Hoppa yfir valmynd

Stefna ráðuneytisins

Hlutverk fjármála- og efnahagsráðuneytisins

Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með yfirstjórn ríkisfjármála og er miðstöð nýsköpunar í ríkisrekstri.

Starfsmenn fjármála- og efnhagsráðuneytisins veita faglega og ábyrga ráðgjöf við stefnumótun stjórnvalda á þessum sviðum og fylgja stefnunni eftir með góðri þjónustu og upplýsingagjöf til almennings.

Markmið fjármála- og efnahagsráðuneytisins

Meginmarkmið fjármála- og efnahagsráðuneytisins og viðmið í starfsemi þess eru:

  • Stöðugleiki í efnahagslífi og góð lífskjör í landinu,
  • jafnvægi ríkissjóðs til lengri tíma litið,
  • hagkvæmt og skilvirkt skattaumhverfi,
  • ábyrg og árangursrík stjórn ríkisfjár­mála,
  • gagnsær rekstur ríkisins og einfalt skipulag,
  • að ríkið hafi á að skipa starfsfólki í fremstu röð sem býr við gott starfsumhverfi,
  • að ráðuneytið veiti örugga þjónustu með áherslu á fagleg vinnubrögð.

Gildi fjármála- og efnahagsráðuneytisins

Starfsmenn ráðuneytisins hafa frumkvæði, fagmennsku og árangur að leiðarljósi í daglegum störfum sínum

Frumkvæði

Starfsmenn sýna frumkvæði í störfum sínum. Með því er stuðlað að nýsköpun, opinni umræðu og framsæknu og sveigjanlegu umhverfi. Við leggjum áherslu á áhuga og víðsýni og erum tilbúin til að bregðast skjótt við aðstæðum hverju sinni.

Fagmennska

Starfsmenn viðhafa traust og áreiðanlegt verklag og skapa með því trúverðugleika á öllum sviðum starfseminnar. Meginforsenda þess er samvinna og gott upplýsingastreymi milli starfsmanna. Með þekkingaröflun, markvissri starfsþróun og öflugum upplýsingakerfum stuðlum við að fagmennsku og gæðum.

Árangur

Starfsmenn leggja áherslu á skilvirkni og metnað í störfum sínum til að ná hámarksárangri. Í því skyni setjum við skýr markmið og gerum vel skilgreindar verkáætlanir. Þessu er fylgt eftir með því að mæla árangur og meta frammistöðu starfsmanna.

Framtíðarsýn fjármála- og efnahagsráðuneytisins

  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið vill auka samkeppnishæfni íslensks samfélags og stuðla að bættum lífskjörum í landinu.
  • Fjármála- og efnhagsráðuneytið vill vera vettvangur nýrra hugmynda og aðferða við úrlausn opinberra verkefna.
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið vill vera eftirsóttur vinnustaður með hæfu og vel menntuðu starfsfólki.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum