Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Jafnlaunamerkið.  - mynd

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur fengið staðfesta vottun á jafnlaunakerfi sitt samkvæmt kröfum ÍST 85:2012.

Skoðun á kerfinu mun fara fram árlega og heildarendurskoðun vottunarinnar á þriggja ára fresti.

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Lögin kveða á um að jafnlaunavottun skuli byggjast upp á jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

5. Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum