Hoppa yfir valmynd

Söguvefur utanríkisþjónustunnar


Íslendingar hlutu fullveldi með sambandslagasamningnum árið 1918 og fengu þá í hendur yfirstjórn utanríkismála. Danska utanríkisþjónustan fór með framkvæmd þeirra meðan samband Íslands og Danmerkur hélst en í umboði Íslendinga sem höfðu æðsta vald á þessu sviði. Árið 1920 var stofnað Íslenskt sendiráð í Kaupmannahöfn undir stjórn sendiherra sem varð ekki aðeins fulltrúi Íslands gagnvart Danmörku heldur jafnframt farandsendiherra sem annaðist erindrekstur fyrir ríkisstjórn Íslands í ýmsum löndum, líkt og Pétur J. Thorsteinsson rekur í sögulegu yfirliti sínu um utanríkisþjónustu Íslands og utanríkismál. Eftir því sem leið á sambandslagatímabilið færðust ýmsir þættir í meðferð utanríkismála í vaxandi mæli í hendur Íslendinga. Þann 10. apríl 1940 tók Ísland meðferð utanríkismála alfarið í eigin hendur. Þessi vefur var settur upp í tilefni af 80 ára afmæli utanríkisþjónustunnar árið 2020 en þá fagnaði sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn jafnframt aldarafmæli.

Myndasafn
Lýðveldisdaginn 17. júní 1944 var skjaldarmerki konungsríkisins Íslands fjarlægt af sendiráðinu í Washington. F.v: Þórhallur Ásgeirsson (síðar ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins), Henrik Sv. Björnsson sendiráðsritari (síðar ráðuneytisstjóri) og Thor Thors, sendiherra.

Svipmyndir úr sögu utanríkisþjónustunnar.

Sögulegt yfirlitSögulegt

Stiklað á stóru í sögu utanríkisþjónustunnar.

Brot úr sögu utanríkisþjónustunnar

Utanríkisvarpið - hlaðvarp utanríkisþjónustunnar

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum