Hoppa yfir valmynd

Föstudagspóstur

Vikuleg samantekt á fréttum úr utanríkisþjónustunni og dagskrá næstu daga.


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2020-01-17 23:01:0017.01.2020Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 17. janúar 2020

<span></span> <p>Heil og sæl. </p> <p>Fyrsti föstudagspóstur ársins lítur nú dagsins ljós. Nýárið fór rólega af stað en segja má að nú sé starfsemin í utanríkisþjónustunni komin á fullan skrið. </p> <p>Kvittum samt fyrir síðustu tíðindi ársins 2019 sem enn á eftir að færa til bókar á þessum vettvangi. Undir lok ársins afturkölluðu Færeyingar <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/31/Uppsogn-Hoyvikursamningsins-afturkollud/">uppsögnina á Hoyvíkursamningnum,</a> fríverslunar- og efnahagssamningi Íslands og Færeyja en hann hefði að óbreyttu fallið úr gildi um áramótin. </p> <p>Á síðustu dögum ársins var jafnframt tilkynnt um <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/23/82-milljardar-dala-i-barattuna-gegn-sarafataekt/">stuðning Íslands</a> við Alþjóðaframfarastofnunina en ríki heims hafa heitið henni jafnvirði tíu þúsund milljarða króna til að berjast gegn sárafátækt í heiminum.</p> <p>Færum okkur yfir á það herrans ár 2020. Ófriðarblikur hafa verið á lofti í Mið-Austurlöndum að undanförnu og <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/01/13/Hvatt-til-stillingar-i-Mid-Austurlondum/">lýsti utanríkisráðherra yfir áhyggjum</a> af ástandinu á Twitter í ársbyrjun og hvatti þar til stillingar. Nokkrum dögum síðar var stigmögnun spennunnar umfjöllunarefni í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/09/Joint-Nordic-Statement-on-Upholding-the-United-Nations-Charter/">sameiginlegri ræðu</a> Norðurlanda í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá ræddu varnarmálaráðherrar Norðurlanda ástandið <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/01/17/Stigmognun-astandsins-i-Irak-og-Iran-a-medal-umraeduefna-a-fundi-norraenna-varnarmalaradherra/">á fundi í vikunni</a> en Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri tók þátt í fundinum fyrir hönd ráðherra. </p> <p>Fyrr í þessari viku greindum við frá þeim <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/01/15/Konur-og-atvinnulif-Island-med-fullt-hus-stiga/">ánægjulegu tíðindum</a> að Ísland væri í hópi átta ríkja sem fá hæstu einkunn, 100 stig, í nýrri skýrslu Alþjóðabankans um konur og atvinnulíf.</p> <p>Tilkynnt var fyrir skemmstu að <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/01/10/Taeplega-190-milljonir-i-bodi-fyrir-felagasamtok-/">utanríkisráðuneytið myndi úthluta</a> 186,5 milljónum króna til félagasamtaka á þessu ári vegna verkefna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var í <a href="https://www.visir.is/k/51939b51-0ee8-4e99-8d37-a8dffff2c58f-1579033156184?fbclid=IwAR0c0Kk8Z1sSxKT9cyCiRc7U6oUbyVAXtizFFHp1aM7HNi1YerItpd4-PWo">bráðskemmtilegri nærmynd</a> sjónvarpsþáttarins Íslands í dag á Stöð 2. Þar ræddi hann meðal annars mannréttindamál, fríverslun og þróunarsamvinnu, viðraði hundinn Mána og greindi frá því hvað honum þætti mesti ókosturinn við embættið.</p> <p>Frá sendiskrifstofunum okkar víða um heim er sitthvað að frétta. Í morgun áttu sendiherrar Norðurlanda í Noregi <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/a.282000298581303/2685273584920617/?type=3&amp;theater">góðan fund</a> með Ine Eriksen Søreide utanríkisráðherra Noregu, til umræðu voru ýmis alþjóðamál sem eru hvað helst í deiglunni um þessar mundir.</p> <p>Fastanefndir Íslands gagnvart ESB og Atlantshafsbandalaginu hittust í dag <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/pcb.1213706118839529/1213690898841051/?type=3&amp;theater">til skrafs og ráðagerða</a>. Fundurinn var mjög gagnlegur og fróðlegur og var ákveðið að viðhalda þessum góða sið og hittast nokkrum sinnum á ári. </p> <p>Sendiherra og fastafulltrúi Íslands gagnvart OECD, Kristján Andri Stefánsson, leiddi á miðvikudaginn <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/16/Fundur-fastafulltrua-OECD-um-jafnrettismal/">fund fastafulltrúa gagnvart OECD um jafnréttismál</a>. Þar var m.a. fjallað um nýjustu PISA niðurstöðurnar og mismunandi stöðu drengja og stúlkna. </p> <p>Forseti Íslands heimsótti Danmörku fyrir skemmstu og horfði meðal annars á <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/pcb.2594701940567242/2594701790567257/?type=3&amp;theater">Ísland sigra Danmörku</a> í bráðskemmtilegum leik á EM í handbolta í góðum félagsskap Helgu sendiherra og Sigurðar móttökufulltrúa. Á meðan dvölinni stóð flutti <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/pcb.2597960630241373/2597959940241442/?type=3&amp;theater">forsetinn fyrirlestur</a> í boði utanríkismálastofnunar Danmerkur. Í ársbyrjun sóttu sendiherrahjónin svo <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/pcb.2575145032522933/2575091169194986/?type=3&amp;theater">áramótamóttöku Margrétar</a> Þórhildar Danadrottningar. </p> <p>Á þrettándanum <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/01/06/Opnad-fyrir-mottoku-umsokna-um-Schengen-aritanir-i-thremur-indverskum-borgum/">opnaði sendiráð Íslands í Nýju-Delí</a> móttöku fyrir umsóknir um Schengen-vegabréfsáritanir til Íslands í þremur borgum á Indlandi. Ísland hefur að undanförnu tekið í auknum mæli ábyrgð á útgáfu Schengen-áritana á Indlandi og í Kína.</p> <p>Sama dag átti Pétur Ásgeirsson, sendiherra í Ottawa, <a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/photos/a.154565584675235/1884626128335830/?type=3&amp;theater">góðan fund</a> með nafna sínum Óskarssyni hjá Íslandsstofu og fulltrúum Icelandair. </p> <p>Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra<a href="https://www.facebook.com/IcelandinSE/photos/pcb.3168688989825240/3168678146492991/?type=3&amp;theater">, heimsótti Stokkhólm</a> í vikunni í þeim tilgangi að kynna sér sænskt menntakerfi og það hvaða ástæður kunni að liggja að baki bættum árangri sænskra nemenda í Pisa-könnuninni. Með í för var sendinefnd sem samanstóð af aðilum sem vinna með menntamál á Íslandi.</p> <p>Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra var einnig á ferðalagi og hitti meðal annars Virginijus Sinkevičius ,sem fer með með málefni umhverfis, hafs og fiskveiða í nýrri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/16/Kristjan-Thor-fundadi-med-nyjum-framkvaemdastjora-ESB-a-svidi-umhverfis-hafs-og-fiskveida/">á fundi í Brussel</a>. Þeir ræddu m.a. stöðuna í samningaviðræðum um makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld auk annarra deilistofna í Norður Atlantshafi.</p> <p>Og talandi um sjávarútveg og málefni hafsins þá hélt Tómas H. Heiðar, dómari við Alþjóðlega hafréttardómstólinn, <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2830556880300894/?type=3&amp;theater">erindi í Alþjóðaviðskiptastofnuninni</a> í Genf um hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna og grundvallaratriði í úrlausn deilumála á hafssvæðum fyrir viðræðunefndina.</p> <p>Unnur Orradóttir Ramette afhenti þann 9. janúar Arthur Peter Mutharika forseta Malaví <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/10/Afhending-trunadarbrefs-i-Malavi/">trúnaðarbréf sitt</a> sem sendiherra Íslands í Malaví, með aðsetur í Úganda.</p> <p>Sveinn K. Einarsson, staðgengill sendiherra Íslands í Peking, sótti í fyrstu viku ársins árlegt <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/07/Sendiradid-saekir-vidskiptaradstefnu-i-Harbin/">viðskiptaþing í borginni Harbin</a> í norðurhluta Kína. Íslenskum fyrirtækjum stóð til boða að sækja ráðstefnuna og tengda viðburði og var Marel á meðal þátttakenda. Þá sátu þeir Sveinn og Pétur Yang Li, viðskiptafulltrúi sendiráðsins, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/14/Sendiradid-saekir-vidskiptathing-um-netverslun/">viðskiptaþing tileinkað netverslun</a> sem fram fór í Peking viku síðar. </p> <p>Í vikubyrjun stóð sendiráðið í Washington fyrir <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/photos/pcb.3030548506978759/3030552596978350/?type=3&amp;theater">vel sóttum bókmenntaviðburði</a> í samvinnu við hina þekktu bókaverslun Politics &amp; Prose með rithöfundinum Ólafi Jóhanni Ólafssyni. Bergdís Ellertsdóttir sendiherra ræddi við Ólaf um nýútgefna bók hans, um stöðu bókarinnar á tækniöld og kvenkyns söguhetjur.</p> <p>Skömmu fyrir jól var <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/photos/pcb.2975584389141838/2975577012475909/?type=3&amp;theater">Francisco A. Julia</a> sem starfað hafði í sendiráðinu í Washington í heil 33 ár kvaddur með pompi og prakt. </p> <p>Árni Þór Sigurðsson sendiherra í Helsinki átti á dögunum <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2020/01/07/Sendiherra-atti-fund-med-forseta-Islands/">fund með forseta Íslands</a> þar sem þeir ræddu m.a. um samstarf forsetaembættisins við sendiráðið. Árni var svo aftur á ferðinni í vikunni þegar hann tók þátt í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/pcb.2829922627074881/2829895013744309/?type=3&amp;theater">árlegu Matka-ferðakaupstefnunni</a> sem fram fer í Helsinki en hún er sú stærsta sem fram fer á Norðurlöndum. </p> <p>Fyrir rúmri viku bárust þær sorgarfréttir að <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/a.185312791548520/2651364771609964/?type=3&amp;theater">Harutyun Hayrapetyan</a>, kjörræðismaður Íslands í Armeníu, hefði látist 5. janúar langt fyrir aldur fram. </p> <p>Í tengslum við opnun sýningar listamannsins Sigurðar Guðmundssonar í Galleri Andersson/ Sandström í Stokkhólmi bauð sendiráð Íslands til <a href="https://www.facebook.com/IcelandinSE/photos/pcb.3161098820584257/3161092120584927/?type=3&amp;theater">móttöku í embættisbústað</a> sendiherra. Þar var gestum meðal annars boðið upp á gjörning innblásinn af verkum listamannsins.</p> <p>Á meðal verkefna utanríkisráðherra má nefna að Alþingi kemur saman í næstu viku eftir jólaleyfi. Þá á hann fund með Susönnu Moorehead, formanni þróunarnefndar OCED (DAC). </p> <p>&nbsp;</p>

2019-12-20 17:29:0020.12.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 20. desember 2019

<p>Heil og sæl. </p> <p>Nú þegar svartasta skammdegið grúfir yfir okkur freistum við í upplýsingadeildinni þess að lýsa upp svartnættið með síðasta eiginlega föstudagspósti ársins. Tvær vikur eru frá síðasta pósti og því er af ýmsu að taka. </p> <p>Byrjum á góðum tíðindum úr þróunarsamvinnunni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO, undirrituðu í vikubyrjun samkomulag um að <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/16/Island-og-UNESCO-gera-samkomulag-um-Thekkingarmidstod-throunarsamvinnu/">Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu</a> starfi undir merkjum UNESCO sem sjálfstæð stofnun. Í miðstöðinni koma saman fjórir skólar sem starfræktir hafa verið á Íslandi. Utanríkisráðherra átti auk þess nokkra fundi og heimsótti franska þingið <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/19/Fundir-utanrikisradherra-i-Paris/">meðan á heimsókninni stóð</a>. </p> <p>Rúm vika er síðan þeir Guðlaugur Þór og Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, áttu <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/12/Jakvaedur-fundur-um-Hoyvikursamninginn/">jákvæðan fund</a> um framtíð Hoyvíkursamningsins, fríverslunarsamnings Íslands og Færeyja. Færeyska lögþingið ákveður fljótlega hvort fallið verður frá uppsögn hans. </p> <p>Sendinefnd Íslands gerði góða ferð á árlega l<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/11/Samkomulag-um-nyja-loftferdasamninga-a-radstefnu-ICAO/">oftferðasamningaráðstefnu</a> Alþjóðaflugmálastofnunarinnar fyrir skemmstu. Hún gerði nýja loftferðasamninga við Marokkó og Mósambík og uppfærði eldri loftferðasamninga og viljayfirlýsingar um flugsamgöngur milli Íslands og annarra landa. </p> <p>Íslensk stjórnvöld og Rauði kross Íslands hafa tilkynnt um <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/12/Framlag-islenskra-stjornvalda-til-Althjodarads-Rauda-krossins-kynnt/">sameiginlegar skuldbindingar</a> sínar um aðgerðir og markmið í þágu Alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans til næstu fjögurra ára. Í þeim er lögð rík áhersla á forvarnir og stuðning við baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi í vopnuðum átökum og aðgerðir vegna mansals.</p> <p>Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/19/Ragnhildur-avarpadi-leidtogafund-UNHCR-/">flutti ávarp fyrir Íslands hönd</a> á leiðtogafundi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, sem haldinn var í Genf fyrr í þessari viku.</p> <p>Lina al-Hathloul, baráttukona fyrir mannréttindum í Sádí-Arabíu, var aðalræðumaður á málþingi sem haldið var í tilefni af <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/10/Althjodamannrettindadagurinn-haldinn-hatidlegur-med-malthingi/">alþjóðlega mannréttindadeginum</a> 10. desember. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/12/11/Avarp-a-hatidarfundi-i-tilefni-althjodamannrettindadagsins/">opnunarávarp&nbsp;</a>og sérfræðingar tóku þátt pallborðsumræðum.</p> <p>Og talandi um mannréttindi þá hefur mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkt tillögu Íslands og Rúanda um <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/13/Mannrettindaradid-samthykkir-tillogur-Islands-um-hagraedingu/">sérstakt átak til hagræðingar</a> í starfi þess. Slíkar ákvarðanir ráðsins eru lagðar fram af forseta ráðsins en Ísland og Rúanda hafa leitt samningaviðræður um slíka hagræðingu síðastliðið ár.</p> <p>Í vikunni var greint frá þeim <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/17/Island-afram-i-efsta-saeti-a-lista-Althjodaefnahagsradsins-um-kynjajafnretti/">ánægjulegu tíðindum</a> að Ísland situr ellefta árið í röð í efsta sæti á kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum. Slæmu fréttirnar eru þær að samkvæmt skýrslu ráðsins tekur það tæpa öld að ná fram fullkomnu kynjajafnrétti í heiminum ef fram fer sem horfir.</p> <p>Í gær var svo Martin Eyjólfsson, skrifstofustjóri alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins og fyrrverandi sendiherra Íslands í Berlín, sæmdur <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/20/Martin-saemdur-storriddarakrossi-thyska-sambandslydveldisins/">stórriddarakrossi</a> þýska sambandslýðveldisins.</p> <p>Formennskunni okkar í norrænu samvinnunni er að ljúka og af því tilefni birti Norðurlandadeildin <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2757996777556905/?type=3&amp;theater">tölfræði yfir verkefnin</a> á þessu formennskuári. </p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur gefið vilyrði fyrir <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/12/11/Throunarsamvinna-Sjo-islenskum-felagasamtokum-falid-ad-radstafa-rumum-200-milljonum-/">styrkjum til sjö íslenskra félagasamtaka</a> um ráðstöfun rúmlega 210 milljóna króna til verkefna á sviði þróunarsamvinnu. Flest verkefnanna eru langtímaverkefni sem fá árlegar greiðslur frá ráðuneytinu. Hæstu styrkjunum verður varið til verkefna í þremur Afríkuríkjum, Síerra Leóne, Úganda og Tógó.</p> <p>Af vettvangi sendiskrifstofanna er venju samkvæmt nóg að frétta. Á miðvikudag var undirritaður <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/18/Island-stydur-vid-kyn-og-frjosemisheilbrigdi-stulkna-og-kvenna-i-Malavi/">samstarfssamningur</a> milli sendiráðs Íslands í Lilongwe fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Malaví.um að efla kyn- og frjósemisheilbrigði og réttindi unglingsstúlkna og kvenna í Mangochi héraði.</p> <p>Sendiráðið okkar í Lundúnum tilkynnti í vikunni að tæplega 50 nýjar <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/18/1100-Islendingar-sott-um-Settled-Status/">umsóknir hefðu borist</a> breskum stjórnvöldum frá íslenskum ríkisborgurum um „settled status“ og er þá heildartala umsókna frá þeim hópi komin yfir eitt þúsund.</p> <p>Árleg umræða um málefni hafsins fór fram í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrr í mánuðinum. Þar flutti <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2754517987904784/2754512557905327/?type=3&amp;theater">Jörundur Valtýsson</a>, fastafulltrúi Íslands gagnvart SÞ, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/10/General-Assembly-Oceans-and-the-Law-of-the-Sea/">ræðu og vakti athygli á</a> áherslu íslenskra stjórnvalda á hafið í formennsku Norðurskautsráðsins og norrænu ráðherranefndarinnar, enda heilbrigt lífríki hafsins kjarnaatriði í íslenskri utanríkisstefnu og grundvallarforsenda sjálfbærrar þróunar. </p> <p>Nokkrum dögum fyrr <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2752152218141361/?type=3&amp;theater">tilkynnti Jörundur</a> svo á framlagaráðstefnu neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (CERF) um árlegt 50 milljón króna framlag Íslands í sjóðinn samkvæmt endurnýjuðum rammasamningi fyrir árin 2020-23.</p> <p>Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í Moskvu, er í <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/a.185312791548520/2602693669810408/?type=3&amp;theater">forsíðuviðtali</a> nýjasta heftis tímaritsins Fiskifréttir. </p> <p>Í tilefni af afhendingu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2019 í Berlín efndi sendiráðið okkar þar í borg til ýmissa viðburða. Þannig sóttu 250 kvikmyndagerđarmenn, leikarar, stjórnendur, framleiðendur og blaðamenn <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/pcb.1427318280751767/1427316740751921/?type=3&amp;theater">samkomu í Felleshus</a>, menningarmiðstöð norrænu sendiráðanna. Árið 2020 verður verðlaunahátíðin haldin í Reykjavík. </p> <p>Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í London, ræddi um <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/photos/a.900663756612605/2884425618236399/?type=3&amp;theater">jafnrétti á vinnustöðum</a> og samfélaginu öllu á fundi Westminster Business Forum þann 11. desember. Nokkrum dögum áður tók Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra í Washington, þátt í umræðum um <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/photos/pcb.2945130808853863/2945136995519911/?type=3&amp;theater">konur og diplómasíu</a> á viðburði sem The Washington Diplomat stóð fyrir. </p> <p>Frá Kína bárust þau tíðindi fyrir viku að viðtal sem þekkt sjónvarpskona þar í landi tók við utanríkisráðherra í fyrra hefði <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/12/Vidtal-vid-utanrikisradherra-i-vidhafnarriti-Pheonix-TV/">ratað í viðhafnarrit</a> Phoenix-sjónvarpsstöðvarinnar. </p> <p>Og ljúkum þessum jólaföstudagspósti með fréttum frá Washington þar sem <a href="https://www.facebook.com/IAofWDC/photos/pcb.10158485330869237/10158485272394237/?type=3&amp;theater">jólaball var haldið</a> í sendiherrabústaðnum fyrir íslenskar barnafjölskyldur á svæðinu. Kertasníkir lét sig að sjálfsögðu ekki vanta þótt um langan veg hafi verið að fara. </p> <p>Við í upplýsingadeild utanríkisráðuneytisins óskum ykkur öllum gleðilegra jóla! </p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

2019-12-06 21:02:0006.12.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 6. desember 2019

<span></span> <p>Þótt aðventan sé gengin í garð halda annirnar í utanríkisþjónustunni áfram sem aldrei fyrr. Í vikunni bar hæst <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/04/Forsaetisradherra-raeddi-afvopnunarmal-loftslagsbreytingar-og-kynferdislegt-ofbeldi-a-fundi-leidtoga-Atlantshafsbandalagsins/">leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins</a> sem að þessu sinni var haldinn í Lundúnum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fundinn ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hermann Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, auk embættismanna úr utanríkisþjónustunni og forsætisráðuneytinu. Til viðbótar við leiðtogafundinn átti utanríkisráðherra tvíhliða fund með hollenska utanríkisráðherranum Stefan Blok og sótti móttöku Bretadrottningar í Buckingham-höll. </p> <p>Í dag greindum við svo frá því að á fjórða hundrað ákvarðana um upptöku gerða í EES-samninginn hafa verið teknar á þessu ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. Fjöldi upptekinna EES-gerða á þessu ári hefur stuðlað að því að <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/06/Upptokuhalli-EES-gerda-ekki-minni-i-sex-ar/">upptökuhallinn hefur ekki verið minni</a> í sex ár.</p> <p>Á undanförnum misserum hefur verið unnið að fjölgun afgreiðslustaða Schengen-vegabréfsáritana til Íslands til að bregðast við mikilli fjölgun umsókna. Í dag var <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/06/Frettir-fra-Schengen-aritanadeild/">opnað fyrir afgreiðslu</a> umsókna í Kuala Lumpur í Malasíu, en umsóknir verða fluttar þaðan til sendiráðsins í Nýju Delí til meðferðar.</p> <p>Guðni Bragason, fastafulltrúi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), ávarpaði <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/05/Island-lysir-studningi-vid-heildstaett-oryggi-a-OSE-svaedinu/">ráðherrafund í Bratislava</a> í vikunni fyrir hönd utanríkisráðherra. Í ávarpinu var ítrekaður stuðningur Íslands við sjálfstæði Úkraínu innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra.</p> <p>Þórir Ibsen heimasendiherra, tók í vikunni á móti <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/05/Evropuhopurinn-fundadi-i-utanrikisraduneytinu-med-Thori-Ibsen-heimasendiherra/">Evrópuhópnum</a> svokallaða í utanríkisráðuneytinu. Um er að ræða óformlegan hóp þeirra íslensku stofnana sem hafa umsjón með evrópskum og norrænum samstarfs- og styrktaráætlunum á Íslandi.<span>&nbsp; </span></p> <p>Kristín A. Árnadóttir, sendiherra jafnréttismála, stýrði ásamt Ann-Sofie Stude, sendiherra Finnlands, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/21/Kristin-A-Arnadottir-sendiherra-jafnrettismala-styrdi-malstofu-a-heimsthingi-Women-Political-Leaders/">málstofunni Women, Peace and Security Agenda - A Platform for Transformative Change</a> á heimsþingi alþjóðasamtakanna WPL, Women Political Leaders, Global Forum sem haldið var í Hörpu í nýliðnum mánuði.</p> <p>Þórður Ægir Óskarsson afhenti Fernando Arias, aðalframkvæmdastjóra Efnavopnastofnunarinnar í Haag, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/25/Thordur-Aegir-afhendir-trunadarbref-hja-Efnavopnastofnuninni-i-Haag/">trúnaðarbréf sitt</a> sem fastafulltrúi Íslands gagnvart stofnuninni fyrir skemmstu. Efnavopnastofnunin sér um framkvæmd á samningi um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna.<span>&nbsp; </span></p> <p>Nú í vikunni fór fram <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/pcb.2725804617486683/2725803150820163/?type=3&amp;theater">ársfundur</a> Uppbyggingarsjóðs EES í Ríga þar sem farið var yfir þau fjölmörgu og ólíku verkefni sem sjóðurinn styrkir í Lettlandi. Sigrún Bessadóttir <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/pcb.2725804617486683/2725803154153496/?type=3&amp;theater">tók þátt í fundinum</a> fyrir hönd sendiráðsins í Helsinki en það er einnig sendiráð Íslands gagnvart Lettlandi.</p> <p>Sendiráðið í Kanada og Þorleikur Jóhannesson, verkfræðingur og jarðvarmasérfræðingur hjá Verkís, hafa undanfarna daga gengist fyrir viðamikilli kynningu á nýtingu jarðvarma. Þeir Pétur Ásgeirsson sendiherra hafa ferðast vítt og breitt um landið og <a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/photos/pb.138605742937886.-2207520000../1842721655859611/?type=3&amp;theater">flutt fyrirlestra</a> um þennan græna orkugjafa. </p> <p>Í frétt á vefsíðu sendiráðsins í Stokkhólmi segir frá sýningunni <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/12/03/Sweden-International-Horse-Show-/">Sweden International Horse Show</a> sem þar fór fram. Sendiherra Íslands, Estrid Brekkan, ávarpaði keppendur og áhorfendur. Íslandsstofa var einnig á staðnum í gegnum verkefnið Horses of Iceland.</p> <p>Lyfjafyrirtækið Florealis hélt í síðustu viku <a href="https://www.facebook.com/IcelandinSE/photos/pcb.3067565649937575/3067538206606986/?type=3&amp;theater">viðburð</a> í embættisbústað sendiherrans í Stokkhólmi þar sem stjórnendum fyrirtækisins og fjárfestum gafst tækifæri til að ræða framtíðaráform sín og kynna kosti til fjárfestinga fyrir gestum.</p> <p>Nýsköpunarfyrirtækið <a href="https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1194873514044859&amp;set=pcb.1194877334044477&amp;type=3&amp;theater">Kerecis</a> var á meðal þátttakenda á ráðstefnunni Nordic-America Life Science Conference sem haldin var vestanhafs í vikunni. <a href="https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1194873670711510&amp;set=pcb.1194877334044477&amp;type=3&amp;theater">Íslandsstofa og aðalrræðisskrifstofan</a> í New York höfðu milligöngu um þátttökuna. <span></span></p> <p>Sendiráðið í Brussel fékk í vikunni góða heimsókn frá <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/pcb.1171397576403717/1171396596403815/?type=3&amp;theater">stjórnmálafræðinemum</a> frá háskólanum í Lille. Gunnar Pálsson sendiherra ávarpaði hópinn sem fékk síðan kynningu á störfum fastanefndarinnar.</p> <p>Í gær bauð Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra í Ósló, til <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2596545173793459/2596537650460878/?type=3&amp;theater">jóladjassmóttöku</a> í embættisbústaðnum þar sem ljúfir íslenskir jólatónar frá Marínu Ósk, Stínu Ágústs og Mikaels Mána ómuðu. Jóladjassinn <a href="https://www.facebook.com/events/967663426921946/?acontext=%7B%22ref%22%3A%223%22%2C%22ref_newsfeed_story_type%22%3A%22regular%22%2C%22feed_story_type%22%3A%2222%22%2C%22action_history%22%3A%22null%22%7D">dunar svo í Jónshúsi</a> í Kaupmannahöfn í kvöld. Fyrr í vikunni hitti okkar fólk í norsku höfuðborginni sjálfa <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2589977851116858/2589976347783675/?type=3&amp;theater">Línu langsokk</a>, eða öllu heldur sænsku leikkonuna Inger Nilsson sem lék hana í sígildum sjónvarpsþáttum.</p> <p>Sendiráð Íslands í Nýju-Delí tók annað árið í röð þátt í <a href="https://timesofindia.indiatimes.com/life-style/books/features/from-the-world-to-writer-back-how-word-travels/articleshow/72329278.cms?fbclid=IwAR0Gs6UTfW6tZT4JgQ_oOkf6gcVnNbRojI0Z1LfKdYarmKklKMrQDBSkJCo">Times Literature</a>-bókmenntahátíðinni. Guðrún Eva Mínervudóttir tók þátt í umræðum og sagði frá verkum sínum. </p> <p>Og talandi um bókmenntir sem bragð er af þá voru Fjalla-Bensi, hundurinn Leó og hrúturinn Eitill í aðalhlutverki í Felleshus, menningarmiðstöð norrænu sendiráðanna í Berlín í vikunni, þar sem <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/pcb.1424368021046793/1424354617714800/?type=3&amp;theater">Aðventa Gunnars Gunnarssonar</a> var lesin upp í þýskri þýðingu. María Erla sendiherra bauð viðstadda velkomna en um árvissa hefð er að ræða. </p> <p>Í tilefni af Alþjóðadegi mannréttinda á þriðjudag standa utanríkisráðuneytið, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir <a href="https://www.facebook.com/events/518983215495869/">áhugaverðu málþingi</a>. Þar verður rætt mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið standi vörð um mannréttindi og hvernig smærri ríki geta látið til sín taka á þeim vettvangi, en kjörtímabili Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna lýkur nú um áramótin. Utanríkisráðherra flytur opnunarávarp en Lina al-Hathloul, baráttukona fyrir mannréttindum kvenna í Saudi Arabíu, flytur hátíðarávarp. Í framhaldinu verða svo pallborðsumræður en á meðan panelista er Harald Aspelund, fastafulltrúi okkar í Genf. </p> <p>Á fimmtudag á utanríkisráðherra svo fund í Kaupmannahöfn með utanríkisráðherra Færeyja.</p>

2019-11-29 16:38:0029.11.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 29. nóvember 2019

<span></span> <p>Heil og sæl. </p> <p>Nóvember er senn á enda runninn og aðventan að ganga í garð – og 101 árs fullveldisafmæli á sunnudag! Að venju er eitt og annað að frétta úr okkar ranni sem full ástæða er til að halda til haga. </p> <p>Í vikunni bar hæst <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/26/Utanrikisradherrar-Islands-og-Russlands-raeddu-nordurslodir-og-vidskipti/">heimsókn utanríkisráðherra til Moskvu</a> þar sem hann hitti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Tvíhliða samskipti, viðskipti og norðurslóðamál voru efst á baugi en ráðherrarnir undirrituðu sameiginlega yfirlýsingu um áframhaldandi samstarf innan Norðurskautsráðsins. Í lok fundar afhenti Guðlaugur Þór Lavrov <a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/photos/pb.54662962022.-2207520000.0./10156659886987023/?type=3&amp;theater">íslenska landsliðstreyju</a> með áletruninni „Viktorsson“ en rússneski utanríkisráðherrann heitir fullu nafni Sergei Viktorovich Lavrov. </p> <p>Auk þess að hitta Lavrov tók utanríkisráðherra þátt í <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.616067768416494/2721235091233074/?type=3&amp;theater">viðskiptaviðburði</a> í sendiráði Íslands í Moskvu en viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum nítján fyrirtækjum, Íslandsstofu og fleiri aðilum var með í för. Þá flutti hann erindi í <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2723029357720314/2723027954387121/?type=3&amp;theater">rússnesku diplómataakademíunni</a> sem vakti lukku og ræddi við <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/pcb.2562853323794443/2562852803794495/?type=3&amp;theater">rússneska fjölmiðla um</a> Ísland og íslensk utanríkismál. </p> <p>Í dag ávarpaði utanríkisráðherra <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/29/Utanrikisradherra-a-nordurslodaradstefnu-i-Finnlandi/">alþjóðlega ráðstefnu</a> um málefni norðurslóða sem haldin var í Helsinki. Hann ræddi meðal annars alþjóðamál og tvíhliða samskipti á fundi með Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands.</p> <p>Við vendum nú kvæði okkar í kross og höldum frá Helsinki til Lundúna þar sem 31. <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/photos/pcb.2847682778577350/2847682665244028/?type=3&amp;theater">allsherjarþing alþjóðasiglingamálastofnunarinnar</a> (IMO) fór fram. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins, lagði áherslu á kynjajafnrétti, málefni norðurslóða og árangur Íslands í fækkun sjóslysa þegar hún ávarpaði þingið. Þurý Björk Björgvinsdóttir, varafastafulltrúi og Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra og fastafulltrúi báru hitann og þungann af undirbúningi og tóku virkan þátt í þinginu. <span></span></p> <p>4. endurskoðunarráðstefna samningsins um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla og um eyðingu þeirra (APL samningurinn) hefur staðið yfir í Osló þessa vikuna og <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2581054552009188/2580703232044320/?type=3&amp;av=121851934504749&amp;eav=AfaXkHaRAK2saxtceEaAl34DizgZg-S9DgDbVfKRgfwq1HbNPz7FicZFoEEjpLVRuqA&amp;theater">sóttu fulltrúar sendiráðs Íslands í Osló</a> hana fyrir hönd Íslands.</p> <p>Nú í vikunni fór fram <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2579171612197482/2579168655531111/?type=3&amp;theater">ársfundur Uppbyggingarsjóðs EES í Aþenu</a> þar sem farið var yfir þau fjölmörgu og ólíku verkefni sem sjóðurinn styrkir í Grikklandi. Karí Jónsdottir tók þátt í fundinum fyrir hönd sendiráðsins í Ósló en það er einnig sendiráð Íslands gagnvart Grikklandi. </p> <p>Okkar fólk í sendiráði Íslands í Lundúnum hélt á miðvikudag <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/photos/pcb.2850198531659108/2850172398328388/?type=3&amp;theater">ráðstefnu</a> með kollegum í norrænu sendiráðunum þar meðal annars var fjallað um réttindi borgara í kjölfar Brexit, bresku lögregluna og hvernig hún bregst við þegar hryðjuverkaárásir eiga sér stað í landinu og norrænt lögreglusamstarf.</p> <p><span>27. nóvember sóttu Nikulás Hannigan skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu og fulltrúar fastanefndar Íslands árlegan fund Global Strategy Group hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Í ár var þema fundarins öldrun þar sem aðildarríkin skiptust á skoðunum um hvernig þau gætu best mætt þeirri miklu áskorun sem vaxandi hlutfall aldraðra felur í sér. <br /> </span></p> <p><span></span>Ísland leiðir ásamt Rúanda sérstakt átak til hagræðingar hjá mannréttindaráði SÞ. Fastafulltrúarnir <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2719042931452290/2719042861452297/?type=3&amp;theater">kynntu tillögur</a> sínar um hagræðingu á opnum fundi í síðustu viku en þær gera ráð fyrir u.þ.b. tólf prósenta fækkun funda án þess að draga úr skilvirkni ráðsins.</p> <p>Í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/29/Islensk-menningarstarfsemi-blomstrar-i-Kina/">frétt á vefsíðu</a> sendiráðsins okkar í Peking er greint frá óvenjumikilli Íslandstengdri menningarstarfsemi í Kína í mánuðinum sem nú er að líða. Dans, tónlist og uppistand og meira að segja fótbolti koma þar við sögu. <span></span></p> <p>Talandi um menningu, þá var Jón Kalmann Stefánsson sérstakur gestur á <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/pcb.1416293395187589/1416280928522169/?type=3&amp;theater">bókmenntaviðburði í Felleshus,</a> menningarmiðstöð norrænu sendiráðanna í Berlín, í vikunni í tilefni af því að Saga Ástu er þar bók mánaðarins. Auður Ava Ólafsdóttir gladdi á meðan Stokkhólmsbúa með skáldskapargáfu sinni á <a href="https://www.facebook.com/IcelandinSE/photos/pcb.3055951267765680/3055949667765840/?type=3&amp;theater">viðburði</a> sem sendiráðið okkar í borginni kom að. </p> <p>Opnuð var í vikunni <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/27/Syning-i-Brussel-helgud-starfi-Uppbyggingarsjods-EES/">sérstök sýning</a> helguð Uppbyggingarsjóði EES í húsakynnum utanríkisþjónustu ESB (EEAS). Samanstendur sýningin af veggspjöldum sem gefa eiga mynd af hinu margbreytilega starfi sjóðsins í hinum fimmtán samstarfsríkjum hans innan ESB.</p> <p><a href="https://www.facebook.com/GonordicIndia/photos/a.111560830314430/115062846630895/?type=3&amp;theater">Norræn matargerðarvika</a> stendur nú yfir í Nýju-Delí í Indlandi þar sem tveir íslenskir kokkar, þau Hrefna Sætran og Gissur Guðmundsson, elda ásamt fleirum ljúffenga rétti úr úrvals hráefni. Go Nordic India stendur fyrir þessum viðburði með stuðningi sendiráða Norðurlanda í borginni. </p> <p>Og fyrst við erum byrjuð að tala um matarmenningu og aðra menningu er við hæfi að ljúka þessari yfirferð á þessari <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/a.124147881068820/1418014551682140/?type=3&amp;theater">skemmtilegu mynd</a> sem sendiráðið okkar í Berlín birti af tveimur sannkölluðum meisturum á sínu sviði. Víkingur Heiðar Ólafsson var ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í tónleikaferð um Þýskaland sem við sögðum frá í síðasta pósti og Friðrik okkar Sigurðsson sá um að allir væru vel mettir við það tækifæri. </p> <p>Í næstu viku fer fram leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Lundúnum og sækja forsætisráðherra og utanríkisráðherra fundinn fyrir Íslands hönd. Auk þess sækir utanríkisráðherra reglubundna fundi hér heima. </p> <p>Við óskum ykkur ánægjulegrar aðventu og gleðilegs fullveldisdags.</p>

2019-11-22 16:19:0022.11.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 22. nóvember 2019

<span></span> <p>Heil og sæl. </p> <p>Það er full ástæða að taka saman föstudagspóst í dag því af nógu er að taka þegar viðburðir undangenginnar viku eru gerðir upp. </p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði góða ferð til Brussel í vikunni þar sem hann tók þátt í fundum annars vegar EES-ráðsins og hins vegar Atlantshafsbandalagsins. Á þeim fyrrnefnda <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/19/Innistaedutryggingar-til-umraedu-a-EES-radsfundi/">undirstrikaði hann gildi EES-samningsins</a> um leið og hann ítrekaði að <span></span>ekki kæmi til greina að Ísland tæki upp tilskipun um innistæðutrygginga nema að tryggt væri að þeim fylgdi ekki ríkisábyrgð. Á fundinum hjá NATO voru afvopnunarmál og ástandið í Sýrlandi til umræðu en einnig var ákveðið að <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/20/Afvopnunarmal-og-astandid-i-Syrlandi-efst-a-baugi-utanrikisradherrafundar/">skilgreina himingeiminn</a>&nbsp;s<span>em aðgerðasvið, eins og þegar hefur verið gert um loft, land, haf og netið.</span></p> <p>Í vikunni hittust fulltrúar ríkjanna átta og sex samtaka frumbyggja sem aðild eiga að Norðurskautsráðinu í fyrsta skipti í formennskutíð Íslands, auk fulltrúa vinnuhópanna sex og yfir þrjátíu áheyrnaraðila, á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/21/Folk-og-samfelog-i-brennidepli-a-Hveragerdisfundi-Nordurskautsradsins/">allsherjarfundi embættismannanefndarinnar</a>. Hótel Örk í Hveragerði var vettvangur fundarins og vakti hann <a href="https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/tiufrettir/25206?ep=88bf9l">athygli fjölmiðla</a>. </p> <p>Í dag tók utanríkisráðherra á móti <a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/photos/pcb.10156650088622023/10156650084907023/?type=3&amp;theater">Mariu Ressa</a>, reyndri og margverðlaunaðri blaðakonu og stofnanda fjölmiðilsins Rappler á Filippseyjum, sem hér var stödd í tengslum við kvennaráðstefnuna í Hörpu. Hún greindi utanríkisráðherra frá því að frumkvæði Íslands á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sl. sumar, sem lyktaði með samþykkt ályktunar um mannréttindaástandið á Filippseyjum, hefði skipt miklu máli. </p> <p>Varnarmálaráðherrar NORDEFCO, varnar- og öryggismálasamstarfs Norðurlanda<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2712142215475695/2712141495475767/?type=3&amp;av=121851934504749&amp;eav=AfbDE7lKL28iOTNESP3KTvGq59KhPKuy7SB8_35vwbz1CbdawOdaKQc99-hy66K-dhE&amp;theater">, funduðu í Stokkhólmi</a> fyrr í þessari viku en áttu auk þess fundi með varnarmálaráðherrum Eystrasaltsríkja og öðrum sem tilheyra svonefndum Norðurhópi. <span></span>Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu, sótti fundinn í fjarveru utanríkisráðherra. Tíu ár eru um þessar mundir frá því að NORDEFCO-samstarfið hófst og af því tilefni rituðu ráðherrarnir <a href="https://www.frettabladid.is/skodun/norraent-varnarsamstarf-i-aratug/">sameiginlega blaðagrein.</a> </p> <p><a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2705273952829188/?type=3&amp;theater">Sandie Okoro</a>, annar tveggja varaforseta Alþjóðabankans og aðallögfræðingur bankans, átti í vikubyrjun fund með Sturlu Sigurjónssyni ráðuneytisstjóra. Okoro er baráttukona og talsmaður jafnréttismála, valdeflingar kvenna og mannréttindamála. </p> <p>Þróunarsamvinnuskrifstofa fékk svo forseta þjóðþings Malaví, Catherine Gotani Hara og tveimur þarlendar þingkonur í heimsókn.</p> <p>Af vettvangi sendiskrifstofanna er að venju sitthvað að frétta. Embættisbústaðnum í Ósló var breytt í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2560318190749491/2560267890754521/?type=3&amp;theater">vinnustofu</a> í á þriðjudag þegar Íslandsstofa í samstarfi við sendiráðið skipulagði þar ferðaþjónustuviðburð. Átta íslensk fyrirtæki kynntu áfangastaðinn Ísland og starfsemi sína fyrir fullu húsi. Daginn eftir tók sendiráðið <a href="https://www.facebook.com/IcelandinSE/photos/pcb.3034205356606938/3034203209940486/?type=3&amp;theater">okkar í Stokkhólmi</a> við þessum sama hópi og í gær efndi svo sendiráðið í Kaupmannahöfn til <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/pcb.2472296332807804/2472295912807846/?type=3&amp;theater">sambærilegs viðburðar</a>. </p> <p>Í tilefni af sérstökum loftslagsdegi stóðu sendiherrar Norðurlanda í Washington, þar á meðal Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands, fyrir svokölluðum <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/photos/a.303051823061788/2905859312781013/?type=3&amp;theater">Townhall-viðburði</a> á Twitter þar sem þeir svöruðu spurningum fólks um loftslagsmál. Viðburðurinn <a href="https://twitter.com/unfoundation/status/1197191465673383936">heppnaðist prýðilega</a>. </p> <p>Árni Þór Sigurðsson, sendiherra í Helsinki, og Helen Talli, kjörræðismaður Íslands í Eistlandi, tóku þátt í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/a.141997529200751/2688495661217579/?type=3&amp;theater">Norðurlandaviku</a> sem fram fór í eistnesku borginni Narva. Sama dag sótti Sigrún Bessadóttir, sendiráðinu í Helsinki, <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/pcb.2688890317844780/2688889024511576/?type=3&amp;theater">ársfund Uppbyggingarsjóðs EES</a> og Eistlands í Tallinn.</p> <p>Á fundi vísindanefndar UNESCO fyrr í þessari viku samþykktu aðildarríki stofnunarinnar að nýstofnuð <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/22/Ny-Thekkingarmidstod-throunarlanda-a-Islandi-starfraekt-undir-merkjum-UNESCO/">Þekkingarmiðstöð þróunarlanda</a> á Íslandi geti starfað undir merkjum UNESCO.</p> <p>Sendiráð Íslands í Peking skipulagði í samvinnu við Íslandsstofu og Icelandic Startups þátttöku íslenskra nýsköpunarfyrirtækja á&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/18/Islensk-nyskopunarfyrirtaeki-heimsaekja-Shenzhen/">tæknisýningunni China Hi-Tech Fair</a>&nbsp;í Shenzhen fyrir skemmstu.</p> <div>Gert hefur verið <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/21/Ny-taekifaeri-fyrir-islenska-myndlistarmenn-samstarf-vid-Kunstlerhaus-Bethanien-i-Berlin/">samkomulag um vinnustofudvöl</a> fyrir íslenska myndlistarmenn við listastofnunina Künstlerhaus Bethanien í Berlín, til næstu fimm ára. Dvölin veitir listamönnum sem þar dvelja aðgengi að öflugu alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans.</div> <p>Nú standa yfir <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/a.290844954399111/1405322999617962/?type=3">bókahátíðir í Stuttgart og Karlsruhe</a> (Baden-Württemberg) þar sem Ísland er á báðum stöðum heiðursland. María Erla Marelsdóttir endiherra skrifaði formála í dagskrárbækling Stuttgart hátíðarinnar og staðgengill tók þátt í pallborðsumræðum á báðum stöðum á sitt hvoru opnunarkvöldinu. Ekki er svo hægt að ræða um íslenska menningu og Þýskaland þessa daga án þess að nefna tónleikaferð Víkings Heiðars og Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar.&nbsp;</p> <p><span>Sendiráðið í London fékk góðan gest í dag, engan annan en <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/photos/a.900663756612605/2836260429719585/?type=3&amp;theater">Sir David Attenborough</a>. Það var sannarlega heiður að ræða við þennan merkilega mann m.a. um loftslagsbreytingar, umhverfismál og plast í hafi. Það síðastnefnda er einmitt þema ráðstefnu sem íslensk stjórnvöld standa fyrir í apríl 2020.&nbsp;</span></p> <p>Sendiráðið okkar í Ottawa sýndi á dögunum í samvinnu við Carleton-háskóla <a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/photos/pcb.1822633704535073/1822620464536397/?type=3&amp;theater">heimildarmyndina Seeing the Unseen</a> þar sem sautján íslenskar konur segja frá lífi sínu með einhverfu. </p> <p>20. nóvember er dagur barnsins og af því tilefni var sagt frá því í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/11/20/Stor-hluti-throunarsamvinnuverkefna-i-thagu-barna/">Heimsljósi</a> að stór hluti alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands rennur beint og óbeint til verkefna sem tengjast börnum og réttindum þeirra. „Öll þessi verkefni og mörg önnur hafa lífsbætandi áhrif á börn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í umfjöllun Heimsljóss. </p> <p>Og að lokum vakti verðskuldaða athygli í vikubyrjun þegar fulltrúa íslensku utanríkisþjónustunnar bar á góma í hinum geysivinsælu <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2702367616453155/?type=3&amp;theater">sjónvarpsþáttum Krúnan</a> (e. <em>The Crown</em>). </p> <p>Á meðal þess sem utanríkisráðherra tekur sér fyrir hendur í næstu viku er ferð til Moskvu þar sem hann hittir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Þá sækir hann fund í Helsinki á vegum finnsku formennskunnar í ESB sem ber yfirskriftina Clean and Global North.</p>

2019-11-15 21:07:0015.11.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 15. nóvember 2019

<span></span> <p>Heil og sæl. </p> <p>Hálfur mánuður er liðinn frá síðasta föstudagspósti og því hefur eitt og annað safnast í sarpinn á þeim tíma. </p> <p>Byrjum á glænýrri frétt frá New York. Ályktun um <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/15/Althjodlegur-jafnlaunadagur-ad-frumkvaedi-Islands/">alþjóðlegan jafnlaunadag</a>, sem Ísland var í forystu fyrir, var samþykkt einróma í mannréttindanefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í dag.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók þátt í <a href="https://www.islandsstofa.is/vidburdir/samstarf-i-thagu-utflutningshagsmuna---samtalsfundur-a-akureyri?fbclid=IwAR0SQpp9q_gIvYWNS2ITYtPFymU3vzITXw30vz-PsGgfGKR3WDxac957zg4">samtalsfundi Íslandsstofu og utanríkisráðuneytsins</a> í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á miðvikudaginn þar sem samstarf og þjónusta við íslenska útflytjendur var á dagskránni. Þá flutti ráðherra ræðu á ráðstefnu í tilefni af <a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/photos/pcb.10156625310942023/10156625310787023/?type=3&amp;theater">alþjóðadegi</a> millilandaráðanna í vikunni en hún var liður í samstarfi utanríkisráðuneytisins og millilandaráðanna. </p> <p>Í síðustu viku fór Guðlaugur Þór ásamt viðskiptasendinefnd skipaða fjörutíu fulltrúum frá þrjátíu íslenskum fyrirtækjum til <a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/photos/pcb.10156622793387023/10156622791372023/?type=3&amp;theater">San Francisco í Kaliforníu</a>. Tilgangur ferðarinnar var að fræðast um efnahagsþróun, nýsköpun og tæknigeirann í Bandaríkjunum og koma á tengslum við fyrirtæki og fjárfesta á vesturströndinni. Aðalræðisskrifstofan í New York hafði veg og vanda af skipulagningunni.</p> <p>Íslensk og bresk stjórnvöld hafa komist að <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/04/Islendingum-og-Bretum-afram-kleift-ad-flytjast-milli-rikjanna-eftir-Brexit/">samkomulagi um fólksflutninga</a> milli ríkjanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB) og Evrópska efnahagssvæðinu (EES), fari svo að útgangan verði án samnings við ESB. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, undirrituðu samkomulagið í utanríkisráðuneytinu þann 4. nóvember.</p> <p>Fulltrúar Íslands áréttuðu áform ríkisstjórnarinnar um auknar aðgerðir á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/14/Island-itrekar-skuldingar-a-svidi-kyn-og-frjosemisheilbirgdismala/">alþjóðaráðstefnu</a> um mannfjölda og þróun í Naíróbí í Kenya sem, fram fór í vikunni. Á fundum þeirra samhliða ráðstefnunni voru jafnréttis- og heilbrigðismál í brennidepli.</p> <p>Nóg er að frétta af vettvangi sendiskrifstofanna. Þannig var fyrsta vika nóvembermánaðar <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/08/Samrad-a-svidi-vidskipta-althjoda-og-oryggismala-i-brennidepli-i-Washington-DC/">sértaklega annasöm</a> hjá fulltrúum íslenskra stjórnvalda sem sóttu ýmsa fundi í Washington. Þar bar hæst árlegt samráð Bandaríkjanna og Íslands á sviði alþjóða- og öryggismála, samráðsfund EFTA ríkjanna og aðalsamningamanns Bandaríkjaforseta (US Trade Representative) og ýmsa fundi með bandarískum stjórnmála- og embættismönnum. </p> <p>Í dag var haldið að frumkvæði Íslands, sem gegnir nú formennsku í EES/EFTA samstarfinu, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/15/Tveggja-stoda-kerfi-EES-samningsins-raett-a-fjolsottu-malthingi-i-Brussel/">málþing í Brussel</a> um tveggja stoða kerfi EES-samningsins. Tilefnið var meðal annars 25 ára afmæli samningsins.</p> <p>Ný ræðisskrifstofa Íslands í Vilníus, Litáen, var <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/05/Ny-raedisskrifstofa-Islands-opnud-i-Vilnius/">opnuð við hátíðlega athöfn</a> á þriðjudag í síðustu viku. Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands gagnvart Litáen, opnaði skrifstofuna formlega að viðstöddum fjölda gesta og naut aðstoðar nýs ræðismanns, Dalius Radis, og Arunas Jievaltas sendiherra og yfirmanns ræðismála í utanríkisráðuneyti Litáen. Árni Þór flutti svo <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/a.672590106141488/2662324180501394/?type=3&amp;theater">fyrirlestur</a> við alþjóðamálastofnun Vilníusarháskóla um áhrif smáríkja.</p> <p>Unnur Orradóttir Ramette afhenti í dag forseta Eþíópíu <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/15/Afhenti-trunadarbref-gagnvart-Ethiopiu-og-Afrikusambandinu/">trúnaðarbréf sitt</a> sem sendiherra Íslands með aðsetur Kampala í Úganda. Síðdegis afhenti Unnur svo framkvæmdastjóra Afríkusambandsins trúnaðarbréf sitt. Fyrir skemmstu hélt Unnur svo <a href="https://www.thereporterethiopia.com/article/nordics-offer-energy-solutions-ethiopia?fbclid=IwAR2aTpsF8xN2IQUyBW6NgosvsdfTffuvutiIrAdYqCMRW3MYa0nvuTs5I2o">ræðu á ráðstefnu</a> um Norðurlönd og grænar orkulausnir og orkuskipti sem fram fór í Addis Ababa. </p> <p>Í vikunni var átakshópnum <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/13/International-Gender-Champions-hleypt-af-stokkunum-i-Paris/">International Gender Champions</a> hleypt af stokkunum í París að viðstöddum Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Kristjáni Andra Stefánssyni sendiherra sem tók þátt í pallborðsumræðum af þessu tilefni.</p> <p>Jafningarýni mannréttindaráðsins fór af stað af krafti með rýni á stöðu mannréttinda á Ítalíu í vikubyrjun en sem fyrr er Ísland með tilmæli til allra ríkja með áherslu á afnám dauðarefsinga, jafnrétti kynjanna og réttindi LGBTI einstaklinga. Þannig setti Ísland fram <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2687145574642026/2687143411308909/?type=3&amp;theater">afgerandi tilmæli til Írans</a> við hvað varðar dauðarefsingar, réttindi kynjanna og réttindi LGBTI einstaklinga. </p> <p>Nokkrum dögum fyrr sótti fulltrúi Íslands í Genf fund <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2671308976225686/2671296912893559/?type=3&amp;theater">fjallahópsins svonefnda</a>, sem eru líkt þenkjandi ríki í alþjóðasamstarfi, en hann fór fram í Liechtenstein. </p> <p>Nokkur þessara ríkja, þar á meðal Ísland, voru einmitt <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/02/Althjodadagur-til-ad-stodva-refsileysi-fyrir-afbrot-gegn-fjolmidlafolki.-/">aðilar að yfirlýsingu</a> um að stöðva refsileysi fyrir afbrot gegn fjölmiðlafólki á fastaráðsfundi ÖSE á dögunum. Noregur flutti yfirlýsinguna fyrir hönd ríkjanna.</p> <p>Í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/fastanefnd-islands-hja-sameinudu-thjodunum/raedur/stok-raeda/2019/11/07/Statement-to-the-Third-Committee-on-by-Ragnar-Thorvardarson-First-Secretary/">jómfrúarræðu sinni</a> á vettvangi Sameinuðu þjóðanna mælti Ragnar Þorvarðarson fyrir ályktun um aðild Íslands að stjórn (ExCom) Flóttamannastofnunar SÞ.</p> <p>Sendiherra Íslands, Estrid Brekkan, átti í fyrradag <a href="https://www.facebook.com/IcelandinSE/photos/a.535777343116431/3019682871392520/?type=3&amp;theater">góðan fund</a> með fulltrúum sænska þingsins á þingmannaráðstefnu um norðurslóðamál þar sem rætt var um framvindu formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og samvinnu um málefni norðurslóða.</p> <p>Alþjóðleg vörusýning helguð innflutningi til Kína, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/12/Islensk-thatttaka-a-innflutningskaupstefnunni-i-Sjanghae/">China International Import Expo</a>, var haldin í annað sinn í Shanghai dagana 4.-9. nóvember sl. Þjóðarleiðtogar víðs vegar að sóttu opnunarviðburð sýningarinnar í ár og var Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra á meðal gesta fyrir Íslands hönd.</p> <p>Íslensk viðskiptanefnd undir forystu Sigríðar Snævarr sendiherra heimsótti í vikunni <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/15/Vidskiptanefnd-i-Singapur/">Singapúr og kínversku borgina Shenzhen</a> til að kynna íslensk sprotafyrirtæki og það sem þau hafa fram að færa.</p> <p>María Erla Marelsdóttir, sendiherra í Berlín, opnaði kaupstefnuna <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/pcb.1394277584055837/1394274964056099/?type=3&amp;theater">Krankenhaus Karawan</a> í Berlín í síðustu viku þar sem norræn sprotafyrirtæki í heilbrigðisgeiranum kynntu vörur sínar og þjónustu. </p> <p>Okkar fólk í Lundúnum ásamt fulltrúum Íslandsstofu létu sig ekki vanta á ferðakaupsstefnuna <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/photos/pcb.2793308670681428/2793298164015812/?type=3&amp;theater">World Travel Market</a> sem fram fór í borginni 4.-6. nóvember. Síðar í sömu viku stóð sendiráðið okkar í Stokkhólmi vaktina á <a href="https://www.islandsstofa.is/frettir/reykjavik-hlytur-gullverdlaun-sem-afangastadur?fbclid=IwAR2jnSsMEs0qX90F7OVjRZVehuDCc-3Dwc02lSVpcndLWTGgUnd9MJJSzsY">Travel News Market</a> fyrir hönd Íslandsstofu og kynnti land og þjóð fyrir áhugasömum aðilum úr ferðamálaiðnaðinum. </p> <p>Í gær bauð Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra í Ósló, til <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2549534391827871/2549496925164951/?type=3&amp;theater">móttöku í embættisbústaðnum</a> í tilefni dags íslenskrar tungu. Barnabókahöfundurinn Áslaug Jónsdóttir og íslandsvinurinn og rithöfunduinn Mette Karlsvik héldu erindi um verkin sín. </p> <p>Sendiráð Íslands í Tókýó, í samstarfi við einn stærsta bókaútgefanda Japans og útgáfufélagið Twin Engine, hélt á dögunum <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/07/Vikinga-manga-i-Tokyo/">málstofu í Rikkyo-háskóla</a> í Tókýó um íslenskar fornbókmenntir og áhrif þeirra á japanska myndasögu- og teiknimyndahefð. </p> <p>Í gær fór fram kynning á skýrslu um <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/pcb.2458962610807843/2458961997474571/?type=3&amp;theater">stöðu norrænna feðra</a> á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og UN Women í UN City í Kaupmannahöfn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og faðir fimm barna, ræddi um stöðu íslenskra feðra, feðraorlof og staðalímyndir.</p> <p>Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra Íslands í Washington, var gestur í <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/photos/a.588994234467544/2882945368405741/?type=3&amp;theater">morgunþætti ABC7-sjónvarpstöðvarinnar</a> á dögunum þar sem hún ræddi um Ísland, utanríkismál, hlutverk diplómata í breyttum heimi og mikilvægi samstarfs.</p> <p>Í vikunni greindi Heimsljós frá <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/11/13/Verkefnid-leiddi-til-augljosra-framfara-a-svidi-jardhitathrounar/">jákvæðum niðurstöðum óháðrar lokaúttektar</a> á svæðaverkefni sem Ísland leiddi í jarðhitamálum í Austur-Afríku. Að venju er Heimsljós annars fullt af áhugaverðum fréttum um þróunar- og mannúðarmál.</p> <p>Utanríkisráðherra situr ekki auðum höndum á næstunni frekar en vanalega. Í næstu viku sækir hann fundi EES-ráðsins í Brussel og fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins. Í síðustu viku nóvember fer ráðherra til fundar við Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Svo heldur hann til Parísar þar sem þau framkvæmdastjóri UNESCO<span style="background: white; font-family: Calibri; color: black;"> </span>undirrita samkomulag sem kveður á um að Þekkingarmiðstöð þróunarlanda, sem&nbsp;hlotið hefur nafnið Gró,&nbsp;verður gerð að&nbsp;svokallaðri Category 2 miðstöð undir merkjum&nbsp;UNESCO. Í sömu viku&nbsp;sækir hann einnig fund í Helsinki á vegum finnsku formennskunnar í ESB sem ber yfirskriftina Clean and Global North. </p> <p>Fleira er það ekki að sinni. Bestu kveðjur frá upplýsingadeild UTN! </p>

2019-11-01 21:35:0001.11.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 1. nóvember 2019

<span></span> <p>Heil og sæl. </p> <p>Upplýsingadeildin heilsar ykkur á allraheilagramessu, 1. nóvember, og færir ykkur ekki grikk heldur gott í formi föstudagspóstsins góðkunna.</p> <p>Norðurlandaráðsþingið í Stokkhólmi setti mikinn svip á þessa fjörugu viku sem nú er senn að baki. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók þátt í umræðum um utanríkis- og öryggismál og sat auk þess fundi utanríkisráðherra og þróunarmálaráðherra sem fram fóru samhliða þinginu. Á utanríkisráðherrafundinum náðist <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/30/Bjorn-Bjarnason-hofundur-nyrrar-skyrslu-um-norraena-althjoda-og-oryggissamvinnu/">samstaða um að fela Birni Bjarnasyni</a> að skrifa nýja skýrslu um norrænt utanríkis- og öryggismálasamstarf. Þá átti hann fundi með utanríkisráðherra Færeyja og skrifaði undir samkomulag Íslands, Noregs, Danmerkur og Færeyja um skiptingu landgrunns á Ægisdjúpi.</p> <p>Daginn áður stýrði Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, fimmta og síðasta <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/29/Lokafundur-samstarfsradherra-a-formennskuari-Islands-i-Norraenu-radherrranefndinni/">fundi samstarfsráðherra</a> á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og á lokadegi <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/31/Sigurdur-Ingi-flutti-skyrslur-um-norraent-samstarf-a-thingi-Nordurlandarads/">þingsins flutti hann skýrslur</a> um norrænt samstarf. Í þeim er greint frá því helsta sem hefur áunnist á árinu í formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem nú er senn á enda. </p> <p>Í dag lauk <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/01/Ahersla-a-ad-midla-af-reynslu-Islands-i-jafnrettismalum/">ráðstefnunni</a>&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/31/Jafnretti-til-utflutnings/">Jafnrétti til útflutnings</a> sem utanríkisráðuneytið stóð fyrir í samvinnu við Uppbyggingarsjóð EES, Portúgal og Noreg. Þar var meðal annars kynnt hvað íslensk samtök og stofnanir hafa upp á að bjóða, þ.e. hvaða leiðir hafa verið farnar og hvaða aðferðir þróaðar sem skilað hafa árangri í jafnréttisbaráttunni hér á landi og gætu nýst í samstarfsríkjum Uppbyggingarsjóðs EES. Hægt var að fylgjast með ráðstefnunni í <a href="https://livestream.com/accounts/11153656/events/8876466/player?fbclid=IwAR0OrEboPNF9mRxhTxVzTljERr_jt3kZwXC_j3I1sdbyIYlm7H4UjOTwLLE">beinu netstreymi</a> og utanríkisráðherra <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/10/31/Uppbygging-i-aldarfjordung/?fbclid=IwAR0TTw-mqNZd-wqc1qtleeSQ6iP64fyVHDO_G1JTL-VIwS35lZmKYTIsimI">ritaði blaðagrein</a> af þessu tilefni.</p> <p>Utanríkisráðherra tók einnig þátt í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/01/Stofnfundur-Russnesk-islenska-vidskiptaradsins/">stofnfundi Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins</a>&nbsp;í dag en hann fer til Moskvu til fundar við rússneska ráðamenn í lok mánaðarins og verður&nbsp;<a href="https://www.islandsstofa.is/vidburdir/vidskiptasendinefnd-til-russlands">viðskiptasendinefnd&nbsp;</a>með í för.</p> <p>Nóg er að frétta af vettvangi sendiskrifstofanna. Okkar fólk í sendiráðinu í Peking tók vel á móti <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/31/Sjavarutvegs-og-landbunadarradherra-heimsaekir-Kina/">sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra</a> sem heimsótti Kína í vikunni. </p> <p><a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/photos/a.290595790952741/2783170528361909/?type=3&amp;theater">Á dögunum heimsóttu</a> Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri og Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Lundúnum, Írland en það er eitt sex umdæmisríkja sendiráðsins. Þeir tóku m.a. þátt í ráðstefnunni Ireland &amp; the Nordic-Baltic 8: Working together for a Secure, Sustainable &amp; Digital Europe. Og talandi um Stefán Hauk þá ræddi hann landsmenn um Brexit í <a href="https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/27717?ep=88ai42&amp;fbclid=IwAR0qYKtPC2Hk8HUhzrqf3YoAppqXLUKw1FLdViwL8wdSNFJj863wovzk5g8">fréttum RÚV</a> í vikunni, daginn sem Bretar áttu að ganga úr ESB en frestuðu enn um sinn. </p> <p>Á miðvikudag hitti Gunnar Pálsson, fastafulltrúi Íslands gagnvart Evrópusambandinu, <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/pcb.1140710832805725/1140710189472456/?type=3&amp;theater">sameiginlegu EES-þingmannanefndina</a> fyrir hönd EES-EFTA ríkjanna. Þar kynnti hann nefndinni m.a. stöðuna á EES-samstarfinu og skýrði frá sameiginlegu áliti ríkjanna um framtíð innri markaðarins eftir 2019.</p> <p>Viðskipti EFTA-ríkjanna og Kólumbíu voru til umræðu á fundi <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2664927356863848/2664914640198453/?type=3&amp;theater">fríverslunarnefndarinnar</a> í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, dagana 29.-30. október. Katrín Einarsdóttir var fulltrúi Íslands. </p> <p>Í Genf fór í vikunni fram ráðstefna um framgang Peking-framkvæmdaáætlunarinnar um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna og tók Ísland að sjálfsögðu <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2661005097256074/2661002913922959/?type=3&amp;theater">virkan þátt</a>!</p> <p>Árni Þór Sigurðsson, sendiherra í Helsinki, <a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/pcb.2646244232109389/2646212782112534/?type=3&amp;theater">ávarpaði gesti</a> við opnun sýningarinnar NORDISKULPTUR í Galleria Sculptor í Helsinki. Sýningin er samsýning listamannanna Páls Hauks og Pia Männikkö</p> <p>Málefni norðurslóða hafa verið á <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/11/01/Nordurslodir-a-dagskra-i-Washington-DC/">dagskrá sendiráðsins</a>&nbsp;í Washington síðustu daga en í vikunni tóku Bergdís Ellertsdóttir sendiherra og Hreinn Pálsson sendifulltrúi þátt í norðurslóðarviðburðum í borginni. Bergdís Ellertsdóttir flutti erindi á ráðstefnu fræðimanna um málefni norðurslóða sem kostað er af Fulbright stofnuninni auk þess að bjóða stjórn Fulbright og þátttakendum í ráðstefnunni til móttöku í sendiherrabústaðnum. </p> <p>Hannes Heimisson sendiherra heimsótti Jakarta í Indónesíu í vikunni þar sem fyrirtækin Mannvit og Verkís hafa opnað skrifstofu. Mikil uppbygging á sér stað í nýtingu jarðhita í Indónesíu og hitti Hannes meðal annars hóp <a href="https://www.facebook.com/mannvit/photos/a.10152313938376584/10157862158141584/?type=3&amp;theater">indónesískra útskriftarnema</a> úr jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra í Ósló, hélt sína fyrstu ræðu á norsku þegar hún bauð gesti velkomna á sýningu myndarinnar <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2511992665582044/2511904088924235/?type=3&amp;theater">Hvítur, hvítur dagur</a> á norrænni kvikmyndahelgi um síðustu helgi. Sendiráðið kom að skipulagningu þessa viðburðar. </p> <p>Íslenskur <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/11/01/Island-skipar-ungmennafulltrua-hja-Sameinudu-thjodunum-a-svidi-loftslagsmala/">ungmennafulltrúi</a> hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála verður valinn í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa í málaflokknum Ungmennafulltrúi.</p> <p>Þá heldur utanríkisráðherra til San Francisco í næstu viku þar sem hann verður í forsvari fyrir viðskiptasendinefnd Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins. </p> <p>Góða helgi öll sömul! </p> <p>&nbsp;</p> <div id="gtx-trans" style="position: absolute; left: 273px; top: 539.099px;"> <div class="gtx-trans-icon">&nbsp;</div> </div>

2019-10-25 18:20:0025.10.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 25. október 2019

<span></span> <p>Heil og sæl. </p> <p>Hálfur mánuður er liðinn frá síðasta föstudagspósti og full ástæða til að taka saman það helsta sem borið hefur til tíðinda hér heima og heiman síðan þá. </p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti fyrir skemmstu <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/20/Utanrikisradherra-a-arsfundum-Althjodabankans-og-Althjodagjaldeyrissjodsins/">ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins</a> í Washington DC. Ráðherra tók meðal annars þátt í fundum þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins<span>&nbsp; </span>fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna en Ísland leiðir kjördæmið um þessar mundir.</p> <p>Fáeinum dögum áður var mikið um dýrðir í Berlín þegar því var fagnað að tuttugu ár eru liðin frá formlegri opnun norrænu sendiráðsbygginganna í Berlín. Guðlaugur Þór setti <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/17/Utanrikisradherrar-Nordurlanda-og-Thyskalands-fognudu-20-ara-afmaeli-sendiradanna-i-Berlin/">afmælishátíðina</a> sem utanríkisráðherrar hinna norrænu ríkjanna og Þýskalands sóttu. Talsvert var fjallað um þennan viðburð, meðal annars í <a href="https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/10/17/flaggskip_og_onnur_diplomatisk_listaverk/">bráðskemmtilegri grein</a> á mbl.is. Við bjuggum til <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/videos/1020577618283989/">stutt myndband</a> af þessu tilefni þar sem <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2633584079998176/2633582263331691/?type=3&amp;theater">fimmarmaskóflan</a> skemmtilega kom við sögu. </p> <p>Íslandsstofa kynnti á miðvikudag <a href="https://www.islandsstofa.is/frettir/skyrsla-um-langtimastefnumotun-fyrir-islenskan-utflutning">nýja stefnumótun</a> stjórnvalda og atvinnulífs fyrir íslenskan útflutning. Utanríkisráðherra <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/10/23/Avarp-utanrikisradherra-a-fundi-Islandsstofu-um-stefnumotun-stjornvalda-og-atvinnulifs-fyrir-islenskan-utflutning/">flutti ræðu </a>á fundinum þar sem stefnan var kynnt. Utanríkisráðherra tók svo þátt í kynningarfundi um stefnuna á Egilsstöðum á fimmtudag.</p> <p>Uppbyggingarsjóður EES var á dagskrá alþjóðlegrar tveggja daga hitaveituráðstefnu Samorku í lok þessarar viku. Guðlaugur Þór Þórðarson <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2649526181737299/?type=3">opnaði ráðstefnuna</a> en Þórir Ibsen sendiherra og stjórnamaður Íslands í Uppbyggingarsjóðnum flutti erindi um sjóðinn og stuðning hans við verkefni á sviði endurnýjanlegra orkugjafa og þá sérstaklega nýtingu á jarðvarma.</p> <p>Skemmst er svo að minnast vel heppnaðs <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/13/Thatttaka-utanrikisradherra-i-Hringbordi-nordursloda/">Hringborðs norðurslóða</a>. Utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytið tóku virkan þátt í ráðstefnunni og átti Guðlaugur Þór auk þess fundi með nokkrum þeirra ráðherra, þingmanna og annarra stjórnmálamanna sem hana sóttu.</p> <p>Fulltrúar Barnaheilla, Save the Children, afhentu utanríkisráðherra<a href="https://www.visir.is/g/2019191029303?fbclid=IwAR0sOjYCddQ6b_v7O-jZ5oNMsLX7esiOJv38wNq-2T1af1N6NYuNkSMl8Vc"> áskorun</a> í vikunni um að stöðva stríð gegn börnum.</p> <p>Davíð Logi Sigurðsson hélt <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.616067768416494/2643346569021927/?type=3&amp;theater">ræðu Íslands</a> í mannréttindanefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag þar sem fram fór almenn umræða um ástand mannréttinda í heiminum. Á fimmtudag tók svo <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2648268685196382/2648263208530263/?type=3&amp;theater">fastanefndin</a> þátt í almennri umræðu í mannréttindanefndinni með Victor Madrigal-Borloz, sérfræðingi Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn ofbeldi og mismunun byggðri á kynhneigð og kynvitund fólks.</p> <p>Okkar fólk í sendiráði Íslands í Tókýó hafði í nógu að snúast í vikunni þegar íslensku forsetahjónin, þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, komu í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/25/Opinber-heimsokn-forseta-Islands-til-Japans/">opinbera heimsókn</a>. Forseti var í vikunni viðstaddur krýningu nýs Japanskeisara við hátíðlega athöfn í Tókýó og átti auk þess fundi með þarlendum ráðamönnum. </p> <p>Í vikubyrjun var <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/21/Forseti-Islands-vidstaddur-islenska-leiksyningu-i-Vinarborg/">forsetinn svo í Vínarborg</a> þar sem hann sótti frumsýningu á leikverkinu Edda eftir Mikael Torfason undir leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar í Burgtheater í Vínarborg. Guðni Bragason, fastafulltrúi í Vínarborg, hélt hádegisverðarboð til heiðurs forseta daginn eftir frumsýninguna.</p> <p>Ráðstefnan <a href="https://ourocean2019.no/">Our Ocean</a> var haldin fyrr í vikunni í Osló. Ingibjörg Davíðsdótti sendiherra stjórnaði vel sóttum <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2501314809983163/2501280556653255/?type=3&amp;theater">pallborðsumræðum á hliðarviðburði</a> á vegum Norðurskautsráðsins en á meðal ræðumanna voru þeir Stefán Skjaldarson og Magnús Jóhannesson. </p> <p>Harald Aspelund, fastatrúi Íslands og varaforseti mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, tók þátt í <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2643325355690715/2643322375691013/?type=3&amp;theater">fundi aðildarríkjanna</a> í Senegal í vikunni. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fundur er haldinn í Afríku og þykir marka tímamót í sögu ráðsins. Lögð var áhersla á áhrif loftslagsbreytinga og fólksflutninga á mannréttindi. </p> <p>Á miðvikudag undirritað Gunnar Pálsson sendherra í Brussel <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/a.158687057674779/1135696476640494/?type=3&amp;theater">samning ESB, Íslands og Noregs</a> um aðgang að fingrafaragagnagrunni sambandsins (Eurodac) til að bera kennsl á hælisleitendur og einstaklinga sem koma ólöglega yfir landamæri. Vonir eru við það bundnar að samningurinn efli lögregluyfirvöld í baráttunni gegn hryðjuverkaógn og alvarlegum glæpum.</p> <p>Á <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/a.158687057674779/1135620856648056/?type=3&amp;theater">fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar,</a> sem fastafulltrúi Íslands stýrði í vikunni, kom fram að svokallaður upptökuhalli fyrir ESB gerðir í EES samninginn hefur ekki verið lægri frá 2015 og hefur hann dregist saman um næstum þriðjung frá upphafi þessa árs. Á fundinum var m.a. samþykkt að taka upp í EES-samninginn gerðir sem kveða á um <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/25/Samkomulag-Islands-og-Noregs-vid-ESB-a-svidi-loftslagsmala-/">aukið samstarf ESB, Noregs og Íslands</a> í loftslagsmálum.</p> <p>Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í Moskvu, kynnti tækifæri í <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/a.185312791548520/2487665471313229/?type=3&amp;theater">íslenskri nýsköpun</a> á fundi með sendiherrum Norðurlanda í vikunni. Skömmu áður hafði Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, undirritað <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/pcb.2484203391659437/2484202634992846/?type=3&amp;theater">viljayfirlýsingu um samtarf</a> við rússnesku Skolkovo-stofnunina og kom okkar fólk að sjálfsögðu þar að málum. </p> <p>María Erla Marelsdóttir, sendiherra í Berlín, opnaði um síðustu helgi <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/pcb.1377408359076093/1377402632409999/?type=3&amp;theater">norræna listasýningu</a> sem ber yfirskriftina Ocean Dwellers. Hún fer fram í Felleshus, sameiginlegri menningarmiðstöð Norðurlanda í þýsku höfuðborginni og eru þær Rúrí og Hulda Rós Guðnadóttir fulltrúar Íslands. Í Genf hefur fastafulltrúi Íslands sett upp <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/ms.c.eJxNjlESRCEIw260g60ivf~;FdhTF95tpAnCaAJeLpmg~;HDAT8ADaMHjH1F2EcWg6Zy18g~;Ya2qBHKUylX6C~_AfaVRifNI1ywC1Z08BONjKKiwn5MKGUYYOfTBcDVGOpvkdFSWuTiKS2B~;wH9XTpP.bps.a.2630922620264322/2630923050264279/?type=3&amp;theater">sýningu í sendiherrabústaðnum</a> sem spyr margra áleitinna spurninga um mannréttindi okkar, mannúð, sjálfsmynd og samkennd. Og menningin var líka í öndvegi vestanhafs í vikunni þegar sendiherrahjónin í Ottawa buðu til <a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/photos/pcb.1793934140738363/1793931544071956/?type=3&amp;theater">tónlistarviðburðar</a> skipulögðum af Friends of the National Arts Center.</p> <p>Í næstu viku tekur svo sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn þátt í dagskrá <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/22/Sendirad-Islands-tekur-thatt-i-dagskra-Arktisk-Festival-i-ar/">Arktisk Festival</a> en hátíðin samanstendur af fjölbreyttum menningarinnslögum um Norðurskautið. Í borginni er nýlokið <a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/pcb.2390171427686962/2390167184354053/?type=3&amp;theater">norrænni menningarnótt</a> sem okkar fólk tók að sjálfsögðu þátt í. </p> <p>Og talandi um vikuna sem nú er handan við hornið (mánaðarmótin, tíminn flýgur!) þá sækir utanríkisráðherra Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi 29.-31. október. Á fimmtudag er hann svo gestgjafi í síðdegismóttöku í tilefni Gender Equality jafnréttisráðstefnunnar sem nú stendur fyrir dyrum. Á föstudaginn stendur svo til að utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands undirriti samkomulag um stofnun rússnesks-íslensks viðskiptaráðs. Um kvöldið tekur hann svo þátt í beinni sjónvarpsútsendingu á fræðslu- og söfnunarþætti UN Women á Íslandi.</p> <p>Í síðasta föstudagspósti vöktum við athygli á nýjum kunningjum, þeim Brynjari og Guðnýju. Nú hafa fleiri bæst í hópinn, þau <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/videos/vl.406711430243259/449939408958452/?type=1">Klara</a> og <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/videos/vl.406711430243259/394113131511734/?type=1">Hannes.</a> Þá hvetjum við ykkur öll til að skoða afar <a href="https://www.youtube.com/watch?v=cW5OjCRnphY&amp;t=3s">vönduð myndbönd</a> sem Gunnar Salvarsson hefur gert um ferð utanríkisráðherra til Síerra Leóne á dögunum. </p> <p>Ljúkum þessari yfirferð með kveðju frá Ósló. Þar kann fólk að lyfta sér upp – eða öllu heldur <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/a.282000298581303/2503178899796754/?type=3&amp;theater">lyfta sendiherra upp</a>! </p>

2019-10-11 22:40:0011.10.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 11. október 2019

<span></span> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Heil og sæl og gleðilegan föstudag!</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í norðanverðu Sýrlandi eru stærsta frétt þessarar viku. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda hafa ekki látið á sér standa. Strax og hernaðurinn hófst sendi utanríkisráðherra frá sér&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://twitter.com/GudlaugurThor/status/1181969624772104192" target="_blank"></a>yfirlýsingu á Twitter</span><span style="color: #212121;">&nbsp;þar sem hann lýsti yfir þungum áhyggjum og morguninn eftir var&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/10/Island-gagnrynir-adgerdir-Tyrklandshers-i-Syrlandi/" target="_blank">formlegum mótmælum</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;komið á framfæri við stjórnvöld í Tyrklandi. Þar eru aðgerðirnar harðlega gagnrýndar og árásir á almenna borgara fordæmdar.&nbsp;</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Utanríkisráðherra fór ásamt fríðu föruneyti í&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/09/Utanrikisradherra-heimsaekir-Sierra-Leone/" target="_blank">vinnuheimsókn til Síerra Leóne</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;í vikunni. Þar kynnti hann sér þróunarsamvinnuverkefni Íslands í landinu á sviði sjávarútvegs- og jafnréttismála og hitti ráðamenn til að ræða þróunarsamvinnu landanna.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Á miðvikudag var haldinn í Iðnó&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/09/Nordurskautsradid-og-Efnahagsrad-nordursloda-funda-i-fyrsta-sinn/" target="_blank">fundur Norðurskautsráðsins og Efnahagsráðs norðurslóða</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;en þetta er í fyrsta sinn sem ráðin koma saman. Fundurinn er liður í þeirri stefnu að auka samstarf milli ráðanna tveggja en hann var sóttur af fulltrúum aðildarríkja Norðurskautsráðsins, vinnuhópa ráðsins, fastafulltrúum frumbyggjasamtaka á norðurslóðum og fulltrúum viðskiptalífs.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Nú stendur yfir hin árlega ráðstefna Arctic Circle og að vanda er mikið um dýrðir. Utanríkisráðherra ávarpaði ráðstefnuna í dag en hefur auk þess átt fjölmarga tvíhliða fundi. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna og John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eru á meðal þeirra sem hann fundar með.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Í gær fór svo fram í Veröld – húsi Vigdísar&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2614920121864572/?type=3&amp;theater" target="_blank">alþjóðleg friðarráðstefna</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;á vegum Höfða friðarseturs, í samstarfi við utanríkisráðuneytið og jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna. Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri flutti þar ávarp.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Af vettvangi sendiskrifstofanna segjum við meðal annars frá því að fransk-íslenska viðskiptaráðið, í samstarfi við sendiráð Íslands í París, efndi til&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/09/Malthing-um-Brexit-og-taekifaeri-a-fronskum-markadi/" target="_blank">málþings í sendiherrabústaðnum</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;sl. mánudag um þær áskoranir sem Frakkland stendur frammi fyrir í málefnum er varða Brexit.&nbsp;</span></p> <p>Nú er nýyfirstaðin <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/11/Islensk-sjavarutvegstaekni-i-stodugri-sokn-i-Russlandi/">vikulöng ferð</a> íslenskrar viðskiptasendinefndar til Fjarausturhéraða Rússlands. Ferðin þótti vel heppnuð og vonir um að hún skili enn fleiri viðskiptasamningum fyrir íslensku fyrirtækin við rússneska aðila. Sendiráð Íslands í Moskvu og Íslandsstofa skipulögðu förina. </p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Handan dagalínunnar, í Washington DC nánar tiltekið, stóðu sendiráð Íslands í borginni, aðalræðisskrifstofan í New York, Íslensk-ameríska viðskiparáðið og fleiri&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.eventbrite.com/e/icelandic-american-chamber-of-commerce-business-social-mixer-tickets-74666484465?fbclid=IwAR35estCoGmc_RypXW3yFaq3qB7ErJ8yLJ0PMUHO5KyyHBwFpjwj-32UbwE" target="_blank">fyrir viðskiptastefnu</a></span><span style="color: #212121;">.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Jörundur Valtýsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum,&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/07/Statement-to-the-Second-Committee-by-Ambassador-Jorundur-Valtysson/" target="_blank">ávarpaði</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;2. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í vikunni þar sem hann ræddi loftslagsmál og sjálfbærni svo fátt eitt sé nefnt.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Á fundi Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) greindi Harald Aspelund,&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2615170381839546/2615167975173120/?type=3&amp;theater" target="_blank">fastafulltrúi Íslands</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;í Genf, frá framlagi Íslands við móttöku flóttamanna og kallaði eftir því að stofnunin einbeitti sér enn frekar að vernd viðkvæmra hópa, sérstaklega hinsegin flóttamanna.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Gunnar Pálsson sendiherra og Lilja Borg Viðarsdóttir sendiráðunautur sóttu í fjarveru dómsmálaráðherra&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/a.158687057674779/1121736004703208/?type=3&amp;theater" target="_blank">fund ráðherraráðs ESB</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;með Schengen-samstarfsríkjunum í Lúxemborg í vikunni. Þar var meðal annars skipst á skoðunum um stöðuna í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttamannamálum álfunnar um þessar mundir.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Í gær hitti Unnur Orradóttir, sendiherra Íslands í Kampala, aðstoðarrektor Makerere-háskóla og&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/photos/a.1978868769091270/2283785561932921/?type=3&amp;theater" target="_blank">ræddu þau</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;meðal annars samstarfs háskólans við Háskóla Sameinuðu þjóðanna.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Pétur Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Ottawa, tók þátt í&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/photos/ms.c.eJxNztENwEAIAtCNGkGt5~;6LNSnR9vdFQFQxYMjOrOC5IAi~_YBig8bRV1oD7TYbVByXwARyV5kAq8uuAIr0RzfrOeutiIamO~;RSuiD1DYSjC.bps.a.1772410002890777/1772410159557428/?type=3&amp;theater" target="_blank">fundi um efnahagsmál í Bresku Kólumbíu&nbsp;</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;sem haldinn var fyrir erlenda sendiherra í Kanada.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Helsinki,&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/pcb.2598028243597655/2598032786930534/?type=3&amp;theater" target="_blank">opnaði formlega</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;The Visitors, sýningu Ragnar Kjartanssonar myndlistarmanns, í Kiasma-nýlistasafninu í Helsinki í gærkvöld.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzó-sópran og Edda Erlendsdóttir píanóleikari héldu fallega og fjölbreytta&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/IcelandinParis/photos/pcb.2556528721070154/2556475427742150/?type=3&amp;theater" target="_blank">tónleika í sendiherrabústaðnum</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;í París í gær. 29. September kom Bryndís Guðjónsdóttir sópransöngkona fram á&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2608693695820548/?type=3&amp;theater" target="_blank">húskonsert</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;í bústað Guðna Bragasonar fastafulltrúa í Vínarborg.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra í Ósló, vakti stormandi lukku þegar hún heimsótti 60+ hópinn hjá&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/islenskisofnudurinn/photos/a.10154736542956962/10156327218071962/?type=3&amp;theater" target="_blank">íslenska söfnuðinum</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;í borginni í vikunni.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Sendiráðið í Brussel fékk góða gesti í vikunni þegar&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/a.158687057674779/1121739451369530/?type=3&amp;theater" target="_blank">stjórn Samtaka iðnaðarins</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;leit þar inn. Hún fékk kynningu á starfsemi sendiráðsins og fastanefndarinnar og því hvernig hagsmunagæsla vegna framkvæmdar EES samningsins fer fram.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Sendiherra Ástralíu, Mary Ellen Miller, ásamt sendiherrum ríkja sem fara með fyrirsvar gagnvart Íslandi, buðu Helgu Hauksdóttur, sendiherra Íslands,&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/a.275840032453456/2381381438565961/?type=3&amp;theater" target="_blank">velkomna til starfa</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;í síðustu viku.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Trúnaðarbréf nýrra forstöðumanna sendiskrifstofanna eru nú öll komin í hús en afhendingarnar voru teknar saman í&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/08/Trunadarbrefin-afhent-vida-um-heim/" target="_blank">frétt sem birtist</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;á Stjórnarráðsvefnum í vikunni.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"> Í dag hefur svo starfsfólk utanríkisráðuneytisins, með&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/photos/pb.54662962022.-2207520000.1570814985./10156540570307023/?type=3&amp;theater" target="_blank">ráðherra í fylkingarbrjósti</a></span><span style="color: #212121;">, klæðst bleiku til að láta í ljós stuðning og samstöðu með öllum konum sem greinst hafa með krabbamein. Bleikur ís og bleik kaka var á boðstólum mötuneytisins í dag.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Fyrir okkur í upplýsingadeildinni er svo sérstaklega gaman að segja frá því að í vikunni litu nýir kunningjar loks dagsins ljós, þau&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/videos/428665234446939/" target="_blank">Brynjar</a></span><span style="color: #212121;">&nbsp;og&nbsp;</span><span style="color: #212121;"><a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/videos/641718446234001/" target="_blank">Guðný</a></span><span style="color: #212121;">. Þessi skemmtilegu myndbönd eru liður í kynningu á EES-samningnum í tilefni þess að í ár er aldarfjórðungur liðinn </span>frá gildistöku hans. Stýrihópur frá upplýsingadeild, viðskiptaskrifstofu og fastanefndinni í Brussel er á bak við þetta. Við hvetjum ykkur öll til að skoða myndböndin og deila þeim helst áfram! Fleiri slíkir kunningjar eiga eftir að skjóta upp kolllinum á næstunni.</p> <p style="background: white;">Dagskrá utanríkisráðherra í næstu viku er venju samkvæmt þétt. Á mánudag fer hann á fund utanríkismálanefndar til að ræða um stöðu mála í Sýrlandi.&nbsp;</p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;">Á þriðjudaginn fundar ráðherra með Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins og segir frá nýlegri ferð til Grænlands. Síðdegis flytur hann árlega skýrslu um EES mál á Alþingi og kynnir um leið nýútkomna EES skýrslu.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"></span><span style="color: #212121;">Á miðvikudag heldur utanríkisráðherra á norrænan ráðherrafund sem haldinn er í Berlín í tilefni af tuttugu ára afmæli sambýlis norrænu sendiráðanna í borginni. Þá funda norrænu ráðherrarnir&nbsp;einnig með Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands.&nbsp;</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: #212121;"></span><span style="color: #212121;">Í lok vikunnar sækir ráðherra svo ársfundur þróunarnefndar Alþjóðabankans í Washington DC.</span></p>

2019-10-04 11:55:0004.10.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 4. október 2019

Heil og sæl.<br /> <br /> Hálfur mánuður er liðinn frá síðasta föstudagspósti og er óhætt að segja að þessi tími hafi verið viðburðaríkur hjá okkur – rétt eins og fyrri daginn!<br /> <br /> Hæst bar <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/28/Utanrikisradherra-avarpadi-allsherjarthing-Sameinudu-thjodanna/">ávarp utanríkisráðherra</a>&nbsp;á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir sléttri viku. Í ræðunni lagði hann áherslu á baráttuna gegn hlýnun jarðar, mannréttindi og endurbætur á alþjóðakerfinu í samræmi við grunngildi Sameinuðu þjóðanna. Í tengslum við allsherjarþingið átti utanríkisráðherra <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/27/Utanrikisradherra-saekir-allherjarthing-Sameinudu-thjodanna/">fjölmarga tvíhliða fundi</a>&nbsp;og undirritaði auk þess loftferðasamning við Líberíu.<br /> <br /> Í öðrum fréttum er það helst að starfshópur skipaður af utanríkisráðherra hefur <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/01/Skyrsla-starfshops-um-EES-samstarfid-komin-ut/">skilað skýrslu sinni</a>&nbsp;um aðild Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu á þriðjudag.<br /> <br /> Í síðustu viku fór fram vel heppnuð <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/27/Tveggja-daga-radstefna-fyrir-kjorraedismenn-Islands-lauk-i-dag/">tveggja daga ráðstefna</a>&nbsp;utanríkisráðuneytisins fyrir kjörræðismenn Íslands á erlendri grundu. Markaðs- og kynningarstarf, menningarmál, jafnréttismál og borgaraþjónusta voru á meðal þess sem hæst bar á ráðstefnunni. Ráðstefnan, sem er sú áttunda sem haldin hefur verið, fór fram á Grand hóteli í Reykjavík.<br /> <br /> Í tengslum við þennan viðburð var árleg Íslandsheimsókn <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2587276577962260/?type=3&amp;theater">viðskiptafulltrúa í sendiráðum Íslands </a>erlendis. Þeir áttu m.a. fundi með íslenskum fyrirtækjum og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók á móti hópnum hér í ráðuneytinu. Íslandsstofa hafði veg og vanda af þessu.<br /> <br /> 27. september sl. lauk <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/27/Sidustu-fundarlotu-Islands-i-mannrettindaradinu-lokid/">42. fundarlotu mannréttindaráðs </a>Sameinuðu þjóðanna í Genf en þetta var fjórða lotan sem Ísland tekur þátt í sem aðildarríki ráðsins og jafnframt sú síðasta. Fyrr í vikunni var Ísland í hópi ríkja sem gagnrýndi ástand <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/23/Island-tekur-thatt-i-gagnryni-a-Sadi-Arabiu/">mannréttindamála í Sádí-Arabíu</a>&nbsp;í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Fastafulltrúi Ástralíu flutti ávarpið og tók þar við keflinu af fastafulltrúa Íslands sem flutti yfirlýsingu fyrir hönd hópsins fyrr á árinu&nbsp;og vakti heimsathygli. Hálfur mánuður er svo síðan utanríkisráðherra hitti <a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/photos/pcb.10156487281592023/10156487277092023/?type=3&amp;theater">hóp baráttufólks </a>fyrir mannréttindum á Filippseyjum en Ísland leiddi í sumar ályktun um mannréttindaástandið þar sem samþykkt var í ráðinu.<br /> <br /> Í gær sótti utanríkisráðherra <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/03/Efnahagsssamvinna-efst-a-baugi-a-Barentsradsfundi-/">ráðherrafund Barentsráðsins</a>&nbsp;í Umeå í Svíþjóð þar sem styrking efnahagslegrar samvinnu á Barentssvæðinu var aðalumræðuefnið. Hann tók um leið þátt í ráðstefnunni EU Arctic Forum.<br /> <br /> Og fyrr í þessari viku flutti Guðlaugur Þór <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2595705940452657/?type=3&amp;theater">ávarp á málstofu</a>&nbsp;um eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR, utanríkisráðuneytið, eftirlitsstofnun EFTA og sendinefnd ESB á Ísland stóðu að.<br /> <br /> Á dögunum fundaði <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/26/Nyskipad-ungmennarad-heimsmarkmidanna-kemur-saman-i-fyrsta-sinn/">ungmennaráð</a>&nbsp;heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í utanríkisráðuneytinu. Um var að ræða fyrsta fund nýskipaðs ungmennaráðs en þetta er í annað sinn sem skipað er í ráðið. Í þessari viku hélt svo Ester Hallsdóttir, fyrsti ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/10/02/Mikilvaegt-ad-rodd-ungu-kynslodarinnar-heyrist/">ræðu á allsherjarþingi SÞ</a>. Þá er gaman að geta þess að <a href="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/photos/pcb.2278012062510271/2278011965843614/?type=3&amp;theater">ungmennafulltrúi Úganda</a>&nbsp;heimsótti sendiráðið okkar í Kampala í vikunni.<br /> <br /> Í nýliðnum mánuði var <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/09/20/Landgraedsluskolinn-utskrifar-a-thridja-tug-serfraedinga/">21 sérfræðingur</a>&nbsp;útskrifaður úr sex mánaða námi Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/09/25/Haskolar-Sameinudu-thjodanna-verdi-Thekkingarmidstod-throunarlanda/">Þekkingarmiðstöð þróunarlanda</a>&nbsp;(International Centre for Capacity Development) verður nýtt yfirheiti skólanna fjögurra sem hafa um langt árabil verið starfræktir sem skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Frá og með næstu áramótum bendir allt til þess að skólarnir starfi undir regnhlíf UNESCO.<br /> <br /> Af vettvangi sendiskrifstofanna segjum við frá því að Guðni Bragason fastafulltrúi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Vínarborg <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/01/Island-tekur-vid-formennsku-i-samradshopnum-um-Samninginn-um-takmorkun-hefdbundins-herafla-i-Evropu-JCG/">hefur tekið við formennsku</a>&nbsp;í sameiginlega samráðshópnum um Samninginn um takmörkun hefðbundins herafla í Evrópu.<br /> <br /> Í aðdraganda allsherjarþingsins tók Ísland þátt í <a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/posts/2577708822252369">ráðstefnu um lausnir</a>&nbsp;þar sem náttúran er nýtt til að vinna gegn loftslagsbreytingum og ræddi Jón Erlingur Jónasson, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu, mikilvægi samnings SÞ gegn eyðimerkurmyndun.<br /> <br /> Í síðustu viku greindi sendiráðið okkar í Peking frá því að fyrsta sendingin af <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/25/Adgangur-fyrir-islenskan-eldisfisk-a-Kinamarkad-ordinn-ad-veruleika/">íslenskum laxi </a>væri lögð af stað með flugi til Kína í kjölfar gildistöku samkomulags íslenskra og kínverskra stjórnvalda sem heimilar útflutning íslensks eldisfisks á Kínamarkað.<br /> <br /> Sendiráð Íslands í Stokkhólmi tók þátt í <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/25/Evropski-tungumaladagurinn-26.-september-2019/">evrópska tungumáladeginum</a>&nbsp;og þótti þessi viðburður heppnast afar vel. Rúmlega 600 börn tóku þátt í svokölluðu tungumálakaffi 24. september og höfðu gaman af. Hin árlega <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/10/01/Bokamessan-i-Gautaborg-2019/">bókamessa í Gautaborg</a>&nbsp;fór svo fram 26.-29. september. Bókamessan í Gautaborg er einn af stærstu viðburðum ársins þegar kemur að kynningu íslenskra bókmennta og þýðingum þeirra í Svíþjóð og Skandinavíu.<br /> <br /> Og talandi um bókmenntir. Kristján Andri Stefánsson sendiherra í París stóð fyrir skemmstu fyrir<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/23/Thydendathing-i-sendiherrabustad/"> þýðendaþingi</a> í sendiherrabústaðnum. Þingið var helgað þýðingum úr íslensku á frönsku en einnig var miðað að því að vekja áhuga á íslenskunámi og þýðendastarfinu, en einungis fáeinir þýðendur vinna að því að þýða þorra íslenskra bókmennta yfir á frönsku.<br /> <br /> Í gær var Ingibjörg Davíðsdóttir, sendiherra í Ósló, viðstödd <a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/pcb.2460122524102392/2460094117438566/?type=3&amp;theater">setningu norska Stórþingsins</a>&nbsp;og heilsaði meðal annars Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, að þingsetningu lokinni.<br /> <br /> María Erla Marelsdóttir, sendiherra í Berlín, átti í síðustu viku fund með <a href="https://www.facebook.com/IcelandinBerlin/photos/pcb.1358759204274342/1358726240944305/?type=3&amp;theater">Wolfgang Schäuble,</a>&nbsp;forseta þýska sambandsþingsins og fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands.<br /> <br /> Gestkvæmt hefur verið í sendiráðinu í Brussel í vikunni. Í gær kom þangað <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/pcb.1117857665091042/1117856811757794/?type=3&amp;theater">hópur </a>á vegum úrskurðarnefndar velferðarmála og í dag <a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/pcb.1117857665091042/1117856995091109/?type=3&amp;theater">hópur</a>&nbsp;frá sýslumannsembættinu á Vesturlandi. Fengu þeir kynningu á starfsemi sendiráðsins og fastanefndarinnar.<br /> <br /> Benedikt Jónsson, aðalræðismaður í Þórshöfn, <a href="https://www.facebook.com/IcelandinTorshavn/photos/pcb.1955469937930198/1955456451264880/?type=3&amp;theater">tók á móti </a>Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Sigrúnu Brynju Einarsdóttiu skrifstofustjóra ferðamála og nýsköpunar en þær voru í Færeyjum á Vestnorden-ráðstefnunni.<br /> <br /> Pétur Ásgeirsson sendiherra og Jóhanna eiginkona hans tóku á móti <a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/photos/pcb.1769387099859734/1769386609859783/?type=3&amp;theater">hópi íslenskra ferðamálafrömuða</a>&nbsp;sem heimsótti Kanada á vegum Íslandsstofu í vikunni. Pétur tók sig jafnframt vel út í félagsskap kanadísku riddaralögreglunnar í vikunni.<br /> <br /> Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra og fulltrúar tíu íslenskra fyrirtækja sóttu <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/pcb.2444123425667434/2444122912334152/?type=3&amp;theater">þing um sjávarútvegsmál</a>&nbsp;í Vladivostok fyrr í þessari viku. Áður hafði Berglind tekið þátt í <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/pcb.2427006997379077/2427006630712447/?type=3&amp;theater">ráðstefnunni </a>Northern Sustainable Development Forum sem fram fór í Yakútsk í lýðveldinu Yakútíu í Síberíu. Margar skemmtilegar myndir eru á Facebook-síðu sendiráðsins í Moskvu, eins og til dæmis <a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/pcb.2427006997379077/2427006810712429/?type=3&amp;theater">þessi.</a><br /> <br /> Og endum þessa yfirferð á afhendingu trúnaðarbréfs af dýrari gerðinni. Helga Hauksdóttir sendiherra, <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/30/Sendiherra-afhendir-Margreti-Thorhildi-Danadrottningu-trunadarbref/">afhenti</a>&nbsp;Margréti Þórhildi Danadrottningu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Danmörku við hátíðlega athöfn í Fredensborgarhöll fyrir viku. Óskum Helgu til hamingju með það!<br /> <br /> Í næstu viku verður sitthvað á seyði. Utanríkisráðherra er í Síerra Leóne ásamt fríðu föruneyti en kemur aftur heim á fimmtudag og verður þá gestgjafi í síðdegismóttöku í tilefni Friðarráðstefnunnar, <a href="https://www.fridarsetur.is/en/news/imagine-forum-women-peace/">The Imagine Forum</a>. Föstudagurinn í dagskrá ráðherra verður svo helgaður norðurslóðaveislunni <a href="http://www.arcticcircle.org/">Arctic Circle</a>&nbsp;og þá verður að vanda mikið um dýrðir!<br /> <br /> Bestu kveðjur frá Uppló. <br />

2019-09-20 16:36:0020.09.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 20. september 2019

<p>Heil og sæl.</p> <p>Það er kominn föstudagur sem þýðir að langþráður föstudagspóstur er loksins kominn! Rennum yfir það helsta sem á daga okkar hefur drifið að undanförnu, bæði hér heima og í sendiskrifstofunum. Af nógu er að taka.</p> <p>Í þessari viku bar hæst&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/20/Utanrikisradherra-styrkir-tengslin-vid-Bandarikjathing/" target="_blank">ferð utanríkisráðherra til Washington DC</a>&nbsp;þar sem hann fundaði með þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings með það að markmiði að efla tengslin á sviði efnahags- og viðskiptamála og kynna stefnu Íslands í málefnum norðurslóða.</p> <p>Nóg var svo á seyði í síðastliðinni viku. Utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/12/Borgarnesfundi-utanrikisradherra-Nordurlanda-og-Eystrasaltsrikjanna-lokid/" target="_blank">komu saman í Borgarnesi</a>. Alþjóða- og öryggismál og málefni norðurslóða voru í brennidepli ásamt loftslagsmálum. Nokkrir tvíhliða fundir voru haldnir við þetta tækifæri, meðal annars með utanríkisráðherra Dana þar sem skrifað var undir&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/11/Fundur-utanrikisradherra-Nordurlandanna-i-Borgarnesi/" target="_blank">samning um fyrirsvar</a>&nbsp;í áritunarmálum.</p> <p>Annað&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/10/Vaxandi-samskipti-Islands-og-Indlands/" target="_blank">samkomulag á sviði áritanamála</a>&nbsp;var svo undiritað á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Anumula Gitesh Sarma, skrifstofustjóra Evrópumála í utanríkisráðuneyti Indlands, þann 10. september. Samningurinn var undirritaður á Bessastöðum í tilefni af opinberri heimsókn forseta Indlands. Sama dag hitti Guðlaugur Þór viðskiptasendinefnd frá Indlandi sem kom hingað til lands með forsetanum.</p> <p>Í síðustu viku fór fram&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/10/Vel-heppnud-radstefna-um-velferd-og-samfelagslega-thatttoku-ungmenna-a-nordurslodum/" target="_blank">vel heppnuð ráðstefna</a>&nbsp;um velferð og samfélagslega þátttöku ungmenna á norðurslóðum sem haldin var í tengslum við fund&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/12/Vinnuhopur-Nordurskautsradsins-um-sjalfbaera-throun-samthykkir-verkefni-um-blaa-lifhagkerfid-og-sjalfbaerar-orkulausnir-a-Nordurslodum/" target="_blank">vinnuhóps Norðurskautsráðsins</a>&nbsp;um sjálfbæra þróun. Af vettvangi norrænnar samvinnu má svo nefna að nýverið voru&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/09/Sjo-verkefni-tilnefnd-til-umhverfisverdlauna-Nordurlandarads/" target="_blank">tilnefningar til umhverfisverðlauna</a>&nbsp;Norðurlandaráðs kynntar.</p> <p>Vika er svo síðan utanríkisráðherra mælti fyrir fjárlögum í fyrstu umræðu sem fram fór um málið. Hægt er að hlusta á umræðuna á&nbsp;<a href="https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20190913T093324" target="_blank">vef Alþingis.</a></p> <p>Íslandsstofa, sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn og Icelandic Startups stóðu fyrir þátttöku&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/19/Islenskir-fjarfestar-og-sprotafyrirtaeki-fjolmenna-a-TechBBQ-i-Kaupmannahofn/" target="_blank">sendinefndar um 40 Íslendinga á TechBBQ</a>, einni stærstu sprota- og fjárfestaráðstefnu í Norður-Evrópu, sem haldin var í Kaupmannahöfn í þessari viku. Á meðal þátttakenda voru fimmtán efnileg íslensk sprotafyrirtæki og fulltrúar fjögurra íslenskra fjárfestingasjóða.</p> <p>Okkar fólk í Peking situr ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn en&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/20/Miklar-annir-i-aritanautgafunni/" target="_blank">yfir eitt þúsund vegabréfsáritanir</a>&nbsp;voru gefnar út í sendiráðinu okkar þar í fyrstu viku september, sem er metfjöldi. Uppskera erfiðisins kom svo í formi keiluspils sem starfsfólkið brá sér saman í að törninni lokinni.&nbsp;</p> <p>Í Genf stendur nú yfir fundarlota mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sú síðasta sem Ísland tekur þátt í sem fullgildur aðili að ráðinu – að minnsta kosti að sinni. Lotunni lýkur í næstu viku. Hægt er að lesa allar ræður og ávörp Íslands á&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=607b19c0-5a7c-4db9-9952-b4d6cc72859f" target="_blank">vefsvæði sendiskrifstofunnar</a>&nbsp;í Genf. Á dögunum tók fastanefndin þátt í&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2556249537731631/2556243094398942/?type=3&amp;theater" target="_blank">viðburði með Suður-Afríku</a>&nbsp;um kyngervi og kynhneigð í samfélögum áður en þau urðu nýlendur.</p> <p>Fastafulltrúi Íslands hjá ÖSE&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/11/Hvatt-til-notkunar-a-jardvarmaorku-a-fundi-efnahags-og-umhverfisviddar-OSE-i-Prag/" target="_blank">hvatti í vikunni til notkunar á jarðvarmaorku</a>&nbsp;á fundi efnahags- og umhverfisvíddar ÖSE í Prag. Þá áréttaði fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/10/Statement-by-Ambassador-Jorundur-Valtysson-at-a-side-event-Reaffirming-the-Commitment-to-Multilateralism-/" target="_blank">gildi alþjóðlegrar samvinnu</a>&nbsp;á fundi í New York í tilefni 75 ára afmælis SÞ.</p> <p>Þrír sendiherrar hafa afhent trúnaðarbréf að undanförnu. María Erla Marelsdóttir sendiherra, forseta&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/11/Maria-Erla-Marelsdottir-afhendir-trunadarbref/" target="_blank">Þýskalands</a>&nbsp;trúnaðarbréf sitt þann 11. september og daginn eftir afhenti Gunnar Pálsson þjóðhöfðingjum&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/19/Afhenti-trunadarbref-i-San-Marino/" target="_blank">San Marínó</a>&nbsp;trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands með aðsetur í Brussel. Síðast en ekki síst afhenti Bergdís Ellertsdóttir&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/photos/a.303051823061788/2773929865973959/?type=3&amp;theater" target="_blank">forseta Bandaríkjanna</a>&nbsp;trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.</p> <p>Fastanefndin í New York tók í vikunni á móti&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2573351169354801/?type=3&amp;theater" target="_blank">Íslendingum sem starfa hjá Sameinuðu þjóðunum</a>&nbsp;og stofnunum þess og kynnti áherslumál stjórnvalda ásamt því að fræðast um störf þessa öfluga fólks.</p> <p>Samstarfsátakið „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ náði hápunkti um miðja síðustu viku þegar fram fór málstofan „<a href="https://www.visir.is/g/2019190919798?fbclid=IwAR3Bhmkdv6QuajJyzPH4rpKrQxImPmQNqXpqXn6SkMYsROPz_sF4eO_G2NU" target="_blank">Þátttaka fyrirtækja í þróunarsamvinnu</a>.“ Átakið er samstarfsverkefni allra helstu íslensku félagasamtakanna í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu auk utanríkisráðuneytisins.</p> <p>Gunnar Pálsson, sendiherra í Brussel,&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/a.292030354340448/1105740426302766/?type=3&amp;theater" target="_blank">ræddi um EES-samninginn</a>&nbsp;frá sjónarhóli aðildarríkis á kynningardegi EFTA sem haldinn var í fyrradag.</p> <p>Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra í Moskvu, opnaði í vikunni&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/pcb.2415626845183759/2415621628517614/?type=3&amp;theater" target="_blank">norrænar menningarvikur</a>&nbsp;í St. Pétursborg. Þetta er í tíunda skipti sem þessi menningarhátíð fer fram en hún stendur yfir í rúman mánuð.</p> <p>Íslenskt&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinIndia/photos/pcb.1156758827846141/1156756157846408/?type=3&amp;theater" target="_blank">lambakjöt</a>&nbsp;og&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinIndia/photos/pcb.1159764617545562/1159763930878964/?type=3&amp;theater" target="_blank">fiskur</a>&nbsp;voru í aðalhlutverki á menningarviðburðum í Nýju-Delí í vikunni sem Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra sótti.</p> <p>Og talandi um (tilvonandi) lambakjöt. Ingibjörg okkar Davíðsdóttir, sendiherra í Ósló, stóð í ströngu í vikunni við að&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/photos/a.282000298581303/2429453767169268/?type=3&amp;theater" target="_blank">draga litlu lömbin í dilka</a>&nbsp;í heimasveit sinni í Borgarfirðinum. Það verður ekki annað sagt um starfsfólk utanríkisþjónustunnar að það geti bókstaflega allt!</p> <p>Í næstu viku er útlit fyrir áframhaldandi annir og má þar helst nefna ræðismannaráðstefnuna sem ræðismenn Íslands hvaðanæva að úr heiminum sækja, svo og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York.</p> <p>Bestu kveðjur frá Uppló.</p> <p>&nbsp;</p>

2019-09-06 16:27:0006.09.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 6. september 2019

<p style="text-align: left;">Heil og sæl!</p> <p style="text-align: left;">Rúmur mánuður er liðinn frá síðasta föstudagspósti og því af nógu að taka. Dýfum okkur ofan í það helsta.</p> <p>Viðburðarík vika er nú að baki, svo ekki sé meira sagt, en hæst ber auðvitað að nefna komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til landsins. Utanríkisráðherra tók á móti varaforsetanum í Höfða síðastliðinn miðvikudag þar sem&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/09/04/Utanrikisradherra-og-varaforseti-Bandarikjanna-leiddu-hringbordsumraedur-um-vidskipti-/" target="_blank">þeir leiddu hringborðsumræður</a>&nbsp;um samstarf á sviði efnahags- og viðskiptamála. Pence ræddi einnig við forseta Íslands í Höfða og forsætisráðherra í Keflavík síðar sama dag. Heimsóknin vakti töluverða athygli í fjölmiðlum og þá helst þær miklu öryggisráðstafanir sem gerðar voru vegna hennar.</p> <p>En vikan hófst hins vegar með&nbsp;samþykkt Alþingis&nbsp;á innleiðingu þriðja orkupakkans og lét ráðherra<a href="https://www.facebook.com/GudlaugurThorXD/posts/10156449226912023" target="_blank">&nbsp;skeggið fjúka</a>&nbsp;í kjölfarið.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/08/21/Utanrikisradherra-heimsaekir-Graenland/" target="_blank">Utanríkisráðherra heimsótti Grænland</a>&nbsp;undir lok síðasta mánaðar þar sem hann átti fund með utanríkisráðherra Grænlands auk þess sem hann kynnti sér starfsemi ýmissa fyrirtækja og sveitarfélaga í landinu. Svo má auðvitað ekki gleyma heimsókn Angelu Merkel Þýskalandskanslara hingað til lands í síðasta mánuði en hún var sérstakur gestur á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna. Á fundinum samþykktu forsætisráðherrarnir&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/08/20/Forsaetisradherrar-Nordurlandanna-samthykkja-nyja-framtidarsyn-Norraenu-radherranefndarinnar-og-funda-med-kanslara-Thyskalands-i-Videy-/" target="_blank">nýja framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar</a>&nbsp;sem starfsfólk Norðurlandaskrifstofu hefur unnið að síðustu misseri.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/08/24/Friverslunarsamningur-EFTA-og-Mercosur-i-hofn/" target="_blank">Fríverslunarsamningur EFTA og aðildarríkja Mercosur</a>&nbsp;er nú höfn en með samningnum lækka tollar á bróðurpart þeirrar vöru sem flutt er út frá Íslandi.</p> <p>Af öðrum fréttum úr ráðuneytinu má nefna að fjöldi erlendra fræðimanna tók þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um Brexit sem haldin var hér á landi í síðustu viku í samstarfi utanríkisráðuneytisins og Alþjóðamálastofnunar. Utanríkisráðherra, hélt opnunarræðu á ráðstefnunni þar sem hann hvatti til þess að farsæl niðurstaða næðist í viðræðum Bretlands og ESB. Árlegt&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/08/30/Arlegt-samrad-Islands-og-Russlands-for-fram-i-dag/" target="_blank">samráð íslenskra og rússneskra</a>&nbsp;stjórnvalda fór fram í ráðuneytinu í síðustu viku og ráðherra átti fundi með&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/08/19/Fundir-utanrikisradherra-med-Mary-Robinson-og-Kumi-Naidoo-adalframkvaemdastjora-Amnesty-International/" target="_blank">Mary Robinson</a>, fyrrverandi forseta Írlands og Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóra mannréttindasamtakanna Amnesty International. Þá tók ráðherra á móti&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/08/09/Millirikjavidskipti-i-brennidepli-a-fundi-med-bandariskum-thingmonnum/" target="_blank">fjórum öldungadeildarþingmönnum</a>&nbsp;frá Bandaríkjunum í byrjun síðasta mánaðar.</p> <p>En höldum nú út í heim:</p> <p>Nokkur trúnaðarbréf hafa verið afhent frá síðasta föstudagspósti. Unnur Orradóttir Ramette&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/08/28/Sendiherra-afhendir-trunadarbref-i-Namibiu/" target="_blank">afhenti forseta Namibíu</a>&nbsp;trúnaðarbréf sitt þann 22. ágúst síðastliðinn, Ingibjörg Davíðsdóttir&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/08/29/Sendiherra-afhendir-konungi-trunadarbref/" target="_blank">afhenti Haraldi V Noregskonungi</a>&nbsp;trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn í konungshöllinni í Ósló þann 28. ágúst og í gær afhenti Jörundur Valtýsson sendiherra&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/05/Nyr-fastafulltrui-Islands-hja-Sameinudu-thjodunum/" target="_blank">António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna</a>, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.&nbsp;</p> <p>Gunnar Pálsson sendiherra Íslands í Brussel&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/08/27/Fella-nidur-timatakmarkanir-a-leigu-a-flugvelum-med-ahofn/" target="_blank">undirritaði milliríkjasamning</a>&nbsp;Íslands, Noregs, Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um að fella niður tímatakmarkanir á leigu á flugvélum með áhöfn.</p> <p>Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Tókýó,&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/04/Sendiherra-nordursloda-heimsaekir-Japan/" target="_blank">opnaði í vikunni málstofu</a>&nbsp;um formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, sem haldin var í sendiráði Íslands í Tókýó, en þar talaði sendiherra norðurslóða, Einar Gunnarsson, fyrir fullu húsi. Einar átti auk þess fundi með samstarfsaðilum Íslands um norðurslóðamál í Japan.</p> <p>Sendiráð Íslands í Kampala skrifaði um miðjan síðasta mánuð undir&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinUganda/posts/2241927919452019" target="_blank">samning við Water Mission Uganda</a>&nbsp;um að veita um tíu þúsund manns aðgang að hreinu drykkjarvatni.</p> <p>Sendiráð Íslands í Genf fékk&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.124793270877282/2518954988127753/?type=3&amp;theater" target="_blank">góða heimsókn frá dómsmála- og félagsmálaráðuneytunum</a>&nbsp;í síðasta mánuði til að sitja fyrir svörum hjá nefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám kynþáttamismunar, byggt á skýrslu Íslands um framkvæmd mannréttindasamnings um sama efni.</p> <p>Nokkrir menningarviðburðir hafa verið haldnir á vegum íslenskra sendiskrifstofa. Þannig tekur sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn<a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/posts/2312558488781590" target="_blank">&nbsp;þessa dagana þátt í Ungdommes Folkemøde</a>, sem fer fram í Valby parken, ásamt sendiráði Noregs,&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/posts/2530818633651950" target="_blank">morgunverðarviðburður var haldinn</a>&nbsp;í sendiráðsbústaðnum í Helsinki í morgun í tilefni af hönnunarviku og þá sótti Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Stokkhólmi,&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/09/05/Sendiherra-heimsaekir-Varmland/" target="_blank">Íslandsdag í Värmland safninu</a>&nbsp;nýverið þar sem sendiherrann hélt fyrirlestur um Íslands og ræddi um Eddukvæðin.</p> <p>Næsta vika verður ekki síður viðburðarík í utanríkisþjónustunni en á mánudag hefst 42. fundarlota&nbsp; mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og síðasta reglubundna fundarlotan sem Ísland sækir sem fullgildur meðlimur ráðsins. Okkar fólk í Genf stendur vaktina. Utanríkisráðherra mun hitta forseta Indlands sem hér verður staddur í opinberri heimsókn og taka á móti starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum í Borgarnesi. Þingstörfin fara síðan aftur í gang með setningu Alþingis á þriðjudag þar sem ráðherra mun taka þátt í umræðu um fjárlög seinni part vikunnar. Þá mun hann einnig funda með þróunarsamvinnunefnd í næstu viku. Þess má að lokum geta að vitundarvakningin&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/events/350238942529181/" target="_blank">Þróunarsamvinna ber ávöxt</a>&nbsp;fer fram í næstu viku en um er að ræða samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins og fjölda félagasamtaka sem starfa á vettvangi mannúðarmála og hjálparstarfa.&nbsp;</p> <p>Fleira var það ekki að sinni.<br /> Góða helgi!<br /> Uppló</p> <p>&nbsp;</p>

2019-08-02 16:34:0002.08.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 2. ágúst 2019

<span></span> <p>Heil og sæl.</p> <p> Sumarleyfistíminn stendur nú sem hæst og því hefur oft verið meira að frétta úr okkar ástkæru utanríkisþjónustu en akkúrat núna. Þó má tína sitthvað til og hnoða úr því ofurlítinn föstudagspóst.</p> <p>Í gær tóku gildi&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/08/01/Aldrei-fleiri-konur-forstodumenn-sendiskrifstofa-Islands/" target="_blank">flutningar á forstöðumönnum</a>&nbsp;sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni. Með breytingunum eru konur nú í meirihluta forstöðumanna í tvíhliða sendiráðum Íslands í fyrsta sinn.</p> <p>Til viðbótar við þá flutninga sem raktir voru í fréttinni sem vísað er til að ofan tóku fleiri breytingar gildi í gær eða gera það á næstunni. Anna Sigríður Alfreðsdóttir flyst úr sendiráðinu í Lundúnum yfir á rekstrar- og þjónustuskrifstofu. Árni Helgason kemur frá Kampala yfir á þróunarsamvinnuskrifstofu. Friðrik Jónsson kemur einnig á þróunarsamvinnuskrifstofu en hann var áður hjá fastanefndinni hjá Atlantshafsbandalaginu. Garðar Forberg tekur við stöðu Friðriks en Garðar var áður á varnarmálaskrifstofu. Ingibjörg Aradóttir og Sigríður Eysteinsdóttir koma til starfa í ráðuneytinu en þær voru í sendiráðinu í Brussel. Ingibjörg fer í bókhaldsdeild en Sigríður á laga- og stjórnsýsluskrifstofu. Í staðinn flyst Ragnheiður Harðardóttir frá Ósló til Brussel og Helga Þórarinsdóttir sinnir störfum bæði fyrir sendiráði og fastanefndina í borginni. Nína Björk Jónsdóttir fer úr sendiráðinu í Genf yfir á viðskiptaskrifstofu en Katrín Einarsdóttir fer til Genfar í hennar stað. Á næstunni fer svo Ragnar Þorvarðarson, sem starfað hefur á upplýsinga- og greiningardeild, til fastanefndarinnar í New York og leysir þar af Hildigunni Engilbertsdóttur á meðan hún fer í fæðingarorlof. Finnur Þór Birgisson á laga- og stjórnsýsluskrifstofu hverfur brátt til annarra starfa hjá EFTA.</p> <p>Auk breytinga vegna reglubundinna flutninga hafa fleiri mannabreytingar tekið gildi í ráðuneytinu. Jón Erlingur Jónasson tekur við stjórnartaumunum á þróunarsamvinnuskrifstofu. Stefán Skjaldarson færir sig úr deild innra eftirlits yfir á alþjóða- og öryggisskrifstofu. Sigurlilja Albertsdóttir og Ragnhildur Arnórsdóttir koma úr leyfi og hefja á ný störf á þróunarsamvinnuskrifstofu. Vilborg Ólafsdóttir kemur úr fæðingarorlofi og fer á Norðurlandadeild. Guðrún Þorbjörnsdóttir fer í fæðingarorlof en Álfrún Perla Baldursdóttir leysir hana af á meðan í borgaraþjónustunni.</p> <p>Fyrr í sumar höfðu stólaskipti þær Berglind Bragadóttir, í mannauðsdeild, og Sigríður Jónsdóttir, sem starfaði í sendiráðinu í París. Þá fór Kristjana Sigurbjörnsdóttir af þróunarsamvinnuskrifstofu til sendiskrifstofunnar í Lilongve í Malaví. Í júlíbyrjun færði svo Petrína Bachmann, sig um set úr utanríkisráðuneytinu yfir í sendiráðið okkar í Lundúnum.</p> <p>Af öðrum fréttum má nefna að samkvæmt&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/16/Innleidingarhallinn-afram-innan-vid-eitt-prosent/" target="_blank">nýbirtu frammistöðumati</a>&nbsp;Eftirlitsstofnunar EFTA á eftir að innleiða 0,7 prósent EES-gerða hér á landi. Þetta er í þriðja sinn í röð sem innleiðingarhalli Íslands er eitt prósent eða minna, en það hefur aldrei gerst áður.</p> <p>Um miðjan júlímánuð kynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/16/Forsaetisradherra-kynnir-innleidingu-Islands-a-heimsmarkmidum-Sameinudu-thjodanna-a-radherrafundi-STh-i-New-York/" target="_blank">stöðu innleiðingar</a>&nbsp;Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum SÞ. Starfsfólk utanríkisþjónustunnar lagði gjörva hönd á verkið, ekki síst fastanefndin í New York og upplýsingafulltrúi heimsmarkmiða. Forsætisráðherra tók svo þátt í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/07/17/Island-og-Malavi-stodu-ad-sameiginlegri-malstofu-um-ungmenni/" target="_blank">sameiginlegri málstofu Íslands og Malaví</a>&nbsp;um ungmenni.</p> <p>Í tengslum við heimsmarkmiðafundinn flutti&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2462545890435330/2462542797102306/?type=3&amp;theater" target="_blank">Sesselja Sigurðardóttir</a>, sendiráðunautur hjá fastanefnd Íslands í New York, ræðu fyrir Íslands hönd um áherslur í innleiðingu heimsmarkmiðanna.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/07/26/Island-skipar-i-fyrsta-sinn-ungmennafulltrua-hja-Sameinudu-thjodunum/" target="_blank">Íslenskur ungmennafulltrúi</a>&nbsp;hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda verður valinn í næsta mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa en hann kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september.</p> <p>Fyrir skemmstu&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/07/19/Sendiradid-fastanefndin-a-nyjum-stad/" target="_blank">greindum við frá því</a>&nbsp;að sendiráðið í Brussel og fastanefnd Íslands gagnvart ESB, væru flutt í nýtt húsnæði á Rue Archimède 17 þar sem fyrir eru á fleti sendiráð og fastanefnd Noregs.</p> <p><a href="https://www.facebook.com/IcelandInMoscow/photos/a.185312791548520/2302782303134881/?type=3&amp;theater" target="_blank">Ingveldur Ásta Björgvinsdóttir,</a>&nbsp;verkefnisstjóri útflutnings hjá Íslandsstofu, heimsótti sendiráð Íslands í Moskvu á dögunum til skrafs og ráðagerða um kynningar á viðskiptatækifærum í Rússlandi.&nbsp;</p> <p>Þurý í sendiráðinu okkar í Lundúnum ávarpaði&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/photos/a.290595790952741/2544180658927565/?type=3&amp;theater" target="_blank">þing Alþjóðasiglingamálstofnunarinnar</a>&nbsp;í nýliðnum mánuði og ræddi þar meðal annars málefni norðurslóða og Norðurskautsráðsins.</p> <p><a href="https://www.facebook.com/IcelandInCanada/photos/a.154565584675235/1704315169700261/?type=3&amp;theater" target="_blank">Íslensku forsetahjónin</a>&nbsp;voru í einkaheimsókn í Kanada fyrir skemmstu og tóku sendiherrahjónin í Ottawa á móti þeim í síðdegisheimsókn.</p> <p>Tónlistarhátíðin Winnipeg Folk Festival var haldin í júlí þar sem íslenskir tónlistarmenn komu fram. Komu þeir að sjálfsögðu í heimsókn á a<a href="https://www.facebook.com/icelandwinnipeg/photos/ms.c.eJxNzssNAzAIA9CNKiB8zP6LVYEGen2yDSxMifAUZYXah3~_AJLCxLHTCH4RZKDgmEV6Jg4XaIH0AaqABuaA5FWiN~_hnoszJn0Z~;KfJrSMH9knVXM2Ywatd~;ZVLoQpgv1uhAenEwCQXkrnYgHbJVwG~;AaPbxwK5wzKloJOQOdwCRcapT~;~;qjKPmZ8QdOngoLIhd6QqVDBoS8c~_mPA.bps.a.1210987649081516/1210994399080841/?type=3&amp;theater" target="_blank">ðalræðisskrifstofuna</a>&nbsp;í Winnipeg og fengu þar góðar móttökur.</p> <p>Fleira er ekki fréttum að sinni. Um leið og við óskum ykkur ánægjulegrar verslunarmannahelgar hvetjum við alla til að spenna beltin og ganga hægt um gleðinnar dyr.</p>

2019-07-12 16:31:0012.07.2019Blá ör til hægriFöstudagspósturinn 12. júlí 2019

<p>Heil og sæl.</p> <p>Það er engin gúrkutíð í okkar ágætu utanríkisþjónustu þótt nú sé hásumar. Undanfarnar tvær vikur hafa verið viðburðaríkar, jafnvel sögulegar, og því ekki úr vegi að gera þessum viðburðum skil í laufléttum föstudagspósti.</p> <p>Að sjálfsögðu ber hæst&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/11/Alyktun-Islands-um-mannrettindaastand-a-Filippseyjum-samthykkt/" target="_blank">ályktun um mannréttindaástandið á Filippseyjum</a>&nbsp;sem Ísland bar upp&nbsp; í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna – og var samþykkt. Ályktunin markar tímamót enda er hún sú fyrsta sem Ísland leggur fram í ráðinu. Með samþykkt ályktunarinnar lýsir mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvetur stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Þessi merki áfangi hefur vakið verðskuldaða athygli, bæði í íslenskum fjölmiðlum (t.d.&nbsp;hér&nbsp;og&nbsp;<a href="https://www.visir.is/g/2019190719782/blaes-a-gagnryni-fra-filippseyjum-og-segir-mannrettindarad-engan-spjallklubb" target="_blank">hér</a>) en líka í alþjóðapressunni (t.d.&nbsp;hér&nbsp;og&nbsp;<a href="https://www.nytimes.com/2019/07/11/world/asia/philippines-duterte-killings-un.html?searchResultPosition=4" target="_blank">hér</a>). Framlag Duterte Filippseyjaforseta til umræðunnar er annars að ekkert mark sé takandi á okkur Íslendingum þar sem við séum&nbsp;síétandi ís.&nbsp;Touché (eða þannig)!</p> <p>Þessari 41. fundalotu mannréttindaráðsins lauk annars í dag og margt fleira bar þar til tíðinda en ályktunin um Filippseyjar. Meðal annars var ályktun Íslands og fleiri ríkja&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/12/Mannrettindaradid-samthykkir-alyktun-Islands-um-launajafnretti/" target="_blank">um jöfn laun til handa konum og körlum</a>&nbsp;samþykkt einróma þegar hún kom til atkvæða í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf síðdegis í gær. Enn ein rósin í hnappagat fastanefndarinnar okkar í Genf og full ástæða til að hrósa þeim og öðrum sem að þessum málum hafa komið fyrir frábært starf!</p> <p>Í vikunni sótti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/11/Utanrikisradherra-a-radstefnu-um-fjolmidlafrelsi/?fbclid=IwAR0qZhs6krNKPYylLc0ai7IWc1UnY8VXN1KO-_rWHM-E4XyZknJRR2wjwRc" target="_blank">ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi</a>&nbsp;sem fram fór í Lundúnum. Hann tók meðal annars þátt í pallborðsumræðum um öryggi blaðamanna þar sem hann lagði áherslu á að ríki létu til sín taka á vettvangi alþjóðastofnana og auk þess undirritaði hann yfirlýsingu um fjölmiðlafrelsi.</p> <p>Á þriðjudaginn voru birtar&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/log-um-opinber-fjarmal/arsskyrslur-radherra/" target="_blank">árskýrslur ráðherra</a>, utanríkisráðherra þar á meðal, og kennir þar ýmissa grasa. Aukið gagnsæi um ráðstöfun og nýtingu fjármuna er markmiðið með skýrslunum sem er einnig ætlað að vera grundvöllur fyrir umræðu um stefnumörkun og forgangsröðun hins opinbera.</p> <p>Sama dag var&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/09/Marel-og-Thoregs-hljota-styrk-ur-samstarfssjodi-vid-atvinnulifid/" target="_blank">tilkynnt að tvö verkefni</a>&nbsp;sem byggja á íslensku hugviti og verkþekkingu hefðu fengið styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðuneytið kynnti á síðasta ári nýjan samstarfssjóð við atvinnulífið um heimsmarkmiðin sem ætlaður er samstarfsverkefnum fyrirtækja.</p> <p>Og talandi um heimsmarkmiðin þá var í mánaðarbyrjun&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/02/Heimsmarkmidagatt-opnud/" target="_blank">greint frá opnun heimsmarkmiðagáttar</a>&nbsp;þar sem fólki gefst kostur á að koma verkefnum tengdum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á framfæri. Tilgangurinn með gáttinni er að virkja samfélagið í heild sinni við innleiðingu heimsmarkmiðanna og tryggja góða upplýsingamiðlun milli stjórnvalda og hagsmunaaðila um markmiðin.&nbsp;Loks má nefna í samhengi heimsmarkmiðanna að í vikunni hófst&nbsp;í New York árlegur&nbsp;<a href="https://www.visir.is/g/2019190708890?fbclid=IwAR1vRzecqxOqBnvMIokq4ZsawGFdTbloxPH6EVyQz-isccBQKK0YtU9znqk" target="_blank">ráðherrafundur um markmiðin</a>. Ísland er þar meðal 47 þjóða sem kynna landrýniskýrslur.</p> <p>Frá sendiskrifstofunum er meðal annars að frétta að Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Brussel&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/07/10/Bref-norraena-heilbrigdisradherra-um-rafraena-fylgisedla-med-lyfjum-afhent-i-Brussel/" target="_blank">afhenti í vikunni bréf</a>&nbsp;til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins&nbsp; um að skoðað verði að opna heimild til að notast við rafræna fylgiseðla með lyfjum.</p> <p>Ísland er í formennsku fyrir EES-EFTA ríkin seinni helming árs 2019. Gunnar Pálsson sendiherra stýrði því sínum&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/pcb.1058490274361115/1058487117694764/?type=3&amp;theater" target="_blank">fyrsta fundi hjá sameiginlegu EES-nefndinni</a>&nbsp;í vikubyrjun. Fólkið okkar í Brussel er annars óðum að koma sér fyrir á&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandBrussels/photos/pcb.1055377804672362/1055373908006085/?type=3&amp;theater" target="_blank">Rue Archimede 17</a>og þótt enn sé verið að gera síðustu breytingar á húsnæðinu og klára að pakka upp úr kössum, heldur vinnan áfram.</p> <p>Vatnajökulsþjóðgarður er nú kominn á&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/05/Vatnajokulsthjodgardur-a-heimsminjaskra-UNESCO/" target="_blank">heimsminjaskrá</a>&nbsp;UNESCO. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan fyrir viku. Kristján Andri Stefánsson sendiherra fór fyrir&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinParis/photos/pcb.2377523028970725/2377522828970745/?type=3&amp;theater" target="_blank">íslensku sendinefndinni</a>&nbsp;í Bakú og fór með þakkarræðu fyrir hönd Íslands.</p> <p>Á mánudag fór fram í London reglubundið&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/07/09/Tvihlida-samrad-Islands-og-Bretlands/" target="_blank">tvíhliða samráð</a>&nbsp;íslenskra og breskra stjórnvalda um alþjóða- og öryggismál. Og á dögunum var haldinn vel sóttur&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/PolarRPI/photos/pcb.2437099409841853/2437098613175266/?type=3&amp;theater" target="_blank">viðburður um norðurslóðir</a>&nbsp;í sendiráðinu okkar í borginni í samvinnu við Polar Research and Policy Initiative.</p> <p>Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra, tók í vikunni þátt í sjávarútvegssýningunni&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/07/12/Island-aberandi-a-sjavarutvegssyningunni-Global-Fishery-Forum-i-St.-Petursborg/" target="_blank">Global Fishery Forum</a>&nbsp;í Pétursborg. Íslandsstofa, í samstarfi við sendiráðið, stóð fyrir íslenskum þjóðarbás á sýningunni þar sem ýmis íslensk fyrirtæki kynntu starfsemi sína.</p> <p>Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra í Nýju Delí, Indlandi, afhenti nýverið&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/07/02/Afhending-trunadarbrefs-i-Bangladesh/" target="_blank">trúnaðarbréf sitt í Bangladess</a>&nbsp;við hátíðlega athöfn. Forseti Bangladesh, Abdul Hamid, veitti því viðtöku og í kjölfarið áttu þeir viðræður um samskipti ríkjanna.</p> <p>Guðmundur Árni var svo aftur á ferðinni þegar hann var sérstakur heiðursgestur á indverskri&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinIndia/photos/pcb.1102566226598735/1102582416597116/?type=3&amp;theater" target="_blank">tískuverðlaunahátíð</a>&nbsp;á dögunum. Sendiráðið okkar í Nýju-Delí tók svo þátt í&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinIndia/photos/pcb.1108340806021277/1108340162688008/?type=3&amp;theater" target="_blank">kvikmyndahátíð</a>&nbsp;í borginni Chennai í gær.</p> <p>Átakavarnir og styrking þeirra í framtíðarstarfi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) voru meginviðfangsefni&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/07/12/Oformlegur-utanrikisradherrafundur-OSE/" target="_blank">óformlegs ráðherrafundar</a>&nbsp;stofnunarinnar, sem haldinn var Tatra-fjöllum í Slóvakíu 9. júlí 2019. Guðni Bragason, fastafulltrúi Íslands hjá ÖSE, sat fundinn fyrir hönd utanríkisráðherra.</p> <p><a href="https://www.visir.is/g/2019190708963/islensk-list-blomstrar-i-helsinki-?fbclid=IwAR2Tq4sXtFaTl7v8z0W-1TpgrZ1Lz7NzQtihZS3zItOQDBBkq7RYKJPJcQA" target="_blank">Grein Árna Þórs Sigurðssonar</a>, sendiherra í Helsinki, vakti athygli í vikunni en þar er rætt hvernig utanríkisþjónustan leggur sitt af mörkum við að kynna íslenskar listir og menningu.</p> <p>Geir H. Haarde, fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington, tók í byrjun mánaðarins við stöðu&nbsp;<a href="https://www.visir.is/g/2019190709892?fbclid=IwAR1hArKY63yq3g5iCRWtF8iGPPFIjymQTYpYS5jRqZRzpjhK5JltS3Qp4Q4" target="_blank">aðalfulltrúa kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna</a>&nbsp;hjá Alþjóðabankanum. Hann kemur til með að stýra skrifstofu kjördæmisins í höfuðstöðvum bankans í Washington um tveggja ára skeið og situr í 25 manna stjórn bankans fyrir hönd kjördæmisins.</p> <p>Sendiráðið okkar í Lundúnum, ásamt hinum norrænu sendiráðunum, tók virkan þátt í&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinUK/photos/pcb.2523698594309105/2523689517643346/?type=3&amp;theater" target="_blank">Pride-hátíðarhöldum</a>&nbsp;sem fram fóru í borginni um síðustu helgi. Sama gerði&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.616067768416494/2436175293072390/?type=3&amp;theater" target="_blank">okkar fólk í Genf</a>&nbsp;og&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandicConsulateNewYork/videos/652674735217802/UzpfSTcxNjM2ODcyODQwOTIxNToyMzI1Njk0ODE3NDc2NTkw/?hc_ref=ARSqCezDfqxirLpmZAZgiAfzQfk_Ux13ZWKvRlVTJg1KXLwjp9bMl0TL3c8_nCmOEDc&amp;fref=nf" target="_blank">New York.</a></p> <p>Viðar Birgisson, sem starfað hefur í sendiráðinu í Kaupmannahöfn í 31 ár, var&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/pcb.2214245318612908/2214230958614344/?type=3&amp;theater" target="_blank">kvaddur í vikunni</a>&nbsp;með pompi og prakt.</p> <p>Við minnum að lokum á&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/" target="_blank">Heimsljós</a>&nbsp;– upplýsingaveitu um þróunar- og mannúðarmál sem er venju samkvæmt stútfullt af áhugaverðum fréttum.</p> <p>Góðar helgarkveðjur frá Uppló!</p> <p>&nbsp;</p>

2019-06-23 16:05:0023.06.2019Blá ör til hægriFöstudagspóstur Uppló - á sunnudegi 23. júní 2019

<p>Heil og sæl. </p> <p>Á þessum fagra sunnudegi er við hæfi að fara yfir það helsta sem á daga okkar hefur drifið undanfarinn hálfan mánuð. Fyrst skal nefna&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/06/21/Islendingar-velviljadir-thatttoku-i-althjodasamstarfi/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">glænýja könnun</a>&nbsp;um viðhorf landsmanna til utanríkisþjónustunnar og verkefna hennar. Þar kennir ýmissa grasa en megin niðurstaðan er þó að þorri Íslendinga er jákvæður í garð alþjóðastofnana og þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi. Það er í senn bæði ánægjulegt og hvatning fyrir okkur öll. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur könnunina til hlítar. </p> <p> Í dag var svo greint frá því að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefði ákveðið að verja þrettán milljónum króna til&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/06/23/Threttan-milljonum-varid-til-verkefnis-STh-til-studnings-hinsegin-rettindum/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">UN Free &amp; Equal,</a>&nbsp;sérstaks verkefnis sem skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) heldur utan um til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks (LGBTI). </p> <p>Spólum aftur um hálfan mánuð, til föstudagsins 7. júní nánar tiltekið, en þá fór fram fyrsti fundur Íslands og Bandaríkjanna í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/06/07/Efnahagssamrad-vid-Bandarikin-og-Japan/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">reglulegu viðskiptasamráði</a>. Því var komið á fót á fundi utanríkisráðherra ríkjanna í Reykjavík í febrúar síðastliðinn. Samráðið sætir verulegum tíðindum og miklar vonir eru bundnar við að í fyllingu tímans skili það neytendum og útflytjendum miklum ávinningi. Tvíhliða efnahagssamráð&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/06/10/Tvihlida-efnahagssamrad-Islands-og-Japans/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Íslands og Japans</a>&nbsp;fór fram sama dag. </p> <p>Flestum ætti að vera í fersku minni að um hvítasunnuna fylltust Tyrkir heilögum reiðianda í tengslum við komu knattspyrnulandsliðs þeirra hingað til lands. Guðlaugur Þór Þórðarson&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/06/11/Utanrikisradherrar-raeddu-komu-tyrkneska-landslidsins/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">átti samtal</a>&nbsp;við tyrkneska utanríkisráðherrann vegna málsins og fjölmargt starfsfólk utanríkisþjónustunnar tók þátt í að vinda ofan af þessu undarlega máli. </p> <p>Sama dag kom Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/06/11/Framkvaemdastjori-Atlantshafsbandalagsins-i-heimsokn-a-Islandi/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">heimsókn til Íslands</a>&nbsp;í boði forsætisráðherra. Stoltenberg skoðaði öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli og ávarpaði opinn fund í Norræna húsinu en auk þess átti hann fund með utanríkisráðherra þar sem öryggismál á Norður-Atlantshafi, fyrirhuguð verkefni Íslands í Kosovo og norrænt öryggismálasamstarf voru efst á baugi. Fastanefndin hjá Atlantshafsbandalaginu auk varnarmálaskrifstofu tóku virkan þátt í undirbúningi heimsóknarinnar. </p> <p>Af vettvangi formennskunnar í norrænni samvinnu má nefna að Sigurður Ingi Jóhannsson&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/06/19/Nordurlondin-verdi-sjalfbaerasta-og-samthaettasta-svaedi-i-heimi/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">stýrði fundi samstarfsráðherra</a>&nbsp;Norðurlandanna sem fram fór á Hellu þann 19. júní. Á fundinum var ný framtíðarsýn fyrir Norrænu ráðherranefndina samþykkt. </p> <p>Samtímis fór fram&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/06/19/Fyrsti-stjornarnefndarfundur-Nordurskautsradsins-i-formennskutid-Islands-haldinn-i-Reykjanesbae/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">stjórnarfundur embættismannanefndar</a>&nbsp;Norðurskautsráðsins, sá fyrsti á formennskutíma Íslands, í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Með fundinum er hrundið af stað röð reglubundinna funda Norðurskautsráðsins og tengdra viðburða sem fara munu fram víðsvegar um landið næstu tvö árin. </p> <p>Sameinuðu þjóðirnar hafa birt á vef sínum skýrslu íslenskra stjórnvalda um&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/06/20/Sameinudu-thjodirnar-birta-landsryniskyrslu-Islands-um-heimsmarkmidin/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">innleiðingu heimsmarkmiðanna</a>. Skýrslan er hluti af landsrýni Íslands á stöðu innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. </p> <p>Á fimmtudag átti svo utanríkisráðherra stuttan fund með&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/06/20/Fundur-utanrikisradherra-og-yfirmadur-leynithjonustumala-Bandarikjanna/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Daniel Coats</a>, yfirmanni leyniþjónustumála Bandaríkjanna, er hann hafði viðdvöl hér á leið sinni yfir Atlantshafs. Öryggismál í víðu samhengi, meðal annars á norðurslóðum, voru helsta umræðunefnið. </p> <p>Fleira bar þá til tíðinda&nbsp;því þá var áritaður loftferðasamningur milli Íslands og Úkraínu. Samningurinn gildir með tímabundnum hætti um loftferðir á milli ríkjanna þar til hann verður undirritaður. Með þessu skrefi er opnað á nýja möguleika fyrir aðila í farþega- eða vöruflugi. </p> <p>Á dögunum var&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/06/14/Efnahagsskyrsla-OECD-um-Island/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Ísland tekið fyrir</a>&nbsp;í Economic Development and Review Committee hjá OECD.&nbsp; Slík fyrirtaka er á tveggja ára fresti og er þar rædd efnahagsskýrsla OECD um Ísland. 19. júní, á kvenréttindadaginn, stýrði Kristján Andri Stefánsson sendiherra svo&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/fastanefndoecdunescocoe/photos/pcb.1032865106918381/1032864800251745/?type=3&amp;theater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">fundi aðildarríkja OECD</a>&nbsp;sem setja jafnréttismál á oddinn. </p> <p>Málþingið „<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/stok-frett-fra-sendiskrifstofu/2019/06/14/Norden-More-than-Scandinavia-2019/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Norden - More than Scandinavia</a>“ fór fram í Stokkhólmi haldið þann 13. júní 2019 en þemað í ár var hafið, bæði sem auðlind og hafið sem þarfnast verndar. Norrænu sendiráðin í Stokkhólmi komu að skipulagningunni og kynnti Estrid Brekkan sendiherra formennskuáherslur Íslands í norrænu samvinnunni en þar eru málefni hafsins í öndvegi. Stefán Skjaldarson sendiherra tók einnig þátt í málþinginu. </p> <p>Alþjóðlegt átak gegn einelti og ofbeldi á vinnustöðum var meginmálefni á dagskrá 100 ára&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/a.616067768416494/2389491131074140/?type=3&amp;theater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">afmælisfundar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar</a>&nbsp;(ILO) fyrir skemmstu sem félagsmálaráðherra og fulltrúar fastanefndarinnar í Genf sóttu. </p> <p>Bergdís Ellertsdóttir, fastafulltrúi Íslands gagnvart Sameinuðu þjóðunum, hefur ásamt fastafulltrúa Singapúr leitt samningaviðræður um ályktun um hvernig fagna skuli 75 ára afmæli SÞ á næsta ári og var&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/utanrikisthjonustan/photos/pcb.2397054376984482/2396971783659408/?type=3&amp;theater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">ályktunin samþykkt</a>&nbsp;samhljóða fyrir viku. </p> <p>13. júní undirritaði Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra í Kampala,&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2018/08/30/Miklar-framfarir-i-menntamalum-i-Buikwe-thakkadar-islenskum-studningi/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">samning um gæðaeftirlit</a>&nbsp;með vatnsveitu í fiskiþorpum í Buikwe, samstarfshéraði Íslendinga í þróunarsamvinnu í Úganda. </p> <p>3. júní sl. var haldin norræna ráðstefnan&nbsp;<a href="https://www.nordischebotschaften.org/veranstaltungen/healthy-oceans" target="_blank" rel="noopener noreferrer">"Healthy Oceans, Agenda 2030 and Gloabal Goals"</a>, í sameiginlega húsi norrænu sendiráðanna í Berlín. Sendiherra opnaði ráðstefnuna og í lok hennar var efnt til #NordicPlogging viðburðar, þar sem skokkað var um Tiergarten og tínt rusl til að vekja athygli á umhverfisvernd.&nbsp;</p> <p> 5. júní var finnsk-íslenskt málþing í norrænu sendiráðunum um&nbsp;<a href="https://www.nordischebotschaften.org/veranstaltungen/together-towards-sustainable-arctic" target="_blank" rel="noopener noreferrer">málefni Norðurskautsins</a>, í tilefni af því að Ísland tók við formennsku af Finnum í Norðurskautsráðinu. Einar Gunnarsson hélt inngangsræðu og tók þátt í pallborðsumræðum. Málþingið var liður í dagsrkánni&nbsp;<a href="https://www.esdw.eu/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">"European Sustainable Development Week"</a>&nbsp;í Berlín 2019 með þátttöku þýska utanríkisráðuneytisins.&nbsp; </p> <p>6. júní stóð sendiráðið í Berlín ásamt fyrirtækinu&nbsp;<a href="https://www.vikingyr.is/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Vikingyr</a>&nbsp;fyrir matarkynningu fyrir innkaupastjóra stórmarkaða í Þýskalandi og var Friðrik Sigurðsson matreiðslumeistari fenginn til að matreiða lambakjötið.&nbsp; Þann 7. júní var svo matarkynning á fiski og lambakjöti með Friðriki Sigurðssyni matreiðslumeistara innan Íslandsdagskrár sem er undanfari&nbsp;<a href="https://wm2019.berlin/index.php/home.html" target="_blank" rel="noopener noreferrer">heimsmeistaramóts íslenska hestsins</a>&nbsp;sem haldið verður í hverfinu Lichtenberg í Berlín í sumar. </p> <p>Sendiherrar Norðurlanda í Kaupmannahöfn hafa&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/norgesambassadecph/photos/pcb.2044682802308648/2044679538975641/?type=3&amp;theater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">undirritað samkomulag</a>&nbsp;um starfsstarf á neyðartímum.</p> <p>Í upphafi mánaðar tók Margrét Þórhildur&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/a.275840032453456/2151074274930013/?type=3&amp;theater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Danadrottning á móti sendiherrahjónum</a>&nbsp;Íslands en nú líður senn að starfslokum þeirra hjóna í Danmörku. </p> <p>Þjóðhátíðardegi Íslands 17. júní var víða fagnað með þátttöku sendiskrifstofanna okkar. Má nefna að Estrid sendiherra í Stokkhólmi brilleraði í&nbsp;<a href="https://www.tv4play.se/program/nyhetsmorgon/11988538?utm_medium=social&amp;utm_source=facebook.com&amp;utm_campaign=nyhetsmorgon&amp;utm_content=17_island_nationaldag&amp;linkId=69113343&amp;fbclid=IwAR1aL_HdsLIxe6dAfmqB3vvx-cTmhyypoE93OCVqZHVQzsv8YX7fijHC0a0" target="_blank" rel="noopener noreferrer">sjónvarpsviðtal</a>&nbsp;af því tilefni og á Íslendingaslóðum í&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/photo.php?fbid=674837679627340&amp;set=ms.c.eJw9jNsNADEIwzY6UR6B7L~%3BYSRT6adkJ0svShNC0zA~%3BNfqB0MRsOU0JQNYzs3mW4qn1sX4TSWPF894fD9Ot3z~_i9Y~%3Bn~_n~%3BEl0n364~%3BaSy~%3BcvX1~%3BNwDL73~%3BQHLPMxYg~-~-.bps.a.674837286294046&amp;type=3&amp;theater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Winnipeg</a>&nbsp;í Manitoba var venju samkvæmt mikið um dýrðir. Í vikunni fóru fram&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinDK/photos/pcb.2180682028635904/2180681781969262/?type=3&amp;theater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">þreföld hátíðarhöld</a>&nbsp;í Óðinsvéum þar sem haldið var upp á 75 ára afmæli íslenska lýðveldisins, 100 ára afmæli færeyska fánans og 10 ára afmælis grænlensku heimastjórnarinnar. </p> <p>Árni Þór Sigurðsson, sendiherra í Helsinki, tók þátt í hátíðarhöldum á&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/a.672590106141488/2372621066138375/?type=3&amp;theater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">þjóðhátíðardegi Álandseyja</a>, 9. júní. Arna Lísbet viðskiptafulltrúi sótti svo nokkrum dögum síðar árlega&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinFI/photos/pcb.2390739917659823/2390546854345796/?type=3&amp;theater" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Íslandshátíð</a>&nbsp;í Vilníus í Litháen.</p> <p>Sendiráðið í Washington, ásamt hinum norrænu sendiráðunum í borginni, tók virkan þátt í&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinUS/videos/195329814718078/?__tn__=%2Cd%2CP-R&amp;eid=ARDZXo2bNiAQg97HqYf1eq8i-n4LWvDrAMce_EggzB7BjEvJNVAyk3w8QC-5IAwwxRiuTN6WmCrf8bW7" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Pride-hátíðarhöldum</a>&nbsp;þar í borg um síðustu helgi.&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/IcelandinNO/videos/377359746226342/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">Regnbogafáninn</a>&nbsp;hefur blaktað við hún á sendiráðinu í Ósló undanfarna daga vegna hinsegin daga sem nú standa yfir í borginni.</p> <p>Síðast en ekki síst er gaman að segja frá því að sérstök&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/heimasendiherrar/" target="_blank" rel="noopener noreferrer">síða heimasendiherra</a>&nbsp;hefur nú verið opnuð á Stjórnarráðsvefnum. Auk upplýsinga um heimasendiherrana og verkefni þeirra verða þar birtar fréttir af því góða starfi sem þeir vinna.</p> <p>Í vikunni sem nú er framundan&nbsp;verður venju samkvæmt nóg að gera hjá okkur í utanríkisþjónustunni. Má þar nefna að utanríkisráðherra sækir ráðherrafund EFTA í Liechtenstein og svo varnarmálaráðherrafund NATO í Brussel. Þá hefst á morgun&nbsp;41. lota mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf þar sem okkar fólk stendur vaktina. Von er á forsætisráðherra til Genfar til að taka þátt í störfum ráðsins. </p> <p>Bestu kveðjur frá Uppló!</p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira