Hoppa yfir valmynd
Slice 1Created with Sketch.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - fjármála- og efnahagsráðherra

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

fjármála- og efnahagsráðherra

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra 14. október 2023. Hún var utanríkisráðherra frá 28. nóvember 2021 til 14. október 2023. Hún tók við embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 11. janúar 2017 og gegndi því til 28. nóvember 2021. Hún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og hefur setið á Alþingi fyrir Norðvesturkjördæmi frá árinu 2016. Þórdís Kolbrún er lögfræðingur, var framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2013-2014 og var aðstoðarmaður innanríkisráðherra 2014-2016.

Æviágrip

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er fædd á Akranesi 4. nóvember 1987. Foreldrar: Gylfi R. Guðmundsson (fæddur 16. mars 1956) þjónustustjóri, sonur Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur alþingismanns, systursonur Guðjóns Arnars Kristjánssonar alþingismanns, og Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir (fædd 28. maí 1957) sjúkraliði. Maki: Hjalti Sigvaldason Mogensen (fæddur 28. maí 1984) lögmaður. Foreldrar: Sigvaldi Þorsteinsson og Kristín I. Mogensen. Börn: Marvin Gylfi (2012), Kristín Fjóla (2016).

Skiptinám á vegum AFS í Vínarborg 2005–2006. Stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Vesturlands 2007. BA-próf í lögfræði HR 2010. Erasmus-skiptinám við Universität Salzburg vorönn 2011. ML-próf í lögfræði HR 2012.

Lögfræðingur hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 2011–2012. Framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2013–2014. Stundakennari í stjórnskipunarrétti við HR 2013–2015. Aðstoðarmaður innanríkisráðherra 2014–2016.

Í stjórn Þórs, félags ungra sjálfstæðismanna á Akranesi, 2007–2010, formaður 2008–2009. Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 2007–2009. Í umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar 2008. Í stjórn Lögréttu, félags laganema við HR, 2009–2010. Í umhverfis- og samgöngunefnd Sjálfstæðisflokksins frá 2016.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Ritstjóri: Tímarit Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, 2009–2010.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum