voru á dagskrá á næstu vikum. Hefðbundin störf utanríkisþjónustunnar eru þó að mestu með óbreyttu sniði.</p> <p>Segja má að vikan hafi farið af stað með látum því á mánudag voru <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/02/Nyjar-reglur-um-skipan-sendiherra-/">drög að frumvarpi</a>&nbsp;til breytinga á lögum um utanríkisþjónustu birt í samráðsgátt stjórnvalda og gerði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2020/03/02/Nyjar-reglur-um-skipan-sendiherra/">grein</a>&nbsp;fyrir markmiðum sínum hvað þetta varðar í Morgunblaðinu sama dag. Breytingarnar miða að því að koma á fastari skipan við val á sendiherrum til framtíðar með því að setja þak á fjölda sendiherra, afnema almenna undanþágu frá auglýsingaskyldu og lögfesta sérstakar hæfniskröfur. Þá eru sérstökum sendiherraskipunum sett takmörk, sveigjanleiki utanríkisþjónustunnar aukinn og tækifærum fyrir yngra fólk fjölgað. </p> <p>Guðlaugur Þór ræddi einnig skýrslu ráðuneytisins um <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/17/Island-i-mannrettindaradi-Sameinudu-thjodanna/">Ísland í mannréttindaráðinu</a>&nbsp;í utanríkismálanefnd,&nbsp;<a href="https://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20200305T135812&%3bhorfa=1">á Alþingi</a>&nbsp; og á <a href="https://www.ruv.is/utvarp/spila/morgunvaktin/23614/7hhg91/mannrettindi-og-sendiherrar-gudlaugur-thor">Morgunvakt Rásar 1</a>&nbsp;í vikunni. Skýrslan hlaut góðar viðtökur á Alþingi og er þar mikill stuðningur við áframhaldandi virka þátttöku Íslands á vettvangi ráðsins. F<span>undalota mannréttindaráðsins sem stendur einmitt yfir í Genf þessa dagana og nýverið var&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/2939990966024151">formennsku Íslands í Vesturlandahópnum</a>&nbsp;hleypt af stokkunum en hópurinn á með sér gott samráð um málefni ráðsins.</span></p> <p>Þá var nokkuð fjallað um málefni unga fólksins í vikunni. Guðlaugur Þór flutti&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2020/03/05/Avarp-utanrikisradherra-a-radstefnunni-Planet-Youth/">ávarp</a>&nbsp;um mikilvægi alþjóðlegs samstarfs fyrir framtíð ungs fólks á ráðstefnunni Planet Youth í vikunni. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar eru lýðheilsa ungmenna sem einnig var <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/2937465036276744">til umfjöllunar í Vín</a>&nbsp;í vikunni.&nbsp;<span>&nbsp;Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði einnig frá þátttöku forsætisráðherra og tveggja fulltrúa ungmennaráðs heimsmarkmiðanna á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin síðasta sumar í&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/2938286839527897">pallborði UNICEF</a>&nbsp;sem fram fór í síðustu viku.</span></p> <p><span>Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York var annars&nbsp;<a href="https://twitter.com/IcelandUN">mikið rætt um jafnréttismál</a>&nbsp;og í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/03/05/Thorf-a-ad-breyta-vidhorfi-og-hegdun-gagnvart-stulkum/">skýrslu UNICEF, UNWomen og Plan International</a>&nbsp;var farið yfir framfarir undanfarinna 25 ára og þær áskoranir sem enn eru fyrir hendi í jafnréttisbaráttunni.&nbsp;Jafnréttismálin voru raunar víða til umfjöllunar í aðdraganda alþjóðlegs baráttudags kvenna sem er á sunnudag, 8. mars. Forsætisráðherrar Norðurlandanna birtu&nbsp;<a href="https://edition.cnn.com/2020/03/06/opinions/international-womens-day-solberg-jakobsdttir-frederiksen-marin-lfven/index.html">grein á CNN</a>&nbsp;og fjallað var um góðan árangur Norðurlanda í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/28/Umfjollun-um-jafnrettismal-a-Nordurlondunum-i-Le-Figaro/">stórblaðinu Figaro</a>&nbsp;í vikunni þar sem vitnað var í Kristján Andra Stefánsson, sendiherra í París. Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra í Washington, tók þátt í málstofu Women &amp; Politics Institute í American University ásamt sendiherrum Óman, Rúanda og Afganistan, og Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í Kampala tók þátt í&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/posts/2417595685218574">hátíðarhöldum heimamanna&nbsp;</a>af þessu tilefni. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í London, flutti&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/posts/3072611452751147">erindi um hnitmiðaðar aðgerðir&nbsp;</a>Íslands í jafnréttismálum á kvennadagsfundi Women Leaders Association. Þær aðgerðir voru einnig til umræðu í&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/posts/1250581968485277">pallborðsumræðum</a>&nbsp;um konur í stjórnmálum á árlegri ráðstefnu CEPS í Brussel þar sem fulltrúi&nbsp;upplýsingadeildar ráðuneytisins tók þátt.</span></p> <p>Í fjórða skiptið í röð <a href="http://https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/06/Innleidingarhalli-EES-gerda-adeins-0-6-prosent/">lækkaði innleiðingarhalli Íslands</a>&nbsp;samkvæmt frammistöðumati Eftirlitsstofnunar EFTA sem er til marks um þá miklu áherslu sem hefur verið lögð á bætta framkvæmd EES-samningsins. Hagsmunagæsla á vettvangi EES er viðvarandi verkefni eins og <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/posts/1248944601982347">stjórnmálafræðinemar fengu að heyra um</a>&nbsp;þegar þeir heimsóttu sendiráð Íslands í Brussel í vikunni. Það var raunar nóg um að vera í Brussel en í&nbsp;fjarveru dómsmálaráðherra sat Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel, <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/posts/1250396765170464">fund</a> innanríkis- og dómsmálaráðherra ESB og Schengen-ríkja utan ESB þar sem fjallað var um ástandandið á landamærum Evrópusambandsins og Tyrklands. Lilja Borg Viðarsdóttir var fulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Á fundinum lögðu ráðherrarnir áherslu á samstöðu og festu í starfi aðildarríkjanna, en af hálfu framkvæmdastjórnarinnar var einnig undirstrikað að halda yrði áfram þreifingum gagnvart Tyrkjum í því skyni að finna diplómatíska lausn á&nbsp;ástandinu.&nbsp;</p> <p><span>Á Norðurlöndum var nóg um að vera. Í Osló tók Ingibjörg Davíðsdóttir sendiherra þátt í&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/posts/2783947328386575">undirritunarathöfn</a>&nbsp;um breytingar á stofnsamþykkt Norræna fjárfestingarbankans (NIB). Markmið Norræna fjárfestingabankans er að stuðla að velmegun og sjálfbærni á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Formennska Íslands í Norðurskautsráðinu var&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/03/04/Kynning-a-formennsku-Islands-i-Nordurskautsradinu/">á dagskrá sænska þingsins</a>&nbsp;í síðustu viku þar sem&nbsp;Jón Erlingur Jónasson, skrifstofustjóri tvíhliða og svæðisbundinna málefna, fór yfir helstu áherslur.&nbsp;Yfirskrift íslensku formennskunnar er&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/nordurslodir/">„Saman til sjálfbærni á norðurslóðum“&nbsp;</a>og vísar til þess að meginviðfangsefni ráðsins krefjist samvinnu yfir landamærin og að starf ráðsins hefur frá upphafi snúist öðru fremur um að tryggja sjálfbæra þróun á svæðinu. Þá tekur sendiráðið í Kaupmannahöfn nú þátt í undirbúningi&nbsp;f<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/03/06/Fundur-i-Kaupmannahofn-um-islenskt-vidskiptaumhverfi-og-taekifaeri-a-islenska-markadnum-/">undar um viðskiptaumhverfi og tækifæri á Íslandi</a>&nbsp;sem fram fer í Arctic Institut 17. mars nk. og er skráning á fundinn opin öllum.</span></p> <p>Í Moskvu opnaði Berlind Ásgeirsdóttir sendiherra <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/posts/2761750417238065">sýningu</a> Reinars Foreman, ungs íslensks málara í Fine Art Gallery, Winzaod í Moskvu. Reinar er yngsti málarinn sem opnar sýningu í galleríinu en í ræðu sinni minntist Berglind á mikilvægi menningarskipta landanna. Á <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/posts/2765940690152371">fimmtudaginn</a> sagði Berglind svo sendiherrum norðurskautslandanna auk fulltrúa Rússlands um norðurskautsmál frá formennskuáherslum Íslands í Norðurskautsráðinu.</p> <p>Á fimmtudaginn skrifaði Unnur Orradóttir Ramette fyrir hönd Íslands undir <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/posts/2416663558645120">samning</a> í sendiráðinu í Kampala við fræðimanninn og ráðgjafann Dr. Godfrey Kawooya Kubiriza um grunnkönnun á stækkun fiskimarkaðarins í Panyimur við Albertsvatn. Kubiriza á að meta áhrif stækkunarinnar á lífsviðurværi fólks en hann hefur áður unnið fyrir íslenska sendiráðið í Úganda að verkefnum í fiskimálum. Á mánudag verður síðan formleg opnun nýja fiskmarkaðarins en upphaflega lögðu Íslendingar fram fjármagn í markaðinn árið 2013. Þúsundir sölumanna, einkum kvenna, stunda viðskipti með fisk á markaðinum tvo daga í vikunni sem seldur er innanlands og til nágrannaríkja. Það verður væntanlega sagt frá opnunarhátíðinni í Heimsljósi í næstu viku.</p> <p>Í vikunni var einnig greint frá því að Creditinfo Group hf. hafi hlotið&nbsp;23 milljóna króna&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/03/04/Vill-hefja-kartofluraekt-en-a-ekki-fyrir-utsaedi-/">styrk</a>&nbsp;frá utanríkisráðuneytinu til verkefnis fyrirtækisins í Vestur-Afríku sem snýst um að vinna lánshæfismat fyrir smáfyrirtæki og einyrkja í því skyni að bæta aðgengi þeirra að lánsfé. Styrkurinn er veittur úr samstarfssjóði atvinnulífsins um heimsmarkmiðin sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom á fót. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins til þróunarsamvinnu.</p> <p><span>Í næstu viku mun Guðlaugur Þór&nbsp;taka á móti varnarmálaráðherra Noregs áður en hann heldur til Bandaríkjanna til að ræða viðskiptatengsl ríkjanna við þingmenn og ráðamenn þar vestra.&nbsp;</span></p> <p><span>Allra bestu helgarkveðjur frá upplýsingadeild utanríkisráðuneytisins</span></p> <div id="gtx-trans" style="position: absolute; left: 155px; top: 1090.34px;"> <div class="gtx-trans-icon">&nbsp;</div> </div>
28.02.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 28. febrúar 2020<p>Heil og sæl. </p> <p>Þessa vikuna hefur COVID-19 veiruna borið hæst í fréttum en mikill viðbúnaður er um allan heim vegna hennar, meðal annars á Íslandi. Í dag var greint frá því að <a href="https://www.almannavarnir.is/frettir/fyrsta-tilfelli-covid-19-koronaveiru-greinist-a-islandi-haettustig-almannavarna-virkjad/?fbclid=IwAR1wY6c3XGJZA4Kvn-4A22fzUGMqbn2ThHWrPh-MYBXSHYCZ7YHnzWV4MKo">fyrsta tilfellið</a> hefði greinst hér á landi. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins og utanríkisþjónustan í heild sinni hefur tekið virkan þátt í viðbrögðum við faraldrinum. Í vikunni var <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/25/Islendingar-erlendis-geta-skrad-sig-vegna-COVID-19/">opnaður sérstakur gagnagrunnur</a> fyrir Íslendinga erlendis sem óska eftir að vera á skráðir hjá utanríkisráðuneytinu og upplýstir um ferðaráð vegna COVID-19 veirunnar á meðan á dvöl þeirra stendur. Síðdegis á föstudag nam heildarfjöldi skráðra hátt í 1.500 manns. Í morgun ákvað ríkisstjórnin á fundi sínum að setja á fót <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/28/Serstakur-styrihopur-um-samfelagsleg-og-hagraen-vidbrogd-vid-Covid-19-veirunni/">sérstakan stýrihóp ráðuneytisstjóra</a> allra ráðuneyta um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19. Í lok síðustu viku unnu borgaraþjónustan og sendiskrifstofurnar í Peking og París, í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samstilltu átaki að <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/21/Islensk-fjolskylda-i-Kina-adstodud-vid-heimferd/">heimflutningi íslenskrar fjölskyldu</a> frá Wuhan í Kína.</p> <p>Rétt eins og í síðasta föstudagspósti er mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna áberandi í þessum pósti hér en 43. fundalota ráðsins hófst í vikunni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra gagnrýndi stjórnvöld í Venesúela harðlega í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/25/Malefni-hinsegin-folks-og-gagnryni-a-Venesuela-efst-a-baugi-i-raedu-utanrikisradherra-/">ávarpi sínu í ráðinu</a> á þriðjudag og lagði jafnframt sérstaka áherslu á réttindi hinsegin fólks. Þá skoraði hann á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/24/Utanrikis-og-throunarsamvinnuradherra-tekur-thatt-i-43.-lotu-mannrettindarads-Sameinudu-thjodanna/">utanríkisráðherra Sádi-Arabíu</a> að láta baráttufólk fyrir mannréttindum tafarlaust úr haldi á fundi þeirra í Genf á mánudag. Fjölmiðlar fjölluðu talsvert um þessa viðburði, til dæmis <a href="https://www.visir.is/g/2020200229214/gagnryndi-veru-venesuela-i-mannrettindaradinu?fbclid=IwAR2nld1OutjoOOV8MXlJ_eLtohLtvtTR8607WV_1FWoL3ZUo1JYrT19uHUc">Stöð 2</a> og <a href="https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/tiufrettir/25206/8kvqjf/gudlaugur-thor-hardordur-i-genf-i-dag?fbclid=IwAR1agTGb_50YeLO9Xc--K1b94IHHq4RwWvtlQLl2A4ea17Ohv46ZZIg8gxs">RÚV</a>. </p> <p>Í gær undirrituðu utanríkisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og framkvæmdastjóri Íslandsstofu <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/27/1.575-milljonir-krona-til-Islandsstofu-til-markads-og-kynningarstarfs/">nýjan þjónustusamning</a> um starfsemi Íslandsstofu. Nýi samningurinn liggur til grundvallar starfsemi Íslandsstofu til þess að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis – og þróunarsamvinnuráðherra, og Una Hildardóttir, formaður Landssambands Ungmennafélaga (LUF) undirrituðu í gær <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2924352034254711/2924344270922154/?type=3&%3btheater">samstarfssamning ráðuneytisins við LUF</a> fyrir árin 2020-2022. Markmið samningsins er m.a. að auka þátttöku íslenskra ungmenna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og efla kynningu og fræðslu á heimsmarkmiðunum og málefnum SÞ, en það er hluti af stefnu ráðuneytisins um alþjóðlega þróunarsamvinnu 2019-2023.</p> <p>Sigríður Snævarr sendiherra Íslands gagnvart Ástralíu með aðsetur í Reykjavík átti fund með íslenskum hagsmunaaðilum í Ástralíu á dögunum en nú standa yfir <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/13/Fundad-med-islenskum-hagsmunaadilum-i-Astraliu/">viðburðalotur</a> á vegum heimasendiherra.</p> <p>Af vettvangi sendiskrifstofanna má nefna að í vikunni fór fram reglubundið tvíhliða pólitískt samráð <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/26/Raduneytisstjori-fundar-i-Tokyo/">íslenskra og japanskra</a> stjórnvalda þegar Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, fundaði í Tókýó með Yasushi Masaki, skrifstofustjóra Evrópuskrifstofu japanska utanríkisráðuneytisins.</p> <p><a href="https://www.government.is/diplomatic-missions/embassy-article/2020/02/28/Nordic-Event-on-Arctic-Civilian-Security-on-Capitol-Hill/?fbclid=IwAR0pafRwlTEJxvKLkw8bKB8BbgkT90FqNo9R2EJXAm0RKxStSDmFawhkKg4">Norðurslóðamálin</a> voru ofarlega á baugi í Washington í vikunni. Einar Gunnarsson, formaður embættisnefndar Norðurskautsráðsins, og Friðrik Jónsson, fulltrúi Íslands í embættismannanefndinni, auk okkar fólks í sendiráðinu í Washington, áttu fundi með bandarískum embættismönnum og fræðimönnum í vikunni og tók Einar auk þess þátt í ráðstefnu um öryggi á norðurslóðum. </p> <p>Það hefur verið nóg að gera hjá sendiráðinu okkar í Berlín að undanförnu – venju samkvæmt. 22. febrúar var <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/pcb.1504494406367487/1504490999701161/?type=3&%3btheater">The Iceland Party</a> þar sem Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir var heiðursgestur kvöldsins, og samstarfsaðilarnir Íslandsstofa, KÍM, ÚTON og Icelandair. Um það bil 400 gestir mættu á viðburðinn. Daginn eftir var svo Nordic Film Commissioners B2B Brunch í Felleshus, þar sem fólki gafst tækifæri á því að kynna sér verk þeirra sem tilnefnd voru fyrir Harpa Music Award tónlistarverðlaunahátíðinni sem fram fór í Felleshus kvöldið eftir. Fyrr þann dag (24. febrúar) hafði Hildur Guðnadóttir rætt um tónlist sína á <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/pcb.1505064596310468/1505046386312289/?type=3&%3btheater">Nordic Film Music Days</a> í Felleshus. 25. febrúar var svo haldin fjölsótt <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/pcb.1506964359453825/1506958209454440/?type=3&%3btheater">European Film Academy</a>-móttaka í Felleshus. Síðast en ekki síst afhenti María Erla Marelsdóttir Andrzej Duda, forseta Póllands, <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/pcb.1506144216202506/1506138986203029/?type=3&%3btheater">trúnaðarbréf sitt</a> sem sendiherra Íslands gagnvart Póllandi með aðsetur í Berlín 26 febrúar.</p> <p>Annirnar hafa ekki verið síður miklar hjá fastanefndinni okkar hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.<span>&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/29/Af-vettvangi-fastanefndar-Islands-hja-STh-i-februar-2020/">Hér er stiklað á stóru</a>&nbsp;yfir það helsta sem þar hefur verið á seyði að undanförnu.</span></p> <p>Bergdís Ellertsdóttir sendiherra í Washington tók í vikunni þátt í umræðum um <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/photos/pcb.3127855750581367/3127853630581579/?type=3&%3btheater">hlutverk diplómasíu</a> í við að takast á við ýmsar hnattrænar áskoranir á ráðstefnu Meridien Center for Diplomactic Engagement og samtökum kvensendiherra í Bandaríkjunum (WASA).</p> <p>Og talandi um kvensendiherra þá átti Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í Moskvu, fund með <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/a.185312791548520/2751151504964623/?type=3&%3btheater">sex öðrum kvensendiherrum</a> í borginni í gær. Fáeinum dögum fyrr hafði hún tekið þátt í pallborðsumræðum í tengslum við <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/pcb.2744989222247518/2744987995580974/?type=3&%3btheater">Women in Diplomacy Moscow Forum</a> (WDMF) ásamt sendiherum Kanada og Mexíkó. Á dögunum ávarpaði <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/pcb.2746928798720227/2746927258720381/?type=3&%3btheater">Berglind svo samkomu lyfsala</a> víðs vegar að úr Rússlandi en margir þeirra selja íslenskt lýsi í apótekum sínum. </p> <p>Fjölmörg málefni voru til umræðu á 19. <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/21/Islenskir-thingmenn-a-OSE-fundi-i-Vinarborg/">vetrarfundi</a> þingmannasamtaka Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Vínarborg 20.-21. febrúar. Þingmennirnir fjölluðu um viðfangsefni í hinum þremur víddum stofnunarinnar; öryggisnefnd, efnahags- og umhverfisnefnd og mannréttindanefnd.</p> <p>Ísland tók þátt í hátíðarhöldum vegna <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/videos/490023138552594/">alþjóðlega dags móðurmálsins</a> sem haldinn var hátíðlegur í höfuðstöðvum UNESCO í París. Kristján Andri Stefánsson, sendiherra og fastafulltrúi, flutti ræðu um íslenska tungu og mikilvægi hennar fyrir íslenska menningu og sjálfsmynd.&nbsp;<span>Fastanefndin í New York tók líka þátt hátíðarhöldum í tilefni af deginum</span></p> <p>Í vikunni var sagt frá því í Heimsljósi að til skoðunar væri að hefja undirbúning að verkefnum í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/02/25/Til-skodunar-ad-hefja-samstarf-vid-nytt-herad-i-Uganda/">nýju samstarfshéraði</a> í Úganda. Nýja héraðið, Namayingo, er í austurhluta landsins, og nær bæði til eyja úti á Viktoríuvatni og samfélaga uppi á landi. Þá greindi Heimsljós frá því í dag að einnig væri til skoðunar nýtt þróunarsamvinnuverkefni á sviði <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/02/28/Nytt-verkefni-til-skodunar-i-landgraedslu-og-sjalfbaerri-landnytingu/">landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar</a>. Um yrði að ræða samstarfsverkefni Íslands og Norræna þróunarsjóðsins (NDF) í samvinnu við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP).</p> <p>Í næstu viku verður dagskrá utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra með hefðbundnu sniði en auk þess má nefna að hann flytur opnunarávarp á Planet Youth ráðstefnunni fimmtudaginn, 5. mars.</p> <p>Fleira er það ekki að sinni. Við óskum ykkur ánægjulegrar helgar. </p> <p>Upplýsingadeild utanríkisráðuneytisins.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>
21.02.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 21. febrúar 2020<p>Heil og sæl. </p> <p>Enn einn föstudagurinn er runninn upp – og þar með einn föstudagspóstur til. </p> <p>Ferðalag Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra til Lettlands og Eistlands setti einna mestan svip á vikuna. Öryggis- og alþjóðamál, tvíhliða samskipti og málefni norðurslóða voru efst á baugi <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/18/Utanrikisradherrar-Islands-og-Lettlands-fundudu-i-Riga/">á fundi þeirra</a> Edgars Rinkēvičs, utanríkisráðherra Lettlands, í Ríga á þriðjudag. Daginn eftir hittust þeir Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands, í Tallinn þar sem öryggis- og alþjóðamál (einkum netvarnir), tvíhliða samskipti, norðurslóðamál og þróunarsamvinna voru <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/19/Netvarnir-ofarlega-a-baugi-i-Eistlandsheimsokn-utanrikisradherra/">helstu umræðuefnin</a>. Utanríkisráðherra sagði frá heimsóknunum í <a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/videos/2625725634419826/">myndbandi</a> á Facebook. </p> <p>Vikan <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/17/Skyrsla-um-Islands-i-mannrettindaradi-Sameinudu-thjodanna/">hófst á útgáfu</a> skýrslunnar<em> <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/17/Island-i-mannrettindaradi-Sameinudu-thjodanna/">Ísland í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna</a></em>. Niðurstaða hennar er að markmiðin sem lagt var upp með í tengslum við fulla aðild Íslands að mannréttindaráðinu hafi náðst í öllum aðalatriðum. Talsvert var fjallað um útkomu skýrslunnar í fjölmiðlum, meðal annars af <a href="https://www.visir.is/g/2020200218893/is-land-sannar-erindi-sitt">fréttastjóra Stöðvar 2</a> og <a href="https://www.frettabladid.is/skodun/til-allra-heilla-fyrir-island/?fbclid=IwAR0yzwNIlbdW-Bfi4ndwQYShTCXYR7LhVNZsRqD9d0q85P3SfzZUjknXraI">ritstjóra Fréttablaðsins</a>.</p> <p>Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins og sendiskrifstofurnar í Peking og París, í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, unnu í samstilltu átaki að <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/21/Islensk-fjolskylda-i-Kina-adstodud-vid-heimferd/">heimflutningi íslenskrar fjölskyldu</a> frá Wuhan í Kína í dag.</p> <p>Á þriðjudaginn tók Harald Aspelund <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/18/Gagnryndi-ESB-tolla-a-islenskan-fisk-hja-WTO/">fastafulltrúi Íslands</a> hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) upp á fundi í Genf að Evrópusambandsríkin legðu tolla á íslenskan fisk á meðan önnur ríki fengju tollfrjálsan aðgang fyrir sínar sjávarafurðir.</p> <p>Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins átti fundi með yfirmönnum tveggja alþjóðastofnana í Vínarborg í vikunni, annars vegar aðalframkvæmdastjóra <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/17/Raduneytisstjori-a-fundi-med-yfirmanni-IAEA/">Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar</a> (IAEA) og hins vegar aðalframkvæmdastjóra skrifstofu samningsins um <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/17/Raduneytisstjori-a-fundi-med-yfirmanni-CTBTO/">allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopnum</a> (CTBTO). </p> <p>Þórir Ibsen, sendiherra og Ögmundur Hrafn Magnússon, sérfræðingur á viðskiptaskrifstofu, kynntu nú í vikunni fyrir aðildarfélögum SA og Fiskifélaginu samningsmarkmið og fyrirkomulag samningaviðræðnanna við Bretland.</p> <p>Síðastliðinn mánudag kom Andre Lanata hershöfðingi í heimsókn í utanríkisráðuneytið og fundaði með starfsfólki öryggis- og varnarmálaskrifstofu. Lanata er Supreme Allied Commander Transformation, annar tveggja æðstu yfirmanna herafla Atlantshafsbandalagsins, og er aðsetur hans í Norfolk.</p> <p>Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra afhenti fyrr í þessum mánuði Bidhya Devi Bhandari, forseta Nepals, trúnaðarbréf sitt sem <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/20/Afhending-trunadarbrefs-i-Nepal/">sendiherra Íslands í Nepal</a> með aðsetur í Nýju-Delí á Indlandi. Afhendingin fór fram í höfuðborginni Katmandú við hátíðlega athöfn.</p> <p>Kristján Andri Stefánsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands gagnvart UNESCO, hefur tekið við stöðu annars tveggja formanna <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/18/Sendiherra-tekur-vid-formennsku-i-vinnuhopi-UNESCO-um-jafnrettismal/">sérstaks vinnuhóps</a> fastafulltrúa gagnvart UNESCO um jafnréttismál (Friends of Gender).</p> <p>Á <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2906353159387932/?type=3&%3btheater">stjórnarfundi UN Women</a> fyrir viku hvatti Inga Dóra Pétursdóttir, fulltrúi alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins, stjórnina til að auka áherslu á störf landsnefnda í bæði málefnastarfi og fjáröflun UN Women.</p> <p>Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í Kampala, <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/02/21/Viljayfirlysing-um-aukid-samstarf-Haskola-Islands-og-Makerere-haskolans-i-Uganda/">skrifaði nýverið undir viljayfirlýsingu</a> fyrir hönd Háskóla Íslands og Jafnréttisskólans (GEST), sem er hluti af GRÓ - Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, um aukið samstarf milli Háskóla Íslands og Makerere-háskólans í Kampala, Úganda. Samstarfið nær til nemendaskipta, samvinnu um rannsóknir, útgáfu fræðigreina og margt fleira. </p> <p>Á miðvikudag skrifuðu svo fulltrúar utanríkisþjónustunnar undir <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/photos/a.1655728194738664/2404775763167233/?type=3&%3btheater">samkomulag við UNICEF</a> í Úganda um stuðning við uppbyggingu á sviði vatns- og fráveitumála í skólum og heilsugæslustöðvum í Suður-Súdan. </p> <p>Fyrir viku áttu norrænir sendiherrar í Úganda fund með Yoweri Musaveni, forseta Úganda, til að <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/17/Sendiherra-Islands-fundar-med-Yoweri-K.-Museveni-forseta-Uganda/">ræða innlend og svæðisbundin</a> málefni. Kom í hlut sendiherra Íslands að fjalla um Austur-Afríkubandalagið (East African Community) og aukið samstarf og samruna Afríkuríkja.</p> <p>Norrænir sendiherrar í Ósló, þar á meðal Ingibjörg Davíðsdóttir, hittust svo í vikunni í sænska sendiráðinu. Sérstakur gestur var varnarmálaráðherra Noregs, Frank Bakke-Jensen. Á fundinum var m.a. rætt um <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/a.282000298581303/2752163088231666/?type=3&%3btheater">mikilvægi norrænnar samvinnu og varnarmál</a> á norðurslóðum.</p> <p>Og sendiherrar Norðurlanda í Japan hittust á dögunum í sendiráði Íslands í Tókýó á <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/15/Fjolbreytt-malefnasamstarf-Nordurlanda-i-Japan/">reglulegum samráðsfundi</a>. Samráð sendiherranna er mikilvægur hluti af fjölbreyttu málefnasamstarfi Norðurlandanna í Japan eins og víða annars staðar.</p> <p>Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Tókýó, var fyrir skemmstu aðalfyrirlesari á <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/21/Global-Womens-Leadership-Summit-i-Tokyo/">ráðstefnu kvenleiðtoga</a> sem haldin var af stærstu frétta- og upplýsingaveitu Japans, Nikkei Group. Elín tók svo þátt fyrir Íslands hönd í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/21/Althjodleg-orkideusyning-i-Japan-/">alþjóðlegu orkídeusýningunni</a> Japan Grand Prix International Orchid and Flower Show 2020 sem fram fór dagana 13.-21. febrúar.</p> <p>Fulltrúar sendiráðs Íslands í Moskvu <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/a.185312791548520/2734223439990763/?type=3">funduðu með fulltrúum</a> rússneska efnahagsþróunarráðuneytisins til að undirbúa fund um tvíhliða viðskipti sem haldinn verður í Reykjavík í næsta mánuði. </p> <p>Í vikunni var opnuð <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/19/Opnun-ljosmyndasyningarinnar-Living-with-the-Volcanos-i-UNESCO/">ljósmyndasýning</a> fyrir utan höfuðstöðvar UNESCO á eldfjallamyndum meðal annars myndir frá Lakagígum og Elliðaey. Af þessu tilefni bauð Kristján Andri Stefánsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands gagnvart UNESCO, til móttöku.</p> <p>Í næstu viku hefst fyrsta fundalota ársins í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tekur þátt í ráðherravikunni 24.-25. febrúar. Á miðvikudaginn er stefnt að því að undirrita samstarfssamning stjórnvalda við Íslandsstofu og sama dag kveður hann Kitagawa, fráfarandi sendiherra Japans á Íslandi, með hádegisverði. </p> <p>Vekjum loks athygli á ráðstefnunni <a href="https://www.facebook.com/events/179372570003021/">Ný verkefni NATO - NATO Talks</a> á mánudaginn þar sem á meðal frummælenda eru borgaralegir sérfræðingar sem starfað hafa á vegum Íslensku friðargæslunnar erlendis. Þá má minna á ráðstefnu <a href="https://www.facebook.com/events/521081842166097/">Þjóðaröryggisráðs um fjölþáttaógnir</a> (e. hybrid threats) í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 27. febrúar frá kl. 13:00-17:00. Ráðstefnan fer fram á ensku og er opin öllum á meðan húsrúm leyfir.</p>
14.02.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 14. febrúar 2019<span></span> <p>Rauð viðvörun – föstudagspóstur! </p> <p>Heil og sæl. </p> <p>Við heilsum ykkur í sólskinsskapi á þessum illviðrisdegi til að kynna ykkur það helsta sem drifið hefur á daga utanríkisþjónustunnar undanfarinn hálfan mánuð. </p> <p>Mánuðurinn byrjaði á tíðindum úr norrænu samvinnunni en Ísland lét af formennsku í henni nú um áramótin. 4. febrúar kom út <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/04/Skyrsla-birt-um-stodu-Nordurlanda-/">skýrsla um stöðu Norðurlanda</a> (State of the Nordic Region 2020) á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og tveimur dögum síðar kom út <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/06/Ny-framtidarsyn-fyrir-norraent-samstarf-bar-haest-a-formennskuarinu/">önnur skýrsla</a> um störf Norrænu ráðherranefndarinnar og samantekt um formennskuár Íslands.</p> <p>Fyrir skemmstu var tilkynnt að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefði ákveðið <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/05/Flutningar-forstodumanna-sendiskrifstofa/">flutninga forstöðumanna</a> sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka gildi á komandi sumri. Breytingarnar snúa að sendiskrifstofunum í Stokkhólmi, Helsinki og Moskvu og fela ekki í sér skipan nýrra sendiherra heldur tilfærslu á þeim sem fyrir eru. </p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa uppi umtalsverðan <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/11/Vidbrogd-vid-koronuveirufaraldri/">viðbúnað vegna kórónaveirunnar</a> COVID-19 og hefur utanríkisþjónustan tekið virkan þátt í þeirri vinnu. Fulltrúar hennar sitja í viðbragðshópi stjórnvalda og borgaraþjónusta á í daglegu samráði við borgaraþjónustur Norðurlandanna.</p> <p>Utanríkisráðherra hefur verið á ferð um landið með þingflokki Sjálfstæðisflokksins undanfarna daga en ítarlega er sagt frá þessu ferðalagi á <a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/">Facebook-síðu</a> ráðherra, meðal annas í skemmtilegum myndböndum. Og talandi um myndbönd þá heimsótti ráðherra fyrirtækið Pure North Recycling í Hveragerði í upphafi mánaðar en þar er unnið mikilvægt frumkvöðlastarf á sviði plastendurvinnslu. <a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/videos/169485764356292/">Myndband úr heimsókninni</a> vakti verðskuldaða athygli. </p> <p>Sendiráð Íslands í Nýju-Delí opnaði fyrr í þessum mánuði fyrir <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/12/Haegt-ad-saekja-um-Schengen-aritanir-i-thremur-indverskum-borgum-til-vidbotar/">móttöku umsókna um Schengen-vegabréfsáritanir</a> til Íslands í þremur indverskum borgum. Samtals er því tekið við umsóknum í níu borgum í landinu. Í því sambandi má svo nefna að Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra í Washington, undirritaði á dögunum samkomulag við <a href="https://www.vfsglobal.com/iceland/usa/?fbclid=IwAR1joymLEJhQFl8V7rH8hKcQzO3R9ZeVXqS-IYCNl5-nqYl98ZUJldStTCM">VFS-þjónustufyrirtækið</a> um móttöku umsókna Schengen-áritana þar í landi.</p> <p>Það var mikið um dýrðir í Felleshus, menningarmiðstöð norrænu sendiráðanna í Berlín, þegar sýningin <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/14/Syningin-Hafid-Reflections-of-the-Sea-opnud-i-Felleshus/">„Hafið – Reflections of the Sea“</a> var opnuð þar í gærkvöld. Þar eru til sýnis listaverk á fjórða tug íslenskra listamanna sem á einn eða annan hátt eru tengd hafinu og vörur<span>&nbsp; </span>frumkvöðla á sviði sjálfbærrar nýtingar sjávarafurða.</p> <p>Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra afhenti í gær Sooronbay Jeenbekov, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/14/Berglind-afhenti-trunadarbref-i-Kirgistan/">forseta Kirgistans, trúnaðarbréf</a> sitt sem sendiherra Íslands með aðsetur í Moskvu.</p> <p>Þetta var ekki eina trúnaðarbréfsafhendingin því 12. febrúar afhenti Ingibjörg Davíðsdóttir forseta Grikklands, Prokopis Pavlopoulos, trúnaðarbréf sitt sem <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/14/Ingibjorg-Davidsdottir-afhendir-forseta-Grikklands-Prokopis-Pavlopoulos-trunadarbref/">sendiherra Íslands í Grikklandi</a> með aðsetur í Ósló við hátíðlega athöfn í forsetahöllinni í Aþenu.</p> <p>Fyrr í mánuðinum hafði okkar fólk í Ósló í nógu að snúast þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kom í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2719712571476718/2719738194807489/?type=3&%3btheater">tveggja daga heimsókn</a> vegna leiðtogafundar EFTA-ríkjanna í EES og tvíhliða fundar með norska forsætisráðherranum. </p> <p>Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Lundúnum, fór ásamt föruneyti til <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/?__tn__=%2cd%2cP-R&%3beid=ARDkgInAXSHknQSGgi7sq2vRmUEVeS3ygkECDi6VAWDQXmOSvnuin7qQfIJHHAnA37V6S0i2FWIOUIwl">Humberside-svæðisins</a> en þangað fer stór hluti þess íslenska sjávarafla sem seldur er til Bretlands. Stefán hitti þar stjórnmálamenn og forkólfa atvinnulífsins á svæðinu til að styrkja enn frekar gott samband Íslands við þennan mikilvæga útflutningsmarkað. Fiskifréttir fjölluðu um þessa heimsókn og viðræðurnar sem eru framundan við Breta með <a href="https://www.fiskifrettir.is/frettir/kvoti-vid-island-kaemi-aldrei-greina/159974/">fróðlegu viðtali</a> við Stefán. </p> <p>Kristján Andri Stefánsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart OECD, tilkynnti um stuðning Íslands við <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/06/Akall-OECD-til-adgerda-gegn-ofbeldi-i-nanum-sambondum/">ákall OECD til aðgerða</a> vegna ofbeldis í nánum samböndum. Ákallið er afurð ráðstefnu sem stofnunin stóð fyrir um aðgerðir til þess að binda endi á heimilisofbeldi.</p> <p>Sendiráð Íslands, í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands og Stockholm Design Event, stóð fyrir viðburði undir yfirskriftinni <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/06/Design-Diplomacy-a-Honnunarviku-i-Stokkholmi/">Design Diplomacy</a> í tengslum við hönnunarviku í Stokkhólmi sem fór fram dagana 3.-9. febrúar.</p> <p>Málefni hafsins skipa veigamikinn sess í starfi fastanefndarinnar í New York og á dögunum fór þar fram <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2878615572161691/2878603525496229/?type=3&%3btheater">undirbúningsfundur</a> vegna Hafráðstefnu SÞ um framkvæmd heimsmarkmiðs 14 í Lissabon sem fram fer í júní. Jón Erlingur Jónasson, skrifstofustjóri tvíhliða samstarfs og svæðisbundinna málefna, var á meðal þeirra sem tók þátt. Okkar fólk í fastanefndinni hefur annars ekki slegið slöku við eins og <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/31/Af-vettvangi-fastanefndar-Islands-hja-STh-i-januar-2020/">þessi yfirlitsfrétt</a> um janúarmánuð sýnir glöggt. </p> <p>Möguleikinn á að uppfæra <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2895460593810522/?type=3&%3btheater">fríverslunarsamning EFTA ríkjanna og Kanada</a> var ræddur á fundi ríkjanna í Ottawa í gær. Harald Aspelund fastafulltrúi í Genf leiddi fundinn fyrir hönd EFTA ríkjanna. Harald tók fyrr í mánuðinum við <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2886571044699477/2886231311400117/?type=3&%3btheater">formennsku Vesturlandahópsins</a> í mannréttindaráðinu fyrir árið 2020 af Julian Braithwaite fastafulltrúa Breta og fjallgöngufélaga. Þá tók Harald nýverið þátt í sérstakri umræðu sem fram fór í Genf um <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2878331805523401/2878328748857040/?type=3&%3btheater">réttinn til heilnæms umhverfis</a> og mikilvægi þess að hann sé viðurkenndur alþjóðlega.</p> <p>Átján framlagsríki sem styðja við bakið á UN Women <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2874056922617556/?type=3&%3btheater">komu saman í Helsinki</a> 4. febrúar með Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastýru UN Women. Phumzile þakkaði Íslandi fyrir dyggan stuðning, hrósaði starfi landsnefndarinnar sem væri á heimsmælikvarða og fyrir framlag Íslands til að hvetja menn og drengi til að taka aukinn þátt í jafnréttismálum. </p> <p>Árni Þór Sigurðsson, sendiherra í Helsinki, bauð <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/a.672590106141488/2884605128273297/?type=3&%3btheater">NB8-kollegum sínum</a> í borginni til fundar þar sem Li Andersson menntamálaráðherra var sérstakur gestur. </p> <p>Fyrsti fundur <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/pcb.1229646423912165/1229608373915970/?type=3&%3btheater">sameiginlegu EES nefndarinnar</a> á nýju ári fór fram 6. febrúar en við það tækifæri voru 62 gerðir teknir upp í EES samninginn. Daginn áður fór fram fyrsti fundur fastanefndar EFTA á nýju ári en fundir hennar eru til undirbúnings fundum sameiginlegu EES nefndarinnar.</p> <p>Í upphafi mánaðar kom <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/a.158687057674779/1226747350868739/?type=3&%3btheater">Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA</a> í heimsókn til Brussel og átti fund með fastanefnd og hitti auk þess fulltrúa fagráðuneytanna.</p> <p>Sendiráð Íslands, í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands og Stockholm Design Event, stóð fyrir viðburði undir yfirskriftinni <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/02/06/Design-Diplomacy-a-Honnunarviku-i-Stokkholmi/">Design Diplomacy</a> í tengslum við hönnunarviku í Stokkhólmi sem fór fram dagana 3.-9. febrúar.</p> <p>Okkar fólk í sendiráðinu í Ottawa tók <a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/photos/pcb.1917526528379123/1917523528379423/?type=3&%3btheater">þátt í vetrarhátíð</a> sem haldin var í Rideau Hall, embættisbústað kanadíska landstjórans, og bauð þar upp á <a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/photos/pcb.1917526528379123/1917523511712758/?type=3&%3btheater">ilmandi íslenska kjötsúpu</a>. Sendiráðið fékk svo góða heimsókn í lok janúar frá nemendum við Washington-háskóla sem skipa svokallað <a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/photos/pcb.1914121578719618/1914119158719860/?type=3&%3btheater">Arctic Task Force 2020</a>. </p> <p>Nemendur við <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/a.275840032453456/2647519495285486/?type=3&%3btheater">máladeild Menntaskólans í Reykjavík</a> voru svo á ferðinni fyrir skemmstu og heimsóttu sendiráðið okkar í Kaupmannahöfn. Stutt er síðan máladeildin kom í utanríkisráðuneytið þannig að þessi hópur er orðinn gjörkunnugur starfsemi okkar. </p> <p>Norræna félagið á Norður-Fjóni hélt upp á 75 ára afmæli sitt um mánaðamótin. Helga Hauksdóttir sendiherra <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/pcb.2641028655934570/2641003549270414/?type=3&%3btheater">hélt af því tilefni erindi</a> um mikilvægi norrænnar samvinnu á sviði menntamála, rannsókna, vísinda, menningar og tungumála.</p> <p>Þess var minnst í vikunni að 29 ár eru síðan Alþingi samþykkti þingsályktun um að viðurkenning ríkisstjórnarinnar frá 1922 <a href="https://governmentis-my.sharepoint.com/personal/sveinn_gudmarsson_utn_is/Documents/9%20%C3%A1r%20s%C3%AD%C3%B0an%20Al%C3%BEingi%20sam%C3%BEykkti%20%C3%BEings%C3%A1lyktun%20um%20a%C3%B0%20vi%C3%B0urkenning%20r%C3%ADkisstj%C3%B3rnarinnar%20fr%C3%A1%201922%20%C3%A1%20sj%C3%A1lfst%C3%A6%C3%B0i%20l%C3%BD%C3%B0veldisins%20Lit%C3%A1ens%20v%C3%A6ri%20enn%20%C3%AD%20fullu%20gildi.%20Me%C3%B0%20%C3%BEessu%20var%C3%B0%20%C3%8Dsland%20fyrst%20r%C3%ADkja%20til%20a%C3%B0%20vi%C3%B0urkenna%20sj%C3%A1lfst%C3%A6%C3%B0i%20Lit%C3%A1ens%20fr%C3%A1%20Sov%C3%A9tr%C3%ADkjunum.">á sjálfstæði lýðveldisins Litáens</a> væri enn í fullu gildi. Með þessu varð Ísland fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Litáens frá Sovétríkjunum.</p> <p>Eystrasaltsríkin verða einmitt í brennidepli í næstu viku því þá heimsækir utanríkisráðherra Lettland og Eistland. Að öðru leyti er dagskráin hefðbundin með ríkisstjórnarfundi á föstudag og öðru tilfallandi. </p> <p>Bestu kveðjur frá upplýsingadeild! </p>
31.01.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 31. janúar 2020<span></span> <p>Heil og sæl.</p> <p>Tvær vikur eru liðnar frá síðasta föstudagspósti og því er af nógu að taka hvað starfsemi utanríkisþjónustunnar varðar. </p> <p>Þar sem Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu (ESB) í dag er <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/01/24/Undirbuningur-hafinn-ad-framtidarsambandi-Islands-og-Bretlands">undirbúningur hafinn</a> að framtíðarsambandi Íslands og Bretlands. Frétt þess efnis birtist síðasta föstudag þar sem fram kom að íslensk stjórnvöld hafi á undanförnum mánuðum undirbúið viðræður við Breta um hvernig framtíðarsambandi ríkjanna verður háttað. Þórir Ibsen, sendiherra, verður aðalsamningamaður og formaður samninganefndar Íslands. Hann ræddi við <a href="https://www.ruv.is/frett/vilja-betri-samninga-um-sjavarafurdir-eftir-brexit">fréttastofu RÚV</a> í gær ásamt Jóhönnu Jónsdóttur, varaformanni samninganefndar Íslands, um þessi mál. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, <a href="https://www.ruv.is/frett/stefnt-ad-samningi-vid-breta-fyrir-arslok">ræddi</a> einnig við RÚV í beinni útsendingu um markmið Íslands sem stefnir að því að ná samningum fyrir árslok. </p> <p>Fyrr í vikunni&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/01/28/Samningur-vegna-utgongu-Bretlands-ur-Evropska-efnahagssvaedinu-undirritadur/">undirrituðu</a> utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Bretland gengur úr ESB á grundvelli útgöngusamnings en samningurinn við Ísland og hin EFTA-ríkin innan EES leysir úr viðeigandi útgönguskilmálum með sambærilegum hætti og gert er í útgöngusamningi Bretlands og ESB. </p> <p>Að sögn utanríkisráðherra er um afar þýðingarmikinn áfanga að ræða. „Ljóst var frá upphafi að margt sem Bretar og ESB sömdu um varðandi útgönguna ætti einnig við um okkur vegna aðildar okkar að EES-samningnum. Þetta þýðir að við stöndum jafnfætis aðildarríkjum ESB þegar kemur að því að leysa úr þessum málum,“ Guðlaugur Þór meðal annars.</p> <p>Sendiráð Íslands í Lundúnum og Brussel gegna að sjálfsögðu mikilvægu hlutverki í viðræðunum og undirbúningi þeirra. Sendiráðið í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/">Lundúnum</a> hefur í nógu að snúast en þann 25. janúar var komið að Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að halda kyndli Íslendinga á lofti í jafnréttismálum. Lilja hélt fyrirlestur í lávarðadeild breska þingsins og fjallaði um þrjár meginástæður þess að staða kvenna á íslenskum vinnumarkaði er jafn góð og raun ber vitni. </p> <p>Málefni tengd útgöngu Breta úr ESB voru einnig ofarlega á baugi í <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/a.158687057674779/1223593007850840/?type=3&%3btheater">sendiráði okkar í Brussel</a>. Fastafulltrúar Íslands, Noregs og Liechtenstein undirrituðu í gær samning um breytingu á samningi ríkjanna um Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA dómstólinn sem tryggir réttindi EES borgara og Breta á aðlögunartímabilinu vegna útgöngu Bretlands úr ESB til loka árs 2020. </p> <p>Þrátt fyrir að málefni tengd útgöngu Bretlands úr ESB séu vitanlega fyrirferðarmikil í dagskrá ráðherra átti utanríkisráðherra einnig <a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/photos/a.10153289663057023/10156812519502023/?type=3&%3btheater">fund</a> með forsvarsmönnum stærstu fyrirtækja í sjávarútvegi í Japan og íslenskum útflytjendum þar sem rætt var um mikilvægi viðskipta þessara þjóða. </p> <p>Sjávarútvegsmál voru einnig á dagskrá hjá <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/31/Sendiherraverdlaun-afhent-i-sjotta-sinn/">sendiráði okkar í Japan</a> en á dögunum afhenti Elín Flygenring, sendiherra Íslands þar í landi, fyrirtækinu Yamaishi Co. Ltd. verðlaun fyrir framúrskarandi fiskvöru unna úr íslensku hráefni á árlegri verðlaunahátíð samtaka japanskra fiskframleiðenda sem fram fór í Tókýó.</p> <p>Utanríkisþjónustan heldur að sjálfsögðu mörgum boltum á lofti. Í gær var greint frá því að mikilvægt skref hefði verið tekið í átt að <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/01/30/Frumvarp-um-aritanir-fyrir-islenska-vidskiptaadila-og-fjarfesta-lagt-fram-i-Bandarikjathingi/">bættum aðgangi</a> íslenskra fjárfesta og viðskiptaaðila að bandaríska markaðnum með framlagningu frumvarps um vegabréfsáritanir fyrir slíka aðila. Verði frumvarpið samþykkt mun það auðvelda íslenskum fyrirtækjum að senda stjórnendur og fjárfesta tímabundið til starfa í landinu. Framlagning frumvarpsins kemur í kjölfar fjölda funda utanríkisráðherra með lykilþingmönnum Bandaríkjaþings.</p> <p>Og við höldum okkur í Norður-Ameríku en í tilefni þess að 20 ár voru liðin frá stofnun aðalræðisskrifstofu Íslands í Manitoba í Kanada, með útsendum starfsmanni í utanríkisþjónustunni, ákvað ráðherra í fyrra að fela Halldóri Árnasyni fyrrverandi formanni Þjoðræknisfélagsins og Snorrasjóðs, að gera <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/01/31/Uttekt-a-starfsemi-adalraedisskrifstofunnar-i-Winnipeg/">úttekt á starfseminni</a> og bera fram tillögur um það sem betur mætti fara. Úttektin, sem hefur verið kynnt í ríkisstjórn og utanríkismálanefnd verið upplýst um, leiðir í ljós að íslensk stjórnvöld skuli áfram reka aðalræðisskrifstofu í Winnipeg. </p> <p>Í tilefni þess að fyrsta heildarþýðing fornaldarsagna Norðurlanda á dönsku er komin út stóðu <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/28/Heildarthyding-fornaldarsagna-Nordurlanda-komin-ut-a-donsku/">sendiráð Íslands í Danmörku</a> og bókaforlagið Gyldendal fyrir útgáfuhófi sem haldið var í gær. Útgáfan ber heitið Oldtidssagerne og er í heilum átta bindum en tvö bindi á ári hafa birst á undanförnum fjórum árum. Um frumlegan sagnaflokk er að ræða þar sem víkingar, valkyrjur, drekar, dvergar og tröll koma við sögu.</p> <p>Á mánudaginn síðastliðinn hélt <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/31/Fyrirlestur-um-Island-fyrr-og-nu-hja-Haskola-3ja-aeviskeidsins-i-Uppsala/">sendiherra Íslands í Svíþjóð</a>, Estrid Brekkan, fyrirlestur innan fyrirlestraraðarinnar „Ástandið í heiminum vorið 2020“ fyrir Háskóla 3ja æviskeiðsins í Uppsala sem telur um 4.000 meðlimi og er opinn þeim sem hafa náð 58 ára aldri eða hafa af öðrum ástæðum farið fyrr á eftirlaun. Fyrirlesturinn bar titilinn „Ísland fyrr og nú“.</p> <p>Í Noregi <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2695242473923728/2695126013935374/?type=3&%3btheater">heimsótti</a> Ingibjörg Davíðsdóttir sendiherra íslenska fyrirtækið Arctic Trucks sem hefur í yfir 20 ár einnig starfað í Noregi.</p> <p>Í París tók fastafulltrúi Íslands hjá UNESCO, Kristján Andri Stefánsson, sendiherra í Frakklandi, þátt í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/28/Vidburdur-um-stodu-jafnrettismala-innan-UNESCO/">pallborðsumræðum</a> um stöðu jafnréttismála innan UNESCO og framlagi kvenna til starfsemi stofnunarinnar og sjálfbærrar þróunar. Viðburðurinn var haldinn í vikunni og var skipulagður af formanni Afríkuhópsins, Rachel Ogoula Akiko, sendiherra Gabon, og bar heitið „Celebrating Women in the UNESCO family“.</p> <p>Þá var Kristján Andri einnig í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/30/Vidtal-vid-sendiherra-a-sjonvarpsstodinni-FranceInfo/">beinni útsendingu</a> á sjónvarpsstöðinni FranceInfo í gær þar sem hann sat fyrir svörum hjá Jean Paul Chapel, þekktum fjölmiðlamanni þar í landi, og ræddi við hann um efnahags- og umhverfismál þar sem einkum var komið inn á uppbyggingu efnahagslífsins og hlut ferðaþjónustu í því. Auk þess var rætt um hagnýtingu orkuauðlinda, uppbyggingu orkuveita í strjálbýlu landi og markmið Íslands í loftlagsmálum - einkum hvað varðar orkuskipti í samgöngum.</p> <p>Setu Íslands í manrréttindaráðinu er nú lokið en <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2845125592177356/?type=3&%3btheater">fastanefndin í Genf</a> slær ekki slöku við. Undanfarna daga hefur nefndin tekið þátt í jafningjarýni ráðsins og veitti hún meðal annars Gíneu tilmæli um að afglæpavæða samkynhneigð, stöðva barnabrúðkaup og auka vernd blaðamanna og annarra mannréttindafrömuða frá ofbeldi og ofsóknum.</p> <p>Í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/28/Upplysingar-vegna-koronaveirunnar/">sendiráði Íslands í Kína </a>er kórónaveiran vitanlega ofarlega í huga fólks. Óvissuástandi hefur verið lýst yfir á Íslandi vegna kórónaveirunnar vegna mögulegra áhrifa á lýðheilsu og hefur samstarf stofnana verið aukið, og upplýsingamiðlun og vöktun efld eftir þörfum. Hafa Íslendingar í Kína verið hvattir til að skrá sig hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins svo sé hægt sé að hafa samband ef staðan breytist. </p> <p>Starfsfólk sendiráðsins í Peking fékk raunar klapp á bakið frá námsmanni við háskóla í Peking, Ísey Dísu Hávarsdóttur, sem er ásamt kærasta sínum á ferðalagi í Balí, en búið er að fresta fyrsta skóladegi. „Fólkið sem vinn­ur hjá sendi­ráðinu stend­ur sig frá­bær­lega í því að passa upp á að all­ir séu upp­lýst­ir um gang mála og hafa bent okk­ur á ýms­ar hag­nýt­ar upp­lýs­ing­ar,“ sagði Ísey í samtali við <a href="https://www.mbl.is/ferdalog/frettir/2020/01/30/skolahaldi_frestad_i_peking_vegna_koronaveirunnar/">mbl.is</a>. </p> <p>Með lokum samnorrænu sýningarinnar „Ocean Dwellers“ lauk ári <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/">íslenskrar formennsku</a> í norrænu sendiráðunum í Berlín sem tengjast formennskunni í ráðherranefndinni. Um 250 manns voru viðstaddir umræður um hafið og framtíðarþróun í tengslum við loftslagsbreytingar. <span></span></p> <p>Í gær sögðum við svo frá því að Stefán Jón Hafstein, sendiherra við stofnanir Sameinuðu þjóðirnar í Róm, hafi skrifað í vikunni undir <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/01/30/Island-i-formlegt-samstarf-vid-throunarsjod-i-landbunadi/">formlega samstarfsyfirlýsingu</a> milli Íslands og Alþjóðasjóðs um þróun landbúnaðar (IFAD) um sérfræðiaðstoð Íslendinga við verkefni sjóðsins. Samkomulagið felur meðal annars í sér að IFAD sé boðið að leita eftir sérfræðiaðstoð á ýmsum sviðum þar sem Ísland stendur sterkt að vígi. </p> <p>Þann 21. janúar hélt utanríkisráðuneytið <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/01/21/Hvetur-Island-til-ad-leida-afram-jafnrettisbarattuna/">málþing</a> um framtíð þróunarsamvinnu. Frummælandi var D. Susanna Moorehead, nýr formaður þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar sem í ræðu sinni hvatti Ísland til þess að halda áfram að vera leiðandi á sviði jafnréttisbaráttu og öðrum framlagsríkjum til eftirbreytni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fundinn og kom einnig inn á jafnréttismál í ávarpsorðum sínum. </p> <p>Við endum föstudagspóstinn á gleðifréttum frá <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/01/29/Litill-ojofnudur-faerir-Island-upp-i-2.-saeti-a-lifskjaralista/">lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna</a>. Sé tekið tillit til þess hversu lítill ójöfnuður er hér á landi telst Ísland vera í öðru sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna, á eftir Noregi. Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) birti fyrir nokkru lífskjaralista fyrir árið 2019 – í skýrslunni Human Development Report – en ójöfnuður er þema skýrslunnar. Á lífskjaralistanum er Ísland í 6. sæti – og hækkar úr 12. sæti frá árinu áður. Samkvæmt sérstökum lista þar sem áhrif ójöfnuðar á lífskjör er reiknaður út færist Ísland upp í annað sætið. Það sýnir að ójöfnuður er minni í íslensku samfélagi en flestum öðrum.</p>
17.01.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 17. janúar 2020<span></span> <p>Heil og sæl. </p> <p>Fyrsti föstudagspóstur ársins lítur nú dagsins ljós. Nýárið fór rólega af stað en segja má að nú sé starfsemin í utanríkisþjónustunni komin á fullan skrið. </p> <p>Kvittum samt fyrir síðustu tíðindi ársins 2019 sem enn á eftir að færa til bókar á þessum vettvangi. Undir lok ársins afturkölluðu Færeyingar <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/31/Uppsogn-Hoyvikursamningsins-afturkollud/">uppsögnina á Hoyvíkursamningnum,</a> fríverslunar- og efnahagssamningi Íslands og Færeyja en hann hefði að óbreyttu fallið úr gildi um áramótin. </p> <p>Á síðustu dögum ársins var jafnframt tilkynnt um <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/23/82-milljardar-dala-i-barattuna-gegn-sarafataekt/">stuðning Íslands</a> við Alþjóðaframfarastofnunina en ríki heims hafa heitið henni jafnvirði tíu þúsund milljarða króna til að berjast gegn sárafátækt í heiminum.</p> <p>Færum okkur yfir á það herrans ár 2020. Ófriðarblikur hafa verið á lofti í Mið-Austurlöndum að undanförnu og <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/01/13/Hvatt-til-stillingar-i-Mid-Austurlondum/">lýsti utanríkisráðherra yfir áhyggjum</a> af ástandinu á Twitter í ársbyrjun og hvatti þar til stillingar. Nokkrum dögum síðar var stigmögnun spennunnar umfjöllunarefni í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/09/Joint-Nordic-Statement-on-Upholding-the-United-Nations-Charter/">sameiginlegri ræðu</a> Norðurlanda í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá ræddu varnarmálaráðherrar Norðurlanda ástandið <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/01/17/Stigmognun-astandsins-i-Irak-og-Iran-a-medal-umraeduefna-a-fundi-norraenna-varnarmalaradherra/">á fundi í vikunni</a> en Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri tók þátt í fundinum fyrir hönd ráðherra. </p> <p>Fyrr í þessari viku greindum við frá þeim <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/01/15/Konur-og-atvinnulif-Island-med-fullt-hus-stiga/">ánægjulegu tíðindum</a> að Ísland væri í hópi átta ríkja sem fá hæstu einkunn, 100 stig, í nýrri skýrslu Alþjóðabankans um konur og atvinnulíf.</p> <p>Tilkynnt var fyrir skemmstu að <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/01/10/Taeplega-190-milljonir-i-bodi-fyrir-felagasamtok-/">utanríkisráðuneytið myndi úthluta</a> 186,5 milljónum króna til félagasamtaka á þessu ári vegna verkefna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var í <a href="https://www.visir.is/k/51939b51-0ee8-4e99-8d37-a8dffff2c58f-1579033156184?fbclid=IwAR0c0Kk8Z1sSxKT9cyCiRc7U6oUbyVAXtizFFHp1aM7HNi1YerItpd4-PWo">bráðskemmtilegri nærmynd</a> sjónvarpsþáttarins Íslands í dag á Stöð 2. Þar ræddi hann meðal annars mannréttindamál, fríverslun og þróunarsamvinnu, viðraði hundinn Mána og greindi frá því hvað honum þætti mesti ókosturinn við embættið.</p> <p>Frá sendiskrifstofunum okkar víða um heim er sitthvað að frétta. Í morgun áttu sendiherrar Norðurlanda í Noregi <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/a.282000298581303/2685273584920617/?type=3&%3btheater">góðan fund</a> með Ine Eriksen Søreide utanríkisráðherra Noregu, til umræðu voru ýmis alþjóðamál sem eru hvað helst í deiglunni um þessar mundir.</p> <p>Fastanefndir Íslands gagnvart ESB og Atlantshafsbandalaginu hittust í dag <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/pcb.1213706118839529/1213690898841051/?type=3&%3btheater">til skrafs og ráðagerða</a>. Fundurinn var mjög gagnlegur og fróðlegur og var ákveðið að viðhalda þessum góða sið og hittast nokkrum sinnum á ári. </p> <p>Sendiherra og fastafulltrúi Íslands gagnvart OECD, Kristján Andri Stefánsson, leiddi á miðvikudaginn <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/16/Fundur-fastafulltrua-OECD-um-jafnrettismal/">fund fastafulltrúa gagnvart OECD um jafnréttismál</a>. Þar var m.a. fjallað um nýjustu PISA niðurstöðurnar og mismunandi stöðu drengja og stúlkna. </p> <p>Forseti Íslands heimsótti Danmörku fyrir skemmstu og horfði meðal annars á <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/pcb.2594701940567242/2594701790567257/?type=3&%3btheater">Ísland sigra Danmörku</a> í bráðskemmtilegum leik á EM í handbolta í góðum félagsskap Helgu sendiherra og Sigurðar móttökufulltrúa. Á meðan dvölinni stóð flutti <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/pcb.2597960630241373/2597959940241442/?type=3&%3btheater">forsetinn fyrirlestur</a> í boði utanríkismálastofnunar Danmerkur. Í ársbyrjun sóttu sendiherrahjónin svo <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/pcb.2575145032522933/2575091169194986/?type=3&%3btheater">áramótamóttöku Margrétar</a> Þórhildar Danadrottningar. </p> <p>Á þrettándanum <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/01/06/Opnad-fyrir-mottoku-umsokna-um-Schengen-aritanir-i-thremur-indverskum-borgum/">opnaði sendiráð Íslands í Nýju-Delí</a> móttöku fyrir umsóknir um Schengen-vegabréfsáritanir til Íslands í þremur borgum á Indlandi. Ísland hefur að undanförnu tekið í auknum mæli ábyrgð á útgáfu Schengen-áritana á Indlandi og í Kína.</p> <p>Sama dag átti Pétur Ásgeirsson, sendiherra í Ottawa, <a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/photos/a.154565584675235/1884626128335830/?type=3&%3btheater">góðan fund</a> með nafna sínum Óskarssyni hjá Íslandsstofu og fulltrúum Icelandair. </p> <p>Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra<a href="https://www.facebook.com/IcelandinSE/photos/pcb.3168688989825240/3168678146492991/?type=3&%3btheater">, heimsótti Stokkhólm</a> í vikunni í þeim tilgangi að kynna sér sænskt menntakerfi og það hvaða ástæður kunni að liggja að baki bættum árangri sænskra nemenda í Pisa-könnuninni. Með í för var sendinefnd sem samanstóð af aðilum sem vinna með menntamál á Íslandi.</p> <p>Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra var einnig á ferðalagi og hitti meðal annars Virginijus Sinkevičius ,sem fer með með málefni umhverfis, hafs og fiskveiða í nýrri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/16/Kristjan-Thor-fundadi-med-nyjum-framkvaemdastjora-ESB-a-svidi-umhverfis-hafs-og-fiskveida/">á fundi í Brussel</a>. Þeir ræddu m.a. stöðuna í samningaviðræðum um makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld auk annarra deilistofna í Norður Atlantshafi.</p> <p>Og talandi um sjávarútveg og málefni hafsins þá hélt Tómas H. Heiðar, dómari við Alþjóðlega hafréttardómstólinn, <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2830556880300894/?type=3&%3btheater">erindi í Alþjóðaviðskiptastofnuninni</a> í Genf um hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og grundvallaratriði í úrlausn deilumála á hafssvæðum fyrir viðræðunefndina.</p> <p>Unnur Orradóttir Ramette afhenti þann 9. janúar Arthur Peter Mutharika forseta Malaví <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/10/Afhending-trunadarbrefs-i-Malavi/">trúnaðarbréf sitt</a> sem sendiherra Íslands í Malaví, með aðsetur í Úganda.</p> <p>Sveinn K. Einarsson, staðgengill sendiherra Íslands í Peking, sótti í fyrstu viku ársins árlegt <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/07/Sendiradid-saekir-vidskiptaradstefnu-i-Harbin/">viðskiptaþing í borginni Harbin</a> í norðurhluta Kína. Íslenskum fyrirtækjum stóð til boða að sækja ráðstefnuna og tengda viðburði og var Marel á meðal þátttakenda. Þá sátu þeir Sveinn og Pétur Yang Li, viðskiptafulltrúi sendiráðsins, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/14/Sendiradid-saekir-vidskiptathing-um-netverslun/">viðskiptaþing tileinkað netverslun</a> sem fram fór í Peking viku síðar. </p> <p>Í vikubyrjun stóð sendiráðið í Washington fyrir <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/photos/pcb.3030548506978759/3030552596978350/?type=3&%3btheater">vel sóttum bókmenntaviðburði</a> í samvinnu við hina þekktu bókaverslun Politics &amp; Prose með rithöfundinum Ólafi Jóhanni Ólafssyni. Bergdís Ellertsdóttir sendiherra ræddi við Ólaf um nýútgefna bók hans, um stöðu bókarinnar á tækniöld og kvenkyns söguhetjur.</p> <p>Skömmu fyrir jól var <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/photos/pcb.2975584389141838/2975577012475909/?type=3&%3btheater">Francisco A. Julia</a> sem starfað hafði í sendiráðinu í Washington í heil 33 ár kvaddur með pompi og prakt. </p> <p>Árni Þór Sigurðsson sendiherra í Helsinki átti á dögunum <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/07/Sendiherra-atti-fund-med-forseta-Islands/">fund með forseta Íslands</a> þar sem þeir ræddu m.a. um samstarf forsetaembættisins við sendiráðið. Árni var svo aftur á ferðinni í vikunni þegar hann tók þátt í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/pcb.2829922627074881/2829895013744309/?type=3&%3btheater">árlegu Matka-ferðakaupstefnunni</a> sem fram fer í Helsinki en hún er sú stærsta sem fram fer á Norðurlöndum. </p> <p>Fyrir rúmri viku bárust þær sorgarfréttir að <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/a.185312791548520/2651364771609964/?type=3&%3btheater">Harutyun Hayrapetyan</a>, kjörræðismaður Íslands í Armeníu, hefði látist 5. janúar langt fyrir aldur fram. </p> <p>Í tengslum við opnun sýningar listamannsins Sigurðar Guðmundssonar í Galleri Andersson/ Sandström í Stokkhólmi bauð sendiráð Íslands til <a href="https://www.facebook.com/IcelandinSE/photos/pcb.3161098820584257/3161092120584927/?type=3&%3btheater">móttöku í embættisbústað</a> sendiherra. Þar var gestum meðal annars boðið upp á gjörning innblásinn af verkum listamannsins.</p> <p>Á meðal verkefna utanríkisráðherra má nefna að Alþingi kemur saman í næstu viku eftir jólaleyfi. Þá á hann fund með Susönnu Moorehead, formanni þróunarnefndar OCED (DAC). </p> <p>&nbsp;</p>
20.12.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 20. desember 2019<p>Heil og sæl. </p> <p>Nú þegar svartasta skammdegið grúfir yfir okkur freistum við í upplýsingadeildinni þess að lýsa upp svartnættið með síðasta eiginlega föstudagspósti ársins. Tvær vikur eru frá síðasta pósti og því er af ýmsu að taka. </p> <p>Byrjum á góðum tíðindum úr þróunarsamvinnunni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO, undirrituðu í vikubyrjun samkomulag um að <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/16/Island-og-UNESCO-gera-samkomulag-um-Thekkingarmidstod-throunarsamvinnu/">Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu</a> starfi undir merkjum UNESCO sem sjálfstæð stofnun. Í miðstöðinni koma saman fjórir skólar sem starfræktir hafa verið á Íslandi. Utanríkisráðherra átti auk þess nokkra fundi og heimsótti franska þingið <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/19/Fundir-utanrikisradherra-i-Paris/">meðan á heimsókninni stóð</a>. </p> <p>Rúm vika er síðan þeir Guðlaugur Þór og Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, áttu <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/12/Jakvaedur-fundur-um-Hoyvikursamninginn/">jákvæðan fund</a> um framtíð Hoyvíkursamningsins, fríverslunarsamnings Íslands og Færeyja. Færeyska lögþingið ákveður fljótlega hvort fallið verður frá uppsögn hans. </p> <p>Sendinefnd Íslands gerði góða ferð á árlega l<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/11/Samkomulag-um-nyja-loftferdasamninga-a-radstefnu-ICAO/">oftferðasamningaráðstefnu</a> Alþjóðaflugmálastofnunarinnar fyrir skemmstu. Hún gerði nýja loftferðasamninga við Marokkó og Mósambík og uppfærði eldri loftferðasamninga og viljayfirlýsingar um flugsamgöngur milli Íslands og annarra landa. </p> <p>Íslensk stjórnvöld og Rauði kross Íslands hafa tilkynnt um <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/12/Framlag-islenskra-stjornvalda-til-Althjodarads-Rauda-krossins-kynnt/">sameiginlegar skuldbindingar</a> sínar um aðgerðir og markmið í þágu Alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans til næstu fjögurra ára. Í þeim er lögð rík áhersla á forvarnir og stuðning við baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi í vopnuðum átökum og aðgerðir vegna mansals.</p> <p>Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/19/Ragnhildur-avarpadi-leidtogafund-UNHCR-/">flutti ávarp fyrir Íslands hönd</a> á leiðtogafundi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, sem haldinn var í Genf fyrr í þessari viku.</p> <p>Lina al-Hathloul, baráttukona fyrir mannréttindum í Sádí-Arabíu, var aðalræðumaður á málþingi sem haldið var í tilefni af <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/10/Althjodamannrettindadagurinn-haldinn-hatidlegur-med-malthingi/">alþjóðlega mannréttindadeginum</a> 10. desember. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/12/11/Avarp-a-hatidarfundi-i-tilefni-althjodamannrettindadagsins/">opnunarávarp&nbsp;</a>og sérfræðingar tóku þátt pallborðsumræðum.</p> <p>Og talandi um mannréttindi þá hefur mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkt tillögu Íslands og Rúanda um <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/13/Mannrettindaradid-samthykkir-tillogur-Islands-um-hagraedingu/">sérstakt átak til hagræðingar</a> í starfi þess. Slíkar ákvarðanir ráðsins eru lagðar fram af forseta ráðsins en Ísland og Rúanda hafa leitt samningaviðræður um slíka hagræðingu síðastliðið ár.</p> <p>Í vikunni var greint frá þeim <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/17/Island-afram-i-efsta-saeti-a-lista-Althjodaefnahagsradsins-um-kynjajafnretti/">ánægjulegu tíðindum</a> að Ísland situr ellefta árið í röð í efsta sæti á kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum. Slæmu fréttirnar eru þær að samkvæmt skýrslu ráðsins tekur það tæpa öld að ná fram fullkomnu kynjajafnrétti í heiminum ef fram fer sem horfir.</p> <p>Í gær var svo Martin Eyjólfsson, skrifstofustjóri alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins og fyrrverandi sendiherra Íslands í Berlín, sæmdur <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/20/Martin-saemdur-storriddarakrossi-thyska-sambandslydveldisins/">stórriddarakrossi</a> þýska sambandslýðveldisins.</p> <p>Formennskunni okkar í norrænu samvinnunni er að ljúka og af því tilefni birti Norðurlandadeildin <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2757996777556905/?type=3&%3btheater">tölfræði yfir verkefnin</a> á þessu formennskuári. </p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur gefið vilyrði fyrir <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/12/11/Throunarsamvinna-Sjo-islenskum-felagasamtokum-falid-ad-radstafa-rumum-200-milljonum-/">styrkjum til sjö íslenskra félagasamtaka</a> um ráðstöfun rúmlega 210 milljóna króna til verkefna á sviði þróunarsamvinnu. Flest verkefnanna eru langtímaverkefni sem fá árlegar greiðslur frá ráðuneytinu. Hæstu styrkjunum verður varið til verkefna í þremur Afríkuríkjum, Síerra Leóne, Úganda og Tógó.</p> <p>Af vettvangi sendiskrifstofanna er venju samkvæmt nóg að frétta. Á miðvikudag var undirritaður <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/18/Island-stydur-vid-kyn-og-frjosemisheilbrigdi-stulkna-og-kvenna-i-Malavi/">samstarfssamningur</a> milli sendiráðs Íslands í Lilongwe fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Malaví.um að efla kyn- og frjósemisheilbrigði og réttindi unglingsstúlkna og kvenna í Mangochi héraði.</p> <p>Sendiráðið okkar í Lundúnum tilkynnti í vikunni að tæplega 50 nýjar <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/18/1100-Islendingar-sott-um-Settled-Status/">umsóknir hefðu borist</a> breskum stjórnvöldum frá íslenskum ríkisborgurum um „settled status“ og er þá heildartala umsókna frá þeim hópi komin yfir eitt þúsund.</p> <p>Árleg umræða um málefni hafsins fór fram í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrr í mánuðinum. Þar flutti <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2754517987904784/2754512557905327/?type=3&%3btheater">Jörundur Valtýsson</a>, fastafulltrúi Íslands gagnvart SÞ, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/10/General-Assembly-Oceans-and-the-Law-of-the-Sea/">ræðu og vakti athygli á</a> áherslu íslenskra stjórnvalda á hafið í formennsku Norðurskautsráðsins og norrænu ráðherranefndarinnar, enda heilbrigt lífríki hafsins kjarnaatriði í íslenskri utanríkisstefnu og grundvallarforsenda sjálfbærrar þróunar. </p> <p>Nokkrum dögum fyrr <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2752152218141361/?type=3&%3btheater">tilkynnti Jörundur</a> svo á framlagaráðstefnu neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (CERF) um árlegt 50 milljón króna framlag Íslands í sjóðinn samkvæmt endurnýjuðum rammasamningi fyrir árin 2020-23.</p> <p>Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í Moskvu, er í <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/a.185312791548520/2602693669810408/?type=3&%3btheater">forsíðuviðtali</a> nýjasta heftis tímaritsins Fiskifréttir. </p> <p>Í tilefni af afhendingu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2019 í Berlín efndi sendiráðið okkar þar í borg til ýmissa viðburða. Þannig sóttu 250 kvikmyndagerđarmenn, leikarar, stjórnendur, framleiðendur og blaðamenn <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/pcb.1427318280751767/1427316740751921/?type=3&%3btheater">samkomu í Felleshus</a>, menningarmiðstöð norrænu sendiráðanna. Árið 2020 verður verðlaunahátíðin haldin í Reykjavík. </p> <p>Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í London, ræddi um <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/photos/a.900663756612605/2884425618236399/?type=3&%3btheater">jafnrétti á vinnustöðum</a> og samfélaginu öllu á fundi Westminster Business Forum þann 11. desember. Nokkrum dögum áður tók Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra í Washington, þátt í umræðum um <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/photos/pcb.2945130808853863/2945136995519911/?type=3&%3btheater">konur og diplómasíu</a> á viðburði sem The Washington Diplomat stóð fyrir. </p> <p>Frá Kína bárust þau tíðindi fyrir viku að viðtal sem þekkt sjónvarpskona þar í landi tók við utanríkisráðherra í fyrra hefði <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/12/Vidtal-vid-utanrikisradherra-i-vidhafnarriti-Pheonix-TV/">ratað í viðhafnarrit</a> Phoenix-sjónvarpsstöðvarinnar. </p> <p>Og ljúkum þessum jólaföstudagspósti með fréttum frá Washington þar sem <a href="https://www.facebook.com/IAofWDC/photos/pcb.10158485330869237/10158485272394237/?type=3&%3btheater">jólaball var haldið</a> í sendiherrabústaðnum fyrir íslenskar barnafjölskyldur á svæðinu. Kertasníkir lét sig að sjálfsögðu ekki vanta þótt um langan veg hafi verið að fara. </p> <p>Við í upplýsingadeild utanríkisráðuneytisins óskum ykkur öllum gleðilegra jóla! </p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>
06.12.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 6. desember 2019<span></span> <p>Þótt aðventan sé gengin í garð halda annirnar í utanríkisþjónustunni áfram sem aldrei fyrr. Í vikunni bar hæst <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/04/Forsaetisradherra-raeddi-afvopnunarmal-loftslagsbreytingar-og-kynferdislegt-ofbeldi-a-fundi-leidtoga-Atlantshafsbandalagsins/">leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins</a> sem að þessu sinni var haldinn í Lundúnum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fundinn ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hermann Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, auk embættismanna úr utanríkisþjónustunni og forsætisráðuneytinu. Til viðbótar við leiðtogafundinn átti utanríkisráðherra tvíhliða fund með hollenska utanríkisráðherranum Stefan Blok og sótti móttöku Bretadrottningar í Buckingham-höll. </p> <p>Í dag greindum við svo frá því að á fjórða hundrað ákvarðana um upptöku gerða í EES-samninginn hafa verið teknar á þessu ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. Fjöldi upptekinna EES-gerða á þessu ári hefur stuðlað að því að <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/06/Upptokuhalli-EES-gerda-ekki-minni-i-sex-ar/">upptökuhallinn hefur ekki verið minni</a> í sex ár.</p> <p>Á undanförnum misserum hefur verið unnið að fjölgun afgreiðslustaða Schengen-vegabréfsáritana til Íslands til að bregðast við mikilli fjölgun umsókna. Í dag var <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/06/Frettir-fra-Schengen-aritanadeild/">opnað fyrir afgreiðslu</a> umsókna í Kuala Lumpur í Malasíu, en umsóknir verða fluttar þaðan til sendiráðsins í Nýju Delí til meðferðar.</p> <p>Guðni Bragason, fastafulltrúi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), ávarpaði <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/05/Island-lysir-studningi-vid-heildstaett-oryggi-a-OSE-svaedinu/">ráðherrafund í Bratislava</a> í vikunni fyrir hönd utanríkisráðherra. Í ávarpinu var ítrekaður stuðningur Íslands við sjálfstæði Úkraínu innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra.</p> <p>Þórir Ibsen heimasendiherra, tók í vikunni á móti <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/05/Evropuhopurinn-fundadi-i-utanrikisraduneytinu-med-Thori-Ibsen-heimasendiherra/">Evrópuhópnum</a> svokallaða í utanríkisráðuneytinu. Um er að ræða óformlegan hóp þeirra íslensku stofnana sem hafa umsjón með evrópskum og norrænum samstarfs- og styrktaráætlunum á Íslandi.<span>&nbsp; </span></p> <p>Kristín A. Árnadóttir, sendiherra jafnréttismála, stýrði ásamt Ann-Sofie Stude, sendiherra Finnlands, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/21/Kristin-A-Arnadottir-sendiherra-jafnrettismala-styrdi-malstofu-a-heimsthingi-Women-Political-Leaders/">málstofunni Women, Peace and Security Agenda - A Platform for Transformative Change</a> á heimsþingi alþjóðasamtakanna WPL, Women Political Leaders, Global Forum sem haldið var í Hörpu í nýliðnum mánuði.</p> <p>Þórður Ægir Óskarsson afhenti Fernando Arias, aðalframkvæmdastjóra Efnavopnastofnunarinnar í Haag, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/25/Thordur-Aegir-afhendir-trunadarbref-hja-Efnavopnastofnuninni-i-Haag/">trúnaðarbréf sitt</a> sem fastafulltrúi Íslands gagnvart stofnuninni fyrir skemmstu. Efnavopnastofnunin sér um framkvæmd á samningi um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna.<span>&nbsp; </span></p> <p>Nú í vikunni fór fram <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/pcb.2725804617486683/2725803150820163/?type=3&%3btheater">ársfundur</a> Uppbyggingarsjóðs EES í Ríga þar sem farið var yfir þau fjölmörgu og ólíku verkefni sem sjóðurinn styrkir í Lettlandi. Sigrún Bessadóttir <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/pcb.2725804617486683/2725803154153496/?type=3&%3btheater">tók þátt í fundinum</a> fyrir hönd sendiráðsins í Helsinki en það er einnig sendiráð Íslands gagnvart Lettlandi.</p> <p>Sendiráðið í Kanada og Þorleikur Jóhannesson, verkfræðingur og jarðvarmasérfræðingur hjá Verkís, hafa undanfarna daga gengist fyrir viðamikilli kynningu á nýtingu jarðvarma. Þeir Pétur Ásgeirsson sendiherra hafa ferðast vítt og breitt um landið og <a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/photos/pb.138605742937886.-2207520000../1842721655859611/?type=3&%3btheater">flutt fyrirlestra</a> um þennan græna orkugjafa. </p> <p>Í frétt á vefsíðu sendiráðsins í Stokkhólmi segir frá sýningunni <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/03/Sweden-International-Horse-Show-/">Sweden International Horse Show</a> sem þar fór fram. Sendiherra Íslands, Estrid Brekkan, ávarpaði keppendur og áhorfendur. Íslandsstofa var einnig á staðnum í gegnum verkefnið Horses of Iceland.</p> <p>Lyfjafyrirtækið Florealis hélt í síðustu viku <a href="https://www.facebook.com/IcelandinSE/photos/pcb.3067565649937575/3067538206606986/?type=3&%3btheater">viðburð</a> í embættisbústað sendiherrans í Stokkhólmi þar sem stjórnendum fyrirtækisins og fjárfestum gafst tækifæri til að ræða framtíðaráform sín og kynna kosti til fjárfestinga fyrir gestum.</p> <p>Nýsköpunarfyrirtækið <a href="https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1194873514044859&%3bset=pcb.1194877334044477&%3btype=3&%3btheater">Kerecis</a> var á meðal þátttakenda á ráðstefnunni Nordic-America Life Science Conference sem haldin var vestanhafs í vikunni. <a href="https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1194873670711510&%3bset=pcb.1194877334044477&%3btype=3&%3btheater">Íslandsstofa og aðalrræðisskrifstofan</a> í New York höfðu milligöngu um þátttökuna. <span></span></p> <p>Sendiráðið í Brussel fékk í vikunni góða heimsókn frá <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/pcb.1171397576403717/1171396596403815/?type=3&%3btheater">stjórnmálafræðinemum</a> frá háskólanum í Lille. Gunnar Pálsson sendiherra ávarpaði hópinn sem fékk síðan kynningu á störfum fastanefndarinnar.</p> <p>Í gær bauð Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra í Ósló, til <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2596545173793459/2596537650460878/?type=3&%3btheater">jóladjassmóttöku</a> í embættisbústaðnum þar sem ljúfir íslenskir jólatónar frá Marínu Ósk, Stínu Ágústs og Mikaels Mána ómuðu. Jóladjassinn <a href="https://www.facebook.com/events/967663426921946/?acontext=%7b%22ref%22%3a%223%22%2c%22ref_newsfeed_story_type%22%3a%22regular%22%2c%22feed_story_type%22%3a%2222%22%2c%22action_history%22%3a%22null%22%7d">dunar svo í Jónshúsi</a> í Kaupmannahöfn í kvöld. Fyrr í vikunni hitti okkar fólk í norsku höfuðborginni sjálfa <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2589977851116858/2589976347783675/?type=3&%3btheater">Línu langsokk</a>, eða öllu heldur sænsku leikkonuna Inger Nilsson sem lék hana í sígildum sjónvarpsþáttum.</p> <p>Sendiráð Íslands í Nýju-Delí tók annað árið í röð þátt í <a href="https://timesofindia.indiatimes.com/life-style/books/features/from-the-world-to-writer-back-how-word-travels/articleshow/72329278.cms?fbclid=IwAR0Gs6UTfW6tZT4JgQ_oOkf6gcVnNbRojI0Z1LfKdYarmKklKMrQDBSkJCo">Times Literature</a>-bókmenntahátíðinni. Guðrún Eva Mínervudóttir tók þátt í umræðum og sagði frá verkum sínum. </p> <p>Og talandi um bókmenntir sem bragð er af þá voru Fjalla-Bensi, hundurinn Leó og hrúturinn Eitill í aðalhlutverki í Felleshus, menningarmiðstöð norrænu sendiráðanna í Berlín í vikunni, þar sem <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/pcb.1424368021046793/1424354617714800/?type=3&%3btheater">Aðventa Gunnars Gunnarssonar</a> var lesin upp í þýskri þýðingu. María Erla sendiherra bauð viðstadda velkomna en um árvissa hefð er að ræða. </p> <p>Í tilefni af Alþjóðadegi mannréttinda á þriðjudag standa utanríkisráðuneytið, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir <a href="https://www.facebook.com/events/518983215495869/">áhugaverðu málþingi</a>. Þar verður rætt mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið standi vörð um mannréttindi og hvernig smærri ríki geta látið til sín taka á þeim vettvangi, en kjörtímabili Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna lýkur nú um áramótin. Utanríkisráðherra flytur opnunarávarp en Lina al-Hathloul, baráttukona fyrir mannréttindum kvenna í Saudi Arabíu, flytur hátíðarávarp. Í framhaldinu verða svo pallborðsumræður en á meðan panelista er Harald Aspelund, fastafulltrúi okkar í Genf. </p> <p>Á fimmtudag á utanríkisráðherra svo fund í Kaupmannahöfn með utanríkisráðherra Færeyja.</p>
29.11.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 29. nóvember 2019<span></span> <p>Heil og sæl. </p> <p>Nóvember er senn á enda runninn og aðventan að ganga í garð – og 101 árs fullveldisafmæli á sunnudag! Að venju er eitt og annað að frétta úr okkar ranni sem full ástæða er til að halda til haga. </p> <p>Í vikunni bar hæst <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/26/Utanrikisradherrar-Islands-og-Russlands-raeddu-nordurslodir-og-vidskipti/">heimsókn utanríkisráðherra til Moskvu</a> þar sem hann hitti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Tvíhliða samskipti, viðskipti og norðurslóðamál voru efst á baugi en ráðherrarnir undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu um áframhaldandi samstarf innan Norðurskautsráðsins. Í lok fundar afhenti Guðlaugur Þór Lavrov <a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/photos/pb.54662962022.-2207520000.0./10156659886987023/?type=3&%3btheater">íslenska landsliðstreyju</a> með áletruninni „Viktorsson“ en rússneski utanríkisráðherrann heitir fullu nafni Sergei Viktorovich Lavrov. </p> <p>Auk þess að hitta Lavrov tók utanríkisráðherra þátt í <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.616067768416494/2721235091233074/?type=3&%3btheater">viðskiptaviðburði</a> í sendiráði Íslands í Moskvu en viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum nítján fyrirtækjum, Íslandsstofu og fleiri aðilum var með í för. Þá flutti hann erindi í <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2723029357720314/2723027954387121/?type=3&%3btheater">rússnesku diplómataakademíunni</a> sem vakti lukku og ræddi við <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/pcb.2562853323794443/2562852803794495/?type=3&%3btheater">rússneska fjölmiðla um</a> Ísland og íslensk utanríkismál. </p> <p>Í dag ávarpaði utanríkisráðherra <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/29/Utanrikisradherra-a-nordurslodaradstefnu-i-Finnlandi/">alþjóðlega ráðstefnu</a> um málefni norðurslóða sem haldin var í Helsinki. Hann ræddi meðal annars alþjóðamál og tvíhliða samskipti á fundi með Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands.</p> <p>Við vendum nú kvæði okkar í kross og höldum frá Helsinki til Lundúna þar sem 31. <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/photos/pcb.2847682778577350/2847682665244028/?type=3&%3btheater">allsherjarþing alþjóðasiglingamálastofnunarinnar</a> (IMO) fór fram. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins, lagði áherslu á kynjajafnrétti, málefni norðurslóða og árangur Íslands í fækkun sjóslysa þegar hún ávarpaði þingið. Þurý Björk Björgvinsdóttir, varafastafulltrúi og Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og fastafulltrúi báru hitann og þungann af undirbúningi og tóku virkan þátt í þinginu. <span></span></p> <p>4. endurskoðunarráðstefna samningsins um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla og um eyðingu þeirra (APL samningurinn) hefur staðið yfir í Osló þessa vikuna og <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2581054552009188/2580703232044320/?type=3&%3bav=121851934504749&%3beav=AfaXkHaRAK2saxtceEaAl34DizgZg-S9DgDbVfKRgfwq1HbNPz7FicZFoEEjpLVRuqA&%3btheater">sóttu fulltrúar sendiráðs Íslands í Osló</a> hana fyrir hönd Íslands.</p> <p>Nú í vikunni fór fram <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2579171612197482/2579168655531111/?type=3&%3btheater">ársfundur Uppbyggingarsjóðs EES í Aþenu</a> þar sem farið var yfir þau fjölmörgu og ólíku verkefni sem sjóðurinn styrkir í Grikklandi. Karí Jónsdottir tók þátt í fundinum fyrir hönd sendiráðsins í Ósló en það er einnig sendiráð Íslands gagnvart Grikklandi. </p> <p>Okkar fólk í sendiráði Íslands í Lundúnum hélt á miðvikudag <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/photos/pcb.2850198531659108/2850172398328388/?type=3&%3btheater">ráðstefnu</a> með kollegum í norrænu sendiráðunum þar meðal annars var fjallað um réttindi borgara í kjölfar Brexit, bresku lögregluna og hvernig hún bregst við þegar hryðjuverkaárásir eiga sér stað í landinu og norrænt lögreglusamstarf.</p> <p><span>27. nóvember sóttu Nikulás Hannigan skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu og fulltrúar fastanefndar Íslands árlegan fund Global Strategy Group hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Í ár var þema fundarins öldrun þar sem aðildarríkin skiptust á skoðunum um hvernig þau gætu best mætt þeirri miklu áskorun sem vaxandi hlutfall aldraðra felur í sér. <br /> </span></p> <p><span></span>Ísland leiðir ásamt Rúanda sérstakt átak til hagræðingar hjá mannréttindaráði SÞ. Fastafulltrúarnir <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2719042931452290/2719042861452297/?type=3&%3btheater">kynntu tillögur</a> sínar um hagræðingu á opnum fundi í síðustu viku en þær gera ráð fyrir u.þ.b. tólf prósenta fækkun funda án þess að draga úr skilvirkni ráðsins.</p> <p>Í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/29/Islensk-menningarstarfsemi-blomstrar-i-Kina/">frétt á vefsíðu</a> sendiráðsins okkar í Peking er greint frá óvenjumikilli Íslandstengdri menningarstarfsemi í Kína í mánuðinum sem nú er að líða. Dans, tónlist og uppistand og meira að segja fótbolti koma þar við sögu. <span></span></p> <p>Talandi um menningu, þá var Jón Kalmann Stefánsson sérstakur gestur á <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/pcb.1416293395187589/1416280928522169/?type=3&%3btheater">bókmenntaviðburði í Felleshus,</a> menningarmiðstöð norrænu sendiráðanna í Berlín, í vikunni í tilefni af því að Saga Ástu er þar bók mánaðarins. Auður Ava Ólafsdóttir gladdi á meðan Stokkhólmsbúa með skáldskapargáfu sinni á <a href="https://www.facebook.com/IcelandinSE/photos/pcb.3055951267765680/3055949667765840/?type=3&%3btheater">viðburði</a> sem sendiráðið okkar í borginni kom að. </p> <p>Opnuð var í vikunni <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/27/Syning-i-Brussel-helgud-starfi-Uppbyggingarsjods-EES/">sérstök sýning</a> helguð Uppbyggingarsjóði EES í húsakynnum utanríkisþjónustu ESB (EEAS). Samanstendur sýningin af veggspjöldum sem gefa eiga mynd af hinu margbreytilega starfi sjóðsins í hinum fimmtán samstarfsríkjum hans innan ESB.</p> <p><a href="https://www.facebook.com/GonordicIndia/photos/a.111560830314430/115062846630895/?type=3&%3btheater">Norræn matargerðarvika</a> stendur nú yfir í Nýju-Delí í Indlandi þar sem tveir íslenskir kokkar, þau Hrefna Sætran og Gissur Guðmundsson, elda ásamt fleirum ljúffenga rétti úr úrvals hráefni. Go Nordic India stendur fyrir þessum viðburði með stuðningi sendiráða Norðurlanda í borginni. </p> <p>Og fyrst við erum byrjuð að tala um matarmenningu og aðra menningu er við hæfi að ljúka þessari yfirferð á þessari <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/a.124147881068820/1418014551682140/?type=3&%3btheater">skemmtilegu mynd</a> sem sendiráðið okkar í Berlín birti af tveimur sannkölluðum meisturum á sínu sviði. Víkingur Heiðar Ólafsson var ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í tónleikaferð um Þýskaland sem við sögðum frá í síðasta pósti og Friðrik okkar Sigurðsson sá um að allir væru vel mettir við það tækifæri. </p> <p>Í næstu viku fer fram leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Lundúnum og sækja forsætisráðherra og utanríkisráðherra fundinn fyrir Íslands hönd. Auk þess sækir utanríkisráðherra reglubundna fundi hér heima. </p> <p>Við óskum ykkur ánægjulegrar aðventu og gleðilegs fullveldisdags.</p>
22.11.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 22. nóvember 2019<span></span> <p>Heil og sæl. </p> <p>Það er full ástæða að taka saman föstudagspóst í dag því af nógu er að taka þegar viðburðir undangenginnar viku eru gerðir upp. </p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði góða ferð til Brussel í vikunni þar sem hann tók þátt í fundum annars vegar EES-ráðsins og hins vegar Atlantshafsbandalagsins. Á þeim fyrrnefnda <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/19/Innistaedutryggingar-til-umraedu-a-EES-radsfundi/">undirstrikaði hann gildi EES-samningsins</a> um leið og hann ítrekaði að <span></span>ekki kæmi til greina að Ísland tæki upp tilskipun um innistæðutrygginga nema að tryggt væri að þeim fylgdi ekki ríkisábyrgð. Á fundinum hjá NATO voru afvopnunarmál og ástandið í Sýrlandi til umræðu en einnig var ákveðið að <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/20/Afvopnunarmal-og-astandid-i-Syrlandi-efst-a-baugi-utanrikisradherrafundar/">skilgreina himingeiminn</a>&nbsp;s<span>em aðgerðasvið, eins og þegar hefur verið gert um loft, land, haf og netið.</span></p> <p>Í vikunni hittust fulltrúar ríkjanna átta og sex samtaka frumbyggja sem aðild eiga að Norðurskautsráðinu í fyrsta skipti í formennskutíð Íslands, auk fulltrúa vinnuhópanna sex og yfir þrjátíu áheyrnaraðila, á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/21/Folk-og-samfelog-i-brennidepli-a-Hveragerdisfundi-Nordurskautsradsins/">allsherjarfundi embættismannanefndarinnar</a>. Hótel Örk í Hveragerði var vettvangur fundarins og vakti hann <a href="https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/tiufrettir/25206?ep=88bf9l">athygli fjölmiðla</a>. </p> <p>Í dag tók utanríkisráðherra á móti <a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/photos/pcb.10156650088622023/10156650084907023/?type=3&%3btheater">Mariu Ressa</a>, reyndri og margverðlaunaðri blaðakonu og stofnanda fjölmiðilsins Rappler á Filippseyjum, sem hér var stödd í tengslum við kvennaráðstefnuna í Hörpu. Hún greindi utanríkisráðherra frá því að frumkvæði Íslands á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sl. sumar, sem lyktaði með samþykkt ályktunar um mannréttindaástandið á Filippseyjum, hefði skipt miklu máli. </p> <p>Varnarmálaráðherrar NORDEFCO, varnar- og öryggismálasamstarfs Norðurlanda<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2712142215475695/2712141495475767/?type=3&%3bav=121851934504749&%3beav=AfbDE7lKL28iOTNESP3KTvGq59KhPKuy7SB8_35vwbz1CbdawOdaKQc99-hy66K-dhE&%3btheater">, funduðu í Stokkhólmi</a> fyrr í þessari viku en áttu auk þess fundi með varnarmálaráðherrum Eystrasaltsríkja og öðrum sem tilheyra svonefndum Norðurhópi. <span></span>Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, sótti fundinn í fjarveru utanríkisráðherra. Tíu ár eru um þessar mundir frá því að NORDEFCO-samstarfið hófst og af því tilefni rituðu ráðherrarnir <a href="https://www.frettabladid.is/skodun/norraent-varnarsamstarf-i-aratug/">sameiginlega blaðagrein.</a> </p> <p><a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2705273952829188/?type=3&%3btheater">Sandie Okoro</a>, annar tveggja varaforseta Alþjóðabankans og aðallögfræðingur bankans, átti í vikubyrjun fund með Sturlu Sigurjónssyni ráðuneytisstjóra. Okoro er baráttukona og talsmaður jafnréttismála, valdeflingar kvenna og mannréttindamála. </p> <p>Þróunarsamvinnuskrifstofa fékk svo forseta þjóðþings Malaví, Catherine Gotani Hara og tveimur þarlendar þingkonur í heimsókn.</p> <p>Af vettvangi sendiskrifstofanna er að venju sitthvað að frétta. Embættisbústaðnum í Ósló var breytt í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2560318190749491/2560267890754521/?type=3&%3btheater">vinnustofu</a> í á þriðjudag þegar Íslandsstofa í samstarfi við sendiráðið skipulagði þar ferðaþjónustuviðburð. Átta íslensk fyrirtæki kynntu áfangastaðinn Ísland og starfsemi sína fyrir fullu húsi. Daginn eftir tók sendiráðið <a href="https://www.facebook.com/IcelandinSE/photos/pcb.3034205356606938/3034203209940486/?type=3&%3btheater">okkar í Stokkhólmi</a> við þessum sama hópi og í gær efndi svo sendiráðið í Kaupmannahöfn til <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/pcb.2472296332807804/2472295912807846/?type=3&%3btheater">sambærilegs viðburðar</a>. </p> <p>Í tilefni af sérstökum loftslagsdegi stóðu sendiherrar Norðurlanda í Washington, þar á meðal Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands, fyrir svokölluðum <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/photos/a.303051823061788/2905859312781013/?type=3&%3btheater">Townhall-viðburði</a> á Twitter þar sem þeir svöruðu spurningum fólks um loftslagsmál. Viðburðurinn <a href="https://twitter.com/unfoundation/status/1197191465673383936">heppnaðist prýðilega</a>. </p> <p>Árni Þór Sigurðsson, sendiherra í Helsinki, og Helen Talli, kjörræðismaður Íslands í Eistlandi, tóku þátt í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/a.141997529200751/2688495661217579/?type=3&%3btheater">Norðurlandaviku</a> sem fram fór í eistnesku borginni Narva. Sama dag sótti Sigrún Bessadóttir, sendiráðinu í Helsinki, <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/pcb.2688890317844780/2688889024511576/?type=3&%3btheater">ársfund Uppbyggingarsjóðs EES</a> og Eistlands í Tallinn.</p> <p>Á fundi vísindanefndar UNESCO fyrr í þessari viku samþykktu aðildarríki stofnunarinnar að nýstofnuð <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/22/Ny-Thekkingarmidstod-throunarlanda-a-Islandi-starfraekt-undir-merkjum-UNESCO/">Þekkingarmiðstöð þróunarlanda</a> á Íslandi geti starfað undir merkjum UNESCO.</p> <p>Sendiráð Íslands í Peking skipulagði í samvinnu við Íslandsstofu og Icelandic Startups þátttöku íslenskra nýsköpunarfyrirtækja á&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/18/Islensk-nyskopunarfyrirtaeki-heimsaekja-Shenzhen/">tæknisýningunni China Hi-Tech Fair</a>&nbsp;í Shenzhen fyrir skemmstu.</p> <div>Gert hefur verið <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/21/Ny-taekifaeri-fyrir-islenska-myndlistarmenn-samstarf-vid-Kunstlerhaus-Bethanien-i-Berlin/">samkomulag um vinnustofudvöl</a> fyrir íslenska myndlistarmenn við listastofnunina Künstlerhaus Bethanien í Berlín, til næstu fimm ára. Dvölin veitir listamönnum sem þar dvelja aðgengi að öflugu alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans.</div> <p>Nú standa yfir <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/a.290844954399111/1405322999617962/?type=3">bókahátíðir í Stuttgart og Karlsruhe</a> (Baden-Württemberg) þar sem Ísland er á báðum stöðum heiðursland. María Erla Marelsdóttir endiherra skrifaði formála í dagskrárbækling Stuttgart hátíðarinnar og staðgengill tók þátt í pallborðsumræðum á báðum stöðum á sitt hvoru opnunarkvöldinu. Ekki er svo hægt að ræða um íslenska menningu og Þýskaland þessa daga án þess að nefna tónleikaferð Víkings Heiðars og Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar.&nbsp;</p> <p><span>Sendiráðið í London fékk góðan gest í dag, engan annan en <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/photos/a.900663756612605/2836260429719585/?type=3&%3btheater">Sir David Attenborough</a>. Það var sannarlega heiður að ræða við þennan merkilega mann m.a. um loftslagsbreytingar, umhverfismál og plast í hafi. Það síðastnefnda er einmitt þema ráðstefnu sem íslensk stjórnvöld standa fyrir í apríl 2020.&nbsp;</span></p> <p>Sendiráðið okkar í Ottawa sýndi á dögunum í samvinnu við Carleton-háskóla <a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/photos/pcb.1822633704535073/1822620464536397/?type=3&%3btheater">heimildarmyndina Seeing the Unseen</a> þar sem sautján íslenskar konur segja frá lífi sínu með einhverfu. </p> <p>20. nóvember er dagur barnsins og af því tilefni var sagt frá því í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/11/20/Stor-hluti-throunarsamvinnuverkefna-i-thagu-barna/">Heimsljósi</a> að stór hluti alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands rennur beint og óbeint til verkefna sem tengjast börnum og réttindum þeirra. „Öll þessi verkefni og mörg önnur hafa lífsbætandi áhrif á börn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í umfjöllun Heimsljóss. </p> <p>Og að lokum vakti verðskuldaða athygli í vikubyrjun þegar fulltrúa íslensku utanríkisþjónustunnar bar á góma í hinum geysivinsælu <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2702367616453155/?type=3&%3btheater">sjónvarpsþáttum Krúnan</a> (e. <em>The Crown</em>). </p> <p>Á meðal þess sem utanríkisráðherra tekur sér fyrir hendur í næstu viku er ferð til Moskvu þar sem hann hittir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Þá sækir hann fund í Helsinki á vegum finnsku formennskunnar í ESB sem ber yfirskriftina Clean and Global North.</p>
15.11.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 15. nóvember 2019<span></span> <p>Heil og sæl. </p> <p>Hálfur mánuður er liðinn frá síðasta föstudagspósti og því hefur eitt og annað safnast í sarpinn á þeim tíma. </p> <p>Byrjum á glænýrri frétt frá New York. Ályktun um <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/15/Althjodlegur-jafnlaunadagur-ad-frumkvaedi-Islands/">alþjóðlegan jafnlaunadag</a>, sem Ísland var í forystu fyrir, var samþykkt einróma í mannréttindanefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í dag.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók þátt í <a href="https://www.islandsstofa.is/vidburdir/samstarf-i-thagu-utflutningshagsmuna---samtalsfundur-a-akureyri?fbclid=IwAR0SQpp9q_gIvYWNS2ITYtPFymU3vzITXw30vz-PsGgfGKR3WDxac957zg4">samtalsfundi Íslandsstofu og utanríkisráðuneytsins</a> í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á miðvikudaginn þar sem samstarf og þjónusta við íslenska útflytjendur var á dagskránni. Þá flutti ráðherra ræðu á ráðstefnu í tilefni af <a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/photos/pcb.10156625310942023/10156625310787023/?type=3&%3btheater">alþjóðadegi</a> millilandaráðanna í vikunni en hún var liður í samstarfi utanríkisráðuneytisins og millilandaráðanna. </p> <p>Í síðustu viku fór Guðlaugur Þór ásamt viðskiptasendinefnd skipaða fjörutíu fulltrúum frá þrjátíu íslenskum fyrirtækjum til <a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/photos/pcb.10156622793387023/10156622791372023/?type=3&%3btheater">San Francisco í Kaliforníu</a>. Tilgangur ferðarinnar var að fræðast um efnahagsþróun, nýsköpun og tæknigeirann í Bandaríkjunum og koma á tengslum við fyrirtæki og fjárfesta á vesturströndinni. Aðalræðisskrifstofan í New York hafði veg og vanda af skipulagningunni.</p> <p>Íslensk og bresk stjórnvöld hafa komist að <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/04/Islendingum-og-Bretum-afram-kleift-ad-flytjast-milli-rikjanna-eftir-Brexit/">samkomulagi um fólksflutninga</a> milli ríkjanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB) og Evrópska efnahagssvæðinu (EES), fari svo að útgangan verði án samnings við ESB. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, undirrituðu samkomulagið í utanríkisráðuneytinu þann 4. nóvember.</p> <p>Fulltrúar Íslands áréttuðu áform ríkisstjórnarinnar um auknar aðgerðir á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/14/Island-itrekar-skuldingar-a-svidi-kyn-og-frjosemisheilbirgdismala/">alþjóðaráðstefnu</a> um mannfjölda og þróun í Naíróbí í Kenya sem, fram fór í vikunni. Á fundum þeirra samhliða ráðstefnunni voru jafnréttis- og heilbrigðismál í brennidepli.</p> <p>Nóg er að frétta af vettvangi sendiskrifstofanna. Þannig var fyrsta vika nóvembermánaðar <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/08/Samrad-a-svidi-vidskipta-althjoda-og-oryggismala-i-brennidepli-i-Washington-DC/">sértaklega annasöm</a> hjá fulltrúum íslenskra stjórnvalda sem sóttu ýmsa fundi í Washington. Þar bar hæst árlegt samráð Bandaríkjanna og Íslands á sviði alþjóða- og öryggismála, samráðsfund EFTA ríkjanna og aðalsamningamanns Bandaríkjaforseta (US Trade Representative) og ýmsa fundi með bandarískum stjórnmála- og embættismönnum. </p> <p>Í dag var haldið að frumkvæði Íslands, sem gegnir nú formennsku í EES/EFTA samstarfinu, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/15/Tveggja-stoda-kerfi-EES-samningsins-raett-a-fjolsottu-malthingi-i-Brussel/">málþing í Brussel</a> um tveggja stoða kerfi EES-samningsins. Tilefnið var meðal annars 25 ára afmæli samningsins.</p> <p>Ný ræðisskrifstofa Íslands í Vilníus, Litáen, var <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/05/Ny-raedisskrifstofa-Islands-opnud-i-Vilnius/">opnuð við hátíðlega athöfn</a> á þriðjudag í síðustu viku. Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands gagnvart Litáen, opnaði skrifstofuna formlega að viðstöddum fjölda gesta og naut aðstoðar nýs ræðismanns, Dalius Radis, og Arunas Jievaltas sendiherra og yfirmanns ræðismála í utanríkisráðuneyti Litáen. Árni Þór flutti svo <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/a.672590106141488/2662324180501394/?type=3&%3btheater">fyrirlestur</a> við alþjóðamálastofnun Vilníusarháskóla um áhrif smáríkja.</p> <p>Unnur Orradóttir Ramette afhenti í dag forseta Eþíópíu <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/15/Afhenti-trunadarbref-gagnvart-Ethiopiu-og-Afrikusambandinu/">trúnaðarbréf sitt</a> sem sendiherra Íslands með aðsetur Kampala í Úganda. Síðdegis afhenti Unnur svo framkvæmdastjóra Afríkusambandsins trúnaðarbréf sitt. Fyrir skemmstu hélt Unnur svo <a href="https://www.thereporterethiopia.com/article/nordics-offer-energy-solutions-ethiopia?fbclid=IwAR2aTpsF8xN2IQUyBW6NgosvsdfTffuvutiIrAdYqCMRW3MYa0nvuTs5I2o">ræðu á ráðstefnu</a> um Norðurlönd og grænar orkulausnir og orkuskipti sem fram fór í Addis Ababa. </p> <p>Í vikunni var átakshópnum <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/13/International-Gender-Champions-hleypt-af-stokkunum-i-Paris/">International Gender Champions</a> hleypt af stokkunum í París að viðstöddum Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Kristjáni Andra Stefánssyni sendiherra sem tók þátt í pallborðsumræðum af þessu tilefni.</p> <p>Jafningarýni mannréttindaráðsins fór af stað af krafti með rýni á stöðu mannréttinda á Ítalíu í vikubyrjun en sem fyrr er Ísland með tilmæli til allra ríkja með áherslu á afnám dauðarefsinga, jafnrétti kynjanna og réttindi LGBTI einstaklinga. Þannig setti Ísland fram <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2687145574642026/2687143411308909/?type=3&%3btheater">afgerandi tilmæli til Írans</a> við hvað varðar dauðarefsingar, réttindi kynjanna og réttindi LGBTI einstaklinga. </p> <p>Nokkrum dögum fyrr sótti fulltrúi Íslands í Genf fund <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2671308976225686/2671296912893559/?type=3&%3btheater">fjallahópsins svonefnda</a>, sem eru líkt þenkjandi ríki í alþjóðasamstarfi, en hann fór fram í Liechtenstein. </p> <p>Nokkur þessara ríkja, þar á meðal Ísland, voru einmitt <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/02/Althjodadagur-til-ad-stodva-refsileysi-fyrir-afbrot-gegn-fjolmidlafolki.-/">aðilar að yfirlýsingu</a> um að stöðva refsileysi fyrir afbrot gegn fjölmiðlafólki á fastaráðsfundi ÖSE á dögunum. Noregur flutti yfirlýsinguna fyrir hönd ríkjanna.</p> <p>Í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/fastanefnd-islands-hja-sameinudu-thjodunum/raedur/stok-raeda/2019/11/07/Statement-to-the-Third-Committee-on-by-Ragnar-Thorvardarson-First-Secretary/">jómfrúarræðu sinni</a> á vettvangi Sameinuðu þjóðanna mælti Ragnar Þorvarðarson fyrir ályktun um aðild Íslands að stjórn (ExCom) Flóttamannastofnunar SÞ.</p> <p>Sendiherra Íslands, Estrid Brekkan, átti í fyrradag <a href="https://www.facebook.com/IcelandinSE/photos/a.535777343116431/3019682871392520/?type=3&%3btheater">góðan fund</a> með fulltrúum sænska þingsins á þingmannaráðstefnu um norðurslóðamál þar sem rætt var um framvindu formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og samvinnu um málefni norðurslóða.</p> <p>Alþjóðleg vörusýning helguð innflutningi til Kína, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/12/Islensk-thatttaka-a-innflutningskaupstefnunni-i-Sjanghae/">China International Import Expo</a>, var haldin í annað sinn í Shanghai dagana 4.-9. nóvember sl. Þjóðarleiðtogar víðs vegar að sóttu opnunarviðburð sýningarinnar í ár og var Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra á meðal gesta fyrir Íslands hönd.</p> <p>Íslensk viðskiptanefnd undir forystu Sigríðar Snævarr sendiherra heimsótti í vikunni <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/15/Vidskiptanefnd-i-Singapur/">Singapúr og kínversku borgina Shenzhen</a> til að kynna íslensk sprotafyrirtæki og það sem þau hafa fram að færa.</p> <p>María Erla Marelsdóttir, sendiherra í Berlín, opnaði kaupstefnuna <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/pcb.1394277584055837/1394274964056099/?type=3&%3btheater">Krankenhaus Karawan</a> í Berlín í síðustu viku þar sem norræn sprotafyrirtæki í heilbrigðisgeiranum kynntu vörur sínar og þjónustu. </p> <p>Okkar fólk í Lundúnum ásamt fulltrúum Íslandsstofu létu sig ekki vanta á ferðakaupsstefnuna <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/photos/pcb.2793308670681428/2793298164015812/?type=3&%3btheater">World Travel Market</a> sem fram fór í borginni 4.-6. nóvember. Síðar í sömu viku stóð sendiráðið okkar í Stokkhólmi vaktina á <a href="https://www.islandsstofa.is/frettir/reykjavik-hlytur-gullverdlaun-sem-afangastadur?fbclid=IwAR2jnSsMEs0qX90F7OVjRZVehuDCc-3Dwc02lSVpcndLWTGgUnd9MJJSzsY">Travel News Market</a> fyrir hönd Íslandsstofu og kynnti land og þjóð fyrir áhugasömum aðilum úr ferðamálaiðnaðinum. </p> <p>Í gær bauð Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra í Ósló, til <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2549534391827871/2549496925164951/?type=3&%3btheater">móttöku í embættisbústaðnum</a> í tilefni dags íslenskrar tungu. Barnabókahöfundurinn Áslaug Jónsdóttir og íslandsvinurinn og rithöfunduinn Mette Karlsvik héldu erindi um verkin sín. </p> <p>Sendiráð Íslands í Tókýó, í samstarfi við einn stærsta bókaútgefanda Japans og útgáfufélagið Twin Engine, hélt á dögunum <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/07/Vikinga-manga-i-Tokyo/">málstofu í Rikkyo-háskóla</a> í Tókýó um íslenskar fornbókmenntir og áhrif þeirra á japanska myndasögu- og teiknimyndahefð. </p> <p>Í gær fór fram kynning á skýrslu um <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/pcb.2458962610807843/2458961997474571/?type=3&%3btheater">stöðu norrænna feðra</a> á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og UN Women í UN City í Kaupmannahöfn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og faðir fimm barna, ræddi um stöðu íslenskra feðra, feðraorlof og staðalímyndir.</p> <p>Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington, var gestur í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/photos/a.588994234467544/2882945368405741/?type=3&%3btheater">morgunþætti ABC7-sjónvarpstöðvarinnar</a> á dögunum þar sem hún ræddi um Ísland, utanríkismál, hlutverk diplómata í breyttum heimi og mikilvægi samstarfs.</p> <p>Í vikunni greindi Heimsljós frá <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/11/13/Verkefnid-leiddi-til-augljosra-framfara-a-svidi-jardhitathrounar/">jákvæðum niðurstöðum óháðrar lokaúttektar</a> á svæðaverkefni sem Ísland leiddi í jarðhitamálum í Austur-Afríku. Að venju er Heimsljós annars fullt af áhugaverðum fréttum um þróunar- og mannúðarmál.</p> <p>Utanríkisráðherra situr ekki auðum höndum á næstunni frekar en vanalega. Í næstu viku sækir hann fundi EES-ráðsins í Brussel og fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins. Í síðustu viku nóvember fer ráðherra til fundar við Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Svo heldur hann til Parísar þar sem þau framkvæmdastjóri UNESCO<span style="background: white; font-family: Calibri; color: black;"> </span>undirrita samkomulag sem kveður á um að Þekkingarmiðstöð þróunarlanda, sem&nbsp;hlotið hefur nafnið Gró,&nbsp;verður gerð að&nbsp;svokallaðri Category 2 miðstöð undir merkjum&nbsp;UNESCO. Í sömu viku&nbsp;sækir hann einnig fund í Helsinki á vegum finnsku formennskunnar í ESB sem ber yfirskriftina Clean and Global North. </p> <p>Fleira er það ekki að sinni. Bestu kveðjur frá upplýsingadeild UTN! </p>
01.11.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 1. nóvember 2019<span></span> <p>Heil og sæl. </p> <p>Upplýsingadeildin heilsar ykkur á allraheilagramessu, 1. nóvember, og færir ykkur ekki grikk heldur gott í formi föstudagspóstsins góðkunna.</p> <p>Norðurlandaráðsþingið í Stokkhólmi setti mikinn svip á þessa fjörugu viku sem nú er senn að baki. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók þátt í umræðum um utanríkis- og öryggismál og sat auk þess fundi utanríkisráðherra og þróunarmálaráðherra sem fram fóru samhliða þinginu. Á utanríkisráðherrafundinum náðist <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/30/Bjorn-Bjarnason-hofundur-nyrrar-skyrslu-um-norraena-althjoda-og-oryggissamvinnu/">samstaða um að fela Birni Bjarnasyni</a> að skrifa nýja skýrslu um norrænt utanríkis- og öryggismálasamstarf. Þá átti hann fundi með utanríkisráðherra Færeyja og skrifaði undir samkomulag Íslands, Noregs, Danmerkur og Færeyja um skiptingu landgrunns á Ægisdjúpi.</p> <p>Daginn áður stýrði Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, fimmta og síðasta <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/29/Lokafundur-samstarfsradherra-a-formennskuari-Islands-i-Norraenu-radherrranefndinni/">fundi samstarfsráðherra</a> á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og á lokadegi <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/31/Sigurdur-Ingi-flutti-skyrslur-um-norraent-samstarf-a-thingi-Nordurlandarads/">þingsins flutti hann skýrslur</a> um norrænt samstarf. Í þeim er greint frá því helsta sem hefur áunnist á árinu í formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem nú er senn á enda. </p> <p>Í dag lauk <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/01/Ahersla-a-ad-midla-af-reynslu-Islands-i-jafnrettismalum/">ráðstefnunni</a>&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/31/Jafnretti-til-utflutnings/">Jafnrétti til útflutnings</a> sem utanríkisráðuneytið stóð fyrir í samvinnu við Uppbyggingarsjóð EES, Portúgal og Noreg. Þar var meðal annars kynnt hvað íslensk samtök og stofnanir hafa upp á að bjóða, þ.e. hvaða leiðir hafa verið farnar og hvaða aðferðir þróaðar sem skilað hafa árangri í jafnréttisbaráttunni hér á landi og gætu nýst í samstarfsríkjum Uppbyggingarsjóðs EES. Hægt var að fylgjast með ráðstefnunni í <a href="https://livestream.com/accounts/11153656/events/8876466/player?fbclid=IwAR0OrEboPNF9mRxhTxVzTljERr_jt3kZwXC_j3I1sdbyIYlm7H4UjOTwLLE">beinu netstreymi</a> og utanríkisráðherra <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/10/31/Uppbygging-i-aldarfjordung/?fbclid=IwAR0TTw-mqNZd-wqc1qtleeSQ6iP64fyVHDO_G1JTL-VIwS35lZmKYTIsimI">ritaði blaðagrein</a> af þessu tilefni.</p> <p>Utanríkisráðherra tók einnig þátt í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/01/Stofnfundur-Russnesk-islenska-vidskiptaradsins/">stofnfundi Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins</a>&nbsp;í dag en hann fer til Moskvu til fundar við rússneska ráðamenn í lok mánaðarins og verður&nbsp;<a href="https://www.islandsstofa.is/vidburdir/vidskiptasendinefnd-til-russlands">viðskiptasendinefnd&nbsp;</a>með í för.</p> <p>Nóg er að frétta af vettvangi sendiskrifstofanna. Okkar fólk í sendiráðinu í Peking tók vel á móti <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/31/Sjavarutvegs-og-landbunadarradherra-heimsaekir-Kina/">sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</a> sem heimsótti Kína í vikunni. </p> <p><a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/photos/a.290595790952741/2783170528361909/?type=3&%3btheater">Á dögunum heimsóttu</a> Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri og Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Lundúnum, Írland en það er eitt sex umdæmisríkja sendiráðsins. Þeir tóku m.a. þátt í ráðstefnunni Ireland &amp; the Nordic-Baltic 8: Working together for a Secure, Sustainable &amp; Digital Europe. Og talandi um Stefán Hauk þá ræddi hann landsmenn um Brexit í <a href="https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/27717?ep=88ai42&%3bfbclid=IwAR0qYKtPC2Hk8HUhzrqf3YoAppqXLUKw1FLdViwL8wdSNFJj863wovzk5g8">fréttum RÚV</a> í vikunni, daginn sem Bretar áttu að ganga úr ESB en frestuðu enn um sinn. </p> <p>Á miðvikudag hitti Gunnar Pálsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart Evrópusambandinu, <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/pcb.1140710832805725/1140710189472456/?type=3&%3btheater">sameiginlegu EES-þingmannanefndina</a> fyrir hönd EES-EFTA ríkjanna. Þar kynnti hann nefndinni m.a. stöðuna á EES-samstarfinu og skýrði frá sameiginlegu áliti ríkjanna um framtíð innri markaðarins eftir 2019.</p> <p>Viðskipti EFTA-ríkjanna og Kólumbíu voru til umræðu á fundi <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2664927356863848/2664914640198453/?type=3&%3btheater">fríverslunarnefndarinnar</a> í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, dagana 29.-30. október. Katrín Einarsdóttir var fulltrúi Íslands. </p> <p>Í Genf fór í vikunni fram ráðstefna um framgang Peking-framkvæmdaáætlunarinnar um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og tók Ísland að sjálfsögðu <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2661005097256074/2661002913922959/?type=3&%3btheater">virkan þátt</a>!</p> <p>Árni Þór Sigurðsson, sendiherra í Helsinki, <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/pcb.2646244232109389/2646212782112534/?type=3&%3btheater">ávarpaði gesti</a> við opnun sýningarinnar NORDISKULPTUR í Galleria Sculptor í Helsinki. Sýningin er samsýning listamannanna Páls Hauks og Pia Männikkö</p> <p>Málefni norðurslóða hafa verið á <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/01/Nordurslodir-a-dagskra-i-Washington-DC/">dagskrá sendiráðsins</a>&nbsp;í Washington síðustu daga en í vikunni tóku Bergdís Ellertsdóttir sendiherra og Hreinn Pálsson sendifulltrúi þátt í norðurslóðarviðburðum í borginni. Bergdís Ellertsdóttir flutti erindi á ráðstefnu fræðimanna um málefni norðurslóða sem kostað er af Fulbright stofnuninni auk þess að bjóða stjórn Fulbright og þátttakendum í ráðstefnunni til móttöku í sendiherrabústaðnum. </p> <p>Hannes Heimisson sendiherra heimsótti Jakarta í Indónesíu í vikunni þar sem fyrirtækin Mannvit og Verkís hafa opnað skrifstofu. Mikil uppbygging á sér stað í nýtingu jarðhita í Indónesíu og hitti Hannes meðal annars hóp <a href="https://www.facebook.com/mannvit/photos/a.10152313938376584/10157862158141584/?type=3&%3btheater">indónesískra útskriftarnema</a> úr jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra í Ósló, hélt sína fyrstu ræðu á norsku þegar hún bauð gesti velkomna á sýningu myndarinnar <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2511992665582044/2511904088924235/?type=3&%3btheater">Hvítur, hvítur dagur</a> á norrænni kvikmyndahelgi um síðustu helgi. Sendiráðið kom að skipulagningu þessa viðburðar. </p> <p>Íslenskur <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/11/01/Island-skipar-ungmennafulltrua-hja-Sameinudu-thjodunum-a-svidi-loftslagsmala/">ungmennafulltrúi</a> hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála verður valinn í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa í málaflokknum Ungmennafulltrúi.</p> <p>Þá heldur utanríkisráðherra til San Francisco í næstu viku þar sem hann verður í forsvari fyrir viðskiptasendinefnd Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins. </p> <p>Góða helgi öll sömul! </p> <p>&nbsp;</p> <div id="gtx-trans" style="position: absolute; left: 273px; top: 539.099px;"> <div class="gtx-trans-icon">&nbsp;</div> </div>
25.10.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 25. október 2019<span></span> <p>Heil og sæl. </p> <p>Hálfur mánuður er liðinn frá síðasta föstudagspósti og full ástæða til að taka saman það helsta sem borið hefur til tíðinda hér heima og heiman síðan þá. </p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fyrir skemmstu <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/20/Utanrikisradherra-a-arsfundum-Althjodabankans-og-Althjodagjaldeyrissjodsins/">ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins</a> í Washington DC. Ráðherra tók meðal annars þátt í fundum þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins<span>&nbsp; </span>fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna en Ísland leiðir kjördæmið um þessar mundir.</p> <p>Fáeinum dögum áður var mikið um dýrðir í Berlín þegar því var fagnað að tuttugu ár eru liðin frá formlegri opnun norrænu sendiráðsbygginganna í Berlín. Guðlaugur Þór setti <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/17/Utanrikisradherrar-Nordurlanda-og-Thyskalands-fognudu-20-ara-afmaeli-sendiradanna-i-Berlin/">afmælishátíðina</a> sem utanríkisráðherrar hinna norrænu ríkjanna og Þýskalands sóttu. Talsvert var fjallað um þennan viðburð, meðal annars í <a href="https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/10/17/flaggskip_og_onnur_diplomatisk_listaverk/">bráðskemmtilegri grein</a> á mbl.is. Við bjuggum til <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/videos/1020577618283989/">stutt myndband</a> af þessu tilefni þar sem <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2633584079998176/2633582263331691/?type=3&%3btheater">fimmarmaskóflan</a> skemmtilega kom við sögu. </p> <p>Íslandsstofa kynnti á miðvikudag <a href="https://www.islandsstofa.is/frettir/skyrsla-um-langtimastefnumotun-fyrir-islenskan-utflutning">nýja stefnumótun</a> stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning. Utanríkisráðherra <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/10/23/Avarp-utanrikisradherra-a-fundi-Islandsstofu-um-stefnumotun-stjornvalda-og-atvinnulifs-fyrir-islenskan-utflutning/">flutti ræðu </a>á fundinum þar sem stefnan var kynnt. Utanríkisráðherra tók svo þátt í kynningarfundi um stefnuna á Egilsstöðum á fimmtudag.</p> <p>Uppbyggingarsjóður EES var á dagskrá alþjóðlegrar tveggja daga hitaveituráðstefnu Samorku í lok þessarar viku. Guðlaugur Þór Þórðarson <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2649526181737299/?type=3">opnaði ráðstefnuna</a> en Þórir Ibsen sendiherra og stjórnamaður Íslands í Uppbyggingarsjóðnum flutti erindi um sjóðinn og stuðning hans við verkefni á sviði endurnýjanlegra orkugjafa og þá sérstaklega nýtingu á jarðvarma.</p> <p>Skemmst er svo að minnast vel heppnaðs <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/13/Thatttaka-utanrikisradherra-i-Hringbordi-nordursloda/">Hringborðs norðurslóða</a>. Utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytið tóku virkan þátt í ráðstefnunni og átti Guðlaugur Þór auk þess fundi með nokkrum þeirra ráðherra, þingmanna og annarra stjórnmálamanna sem hana sóttu.</p> <p>Fulltrúar Barnaheilla, Save the Children, afhentu utanríkisráðherra<a href="https://www.visir.is/g/2019191029303?fbclid=IwAR0sOjYCddQ6b_v7O-jZ5oNMsLX7esiOJv38wNq-2T1af1N6NYuNkSMl8Vc"> áskorun</a> í vikunni um að stöðva stríð gegn börnum.</p> <p>Davíð Logi Sigurðsson hélt <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.616067768416494/2643346569021927/?type=3&%3btheater">ræðu Íslands</a> í mannréttindanefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag þar sem fram fór almenn umræða um ástand mannréttinda í heiminum. Á fimmtudag tók svo <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2648268685196382/2648263208530263/?type=3&%3btheater">fastanefndin</a> þátt í almennri umræðu í mannréttindanefndinni með Victor Madrigal-Borloz, sérfræðingi Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn ofbeldi og mismunun byggðri á kynhneigð og kynvitund fólks.</p> <p>Okkar fólk í sendiráði Íslands í Tókýó hafði í nógu að snúast í vikunni þegar íslensku forsetahjónin, þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, komu í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/25/Opinber-heimsokn-forseta-Islands-til-Japans/">opinbera heimsókn</a>. Forseti var í vikunni viðstaddur krýningu nýs Japanskeisara við hátíðlega athöfn í Tókýó og átti auk þess fundi með þarlendum ráðamönnum. </p> <p>Í vikubyrjun var <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/21/Forseti-Islands-vidstaddur-islenska-leiksyningu-i-Vinarborg/">forsetinn svo í Vínarborg</a> þar sem hann sótti frumsýningu á leikverkinu Edda eftir Mikael Torfason undir leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar í Burgtheater í Vínarborg. Guðni Bragason, fastafulltrúi í Vínarborg, hélt hádegisverðarboð til heiðurs forseta daginn eftir frumsýninguna.</p> <p>Ráðstefnan <a href="https://ourocean2019.no/">Our Ocean</a> var haldin fyrr í vikunni í Osló. Ingibjörg Davíðsdótti sendiherra stjórnaði vel sóttum <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2501314809983163/2501280556653255/?type=3&%3btheater">pallborðsumræðum á hliðarviðburði</a> á vegum Norðurskautsráðsins en á meðal ræðumanna voru þeir Stefán Skjaldarson og Magnús Jóhannesson. </p> <p>Harald Aspelund, fastatrúi Íslands og varaforseti mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, tók þátt í <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2643325355690715/2643322375691013/?type=3&%3btheater">fundi aðildarríkjanna</a> í Senegal í vikunni. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn í Afríku og þykir marka tímamót í sögu ráðsins. Lögð var áhersla á áhrif loftslagsbreytinga og fólksflutninga á mannréttindi. </p> <p>Á miðvikudag undirritað Gunnar Pálsson sendherra í Brussel <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/a.158687057674779/1135696476640494/?type=3&%3btheater">samning ESB, Íslands og Noregs</a> um aðgang að fingrafaragagnagrunni sambandsins (Eurodac) til að bera kennsl á hælisleitendur og einstaklinga sem koma ólöglega yfir landamæri. Vonir eru við það bundnar að samningurinn efli lögregluyfirvöld í baráttunni gegn hryðjuverkaógn og alvarlegum glæpum.</p> <p>Á <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/a.158687057674779/1135620856648056/?type=3&%3btheater">fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar,</a> sem fastafulltrúi Íslands stýrði í vikunni, kom fram að svokallaður upptökuhalli fyrir ESB gerðir í EES samninginn hefur ekki verið lægri frá 2015 og hefur hann dregist saman um næstum þriðjung frá upphafi þessa árs. Á fundinum var m.a. samþykkt að taka upp í EES-samninginn gerðir sem kveða á um <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/25/Samkomulag-Islands-og-Noregs-vid-ESB-a-svidi-loftslagsmala-/">aukið samstarf ESB, Noregs og Íslands</a> í loftslagsmálum.</p> <p>Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í Moskvu, kynnti tækifæri í <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/a.185312791548520/2487665471313229/?type=3&%3btheater">íslenskri nýsköpun</a> á fundi með sendiherrum Norðurlanda í vikunni. Skömmu áður hafði Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, undirritað <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/pcb.2484203391659437/2484202634992846/?type=3&%3btheater">viljayfirlýsingu um samtarf</a> við rússnesku Skolkovo-stofnunina og kom okkar fólk að sjálfsögðu þar að málum. </p> <p>María Erla Marelsdóttir, sendiherra í Berlín, opnaði um síðustu helgi <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/pcb.1377408359076093/1377402632409999/?type=3&%3btheater">norræna listasýningu</a> sem ber yfirskriftina Ocean Dwellers. Hún fer fram í Felleshus, sameiginlegri menningarmiðstöð Norðurlanda í þýsku höfuðborginni og eru þær Rúrí og Hulda Rós Guðnadóttir fulltrúar Íslands. Í Genf hefur fastafulltrúi Íslands sett upp <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/ms.c.eJxNjlESRCEIw260g60ivf~;FdhTF95tpAnCaAJeLpmg~;HDAT8ADaMHjH1F2EcWg6Zy18g~;Ya2qBHKUylX6C~_AfaVRifNI1ywC1Z08BONjKKiwn5MKGUYYOfTBcDVGOpvkdFSWuTiKS2B~;wH9XTpP.bps.a.2630922620264322/2630923050264279/?type=3&%3btheater">sýningu í sendiherrabústaðnum</a> sem spyr margra áleitinna spurninga um mannréttindi okkar, mannúð, sjálfsmynd og samkennd. Og menningin var líka í öndvegi vestanhafs í vikunni þegar sendiherrahjónin í Ottawa buðu til <a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/photos/pcb.1793934140738363/1793931544071956/?type=3&%3btheater">tónlistarviðburðar</a> skipulögðum af Friends of the National Arts Center.</p> <p>Í næstu viku tekur svo sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn þátt í dagskrá <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/22/Sendirad-Islands-tekur-thatt-i-dagskra-Arktisk-Festival-i-ar/">Arktisk Festival</a> en hátíðin samanstendur af fjölbreyttum menningarinnslögum um Norðurskautið. Í borginni er nýlokið <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/pcb.2390171427686962/2390167184354053/?type=3&%3btheater">norrænni menningarnótt</a> sem okkar fólk tók að sjálfsögðu þátt í. </p> <p>Og talandi um vikuna sem nú er handan við hornið (mánaðarmótin, tíminn flýgur!) þá sækir utanríkisráðherra Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi 29.-31. október. Á fimmtudag er hann svo gestgjafi í síðdegismóttöku í tilefni Gender Equality jafnréttisráðstefnunnar sem nú stendur fyrir dyrum. Á föstudaginn stendur svo til að utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands undirriti samkomulag um stofnun rússnesks-íslensks viðskiptaráðs. Um kvöldið tekur hann svo þátt í beinni sjónvarpsútsendingu á fræðslu- og söfnunarþætti UN Women á Íslandi.</p> <p>Í síðasta föstudagspósti vöktum við athygli á nýjum kunningjum, þeim Brynjari og Guðnýju. Nú hafa fleiri bæst í hópinn, þau <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/videos/vl.406711430243259/449939408958452/?type=1">Klara</a> og <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/videos/vl.406711430243259/394113131511734/?type=1">Hannes.</a> Þá hvetjum við ykkur öll til að skoða afar <a href="https://www.youtube.com/watch?v=cW5OjCRnphY&%3bt=3s">vönduð myndbönd</a> sem Gunnar Salvarsson hefur gert um ferð utanríkisráðherra til Síerra Leóne á dögunum. </p> <p>Ljúkum þessari yfirferð með kveðju frá Ósló. Þar kann fólk að lyfta sér upp – eða öllu heldur <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/a.282000298581303/2503178899796754/?type=3&%3btheater">lyfta sendiherra upp</a>! </p>
11.10.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 11. október 2019<span></span> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Heil og sæl og gleðilegan föstudag!</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í norðanverðu Sýrlandi eru stærsta frétt þessarar viku. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa ekki látið á sér standa. Strax og hernaðurinn hófst sendi utanríkisráðherra frá sér&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://twitter.com/GudlaugurThor/status/1181969624772104192" target="_blank"></a>yfirlýsingu á Twitter</span><span style="color: #212121;">&nbsp;þar sem hann lýsti yfir þungum áhyggjum og morguninn eftir var&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/10/Island-gagnrynir-adgerdir-Tyrklandshers-i-Syrlandi/" target="_blank">formlegum mótmælum</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;komið á framfæri við stjórnvöld í Tyrklandi. Þar eru aðgerðirnar harðlega gagnrýndar og árásir á almenna borgara fordæmdar.&nbsp;</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Utanríkisráðherra fór ásamt fríðu föruneyti í&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/09/Utanrikisradherra-heimsaekir-Sierra-Leone/" target="_blank">vinnuheimsókn til Síerra Leóne</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;í vikunni. Þar kynnti hann sér þróunarsamvinnuverkefni Íslands í landinu á sviði sjávarútvegs- og jafnréttismála og hitti ráðamenn til að ræða þróunarsamvinnu landanna.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Á miðvikudag var haldinn í Iðnó&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/09/Nordurskautsradid-og-Efnahagsrad-nordursloda-funda-i-fyrsta-sinn/" target="_blank">fundur Norðurskautsráðsins og Efnahagsráðs norðurslóða</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;en þetta er í fyrsta sinn sem ráðin koma saman. Fundurinn er liður í þeirri stefnu að auka samstarf milli ráðanna tveggja en hann var sóttur af fulltrúum aðildarríkja Norðurskautsráðsins, vinnuhópa ráðsins, fastafulltrúum frumbyggjasamtaka á norðurslóðum og fulltrúum viðskiptalífs.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Nú stendur yfir hin árlega ráðstefna Arctic Circle og að vanda er mikið um dýrðir. Utanríkisráðherra ávarpaði ráðstefnuna í dag en hefur auk þess átt fjölmarga tvíhliða fundi. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna og John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eru á meðal þeirra sem hann fundar með.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Í gær fór svo fram í Veröld – húsi Vigdísar&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2614920121864572/?type=3&%3btheater" target="_blank">alþjóðleg friðarráðstefna</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;á vegum Höfða friðarseturs, í samstarfi við utanríkisráðuneytið og jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna. Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri flutti þar ávarp.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Af vettvangi sendiskrifstofanna segjum við meðal annars frá því að fransk-íslenska viðskiptaráðið, í samstarfi við sendiráð Íslands í París, efndi til&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/09/Malthing-um-Brexit-og-taekifaeri-a-fronskum-markadi/" target="_blank">málþings í sendiherrabústaðnum</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;sl. mánudag um þær áskoranir sem Frakkland stendur frammi fyrir í málefnum er varða Brexit.&nbsp;</span></p> <p>Nú er nýyfirstaðin <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/11/Islensk-sjavarutvegstaekni-i-stodugri-sokn-i-Russlandi/">vikulöng ferð</a> íslenskrar viðskiptasendinefndar til Fjarausturhéraða Rússlands. Ferðin þótti vel heppnuð og vonir um að hún skili enn fleiri viðskiptasamningum fyrir íslensku fyrirtækin við rússneska aðila. Sendiráð Íslands í Moskvu og Íslandsstofa skipulögðu förina. </p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Handan dagalínunnar, í Washington DC nánar tiltekið, stóðu sendiráð Íslands í borginni, aðalræðisskrifstofan í New York, Íslensk-ameríska viðskiparáðið og fleiri&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.eventbrite.com/e/icelandic-american-chamber-of-commerce-business-social-mixer-tickets-74666484465?fbclid=IwAR35estCoGmc_RypXW3yFaq3qB7ErJ8yLJ0PMUHO5KyyHBwFpjwj-32UbwE" target="_blank">fyrir viðskiptastefnu</a></span><span style="color: #212121;">.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum,&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/07/Statement-to-the-Second-Committee-by-Ambassador-Jorundur-Valtysson/" target="_blank">ávarpaði</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;2. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í vikunni þar sem hann ræddi loftslagsmál og sjálfbærni svo fátt eitt sé nefnt.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Á fundi Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) greindi Harald Aspelund,&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2615170381839546/2615167975173120/?type=3&%3btheater" target="_blank">fastafulltrúi Íslands</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;í Genf, frá framlagi Íslands við móttöku flóttamanna og kallaði eftir því að stofnunin einbeitti sér enn frekar að vernd viðkvæmra hópa, sérstaklega hinsegin flóttamanna.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Gunnar Pálsson sendiherra og Lilja Borg Viðarsdóttir sendiráðunautur sóttu í fjarveru dómsmálaráðherra&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/a.158687057674779/1121736004703208/?type=3&%3btheater" target="_blank">fund ráðherraráðs ESB</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;með Schengen-samstarfsríkjunum í Lúxemborg í vikunni. Þar var meðal annars skipst á skoðunum um stöðuna í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttamannamálum álfunnar um þessar mundir.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Í gær hitti Unnur Orradóttir, sendiherra Íslands í Kampala, aðstoðarrektor Makerere-háskóla og&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/photos/a.1978868769091270/2283785561932921/?type=3&%3btheater" target="_blank">ræddu þau</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;meðal annars samstarfs háskólans við Háskóla Sameinuðu þjóðanna.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Pétur Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Ottawa, tók þátt í&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/photos/ms.c.eJxNztENwEAIAtCNGkGt5~;6LNSnR9vdFQFQxYMjOrOC5IAi~_YBig8bRV1oD7TYbVByXwARyV5kAq8uuAIr0RzfrOeutiIamO~;RSuiD1DYSjC.bps.a.1772410002890777/1772410159557428/?type=3&%3btheater" target="_blank">fundi um efnahagsmál í Bresku Kólumbíu&nbsp;</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;sem haldinn var fyrir erlenda sendiherra í Kanada.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Helsinki,&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/pcb.2598028243597655/2598032786930534/?type=3&%3btheater" target="_blank">opnaði formlega</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;The Visitors, sýningu Ragnar Kjartanssonar myndlistarmanns, í Kiasma-nýlistasafninu í Helsinki í gærkvöld.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó-sópran og Edda Erlendsdóttir píanóleikari héldu fallega og fjölbreytta&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/IcelandinParis/photos/pcb.2556528721070154/2556475427742150/?type=3&%3btheater" target="_blank">tónleika í sendiherrabústaðnum</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;í París í gær. 29. September kom Bryndís Guðjónsdóttir sópransöngkona fram á&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2608693695820548/?type=3&%3btheater" target="_blank">húskonsert</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;í bústað Guðna Bragasonar fastafulltrúa í Vínarborg.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra í Ósló, vakti stormandi lukku þegar hún heimsótti 60+ hópinn hjá&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/islenskisofnudurinn/photos/a.10154736542956962/10156327218071962/?type=3&%3btheater" target="_blank">íslenska söfnuðinum</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;í borginni í vikunni.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Sendiráðið í Brussel fékk góða gesti í vikunni þegar&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/a.158687057674779/1121739451369530/?type=3&%3btheater" target="_blank">stjórn Samtaka iðnaðarins</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;leit þar inn. Hún fékk kynningu á starfsemi sendiráðsins og fastanefndarinnar og því hvernig hagsmunagæsla vegna framkvæmdar EES samningsins fer fram.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Sendiherra Ástralíu, Mary Ellen Miller, ásamt sendiherrum ríkja sem fara með fyrirsvar gagnvart Íslandi, buðu Helgu Hauksdóttur, sendiherra Íslands,&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/a.275840032453456/2381381438565961/?type=3&%3btheater" target="_blank">velkomna til starfa</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;í síðustu viku.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Trúnaðarbréf nýrra forstöðumanna sendiskrifstofanna eru nú öll komin í hús en afhendingarnar voru teknar saman í&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/08/Trunadarbrefin-afhent-vida-um-heim/" target="_blank">frétt sem birtist</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;á Stjórnarráðsvefnum í vikunni.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Í dag hefur svo starfsfólk utanríkisráðuneytisins, með&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/photos/pb.54662962022.-2207520000.1570814985./10156540570307023/?type=3&%3btheater" target="_blank">ráðherra í fylkingarbrjósti</a></span><span style="color: #212121;">, klæðst bleiku til að láta í ljós stuðning og samstöðu með öllum konum sem greinst hafa með krabbamein. Bleikur ís og bleik kaka var á boðstólum mötuneytisins í dag.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Fyrir okkur í upplýsingadeildinni er svo sérstaklega gaman að segja frá því að í vikunni litu nýir kunningjar loks dagsins ljós, þau&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/videos/428665234446939/" target="_blank">Brynjar</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;og&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/videos/641718446234001/" target="_blank">Guðný</a></span><span style="color: #212121;">. Þessi skemmtilegu myndbönd eru liður í kynningu á EES-samningnum í tilefni þess að í ár er aldarfjórðungur liðinn </span>frá gildistöku hans. Stýrihópur frá upplýsingadeild, viðskiptaskrifstofu og fastanefndinni í Brussel er á bak við þetta. Við hvetjum ykkur öll til að skoða myndböndin og deila þeim helst áfram! Fleiri slíkir kunningjar eiga eftir að skjóta upp kolllinum á næstunni.</p> <p style="background: white;">Dagskrá utanríkisráðherra í næstu viku er venju samkvæmt þétt. Á mánudag fer hann á fund utanríkismálanefndar til að ræða um stöðu mála í Sýrlandi.&nbsp;</p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Á þriðjudaginn fundar ráðherra með Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins og segir frá nýlegri ferð til Grænlands. Síðdegis flytur hann árlega skýrslu um EES mál á Alþingi og kynnir um leið nýútkomna EES skýrslu.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"></span><span style="color: #212121;">Á miðvikudag heldur utanríkisráðherra á norrænan ráðherrafund sem haldinn er í Berlín í tilefni af tuttugu ára afmæli sambýlis norrænu sendiráðanna í borginni. Þá funda norrænu ráðherrarnir&nbsp;einnig með Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands.&nbsp;</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"></span><span style="color: #212121;">Í lok vikunnar sækir ráðherra svo ársfundur þróunarnefndar Alþjóðabankans í Washington DC.</span></p>
04.10.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 4. október 2019Heil og sæl.<br /> <br /> Hálfur mánuður er liðinn frá síðasta föstudagspósti og er óhætt að segja að þessi tími hafi verið viðburðaríkur hjá okkur – rétt eins og fyrri daginn!<br /> <br /> Hæst bar <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/28/Utanrikisradherra-avarpadi-allsherjarthing-Sameinudu-thjodanna/">ávarp utanríkisráðherra</a>&nbsp;á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir sléttri viku. Í ræðunni lagði hann áherslu á baráttuna gegn hlýnun jarðar, mannréttindi og endurbætur á alþjóðakerfinu í samræmi við grunngildi Sameinuðu þjóðanna. Í tengslum við allsherjarþingið átti utanríkisráðherra <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/27/Utanrikisradherra-saekir-allherjarthing-Sameinudu-thjodanna/">fjölmarga tvíhliða fundi</a>&nbsp;og undirritaði auk þess loftferðasamning við Líberíu.<br /> <br /> Í öðrum fréttum er það helst að starfshópur skipaður af utanríkisráðherra hefur <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/01/Skyrsla-starfshops-um-EES-samstarfid-komin-ut/">skilað skýrslu sinni</a>&nbsp;um aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu á þriðjudag.<br /> <br /> Í síðustu viku fór fram vel heppnuð <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/27/Tveggja-daga-radstefna-fyrir-kjorraedismenn-Islands-lauk-i-dag/">tveggja daga ráðstefna</a>&nbsp;utanríkisráðuneytisins fyrir kjörræðismenn Íslands á erlendri grundu. Markaðs- og kynningarstarf, menningarmál, jafnréttismál og borgaraþjónusta voru á meðal þess sem hæst bar á ráðstefnunni. Ráðstefnan, sem er sú áttunda sem haldin hefur verið, fór fram á Grand hóteli í Reykjavík.<br /> <br /> Í tengslum við þennan viðburð var árleg Íslandsheimsókn <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2587276577962260/?type=3&%3btheater">viðskiptafulltrúa í sendiráðum Íslands </a>erlendis. Þeir áttu m.a. fundi með íslenskum fyrirtækjum og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók á móti hópnum hér í ráðuneytinu. Íslandsstofa hafði veg og vanda af þessu.<br /> <br /> 27. september sl. lauk <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/27/Sidustu-fundarlotu-Islands-i-mannrettindaradinu-lokid/">42. fundarlotu mannréttindaráðs </a>Sameinuðu þjóðanna í Genf en þetta var fjórða lotan sem Ísland tekur þátt í sem aðildarríki ráðsins og jafnframt sú síðasta. Fyrr í vikunni var Ísland í hópi ríkja sem gagnrýndi ástand <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/23/Island-tekur-thatt-i-gagnryni-a-Sadi-Arabiu/">mannréttindamála í Sádí-Arabíu</a>&nbsp;í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Fastafulltrúi Ástralíu flutti ávarpið og tók þar við keflinu af fastafulltrúa Íslands sem flutti yfirlýsingu fyrir hönd hópsins fyrr á árinu&nbsp;og vakti heimsathygli. Hálfur mánuður er svo síðan utanríkisráðherra hitti <a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/photos/pcb.10156487281592023/10156487277092023/?type=3&%3btheater">hóp baráttufólks </a>fyrir mannréttindum á Filippseyjum en Ísland leiddi í sumar ályktun um mannréttindaástandið þar sem samþykkt var í ráðinu.<br /> <br /> Í gær sótti utanríkisráðherra <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/03/Efnahagsssamvinna-efst-a-baugi-a-Barentsradsfundi-/">ráðherrafund Barentsráðsins</a>&nbsp;í Umeå í Svíþjóð þar sem styrking efnahagslegrar samvinnu á Barentssvæðinu var aðalumræðuefnið. Hann tók um leið þátt í ráðstefnunni EU Arctic Forum.<br /> <br /> Og fyrr í þessari viku flutti Guðlaugur Þór <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2595705940452657/?type=3&%3btheater">ávarp á málstofu</a>&nbsp;um eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR, utanríkisráðuneytið, eftirlitsstofnun EFTA og sendinefnd ESB á Ísland stóðu að.<br /> <br /> Á dögunum fundaði <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/26/Nyskipad-ungmennarad-heimsmarkmidanna-kemur-saman-i-fyrsta-sinn/">ungmennaráð</a>&nbsp;heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í utanríkisráðuneytinu. Um var að ræða fyrsta fund nýskipaðs ungmennaráðs en þetta er í annað sinn sem skipað er í ráðið. Í þessari viku hélt svo Ester Hallsdóttir, fyrsti ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/10/02/Mikilvaegt-ad-rodd-ungu-kynslodarinnar-heyrist/">ræðu á allsherjarþingi SÞ</a>. Þá er gaman að geta þess að <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/photos/pcb.2278012062510271/2278011965843614/?type=3&%3btheater">ungmennafulltrúi Úganda</a>&nbsp;heimsótti sendiráðið okkar í Kampala í vikunni.<br /> <br /> Í nýliðnum mánuði var <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/09/20/Landgraedsluskolinn-utskrifar-a-thridja-tug-serfraedinga/">21 sérfræðingur</a>&nbsp;útskrifaður úr sex mánaða námi Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/09/25/Haskolar-Sameinudu-thjodanna-verdi-Thekkingarmidstod-throunarlanda/">Þekkingarmiðstöð þróunarlanda</a>&nbsp;(International Centre for Capacity Development) verður nýtt yfirheiti skólanna fjögurra sem hafa um langt árabil verið starfræktir sem skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Frá og með næstu áramótum bendir allt til þess að skólarnir starfi undir regnhlíf UNESCO.<br /> <br /> Af vettvangi sendiskrifstofanna segjum við frá því að Guðni Bragason fastafulltrúi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Vínarborg <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/01/Island-tekur-vid-formennsku-i-samradshopnum-um-Samninginn-um-takmorkun-hefdbundins-herafla-i-Evropu-JCG/">hefur tekið við formennsku</a>&nbsp;í sameiginlega samráðshópnum um Samninginn um takmörkun hefðbundins herafla í Evrópu.<br /> <br /> Í aðdraganda allsherjarþingsins tók Ísland þátt í <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/2577708822252369">ráðstefnu um lausnir</a>&nbsp;þar sem náttúran er nýtt til að vinna gegn loftslagsbreytingum og ræddi Jón Erlingur Jónasson, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu, mikilvægi samnings SÞ gegn eyðimerkurmyndun.<br /> <br /> Í síðustu viku greindi sendiráðið okkar í Peking frá því að fyrsta sendingin af <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/25/Adgangur-fyrir-islenskan-eldisfisk-a-Kinamarkad-ordinn-ad-veruleika/">íslenskum laxi </a>væri lögð af stað með flugi til Kína í kjölfar gildistöku samkomulags íslenskra og kínverskra stjórnvalda sem heimilar útflutning íslensks eldisfisks á Kínamarkað.<br /> <br /> Sendiráð Íslands í Stokkhólmi tók þátt í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/25/Evropski-tungumaladagurinn-26.-september-2019/">evrópska tungumáladeginum</a>&nbsp;og þótti þessi viðburður heppnast afar vel. Rúmlega 600 börn tóku þátt í svokölluðu tungumálakaffi 24. september og höfðu gaman af. Hin árlega <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/01/Bokamessan-i-Gautaborg-2019/">bókamessa í Gautaborg</a>&nbsp;fór svo fram 26.-29. september. Bókamessan í Gautaborg er einn af stærstu viðburðum ársins þegar kemur að kynningu íslenskra bókmennta og þýðingum þeirra í Svíþjóð og Skandinavíu.<br /> <br /> Og talandi um bókmenntir. Kristján Andri Stefánsson sendiherra í París stóð fyrir skemmstu fyrir<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/23/Thydendathing-i-sendiherrabustad/"> þýðendaþingi</a> í sendiherrabústaðnum. Þingið var helgað þýðingum úr íslensku á frönsku en einnig var miðað að því að vekja áhuga á íslenskunámi og þýðendastarfinu, en einungis fáeinir þýðendur vinna að því að þýða þorra íslenskra bókmennta yfir á frönsku.<br /> <br /> Í gær var Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra í Ósló, viðstödd <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2460122524102392/2460094117438566/?type=3&%3btheater">setningu norska Stórþingsins</a>&nbsp;og heilsaði meðal annars Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, að þingsetningu lokinni.<br /> <br /> María Erla Marelsdóttir, sendiherra í Berlín, átti í síðustu viku fund með <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/pcb.1358759204274342/1358726240944305/?type=3&%3btheater">Wolfgang Schäuble,</a>&nbsp;forseta þýska sambandsþingsins og fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands.<br /> <br /> Gestkvæmt hefur verið í sendiráðinu í Brussel í vikunni. Í gær kom þangað <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/pcb.1117857665091042/1117856811757794/?type=3&%3btheater">hópur </a>á vegum úrskurðarnefndar velferðarmála og í dag <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/pcb.1117857665091042/1117856995091109/?type=3&%3btheater">hópur</a>&nbsp;frá sýslumannsembættinu á Vesturlandi. Fengu þeir kynningu á starfsemi sendiráðsins og fastanefndarinnar.<br /> <br /> Benedikt Jónsson, aðalræðismaður í Þórshöfn, <a href="https://www.facebook.com/IcelandinTorshavn/photos/pcb.1955469937930198/1955456451264880/?type=3&%3btheater">tók á móti </a>Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Sigrúnu Brynju Einarsdóttiu skrifstofustjóra ferðamála og nýsköpunar en þær voru í Færeyjum á Vestnorden-ráðstefnunni.<br /> <br /> Pétur Ásgeirsson sendiherra og Jóhanna eiginkona hans tóku á móti <a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/photos/pcb.1769387099859734/1769386609859783/?type=3&%3btheater">hópi íslenskra ferðamálafrömuða</a>&nbsp;sem heimsótti Kanada á vegum Íslandsstofu í vikunni. Pétur tók sig jafnframt vel út í félagsskap kanadísku riddaralögreglunnar í vikunni.<br /> <br /> Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra og fulltrúar tíu íslenskra fyrirtækja sóttu <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/pcb.2444123425667434/2444122912334152/?type=3&%3btheater">þing um sjávarútvegsmál</a>&nbsp;í Vladivostok fyrr í þessari viku. Áður hafði Berglind tekið þátt í <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/pcb.2427006997379077/2427006630712447/?type=3&%3btheater">ráðstefnunni </a>Northern Sustainable Development Forum sem fram fór í Yakútsk í lýðveldinu Yakútíu í Síberíu. Margar skemmtilegar myndir eru á Facebook-síðu sendiráðsins í Moskvu, eins og til dæmis <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/pcb.2427006997379077/2427006810712429/?type=3&%3btheater">þessi.</a><br /> <br /> Og endum þessa yfirferð á afhendingu trúnaðarbréfs af dýrari gerðinni. Helga Hauksdóttir sendiherra, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/30/Sendiherra-afhendir-Margreti-Thorhildi-Danadrottningu-trunadarbref/">afhenti</a>&nbsp;Margréti Þórhildi Danadrottningu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Danmörku við hátíðlega athöfn í Fredensborgarhöll fyrir viku. Óskum Helgu til hamingju með það!<br /> <br /> Í næstu viku verður sitthvað á seyði. Utanríkisráðherra er í Síerra Leóne ásamt fríðu föruneyti en kemur aftur heim á fimmtudag og verður þá gestgjafi í síðdegismóttöku í tilefni Friðarráðstefnunnar, <a href="https://www.fridarsetur.is/en/news/imagine-forum-women-peace/">The Imagine Forum</a>. Föstudagurinn í dagskrá ráðherra verður svo helgaður norðurslóðaveislunni <a href="http://www.arcticcircle.org/">Arctic Circle</a>&nbsp;og þá verður að vanda mikið um dýrðir!<br /> <br /> Bestu kveðjur frá Uppló. <br />
20.09.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 20. september 2019<p>Heil og sæl.</p> <p>Það er kominn föstudagur sem þýðir að langþráður föstudagspóstur er loksins kominn! Rennum yfir það helsta sem á daga okkar hefur drifið að undanförnu, bæði hér heima og í sendiskrifstofunum. Af nógu er að taka.</p> <p>Í þessari viku bar hæst&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/20/Utanrikisradherra-styrkir-tengslin-vid-Bandarikjathing/" target="_blank">ferð utanríkisráðherra til Washington DC</a>&nbsp;þar sem hann fundaði með þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings með það að markmiði að efla tengslin á sviði efnahags- og viðskiptamála og kynna stefnu Íslands í málefnum norðurslóða.</p> <p>Nóg var svo á seyði í síðastliðinni viku. Utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/12/Borgarnesfundi-utanrikisradherra-Nordurlanda-og-Eystrasaltsrikjanna-lokid/" target="_blank">komu saman í Borgarnesi</a>. Alþjóða- og öryggismál og málefni norðurslóða voru í brennidepli ásamt loftslagsmálum. Nokkrir tvíhliða fundir voru haldnir við þetta tækifæri, meðal annars með utanríkisráðherra Dana þar sem skrifað var undir&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/11/Fundur-utanrikisradherra-Nordurlandanna-i-Borgarnesi/" target="_blank">samning um fyrirsvar</a>&nbsp;í áritunarmálum.</p> <p>Annað&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/10/Vaxandi-samskipti-Islands-og-Indlands/" target="_blank">samkomulag á sviði áritanamála</a>&nbsp;var svo undiritað á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Anumula Gitesh Sarma, skrifstofustjóra Evrópumála í utanríkisráðuneyti Indlands, þann 10. september. Samningurinn var undirritaður á Bessastöðum í tilefni af opinberri heimsókn forseta Indlands. Sama dag hitti Guðlaugur Þór viðskiptasendinefnd frá Indlandi sem kom hingað til lands með forsetanum.</p> <p>Í síðustu viku fór fram&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/10/Vel-heppnud-radstefna-um-velferd-og-samfelagslega-thatttoku-ungmenna-a-nordurslodum/" target="_blank">vel heppnuð ráðstefna</a>&nbsp;um velferð og samfélagslega þátttöku ungmenna á norðurslóðum sem haldin var í tengslum við fund&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/12/Vinnuhopur-Nordurskautsradsins-um-sjalfbaera-throun-samthykkir-verkefni-um-blaa-lifhagkerfid-og-sjalfbaerar-orkulausnir-a-Nordurslodum/" target="_blank">vinnuhóps Norðurskautsráðsins</a>&nbsp;um sjálfbæra þróun. Af vettvangi norrænnar samvinnu má svo nefna að nýverið voru&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/09/Sjo-verkefni-tilnefnd-til-umhverfisverdlauna-Nordurlandarads/" target="_blank">tilnefningar til umhverfisverðlauna</a>&nbsp;Norðurlandaráðs kynntar.</p> <p>Vika er svo síðan utanríkisráðherra mælti fyrir fjárlögum í fyrstu umræðu sem fram fór um málið. Hægt er að hlusta á umræðuna á&nbsp;<a href="https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20190913T093324" target="_blank">vef Alþingis.</a></p> <p>Íslandsstofa, sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og Icelandic Startups stóðu fyrir þátttöku&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/19/Islenskir-fjarfestar-og-sprotafyrirtaeki-fjolmenna-a-TechBBQ-i-Kaupmannahofn/" target="_blank">sendinefndar um 40 Íslendinga á TechBBQ</a>, einni stærstu sprota- og fjárfestaráðstefnu í Norður-Evrópu, sem haldin var í Kaupmannahöfn í þessari viku. Á meðal þátttakenda voru fimmtán efnileg íslensk sprotafyrirtæki og fulltrúar fjögurra íslenskra fjárfestingasjóða.</p> <p>Okkar fólk í Peking situr ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn en&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/20/Miklar-annir-i-aritanautgafunni/" target="_blank">yfir eitt þúsund vegabréfsáritanir</a>&nbsp;voru gefnar út í sendiráðinu okkar þar í fyrstu viku september, sem er metfjöldi. Uppskera erfiðisins kom svo í formi keiluspils sem starfsfólkið brá sér saman í að törninni lokinni.&nbsp;</p> <p>Í Genf stendur nú yfir fundarlota mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sú síðasta sem Ísland tekur þátt í sem fullgildur aðili að ráðinu – að minnsta kosti að sinni. Lotunni lýkur í næstu viku. Hægt er að lesa allar ræður og ávörp Íslands á&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=607b19c0-5a7c-4db9-9952-b4d6cc72859f" target="_blank">vefsvæði sendiskrifstofunnar</a>&nbsp;í Genf. Á dögunum tók fastanefndin þátt í&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2556249537731631/2556243094398942/?type=3&%3btheater" target="_blank">viðburði með Suður-Afríku</a>&nbsp;um kyngervi og kynhneigð í samfélögum áður en þau urðu nýlendur.</p> <p>Fastafulltrúi Íslands hjá ÖSE&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/11/Hvatt-til-notkunar-a-jardvarmaorku-a-fundi-efnahags-og-umhverfisviddar-OSE-i-Prag/" target="_blank">hvatti í vikunni til notkunar á jarðvarmaorku</a>&nbsp;á fundi efnahags- og umhverfisvíddar ÖSE í Prag. Þá áréttaði fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/10/Statement-by-Ambassador-Jorundur-Valtysson-at-a-side-event-Reaffirming-the-Commitment-to-Multilateralism-/" target="_blank">gildi alþjóðlegrar samvinnu</a>&nbsp;á fundi í New York í tilefni 75 ára afmælis SÞ.</p> <p>Þrír sendiherrar hafa afhent trúnaðarbréf að undanförnu. María Erla Marelsdóttir sendiherra, forseta&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/11/Maria-Erla-Marelsdottir-afhendir-trunadarbref/" target="_blank">Þýskalands</a>&nbsp;trúnaðarbréf sitt þann 11. september og daginn eftir afhenti Gunnar Pálsson þjóðhöfðingjum&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/19/Afhenti-trunadarbref-i-San-Marino/" target="_blank">San Marínó</a>&nbsp;trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands með aðsetur í Brussel. Síðast en ekki síst afhenti Bergdís Ellertsdóttir&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/photos/a.303051823061788/2773929865973959/?type=3&%3btheater" target="_blank">forseta Bandaríkjanna</a>&nbsp;trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.</p> <p>Fastanefndin í New York tók í vikunni á móti&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2573351169354801/?type=3&%3btheater" target="_blank">Íslendingum sem starfa hjá Sameinuðu þjóðunum</a>&nbsp;og stofnunum þess og kynnti áherslumál stjórnvalda ásamt því að fræðast um störf þessa öfluga fólks.</p> <p>Samstarfsátakið „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ náði hápunkti um miðja síðustu viku þegar fram fór málstofan „<a href="https://www.visir.is/g/2019190919798?fbclid=IwAR3Bhmkdv6QuajJyzPH4rpKrQxImPmQNqXpqXn6SkMYsROPz_sF4eO_G2NU" target="_blank">Þátttaka fyrirtækja í þróunarsamvinnu</a>.“ Átakið er samstarfsverkefni allra helstu íslensku félagasamtakanna í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu auk utanríkisráðuneytisins.</p> <p>Gunnar Pálsson, sendiherra í Brussel,&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/a.292030354340448/1105740426302766/?type=3&%3btheater" target="_blank">ræddi um EES-samninginn</a>&nbsp;frá sjónarhóli aðildarríkis á kynningardegi EFTA sem haldinn var í fyrradag.</p> <p>Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í Moskvu, opnaði í vikunni&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/pcb.2415626845183759/2415621628517614/?type=3&%3btheater" target="_blank">norrænar menningarvikur</a>&nbsp;í St. Pétursborg. Þetta er í tíunda skipti sem þessi menningarhátíð fer fram en hún stendur yfir í rúman mánuð.</p> <p>Íslenskt&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinIndia/photos/pcb.1156758827846141/1156756157846408/?type=3&%3btheater" target="_blank">lambakjöt</a>&nbsp;og&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinIndia/photos/pcb.1159764617545562/1159763930878964/?type=3&%3btheater" target="_blank">fiskur</a>&nbsp;voru í aðalhlutverki á menningarviðburðum í Nýju-Delí í vikunni sem Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra sótti.</p> <p>Og talandi um (tilvonandi) lambakjöt. Ingibjörg okkar Davíðsdóttir, sendiherra í Ósló, stóð í ströngu í vikunni við að&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/a.282000298581303/2429453767169268/?type=3&%3btheater" target="_blank">draga litlu lömbin í dilka</a>&nbsp;í heimasveit sinni í Borgarfirðinum. Það verður ekki annað sagt um starfsfólk utanríkisþjónustunnar að það geti bókstaflega allt!</p> <p>Í næstu viku er útlit fyrir áframhaldandi annir og má þar helst nefna ræðismannaráðstefnuna sem ræðismenn Íslands hvaðanæva að úr heiminum sækja, svo og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York.</p> <p>Bestu kveðjur frá Uppló.</p> <p>&nbsp;</p>
06.09.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 6. september 2019<p style="text-align: left;">Heil og sæl!</p> <p style="text-align: left;">Rúmur mánuður er liðinn frá síðasta föstudagspósti og því af nógu að taka. Dýfum okkur ofan í það helsta.</p> <p>Viðburðarík vika er nú að baki, svo ekki sé meira sagt, en hæst ber auðvitað að nefna komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til landsins. Utanríkisráðherra tók á móti varaforsetanum í Höfða síðastliðinn miðvikudag þar sem&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/04/Utanrikisradherra-og-varaforseti-Bandarikjanna-leiddu-hringbordsumraedur-um-vidskipti-/" target="_blank">þeir leiddu hringborðsumræður</a>&nbsp;um samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála. Pence ræddi einnig við forseta Íslands í Höfða og forsætisráðherra í Keflavík síðar sama dag. Heimsóknin vakti töluverða athygli í fjölmiðlum og þá helst þær miklu öryggisráðstafanir sem gerðar voru vegna hennar.</p> <p>En vikan hófst hins vegar með&nbsp;samþykkt Alþingis&nbsp;á innleiðingu þriðja orkupakkans og lét ráðherra<a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/posts/10156449226912023" target="_blank">&nbsp;skeggið fjúka</a>&nbsp;í kjölfarið.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/08/21/Utanrikisradherra-heimsaekir-Graenland/" target="_blank">Utanríkisráðherra heimsótti Grænland</a>&nbsp;undir lok síðasta mánaðar þar sem hann átti fund með utanríkisráðherra Grænlands auk þess sem hann kynnti sér starfsemi ýmissa fyrirtækja og sveitarfélaga í landinu. Svo má auðvitað ekki gleyma heimsókn Angelu Merkel Þýskalandskanslara hingað til lands í síðasta mánuði en hún var sérstakur gestur á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna. Á fundinum samþykktu forsætisráðherrarnir&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/08/20/Forsaetisradherrar-Nordurlandanna-samthykkja-nyja-framtidarsyn-Norraenu-radherranefndarinnar-og-funda-med-kanslara-Thyskalands-i-Videy-/" target="_blank">nýja framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar</a>&nbsp;sem starfsfólk Norðurlandaskrifstofu hefur unnið að síðustu misseri.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/08/24/Friverslunarsamningur-EFTA-og-Mercosur-i-hofn/" target="_blank">Fríverslunarsamningur EFTA og aðildarríkja Mercosur</a>&nbsp;er nú höfn en með samningnum lækka tollar á bróðurpart þeirrar vöru sem flutt er út frá Íslandi.</p> <p>Af öðrum fréttum úr ráðuneytinu má nefna að fjöldi erlendra fræðimanna tók þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um Brexit sem haldin var hér á landi í síðustu viku í samstarfi utanríkisráðuneytisins og Alþjóðamálastofnunar. Utanríkisráðherra, hélt opnunarræðu á ráðstefnunni þar sem hann hvatti til þess að farsæl niðurstaða næðist í viðræðum Bretlands og ESB. Árlegt&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/08/30/Arlegt-samrad-Islands-og-Russlands-for-fram-i-dag/" target="_blank">samráð íslenskra og rússneskra</a>&nbsp;stjórnvalda fór fram í ráðuneytinu í síðustu viku og ráðherra átti fundi með&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/08/19/Fundir-utanrikisradherra-med-Mary-Robinson-og-Kumi-Naidoo-adalframkvaemdastjora-Amnesty-International/" target="_blank">Mary Robinson</a>, fyrrverandi forseta Írlands og Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóra mannréttindasamtakanna Amnesty International. Þá tók ráðherra á móti&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/08/09/Millirikjavidskipti-i-brennidepli-a-fundi-med-bandariskum-thingmonnum/" target="_blank">fjórum öldungadeildarþingmönnum</a>&nbsp;frá Bandaríkjunum í byrjun síðasta mánaðar.</p> <p>En höldum nú út í heim:</p> <p>Nokkur trúnaðarbréf hafa verið afhent frá síðasta föstudagspósti. Unnur Orradóttir Ramette&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/08/28/Sendiherra-afhendir-trunadarbref-i-Namibiu/" target="_blank">afhenti forseta Namibíu</a>&nbsp;trúnaðarbréf sitt þann 22. ágúst síðastliðinn, Ingibjörg Davíðsdóttir&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/08/29/Sendiherra-afhendir-konungi-trunadarbref/" target="_blank">afhenti Haraldi V Noregskonungi</a>&nbsp;trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn í konungshöllinni í Ósló þann 28. ágúst og í gær afhenti Jörundur Valtýsson sendiherra&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/05/Nyr-fastafulltrui-Islands-hja-Sameinudu-thjodunum/" target="_blank">António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna</a>, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.&nbsp;</p> <p>Gunnar Pálsson sendiherra Íslands í Brussel&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/08/27/Fella-nidur-timatakmarkanir-a-leigu-a-flugvelum-med-ahofn/" target="_blank">undirritaði milliríkjasamning</a>&nbsp;Íslands, Noregs, Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um að fella niður tímatakmarkanir á leigu á flugvélum með áhöfn.</p> <p>Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Tókýó,&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/04/Sendiherra-nordursloda-heimsaekir-Japan/" target="_blank">opnaði í vikunni málstofu</a>&nbsp;um formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, sem haldin var í sendiráði Íslands í Tókýó, en þar talaði sendiherra norðurslóða, Einar Gunnarsson, fyrir fullu húsi. Einar átti auk þess fundi með samstarfsaðilum Íslands um norðurslóðamál í Japan.</p> <p>Sendiráð Íslands í Kampala skrifaði um miðjan síðasta mánuð undir&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/posts/2241927919452019" target="_blank">samning við Water Mission Uganda</a>&nbsp;um að veita um tíu þúsund manns aðgang að hreinu drykkjarvatni.</p> <p>Sendiráð Íslands í Genf fékk&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2518954988127753/?type=3&%3btheater" target="_blank">góða heimsókn frá dómsmála- og félagsmálaráðuneytunum</a>&nbsp;í síðasta mánuði til að sitja fyrir svörum hjá nefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám kynþáttamismunar, byggt á skýrslu Íslands um framkvæmd mannréttindasamnings um sama efni.</p> <p>Nokkrir menningarviðburðir hafa verið haldnir á vegum íslenskra sendiskrifstofa. Þannig tekur sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn<a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/posts/2312558488781590" target="_blank">&nbsp;þessa dagana þátt í Ungdommes Folkemøde</a>, sem fer fram í Valby parken, ásamt sendiráði Noregs,&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/posts/2530818633651950" target="_blank">morgunverðarviðburður var haldinn</a>&nbsp;í sendiráðsbústaðnum í Helsinki í morgun í tilefni af hönnunarviku og þá sótti Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Stokkhólmi,&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/05/Sendiherra-heimsaekir-Varmland/" target="_blank">Íslandsdag í Värmland safninu</a>&nbsp;nýverið þar sem sendiherrann hélt fyrirlestur um Íslands og ræddi um Eddukvæðin.</p> <p>Næsta vika verður ekki síður viðburðarík í utanríkisþjónustunni en á mánudag hefst 42. fundarlota&nbsp; mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og síðasta reglubundna fundarlotan sem Ísland sækir sem fullgildur meðlimur ráðsins. Okkar fólk í Genf stendur vaktina. Utanríkisráðherra mun hitta forseta Indlands sem hér verður staddur í opinberri heimsókn og taka á móti starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum í Borgarnesi. Þingstörfin fara síðan aftur í gang með setningu Alþingis á þriðjudag þar sem ráðherra mun taka þátt í umræðu um fjárlög seinni part vikunnar. Þá mun hann einnig funda með þróunarsamvinnunefnd í næstu viku. Þess má að lokum geta að vitundarvakningin&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/events/350238942529181/" target="_blank">Þróunarsamvinna ber ávöxt</a>&nbsp;fer fram í næstu viku en um er að ræða samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins og fjölda félagasamtaka sem starfa á vettvangi mannúðarmála og hjálparstarfa.&nbsp;</p> <p>Fleira var það ekki að sinni.<br /> Góða helgi!<br /> Uppló</p> <p>&nbsp;</p>
02.08.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 2. ágúst 2019<span></span> <p>Heil og sæl.</p> <p> Sumarleyfistíminn stendur nú sem hæst og því hefur oft verið meira að frétta úr okkar ástkæru utanríkisþjónustu en akkúrat núna. Þó má tína sitthvað til og hnoða úr því ofurlítinn föstudagspóst.</p> <p>Í gær tóku gildi&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/08/01/Aldrei-fleiri-konur-forstodumenn-sendiskrifstofa-Islands/" target="_blank">flutningar á forstöðumönnum</a>&nbsp;sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni. Með breytingunum eru konur nú í meirihluta forstöðumanna í tvíhliða sendiráðum Íslands í fyrsta sinn.</p> <p>Til viðbótar við þá flutninga sem raktir voru í fréttinni sem vísað er til að ofan tóku fleiri breytingar gildi í gær eða gera það á næstunni. Anna Sigríður Alfreðsdóttir flyst úr sendiráðinu í Lundúnum yfir á rekstrar- og þjónustuskrifstofu. Árni Helgason kemur frá Kampala yfir á þróunarsamvinnuskrifstofu. Friðrik Jónsson kemur einnig á þróunarsamvinnuskrifstofu en hann var áður hjá fastanefndinni hjá Atlantshafsbandalaginu. Garðar Forberg tekur við stöðu Friðriks en Garðar var áður á varnarmálaskrifstofu. Ingibjörg Aradóttir og Sigríður Eysteinsdóttir koma til starfa í ráðuneytinu en þær voru í sendiráðinu í Brussel. Ingibjörg fer í bókhaldsdeild en Sigríður á laga- og stjórnsýsluskrifstofu. Í staðinn flyst Ragnheiður Harðardóttir frá Ósló til Brussel og Helga Þórarinsdóttir sinnir störfum bæði fyrir sendiráði og fastanefndina í borginni. Nína Björk Jónsdóttir fer úr sendiráðinu í Genf yfir á viðskiptaskrifstofu en Katrín Einarsdóttir fer til Genfar í hennar stað. Á næstunni fer svo Ragnar Þorvarðarson, sem starfað hefur á upplýsinga- og greiningardeild, til fastanefndarinnar í New York og leysir þar af Hildigunni Engilbertsdóttur á meðan hún fer í fæðingarorlof. Finnur Þór Birgisson á laga- og stjórnsýsluskrifstofu hverfur brátt til annarra starfa hjá EFTA.</p> <p>Auk breytinga vegna reglubundinna flutninga hafa fleiri mannabreytingar tekið gildi í ráðuneytinu. Jón Erlingur Jónasson tekur við stjórnartaumunum á þróunarsamvinnuskrifstofu. Stefán Skjaldarson færir sig úr deild innra eftirlits yfir á alþjóða- og öryggisskrifstofu. Sigurlilja Albertsdóttir og Ragnhildur Arnórsdóttir koma úr leyfi og hefja á ný störf á þróunarsamvinnuskrifstofu. Vilborg Ólafsdóttir kemur úr fæðingarorlofi og fer á Norðurlandadeild. Guðrún Þorbjörnsdóttir fer í fæðingarorlof en Álfrún Perla Baldursdóttir leysir hana af á meðan í borgaraþjónustunni.</p> <p>Fyrr í sumar höfðu stólaskipti þær Berglind Bragadóttir, í mannauðsdeild, og Sigríður Jónsdóttir, sem starfaði í sendiráðinu í París. Þá fór Kristjana Sigurbjörnsdóttir af þróunarsamvinnuskrifstofu til sendiskrifstofunnar í Lilongve í Malaví. Í júlíbyrjun færði svo Petrína Bachmann, sig um set úr utanríkisráðuneytinu yfir í sendiráðið okkar í Lundúnum.</p> <p>Af öðrum fréttum má nefna að samkvæmt&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/16/Innleidingarhallinn-afram-innan-vid-eitt-prosent/" target="_blank">nýbirtu frammistöðumati</a>&nbsp;Eftirlitsstofnunar EFTA á eftir að innleiða 0,7 prósent EES-gerða hér á landi. Þetta er í þriðja sinn í röð sem innleiðingarhalli Íslands er eitt prósent eða minna, en það hefur aldrei gerst áður.</p> <p>Um miðjan júlímánuð kynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/16/Forsaetisradherra-kynnir-innleidingu-Islands-a-heimsmarkmidum-Sameinudu-thjodanna-a-radherrafundi-STh-i-New-York/" target="_blank">stöðu innleiðingar</a>&nbsp;Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum SÞ. Starfsfólk utanríkisþjónustunnar lagði gjörva hönd á verkið, ekki síst fastanefndin í New York og upplýsingafulltrúi heimsmarkmiða. Forsætisráðherra tók svo þátt í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/07/17/Island-og-Malavi-stodu-ad-sameiginlegri-malstofu-um-ungmenni/" target="_blank">sameiginlegri málstofu Íslands og Malaví</a>&nbsp;um ungmenni.</p> <p>Í tengslum við heimsmarkmiðafundinn flutti&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2462545890435330/2462542797102306/?type=3&%3btheater" target="_blank">Sesselja Sigurðardóttir</a>, sendiráðunautur hjá fastanefnd Íslands í New York, ræðu fyrir Íslands hönd um áherslur í innleiðingu heimsmarkmiðanna.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/07/26/Island-skipar-i-fyrsta-sinn-ungmennafulltrua-hja-Sameinudu-thjodunum/" target="_blank">Íslenskur ungmennafulltrúi</a>&nbsp;hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda verður valinn í næsta mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa en hann kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september.</p> <p>Fyrir skemmstu&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/07/19/Sendiradid-fastanefndin-a-nyjum-stad/" target="_blank">greindum við frá því</a>&nbsp;að sendiráðið í Brussel og fastanefnd Íslands gagnvart ESB, væru flutt í nýtt húsnæði á Rue Archimède 17 þar sem fyrir eru á fleti sendiráð og fastanefnd Noregs.</p> <p><a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/a.185312791548520/2302782303134881/?type=3&%3btheater" target="_blank">Ingveldur Ásta Björgvinsdóttir,</a>&nbsp;verkefnisstjóri útflutnings hjá Íslandsstofu, heimsótti sendiráð Íslands í Moskvu á dögunum til skrafs og ráðagerða um kynningar á viðskiptatækifærum í Rússlandi.&nbsp;</p> <p>Þurý í sendiráðinu okkar í Lundúnum ávarpaði&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/photos/a.290595790952741/2544180658927565/?type=3&%3btheater" target="_blank">þing Alþjóðasiglingamálstofnunarinnar</a>&nbsp;í nýliðnum mánuði og ræddi þar meðal annars málefni norðurslóða og Norðurskautsráðsins.</p> <p><a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/photos/a.154565584675235/1704315169700261/?type=3&%3btheater" target="_blank">Íslensku forsetahjónin</a>&nbsp;voru í einkaheimsókn í Kanada fyrir skemmstu og tóku sendiherrahjónin í Ottawa á móti þeim í síðdegisheimsókn.</p> <p>Tónlistarhátíðin Winnipeg Folk Festival var haldin í júlí þar sem íslenskir tónlistarmenn komu fram. Komu þeir að sjálfsögðu í heimsókn á a<a href="https://www.facebook.com/icelandwinnipeg/photos/ms.c.eJxNzssNAzAIA9CNKiB8zP6LVYEGen2yDSxMifAUZYXah3~_AJLCxLHTCH4RZKDgmEV6Jg4XaIH0AaqABuaA5FWiN~_hnoszJn0Z~;KfJrSMH9knVXM2Ywatd~;ZVLoQpgv1uhAenEwCQXkrnYgHbJVwG~;AaPbxwK5wzKloJOQOdwCRcapT~;~;qjKPmZ8QdOngoLIhd6QqVDBoS8c~_mPA.bps.a.1210987649081516/1210994399080841/?type=3&%3btheater" target="_blank">ðalræðisskrifstofuna</a>&nbsp;í Winnipeg og fengu þar góðar móttökur.</p> <p>Fleira er ekki fréttum að sinni. Um leið og við óskum ykkur ánægjulegrar verslunarmannahelgar hvetjum við alla til að spenna beltin og ganga hægt um gleðinnar dyr.</p>
12.07.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 12. júlí 2019<p>Heil og sæl.</p> <p>Það er engin gúrkutíð í okkar ágætu utanríkisþjónustu þótt nú sé hásumar. Undanfarnar tvær vikur hafa verið viðburðaríkar, jafnvel sögulegar, og því ekki úr vegi að gera þessum viðburðum skil í laufléttum föstudagspósti.</p> <p>Að sjálfsögðu ber hæst&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/11/Alyktun-Islands-um-mannrettindaastand-a-Filippseyjum-samthykkt/" target="_blank">ályktun um mannréttindaástandið á Filippseyjum</a>&nbsp;sem Ísland bar upp&nbsp; í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – og var samþykkt. Ályktunin markar tímamót enda er hún sú fyrsta sem Ísland leggur fram í ráðinu. Með samþykkt ályktunarinnar lýsir mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvetur stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Þessi merki áfangi hefur vakið verðskuldaða athygli, bæði í íslenskum fjölmiðlum (t.d.&nbsp;hér&nbsp;og&nbsp;<a href="https://www.visir.is/g/2019190719782/blaes-a-gagnryni-fra-filippseyjum-og-segir-mannrettindarad-engan-spjallklubb" target="_blank">hér</a>) en líka í alþjóðapressunni (t.d.&nbsp;hér&nbsp;og&nbsp;<a href="https://www.nytimes.com/2019/07/11/world/asia/philippines-duterte-killings-un.html?searchResultPosition=4" target="_blank">hér</a>). Framlag Duterte Filippseyjaforseta til umræðunnar er annars að ekkert mark sé takandi á okkur Íslendingum þar sem við séum&nbsp;síétandi ís.&nbsp;Touché (eða þannig)!</p> <p>Þessari 41. fundalotu mannréttindaráðsins lauk annars í dag og margt fleira bar þar til tíðinda en ályktunin um Filippseyjar. Meðal annars var ályktun Íslands og fleiri ríkja&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/12/Mannrettindaradid-samthykkir-alyktun-Islands-um-launajafnretti/" target="_blank">um jöfn laun til handa konum og körlum</a>&nbsp;samþykkt einróma þegar hún kom til atkvæða í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf síðdegis í gær. Enn ein rósin í hnappagat fastanefndarinnar okkar í Genf og full ástæða til að hrósa þeim og öðrum sem að þessum málum hafa komið fyrir frábært starf!</p> <p>Í vikunni sótti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/11/Utanrikisradherra-a-radstefnu-um-fjolmidlafrelsi/?fbclid=IwAR0qZhs6krNKPYylLc0ai7IWc1UnY8VXN1KO-_rWHM-E4XyZknJRR2wjwRc" target="_blank">ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi</a>&nbsp;sem fram fór í Lundúnum. Hann tók meðal annars þátt í pallborðsumræðum um öryggi blaðamanna þar sem hann lagði áherslu á að ríki létu til sín taka á vettvangi alþjóðastofnana og auk þess undirritaði hann yfirlýsingu um fjölmiðlafrelsi.</p> <p>Á þriðjudaginn voru birtar&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/log-um-opinber-fjarmal/arsskyrslur-radherra/" target="_blank">árskýrslur ráðherra</a>, utanríkisráðherra þar á meðal, og kennir þar ýmissa grasa. Aukið gagnsæi um ráðstöfun og nýtingu fjármuna er markmiðið með skýrslunum sem er einnig ætlað að vera grundvöllur fyrir umræðu um stefnumörkun og forgangsröðun hins opinbera.</p> <p>Sama dag var&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/09/Marel-og-Thoregs-hljota-styrk-ur-samstarfssjodi-vid-atvinnulifid/" target="_blank">tilkynnt að tvö verkefni</a>&nbsp;sem byggja á íslensku hugviti og verkþekkingu hefðu fengið styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðuneytið kynnti á síðasta ári nýjan samstarfssjóð við atvinnulífið um heimsmarkmiðin sem ætlaður er samstarfsverkefnum fyrirtækja.</p> <p>Og talandi um heimsmarkmiðin þá var í mánaðarbyrjun&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/02/Heimsmarkmidagatt-opnud/" target="_blank">greint frá opnun heimsmarkmiðagáttar</a>&nbsp;þar sem fólki gefst kostur á að koma verkefnum tengdum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á framfæri. Tilgangurinn með gáttinni er að virkja samfélagið í heild sinni við innleiðingu heimsmarkmiðanna og tryggja góða upplýsingamiðlun milli stjórnvalda og hagsmunaaðila um markmiðin.&nbsp;Loks má nefna í samhengi heimsmarkmiðanna að í vikunni hófst&nbsp;í New York árlegur&nbsp;<a href="https://www.visir.is/g/2019190708890?fbclid=IwAR1vRzecqxOqBnvMIokq4ZsawGFdTbloxPH6EVyQz-isccBQKK0YtU9znqk" target="_blank">ráðherrafundur um markmiðin</a>. Ísland er þar meðal 47 þjóða sem kynna landrýniskýrslur.</p> <p>Frá sendiskrifstofunum er meðal annars að frétta að Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/07/10/Bref-norraena-heilbrigdisradherra-um-rafraena-fylgisedla-med-lyfjum-afhent-i-Brussel/" target="_blank">afhenti í vikunni bréf</a>&nbsp;til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins&nbsp; um að skoðað verði að opna heimild til að notast við rafræna fylgiseðla með lyfjum.</p> <p>Ísland er í formennsku fyrir EES-EFTA ríkin seinni helming árs 2019. Gunnar Pálsson sendiherra stýrði því sínum&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/pcb.1058490274361115/1058487117694764/?type=3&%3btheater" target="_blank">fyrsta fundi hjá sameiginlegu EES-nefndinni</a>&nbsp;í vikubyrjun. Fólkið okkar í Brussel er annars óðum að koma sér fyrir á&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/pcb.1055377804672362/1055373908006085/?type=3&%3btheater" target="_blank">Rue Archimede 17</a>og þótt enn sé verið að gera síðustu breytingar á húsnæðinu og klára að pakka upp úr kössum, heldur vinnan áfram.</p> <p>Vatnajökulsþjóðgarður er nú kominn á&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/05/Vatnajokulsthjodgardur-a-heimsminjaskra-UNESCO/" target="_blank">heimsminjaskrá</a>&nbsp;UNESCO. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan fyrir viku. Kristján Andri Stefánsson sendiherra fór fyrir&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinParis/photos/pcb.2377523028970725/2377522828970745/?type=3&%3btheater" target="_blank">íslensku sendinefndinni</a>&nbsp;í Bakú og fór með þakkarræðu fyrir hönd Íslands.</p> <p>Á mánudag fór fram í London reglubundið&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/07/09/Tvihlida-samrad-Islands-og-Bretlands/" target="_blank">tvíhliða samráð</a>&nbsp;íslenskra og breskra stjórnvalda um alþjóða- og öryggismál. Og á dögunum var haldinn vel sóttur&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/PolarRPI/photos/pcb.2437099409841853/2437098613175266/?type=3&%3btheater" target="_blank">viðburður um norðurslóðir</a>&nbsp;í sendiráðinu okkar í borginni í samvinnu við Polar Research and Policy Initiative.</p> <p>Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra, tók í vikunni þátt í sjávarútvegssýningunni&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/07/12/Island-aberandi-a-sjavarutvegssyningunni-Global-Fishery-Forum-i-St.-Petursborg/" target="_blank">Global Fishery Forum</a>&nbsp;í Pétursborg. Íslandsstofa, í samstarfi við sendiráðið, stóð fyrir íslenskum þjóðarbás á sýningunni þar sem ýmis íslensk fyrirtæki kynntu starfsemi sína.</p> <p>Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra í Nýju Delí, Indlandi, afhenti nýverið&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/07/02/Afhending-trunadarbrefs-i-Bangladesh/" target="_blank">trúnaðarbréf sitt í Bangladess</a>&nbsp;við hátíðlega athöfn. Forseti Bangladesh, Abdul Hamid, veitti því viðtöku og í kjölfarið áttu þeir viðræður um samskipti ríkjanna.</p> <p>Guðmundur Árni var svo aftur á ferðinni þegar hann var sérstakur heiðursgestur á indverskri&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinIndia/photos/pcb.1102566226598735/1102582416597116/?type=3&%3btheater" target="_blank">tískuverðlaunahátíð</a>&nbsp;á dögunum. Sendiráðið okkar í Nýju-Delí tók svo þátt í&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinIndia/photos/pcb.1108340806021277/1108340162688008/?type=3&%3btheater" target="_blank">kvikmyndahátíð</a>&nbsp;í borginni Chennai í gær.</p> <p>Átakavarnir og styrking þeirra í framtíðarstarfi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) voru meginviðfangsefni&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/07/12/Oformlegur-utanrikisradherrafundur-OSE/" target="_blank">óformlegs ráðherrafundar</a>&nbsp;stofnunarinnar, sem haldinn var Tatra-fjöllum í Slóvakíu 9. júlí 2019. Guðni Bragason, fastafulltrúi Íslands hjá ÖSE, sat fundinn fyrir hönd utanríkisráðherra.</p> <p><a href="https://www.visir.is/g/2019190708963/islensk-list-blomstrar-i-helsinki-?fbclid=IwAR2Tq4sXtFaTl7v8z0W-1TpgrZ1Lz7NzQtihZS3zItOQDBBkq7RYKJPJcQA" target="_blank">Grein Árna Þórs Sigurðssonar</a>, sendiherra í Helsinki, vakti athygli í vikunni en þar er rætt hvernig utanríkisþjónustan leggur sitt af mörkum við að kynna íslenskar listir og menningu.</p> <p>Geir H. Haarde, fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington, tók í byrjun mánaðarins við stöðu&nbsp;<a href="https://www.visir.is/g/2019190709892?fbclid=IwAR1hArKY63yq3g5iCRWtF8iGPPFIjymQTYpYS5jRqZRzpjhK5JltS3Qp4Q4" target="_blank">aðalfulltrúa kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna</a>&nbsp;hjá Alþjóðabankanum. Hann kemur til með að stýra skrifstofu kjördæmisins í höfuðstöðvum bankans í Washington um tveggja ára skeið og situr í 25 manna stjórn bankans fyrir hönd kjördæmisins.</p> <p>Sendiráðið okkar í Lundúnum, ásamt hinum norrænu sendiráðunum, tók virkan þátt í&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/photos/pcb.2523698594309105/2523689517643346/?type=3&%3btheater" target="_blank">Pride-hátíðarhöldum</a>&nbsp;sem fram fóru í borginni um síðustu helgi. Sama gerði&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.616067768416494/2436175293072390/?type=3&%3btheater" target="_blank">okkar fólk í Genf</a>&nbsp;og&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandicConsulateNewYork/videos/652674735217802/UzpfSTcxNjM2ODcyODQwOTIxNToyMzI1Njk0ODE3NDc2NTkw/?hc_ref=ARSqCezDfqxirLpmZAZgiAfzQfk_Ux13ZWKvRlVTJg1KXLwjp9bMl0TL3c8_nCmOEDc&%3bfref=nf" target="_blank">New York.</a></p> <p>Viðar Birgisson, sem starfað hefur í sendiráðinu í Kaupmannahöfn í 31 ár, var&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/pcb.2214245318612908/2214230958614344/?type=3&%3btheater" target="_blank">kvaddur í vikunni</a>&nbsp;með pompi og prakt.</p> <p>Við minnum að lokum á&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/" target="_blank">Heimsljós</a>&nbsp;– upplýsingaveitu um þróunar- og mannúðarmál sem er venju samkvæmt stútfullt af áhugaverðum fréttum.</p> <p>Góðar helgarkveðjur frá Uppló!</p> <p>&nbsp;</p>
23.06.2019Blá ör til hægriFöstudagspóstur Uppló - á sunnudegi 23. júní 2019<p>Heil og sæl. </p> <p>Á þessum fagra sunnudegi er við hæfi að fara yfir það helsta sem á daga okkar hefur drifið undanfarinn hálfan mánuð. Fyrst skal nefna&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/06/21/Islendingar-velviljadir-thatttoku-i-althjodasamstarfi/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">glænýja könnun</a>&nbsp;um viðhorf landsmanna til utanríkisþjónustunnar og verkefna hennar. Þar kennir ýmissa grasa en megin niðurstaðan er þó að þorri Íslendinga er jákvæður í garð alþjóðastofnana og þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi. Það er í senn bæði ánægjulegt og hvatning fyrir okkur öll. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur könnunina til hlítar. </p> <p> Í dag var svo greint frá því að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefði ákveðið að verja þrettán milljónum króna til&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/06/23/Threttan-milljonum-varid-til-verkefnis-STh-til-studnings-hinsegin-rettindum/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">UN Free &amp; Equal,</a>&nbsp;sérstaks verkefnis sem skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) heldur utan um til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks (LGBTI). </p> <p>Spólum aftur um hálfan mánuð, til föstudagsins 7. júní nánar tiltekið, en þá fór fram fyrsti fundur Íslands og Bandaríkjanna í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/06/07/Efnahagssamrad-vid-Bandarikin-og-Japan/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">reglulegu viðskiptasamráði</a>. Því var komið á fót á fundi utanríkisráðherra ríkjanna í Reykjavík í febrúar síðastliðinn. Samráðið sætir verulegum tíðindum og miklar vonir eru bundnar við að í fyllingu tímans skili það neytendum og útflytjendum miklum ávinningi. Tvíhliða efnahagssamráð&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/06/10/Tvihlida-efnahagssamrad-Islands-og-Japans/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Íslands og Japans</a>&nbsp;fór fram sama dag. </p> <p>Flestum ætti að vera í fersku minni að um hvítasunnuna fylltust Tyrkir heilögum reiðianda í tengslum við komu knattspyrnulandsliðs þeirra hingað til lands. Guðlaugur Þór Þórðarson&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/06/11/Utanrikisradherrar-raeddu-komu-tyrkneska-landslidsins/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">átti samtal</a>&nbsp;við tyrkneska utanríkisráðherrann vegna málsins og fjölmargt starfsfólk utanríkisþjónustunnar tók þátt í að vinda ofan af þessu undarlega máli. </p> <p>Sama dag kom Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/06/11/Framkvaemdastjori-Atlantshafsbandalagsins-i-heimsokn-a-Islandi/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">heimsókn til Íslands</a>&nbsp;í boði forsætisráðherra. Stoltenberg skoðaði öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli og ávarpaði opinn fund í Norræna húsinu en auk þess átti hann fund með utanríkisráðherra þar sem öryggismál á Norður-Atlantshafi, fyrirhuguð verkefni Íslands í Kosovo og norrænt öryggismálasamstarf voru efst á baugi. Fastanefndin hjá Atlantshafsbandalaginu auk varnarmálaskrifstofu tóku virkan þátt í undirbúningi heimsóknarinnar. </p> <p>Af vettvangi formennskunnar í norrænni samvinnu má nefna að Sigurður Ingi Jóhannsson&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/06/19/Nordurlondin-verdi-sjalfbaerasta-og-samthaettasta-svaedi-i-heimi/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">stýrði fundi samstarfsráðherra</a>&nbsp;Norðurlandanna sem fram fór á Hellu þann 19. júní. Á fundinum var ný framtíðarsýn fyrir Norrænu ráðherranefndina samþykkt. </p> <p>Samtímis fór fram&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/06/19/Fyrsti-stjornarnefndarfundur-Nordurskautsradsins-i-formennskutid-Islands-haldinn-i-Reykjanesbae/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">stjórnarfundur embættismannanefndar</a>&nbsp;Norðurskautsráðsins, sá fyrsti á formennskutíma Íslands, í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Með fundinum er hrundið af stað röð reglubundinna funda Norðurskautsráðsins og tengdra viðburða sem fara munu fram víðsvegar um landið næstu tvö árin. </p> <p>Sameinuðu þjóðirnar hafa birt á vef sínum skýrslu íslenskra stjórnvalda um&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/06/20/Sameinudu-thjodirnar-birta-landsryniskyrslu-Islands-um-heimsmarkmidin/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">innleiðingu heimsmarkmiðanna</a>. Skýrslan er hluti af landsrýni Íslands á stöðu innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. </p> <p>Á fimmtudag átti svo utanríkisráðherra stuttan fund með&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/06/20/Fundur-utanrikisradherra-og-yfirmadur-leynithjonustumala-Bandarikjanna/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Daniel Coats</a>, yfirmanni leyniþjónustumála Bandaríkjanna, er hann hafði viðdvöl hér á leið sinni yfir Atlantshafs. Öryggismál í víðu samhengi, meðal annars á norðurslóðum, voru helsta umræðunefnið. </p> <p>Fleira bar þá til tíðinda&nbsp;því þá var áritaður loftferðasamningur milli Íslands og Úkraínu. Samningurinn gildir með tímabundnum hætti um loftferðir á milli ríkjanna þar til hann verður undirritaður. Með þessu skrefi er opnað á nýja möguleika fyrir aðila í farþega- eða vöruflugi. </p> <p>Á dögunum var&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/06/14/Efnahagsskyrsla-OECD-um-Island/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Ísland tekið fyrir</a>&nbsp;í Economic Development and Review Committee hjá OECD.&nbsp; Slík fyrirtaka er á tveggja ára fresti og er þar rædd efnahagsskýrsla OECD um Ísland. 19. júní, á kvenréttindadaginn, stýrði Kristján Andri Stefánsson sendiherra svo&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/fastanefndoecdunescocoe/photos/pcb.1032865106918381/1032864800251745/?type=3&%3btheater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">fundi aðildarríkja OECD</a>&nbsp;sem setja jafnréttismál á oddinn. </p> <p>Málþingið „<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/06/14/Norden-More-than-Scandinavia-2019/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Norden - More than Scandinavia</a>“ fór fram í Stokkhólmi haldið þann 13. júní 2019 en þemað í ár var hafið, bæði sem auðlind og hafið sem þarfnast verndar. Norrænu sendiráðin í Stokkhólmi komu að skipulagningunni og kynnti Estrid Brekkan sendiherra formennskuáherslur Íslands í norrænu samvinnunni en þar eru málefni hafsins í öndvegi. Stefán Skjaldarson sendiherra tók einnig þátt í málþinginu. </p> <p>Alþjóðlegt átak gegn einelti og ofbeldi á vinnustöðum var meginmálefni á dagskrá 100 ára&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.616067768416494/2389491131074140/?type=3&%3btheater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">afmælisfundar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar</a>&nbsp;(ILO) fyrir skemmstu sem félagsmálaráðherra og fulltrúar fastanefndarinnar í Genf sóttu. </p> <p>Bergdís Ellertsdóttir, fastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, hefur ásamt fastafulltrúa Singapúr leitt samningaviðræður um ályktun um hvernig fagna skuli 75 ára afmæli SÞ á næsta ári og var&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2397054376984482/2396971783659408/?type=3&%3btheater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">ályktunin samþykkt</a>&nbsp;samhljóða fyrir viku. </p> <p>13. júní undirritaði Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra í Kampala,&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2018/08/30/Miklar-framfarir-i-menntamalum-i-Buikwe-thakkadar-islenskum-studningi/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">samning um gæðaeftirlit</a>&nbsp;með vatnsveitu í fiskiþorpum í Buikwe, samstarfshéraði Íslendinga í þróunarsamvinnu í Úganda. </p> <p>3. júní sl. var haldin norræna ráðstefnan&nbsp;<a href="https://www.nordischebotschaften.org/veranstaltungen/healthy-oceans" target="_blank" rel="noopener noreferrer">"Healthy Oceans, Agenda 2030 and Gloabal Goals"</a>, í sameiginlega húsi norrænu sendiráðanna í Berlín. Sendiherra opnaði ráðstefnuna og í lok hennar var efnt til #NordicPlogging viðburðar, þar sem skokkað var um Tiergarten og tínt rusl til að vekja athygli á umhverfisvernd.&nbsp;</p> <p> 5. júní var finnsk-íslenskt málþing í norrænu sendiráðunum um&nbsp;<a href="https://www.nordischebotschaften.org/veranstaltungen/together-towards-sustainable-arctic" target="_blank" rel="noopener noreferrer">málefni Norðurskautsins</a>, í tilefni af því að Ísland tók við formennsku af Finnum í Norðurskautsráðinu. Einar Gunnarsson hélt inngangsræðu og tók þátt í pallborðsumræðum. Málþingið var liður í dagsrkánni&nbsp;<a href="https://www.esdw.eu/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">"European Sustainable Development Week"</a>&nbsp;í Berlín 2019 með þátttöku þýska utanríkisráðuneytisins.&nbsp; </p> <p>6. júní stóð sendiráðið í Berlín ásamt fyrirtækinu&nbsp;<a href="https://www.vikingyr.is/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Vikingyr</a>&nbsp;fyrir matarkynningu fyrir innkaupastjóra stórmarkaða í Þýskalandi og var Friðrik Sigurðsson matreiðslumeistari fenginn til að matreiða lambakjötið.&nbsp; Þann 7. júní var svo matarkynning á fiski og lambakjöti með Friðriki Sigurðssyni matreiðslumeistara innan Íslandsdagskrár sem er undanfari&nbsp;<a href="https://wm2019.berlin/index.php/home.html" target="_blank" rel="noopener noreferrer">heimsmeistaramóts íslenska hestsins</a>&nbsp;sem haldið verður í hverfinu Lichtenberg í Berlín í sumar. </p> <p>Sendiherrar Norðurlanda í Kaupmannahöfn hafa&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/norgesambassadecph/photos/pcb.2044682802308648/2044679538975641/?type=3&%3btheater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">undirritað samkomulag</a>&nbsp;um starfsstarf á neyðartímum.</p> <p>Í upphafi mánaðar tók Margrét Þórhildur&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/a.275840032453456/2151074274930013/?type=3&%3btheater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Danadrottning á móti sendiherrahjónum</a>&nbsp;Íslands en nú líður senn að starfslokum þeirra hjóna í Danmörku. </p> <p>Þjóðhátíðardegi Íslands 17. júní var víða fagnað með þátttöku sendiskrifstofanna okkar. Má nefna að Estrid sendiherra í Stokkhólmi brilleraði í&nbsp;<a href="https://www.tv4play.se/program/nyhetsmorgon/11988538?utm_medium=social&%3butm_source=facebook.com&%3butm_campaign=nyhetsmorgon&%3butm_content=17_island_nationaldag&%3blinkId=69113343&%3bfbclid=IwAR1aL_HdsLIxe6dAfmqB3vvx-cTmhyypoE93OCVqZHVQzsv8YX7fijHC0a0" target="_blank" rel="noopener noreferrer">sjónvarpsviðtal</a>&nbsp;af því tilefni og á Íslendingaslóðum í&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/photo.php?fbid=674837679627340&%3bset=ms.c.eJw9jNsNADEIwzY6UR6B7L%7e%3bYSRT6adkJ0svShNC0zA%7e%3bNfqB0MRsOU0JQNYzs3mW4qn1sX4TSWPF894fD9Ot3z%7e_i9Y%7e%3bn%7e_n%7e%3bEl0n364%7e%3baSy%7e%3bcvX1%7e%3bNwDL73%7e%3bQHLPMxYg%7e-%7e-.bps.a.674837286294046&%3btype=3&%3btheater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Winnipeg</a>&nbsp;í Manitoba var venju samkvæmt mikið um dýrðir. Í vikunni fóru fram&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/pcb.2180682028635904/2180681781969262/?type=3&%3btheater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">þreföld hátíðarhöld</a>&nbsp;í Óðinsvéum þar sem haldið var upp á 75 ára afmæli íslenska lýðveldisins, 100 ára afmæli færeyska fánans og 10 ára afmælis grænlensku heimastjórnarinnar. </p> <p>Árni Þór Sigurðsson, sendiherra í Helsinki, tók þátt í hátíðarhöldum á&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/a.672590106141488/2372621066138375/?type=3&%3btheater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">þjóðhátíðardegi Álandseyja</a>, 9. júní. Arna Lísbet viðskiptafulltrúi sótti svo nokkrum dögum síðar árlega&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/pcb.2390739917659823/2390546854345796/?type=3&%3btheater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Íslandshátíð</a>&nbsp;í Vilníus í Litháen.</p> <p>Sendiráðið í Washington, ásamt hinum norrænu sendiráðunum í borginni, tók virkan þátt í&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/videos/195329814718078/?__tn__=%2cd%2cP-R&%3beid=ARDZXo2bNiAQg97HqYf1eq8i-n4LWvDrAMce_EggzB7BjEvJNVAyk3w8QC-5IAwwxRiuTN6WmCrf8bW7" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Pride-hátíðarhöldum</a>&nbsp;þar í borg um síðustu helgi.&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/videos/377359746226342/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Regnbogafáninn</a>&nbsp;hefur blaktað við hún á sendiráðinu í Ósló undanfarna daga vegna hinsegin daga sem nú standa yfir í borginni.</p> <p>Síðast en ekki síst er gaman að segja frá því að sérstök&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/heimasendiherrar/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">síða heimasendiherra</a>&nbsp;hefur nú verið opnuð á Stjórnarráðsvefnum. Auk upplýsinga um heimasendiherrana og verkefni þeirra verða þar birtar fréttir af því góða starfi sem þeir vinna.</p> <p>Í vikunni sem nú er framundan&nbsp;verður venju samkvæmt nóg að gera hjá okkur í utanríkisþjónustunni. Má þar nefna að utanríkisráðherra sækir ráðherrafund EFTA í Liechtenstein og svo varnarmálaráðherrafund NATO í Brussel. Þá hefst á morgun&nbsp;41. lota mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf þar sem okkar fólk stendur vaktina. Von er á forsætisráðherra til Genfar til að taka þátt í störfum ráðsins. </p> <p>Bestu kveðjur frá Uppló!</p>
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira