Hoppa yfir valmynd
23. desember 2021 Utanríkisráðuneytið

Græn skref stigin í utanríkisráðuneytinu

Utanríkisráðuneytið fékk í gær viðurkenningu frá Umhverfisstofunun fyrir að ná Grænum skrefum númer þrjú og fjögur. Grænu skrefin eru aðgerðaáætlun í fimm hlutum sem gerir stofnunum kleift að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni með markvissum hætti og efla umhverfisvitund starfsmanna. Hvert skref inniheldur á bilinu 20-40 aðgerðir sem stofnanir þurfa að uppfylla til þess að ná skrefinu. Utanríkisráðuneytið vinnur nú að innleiðingu fimmta skrefsins. 

Öll ráðuneyti og Umbra, þjónustumiðstöðStjórnarráðsins, vinna að innleiðingu Grænna skrefa í ríkisrekstri en þau eru jafnframt hluti af loftslagsstefnu Stjórnarráðsins. Hægt er að kynna sér hvað felst í hverju skrefi á vefsíðu Grænna skrefa.

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum