Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Halldórs Ásgrímssonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2006-06-01 00:00:0001. júní 2006Ávarp Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á málstofu Hafréttarstofnunar Íslands

<p><span>Það er vel við hæfi að efna til þessarar málstofu í tilefni af því að 30 ár eru í dag liðin frá lokum landhelgismálsins. Við ættum að vera betur í stakk búin nú til að leggja yfirvegað og raunsætt mat á þorskastríðin en áður þegar við stóðum nær hinum tilfinningaþrungnu átökum í tíma. <span></span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Lausn landhelgismálsins tryggði okkur Íslendingum full yfirráð yfir fiskimiðunum kringum landið og ekki er ofmælt að þar með hafi verið lagður grunnur að efnahagslegu sjálfstæði og velmegun þjóðarinnar. Margir lögðu hönd á plóg til að sigur ynnist í landhelgismálinu, meðal annars sjómenn, varðskipsmenn, fiskifræðingar, embættismenn og stjórnmálamenn úr öllum flokkum. Almenningur í landinu lét málið einnig mjög til sín taka sem kunnugt er. Þótt menn hafi oft greint á um leiðir hér innanlands og þeir verið misjafnlega herskáir eða samningsfúsir er óhætt að segja að þjóðin hafi sameinast í baráttunni við andstæðingana, svo og um það lokamarkmið að öðlast ein yfirráð yfir auðlindunum í hafinu umhverfis landið. Margir þeirra sem áttu þátt í að þetta mikilvæga markmið náðist eru látnir og minnumst við þeirra með virðingu og þakklæti á þessum tímamótum. Sumir þeirra eru enn á lífi og eru á meðal okkar hér í dag og færi ég þeim þakkir ríkisstjórnarinnar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Tekist var á um útfærslu fiskveiðilögsögunnar á margvíslegum vettvangi; á miðunum sjálfum þar sem átök urðu stundum mjög harkaleg, einkum í þriðja og síðasta þorskastríðinu, á stjórnmálavettvangi hér innanlands þar sem einnig var hart deilt þótt með öðrum hætti væri. Ég man vel eftir þeim átökum þar sem ég settist á Alþingi árið 1974. <span>&nbsp;</span>Ekki síst var tekist á í tvíhliða viðræðum Íslendinga við Breta og Vestur-Þjóðverja, og loks á alþjóðavettvangi, meðal annars á þremur hafréttarráðstefnum Sameinuðu þjóðanna.<span>&nbsp;&nbsp;</span> <span>&nbsp;</span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>Ég geri ráð fyrir að í fyrirlestrum fræðimannanna hér á eftir verði meðal annars leitað svara við þeirri spurningu hvernig á því stóð að Íslendingar unnu að lokum fullnaðarsigur í landhelgismálinu á margfalt stærri og öflugri ríkjum. Svörin eru eflaust margþætt en ég vil nefna fjögur atriði í þessu sambandi. Í fyrsta lagi var andstæðingum okkar væntanlega ljóst að veiðar skipa þeirra undir vernd herskipa í sérstökum hólfum innan íslensku fiskveiðilögsögunnar voru óhagkvæmar til lengri tíma litið. Þetta varð enn ljósara þegar leynivopnið, togvíraklippurnar frægu, kom til sögunnar á áttunda áratugnum en það gerði varðskipsmönnum kleift að gera hinum erlendu togurum skráveifu án þess að þurfa að fara um borð í þá.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í annan stað ber að hafa í huga að landhelgisdeilurnar áttu sér ekki stað í tómarúmi, heldur var tekist á um sama efni við samningaborðið á hafréttarráðstefnunum. Þróunin á þriðju hafréttarráðstefnunni, sem hófst árið 1973, var Íslendingum mjög hagstæð og stuðlaði að lausn landhelgismálsins. Snemma varð ljóst að flest ríki myndu sættast á 200 mílna efnahagslögsögu og æ fleiri ríki lýstu stuðningi við þá lausn þar til ráðstefnunni lauk með samþykkt hafréttarsamningsins árið 1982. Í fararbroddi fyrir íslensku sendinefndinni á fundum ráðstefnunnar var Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðingur og sendiherra, sem hafði mikil áhrif á þróun samningstextans. Ég tók sem utanríkisráðherra þátt í athöfn á vegum Hafréttarstofnunar Íslands til að heiðra minningu Hans G. Andersen hér í þessum sal á fullveldisdaginn árið 2001 og það er ánægjulegt að sjá að ekkja hans, frú Ástríður Andersen, skuli vera með okkur hér í dag.<span>&nbsp;</span> <span>&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þriðja og ein helsta skýringin á sigri okkar í landhelgismálinu lýtur að hernaðarmikilvægi Íslands á tímum kalda stríðsins. Bretar urðu að taka tillit til þýðingarmikillar stöðu okkar á þessum tíma og þeir gerðu sér grein fyrir því að þeir gætu ekki beitt okkur takmarkalausu valdi til að hafa betur í fiskveiðideilunum. Fullyrða má að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu hafi haft mjög jákvæð áhrif og að staða landsins hefði verið mun veikari hefði það verið hlutlaust og utan bandalagsins.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Síðast en ekki síst er rétt að hafa í huga að við höfðum góðan málstað að verja og það skiptir máli í samskiptum þjóða á milli. Erlend skip höfðu áratugum saman veitt um helming alls botnfisks á Íslandsmiðum og á áttunda áratugnum jókst sóknargeta þeirra verulega. Ef Íslendingar hefðu ekki brugðist við og gripið til einhliða neyðarráðstafana til að vernda auðlindina hefði það getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir land og þjóð. Sem betur fer áttuðu fulltrúar Breta og Vestur-Þjóðverja sig að lokum á sanngirni málstaðar okkar Íslendinga og stöðu málsins í heild og gengu til samninga við okkur um tímabundinn og takmarkaðan veiðirétt innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar gegn viðurkenningu á henni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þeim fullveldisréttindum innan efnahagslögsögunnar, sem við börðumst fyrir í þorskastríðunum þremur og viðurkennd eru í hafréttarsamningnum, fylgja skyldur til skynsamlegrar, sjálfbærrar nýtingar fiskstofnanna sem þar er að finna. Best fer á því að strandríki fari með stjórnun fiskveiða innan lögsögu sinnar og að svæðisbundnar fiskveiðistofnanir annist það hlutverk á úthafinu, en við hljótum hins vegar að hafna öllum tilraunum til að koma á hnattrænni fiskveiðistjórnun sem nokkuð hefur borið á undanfarin ár. Vænlegasta leiðin til þess að koma í veg fyrir slíkt er að halda áfram ábyrgri stjórn fiskveiða innan efnahagslögsögunnar og virkri þátttöku í starfi svæðastofnana að því er úthafið varðar, enda er það í þágu framtíðarhagsmuna okkar sjálfra.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þannig minnumst við ennfremur best þeirrar miklu baráttu sem háð var fyrir framtíðarhagsmunum þjóðarinnar. Þar komu margir við sögu og ég kynntist best hinni stjórnmálalegu hlið. Hér meðal okkar er Matthías Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, en þeir stjórnmálamenn sem liðnir eru og eru mér ofarlega í huga, og ég minnist sérstaklega, eru Ólafur Jóhannesson, Einar Ágústsson, Geir Hallgrímsson og Þórarinn Þórarinsson. Af þessum mönnum lærði ég mikið og er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna með þeim.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Guð blessi minningu þeirra og allra annarra sem stóðu fast á málstað lands og þjóðar.</span></p> <br /> <br />

2006-05-31 00:00:0031. maí 2006Ræða forsætisráðherra við afhendingu hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs á Rannsóknaþingi 31. maí 2006

<p style="text-align: left;">Mér er það sönn ánægja að tilkynna niðurstöðu dómnefndar um val á handhafa hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2006. Í þetta sinn hlýtur verðlaunin dr. Agnar Helgason mannfræðingur. Megin starfsvettvangur Agnars er hjá því ágæta fyrirtæki Íslenskri erfðagreiningu, en hann er jafnframt aðjunkt við mannfræðiskor félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, þar sem hann kennir og leiðbeinir háskólastúdentum í framhaldsnámi.</p> <p style="text-align: left;">Agnar er fæddur 1968 og ólst að mestu upp í Bretlandi, en lauk B.A. - prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands. Að B.A.-prófinu loknu hóf hann framhaldsnám í félagslegri mannfræði við Háskóla Íslands og varð fyrsti meistaraneminn við félagsvísindadeild. Meistaraverkefni hans fjallaði um kvótakerfið sem ég hafði nokkra reynslu af áður fyrr. Þannig að hann áttaði sig fljótt á því sem skiptir miklu máli. Sem betur fer beindist hugur hans að öðrum mikilvægum málum. Hann rannsakaði m.a. í samstarfi við Gísla Pálsson, prófessor í mannfræði, skipstjóra á Íslandi, hvort tengsl væru milli menntunar og aflasældar skipstjóra. Niðurstöður hans á báðum þessum sviðum birtust í viðurkenndum alþjóðlegum fræðiritum í félagslegri mannfræði. Agnar breytti síðan um stefnu og hóf nám í líffræðilegri mannfræði við Cambridge – háskólann í Bretlandi, þar sem hann lauk annarri meistaragráðu. Að því loknu hóf hann doktorsnám við háskólann í Oxford árið 1997.</p> <p style="text-align: left;">Doktorsverkefni Agnars fjallaði um uppruna Íslendinga, þar sem erfðaefni hvatbera og Y-litninga var notað til að varpa ljósi á ólíkan uppruna kvenna og karla í landnámshópnum. Það skipti sköpum fyrir umfang og árangur þessa verkefnis að Íslensk erfðagreining bauð Agnari aðstöðu og samvinnu um rannsóknir á þessu sviði. Með þessum rannsóknum sínum, sem birst hafa í fjölmörgum virtustu fræðitímaritum á sviði mannerfðafræði, sýndi Agnar m.a. fram á að um 80% af landnámskörlum voru upprunnir frá Norðurlöndum, en um 62% af landnámskonum voru upprunnar frá Bretlandseyjum. Þetta bendir eindregið til þess að blandaðar fjölskyldur, þar sem feður voru norrænir en mæður breskar, og afkomendur slíkra fjölskyldna, voru ríkjandi í hópnum sem nam land á Íslandi fyrir um 1100 árum. Af þessum ástæðum hefur Agnar ályktað að flestir landnemarnir hafi lagt af stað til Íslands frá byggðum norrænna manna á Bretlandseyjum. Nýlegar erfðarannsóknir Agnars og annarra á fleiri eyþjóðum Norður Atlantshafsins hafa rennt frekari stoðum undir þessa sögutúlkun.</p> <p style="text-align: left;">Árið 2000 hóf Agnar störf hjá Íslenskri erfðagreiningu og stýrir þar nú lítilli mannfræðideild, þar sem hann sinnir rannsóknum á erfðasögu Íslendinga og þróunarsögu erfðabreytileika sem tengist þeim sjúkdómum sem fyrirtækið vinnur með. Á meðal nýlegra vísindagreina sem Agnar hefur birt eru t.d. rannsókn um landfræðilega lagskiptingu í erfðamengi Íslendinga. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að sterk tengsl hafa verið á milli átthaga og erfðabreytileika á Íslandi. Þar af leiðir að flutningur fólks á milli landsvæða hefur verið óverulegur fyrr á tímum. Agnar hefur nýlega birt greinar um erfðasögu Inúíta frá Grænlandi og Kanada. Enn fremur hefur hann lagt af mörkum til mikilvægra rannsókna Íslenskrar erfðagreiningar á erfðaþáttum sjúkdóma á borð við hjartaáfall, sykursýki og blöðruhálskrabbamein sem birtar hafa verið í alþjóðlegum tímaritum á sviði mannerfðafræði. Þá bar Agnar ábyrgð á mikilvægum verkþáttum rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar á þróunarsögu mjög óvenjulegs svæðis á litningi 17, sem virðist hafa áhrif á frjósemi fólks og tíðni endurröðunar á litningum í erfðamengjum þeirra. Vísindagrein um þessa rannsókn hefur vakið töluverða alþjóðlega athygli. Agnar hefur byggt upp nýtt svið í mannfræði hér á landi og hefur í því skyni notið góðs af einstakri aðstöðu hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann birtir mikið í virtustu tímaritum heims og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar á sínu sviði. Hann er einnig ötull við að byggja upp kennslu og leiðbeina nemendum í framhaldsnámi við Háskóla Íslands.</p> <p style="text-align: left;">Agnar uppfyllir því ákaflega vel viðmið valnefndarinnar og er verðugur handhafi hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2006. Ég vil nú biðja dr. Agnar Helgason um að koma hér og taka við hvatningarverðlaununum.</p>

2006-05-15 00:00:0015. maí 2006Forsætisráðherra á ráðstefnu The Economist um íslensk efnahagsmál (á ensku)

<h3 align="center">Address<br /> by Prime Minister Halldór Ásgrímsson at<br /> Economist Conferences&rsquo;<br /> First Iceland Business and Investment Roundtable<br /> in Reykjavík, May 15 2006</h3> <h3>Real storm or storm in a tea cup?</h3> <p>Ladies and gentlemen.<br /> It is a pleasure for me to be here today and have the opportunity to address this distinguished audience. I have been a regular reader of the Economist for many years and consider it one of the best, most trustworthy and most reliable magazine in the world.<br /> These three concepts, one of the best, trustworthy and reliability, are in fact keywords in the discussion about the Icelandic economy today. I note that this conference is held under the label of: Real storm or storm in a tea cup?<br /> Although Iceland has had its fair deal of stormy weather during the centuries due to its geographical location, I would like to throw the ball back and ask: Why is one of the richest economies in the world, one of the most competitive economies in the world and one of the fastest growing economies in the world going through such turbulent times as has been the case in the past few weeks?</p> <h3><br /> I</h3> <p>The answer is not obvious but one thing seems quite clear, namely that there is a widespread lack of knowledge about the Icelandic economy abroad. This is one of the most important lessons that the recent turbulence has taught us and it is a lesson that we do not take lightly.<br /> Let me say that we have already at this stage taken significant steps towards increasing the flow of information about the Icelandic economy abroad. This applies both to Icelandic firms engaged on the international scene, especially the banks, and the authorities. Everywhere you look, you see an Icelandic banker presenting and explaining our case on the major television channels, be it the BBC, CNBC, Bloomberg or others networks. The same applies to central bankers and ministers who have been racing between London, Copenhagen and New York, to name but a few examples.<br /> I have lost count of the interviews I have given to foreign reporters in recent weeks, explaining the main characteristics of our economy and why we are confident that, when the dust settles, the Icelandic economy will still be one of the richest, most competitive and fastest growing economies in the world.</p> <h3><br /> II</h3> <p>I would like to explain why we feel confident that the economic policy of the Icelandic Government will continue to be as successful as it has been for the past 10 years or so. Afterwards, I will be glad to respond to your questions and comments in the hope that you can leave this conference with a clearer picture of the fundamentals of our economy, which we believe are quite sound.<br /> The events of recent weeks and the turbulence in the Icelandic financial market show that Iceland is no longer an isolated island far away in the north Atlantic. The disturbances in our foreign exchange market reverberated throughout the world in an instant, in much bigger economies such as Brasil, New Zealand and some Asian countries. To some extent this shows how integrated into the world economy Iceland has become. This has both its advantages and disadvantages. Our task is to see to it that the disadvantages be kept to a minimum.</p> <h3><br /> &nbsp;III</h3> <p>Many of you know that Iceland has been the European growth tiger in the past few years, second only to Ireland. In the past 10 years, the economy has grown by more than 50% in real terms and since 2003, economic growth has averaged at or above 5% annually. Unemployment is non-existing, in fact, we have to import labour from other countries in order to fulfil demands in certain sectors, such as the construction industry. Iceland also enjoys one of the highest standards of living in the world. The fiscal situation is sound and the level of public debt is amongst the lowest in the world.<br /> This favourable description of the economic situation in Iceland is recognised by distinguished international organisations such as the OECD and the IMF, as well as the major international rating companies, Moody&rsquo;s and Standard &amp; Poor&rsquo;s. Furthermore, Iceland tops the league of European nations when it comes to competitiveness, and comes fourth worldwide according to the most recent study by the IMD Business School in Switzerland. Obviously we have our problems, but as a nation we cannot complain when we compare our situation with that of many others.</p> <p>&nbsp;</p> <h3>IV</h3> <p>How did our isolated island develop into the modern Iceland of today? The answer lies in wide-ranging structural changes that have been implemented in the past 10-15 years. Let me mention the most important ones.<br /> First, since the early 1990s, Iceland has actively sold its state assets. The largest privatization in Iceland´s history was successfully executed last year when Iceland Telecom was sold. The privatization of the three state-owned banks a few years ago has resulted in much stronger banks, that are more willing and more capable to take part in entrepreneurial activities and large-scale investments, domestically and internationally.<br /> Second, the market and tax structure has been modernised allowing businesses and competition to thrive. Here, the EEA agreement, between the European Union and the EFTA countries, has served Icelandic interests well and provided Icelandic businesses and entrepreneurs with good access to European markets. Furthermore, the tax system has gone through a complete overhaul resulting in a much more favourable business climate. Both personal income and corporate taxes have been cut by a large margin. Today, the marginal rate of the personal income tax is 36,7% while the average rate is much lower, or about 23%. The corporate tax has been lowered from 51% to 18%, and is now amongst the lowest in Europe. Last but not least the capital income tax, levied on all types of capital income, is 10%.<br /> &nbsp;<br /> Third, and closely related to the above-mentioned changes, asset prices have risen dramatically as witnessed by the Iceland Stock Exchange index, which has more than tripled in the last three years and increased by about 40% over the last 12 months. Also, the equity market capitalization as a percentage of GDP in 2005 was significantly higher in Iceland than in many other countries, including the UK, the US, Sweden and Norway, to name but a few examples. Although market prices have fallen recently, they still remain at 2005 year-end levels.<br /> Fourth, the financial position of the Icelandic pension funds is extremely strong and growing stronger every day. Their total assets amount to more than 1.200 billion ISK, which constitutes 20% more than Iceland´s national income. This means that there is a lot of capital available for investment purposes.<br /> Finally, let me mention important structural reforms in the fishing industry by introducing a quota system which has helped us manage our very important fish resources in a sustainable way. We have also introduced various other reforms in the fishing sector that have contributed to a stronger and a more efficient industry.<br /> All these changes have played a major role in transforming the Iceland economy and contributed to create a sound and stable economic situation after decades of instability. Furthermore, and no less important, is the fact that we have had a very stable political situation during this period.</p> <h3><br /> &nbsp;V</h3> <p>What does this mean in economic terms? Let me first look at the business sector. In a relatively short time span, the Icelandic economy has evolved from being a primary goods producer, where fish products constituted the bulk of our exports, to a diversified and high-technology production and services economy where new industries and services play an ever bigger role. I am not simply referring to large scale power-intensive industries utilising our valuable and sustainable energy resources but also to numerous companies in other sectors such as software development, pharmaceutical production and distribution, medical equipment production, biotechnology research and development, expansion of the telecom industry and other high-tech industries.<br /> At the same time, Icelandic firms have expanded into foreign markets which has furthermore strengthened the foundations of the economy. They have been investing in the banking sector in the Nordic countries, Switzerland and the UK while the Icelandic banks have been setting up subsidiaries in these countries as well as others such as Luxemburg. The same applies to the pharmaceutical sector and telecommunications where the activity has stretched to Eastern Europe, the Balkans and even to Asia.<br /> &nbsp;<br /> But there have been interesting developments in other sectors as well, for instance in aviation, where Icelandic investors have been investing in foreign airline companies. Finally, let me mention the flourishing investment activity of Icelandic firms in the food market, especially in the UK but also in France. The same applies to other markets such as real estate, clothing, toys and jewellery stores.<br /> It is also important to note that the Government&rsquo;s economic policy has been guided by the need to enhance long-term economic growth. Most significant in this respect is the emphasis on sound public finances. This policy has been highly successful as witnessed by large surpluses on the central government accounts for the most part of the last 10 years. This has, in turn, created scope for a sharp reduction in government debt which by now has been all but eliminated.</p> <p>&nbsp;</p> <h3>VI</h3> <p>Given these favourable developments, it is no wonder that the recent turmoil in the financial market in Iceland has raised a few eyebrows in our country. We fully accept that in a world of free capital movements speculation can lead to sudden changes and even turbulence in financial markets. This lies in the nature of things. We even accept that every now and then such a behaviour may be based on misconceptions about the true state of the Icelandic economy. This is something that we have to live with and try to learn our lessons from what has happened.<br /> &nbsp;<br /> We must therefore further improve our presentation of these facts abroad in order to reduce the risks that these misconceptions create unnecessary disturbance in view of the small size of our economy. We can, however, never escape the fact that the Icelandic economy will always be a small pawn by international comparison and, therefore, exposed to external disturbances, no matter how poorly supported they are with facts.<br /> It does not come as a surprise to anyone who knows the Icelandic economy that the króna exchange rate has declined. This has been expected for a long time as it has been clear that the high exchange rate could not be sustainable in the long run. It came, however, as a surprise that this correction of the exchange rate came so suddenly.<br /> It is a well known fact that economic growth has, even by Icelandic standards, been extremely strong in the past few years, mostly driven by the large-scale investments in the energy and aluminum sectors. This has inevitably fuelled strong domestic demand and created imbalances as witnessed by the large current account deficit.<br /> &nbsp;<br /> I am confident that the present imbalances in the Icelandic economy will be relatively short-lived. The current account deficit is to a large extent caused by the investment projects in the energy and aluminum sectors and will therefore be sharply reduced after their completion. The lower exchange rate of the króna will also contribute to a better balance in the economy by reducing demand pressures and lower the current account deficit even further.<br /> Also, I believe that the present inflationary hike is temporary and that we will already in the latter half of next year see inflation figures close to the inflation target of the Central Bank. This is supported by recent forecasts by the Ministry of Finance and the Icelandic banks.</p> <p>&nbsp;</p> <h3>VII</h3> <p>There are already some indications that the worst is now behind us. The exchange rate has gradually recovered and is now close to a long-term balance. This reflects the effect of an intensive publicity campaign by the banks and the authorities in recent weeks with the result that more and more foreign observers have become better informed about the sound fundamentals of the Icelandic economy. The rating companies, Moody&rsquo;s and Standard &amp; Poor&rsquo;s, have also recently emphasized their firm belief in the soundness of both the economy as a whole and the financial position of the banks.<br /> &nbsp;<br /> And, most recently, two reports have given the same positive picture of the economic situation. One report was issued by the Central Bank of Iceland which concludes that the financial stability of the Icelandic banking system is sound. The other report was written by the distinguished professor Frederic Mishkin and Professor Tryggvi Thor Herbertsson, Director of the Institute of Economic Studies with the University of Iceland.<br /> The main conclusion of this report is, and I quote: &ldquo;Iceland is unique in that it is the smallest economy in the world to have its own currency and a flexible exchange rate. It has experienced high current account deficits before, but rapid adjustment has taken place in the past without significantly stressing the Icelandic financial system. Iceland is also an advanced country with excellent institutions (low corruption, rule of law, high education, and freedom of the press). In addition, its financial regulation and supervision is considered to be of high quality. Iceland also has a strong fiscal position that is far superior to what is seen in the United States, Japan and Europe. Iceland&#39;s financial sector has undergone a substantial liberalization, which was complete over a decade ago, and its banking sector has been transformed from one focused mainly on domestic markets to one providing financial intermediation services to the rest of the world, particularly Scandinavia and the UK.&rdquo;<br /> &nbsp;<br /> The authors recognise that Iceland is running a large current account deficit, but add that current account deficits by themselves do not lead to financial instability. They also point out that the sources of financial instability that triggered financial crises in emerging market countries in recent years are just not present in Iceland, so that comparisons of Iceland with emerging market countries are misguided. Therefore, they see no reason to expect financial instability in Iceland.<br /> I fully agree with these conclusions and I note that there are others that do the same. Only last Friday, Morgan Stanley issued a new report on the Icelandic banks saying that the Mishkin report had convinced them that the likelihood of a financial crisis in Iceland is extremely limited and urged investors to buy bonds from the banks.<br /> Another important player in this field is the IMF. They have just concluded one of their regular missions in Iceland and will present their main conclusions about the state of the Icelandic economy tomorrow. I had the opportunity to hear their views last Friday and I am convinced that their report will be helpful in further stabilising the financial markets in Iceland.</p> <h3><br /> &nbsp;VIII</h3> <p>Ladies and gentlemen.<br /> Let me conclude by saying that our main task over the past decade has been to build a strong, modern society that can take on the future with a powerful market economy, a strong business climate, an ambitious cultural and educational environment along with a resilient social and welfare system in the spirit of a liberal democratic social policy that preserves our national heritage.<br /> The policy of the present Government is based on the same fundamentals. This policy has until now contributed towards making the Icelandic economy the most competitive in Europe and the fourth in the world, after the US, Hong Kong and Singapore. This is no small feat and places us in front of our Nordic neighbours as well as the larger European countries such as the UK, Germany and France.<br /> Our task in the future is to make the Icelandic economy even more competitive than it is today and thus continue to improve the living standards of the Icelandic people. This is indeed quite a challenge but it is a challenge that I will gladly take on.</p> <p>Thank you.</p> <br /> <br />

2006-04-25 00:00:0025. apríl 2006Forsætisráðherra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins

<p>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp; <u><a href="http://eng.forsaetisraduneyti.is/minister/Speeches_HA/nr/2284">English version</a></u></p> <p>&nbsp;</p> <p>Atburðir síðustu vikna og sá órói sem einkennt hefur íslenskan fjármagnsmarkað sýnir okkur að það er liðin tíð að Ísland standi eitt og einangrað norður í höfum með takmarkað samband við umheiminn. Nú er það jafnvel svo að órói á gjaldeyrismarkaði hér á landi rekur sig um heim allan á örskotsstund. Þetta sýnir í raun hve landið er orðið samþætt hinu alþjóðlega hagkerfi. Því fylgja bæði kostir og gallar. Verkefni okkar er að leita leiða til að draga úr ókostunum.</p> <h3>Góð þekking á hagkerfinu nauðsynleg</h3> <p>Við höfum undanfarnar vikur séð það svart á hvítu hversu mikilvægar réttar og góðar upplýsingar eru á fjármálamarkaði. Jafnframt höfum við orðið illilega vör við það hve mikil vanþekking er á hagkerfi okkar erlendis og hve slæmar afleiðingar þetta getur haft.<br /> Við þessum breyttu aðstæðum þurfa íslenskar fjármálastofnanir að bregðast með stórlega aukinni og bættri upplýsingagjöf. Sama á við um aðra þá aðila sem starfa á þessum markaði svo sem Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Ég tel að stjórnvöld þurfi að taka þátt í slíkri kynningu. Ég tel að við höfum góðan málstað að kynna, íslenskt hagkerfi er sterkt og getur staðið af sér utanaðkomandi áföll. Þetta má ekki hvað síst rekja til þeirra umfangsmiklu skipulagsbreytinga sem hér hafa orðið á nánast öllum sviðum hagkerfisins á undanförnum árum. Það er óþarfi að fara nánar út í þá sálma hér, þetta þekkja allir.<br /> Við þurfum hins vegar að koma þessum staðreyndum betur á framfæri erlendis til að eiga það ekki sífellt á hættu að óvandaðar og oft á tíðum illa grundaðar skýrslur erlendra aðila sem lítið þekkja til íslenskra efnahagsmála skapi hér óþarfa usla vegna smæðar okkar hagkerfis. Það er staðreynd sem við getum ekki umflúið að íslenskt hagkerfi verður alltaf peð í alþjóðlegum samanburði og þar af leiðandi berskjaldað fyrir utanaðkomandi áreiti, hversu illa rökstutt sem það kann nú annars að vera.</p> <p>&nbsp;</p> <h3>Gengið of lágt</h3> <p>Það er eðli fjármálamarkaða að þar þrífst spákaupmennska þar sem menn leitast við að verða sér úti um skjótfenginn hagnað. Þar ríkir líka ákveðin hjarðhegðun. Um leið og órói skapast og hlutirnir fara að hreyfast er tilhneiging til að allir aðilar á markaði fari af stað. Þessi þróun getur ýkt allar breytingar og stuðlað að yfirskoti, t.d. á gengismarkaði. Ég er þeirrar skoðunar að þetta hafi verið að gerast hvað varðar íslensku krónuna upp á síðkastið enda eru flestir sammála um að gengi hennar hafi verið orðið of lágt miðað við raunstærðir efnahagslífsins. Á einhverjum tímapunkti tekur þetta enda og þróunin snýst við. Mikil styrking krónunnar síðustu daga er vísbending um viðsnúning á gjaldeyrismarkaði hvort sem hann er nú varanlegur eða ekki.<br /> Það kemur engum sem þekkir til íslenskra efnahagsmála á óvart að gengi krónunnar skuli hafa lækkað. Það hefur blasað við um langan tíma að hið háa gengi sem hér hefur ríkt fengi engan veginn staðist til lengri tíma. Lægra gengi mun stuðla að auknu jafnvægi í efnahagslífinu með því að draga úr þenslu og minnka viðskiptahallann. Það er jákvæð þróun.<br /> Hið neikvæða er að á meðan þessi snarpa aðlögun gengur yfir verður verðbólgan óhjákvæmilega meiri en æskilegt er. Ég hef hins vegar trú á að slíkt verðbólguskot verði skammvinnt og að við munum strax á næsta ári sjá verðbólgutölur sem verða farnar að nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans. Í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að verðbólgan á næsta ári verði að meðaltali um 3,5% og að verðbólgan verði á síðari hluta ársins komin nálægt 2,5% sem er verðbólgumarkmið Seðlabankans. Nýlegar spár frá Glitni og Landsbanka gefa svipaða niðurstöðu.</p> <p>&nbsp;</p> <h3>Engin kreppa framundan</h3> <p>Því fer fjarri að íslenskt hagkerfi sé á leið inn í samdráttar- eða kreppuástand. Þeir aðilar sem þannig tala leggja ekki rétt mat á raunstærðir hagkerfisins eins og þær birtast í hagtölum. Þannig spáir fjármálaráðuneytið tæplega 2% hagvexti á næsta ári og rúmlega 2½% hagvexti á árunum 2008-2010. Þótt þetta sé minni hagvöxtur en verið hefur hér á landi undanfarin ár er vöxturinn meiri en verið hefur í flestum ríkjum Evrópu undanfarin ár.<br /> Enn og aftur virðast menn því gera sig seka um að vanmeta innri styrk íslenska hagkerfisins, ekki síst sveigjanleika þess og getu til að mæta utanaðkomandi sveiflum og bregðast við þeim á skjótan og árangursríkan hátt. Þetta er kannski skiljanlegt þar sem slíkur sveigjanleiki er óvíða fyrir hendi í okkar nágrannaríkjum og menn falla því gjarnan í þá gryfju að halda að staðan hér á landi sé svipuð og í þeirra eigin ríkjum hvað þetta varðar. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísland er talið í hópi þeirra ríkja sem eru hvað samkeppnishæfust í heiminum.<br /> Mig langar til að nefna hér eitt dæmi sem sýnir vel sérstöðu okkar gagnvart velflestum öðrum ríkjum og sem um leið undirstrikar styrk okkar hagkerfis. Í nýlegri umfjöllum breska tímaritsins Economist er fjallað um atvinnuþátttöku kvenna og réttilega bent á mikilvægi hennar fyrir efnahagslífið og hagvöxtinn almennt. Greinarhöfundur kemst að þeirri niðurstöðu að hér liggi eins konar falinn fjársjóður fyrir ríki heims þar sem aukin atvinnuþátttaka kvenna geti verið aflvaki aukins hagvaxtar og aukinnar velmegunar.<br /> Ég er algjörlega sammála þessari niðurstöðu enda tel ég að þróunin í okkar efnahagslífi staðfesti hana rækilega. Við höfum verið svo lánsöm að atvinnuþátttaka kvenna hér á landi hefur verið með því allra hæsta sem þekkist í heiminum. Samkvæmt nýjustu tölum mælist atvinnuþátttakan 79,4% hér á landi sem skipar Íslandi í langefsta sæti meðal OECD ríkjanna. Næst koma Noregur, Danmörk og Svíþjóð með 72-73% en meðaltal OECD ríkjanna er tæplega 56%.<br /> Þetta atriði hefur ekki verið mikið í umræðunni um hagvöxt hér á landi. Ég tel hins vegar óumdeilt og fyllsta ástæða til að halda því á lofti að hér er að finna mikilvæga skýringu á því að hagvöxtur hér á landi hefur verið jafnmikill og raun ber vitni og mun meiri en í okkar helstu nágrannaríkjum. Þetta endurspeglar sterka stöðu kvenna á vinnumarkaðnum og hún á eftir að styrkjast enn frekar. Raunar gildir það sama um atvinnuþátttöku eldra fólks sem er miklu meiri hér á landi en í öðrum löndum. Það er því ekki að furða að bæði þessi atriði skuli vera ofarlega í umræðunni erlendis um leiðir til þess að auka hagvöxtinn.</p> <p>&nbsp;</p> <h3>Stefnufesta í stað stefnubreytingar</h3> <p>Því er haldið fram að þörf sé á verulegri stefnubreytingu í efnahagsmálum. Ég er ekki sammála því. Miklum breytingum og framförum fylgir jafnan nokkur órói. Þegar hann kemur upp eiga menn ekki að rjúka upp til handa og fóta og reyna að snúa skútunni við. Við þurfum á stefnufestu að halda en ekki stefnubreytingu. En hvaða breytingar eru það sem umræðan er aðallega að kalla á ?</p> <p>Í fyrsta lagi hefur einkavæðing ríkisfyrirtækja og formbreyting ríkisrekstrar til samræmis við breytta tíma verið gagnrýnd. Ég spyr: Voru það mistök að einkavæða fyrirtæki í samkeppnisrekstri? Nei. Þvert á móti hafa þessi fyrirtæki mörg hver verið drifkrafturinn í efnahagslífinu.</p> <p>Í öðru lagi hefur lækkun skatthlutfalls á fyrirtæki og einstaklinga sætt ámæli og kallað eftir að hætt verði við frekari lækkun skatthlutfalls á einstaklinga og þar með að hætt verði við frekari samræmingu skattlagningar einstaklinga og fyrirtækja. Breytingar á skatthlutföllum hafa verið helsti drifkrafturinn í efnahagslífinu. Þær hafa stóraukið umsvif fyrirtækja og haldið þeim í landinu. Atvinnuþátttaka hefur aukist með lægri skatthlutföllum sem nálgast nú það sem lagt var af stað með þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp sem þá var almenn samstaða um. Skattbreytingar á næsta ári auka kaupmátt og draga þannig úr þörf fyrir launabreytingar. Með því skapast meira svigrúm til að hækka lægstu laun eins og nú er unnið að án þess að þær breytingar hafi víðtækari áhrif. Það er því ekki skynsamlegt að snúa af þessari leið.</p> <p>Í þriðja lagi er aðhald í ríkisrekstri talið of lítið og útgjöld ríkissjóðs talin of mikil við núverandi aðstæður. Það er alltaf þörf á miklu aðhaldi í útgjöldum ríkis og sveitarfélaga. Sjaldan er of varlega farið. Samfélagslegar breytingar kalla á aukið svigrúm, ekki síst á sviði menntunar, heilbrigðis- og&nbsp; nýsköpunarmála. Þessir málaflokkar hafa notið forgangs. Ég tel að við höfum ekki farið of geyst á þessum sviðum og miklar þarfir eru óleystar. Á sama tíma og ríkisstjórnin er sökuð um aðhaldsleysi er nær daglega kallað eftir ákvörðunum um ný útgjöld. Við höfum gætt aðhalds í fjárfestingum ríkisins og oft frestað mikilvægum framkvæmdum. Það getur hæglega komið til slíkra aðgerða á næstunni ef efnahagsástandið kallar á það. Framvinda ríkisfjármála það sem af er þessu ári bendir hins vegar til þess að afkoman verði mun betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum og að aðhaldið sé því í reynd meira en áður var talið.</p> <p>Í fjórða lagi hefur mikil aukning íbúðalána verið gagnrýnd. Ég tel að þær breytingar á íbúðalánakerfinu sem stjórnvöld beittu sér fyrir hafi verið tímabærar og hafi komið heimilunum vel. Hins vegar fóru bankarnir að mínu mati of geyst í hlutina sem varð til þess halda mikilli einkaneyslu uppi með lánum. Hér þurfa bæði einstaklingar og lánastofnanir að sýna meiri varkárni og fyrirhyggju.</p> <p>Í fimmta lagi er fjárfesting í orkuframleiðslu og stóriðju gagnrýnd. Ég tel ótvírætt að með þeim fjárfestingum hafi tækifærin verið nýtt til að auka hagvöxt og breikka grundvöll efnahagslífsins. Var það óskynsamlegt? Nei, þvert á móti. Með þessum fjárfestingum hefur tekist að skapa mikinn fjölda fjölbreyttra og vel launaðra starfa og bæta efnahagslega afkomu fólks, fyrirtækja og hins opinbera. Nýting endurnýtanlegrar orku verður sífellt mikilvægari og það væri fráleitt að nýta ekki þau tækifæri sem bjóðast á þessu sviði. Spá um fremur lítinn hagvöxt á næstu árum er nægjanleg vísbending um að áframhald á þessari uppbyggingu er nauðsynleg til að tryggja jafnar og stöðugar framfarir. Okkur fjölgar örar en mörgum öðrum þjóðum og því þurfum við hlutfallslega meiri hagvöxt. Án áframhaldandi verðmætasköpunar leysum við ekki þau brýnu viðfangsefni sem blasa við og við þurfum, eins og aðrar þjóðir, erlendar fjárfestingar hér á landi.</p> <p>Í sjötta lagi er gagnrýnt hvað fjárfesting Íslendinga er mikil erlendis og þar sé tekin of mikil áhætta. Rétt er að allri fjárfestingu fylgir áhætta en án áhættu verða engin tækifæri nýtt. Þrátt fyrir ört vaxandi fjárfestingu Íslendinga erlendis á síðustu árum eigum við enn langt í land með að ná öðrum þjóðum. Þannig nam fjárfesting Íslendinga erlendis í fyrra rétt um þriðjungi af landsframleiðslu á sama tíma og fjárfestingar Dana voru nálægt 50% af landsframleiðslu og fjárfestingar Svía um og yfir 60%. Það sem okkar fyrirtæki eru að gera er því fremur merki um eðlilega þátttöku í alþjóðaviðskiptum fremur en óeðlilega áhættu.</p> <p>Ég tel þess vegna mikilvægt að við höldum áfram á sömu braut og villumst ekki af leið vegna tímabundins mótlætis. Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur skilað miklum árangri sem meðal annars birtist í rúmlega 25.000 nýjum störfum hér á landi frá árinu 1995. Þessi árangur hefur náðst með stefnufestu. Með hringlandahætti og vanstillingu er hins vegar auðvelt að missa tækifærin út úr höndunum.</p> <p>&nbsp;</p> <h3>Fjölskylduvænt þjóðfélag</h3> <p>Yfirskrift þessa fundar er Meiri árangur &ndash; Mögnuð áskorun. Það er óumdeilt að við höfum náð miklum árangri í íslensku efnahagslífi á undanförnum árum. Eins og vera ber er þó mikilvægara að horfa til framtíðar og huga að því hvernig við getum haldið áfram á þeirri braut að bæta árangurinn.<br /> Ég lít á það sem áskorun til okkar stjórnmálamanna að leita allra leiða til að búa til hagfellt umhverfi fyrir atvinnulífið til að þróast og þroskast í. Jafnframt og ekki síður mikilvægt er að skapa fjölskylduvænt samfélag þar sem fólk vill búa og þar sem því líður vel. Ég tel að við séum að upplifa hægfara og hljóðláta byltingu í okkar samfélagi sem gengur ekki bara út á að skapa atvinnulífinu hagstætt rekstrarumhverfi heldur ekki síður að horfa til þarfa einstaklinganna, starfsmannanna og þeirra fjölskyldna.<br /> Þetta er verðugt verkefni og ég tel að okkur hafi miðað verulega áleiðis á undanförnum árum. Við þurfum hins vegar að gera okkur grein fyrir því að slíkar aðgerðir af hálfu ríkisins kalla á aukið fjármagn nema hægt sé að spara á öðrum sviðum.<br /> Frá árinu 1998 hafa heildarútgjöld ríkisins vaxið að raungildi um 20%. Hvert hafa þessir peningar farið? Þeir hafa farið til menntamála, til heilbrigðismála og til almannatrygginga og velferðarmála. Ég nefni sem dæmi að framlög ríkisins til almannatrygginga og velferðarmála hafa á þessum tíma aukist um 45% að raungildi eða ríflega tvöfalt meira en nemur aukningu heildarútgjaldanna. Framlögin til heilbrigðismála hafa aukist enn meira, eða um tæplega 50% að raungildi. Framlög ríkisins til fræðslumála hafa aukist um tæplega 60% og þar af hafa framlög til háskólastigsins aukist um heil 80% að raungildi. Þrátt fyrir þessa miklu útgjaldaaukningu hefur dregið úr ríkisumsvifum og hlutfall heildarútgjalda af landsframleiðslu lækkað um 2,5%.<br /> Þetta er mikilsverður árangur og með honum er lagður grunnur að framtíðaruppbyggingu okkar samfélags í breiðum skilningi þess orðs. En við þurfum sífellt að halda vöku okkar og huga að áframhaldandi uppbyggingu efnahagslífsins og aukinni verðmætasköpun. Þótt sjávarútvegur verði áfram ein af okkar mikilvægustu atvinnugreinum er ljóst að hann stendur ekki undir stöðugt auknum hagvexti. Þess vegna þurfum við að horfa til fleiri átta og það tel ég reyndar að hafi verið gert hér með myndarlegum hætti á undanförnum árum.</p> <p>&nbsp;</p> <h3>Nýsköpun í öndvegi</h3> <p>Hér hefur byggst upp mjög kraftmikil fjármálaþjónusta sem hefur verið í lykilhlutverki í uppbyggingu atvinnulífsins á síðustu árum. Ferðaþjónustan er einnig orðin mjög öflug atvinnugrein og skapar sífellt aukin verðmæti. Ennfremur má nefna mörg hátæknifyrirtæki í lyfjaiðnaði, líftækni, tölvu- og hugbúnaðargerð og þannig mætti lengi telja. Með þessari uppbyggingu er rennt sífellt fleiri stoðum undir okkar efnahagslíf sem gerir það öflugra og samkeppnishæfara um leið og það getur betur tekist á við tímabundnar sveiflur eða áföll án þess að hér fari allt á hliðina eins og gjarnan var hér á árum áður.<br /> Ég vil í þessu samhengi vekja sérstaka athygli á því mikilvæga starfi sem fram fer á vegum Vísinda- og tækniráðs. Í ráðinu sitja ráðherrar, vísindamenn og fulltrúar atvinnulífsins sem hefur það að meginmarkmiði að treysta stöðu Íslands í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Þetta starf hefur skilað miklum árangri. Frá stofnun ráðsins árið 2003 hafa framlög til opinberra samkeppnissjóða meira en tvöfaldast og háskólar undirbúa nú fleiri nemendur en nokkru sinni áður til starfa sem krefjast vísindalegra vinnubragða, þekkingar og færni.<br /> Þá mælti ég á dögunum fyrir lagafrumvarpi þar sem gert er ráð fyrir að starfsemi ráðsins verði útvíkkuð til samræmis við fyrirætlanir um sameiningu þriggja stofnana í eina stofnun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, og breytingar á Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Nafni ráðsins verður jafnframt breytt í Vísinda- og nýsköpunarráð og það mun taka til umfjöllunar málefni atvinnuþróunar og nýsköpunar, auk málefna vísinda og tækni.<br /> Þá verður fulltrúum í ráðinu fjölgað um tvo og koma báðir úr atvinnulífinu. Er það von mín að aðkoma atvinnulífsins að vísindastarfi, rannsóknum og nýsköpun eflist við þessar breytingar, enda nauðsynlegt að atvinnulífið taki höndum saman með háskólum og rannsóknastofnunum í samræmdri sókn ríkis og einkaaðila á þessum mikilvægu og ört vaxandi sviðum íslensks atvinnulífs.<br /> En það er margt fleira á döfinni sem ég tel mikilvægt fyrir uppbyggingu okkar samfélags og sem ég vonast til að geti komið til framkvæmda sem fyrst. Þessi mál snúa fremur að kjörum og aðstöðu heimilanna en beinni atvinnuuppbyggingu en allt hangir þetta saman og myndar eina samfélagslega heild þegar upp er staðið.</p> <p>&nbsp;</p> <h3>Lægra matvælaverð</h3> <p>Verðmælingar Hagstofunnar og útreikningar hagstofu ESB og OECD hafa sýnt að matvælaverð í Evrópu er hvergi hærra en hér á landi. Mikið hefur verið fjallað um þetta mál síðustu misserin og margvíslegar athuganir verið gerðar til að finna orsakirnar. Ég tel brýnt að fá niðurstöðu í þetta mál. Þess vegna skipaði ég í janúar sl. nefnd með fulltrúum stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins og samtaka bænda til að gera tillögur sem miða að því að færa matvælaverð nær því sem er í nágrannaríkjunum.<br /> Nefndin hefur rætt fjölmarga þætti þessa máls og haft samráð við fulltrúa ýmissa stofnana og hagsmunaaðila sem tengjast verkefni hennar. Skattlagning matvæla er talsvert flókin og regluverk fremur ógagnsætt. Þá hefur hún leitt af sér flókið kerfi undanþága og sérákvæða sem hefur í för með sér töluverðan kostnað. Loks þykir álagning vörugjalds ómarkviss og samspil vörugjalds og tolla handahófskennt.<br /> Ég tel mikilvægt að einfalda sem mest skattlagningu matvæla, fella niður þá skatta sem hafa óæskileg uppsöfnunaráhrif og útrýma gildandi undanþágukerfi. Jafnframt þarf að huga að álagningu tolla á innfluttar landbúnaðarvörur meðal annars vegna alþjóðasamninga sem eru í burðarliðnum. Lækkun matvælaverðs hér á landi yrði mikil kjarabót fyrir heimilin í landinu auk þess sem hún yrði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna.</p> <p>&nbsp;</p> <h3>Málefni aldraðra og öryrkja</h3> <p>Bætt kjör aldraðra er annað mikilvægt mál. Ríkisstjórnin hefur þegar beitt sér fyrir miklum umbótum á þessu sviði og bætt kjör þeirra verulega á undanförnum árum. Ég tel brýnt að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Öldruðum fjölgar ört og þörfin fyrir aukna þjónustu og aðbúnað fer stöðugt vaxandi.<br /> Af þessu tilefni og í samráði við samtök eldri borgara skipaði ég fyrr á þessu ári nefnd sem ætlað er að fjalla um úrbætur í málefnum aldraðra. Nefndin á annars vegar að fjalla um búsetu- og þjónustumál þeirra og hins vegar að skoða fyrirkomulag tekjutengingar bóta með hliðsjón af skerðingu vegna tekjuöflunar þar sem jafnframt verði þó horft til tekjujöfnunarhlutverks tekjutengingar bóta. Ég vænti þess að tillögur nefndarinnar geti legið fyrir í haust þannig að unnt verði að taka tillit til þeirra við fjárlagagerð ársins 2007.<br /> Málefni öryrkja eru líka til ítarlegrar skoðunar í nefnd sem ég skipaði fyrr á þessu ári með fulltrúum stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins, lífeyrissjóða og Öryrkjabandalagsins. Einn mikilvægasti þátturinn sem nefndin á að fjalla um er starfsendurhæfing öryrkja og leiðir til að þeir geti fengið vinnu við sitt hæfi. Það er löngu tímabært að breyta hér áherslum og horfa frekar til starfsgetu hvers og eins en læknisfræðilegrar örorku. Slík breyting kallar jafnframt á endurskoðun tekjuskerðingar örorkubóta vegna öflunar tekna til að auka atvinnuþátttöku.<br /> Þessi nefnd er jafnframt að fara yfir ýmsa þætti sem lúta að tilhögun örorkumats, meðal annars samræmingu á viðmiðunum til örorkumats í almannatryggingakerfinu annars vegar og í lífeyrissjóðakerfinu hins vegar. Auk þess má nefna margvíslegar breytingar sem miða að því að styrkja framkvæmd örorkumats, eftirlit o.fl. Ég bind miklar vonir við starf nefndarinnar og vonast til að við getum tekið mið af tillögum hennar við næstu fjárlagagerð.</p> <p>&nbsp;</p> <h3>Mögnuð áskorun</h3> <p>Ég tel að þau verkefni sem ég hef hér tæpt stuttlega á feli svo sannarlega í sér &ldquo;Magnaða áskorun&rdquo;. Þetta er verðug áskorun sem við eigum og þurfum að bregðast við, jafnt atvinnulífið sem stjórnvöld. Ég hef alltaf litið á það sem hlutverk okkar stjórnmálamanna að vinna að því að bæta okkar samfélag, bæta kjör heimilanna, skapa heilbrigt og gott rekstrarumhverfi fyrir íslensk fyrirtæki um leið og við viljum tryggja öflugt heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfi.<br /> Mér finnst árangurinn vel ásættanlegur þegar ég horfi til baka síðustu tíu ár eða svo. Auðvitað má alltaf gera betur og það verður seint hægt að gera svo öllum líki. Meginatriðið er að setja sér skýr markmið og gera sér grein fyrir því hvaða forsendur þurfa að vera fyrir hendi til að þessum markmiðum verði náð.<br /> Og hvaða forsendur eru það? Jú, grunnurinn að öllum efnahags- og samfélagslegum framförum er að við sköpum verðmæti í landinu. Ef verðmætasköpun er ekki fyrir hendi eru heldur engar forsendur fyrir því að bæta lífskjörin. Svo einfalt er það. Við verðum því fyrst og síðast að leita allra leiða og nýta alla þá kosti sem gefast til að auka verðmætasköpun í landinu.<br /> Ég tel að við sem þjóð höfum alla burði til að þetta gangi eftir. Sú kröftuga uppbygging sem hér hefur orðið á undanförnum árum sýnir að viljinn og getan eru fyrir hendi, jafnt hjá einstaklingum sem fyrirtækjum. Það er stjórnvalda að tryggja að þessir kraftar finni sér þann farveg sem skilar okkur fram á veginn.<br /> Núverandi stefna í efnahagsmálum hefur skilað miklum árangri og við þurfum að halda áfram á sömu braut. Það krefst stefnufestu ekki stefnubreytingar.</p> <br /> <br />

2006-04-06 00:00:0006. apríl 2006Viðskiptaþing Útflutningsráðs Íslands og Menningarstofu Færeyja

<h3 style="text-align: center;">Ræða Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á viðskiptadegi,<br /> í Norðurlandahúsinu í Færeyjum 6. apríl 2006</h3> <p>Lögmaður Færeyja, heiðraða samkoma.</p> <p>Ég vil byrja á því að þakka Útflutningsráði Íslands og Menningarstofu Færeyja fyrir góða skipulagningu á þessum viðskiptadegi. Mér er kunnugt um að dagurinn hafi gengið vonum framar og nýst þátttakendum afar vel. Ég vil ennfremur nota tækifærið hér og þakka lögmanni Færeyja fyrir einkar góðar móttökur og skemmtilegan dag.</p> <p>Hvergi er Íslendingur minni útlendingur en í Færeyjum og engum Íslendingi getur missýnst að í Færeyjum gistir hann hjá vinaþjóð sagði Hannes Pétursson skáld á ferð sinni um eyjarnar átján árið 1965. Mín upplifun hefur verið með sama hætti í þau fjölmörgu skipti sem ég hef heimsótt Færeyjar og svo á einnig við í þessari heimsókn. Virðist gestrisni Færeyinga engin takmörk sett.</p> <p>Ísland og Færeyjar eru sannar vinaþjóðir og engum náskyldari. Samskipti þjóðanna eru einkar góð en mér hefur stundum fundist sem þau mættu að ósekju vera enn meiri. Einungis 400 kílómetrar aðskilja okkur eða rúmur klukkutími í flugi. Venjur okkar og hættir eru með viðlíka hætti og saga þjóðanna um margt lík, „enda biðu sömu tímar beggja þessara úthafslanda, þegar þau loks urðu hluti af leikvangi sögunnar – eftir ævalanga feluvist handan við sjónarrönd“, eins og Hannes Pétursson komst að orði.</p> <p>Samskipti þjóðanna hafa þó aukist mjög á umliðnum árum, ekki síst á sviði verslunar og viðskipta. Er það vel. Frá árinu 1993 hefur verið í gildi samningur milli Íslands og Færeyja um fríverslun. Segja má að samningurinn sé hefðbundinn fríverslunarsamningur og vörusvið hans takmarkað við viðskipti með iðnaðarvörur og sjávarafurðir. Í ljósi hinna nánu tengsla milli Íslands og Færeyja var áhugi meðal beggja aðila á því að þróa samstarf landanna tveggja nánar á viðskiptasviðinu. Árið 2002 var ákveðið að hefja samningaviðræður við Færeyinga um gerð nýs samnings milli Íslands og Færeyja sem hefði það að markmiði að dýpka og breikka viðskiptasamstarf þjóðanna. Samningaviðræðurnar hófust vorið 2003. Ég man þetta vel þar sem ég gegndi starfi utanríkisráðherra á þessum tíma og stóð þar af leiðandi að viðræðunum af Íslands hálfu. Samningurinn var svo undirritaður hinn 31. ágúst 2005 í Hoyvík hér í Færeyjum.</p> <p>Markmið Hoyvíkursamningsins er að koma á fót sameiginlegu efnahagssvæði á yfirráðasvæðum Íslands og Færeyja. Samningurinn tekur meðal annars til vöruviðskipta, þjónustuviðskipta, frjálsrar farar fólks og búseturéttar, fjármagnsflutninga og fjárfestinga, samkeppni, ríkisaðstoðar og opinberra innkaupa. Samningurinn tekur einnig til fullrar fríverslunar með landbúnaðarvörur og hefur Ísland aldrei áður samið um fulla fríverslun með landbúnaðarvörur. Þá mælir samningurinn fyrir um bann við mismunun af öllu tagi. Þannig skulu Færeyingar og færeysk fyrirtæki njóta sömu réttinda á Íslandi og Íslendingar - og gagnkvæmt. Þá er samningnum ætlað að skapa ramma utan um aukna samvinnu milli landanna á ýmsum öðrum sviðum eins og menningarmálum, orkumálum, umhverfismálum, heilbrigðismálum, fjarskiptum og ferðaþjónustu.</p> <p>Hoyvíkursamningurinn er því án efa víðtækasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert, og fer afar vel á því að slíkur samningur sé gerður milli þessara nánu vinaþjóða. Samningurinn er nú í fullgildingarferli á Íslandi, í Danmörku og Færeyjum og tekur vonandi gildi innan skamms. Bind ég miklar vonir við að gildistaka hans verði til þess að samskipti Íslands og Færeyja verði meiri og víðfeðmari en nokkru sinni áður. Þá væri til mikils unnið.</p> <p>Í ljós þessa bakgrunns, og á þessum tímamótum í samskiptum þjóðanna, er mér mikill heiður og ánægja að fara fyrir viðskiptasendinefnd til Færeyja. Viðskiptadagur sem þessi þjónar ekki síst þeim tilgangi að viðhalda og styrkja samskipti þjóðanna á sviði verslunar og viðskipta, stofna til nýrra kynna og tækifæra, og vonandi viðskipta. Slíkur viðskiptadagur er einnig kjörinn vettvangur til að skiptast á skoðunum og læra hver af öðrum. Málstofurnar í morgun hafa efalítið orðið til þess að margur hafi orðið margs vísari. Þar voru tekin fyrir áhugaverð umræðuefni eins og gildi Hoyvíkursamningsins, hátækniiðnaður og endurvinnsluiðnaður. Þessi góða þátttaka á viðskiptadeginum sem blasir hér við í dag endurspeglar þann mikla og gagnkvæma áhuga sem er fyrir hendi meðal íslenskra og færeyskra fyrirtækja og athafnamanna.</p> <p>Færeyjar er mikilvægur og vaxandi markaður fyrir íslenskar vörur og íslensk fyrirtæki. Í dag nemur útflutningur frá Íslandi til Færeyja um 1% af heildarútflutningi. Sama hlutfall á við um beinar fjárfestingar Íslendinga í Færeyjum. Þá hefur innflutningur frá Færeyjum snöggtum aukist. Neysluvenjur og hættir Færeyinga og Íslendinga eru um margt líkar, sem hvetur til aukinna viðskipta og verslunar milli þjóðanna. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa haslað sér völl í Færeyjum og Íslendingum er að góðu kunnur Jakúp Jacobsen sem opnaði fyrstu Rúmfatalagersverslunina á Íslandi árið 1987 og er í hópi umsvifamestu athafnamanna á Íslandi. Er þá ótalið hið frábæra tónlistarfólk sem heiðrað hefur Ísland með nærveru sinni og hygg ég á engan hallað ef ég nefni Eivør Pálsdóttur sérstaklega í því samhengi. Þá prýðir færeysk myndlist heimili margra Íslendinga, og er ég þar sjálfur meðtalinn.</p> <p> </p> <p>Kæru vinir.</p> <p>Íslenska útrásin hefur verið mörgum yrkisefni að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Margir erlendir fjölmiðlar, ekki síst í Skandinavíu, hafa dregið upp býsna dökka mynd af fjárfestingum Íslendinga erlendis og dregið í efa stöðu íslenska bankakerfisins og jafnvel íslenska hagkerfisins. Þessi umræða er að stórum hluta á misskilningi byggð. Á undanförnum árum og áratugum hefur íslenskt efnahagslíf tekið algerum stakkaskiptum. Ríkisvaldið hefur staðið að stórfelldri sölu á hlutum sínum í fyrirtækjum í samkeppnisrekstri og þannig aukið frjálsræði og fjölbreytileika í íslensku atvinnulífi til muna. Þannig á sala bankanna og vöxtur þeirra óumdeilanlega hvað stærstan þátt í markaðssókn íslenskra fyrirtækja á erlendri grund. Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu hefur tryggt íslenskum fyrirtækjum greiðan aðgang að mörkuðum Evrópu og fríverslunarsamningar, ýmist tvíhliða eða á vettvangi EFTA, hafa opnað dyr að nýjum mörkuðum. Þá var ráðist í umfangsmiklar breytingar á skattaumhverfinu sem atvinnulífið hefur notið góðs af. Þessar aðgerðir voru að mínu viti nauðsynlegar til að íslenskt atvinnulíf gæti þróast í takt við alþjóðlegar kröfur.</p> <p>Og segja má að íslensk fyrirtæki hafi gripið tækifærið á lofti. Vöxtur þeirra á erlendri grund hefur verið mikill og virði hlutabréfa fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands hefur meira en þrefaldast síðustu þrjú árin. Þá hefur staða íslensku lífeyrissjóðanna hefur aldrei verið sterkari. Þetta þýðir að íslensk fyrirtæki og fjárfestar hafa verulegt bolmagn til fjárfestinga.</p> <p>Gagnrýnin á bankanna, sem hvað hæst ber þessi dægrin, er oft sett fram af samkeppnisaðilum þeirra. Staðreyndin er einfaldlega sú að staða bankanna er mjög traust. Það er ekki einungis mín skoðun heldur einnig Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitsins og allra helstu og virtustu matsfyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi. Hagkerfið okkar stendur einnig traustum fótum. Hagvöxtur hefur verið um 5% á ári undanfarin ár, atvinnuleysi með því lægsta sem þekkist á byggðu bóli, afkoma ríkissjóðs er góð og skuldir hans óvíða minni.</p> <p>Hin gagnrýna umræða erlendis ber ekki síst keim af skilningsleysi á íslenskum aðstæðum. Eins og allir hér inni þekkja geta hlutfallstölur í litlu hagkerfi auðveldlega verið blekkjandi. Einstaka framkvæmdir geta haft mikil tímabundin áhrif á okkar litla hagkerfi, eins og reyndin er nú á Íslandi. Það er eðlilegt en ekki öllum skiljanlegt. Stórar tölur fyrir okkur eru vart mælanlegar í alþjóðlegu samhengi. Sama má segja um umsvif bankanna. Þeir skarta stórum tölum í íslensku efnahagslífi, en litlum í stærri hagkerfum.</p> <p>Fyrirsagnir blaðanna og neikvæð greinaskrifin þola því sjaldnast nánari skoðun. Íslenskir bankar og fjárfestar eru í grunninn ekki ólíkir bræðrum sínum og systrum annars staðar. Þeirra hvatir og markmið eru þau sömu og – að nýta sér viðskiptatækifæri sem gefast á mörkuðum sem áður virtu landamæri en gera ekki lengur.</p> <p>Hins vegar sýnir þessi árangur fjárfesta og fjármálafyrirtækja á erlendri grund að litlar þjóðir, líkt og Ísland og Færeyjar, þurfa ekki að finna til minnimáttarkenndar. Margur er nefnilega knár, þótt hann sé smár. Nýlega voru íslenskar og færeyskar viðskiptasendinefndir á ferð á Indlandi, næstfjölmennasta ríki heims. Þar réði minnimáttarkenndin ekki ríkjum og ég veit til þess að sú ferð opnaði ýmsar dyr fyrir íslensk og færeysk fyrirtæki. </p> <p>Ég efast ekki um að sami stórhugur hefur ríkt hér í dag og mun skilja eftir sig gagnkvæm tengsl og tækifæri til aukinna samskipta á sviði verslunar og viðskipta í nútíð og framtíð. Ég óska ykkur alls hins besta og hlakka til frekari samveru með ykkur nú í kvöld og á morgun.</p> <br /> <br />

2006-03-31 00:00:0031. mars 2006Ársfundur Seðlabankans 2006

<h2 align="center">Ræða Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra,<br /> á ársfundi Seðlabanka Íslands, 31. mars 2006</h2> <p align="right"><a href="http://eng.forsaetisraduneyti.is/minister/Speeches_HA/nr/2276">English version</a></p> <h3 align="center">I</h3> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Ársfundir Seðlabanka Íslands hafa skipað sérstakan sess í okkar tiltölulega stuttu en viðburðaríku nútímahagsögu. Hvað sem líður boðskapnum sem hér er boðið upp á er óhætt að fullyrða að fáir ef nokkrir fundir hljóta meiri athygli þeirra sem láta sig efnahagsmál, og þá um leið almenna velferð okkar þjóðfélags, varða. Ég gat þess í ræðu minni á síðasta ársfundi bankans að skilaboðin héðan hafi í gegnum tíðina verið bæði súr og sæt. Þó er það svo að undanfarin ár höfum við frekar vanist jákvæðum en neikvæðum fréttum úr þessum ræðustóli. Þannig á það líka að vera þegar allt gengur vel. Ég tel reyndar fulla ástæðu til að gleðjast yfir þeirri efnahagslegu velferð sem við Íslendingar höfum notið á undanförnum árum.</p> <p>Ef við horfum á þróun íslensks efnahagslífs síðustu tíu ár blasa eftirfarandi staðreyndir við:</p> <ul> <li>Hagvöxtur frá árinu 1995 hefur verið yfir 60% sem jafngildir um 4½% hagvexti á ári hverju allt þetta tímabil. Slíkur hagvöxtur er nær einsdæmi í okkar samkeppnislöndum.<br /> </li> <li>Kaupmáttur heimilanna hefur líka aukist um meira en 60% og óhætt að fullyrða að sambærilegar tölur þekkjast hvergi í okkar nágrannaríkjum.<br /> </li> <li>Atvinnuleysi hefur einnig minnkað verulega en það var komið yfir 6% í ársbyrjun 1995. Nú mælist atvinnuleysið um 1½% og er hvergi minna en hér á landi. Slíkar tölur jafngilda í reynd fullri atvinnu enda höfum við þurft að flytja inn erlent vinnuafl í stórum stíl til að anna eftirspurn eftir vinnuafli.<br /> </li> <li>Skuldir ríkissjóðs hafa ennfremur minnkað verulega og eru nú óvíða minni en hér á landi, eða sem nam um 7½% af landsframleiðslu í árslok 2005. Sambærileg tala árið 1995 var 35% af landsframleiðslu.</li> </ul> <p><br /> Þetta eru staðreyndir málsins. Allar þessar tölur eru opinberar og öllum aðgengilegar og um þær þarf ekki að deila. Þetta viðurkenna þeir sérfræðingar sem mesta þekkingu hafa á íslenskum efnahagsmálum, eins og sérfræðingar frá OECD sem voru hér í heimsókn fyrr í þessum mánuði. Sama gildir um sérfræðinga frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og helstu matsfyrirtækjum. Allir þessir aðilar hafa lofað þann árangur sem hér hefur náðst í íslenskum efnahagsmálum. Ég tel að við getum verið stolt af þessum árangri sem hefur skilað okkur í hóp þeirra þjóða sem hafa hvað besta samkeppnisstöðu í heimi.</p> <p>Ef við horfum til stöðu efnahagsmála eins og hún blasir við um þessar mundir verður hún líka að teljast býsna traust. Afkoma fyrirtækja í flestum helstu atvinnugreinum er góð og fer batnandi og staða útflutnings-, samkeppnis- og hátæknigreina hefur styrkst verulega með þeirri gengisaðlögun sem orðið hefur að undanförnu.</p> <h3 align="center">II</h3> <p>Það hefur lengi legið fyrir að sá mikli og aukni hagvöxtur sem rekja má til mikillar uppbyggingar skapaði spennu í efnahagslífinu og kalla á aðhaldssamar aðgerðir í peninga- og ríkisfjármálum. Til þeirra hefur líka verið gripið með myndarlegum hætti. Engu að síður sýndu spár stjórnvalda að búast mætti við aukinni verðbólgu og miklum viðskiptahalla, sérstaklega á árunum 2005 og 2006. Það hefur þess vegna ekki komið á óvart að verðbólgan hafi aukist og viðskiptahallinn sömuleiðis.</p> <p>Það sem hefur komið á óvart er hversu mikið viðskiptahallinn hefur aukist. Það má rekja til meiri einkaneyslu heimilanna. ekki síst vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á íbúðalánamarkaði og væntinga um breytingar á gengi. Með innkomu bankanna á íbúðalánamarkaðinn haustið 2004 fór í hönd samkeppni um íbúðalán heimilanna sem aftur leiddi til mikillar útlánaaukningar bankanna til húsnæðismála. Þessi útlánaaukning hefur leitt til skuldbreytinga hjá heimilunum þar sem vextir lækkuðu og útlánaþök hækkuðu. Þessi þróun er ekkert einsdæmi og víða erlendis má sjá hliðstæða þróun, t.d. í Danmörku fyrir nokkrum árum.</p> <p>Sú staðreynd að bankarnir fóru að bjóða upp á hærri lán og meiri veðsetningarmöguleika en Íbúðalánasjóður auk þess sem ekki var gerð krafa um að lántakan væri bundin við íbúðakaup eingöngu ýtti óhjákvæmilega einnig undir aukin neysluútgjöld. Þjóðin fór því á mikið neyslu- og fjárfestingarflug.</p> <p>Þetta á reyndar ekki bara við um heimilin í landinu því að bæði fyrirtæki og sveitarfélög hafa ráðist í miklar framkvæmdir og fjárfestingar á undanförnum tveimur árum. Mér finnst mikilvægt að halda því til haga að á sama tíma og þessi þróun átti sér stað hefur ríkið haldið að sér höndum og fjárfestingar ríkisins dregist mikið saman. Þetta var meðvituð ákvörðun ríkisstjórnarinnar til að halda aftur af innlendri eftirspurn eftir fremsta megni án þess að þurfa að snerta við mikilvæga þætti velferðarþjónustunnar. Slíkt kom aldrei til greina. Það er ekki hægt að búast við því að ríkið geti brugðist við óvæntri útlánaaukningu bankanna til að fjármagna einkaneyslu með samdrætti í viðkvæmu velferðarkerfi.</p> <p>Óhjákvæmileg afleiðing alls þessa hefur verið meiri þensla og meiri viðskiptahalli en upphaflega var gert ráð fyrir. Það hefur vissulega reynt á þolrif íslenskrar hagstjórnar. Um það er ekki deilt. Það sem mestu skiptir er að allar spár, ekki einungis frá íslenskum stjórnvöldum heldur ekki síður frá OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum auk matsfyrirtækjanna, eru samhljóða um að viðskiptahallinn minnki verulega þegar stórframkvæmdunum lýkur.</p> <h3 align="center"><br /> III</h3> <p>Með lækkun gengisins undanfarnar vikur hefur orðið mikil breyting á helstu raunstærðum í efnahagslífinu. Áhrifin hafa þegar komið fram meðal annars í eldsneytisverði. Eins berast fréttir af því að dregið hafi úr sölu á ýmsum heimilistækjum, ferðum til útlanda o.fl. Sama gildir væntanlega um bílasölu á næstunni. Allt ber þetta að sama brunni: Að það dragi úr útgjöldum heimilanna á næstunni. Horfur um viðskiptahalla hafa því breyst og fyrirsjáanlegt að hann verður minni á þessu og næsta ári en áður var spáð og að jafnvægi í efnahagsmálum náist fyrr en áður var gert ráð fyrir. Það eru góðar fréttir.</p> <p>Það er afar mikilvægt að átta sig á þessari nýju og breyttu stöðu í íslensku efnahagslífi. Það hefur út af fyrir sig alltaf legið fyrir að gengi krónunnar hækkaði á meðan framkvæmdirnar væru í hámarki og síðan gengi sú hækkun til baka. Innkoma erlendra aðila með útgáfu verðbréfa tafði fyrir þessari gengislækkun og flestir reiknuðu ekki með henni fyrr en á síðari hluta þessa árs. Sú mikla gengisaðlögun sem nú hefur orðið kemur því bæði hraðar og fyrr en búist var við.</p> <p>Ennfremur hefur legið fyrir að erfitt gæti reynst að halda verðbólgunni innan þolmarka Seðlabankans á sama tíma og framkvæmdirnar væru í hámarki. Þess vegna var alltaf búist við að það reyndi mjög á peningamálastjórnina. Breytingarnar á íbúðalánamarkaði hafa ekki auðveldað það viðfangsefni.</p> <p>Mér finnst þó mikilvægt að benda á tvö atriði í þessu samhengi. Í fyrsta lagi að nálægt tveir/þriðju hlutar verðbólgunnar stafa af hækkun húsnæðisverðs. Í öðru lagi að önnur verðhækkunartilefni hafa verið minni m.a. vegna áhrifa vaxtahækkana Seðlabankans á gengið til hækkunar. Á mælikvarða samræmdrar vísitölu eins og hún er reiknuð út af Evrópsku hagstofunni, en þar er litið framhjá hækkun íbúðaverðs, erum við Íslendingar með einhverja lægstu verðbólgu í Evrópu.</p> <p>Það má búast við einhverju verðbólguskoti á næstunni vegna lækkunar gengisins síðustu vikur sem mun væntanlega draga úr eyðslu heimilanna. Á móti vegur að öllum líkindum lítil sem engin hækkun íbúðaverðs og sumir eru jafnvel að spá lækkun þess á næstu mánuðum.</p> <h3 align="center"><br /> IV</h3> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Í ljósi þeirrar jákvæðu þróunar sem orðið hefur í íslensku efnahagslífi undanfarin misseri og þeirrar öflugu uppbyggingar sem átt hefur sér stað hefur verið sérkennilegt að fylgjast með þeirri neikvæðu og villandi umræðu sem birst hefur að undanförnu í nokkrum erlendum fjölmiðlum. Oftar en ekki hefur mátt rekja þessi skrif til óvandaðrar umfjöllunar greiningardeilda erlendra banka sem eru í beinni samkeppni við íslenska banka.</p> <p>Það er auðvelt að hrekja slíkan villandi málflutning með því að leiða fram staðreyndir sem byggja á opinberum og alþjóðlegum hagtölum. Enda hafa öll matsfyrirtækin og OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn staðfest sitt jákvæða mat á stöðu og horfum í íslensku efnahagslífi. Grundvöllur slíkra ákvarðana eru einmitt opinberar hagtölur og staðgóð þekking á íslensku efnahagslífi. Því miður virðist slíkri þekkingu og viðleitni ekki fyrir að fara hjá hluta þeirra sem hafa tekið sér það fyrir hendur að gefa sitt álit á íslensku efnahagslífi.</p> <p>Ég verð að játa að slík umræða kemur mér ekki á óvart. Öll sókn og framþróun kallar á átök og allt sem gert er hefur sína kosti og galla. Kyrrstaða er að mínu mati aldrei kostur og sem betur fer ríkir ekkert logn í íslensku hagkerfi um þessar mundir. Í öllu þessu umróti er ríkari tilhneiging til að draga fram gallana og það neikvæða en kostina og hið jákvæða. Þrátt fyrir það verðum við að þola storminn og gera okkar ítrasta til að sannfæra aðra um að við getum haldið áfram á þeirri sóknarbraut sem einkennt hefur íslenskt efnahagslíf að undanförnu. Aðalatriðið er að við höfum sjálf trú á þessari stefnu. Ég hef aldrei efast um að íslenskt þjóðfélag væri á réttri braut á undanförnum árum.</p> <p>Þær skipulagsbreytingar sem hér hafa orðið á síðustu árum hafa skilað sér í miklum vexti bankakerfisins. Íslensku bankarnir eru orðnir að alþjóðlegum fjármálaþjónustu-fyrirtækjum með stóran hluta af eignum sínum í alþjóðlegri starfsemi. Það hefur stuðlað að bættri áhættudreifingu í starfsemi þeirra.</p> <h3 align="center"><br /> V</h3> <p>En það eru ekki bara fjármálafyrirtækin sem hafa dafnað vel. Það er líka ánægjulegt að sjá þá miklu grósku sem einkennir önnur fyrirtæki um þessar mundir. Bæði gömul og rótgróin fyrirtæki sem mörg hver hafa gengið í gegnum miklar skipulagsbreytingar og eins hafa orðið hér til ný og öflug fyrirtæki á mörgum sviðum. Þótt sjávarútvegur sé áfram ein af okkar mikilvægustu atvinnugreinum eru stoðirnar undir efnahagslífinu orðnar miklu fjölbreyttari en áður var. Sérstaklega má nefna ferðaþjónustu sem er orðin þriðja stærsta atvinnugreinin, næst á eftir sjávarútvegi og stóriðju.</p> <p>Ég nefni líka hin fjölmörgu fyrirtæki í hátækniiðnaði, svo sem líftækni- og lyfjafyrirtæki, tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki og véla- og rafeindabúnaðarfyrirtæki. Vaxandi fjölbreytni atvinnustarfseminnar styrkir íslenska hagkerfið og gerir það síður viðkvæmt fyrir sveiflum í einstökum atvinnugreinum.</p> <p>Stjórnvöld hafa nýtt góða stöðu ríkisfjármála m.a. til að leggja mikilvægan grunn að nýbreytni í atvinnulífi framtíðarinnar með því að stórauka framlög til menntunar og treysta nýsköpun í landinu. Þannig hafa framlög ríkisins til háskólastigsins aukist um 80% að raungildi undanfarin 8 ár og nema í ár tæpum 17 milljörðum króna. Þá hafa árleg framlög ríkisins til vísinda- og tæknirannsókna aukist um 1 milljarð króna á undanförnum 3 árum.</p> <p>Á næstu árum er nauðsynlegt að halda áfram á þessari braut með það að markmiði að treysta samkeppnisstöðu Íslands á tímum alþjóðavæðingar. Það skiptir einnig miklu máli að fyrirtækin í landinu leggi fram sinn skerf til menntunar, rannsókna og þróunarstarfs. Þær hugmyndir sem fram koma í frumvörpum iðnaðar- og viðskiptaráðherra um sameiningu nokkurra stofnana undir merkjum svokallaðrar Nýsköpunarmiðstöðvar eru enn eitt dæmið um þá áherslu sem ríkisstjórnin leggur á þennan málaflokk.</p> <p>Við þurfum að horfa til allra átta þegar kemur að atvinnuuppbyggingu. Þannig eigum við að nýta þær auðlindir sem við ráðum yfir með skynsamlegum hætti. Þetta höfum við gert með góðum árangri og þær miklu framkvæmdir sem nú standa yfir hafa ótvírætt treyst atvinnu- og efnahagslífið í landinu og innan skamms sjáum við hvernig afraksturinn kemur til með að skila sér í gegnum stórauknar útflutningstekjur sem hefur jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn.</p> <h3 align="center"><br /> VI</h3> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Þótt fortíðin sé allra góðra gjalda verð og “...að henni verði að hyggja...” eins og skáldið sagði, er það framtíðin sem skiptir sköpum. Mín lokaorð munu þess vegna snúa að framtíðinni í íslensku efnahagslífi.</p> <p>Íbúðalánasjóður hefur verið mikið í umræðunni. Stjórnvöld hafa leitt þróun lánamöguleika á íbúðalánamarkaði allt þar til fyrir rúmu ári síðan að bankar og sparisjóðir komu af krafti inn á lánamarkaðinn. Ég fagna innkomu bankanna um leið og ég hef hvatt til að varfærni sé gætt í útlánum. Þessi breyting hefur jafnframt vakið spurningar um hvert hlutverk stjórnvalda eigi að vera á íbúðalánamarkaði og hvernig því hlutverki verði best sinnt. Til að svara þeirri spurningu hefur stýrihópur á vegum félagsmálaráðuneytis efnt til víðtæks samráðs um hlutverk og aðkomu stjórnvalda að íbúðalánamarkaðnum. Lögð hefur verið áhersla á það í vinnu hópsins að við þær breytingar verði í engu fórnað þeim pólitísku markmiðum sem stjórnvöld hafa gert Íbúðalánasjóði að starfa eftir. Með því er átt við hvernig hið opinbera geti áfram tryggt aðgang landsmanna allra, sem á annað borð uppfylla tiltekin lágmarksskilyrði, að íbúðalánum á hagstæðum kjörum án tillits til búsetu, líkt og verið hefur. Áfangaálit stýrihópsins liggur nú fyrir og eftir helgi verða kynnt næstu skref í málinu. Ég tel mikilvægt að víðtæk samstaða náist um fyrirhugaðar breytingar á starfsemi Íbúðalánasjóðs og að unnið verði að nánari útfærslu á þeim á næstu mánuðum og lagafrumvarp verði lagt fram á haustþingi þannig að nýtt fyrirkomulag geti tekið gildi um næstu áramót.</p> <p>Ég vil einnig leggja áherslu á mikilvægi þess að þær hugmyndir um frekari uppbyggingu stóriðju sem hafa verið í umræðunni verði að veruleika á næstu 10-15 árum. Það mun skila sér í áframhaldandi miklum hagvexti á bilinu 3-4% á ári. Verkefni ríkisstjórnarinnar er að tryggja að þessi uppbygging falli vel að okkar efnahagslega veruleika og dreifist þannig að stöðugleikanum verði ekki stefnt í hættu. Það er forsenda slíkrar uppbyggingar. Kyrrstöðumennirnir vilja koma í veg fyrir frekari nýtingu orkulindanna til stóriðju. Það er vissulega valkostur en fróðlegt væri að sjá einhverja af hinum afkastamiklu greiningardeildum bankanna reikna út áhrif þessa valkosts á þjóðarhag á næstu árum.</p> <p>Þá tel ég afar brýnt að stjórnvöld beiti sér fyrir auknu upplýsingastreymi og gegnsæi um stöðu íslenskra efnahagsmála gagnvart erlendum aðilum. Við lifum í breyttum heimi þar sem öllu máli skiptir að koma staðreyndum og réttum upplýsingum á framfæri þannig að menn geti betur áttað sig á því hvað er rétt og hvað rangt í umfjöllun hinna ýmsu aðila um íslensk efnahagsmál, ekki síst um fjármagnsmarkaðinn.</p> <p>Ég hef rætt við forsvarsmenn bankanna um að þeir taki þátt í sérstöku kynningarátaki, í samvinnu við forsætisráðuneytið, um stöðu íslenskra efnahagsmála. Hér þarf sérstaklega að koma því á framfæri að styrkur og sveigjanleiki íslensks efnahagslífs til að takast á við utanaðkomandi sveiflur er mun meiri nú en áður var og það er því betur í stakk búið en áður að takast á við hugsanleg vandamál sem upp kunna að koma. Sama máli gegnir um stöðu íslensks fjármálamarkaðar sem er traust eins og hefur verið ítrekað staðfest af alþjóðlegu matsfyrirtækjunum, auk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD. Ísland er hins vegar lítið land og við þurfum enn frekar á því að halda að okkar sjónarmið komist á framfæri.</p> <h3 align="center"><br /> VII</h3> <p>Góðir fundarmenn.</p> <p>Ég gerði það sérstaklega að umtalsefni á síðasta ársfundi hvað íslenskt þjóðfélag hefði gengið í gegnum örar breytingar á undanförnum árum. Ég stend við það sem ég sagði þá og gott betur. Það er satt að segja ótrúlegt að horfa á þær framfarir sem orðið hafa á íslensku efnahags- og atvinnulífi á undanförnum árum, bæði innanlands og erlendis. Það skiptir miklu máli að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að greiða fyrir því að þessi þróun geti haldið áfram. Að því munum við vinna.</p> <p>Ég vil að lokum þakka stjórnendum Seðlabankans gott samstarf á liðnu ári og starfsfólki bankans fyrir vel unnin störf. Það verður væntanlega enginn skortur á verkefnum hjá ykkur á næstunni og ég veit að þið munuð hér eftir sem hingað til sinna þeim verkefnum með hagsmuni þjóðarbúsins alls að leiðarljósi.</p> <br /> <br />

2006-03-24 00:00:0024. mars 2006Kvöldverðarboð forseta Íslands á Bessastöðum

<h2 align="center">Address<br /> by Prime Minister Halldór Ásgrímsson<br /> at Bessastaðir, March 24th 2006</h2> <p>Mr. President, Madame Moussaieff. Honoured guests, ladies and gentlemen.</p> <p>I am certain that I speak for all of us as I thank the President and his wife for their hospitality and this magnificent dinner here at Bessastaðir tonight. That reminds me of the recent remarks by the President, where he asserted that distinguished guests that visited Bessastaðir, diplomats among them, greatly appreciated traditional Icelandic food, particularly skyr but also the so-called Thorri cuisine, which includes mutton cured in sour milk, cured shark and ram’s testicles.</p> <p>When I heard these remarks of our host I was reminded of John Steinbeck, the American novelist, who said that a true diplomat was a gentleman who reflected twice before he said nothing. I shall let it be unsaid whether foreign diplomats and other distinguished guests have attained new highs in tact and courage or whether the popularity of the Thorri cuisine is one more example of the powers of globalisation. But I would consider it a remarkable achievement in marketing if sheep heads became a popular food in foreign lands.</p> <p>In any case, we often speak of globalisation when we describe the currents that prevail in world events today. Icelandic companies have been active in participating in the international marketplace and their achievements have been nothing less than phenomenal. Let me say that I am proud of Icelandic entrepreneurs and I regret the negative commentary abroad as well as here at home, where our banking system and even or national economy are being called into question. The debate is generally unbalanced and full of misconceptions. The criticism of the banks often stems from their competitors. The simple fact is that the state of the banks is sound. This is not only my opinion but also that of the Central Bank, the Financial Supervisory Authority and all the major international credit rating agencies. The economy is also sound. Economic growth has been about 5 per cent a year in recent years, unemployment has been one of the lowest in the world, Treasury finances are in goods shape and public debt is low relative to other countries. Household debt has on the other hand increased but this is mirrored in rising assets, and household purchasing power has actually increased by 60 per cent for the last ten year.<br /> <br /> The criticism emanating from abroad stems in part from a lack of understanding of Icelandic special circumstances. In a small economy, ratios can be deceiving. For example, we are currently in the midst of the largest construction project in Icelandic history in the eastern part of the country. This project has a large but temporary impact on our small economy. This is understandable, but not to one and all. It took us a long time and protracted negotiations to achieve recognition for Iceland’s special position that led to the Kyoto Protocol. A special clause relating to Iceland was finally agreed to, which enables us to harness environmentally friendly energy for our industries. These are large and important figures for our economy but hardly measurable in a global context. The same may be said of the activities of the banks here. Their operations are large in an Icelandic context but small in an international setting. A discussion of the state of the banks generally centres on their debts but speaks little of their assets.</p> <p>It is often stated that we are skating on thin ice. But let us bear in mind that diplomacy is the art of skating on thin ice without getting into deep water. And there is no reason to think that we are getting into deep water. The events of these past few days have, however, clearly demonstrated to us how a small currency can be vulnerable in the free flow of international financial markets. We will of course learn our lesson in this regard.</p> <p>It is always the duty of the Government to review Iceland’s position in an ever-changing world, and how our interest can best be preserved in the present and for the future. Iceland has always supported the trans-Atlantic relations. We believe that a close co-operation between Europe and North America has been crucial for security on both sides of the Atlantic. During the Second World War, close relations were created between Iceland on one hand and Britain and the United States on the other. We have appreciated and sought to foster these relationships ever since. The Icelandic nation is truly small, much dependent upon international co-operation in most areas, especially in commerce, defence and security. We have, therefore, emphasised our co-operation with the nations of the world, especially in Europe and North America, but with an ever-changing global environment we are developing ties with an increasing number of nations. Our opening of embassies in China, Japan, South Africa and most recently in India should be seen as part of our endeavour in this direction.</p> <p>It is also evident that we need co-operation to ensure sufficient security in the North Atlantic. There are about 91,000 flights that go through Icelandic airspace every year and 61,000 take-offs and landings in Keflavik Airport. Some 1,600 ships arrive in Icelandic ports from abroad annually. The security of Keflavik Airport is therefore closely related to the security of those who cross the Atlantic, which we are determined to secure.</p> <p>Our partnership within NATO has always been satisfactory, especially our co-operation with the United States. At present, the United States has decided to considerably reduce its defence presence at Keflavik Airport. There are tasks ahead of us that we must address quickly. For example, we must probably undertake short-term measures to ensure a sufficient search and rescue capability around Iceland. We would have preferred to solve this permanently at the outset with the purchase of new helicopters and crew training. This is hardly possible now because of how fast events are unfolding.</p> <p>One thing is, however, certain. Iceland is in the middle of the Atlantic Ocean and we have equally looked towards Europe and North America in order to safeguard our interests, and we will always be spokesmen for close relations across the Atlantic. Still, we are a European nation, and the decision of the United States to greatly reduce its defence presence at Keflavik will bring Iceland closer to Europe, and further away from North America.</p> <p>We certainly live in a changing world. NATO is and will be important to us. We fully support its efforts in the cause of peace and democracy. We are more than prepared to contribute our part in order to strengthen its role in changing circumstances, also in new areas. But the fact remains that the Alliance is an Atlantic alliance, and around the Atlantic is where it primarily belongs. The Atlantic Ocean surrounds Iceland more than any other country and this same ocean connects Europe with North America. I hope the time will never come when the view becomes prevalent that the ocean separates us. In that case, it would be the beginning to the end of trans-Atlantic relations and of NATO.</p> <p>Finally, I would like to thank the good and productive co-operation with those foreign representatives that are present here tonight. Mr. President, Dorrit, I speak on behalf of us all when I thank you again for a most enjoyable evening. Honoured guests, I ask you to stand up and drink a toast in honour of our hosts.</p> <br /> <br />

2006-03-17 00:00:0017. mars 2006Ræða Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á Iðnþingi 17. mars 2006

<p>Fundarstjóri, ágætu fundarmenn,</p> <p>Ég vil byrja á því að þakka Samtökum iðnaðarins fyrir að bjóða mér að ávarpa Iðnþing þetta árið og gera nýsköpun í hnattvæddum heimi að umræðuefni.</p> <p>Áhrif hnattvæðingar á íslenskt efnahags- og atvinnulíf hafa lengi verið mér hugleikin. Nú síðast urðu þau mér ljós í ferð minni til Lundúna í síðasta mánuði þar sem ég tók hús á fyrirtækjum í íslenskri eigu. Vöxtur þeirra á erlendri grund hefur verið ævintýri líkastur. Á Bretlandi einu vinna um 70-80.000 manns hjá fyrirtækjum í íslenskri eigu og samkvæmt nýlegri úttekt Viðskiptablaðsins starfa tæplega 105.000 manns í 14 löndum á vegum íslenskra fyrirtækja, sem er sami fjöldi og stundar atvinnu hér á höfuðborgarsvæðinu.</p> <h3>Breytt þjóðfélag skapaði tækifæri</h3> <p>Hnattvæðingunni er ýmist hampað eða hallmælt og vissulega felast í henni jafnt tækifæri sem áskoranir. Ég hef þá tilhneigingu að horfa til tækifæranna í lífinu almennt og tel reyndar að íslenskt efnahags- og atvinnulíf hafi notið einkar góðs af þeim straumum og stefnum sem að jafnaði eru talin fylgifiskar hnattvæðingar. Ég nefni sölu á hlut ríkisins í fyrirtækjum í samkeppnisrekstri sem aukið hefur frjálsræði og fjölbreytileika í íslensku atvinnulífi til muna. Sala bankanna og vöxtur þeirra á óumdeilanlega hvað stærstan þátt í markaðssókn íslenskra fyrirtækja á erlendri grund og sala Landssíma Íslands hf. á síðasta ári gerir ríkisvaldinu kleift að greiða niður erlendar skuldir og styðja við ýmis þörf samfélagsleg verkefni. Alls hefur einkavæðing ríkisfyrirtækja á síðustu 14 árum skilað rúmum 140 milljörðum króna í ríkissjóð. Það er umtalsvert fé sem áður var bundið í rekstri fyrirtækja.</p> <p>Ég nefni aðild okkar að evrópska efnahagssvæðinu og fjórfrelsið svokallaða sem tryggir okkur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins. Þá nefni ég breytingar sem gerðar hafa verið á skattaumhverfinu hér á landi og atvinnulífið hefur notið góðs af. Fyrir vikið eru skattar á fyrirtæki og fjármagn meðal þeirra allra lægstu í Evrópu, en satt að segja finnst mér stundum að sú staðreynd fari fyrir lítið í allri umræðunni.</p> <p>Vitanlega þurfti samstillt átak til að hrinda þessum breytingum í framkvæmd og þær hafa ekki alltaf verið auðveldar. En að mínu viti voru þessar aðgerðir óhjákvæmilegar svo íslenskt atvinnulíf gæti nýtt sér tækifærin sem felast í hnattvæðingunni.</p> <p>Og ég fæ ekki betur séð en að íslensk fyrirtæki hafi nýtt sér tækifærin til fullnustu. Áður hef ég nefnt og orðið vitni að vexti og framrás fyrirtækja á erlendri grund. Virði hlutabréfa fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands hefur meira en þrefaldast síðustu þrjú ár og staða lífeyrissjóðanna hefur aldrei verið sterkari. Hvert fyrirtækið af öðru hefur lýst yfir methagnaði á síðasta ári og horfur til áframhaldandi vaxtar eru taldar góðar. Ísland telst samkeppnishæfasta ríki Evrópu og er í fimmta sæti á heimsvísu. Virtar alþjóðastofnanir og matsfyrirtæki staðfesta reglulega gott ástand efnahagsmála hér á landi, síðast í gær þegar Standard og Poor´s staðfesti óbreytt lánshæfismat íslenska ríkisins og óbreyttar horfur. Við erum vitanlega ekki þjóð án vandamála og sumar atvinnugreinar eiga erfitt uppdráttar í augnablikinu, en heildarmyndin er hagstæð og í henni felast mörg tækifæri, meðal annars á sviði nýsköpunar.</p> <h3>Öflug fjármálafyrirtæki forsenda útrásar</h3> <p>Í ljósi þessa skýtur nokkuð skökku við sú neikvæða umræða sem gætt hefur hérlendis og erlendis um stöðu íslenska bankakerfisins og jafnvel íslenska hagkerfisins. Staðreyndin er sú að staða bankanna er mjög traust. Það hefur margsinnis verið staðfest af hálfu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins á undanförnum mánuðum. Að mati þessara aðila hefur ekkert nýtt komið fram um stöðu bankanna sem breytir þessu áliti. Lagaleg umgjörð fjármálastarfseminnar hér á landi er traust og í fullu samræmi við alþjóðareglur. Enn frekari vitnisburð um sterka stöðu íslenskra fjármálafyrirtækja er að finna í nýlegum umsögnum matsfyrirtækjanna Moody’s og Fitch um íslenska bankakerfið sem hafa bæði staðfest óbreytt lánshæfismat bankanna. Eiginfjárhlutföll þessara fyrirtækja hafa aldrei verið hærri og ljóst að þau geta mætt verulegum áföllum.</p> <p>Ég vil líka vekja athygli á því, sem vill stundum gleymast, að ein helsta forsenda þess að Íslendingar geti tekið virkan þátt í hnattvæðingunni eru öflug fjármálafyrirtæki. Við höfum eignast þau. Fjármálafyrirtækin okkar hafa verið drifkrafturinn í vexti íslenskra fyrirtækja erlendis sem haft hafa djörfung og þor. Því hefur verið haldið fram að bankarnir og fjárfestar hafi farið of geyst og kunni ekki fótum sínum forráð. Ég er ekki sammála þessu. Styrkur íslenskra fyrirtækja í útrásinni og hnattvæðingunni er ekki síst sá að þau hafa kjark og burði til að taka skjótar ákvarðanir. Ég nefni sem dæmi Baug, Bakkavör, Fons, Actavis, Avion Group og FL Group sem náð hafa eftirtektarverðum árangri í fjárfestingum sínum erlendis. Halda menn til dæmis að Magasin du Nord og Iceland verslunarkeðjan væru í íslenskri eigu ef umræddir kaupendur hefðu sest niður og ætlað sér að skoða málið í rólegheitunum? Alveg örugglega ekki. Kauptækifærið hefði einfaldlega runnið þeim úr greipum. Lögmál hins hnattvædda viðskipta- og fjármálaheims eru einfaldlega gerbreytt og allt önnur en t.d. í stjórnmálum sem mér virðast því miður einkennast í auknum mæli af tækifærismennsku, villandi málflutningi og jafnvel málþófi, eins og við höfum séð á Alþingi undanfarna daga. Í heimi viðskipta hrökkva umræðustjórnmál hins vegar skammt.</p> <p>Ég dáist að því hve mörg íslensk fyrirtæki hafa vaxið hratt. Ég dáist að djörfung margra. Ég harma hins vegar neikvæða og ósanngjarna umfjöllun um íslenskt atvinnulíf erlendis og hér heima. Hins vegar verður atvinnulífið líka að líta í eigin barm og draga sinn lærdóm, t.d. að því er varðar mikilvægi gegnsæis og þess að standa vel að allri upplýsingagjöf.</p> <h3>Framleiðslu- og hátæknigeirinn ekki andstæðir pólar</h3> <p>Umræðan um hugsanlegar stóriðjuframkvæmdir og áhrif þess á efnahags- og atvinnulífið ber um margt sömu merki og umræðan um bankana og útrás íslenskra fyrirtækja og er ekki alltaf málefnanleg og reyndar oft beinlínis villandi og byggð á miklum ranghugmyndum. Þannig er í fyrsta lagi rétt að undirstrika að engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um frekari stóriðjuframkvæmdir. Í öðru lagi, komi til frekari uppbyggingar stóriðju hér á landi, verða slíkar framkvæmdir vandlega tímasettar með tilliti til áhrifa á efnahagslífið og aðrar atvinnugreinar. Hér munum við setja stöðugleikann í efnahagsmálum í öndvegi og ekki taka neinar ákvarðanir sem geta raskað honum. Þetta getur þýtt það að við þurfum að endurskoða einhverjar ákvarðanir um opinberar framkvæmdir og það munum við gera ef þörf krefur. Það er hins vegar ótímabært að ræða slík mál á þessari stundu, en menn hljóta að sjá hve mikilvægt er að horfa til allra tækifæra nú þegar grundvallarbreyting verður á einum stærsta vinnustað þjóðarinnar.</p> <p>Mér finnst líka mjög villandi að tala um stóriðju og hátæknigreinar sem tvo andstæða póla þar sem menn geti bara valið annan kostinn. Þetta er að mínu mati alrangt. Þvert á móti eru stóriðjufyrirtækin háþróuð og afar tæknivædd fyrirtæki með vel launað og vel menntað starfsfólk. Við þurfum þess vegna að komast upp úr þeim hjólförum að framleiðsla og þjónusta geti ekki haldist í hendur. Höfum hugfast að það eru fyrst og síðast hinar hefðbundnu framleiðslugreinar sem lagt hafa grunninn að stórauknum hagvexti og stöðugleika í okkar efnahagslífi, sem aftur hefur gefið fyrirtækjum í þjónustugreinum tækifæri til vaxtar og útrásar. Á þessum stöðugleika þurfum við áfram að halda og byggja á.</p> <p>Það er líka sjálfgefið, að mínu viti, að hlutur þjónustu- og hátæknigreina muni aukast á komandi árum. Það er beinlínis fýsilegt og að því er stefnt. En það þýðir ekki að uppbygging í hefðbundnum framleiðslugreinum stöðvist. Formaður Samtaka iðnaðarins hefur lýst þeirri skoðun sinni að uppbygging hátækniiðnaðar gerist ekki sjálfkrafa. Því er ég sammála, en ég vil bæta við að uppbygging greinanna geti vel farið samhliða. Allt helst þetta í hendur.</p> <h3>Mótlæti skapar tækifæri</h3> <p>Við megum heldur ekki líta framhjá því að mótlæti getur falið í sér tækifæri. Fræðikona orðaði það þannig í viðtali í vikunni að þegar ein hurð lokaðist opnuðust kannski nokkrar aðrar. Þessu er t.d. farið á Reykjanesi þar sem við blasir gífurleg uppstokkun á sviði atvinnumála við brotthvarf varnarliðsins á næstunni. Það er að sönnu mikið áfall fyrir byggðarlög þar í kring og þær hundruðir manna sem þar vinna og hafa jafnvel gert árum og áratugum saman. En við megum heldur ekki gleyma því að tækifærin eru líka margvísleg og að mikilvægt er fyrir okkur að horfa til framtíðar á eigin forsendum.</p> <p>Sóknarfærin eru fjölmörg og uppbygging á sviði ferðaþjónustu og við flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur verið gríðarleg á undanförnum árum. Við eigum að horfa til enn frekari vaxtar á þessum sviðum, til tækifæra sem felast í forystu Íslendinga í alþjóðlegum flugrekstri og til metnaðarfullra áforma stjórnvalda um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð. Tækifærin eru hvarvetna.</p> <h3>Nýsköpun og menntun undirstaða vaxtar</h3> <p>Ég hef áður ítrekað mikilvægi menntunar og nýsköpunar fyrir framþróun í íslensku atvinnulífi í hnattvæddum heimi. Þegar á árinu 1996 mótaði ríkisstjórnin sér þá stefnu að staðsetja Ísland í fararbroddi þjóða í nýtingu upplýsingatækni. Nú er svo komið að tölvuvæðing og notkun fjarskiptatækni er almennari á Íslandi en víðast hvar annars staðar. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á að vinna með íslenskum fyrirtækjum að þróun hugbúnaðar við innleiðingu á rafrænni stjórnsýslu og innleiðingu nýrra lausna. Framgangur íslenskra athafnamanna er ekki síst því að þakka að Íslendingar voru fljótir að átta sig á þeim gjörbreyttu möguleikum í gagnavinnslu og alþjóðasamskiptum sem ný tækni hefur boðið upp á.</p> <p>Menntakerfið þarf að þróast í takt við alþjóðlegar kröfur atvinnulífsins þar sem lögð er áhersla á skapandi hugsun, tungumálakunnáttu, raungreinar og siðferði og stutt sé við frumkvæði og framtakssemi einstaklingsins. Nemendum á háskólastigi hefur fjölgað um 75% frá árinu 1997 og rektor Háskóla Íslands sagðist á dögunum vilja skipa HÍ í röð þeirra 100 bestu í heiminum. Það er metnaðarfullt og verðugt markmið sem krefst samstillts átaks margra aðila.</p> <p>Undir merkjum Vísinda- og tækniráðs hafa stjórnvöld á síðustu þremur árum meira en tvöfaldað framlög til opinberra samkeppnissjóða. Háskólar undirbúa nú fleiri nemendur en nokkru sinni áður til starfa sem krefjast vísindalegra vinnubragða, þekkingar og færni. Þá er verið að stokka upp skipulag og starfsemi rannsóknastofnana ríkisins með það að markmiði að efla nýsköpun í atvinnulífinu. Ég vil gjarnan sjá atvinnulífið verða virkari þátttakendur í þessu starfi rannsókna og þróunar með háskólum og rannsóknastofum. Ég vil þannig sjá atvinnulífið koma með auknum krafti inn í Vísinda- og tækniráð og taka þátt í að skipuleggja samræmda sókn ríkis og einkaaðila í menntun og vísindarannsóknum sem hafi það að markmiði að stórauka hlutfall hátæknigreina í útflutningstekjum Íslendinga á næstu árum.</p> <p>Í kjölfar sölunnar á Landssíma Íslands hf. ákvað ríkisstjórnin að leggja 2,5 milljarða króna til nýsköpunar í atvinnulífinu á næstu árum. Þar af er áætlað að 1,5 milljarður renni í sjóð sem lífeyrissjóðir, fjármálafyrirtæki og aðrir legðu verulegt fjármagn á móti. Ég vonast til að stofnfé slíks sjóðs gæti orðið á bilinu 6-10 milljarðar og hlutfall ríkisins yrði um 20-25%. Með þessu móti getur atvinnulífið komið sínum áherslum í nýsköpun og þróun á framfæri og stutt sprotafyrirtæki á fyrri stigum með nauðsynlegu áhættufjármagni. Þetta fyrirkomulag yrði í takt við óskir og þarfir atvinnulífsins og endurspeglar ennfremur þann vilja ríkisstjórnarinnar að atvinnulífið taki virkari þátt í nýsköpun, rannsóknum og þróun. Við höfum svo sannarlega dæmi um íslensk sprotafyrirtæki sem hafa komist á legg og nýtt sér tækifæri hnattvæðingarinnar. Ég nefni hér Marel og Össur sem dæmi. Við þurfum að fjölga slíkum dæmum og höfum forsendur til þess.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur staðið að fleiri umbótum í þágu nýsköpunar. Fyrr í vikunni var ákveðið að ráðast í skattalegar umbætur sem nýtast sérstaklega fyrirtækjum á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Þá verður skipuð nefnd sem leggja mun mat á reynslu annarra þjóða af því að veita slíkum fyrirtækjum sérstakar skattaívilnanir. Þá teldi ég eðlilegt að skoða frekar þann þátt virðisaukaskattkerfisins sem leitt getur til óeðlilegs samkeppnisforskots opinberra stofnanna og annarra sem utan kerfisins standa. Birtingarmynd þessa er t.a.m. uppbygging tölvudeilda innan opinberra stofnana sem gengur í berhögg við þá stefnu stjórnvalda að bjóða út þess konar þjónustu.</p> <p>Endurskoðun á Stjórnarráðinu stendur fyrir dyrum í því augnamiði að heimfæra skipan ráðuneyta að breyttum þjóðfélagsháttum og þörfum atvinnulífsins. Sendiráð Íslands á Indlandi, sem sett var á fót í síðasta mánuði, er eitt dæmið enn um viðleitni stjórnvalda til að aðstoða viðskiptalífið í útrás sinni og vexti.</p> <h3>Staða Íslands í alþjóðasamfélaginu</h3> <p>Framtíðarsýn fyrir atvinnulífið á Íslandi og staða okkar í hinum hnattvædda heimi tengist umræðu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ég spáði því á Viðskiptaþingi í síðasta mánuði að Ísland verði fullgildur aðili að Evrópusambandinu árið 2015. Mörgum þótti það glannalegur spádómur og mér hefur reyndar verið legið á hálsi að vera ekki sérstaklega spámannlega vaxinn þar sem mér mistókst að spá réttilega fyrir um úrslit í leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni! Þar af leiðandi hljóti ég að spá ranglega fyrir um Evrópusambandsaðild!</p> <p>Einungis tíminn leiðir það í ljós en ég stend við þennan spádóm minn og tel að ráðandi þáttur í ákvarðanatöku okkar verði þróun myntbandalagsins. Taki Bretar, Danir og Svíar upp evruna, og það skyldum við ekki útiloka í framtíðinni, mun hátt í þrír fjórðu af okkar vöruútflutningi vera í evrum. Þá verðum við að viðurkenna að sveiflur í gengi íslensku krónunnar eru vandamál, ekki síður nú í hinu hnattvædda hagkerfi, eins og nýleg dæmi sanna. Og það eru ekki síst sprotafyrirtækin og útflutningsfyrirtækin sem eru viðkvæmust fyrir gengissveiflum.</p> <p>Það er skylda okkar allra að velta fyrir okkur stöðu Íslands í hnattvæðingunni og hvernig hagsmunum okkar verði best fyrir komið í framtíðinni. Eitt veit ég - á allra næstu árum mun fara fram umræða um stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, ekki síst vegna þess að á næstu vikum og mánuðum mun reyna á hvort og hvernig Bandaríkjamenn munu standa við varnarskuldbindingar sínar gagnvart Íslandi.</p> <p>Ég hef gjarnan haft á orði að smáþjóðir þurfi að hugsa stórt. Heimsókn mín til Bretlands, sem ég vísaði til í upphafi máls mín, færði mér heim sanninn að íslensk fyrirtæki taka virkan þátt og eiga fullt erindi á markaðstorg heimsvæðingarinnar. Í okkur Íslendingum býr ennþá sú áræðni og kjarkur sem einkenndi landnámsmenn okkar á fyrri tímum og ég er þess fullviss að þessir eiginleikar skili atvinnulífinu, sem og þjóðinni allri, áframhaldandi og aukinni farsæld um ókomna framtíð.</p> <br /> <br />

2006-02-22 00:00:0022. febrúar 2006Íslenskar fjárfestingar í Bretlandi, 22. febrúar 2006 (á ensku)

<h3 align="center">Speech by Prime Minister of Iceland Halldór Ásgrímsson<br /> at the Millennium Hotel</h3> <h2 align="center">“Icelandic investments in the UK – an invasion?”</h2> <p>Ladies and gentlemen,</p> <p>It is a pleasure for me to be here today and have the opportunity to address this distinguished audience. Let me also thank Kaupthing Limited, Singer & Friedlander and New Bond Street Asset Management for organising this event.</p> <p>In the last few years Icelandic investments abroad have increased dramatically. According to a recent survey, foreign firms owned by Icelandic investors employ approximately 104 thousand people in 14 different countries. This is a 25% increase in only one year. For comparison, the labour market in Iceland constitutes some 165 thousand people.</p> <p>Almost 70% of those employed by Icelandic investors abroad are located in Britain. And indeed, we have seen headlines such as “Britain invaded” and “hostile takeover” in both domestic and foreign newspapers, and cartoonists are tireless in illustrating Icelandic businessmen sailing to the coasts of Britain wearing Viking helmets and waving swords.</p> <p>The question I would like to pose here, and hopefully answer, is whether the Icelandic investments abroad, particularly in the UK, are indeed an Icelandic invasion of some sort, or a mere result of what is frequently referred to as globalisation. Or perhaps a combination of both.</p> <p>But first, let me say a few words about the Icelandic economy. Since 2003, Iceland has been one of the fastest growing economies in Europe. Economic growth has been averaging at or above 5% annually. Unemployment is almost non-existing, in fact we have to import labour from other countries in order to fulfil demands in certain sectors, such as the construction industry. Iceland also enjoys one of the highest standards of living in the world. The fiscal situation is sound and the level of public debt is amongst the lowest in the world.</p> <p>This favourable description of the economic situation in Iceland is not only recognised by the Government and our supporters but also by international organisations such as the OECD and the IMF, as well as the major international rating companies, Moody’s, Standard and Poor’s and Fitch International. Furthermore, Iceland tops the league of European nations when it comes to competitiveness, and comes fifth worldwide. Obviously we have our problems, but as a nation we cannot complain when we compare our situation with that of many others.</p> <p>Having said that, let me quickly add that Iceland´s prosperity is a relatively recent phenomenon. Less than a century ago Iceland was a colony and one of the poorest populations in Europe. Also, and less than 25 years ago, the economy was to a great extent isolated. Price setting was centralised and tariffs on trade were high. Corporate taxes were also very high. Imports and exports were both highly regulated and subject to governmental intervention. Furthermore, the economy was very much a one-product economy as fish and fish products were almost the only export items of any value. A good example of our dependence on fish at that time is that until 1973 Iceland was categorised as a developing country by the World Bank because of its excessive dependence on fish.<br /> Consequently, the economy was subject to large fluctuations and the main economic policy tool of the Government was the exchange rate. This was a tool that was time and again used by the Government in order to mitigate the effects of external shocks. As a result, the labour market was unstable with strikes further destabilising the economy. In addition, entrepreneurial activity was limited due to other factors, such as a small domestic market and restraints on expansion to foreign markets. Competition between firms was further limited resulting in low quality output and limited production range. Furthermore, the infrastructure of the country was in many ways unsatisfactory.</p> <p>Ladies and gentlemen,</p> <p>How the isolated island in the north became the modern Iceland of today leads me, at least partly, to answering the question I posed in the beginning. For the last 15 years or so wide-ranging structural changes have taken place in Iceland, which have transformed the Icelandic economy. Let me mention, in my view, the milestones in this respect.</p> <p>Firstly, since 1992, Iceland has actively sold its state-assets. Actually, the largest privatisation in Iceland´s history was successfully executed only last year when Iceland Telecom was sold. Moreover, the privatisation of the three state-owned banks in 1998-2003 has resulted in stronger banks, which are now more willing and more capable to take part in entrepreneurial activities and large-scale investments, domestically and internationally. One of these banks, the host of this event, Kaupthing Bank, has operations in 10 countries and is on the top ten list in Scandinavia when it comes to measuring size, and ranks number 180 worldwide. Later in the week, I will be visiting the other two, which also run branches in various countries with the world as their marketplace.</p> <p>Secondly, the market and tax structure has been modernised allowing businesses and competition to thrive. Here, the EEA agreement has served Icelandic interests well and provided Icelandic businesses and entrepreneurs with good access to European markets. The tax system has gone through a complete overhaul resulting in a much more favourable business climate. Both personal income and corporate taxes have been cut by a large margin. Today, the personal income tax is around 36%, and the corporate tax has been lowered from 51% to 18%, and is now amongst the lowest in Europe. Last but not least the capital income tax, levied on all types of capital income, i.e. capital gains, dividends and interest income, is only 10%.</p> <p>Thirdly, and obviously related to the above-mentioned changes, asset prices have risen dramatically as witnessed by the Iceland Stock Exchange index, which has more than tripled in the last three years. As a matter of fact, the equity market capitalisation as a percentage of GDP in 2005 was 186% in Iceland, compared to 139% in the UK, 136% in the USA, 121% in Sweden and 69% in Norway, to name a few examples. Also, the financial position of the Icelandic pension funds is very strong and their total assets amount to 1.200 billion ISK, which constitutes about 20% more than Iceland´s national income. This means that there is a lot of capital available for investment purposes.</p> <p>Finally, let me say that we have had our fair share of ups and downs in our investments abroad. At first, Icelandic investors invested in the fish industry, often in firms that had run into difficulties. These did not always turn out to be good investments. Then, Icelandic investors started investing in more versatile and better-run companies with growth potentials and strong management teams. These proved to be better investments and, nowadays, Icelandic investors have the self-confidence and, indeed, the capital to take more risks in their investments.</p> <p>These changes have, in a relatively short time-span, contributed to the transformation of the Icelandic economy from being a primary goods producer to a diversified high-technology and service-oriented economy. Although I take great pride in, and even some credit for, these changes, they are not entirely home-made. These changes were vital for Iceland and its business community to face the new challenges, and indeed grasp the opportunities, in an increasingly integrated and interdependent world.</p> <p>Distinguished guests,</p> <p>In my view, it is this environment, these changes - globalisation if you want - that have sparked the dramatic rise in foreign investments amongst Icelandic businessmen here in Britain. So don´t blame our Viking heritage! Instead, we should thank the forces of globalisation!</p> <p>Some still wonder whether there might be an Icelandic element at play here, perhaps an Icelandisation within the globalisation. Some would argue that Icelandic investors are different from, say, Danish investors, or British investors for that matter. A popular notion, again, refers to the Icelandic culture, even mentality - that Icelandic investors are more bold and prone to taking larger risks than others. That there is, after all, a touch of Viking blood in their business approach.</p> <p>While I would hesitate to totally refute this popular notion, because I do think there is some grain of truth in this, I would like to add another explanation, which has to do with smallness. Namely, that Iceland is different in at least one other, and perhaps important, respect. Only last month, Iceland celebrated the birth of its 300.000th inhabitant. And how is this relevant? Well, we are different in the sense, that there are so few of us. The Icelandic companies, for example Baugur Group, Bakkavör Group and Avion Group, which have been actively investing on British soil, or the banks, are after all not that big. It is a well known fact that smaller companies tend to be more focused and can escape from endless administration layers and long decision-making processes. Consequently, Icelandic companies act quickly when the business opportunity reveals itself. And, as we know, when the competition is fierce, acting quickly can determine “the making or breaking” of deals. I think the UK experience bears this out.</p> <p>Ladies and gentlemen,</p> <p>It is not a conincidence that the UK market is so attractive for Icelandic investors. The UK is an open market, which has a liberal and progressive approach to international trade and activities by foreign enterprises. Moreover, Iceland and the UK have a long-standing trade relationship. The UK is Iceland´s biggest export market with 19% of our total export in 2004. Similarly, looking at Icelandic foreign investments, the UK tops the league with 26% of our total investments abroad. These figures do not include our football players, the best of whom we tend to export to England. I believe we now have three players in the Premier League, and I´m hoping to see one of them, Eiður Smári Guðjohnsen, play on Stamford Bridge tonight.</p> <p>Also, and I have heard this on many occasions, we find it quite pleasant to do business in Britain, and with the people of Britain. People here are solid and trustworthy, which are crucial elements when investing and conducting business. Some might add that there are strong similarities between our two island peoples and I think there is an element of truth in that. I also believe that the Icelandic investments here in Britain are beneficial to both countries. According to the survey I referred to before, over 73 thousand people in Britain earn their salaries by working for Icelandic employers. That is a significant number by any standards. Similarly, if Icelandic investments abroad prove profitable, stakeholders in Iceland get their fair share of the profit.</p> <p>While I have been looking at the successful Icelandic investments abroad with great pride, I have also given a profound thought to how we can attract foreign investments to Iceland, especially since evidence shows that the business climate in Iceland is considered one of the most favourable in the world by any standards. While I think the opportunities for foreign investors are abundant in Iceland, I would like to mention one thing in particular. Recently I appointed a high-level commission to look into the necessary prerequisites for attracting international banking and finance to Iceland and explore Iceland’s competitive stand in this respect. As it happens this commission is chaired by Sigurður Einarsson, the chairman of the board of Kaupthing Bank. In a speech I delivered the other day, I articulated the vision that by the year 2015 Iceland would have become an international financial centre. I firmly believe that Iceland has all the foundations for this vision to be realised – a high level of education, favourable business environment and a good infrastructure.</p> <p>Ladies and gentlemen,</p> <p>I have often said that small states must think big. That also applies to the business community. Icelandic investors certainly think big, and they can act quickly. That, along with the changes spurred by increased globalisation, and our long-standing good relations with the people of Britain, ultimately explains why Icelandic investors have chosen Britain as their “battleground” with, however, no invasion or hostile takeover in mind.</p> <p>Thank you.</p> <br /> <br />

2006-02-08 00:00:0008. febrúar 2006Ræða forsætisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, á Viðskiptaþingi, 8. febrúar 2006

<p align="right"><a href="http://eng.forsaetisraduneyti.is/minister/Speeches_HA/nr/2242">English version</a></p> <p align="center"><strong>Ræða forsætisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar,<br /> á Viðskiptaþingi, 8. febrúar 2006</strong></p> <p>Ég vil byrja á að þakka Viðskiptaráði Íslands fyrir að boða til þessa árlega Viðskiptaþings. Þingið hefur markað sér fastan sess í okkar þjóðfélagi á undanförnum árum, ekki síst fyrir það hversu framsækið og áræðið umræðuefnið er hverju sinni. Að þessu sinni er spurt: Hvernig Ísland viljum við sjá árið 2015? Hér er stórt spurt og oft hefur verið sagt að þegar stórt sé spurt verði oft fátt um svör. Ég tel að það eigi þó ekki við að þessu sinni.</p> <h3>Stefnumörkun auðveldari</h3> <p>Skýrsla Viðskiptaráðs Íslands sem hér liggur fyrir gefur góða sýn inn í hugarheim íslensks viðskiptalífs og hugmyndir manna um æskilega þróun íslensks þjóðfélags fram til ársins 2015. Ég fagna þessu framlagi Viðskiptaráðs til uppbyggilegrar umræðu og skoðanaskipta um framtíð okkar lands og get fyrir mitt leyti verið sammála þeim megináherslum sem fram koma í þessari skýrslu.</p> <p>Ég vil þó leyfa mér að vera ósammála upphafsorðum skýrslunnar þar sem segir að tíu ár séu langur tími í stefnumörkun. Það kann að hafa átt við um Ísland fyrir 15 til 20 árum þegar hér var mikill óstöðugleiki í efnahagsmálum. Við þær aðstæður var enginn vegur að hugsa nokkra vitræna hugsun nema til skamms tíma, hvað þá að gera áætlanir til einhverra ára í senn. Menn lifðu frá degi til dags og það gilti jafnt um stjórnendur fyrirtækja, heimilin og okkur stjórnmálamenn.</p> <p>Nú er þetta sem betur fer allt breytt. Efnahagsumhverfið er orðið stöðugt og sama gildir um stjórnmálin. Það er ekki sami grundvallarágreiningur um stefnumörkun og fyrr. Fyrir 20 árum voru menn ósammála um hvaða hlutverki ríkisfjármálin ættu að gegna í efnahagslífinu. Að það skipti yfirhöfuð einhverju máli hvort ríkissjóður væri rekinn með halla eða afgangi. Þetta viðhorf er gjörbreytt og ég hygg að það sé leitun að þeim þingmönnum sem ekki telja að ríkisfjármálin eigi að gegna lykilhlutverki í hagstjórn.</p> <p>Fyrir 20 árum voru menn líka afar ósammála um grundvallarbreytingar í sjávarútvegi sem voru lykilatriði í framþróun efnahagslífsins. Það hefur einnig breyst mikið. Fyrir 10 árum voru menn ósammála um einkavæðingu bankanna og enn eru uppi efasemdir um nýlegar breytingar á fjarskipta- og raforkumarkaði, svo dæmi sé tekið.</p> <p>Hitt er svo annað mál að tölusettar áætlanir eru mikilli óvissu háðar og auðvitað verður óvissan þeim mun meiri því lengra fram í tímann sem horft er. Sem betur fer verður þróunin hins vegar oft betri og hagstæðari en áætlanir gerðu ráð fyrir.</p> <p>Hver hefði til dæmis trúað því á árinu 1995 að kaupmáttur heimilanna ætti eftir að aukast um 60% fram til ársins 2005? Eða að hagvöxtur ætti eftir að aukast um meira en 50%? Ekki einu sinni við sem sátum í ríkisstjórn á þeim tíma hefðum þorað að setja fram slíka bjartsýnisspá enda vorum við, til dæmis í mínum flokki, sökuð um óraunsæi fyrir mun varkárari spár.</p> <h3>Gjörbreytt Ísland</h3> <p>Með samstilltu átaki hefur okkur tekist að umbylta íslensku efnahags- og atvinnulífi og losa um þá fjötra sem það var áður hneppt í. Sala á hlut ríkisins í fyrirtækjum í samkeppnisrekstri var stórt skref í átt til aukins frjálsræðis og fjölbreytileika í íslensku efnahagslífi. Síðastliðin 14 ár hafa 44 slíkar sölur átt sér stað sem hefur skilað ríkinu rúmum 141 milljarði króna á verðlagi í dag. Fé, sem áður var bundið í rekstri fyrirtækja, hefur verið notað til greiðslu skulda og ýmissa annarra samfélagslegra verkefna. Nú síðast var Landssími Íslands seldur fyrir tæpa 67 milljarða. Það er óumdeilt að sala bankanna og vöxtur þeirra síðan eigi hvað stærstan þátt í öflugri markaðssókn íslenskra fyrirtækja á erlenda grund.<br /> Önnur stór skref voru stigin. Ég nefni sérstaklega aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu, sem hefur reynst íslensku þjóðfélagi farsæl. Einnig þau skref sem stigin hafa verið til lækkunar skatta, jafnt hjá einstaklingum sem fyrirtækjum. Þrátt fyrir að skatthlutföll hafi verið lækkuð umtalsvert hafa skatttekjur ríkissjóðs aukist vegna þess hvata og þeirrar örvunar sem þessar skattalækkanir hafa haft í för með sér fyrir efnahagslífið í heild.</p> <p>Hinn gríðarlegi vöxtur í starfsemi íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu verður að skoðast í þessu ljósi. Íslensk fyrirtæki í matvælaiðnaði, lyfjaframleiðslu, flug- og ferðaiðnaði, fiskframleiðslu, fjarskiptum, hönnun og smásöluverslun hafa fært út kvíarnar og hafa á sínum vegum þúsundir starfsmanna víðs vegar um heiminn. Nýleg könnun í Viðskiptablaðinu sýnir að um 104 þúsund manns í 14 löndum utan Íslands sæki vinnu á degi hverjum í fyrirtæki sem eru í íslenskri eigu. Þetta jafngildir þeim fjölda sem sækir vinnu hér á höfuðborgarsvæðinu. Hagnaður íslenskra fyrirtækja og fjárfestingar þeirra erlendis nema í krónum talið fjárlögum íslenska ríkisins. Svona er heimurinn breyttur. Þannig er umhorfs á Íslandi í dag.</p> <p><strong>En hvernig tel ég og hvernig vil ég sjá Ísland á árinu 2015?</strong></p> <h3>Framleiðsla og þjónusta eru ekki andstæður</h3> <p>Ég tel mikilvægt að við höldum áfram því uppbyggingarstarfi sem hér hefur verið í gangi á undanförnum áratug. Við þurfum í fyrsta lagi að tryggja hér áframhaldandi stöðugleika í efnahagsmálum því að það er sá grunnur sem við þurfum á að halda. Hér sé ég fyrir mér og finnst sjálfgefið að við munum sjá áframhaldandi uppbyggingu þjónustusamfélagsins og margvíslegra hátæknigreina. Ég tel að í þessum greinum sé vaxtarbroddur framtíðarinnar sem þarf að hlúa að.</p> <p>Þetta þýðir ekki að uppbygging í hefðbundnum framleiðslugreinum stöðvist þótt hlutfallslegt vægi þeirra verði minna. Við hljótum að auka framleiðslu mat- og iðnaðarvara sem hagkvæmt er að framleiða hér á landi. Auðlindir hafsins verða áfram mikilvægur þáttur í okkar efnahagslífi og menn sjá margvíslega möguleika að auka framleiðslu með eldi ákveðinna tegunda eins og þorsks og lúðu.</p> <p>Heimurinn stendur frammi fyrir orkuskorti og verðmæti orkulinda okkar er því mikið. Þar eru margvíslegir möguleikar, ekki aðeins með framleiðslu á áli. Þær miklu framkvæmdir sem nú eru í gangi vegna uppbyggingar á Reyðarfirði og Grundartanga eru þær umfangsmestu í sögu þjóðarinnar. Ýmsar hugmyndir eru uppi um frekari framkvæmdir sem of snemmt er að segja til um. Þar eru tækifæri sem verður að nýta til að tryggja áframhaldandi hagvöxt. Ef samningar nást um orkuverð og annað þarf að dreifa þeim framkvæmdum þannig að þær hafi sem jákvæðust áhrif á aðra atvinnustarfsemi og efnahagslífið í heild.</p> <p>Varðandi arðsemi virkjana er rétt að hafa það í huga að Búrfellsvirkjun er nánast afskrifuð til fulls eftir 40 ár en er í betra ástandi en þá. Eigendur Landsvirkjunar hafa lagt rúmlega 1 milljarð króna í fjármagni á verðlagi í dag inn í fyrirtækið en eigið fé er yfir 50 milljarðar króna. Þetta segir ákveðna sögu um arðsemi virkjunarframkvæmda hér á landi.</p> <p>Það má ekki líta á framleiðslu- og þjónustugreinar sem tvo ósamrýmanlega kosti enda hafa mörg af öflugustu hátæknifyrirtækjum landsins byggst upp sem þjónustufyrirtæki fyrir framleiðslugreinar eins og sjávarútveginn. Við þurfum hins vegar að búa þannig um hnútana að rekstrarskilyrði allra þessara atvinnugreina séu sem stöðugust og hagstæðust hverju sinni. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að hátt gengi íslensku krónunnar að undanförnu stafar aðeins að litlu leyti af stóriðjuframkvæmdunum. Stórfelld útlánaaukning bankanna og mikil skuldabréfakaup erlendra aðila hér á landi eiga mun meiri þátt í þessari þróun.</p> <h3>Alþjóðavæðingin helsta tækifærið</h3> <p>Íslensk fyrirtæki halda eflaust áfram að reyna fyrir sér á erlendum mörkuðum. Þar eru þeirra tækifæri til vaxtar. Heimurinn er í síauknum mæli að verða eitt markaðssvæði og alþjóðasamfélagið vinnur að því að draga úr höftum og hömlum til viðskipta. Ég hygg að íslensk fyrirtæki líti í auknum mæli til ört vaxandi markaða í Austur-Evrópu og Asíu, ekki síst í Kína og Indlandi. Þar hefur vöxturinn verið ævintýri líkastur. Á Indlandi hefur millistéttin, sem hefur orðið umtalsverðan kaupmátt, vaxið mjög hratt og telur nú um 300 milljónir manna, eða jafnmarga og Bandaríkjamenn. Stofnun íslensks sendiráðs á Indlandi síðar í þessum mánuði er liður í viðleitni stjórnvalda til að styðja við bak íslenskra fyrirtækja og einstaklinga sem hyggjast reyna fyrir sér í viðskiptum og fjárfestingum á þessu svæði.</p> <p>Mér hefur líka verið umhugað um hvernig laða mætti að auknar fjárfestingar hingað til lands. Það var í því skyni sem ég setti á fót nefnd til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi og samkeppnishæfni landsins á því sviði. Nefndinni, sem er stýrt af Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni KB Banka, ber meðal annars að skoða hvernig breyta þurfi lögum og reglum um fjármálastarfsemi, fjármagnsmarkað, skattheimtu og félagaumsvif til að ýta undir alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi án þess að slaka á kröfum um eðlilegt aðhald og eftirlit.</p> <p>Ég er þeirrar skoðunar að sérhæfð þjónusta við íslensku alþjóðafyrirtækin, ef svo mætti kalla þau, og fjármálaþjónusta við alþjóðleg fyrirtæki, sem hér kynnu að vilja hafa aðsetur, gætu orðið meðal helstu vaxtarbrodda atvinnulífsins í framtíðinni ef rétt er haldið á málum. Slík þróun yrði til þess að hamla gegn atgervisflótta frá landinu og skapa ný og verðmæt störf og um leið mynda eftirsóknarvert samfélag hæfileikafólks á Íslandi. Að mínu viti þurfa stjórnvöld og atvinnulíf að sameinast um það metnaðarfulla verkefni að koma fjármálaþjónustu hér á landi á svipað þróunarstig og best gerist annars staðar, í löndum eins og Bretlandi, Hollandi, Írlandi, Lúxemborg og Sviss.</p> <p>Ég sé fyrir mér að árið 2015 gæti Ísland verið orðin alþjóðleg fjármálamiðstöð. Ég tel að hér geti öll skilyrði verið fyrir hendi. Sum koma frá náttúrunnar hendi eins og lega landsins, sem tengir mikilvæg markaðssvæði í vestri og austri. Hér er hátt menntunarstig og reglur um banka- og fjármálastarfsemi eru að evrópskri fyrirmynd og almennt í góðu horfi. Hið sama á við um alla grundvallarinnviði samfélagsins.</p> <p>Til að þessi framtíðarsýn geti orðið að veruleika þarf hins vegar að hlúa enn frekar að nokkrum málaflokkum. Þótt skattaumhverfi hér sé tiltölulega hagstætt rekstri fyrirtækja má ýmislegt enn betur fara, bæði sem varðar innlend fyrirtæki, eins og afnám stimpilgjalds og vörugjalda sem skekkir samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum fyrirtækjum. Eins þyrftu að koma til frekari skattalegar aðgerðir til að laða að erlenda fjárfesta í takt við það sem hefur verið að gerast í mörgum af okkar nágrannaríkjum. Þá yrði að bæta enn frekar tengingar og fjarskipti við útlönd. Að lokum yrðu viðhorf stjórnmálamanna og embættismanna að breytast og ráðuneyti og undirstofnanir þeirra þurfa skýr fyrirmæli um að atvinnulífið eigi að fá góða og hraða þjónustu, á sama tíma og skilvirkt eftirlit með því er bætt.</p> <p>Ég tel líka tímabært að endurskoða fyrri ákvarðanir sem takmarka fjárfestingu erlendra aðila í tilteknum atvinnugreinum, til dæmis í sjávarútvegi. Hér áður fyrr voru góð og gild rök fyrir slíkum takmörkunum en við verðum að horfast í augu við það alþjóðlega viðskiptaumhverfi sem við búum nú við þar sem fjármagn, fólk og fjárfestingar flæða mikið til óhindrað yfir landamæri. Ég tel að slíkar takmarkanir geti dregið úr möguleikum okkar til að laða erlent fjármagn inn í íslenskt efnahagslíf.</p> <h3>Ísland og Evrópa</h3> <p>Það er ekki hægt að líta fram til ársins 2015 án þess að velta fyrir sér hver sé besta leiðin til að tryggja stöðu Íslands í áframhaldandi alþjóðavæðingu. Við munum búa við meira viðskiptafrelsi og frjálsari fjárfestingastefnu. Í skýrslu Viðskiptaráðs er mikil áhersla lögð á alþjóðavæðinguna og þá möguleika sem hún skapar. Þar er hins vegar ekkert að finna um það hvort samningurinn um evrópska efnahagssvæðið sé nægilegur grundvöllur í þeirri sýn sem þar kemur fram.</p> <p>Stóra spurningin er hvort við verðum þá með sjálfstæða íslenska krónu eða hvort við verðum orðnir fullgildir aðilar að Evrópusambandinu. Við verðum að viðurkenna að sveiflur í gengi íslensku krónunnar eru vandamál og spurningar eru uppi um möguleika lítilla gjaldmiðla á frjálsum fjármálamarkaði.</p> <p>Ég spái því reyndar að við verðum orðnir aðilar að Evrópusambandinu árið 2015. Ég tel að það sem verði einkum ráðandi í umræðu um það á næstunni sé framtíð og stærð evrópskra myntbandalagsins. Ákvarðanir Dana, Svía og Breta hafa þar veruleg áhrif. Það eru hins vegar engar pólitískar forsendur fyrir ákvörðun nú af okkar hálfu. Til þess er umræðan ekki nægilega þroskuð. Forsenda þess að málið þroskist betur er að atvinnulífið láti það til sín taka með mun virkari hætti. Ég hef alltaf undrast litla umræðu atvinnulífsins um Evrópumálin. Launþegahreyfingin hefur einhverra hluta vegna staðið fyrir meiri umræðu. Hvað veldur veit ég ekki.</p> <p>Hitt finnst mér augljóst að því verður ekki frestað lengi, hvorki í atvinnulífinu né á vettvangi stjórnmálanna. Það á ef til vill við í þessu máli líkt og í flestum öðrum stórum málum að þótt við vitum hvað verður þá sé það ekki líklegt til vinsælda. Óttinn við að rugga bátnum sé of mikill. Þegar ekkert kallar á skjóta niðurstöðu og vel gengur er oft þægilegra að fresta málinu.</p> <h3>Menntun og nýsköpun</h3> <p>Ég vil leggja áherslu á mikilvægi menntunar fyrir framþróun í atvinnulífi og almenna velmegun. Menntakerfið á að þróast í takt við kröfur samfélagsins og atvinnulífsins og íslenskir háskólar eiga að vera sveigjanlegir og laða til sín snjalla vísindamenn og afburðanemendur víðs vegar að úr heiminum. Við eigum að stefna að því að menntun á öllum skólastigum verði með því besta sem þekkist í heiminum. Skólar og vísindastarfsemi eiga í auknum mæli að starfa í samkeppnisumhverfi þar sem áhersla er lögð á skapandi hugsun, tungumálakunnáttu, raungreinar og siðferði. Menntakerfið á að leggja rækt við frumkvæði og framtak einstaklingsins og styðja við afburðanemendur. Ég vil líka sjá stóraukinn fjölda ungs fólks sækja í tækni- og raungreinanám.</p> <p>Ég sé fyrir mér að hin aukna áhersla sem stjórnvöld, undir merki Vísinda- og tækniráðs, hafa að undanförnu lagt á menntun og vísindarannsóknir muni á árinu 2015 skila sér í stórauknu hlutfalli hátæknigreina í útflutningstekjum Íslendinga.</p> <p>Ríkisstjórnin ákvað að leggja 2,5 milljarða króna til nýsköpunar í atvinnulífinu á næstu árum. Þar af um 1,5 milljarð í sjóð sem lífeyrissjóð, fjármálafyrirtæki og aðrir legðu verulegt fjármagn á móti.</p> <p>Ég vil skora á forsvarsmenn atvinnulífsins að bregðast hratt og vel við þannig að stofnfé slíks sjóðs geti orðið á bilinu 6-10 milljarðar króna og ríkið eigi til dæmis 20-25% stofnfjár. Með þessu móti getur atvinnulífið komið sínum áherslum í nýsköpun og þróun á framfæri og beint spennandi nýsköpunarverkefnum í jákvæðan farveg og veitt sprotafyrirtækjum brautargengi með nauðsynlegu áhættufjármagni.</p> <p>Athugun hefur leitt í ljós að nauðsynlegt kunni að reynast að gera vissar lagabreytingar til þess að slíkur sjóður geti orðið að veruleika og starfað hér á landi og er ríkisstjórnin tilbúin að beita sér fyrir því.</p> <h3>Þáttur ríkisvaldsins</h3> <p>Snúum okkur þá að sjálfum ríkisrekstrinum, umsvifum hans og stjórnsýslunni? Hvernig viljum við sjá þessa þætti á árinu 2015?</p> <p>Ég hef nokkuð mótaðar skoðanir á því sem að mörgu leyti eru í takt við þær áherslur sem fram koma í skýrslu Viðskiptaráðs. Reyndar er það svo að nú þegar er töluverð vinna í gangi sem snýr að endurskipulagningu á þessu sviði.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur hleypt af stokkunum átaki sem hún nefnir &ldquo;Einfaldara Ísland&rdquo;. Átakið varðar hið opinbera regluverk og einnig það viðmót sem fyrirtækin og borgararnir mæta hjá hinu opinbera. Með þessu móti vilja stjórnvöld leggja sitt af mörkum til að bæta samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og auka lífsgæði borgaranna.</p> <p>Þótt Ísland sé fámenn þjóð og stjórnsýslan að mörgu leyti einföld þarf að bæta vinnubrögð við lagasetningu. Kostnaður atvinnulífsins af ýmsu opinberu regluverki hefur ekki verið metinn en ef marka má reynslu erlendis frá er hann verulegur. Hér eru því sóknarfæri til aukinnar framleiðni. Ég sé fyrir mér að árið 2015 muni engin ný lög og reglugerðir verða sett án þess að fram hafi farið mat á áhrifum þessa á kostnað fyrirtækjanna.</p> <p>Á grundvelli stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið er nú, í samvinnu við sveitarfélög, unnið að því að koma upp rafrænni þjónustuveitu sem á að gegna lykilhlutverki í miðlun upplýsinga og rafrænnar stjórnsýslu. Markmið hennar er að auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum aðgengi að opinberri þjónustu, bæta þjónustuna og gera hana ódýrari.</p> <p>Árið 2015 sé ég fyrir mér að allir landsmenn geti tengst hinu opinbera með rafrænum hætti og þar bjóðist öll sú þjónusta sem þeir kunna að vilja nýta sér af hálfu hins opinbera. Um leið verður að gæta þess að ríkið verði ekki ómanneskjulegt og fjarlægt tæknifyrirbæri. Samhliða aukinni rafrænni sjálfsafgreiðslu má sjá fyrir sér að hlutverk starfsmanna ríkisins verði líkt hlutverki þjónustufulltrúa í bönkum að liðsinna viðskiptavinunum og leysa þau vandamál sem upp koma.</p> <h3>Eldra Ísland</h3> <p>Ég hef hér að framan fjallað um mína framtíðarsýn varðandi uppbyggingu efnahags- og atvinnulífsins annars vegar og endurskipulagningu á sviði ríkisrekstrar og stjórnsýslu. Ég vil að lokum gera að umtalsefni nokkra þætti sem snúa að þeim lýðfræðilegu breytingum sem fyrirsjáanlegar eru á næstu árum og áratugum og áhrifum þeirra á okkar þjóðfélagshætti.</p> <p>Á undanförnum áratugum hafa sem kunnugt er orðið miklar breytingar á aldursskiptingu þjóðarinnar. Þannig hefur fæðingum fækkað á sama tíma og meðalaldur hefur hækkað. Allt útlit er fyrir að framhald verði á þessari þróun, jafnt hér á landi sem annars staðar. Þannig er búist við að hlutfall fólks á eftirlaunaaldri tvöfaldist á næstu áratugum.</p> <p>Gagnstætt flestum þjóðum Evrópu sýndu Íslendingar þá fyrirhyggju fyrir rúmum þremur áratugum að skylda menn til aðildar að lífeyrissjóðum sem byggja á sjóðssöfnun. Um þessar mundir eru fyrstu Íslendingarnir sem greitt hafa í lífeyrissjóði alla sína starfsævi að komast á eftirlaunaaldur. Þetta mun verða til þess að greiðslur ellilífeyris almannatrygginga minnka eftir því sem lífeyrissjóðirnir taka við. Almannatryggingar verða þá ekki lengur eftirlaunakerfi þorra Íslendinga heldur öryggisnet fyrir þá sem ekki hafa getað stundað reglulega atvinnu alla starfsævina. Með því skapast fjárhagslegt svigrúm til að almannatryggingar geti betur séð fyrir þörfum þessa fólks en áður.</p> <p>Jafnframt því sem hlutfall fólks á eftirlaunaaldri tvöfaldast má gera ráð fyrir að hlutfall þeirra allra elstu, þeirra sem eru áttræðir eða eldri, muni einnig tvöfaldast. Hér þarf því mikið átak til að sjá vel fyrir umönnum þessa fólks, ekki síst að gera því kleift að búa eins lengi heima og kostur er. Þessar aðstæður kalla á aukna samhæfingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar sem aftur kallar á mikla fjármuni og skipulagningu þar sem ég tel að einkaframtakið hafi verk að vinna.</p> <p>En það eru vitaskuld ekki allir á þessum aldri sem eru færir um að sjá um sig sjálfir og þess vegna verður einnig að auka hjúkrunarrými á hentugum hjúkrunarheimilum. Af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur þegar verið tekið duglega til hendinni í þessum mikilvæga málaflokki og frekari aðgerðir eru í undirbúningi.</p> <p>Ég vil nefna eitt atriði til viðbótar sem gæti verið mikilvægt innlegg í þessa stöðu. Í þróuðum þjóðfélögum okkar tíma þarf að vera sá sveigjanleiki á vinnumarkaði að fólk geti stytt vinnutíma sinn eða lokið störfum fyrir tiltekinn eftirlaunaaldur eða tekið lífeyri að hluta til. Eldra fólk býr yfir dýrmætri reynslu sem glatast þegar það dregur sig í hlé. Flest aldrað fólk nýtur auk þess vinnu sinnar og lífsgæði þess minnka þegar það neyðist til að setjast í helgan stein. Við þurfum að finna nýjar leiðir til að gera starfslok sveigjanlegri en nú er og auka með því valfrelsi fólks.</p> <h3>Tækifærin blasa við</h3> <p>Ég hef tekið þátt í öllum stærri breytingum í íslensku þjóðlífi síðustu áratugina. Oftast hafa þær mætt harðri gagnrýni og skoðanakannanir sýnt mikla andstöðu. Enn er breytinga þörf og ég horfi með tilhlökkun til að takast á við þær með ykkur og öðrum. Árangurinn að undanförnu ætti að vera öllum hvatning. Það er hins vegar erfiðara að breyta þegar flest gengur vel. Velgengnin slævir og það er auðvelt að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Það má ekki gerast.</p> <p>Ég horfi björtum augum fram á veginn og tel að við eigum mikla möguleika á að halda áfram á þeirri braut að efla og styrkja okkar þjóðfélag þannig að allir geti vel við unað. Það kallar á áræði og þor, jafnt hjá okkur stjórnmálamönnum sem og hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Tækifærin eru óþrjótandi og ég tel að við Íslendingar höfum sýnt það og sannað á undanförnum árum að í okkur býr frumkvöðlaandi, kjarkur, þor og framtakssemi. Ég er þess fullviss að þessir eiginleikar munu skila okkur bjartri framtíð og áframhaldandi aukinni farsæld, ekki aðeins fram til ársins 2015 heldur um ókomna framtíð.</p> <p align="right"><a href="http://eng.forsaetisraduneyti.is/minister/Speeches_HA/nr/2242">Englis version of the speech</a><br /> </p> <br /> <br />

2006-01-24 00:00:0024. janúar 2006Ávarp Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, á UT-deginum 24. janúar 2006

<h2 style="text-align: center;">Tæknin og tækifærin</h2> <p style="text-align: center;"><strong>Ráðstefna í tilefni af UT-deginum 24. janúar 2006</strong></p> <p>Ráðstefnustjóri, ágætu ráðstefnugestir.</p> <p>Í fyrsta skipti er nú efnt til dags upplýsingatækninnar eða UT-dags til þess að vekja athygli á þeim tækifærum sem Íslendingar eiga á sviði upplýsingatækni, upplýsingatækniiðnaðar og fjarskipta. Yfirskrift dagsins er „Tæknin og tækifærin“ og er það að mínu mati vel við hæfi, því hugtakið tækifæri er einmitt eitt af fjórum lykilatriðum í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið. Þetta hugtak gefur til kynna að fyrir hendi séu margir möguleikar til að ná árangri – en ekkert gerist af sjálfu sér. Við verðum að sýna frumkvæði og grípa þau tækifæri sem tæknin færir okkur.</p> <p>Það er mikilvægt að átta sig á því að það eru ekki einungis fyrirtækin í landinu sem ættu að grípa þessi tækifæri. Tækifærin snúa ekki síður að almenningi og stjórnsýslunni. Í alþjóðlegum könnunum hefur ítrekað komið í ljós að almenningur á Íslandi er í fremstu röð í heiminum við að nýta sér upplýsingatæknina. Af því getum við verið stolt en það er hægt að ná mun lengra með samspili almennings, opinberra aðila og fyrirtækja í landinu. Einnig má segja að ríkið og sveitarfélögin hafi tekið upplýsingatækninni opnum örmum og náð umtalsverðum árangri á mörgum sviðum. Samt eru þau ekki nema í miðjum hópi Evrópuþjóða þegar skoðað er framboð á rafrænni þjónustu. Það er ekki ásættanlegt og þar er tækifæri til að gera enn betur.</p> <p>Augljóslega er hægt að bæta til muna rafræna þjónustu við almenning og ná aukinni innri hagræðingu. Að því er nú unnið og það ætti að hvetja ríki og sveitarfélög til frekari dáða að ljóst er að þar sem ríkisstofnanir hafa boðið fram góða þjónustu á vef sínum þá hefur almenningur strax nýtt sér þá þjónustu.&nbsp;<br /> &nbsp;<br /> Það er fagnaðarefni að sjá hve góð þátttakan er á þessari ráðstefnu en hún er þungamiðjan í UT-deginum. Ýmislegt hefur verið gert í tilefni dagsins og var meðal annars gefið út umfangsmikið blað um upplýsingatæki sl. föstudag. Einnig hafa verið opnaðir hvorki meira né minna en þrír nýjir vefir: <a href="http://ut.is" target="_blank">UT-vefurinn</a> sem er vefur sem forsætisráðuneytið hefur sett upp og ber ábyrgð á; <a href="http://netoryggi.is/" target="_blank">vefur um netöryggi</a> sem Póst- og fjarskiptastofnun ber ábyrgð á og <a href="https://www.ut.is/fraedsla/rafraen_vidskipti/" target="_blank">vefur um rafræn viðskipti</a> sem Impra hefur sett upp að frumkvæði iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta.&nbsp;</p> <p>Forsætisráðuneytið vill einnig nota þetta tækifæri til að skýra frá mikilvægu verkefni sem verið er að hleypa af stokkunum. Það er verkefnið Ísland.is sem verður kynnt betur síðar á ráðstefnunni. Það felst í því að koma upp einni þjónustuveitu sem hefur það að markmiði að auðvelda aðgengi að allri opinberri þjónustu. Þar sem það er mögulegt, á notandinn að geta afgreitt sig sjálfur og hann á ekki að þurfa að vita fyrirfram hvaða stofnun veitir þá þjónustu sem hann þarf á að halda. Þetta verkefni fellur afar vel að öðru verkefni sem ég hef ýtt úr vör undir yfirskriftinni Einfaldara Ísland.</p> <p>Í ákafa okkar að ná sem bestum árangri með tækninni er nauðsynlegt að muna að við erum misjafnlega í stakk búin til að nýta okkur tæknina. Taka verður mið af þörfum ólíkra hópa í allri þjónustu opinberra aðila, líka í rafrænni þjónustu.</p> <p>Nú nýlega lagði ég fyrir ríkisstjórn <a href="/media/forsaetisraduneyti-media/media/utvefur-skjol/Adgengisskyrsla_240106.pdf" target="_blank">skýrslu um aðgengi allra að vefnum</a>. Ákveðið hefur verið að fara að þeim tillögum sem lagðar eru fram í skýrslunni og stefna að því að allir opinberir vefir á Íslandi uppfylli ákveðnar lágmarkskröfur í aðgengismálum. Þetta verkefni verður nánar kynnt fyrir ríkisstofnunum á næstunni.</p> <p>Ágætu ráðstefnugestir,</p> <p>Að UT-deginum standa ráðuneytin öll en að beinum undirbúningi hafa komið forsætisráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, samgönguráðuneyti og fjármálaráðuneyti í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun, Samtök upplýsingatæknifyrirtækja og Skýrslutæknifélagið. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka þessu aðilum, og fyrirtækinu Athygli sem unnið hefur með hópnum, fyrir undirbúning dagsins.</p> <p>Framtíð okkar er nátengd árangri þjóðfélagsins á sviði upplýsingatækni. Við getum gert betur og það er mikið í húfi að vel takist til.&nbsp;</p> <p>Ég er fullviss um að þessi dagur á eftir að marka spor sem hafa áhrif á framtíð okkar.</p> <br /> <br />

2005-12-31 00:00:0031. desember 2005Áramótagrein í Morgunblaðið 2005

<p>Eftir Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins.</p> <p><strong>I<br /> </strong>Góðir Íslendingar.<br /> Við áramót lítum við yfir farinn veg og hvert og eitt okkar vegur og metur hvernig árið 2005 hefur verið fyrir okkur og okkar nánustu. Fyrir suma hefur þetta verið ár vaxtar og gæfu, framfara, velmegunar og góðra minninga. Fyrir aðra ár sársauka og trega. Á árinu vorum við óvenju oft minnt á hin óblíðu náttúruöfl. Fyrir ári síðan var það hin mikla flóðbylgja sem grandaði lífi þúsunda og skildi eftir sig eyðileggingu og auðn í Asíu. Heimilislausir voru ekki færri eftir að jarðskjálftar riðu yfir í október og tugir þúsunda féllu í Pakistan. Enn er ástandið þar slæmt og kaldur vetur og harðindi bæta ekki úr skák. Við Íslendingar höfum vissulega lagt okkar af mörkum með framlögum til alþjóðlegra hjálparstofnana og annarri aðstoð en betur má ef duga skal.</p> <p>Þá vorum við óþyrmilega minnt á að okkur öllum stafar ógn af níðingsverkum hryðjuverkamanna þegar tugir óbreyttra borgara féllu í sjálfsmorðsárásum í Lundúnum 7. júlí sl. Hryðjuverkamenn eira engu og kæra sig kollótta um saklaus fórnarlömbin. Baráttan gegn þessari vá hefur sameinað ríki heims en mikilvægt er að í þeirri baráttu verði hvergi vikið frá þeim grundvallarreglum um frelsi og mannréttindi sem lýðræðisþjóðfélög okkar byggja á. Meint fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar um lofthelgi og flugvelli Íslands var til umræðu eins og í flestum grannríkjum okkar. Fjarstæða er að láta í það skína að íslensk stjórnvöld líti málið ekki nógu alvarlegum augum þegar grunur leikur á að gróf mannréttindabrot hafi verið framin. Evrópuráðið vinnur nú að könnun á málinu fyrir hönd aðildarríkjanna 46 og taka íslensk stjórnvöld þátt í henni eins og stjórnvöld annarra ríkja álfunnar.</p> <p><strong>II<br /> </strong>Efnahagslíf hér á landi stendur í miklum blóma. Hagvöxtur er hér meiri en í flestum nágrannaríkjum og staðan á vinnumarkaði einkennist frekar af skorti á vinnuafli en atvinnuleysi, öfugt við það sem er í flestum öðrum löndum. Þetta gildir ekki einungis um árið í ár heldur hefur þróunin undanfarinn áratug einkennst af stöðugt batnandi kjörum heimilanna í landinu þar sem hvert kaupmáttarmetið af öðru hefur verið slegið. Nýsköpun er sem fyrr mikilvægur þáttur atvinnulífsins og sú framtíðarsýn sem þar birtist skiptir miklu. En nýsköpun snýst ekki alltaf bara um framleiðslu hluta, heldur getur mannlegi þátturinn þar verið höfuðatriði. Þannig tók ég sérstaklega eftir verkefninu “Hugur og heilsa” sem vann fyrstu verðlaun í samkeppni á vegum Háskóla Íslands nýverið. Tilgangur þess er að þróa heildrænt kerfi sem auðveldar starfsfólki í heilbrigðis-, félags og skólageiranum að veita ungu fólki aðstoð til að koma í veg fyrir þunglyndi. Þetta er gott dæmi um nýsköpun sem bætir ekki aðeins mannlífið, heldur ennfremur atvinnulífið.</p> <p>Mér finnst ástæða til að nefna sérstaklega mikilvægi þess að samkomulag tókst í þríhliða viðræðum milli ríkisstjórnarinnar, Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um áframhaldandi gildi kjarasamninga. Þetta samkomulag er afar mikilvægt fyrir efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Allt síðasta ár hefur hugsanleg uppsögn kjarasamninga hangið yfir efnahagslegri umræðu. Það hefur skapað óvissu og óróa sem hefur haft óæskileg áhrif, ekki bara í stöðunni í dag heldur ekki síður á framtíðarhorfur. Með þessu samkomulagi milli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins er óvissu í efnahagsmálum á næstu misserum eytt, sérstaklega hvað varðar þróun verðbólgu og kaupmátt heimilanna. Því ber að fagna.</p> <p><strong>III<br /> </strong>Á þessu ári lauk farsællega stærstu einkavæðingu Íslandssögunnar þegar íslenska ríkið seldi eftirstandandi hlut sinn í Landssíma Íslands hf. fyrir 66,7 milljarða króna. Söluferlið þótti til fyrirmyndar og hefur verið lýst sem skólabókardæmi um góða framkvæmd einkavæðingar. Gegnsæi þess og trúverðugleiki endurspeglaðist í þeim mikla áhuga sem fjárfestar sýndu fyrirtækinu. Með sölu á Símanum hefur ríkisvaldið dregið sig að öllu leyti út úr samkeppnisrekstri á fjarskiptamarkaði.</p> <p>Af söluandvirði Símans verður meðal annars 18 milljörðum varið til uppbyggingar Landsspítala – háskólasjúkrahúss og 15 milljörðum til framkvæmda í vegamálum. Ber þar hæst veglegt framlag til byggingar Sundabrautar sem að mínu viti er ein nauðsynlegasta vegaframkvæmd sem við stöndum frammi fyrir. Einnig verður áður óþekktum fjármunum varið til nýsköpunar í atvinnulífi, til kaupa á fjölnota varðskipi fyrir Landhelgisgæslu Íslands, til framkvæmda í þágu fatlaðra og til stofnunar fjarskiptasjóðs. Þá voru eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins seldar á árinu og rennur söluandvirðið til lífeyrissjóðs bænda.</p> <p><strong>IV<br /> </strong>Nokkrar ríkisstofnanir hafa um langt skeið óskað eftir því að fá meira svigrúm til athafna en reglur um ríkisrekstur gera ráð fyrir. Vaxandi kröfur eru í samfélaginu um árangur og aðlögunarhæfni, breytingar á tækni og aðstæðum eru hraðar og samkeppni er um gott starfsfólk. Stjórnendur ríkisstofnana eru háðir meiri takmörkunum í rekstri en stjórnendur fyrirtækja með annað rekstrarform enda ber ríkið ótakmarkaða ábyrgð á rekstri sem það stendur fyrir. Þá er innra stjórnkerfi flestra eða allra ríkisstofnana bundið í lögum, reglugerðum eða háð samþykki ráðherra.</p> <p>Hlutafélagsformið gefur færi á meiri sveigjanleika í fjárfestingum, rekstri og samvinnu við aðra aðila en ríkisrekstrarformið. Þetta á ekki síst við um rekstur þar sem breytingar eru mjög örar og rík áhersla er lögð á góða þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að breyta rekstrarformi nokkurra ríkisstofnana yfir í hlutafélag. Um er að ræða Ríkisútvarpið, Rafmagnsveitur ríkisins og þrjár rannsóknastofur á sviði matvæla. Jafnframt hefur ríkisstjórnin lagt til breytingu á hlutafélagalögum og bætt við sérstökum ákvæðum sem eiga að gera almenningi hægara um vik að fá upplýsingar um tiltekna starfsþætti í hlutafélögum sem eru alfarið í eigu ríkisins.</p> <p><strong>V<br /> </strong>Við síðustu áramót varð mér tíðrætt um málefni fjölskyldunnar og sagði þá meðal annars:<br /> “Það er bjargföst trú mín að samheldin og ástrík fjölskylda sé kjarninn í hverju þjóðfélagi. Þann kjarna þarf að styrkja og treysta og við höfum komið til móts við breyttar kröfur með fæðingarorlofi fyrir báða foreldra sem var mikið jafnréttismál. Að sama skapi höfum við lagt áherslu á að allir geti eignast sitt eigið húsnæði. En betur má ef duga skal. Ég hef því ákveðið að setja af stað vinnu við að meta stöðu íslensku fjölskyldunnar.”</p> <p>Sú nefnd var skipuð strax í janúar og á að starfa í ár til viðbótar. Nefndin hefur á þessum tíma unnið mikilvægt starf, meðal annars við að kortleggja hvernig málefni fjölskyldunnar hafa þróast í lögum og reglugerðum á síðustu árum og fara yfir fjölskyldustefnur fyrirtækja, fæðingarorlofsmál og daggæslumál svo dæmi séu tekin. Ljóst er að samráðsvettvangur á borð við fjölskyldunefndina er nauðsynlegur og vænti ég mikils af störfum nefndarinnar á komandi ári. Jafnframt hófst í ársbyrjun samstarf forsætisráðuneytisins, Þjóðkirkjunnar, Umboðsmanns barna, Velferðarsjóðs barna og Heimila og skóla undir heitinu Verndum bernskuna. Átakinu er ætlað að vekja alla til umhugsunar um þau verðmæti sem falin eru í börnum þessa lands og var bæklingi með 10 heilræðum fyrir foreldra og uppalendur dreift í öll hús, málþing og ráðstefnur hafa verið haldnar, kynningar í skólum og félagsmiðstöðvum og hjá ýmsum samtökum. Ég veit að þetta átak hefur mælst vel fyrir og ég vona að það muni vekja marga uppalendur til umhugsunar um stöðu sína og stöðu fjölskyldunnar almennt.</p> <p><strong>VI<br /> </strong>Málefni aldraðra eru mörgum ofarlega í huga sem eðlilegt er. Ríkisstjórnin hefur ávallt verið reiðubúin til að skoða hvernig bæta megi kjör aldraðra og hefur af því tilefni verið fundað reglulega með fulltrúum þeirra, nú síðast rétt fyrir jól. Okkur sem erum í blóma lífsins á að vera bæði ljúft og skylt að tryggja öldruðum örugga og góða afkomu enda eiga þeir stóran þátt í að skapa það þjóðfélag og þá velsæld sem við búum við. Mér finnst þess vegna mikilvægt að halda því til haga að sú ákvörðun ríkisstjórnar að afnema eignaskatt frá og með árinu 2005 kemur sér ekki síst vel fyrir aldraða enda hefur sá hópur greitt um þriðjung alls eignaskatts í landinu. Jafnframt vil ég ítreka þau markmið stjórnvalda og aðstandenda aldraðra um mikilvægi þess að leita leiða til að aldraðir megi dvelja sem lengst á heimili sínu og gera þeim sem fullfrískir eru kleift að vera þátttakendur í atvinnulífinu sem lengst.</p> <p><strong>VII<br /> </strong>Góðir landsmenn,<br /> Framundan er nýtt ár og öll bindum við vonir við að það verði landi og þjóð hagstætt og hverjum og einum gæfuríkt í sem flestu tilliti.</p> <p>Um leið og ég þakka ykkur fyrir samstarfið á árinu sem er að líða, bið ég þess að árið 2006 verði ykkur ár farsældar og friðar.<br /> </p> <br /> <br />

2005-12-31 00:00:0031. desember 2005Áramótagrein í Fréttablaðið 2005

<p>Eftir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins.</p> <p style="text-align: center;"><strong>I</strong></p> <p style="text-align: left;">Góðir Íslendingar,</p> <p>Af nógu er að taka þegar litið er um öxl og það ár sem nú er að líða er metið. Árið hefur verið okkur Íslendingum hagstætt, og má með sanni segja að árið 2005 hefur verið ár vaxtar og velsældar. Undanfarin ár hefur íslensk þjóð upplifað einhverjar mestu breytingar sem orðið hafa í íslensku efnahags- og viðskiptalífi. Skipar sala á ríkiseignum og sú stefna stjórnvalda að draga sig út úr samkeppnisrekstri þar ríkan sess. Hæst ber að sjálfsögðu stærsta einkavæðing Íslandssögunnar þegar Landssími Íslands hf. var seldur fyrir tæpa 67 milljarða króna. Á nýliðnu haustþingi samþykkti Alþingi lög um ráðstöfun fjárins og gera þau ráð fyrir að 43 milljörðum verði varið til framkvæmda fram til ársins 2012. Framkvæmdirnar miða að því að styrkja innviði íslensks samfélags og með tímasetningu þeirra er þess gætt að stöðugleika í efnahagsmálum verði ekki raskað. Á árinu seldi ríkið einnig eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins, og þótti salan heppnast vel.</p> <p>Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um frekari sölu ríkiseigna. Af hálfu framkvæmdanefndar um einkavæðingu er nú unnið að samantekt á eignarhlutum ríkisins í einstökum fyrirtækjum, félögum og stofnunum. Mun sú skoðun leiða í ljós hvort skynsamlegt sé út frá samkeppnissjónarmiðum og hagsmunum almennings að losa frekar um eignarhluti ríkisins. Ennfremur hef ég, á grundvelli samþykktar í ríkisstjórn, skipað starfshóp til að athuga hvort verklagsreglur um útboð og sölu ríkisfyrirtækja frá 1996 þarfnist endurskoðunar við, og hvort ástæða sé til að lögfesta meginatriði um framkvæmd einkavæðingar.</p> <p style="text-align: center;"><strong>II</strong></p> <p style="text-align: left;">Hátt matvælaverð á Íslandi hefur verið til umræðu hér á landi síðustu daga. Slíkt getur verið þungur baggi á fjölskyldunum í landinu. Við eigum ekki að sætta okkur við að slíkur munur sé á matarverði hér og í næstu nágrannalöndum okkur, en við verðum jafnframt að komast að því hvers vegna svo miklu munar í verðlagi. Ég hef því ákveðið að skipa nefnd sem á að komast að ástæðum þessa og jafnframt að koma með tillögur um hvernig megi bæta úr því ástandi sem hér ríkir. Góður hagur fjölskyldunnar er grundvallaratriði í sterku efnahagslífi. Sterkt efnahagslíf er að sama skapi grunnurinn að öflugu atvinnulífi. Hagstæð umgjörð atvinnulífsins, góð menntun, áræðni, rannsóknir og þróunarstarfsemi hefur orðið fyrirtækjum hvatning til útrásar. Samkeppnisstaða Íslands er sterkari nú en nokkru sinni fyrr. Um það vitna alþjóðlegar skýrslur. Styrkurinn felst m.a. í góðu lánshæfismati ríkissjóðs og fjármálastofnana, meiri útflutningstekjum af vörum og þjónustu, auknum útflutningi á hátæknivöru, fjölgun einkaleyfa, mikilli þátttöku í endurmenntun og fjölgun nema í rannsóknatengdu framhaldsnámi. Fjölgað hefur hæfu og vel menntuðu fólki í atvinnulífinu. Rannsókna- og þróunarstarfi hefur vaxið ásmegin og skilar það góðum árangri á mörgum sviðum. Menntun, rannsóknir og öflugt frumkvöðlastarf skipta miklu fyrir áframhaldandi hagsæld í landinu.</p> <p>Þrátt fyrir að staðan sé góð er hún að vissu leyti viðkvæm. Halda þarf hátæknifyrirtækjum í landinu og því skiptir farsæl hagstjórn miklu um framhaldið. Hagnýting hátækniþekkingar getur haft mikil áhrif á efnahagsþróun hér á landi á næstu árum. Brýnt er í vaxandi alþjóðlegri samkeppni að atvinnulífið, háskólarnir og stjórnvöld taki höndum saman um eflingu rannsóknatengds framhaldsnáms sem stenst alþjóðlegar kröfur.</p> <p style="text-align: center;"><strong>III</strong></p> <p>Í því góðæri sem nú ríkir er lag til að gera betur við þá sem eru, af ýmsum ástæðum, ekki virkir þátttakendur í atvinnulífinu. Þannig hafa málefni aldraðra hafa verið ofarlega á baugi síðustu misseri. Ríkisstjórnin hefur lagt sitt af mörkum til að búa öldruðum áhyggjulaust ævilvöld. Hefur m.a. verið gert sérstakt átak í því að byggja upp hjúkrunarheimili fyrir þá sem nauðsynlega þurfa á hjúkrunarþjónustu að halda jafnframt því að auka og efla bæði heimaþjónustu og heimahjúkrun. En betur má ef duga skal. Því hef ég skipað sérstaka nefnd um málefni aldraðra sem á að fara yfir stöðu aldraða og vona ég að sú vinna eigi eftir að skila góðum niðurstöðum og jafnvel nýjum hugmyndum sem nýtast megi til að bæta stöðu aldraðra enn frekar á Íslandi á komandi árum.</p> <p>Þá hefur staða öryrkja ekki síður verið til umræðu og hefur ríkisstjórnin ákveðið að gera sérstakt átak í málefnum þessa hóps. Lögð verður megináhersla á starfsendurhæfingu og gerðar ráðstafanir sem auðvelda öryrkjum að fara aftur inn á vinnumarkaðinn, m.a. með því að draga úr tekjutengingu. Öryrkjar eru, eins og aldraðir, ekki einsleitur hópur og sömu úrræði henta ekki öllum. </p> <p style="text-align: center;"><strong>IV</strong></p> <p>Gagnger endurskoðun á réttindum samkynhneigðra var gerð á árinu. Vonir standa nú til að það frumvarp sem er til meðferðar á Alþingi marki þáttaskil og tryggi þessum þjóðfélagshópi jafnan rétt til fjölskylduþátttöku á við gagnkynhneigða. Líta má á það sem framlag stjórnvalda til að eyða fordómum í garð samkynhneigðra í samfélaginu.</p> <p>Frumvarpið gerir ráð fyrir að samkynhneigð pör öðlist sama rétt til að ættleiða börn og til að leita sér aðstoðar við tæknifrjóvgun og gagnkynhneigð pör. Þá verður samkynhneigðum pörum heimilað að fá sambúð skráða í þjóðskrá. Þess má geta að við óvígða sambúð eru bundin ýmis réttaráhrif eins og varðandi makalífeyri og er því um mikilsverða réttarbót að ræða. Verði frumvarpið að lögum verður nánast enginn munur lengur á réttaráhrifum hjúskapar og staðfestrar samvistar. Eftir stendur að hvetja kirkjuna til að vinna að því að ná samstöðu um að samkynhneigðir geti fengið kirkjulega vígslu eins og gagnkynhneigð pör.</p> <p>Af umræðunni að undanförnu má hins vegar ráða að farsælast sé að gefa kirkjunni þann tíma sem hún þarf til að komast að niðurstöðu í þessu máli og varast að gera nokkuð sem leitt getur til ósættis innan þjóðkirkjunnar.</p> <p style="text-align: center;"><strong>V</strong></p> <p>Von mín er sú að sátt náist sem fyrst um um skynsamlegar og eðlilegar grundvallarreglur um fjölmiðla og fyrirkomulag á rekstri þeirra á nýju ári. Í því skyni hefur verið ákveðið að skipuð verði ný þverpólitísk nefnd til að fjalla um eignarhald á fjölmiðlum og semja frumvarp til laga um það efni. Eins og málum er nú háttað eru í löggjöf engar skorður reistar við samþjöppun eignarhalds í fjölmiðlun aðrar en þær sem felast í almennri samkeppnislöggjöf. Það er eigi að síður almennt viðurkennt á alþjóðavettvangi að sérstök sjónarmið eigi við um fjölmiðla vegna mikilvægis þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Ríkisvaldinu beri að tryggja að almenningur hafi aðgang að áreiðanlegum upplýsingum og fjölbreyttum viðhorfum og skoðunum. Nýja nefndin mun byggja á starfi fyrri nefnda á þessu sviði en einnig að sjálfsögðu taka mið af því hvernig þróun hefur orðið á markaði. Hinar öru breytingar í fjölmiðlun sýna kannski best hversu mikilvægt er að löggjöf um fjölmiðla sé hæfilega sveigjanleg.</p> <p style="text-align: center;"><strong>VI</strong></p> <p>Nokkur óvissa hefur á undanförnum árum ríkt um áform Bandaríkjanna um skipan mála varnarliðsins í framtíðinni og hafa samningar íslenskra og bandarískra stjórnvalda um þau málefni því ekki hafist fyrir alvöru. Þessi óvissa er vissulega óþægileg og hefur hún ekki síst valdið því að varnar- og öryggismál landsins hafa verið meira í deiglunni að undanförnu en oft áður. Því miður hefur treglega gengið að ná samkomulagi við Bandaríkjastjórn um hvert skuli stefna í þeim samningum sem standa fyrir dyrum um aukna þátttöku íslenskra stjórnvalda í rekstri og viðhaldi á Keflavíkurflugvelli. Þrátt fyrir allt tel ég víst að samkomulag náist að lokum sem bæði Íslendingum og Bandaríkjamönnum verði að skapi. Hér er einfaldlega um of mikla hagsmuni að tefla, þ.m.t. samskipti ríkjanna. Það er alveg ljóst í mínum huga að Ísland, eins og öll önnur ríki, þarfnast trúverðugra varna og skiptir þá engu þótt ýmsir kunni að telja ógnir í okkar nánasta umhverfi séu fáar um þessar mundir. Þá er og eðlilegt að Íslendingar greiði stærri hlut reksturs Keflavíkurflugvallar en áður, þar sem borgaraleg flugumferð um völlinn hefur stóraukist á undanförnum árum og líkur á að hún haldi áfram að aukast.</p> <p style="text-align: center;"><strong>VII</strong></p> <p>Kæru landsmenn. Ég er sannfærður um að árið 2006 verði okkur til heilla. Óska ég landsmönnum öllum gleðilegs nýs ár og farsældar á komandi ári.</p> <br /> <br />

2005-12-31 00:00:0031. desember 2005Áramótaávarp forsætisráðherra í sjónvarpi 2005

<p>Góðir Íslendingar.</p> <p align="center"><strong>I</strong></p> <p>Árið sem nú er senn liðið hefur verið flestum okkar gjöfult, en öðrum eru tregablandnar minningar ofar í huga. Mestu skiptir þó trúin á að nýtt ár færi okkur betri tíð og þrótt til að takast á við þau verkefni sem bíða.</p> <p>Árið hefur verið þjóðinni happadrjúgt. Staða efnahagsmála er með besta móti hvort sem litið er til samanburðar við fyrri ár eða til annarra landa. Hagvöxtur er hér meiri en í flestum nágrannaríkjum. Atvinnuleysi, sem víða um lönd er hinn mesti vágestur, er lítið og nær væri að tala um skort á vinnuafli. Bætt velferð heimilanna hefur verið markmið og leiðarljós ríkisstjórnarinnar og því leiðarljósi verður áfram fylgt á nýju ári.</p> <p>En ekki hafa allir notið sömu gæfu. Árið var sannkallað ár náttúruhamfara. Hver fellibylurinn rak annan en þó enginn á borð við Katrinu sem fór yfir suðurhluta Bandaríkjanna með þvílíku afli að vart stóð steinn yfir steini í borginni New Orleans.</p> <p>Enn skelfilegri voru þær fréttir sem bárust af nauð manna í Pakistan þegar jarðskjálfti skók suðurhluta Asíu í október. Tugir þúsunda létust og milljónir misstu heimili sín. Bar þá svo við að hjálparstofnanir og Sameinuðu þjóðirnar kvörtuðu undan því að erfiðara væri að afla fjár til hjálparstarfa en áður og var engu líkara en um væri að kenna leiða á hörmungum og deyfð yfir neyð náungans.</p> <p>Við sem erum svo lánsöm að vera yfirleitt fjarri heimsins ógn og hörmungum megum alls ekki láta doða gagnvart umhverfinu og þeim sem minna mega sín ná tökum á okkur. Okkur ber skylda til að rétta öðrum hjálparhönd og gefa af því allsnægtarborði sem við sitjum við. Ríkisstjórnin brást við hörmungum vegna flóðbylgjunnar í Asíu og jarðskjálftans í Pakistan með fjárframlögum en enn mikilvægari þótti mér sá samhugur sem þjóðin sýndi þeim sem þarna áttu um sárt að binda með myndarlegum gjöfum. Íslenskar hjálparstofnanir unnu einnig fórnfúst og göfugt starf sem sómi er af.</p> <p align="center"><strong>II</strong></p> <p>Oft er óblíð veðráttan okkur Íslendingum ofarlega í huga og við hér á hjara veraldar höfum ekki farið varhluta af dyntum náttúruaflanna. En það er vissulega gott að búa á Norðurslóðum. Úrkoman sem við kvörtum stundum yfir færir okkur gnægð af vatni, þeirri auðlind sem einna dýrmætust er á jörðu nú þegar vatnsskortur hrjáir menn víða um heimsbyggðina. Spámaður norðursins, Vestur-Íslendingurinn Vilhjálmur Stefánsson, var ekki í vafa um kosti þess að búa í norðrinu, eða á Norðurslóðunum vinalegu, eins og hann orðaði það. Kuldann má af sér klæða en ekki hitann, og gnægð af vatni og öðrum auðlindum, ekki síst í hafinu, gera lífið á norðurslóðum bærilegra en víðast hvar annars staðar.</p> <p>Áhrifa þróunar á heimskautasvæðinu gætir í veðurfari og vistkerfi um alla jörð. Rannsóknir á norðurslóðum eru þannig mikilvægar fyrir alla heimsbyggðina og þar eigum við Íslendingar að vera leiðandi. Ég kynnti mér nýverið hugmyndir um stofnun fræðaseturs á Ísafirði þar sem fengist yrði við rannsóknir á jarðkerfinu sem kannaði breytingar á loftslagi, straumum sjávar og hitastigi. Þar er á ferðinni gott dæmi um vaxandi áhuga landsmanna á auknu vísinda- og háskólastarfi víða um land.</p> <p align="center"><strong>III</strong></p> <p>Enginn hefur opnað augu Íslendinga betur fyrir fegurðinni og litrófinu í náttúru landsins en meistari Kjarval. Árið 1930, sama ár og þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður, dvaldi hann þar sumarlangt og málaði fjöllin og hraunið, urð og grjót, svo sterkum dráttum að listaverk hans og mynd okkar af íslenskri náttúru hafa æ síðan verið samtvinnaðar. Þúsund árum fyrr höfðu forfeður okkar lagt þar grunninn að því lýðræði sem við búum við enn í dag og erum stolt af.</p> <p>Enginn staður á Íslandi er þjóðinni kærari og sameinar hana meira en Þingvellir. Mér hefur að undanförnu verið hugleikið hvernig megi laða þangað í ríkari mæli börn og fjölskyldur þeirra, ekki aðeins til að njóta þar náttúrunnar heldur til að komast í snertingu við sögu lands og þjóðar. Ég hef því ákveðið, nú á 75 ára afmæli þjóðgarðsins, að efnt skuli til hugmyndasamkeppni á árinu 2006 um framtíð nánasta umhverfis Valhallar. Þar eigum við öll að eiga okkur athvarf. Mikilvægt er að lögin frá 1930 verði í heiðri höfð en þar segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga.</p> <p align="center"><strong>IV</strong></p> <p>Góðir Íslendingar.<br /> Við státum okkur gjarnan af því að verða allra þjóða langlífust. Allra karla elstur varð Egill Skallagrímsson. Mér flugu í hug á dögunum kvartanir hans um fótakulda þegar hann orti um þá heldur dauflegu vist með elli kerlingu:</p> <blockquote dir="ltr"> <p>„Langt þykki mér,<br /> ligg einn saman,<br /> karl afgamall,<br /> án konungs vornum:<br /> eigum ekkjur<br /> allkaldar tvær,<br /> en þær konur<br /> þurfa blossa“</p> </blockquote> <p>Við sem erum í blóma lífsins og sitjum nú við stjórnvölinn, í stjórnmálunum og atvinnulífinu, höfum ekki aðeins skyldum að gegna gagnvart kynslóðunum sem erfa landið. Við eigum ekki síður að tryggja öldruðum örugga og góða afkomu.</p> <p>Við megum aldrei gleyma því að aldraðir hafa átt stóran þátt í að skapa þá velsæld sem nú ríkir og þeir eiga að geta notið ævikvöldsins með reisn. Helst sem lengst á eigin heimili og meðan heilsan leyfir úti í atvinnulífinu þar sem reynsla og viska þeirra getur komið að góðum notum. Ég reifaði þessi sjónarmið á fundi nokkurra ráðherra með Landssambandi eldri borgara sem haldinn var nú rétt fyrir jól og lagði til að fulltrúar stjórnvalda og eldri borgara héldu áfram nánu samráði og samstarfi. Meginverkefni þess starfs yrði tvíþætt, annars vegar að ræða um leiðir til að draga úr tekjutengingu bóta og hins vegar að fjalla um möguleika á því að auka þjónustu við þá einstaklinga sem kjósa að búa áfram í heimahúsum.</p> <p>Ég minntist á þessum vettvangi fyrir einu ári á mikilvægi fjölskyldunnar í íslensku þjóðfélagi. Fátt skiptir hag fjölskyldunnar meira máli en verðlag á brýnustu nauðsynjum. Ekki verður við það unað til framtíðar að matvælaverð á Íslandi sé langt umfram það sem er í grannríkjum okkar. Ég hef þess vegna ákveðið að setja á fót nefnd með fulltrúum stjórnvalda, aðilum vinnumarkaðarins og samtökum bænda til að skoða og skilgreina ástæður þessa og koma með tillögur um úrbætur í þessu efni.</p> <p>Málefni öryrkja hafa verið mjög til umræðu að undanförnu og er það vel. Ríkisstjórnin hefur ákveðið í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins að gera sérstakt átak í málefnum þeirra og leggja áherslu á starfsendurhæfingu og gera þær ráðstafanir sem auðvelda mega öryrkjum að fara aftur út á vinnumarkaðinn. Þeir, eins og aldraðir, eru ekki einsleitur hópur og sömu úrræði henta ekki öllum. Margir búa við slík örkuml að engin von er um atvinnuþátttöku og verður að hlúa vel að þessum hópi. Aðrir geta fundið störf við sitt hæfi með aðstoð og þjálfun. Mikilvægt er að hverjum og einum sé gert kleift að leita sér lífsfyllingar og nýta þá möguleika sem bjóðast til hins ítrasta.</p> <p align="center"><strong>V</strong></p> <p>Góðir Íslendingar</p> <p>Á Þingvöllum hvílir hinn merki og framfarasinnaði athafnamaður Einar Benediktsson skáld. Hann kenndi okkur að hugsa stórt og sá kraftur sem nú býr með þjóðinni væri honum mjög að skapi. Framsýni hans og hugsjónaeldur verður okkur eilíf hvatning til áframhaldandi afreka. Hinu má þó ekki gleyma, eins og skáldið minntist oft á, að við verðum að vera heil í því sem við tökum okkur fyrir hendur og gæta þess að rækta okkur sjálf svo að við missum eigi sjónar á því sem mestu skiptir í lífinu. Því vil ég að lokum taka undir með Einari, er hann segir í kvæðinu Aldamót:</p> <blockquote dir="ltr"> <p>„Að elska, að finna æðanna slag,<br /> að æskunni í sálinni hlúa,<br /> það bætir oss meinin, svo heimurinn hlær,<br /> svo höllinni bjartar skín kotungsins bær.<br /> Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking,<br /> sé hjarta ei með, sem undir slær.<br /> Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa,<br /> á guð sinn og land sitt skal trúa.“</p> </blockquote> <p>Ég óska landsmönnum öllum nær og fjær gæfu og friðar á nýju ári og þakka samskiptin á árinu sem nú er að líða í aldanna skaut.<br /> </p> <br /> <br />

2005-12-22 00:00:0022. desember 2005Fundur Vísinda- og tækniráðs 19. desember 2005

<p>Framsaga forsætisráðherra á fundi Vísinda- og tækniráðs 19. desember 2005</p> <p>Ég segi þennan sjötta fund Vísinda- og tækniráðs settan og býð ykkur öll velkomin til fundarins.</p> <p>Senn líður að lokum fyrsta starfstíma Vísinda- og tækniráðs en nýtt ráð verður skipað til þriggja ára hinn 1. apríl 2006. Þeir mánuðir sem eftir lifa verða nýttir til þess að undirbúa áherslur í starfi ráðsins fram til ársins 2009.</p> <p>Vísindi og tækni hafa fengið aukið vægi á opinberum vettvangi þann tíma sem Vísinda- og tækniráð hefur starfað. Stefnumótun ráðsins sem gengið var formlega frá fyrir tveimur árum hefur varðað leiðina fyrir ráðuneyti og opinberar stofnanir. Þegar litið er yfir farinn veg verð ég að segja að opinberir aðilar og atvinnulífið hafa verið samstíga við að fylgja fram áherslum ráðsins og ljóst er að margt hefur áunnist.</p> <p>Aukin áhersla ríkisstjórnarinnar á frumkvæði og nýja hugsun með því að stórefla opinbera samkeppnissjóði hefur orðið stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum hvatning til að taka höndum saman um viðameiri rannsóknarverkefni en áður. Tilkoma tækniþróunarsjóðs hefur stuðlað að framgangi nýsköpunarhugmynda sem ella hefðu átt erfiðara uppdráttar. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú í haust að leggja Nýsköpunarsjóði til aukið fé er rökrétt framhald af eflingu tækniþróunarsjóðs.</p> <p>Efling háskólanáms og gagnrýn skoðun á innihaldi og uppbyggingu háskólamenntunar mun án nokkurs efa skila sér í meiri færni til að takast á við alþjóðlega samkeppni á sviði menntunar, framleiðslu og þjónustu.</p> <p>Í byrjun þessa mánaðar lagði ég fram á Alþingi frumvarp til laga um Matvælarannsóknir hf. Þar er gert ráð fyrir að sameina þrjár ríkisstofnanir í eitt hlutafélag í eigu ríkisins. Félaginu er ætlað að sinna rannsóknum og nýsköpun á sviði matvæla í þágu atvinnulífsins, lýðheilsu og matvælaöryggis.</p> <p>Það verður í verkahring stjórnenda hins nýja félags að skilgreina þau verkefni á sviði matvælarannsókna sem brýnt er að félagið sinni, útfæra og efla samstarf við aðrar rannsóknaraðila, háskóla og fyrirtæki og huga að framtíðaruppbyggingu starfseminnar og húsnæðismálum.</p> <p>Hlutafélag í eigu ríkisins starfar á almennum markaði og hefur enga sérstöðu umfram önnur hlutafélög nema sérstaðan sé skilgreind í lögum. Verkefni sem núverandi stofnanir hafa annast fyrir ríkið, s.s. rannsóknir í almannaþágu, öryggisþjónusta o.fl., þarf því að skilgreina mun betur en til þessa svo hægt sé að koma þeim út á markað og gera um þau samninga samkvæmt lögum og reglum um opinber innkaup. Það þýðir meðal annars að ríkið þarf að skerpa á hlutverki sínu sem kaupandi að þjónustu á sviði matvælarannsókna. Í ljósi eðlis og umfangs þeirra verkefna ætti hið nýja hlutafélag að hafa alla burði til að bjóða hagstætt verð í þau verk þegar þau verða auglýst.</p> <p>Gert er ráð fyrir að öllum núverandi starfsmönnum þeirra ríkisstofnana sem lagðar verða niður, verði boðið starf hjá Matvælarannsóknum hf. Lögð er áhersla á að fyrirtækið verði stofnað í rekstrarhæfu formi, þ.e. nægjanlega stöndugt til að geta komið yfir sig húsnæði og staðið undir eðlilegri endurnýjun á tækjabúnaði. Stofnfundur félagsins verður haldinn fljótlega eftir að frumvarpið verður orðið að lögum frá Alþingi. Þar verður félaginu skipuð 7 manna stjórn sem mun ráða hið fyrsta forstjóra sem ásamt stjórn félagsins undirbýr starfsemi félagsins sem ráðgert er að hefjist síðari hluta árs 2006.</p> <p>Það hefur verið mikil gerjun í vísindasamfélaginu á undanförnum árum. Ný tækni og meiri vitneskja hefur stóraukið möguleika til rannsókna. Það samfara auknum áhuga stjórnvalda og fyrirtækja á gildi rannsókna kallar á að vísindamenn þurfa gjarnan að bregðast skjótar við og beina sjónum í nýjar áttir. Hlutafélagsformið gefur meiri færi á sveigjanleika í fjárfestingum, rekstri og samvinnu við aðra aðila en ríkisrekstrarformið, en það getur verið óþjált að búa við þær reglur sem gilda um ríkisreksturinn almennt.</p> <p>Þekking og hæfni starfsmanna er drifkraftur allra rannsókna og nýsköpunar. Aukinn sveigjanleiki í rekstri hlýtur því að verða starfsmönnum til framdráttar.</p> <p>Fjárfesting í sprotafyrirtæki er háð mikilli óvissu, gjarnan byggð á bjartsýni og sannfæringarkrafti frumkvöðla. Í sumum tilvikum verður hugmyndin að arðbærum veruleika í öðrum tilvikum ekki.<br /> <br /> Sem dæmi um hugmynd sem snýr að áhugasviði Íslendinga þá greiddi ég götu áhugahóps um loftslagsrannsóknir við gerð hagkvæmnisathugunar á forsendum þess að koma á fót rannsóknarstofnun á Ísafirði á sviði loftslagsbreytinga. Í fyrstu fannst mér hugmyndin fremur fjarlæg, en gott dæmi um þann áhuga sem er á því að efla vísindi og rannsóknir víða um land.</p> <p>Athugunin fól í sér skilgreiningu á rannsóknarsviði stofnunarinnar og sóknarfærum, greiningu og upplýsingaöflun um sambærilegar stofnanir, athugun á mögulegum samstarfsaðilum, styrkjum, stærð stofnunar í ársverkum talið, húsnæðismál og staðsetningu. Niðurstöður þeirrar skýrslu voru kynntar á Ísafirði í síðustu viku.</p> <p>Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru að mati margra vísindamanna ein mesta ógn sem steðjar að mannkyni til lengri tíma litið. Ísland hefur látið þessi mál mjög til sín taka á alþjóðavettvangi.</p> <p>Mikilsvert framlag Íslands til umhverfis- og loftslagsmála í heiminum er sú staðreynd að rúmlega 70% af allri orkunotkun Íslendinga er framleidd úr endurnýjanlegum auðlindum og það liggur fyrir að þetta hlutfall mun vaxa á komandi árum. Aðkoma Íslands að rannsóknum sem beinast að því að nýta vetni til orkuframleiðslu hefur ennfremur vakið athygli um heim allan.</p> <p>Á vegum Hafrannsóknastofnunar er áhersla lögð á virka stýringu, byggða á rannsóknum, sem stuðlar að skynsamlegri nýtingu auðlinda hafsins og að bregðast við breytingum vegna hlýnandi veðurfars, hafstrauma og annars.</p> <p>Ísland hefur um sýnt rannsóknum á jarðkerfi Norðurslóða áhuga, enda er Ísland ákjósanlegur staður til að stunda rannsóknir á þessu sviði, ekki síst vegna þróunar Golfstraumsins, sem og að hér er auðvelt að rannsaka bráðnun jökla, áhrif loftslagsbreytinga á gróður, á dýralíf og að sjálfsögðu á lífríkið í sjónum. Þá vakti frumkvæði Íslands um málefni Norðurslóða í formennsku í Norðurskautsráðinu jákvæð viðbrögð.</p> <p>Það er því fyllsta ástæða til að láta á það reyna hvort erlendir háskólar sem reka stofnanir á þessu sviði séu tilbúnir til koma að rekstri og fjármögnun alþjóðlegrar rannsóknastofnunar á sviði jarðkerfisfræða. Ef svo færi myndi mikilsverð þekking berast til landsins sem mun hafa hvetjandi áhrif á rannsókna- og vísindastarf hér á landi. Þekking sem grundvallast á vísindalegum rannsóknum mun án nokkurs efa verða veigamikið afl til að auka hagsæld okkar í framtíðinni.</p> <p>Fyrir þessum fundi liggur að afgreiða ályktun Vísinda- og tækniráðs sem unnin hefur verið af vísindanefnd og tækninefnd í samráði við þau ráðuneyti sem að þessum málum koma. Að lokinni þeirri afgreiðslu verða opnar umræðum um nokkur málefni sem koma munu til kasta ráðsins á næsta tímabili.</p> <p>Ég vænti þess að þær umræður komi til með að gagnast vel við frekari vinnu ráðsins.</p> <br /> <br />

2005-12-14 00:00:0014. desember 200550 ára afmæli nóbelsverðlauna Halldórs Laxness

<p>Kæru gestir.</p> <p>Það er mér mikill heiður að opna þessa sýningu og dagskrá sem helguð er nóbelsverðlaunum Halldórs Laxness en hálf öld er nú liðin frá því að þessi merku tímamót í íslensku bókmennta- og menningarlífi urðu. Flestir Íslendingar þekkja þessa sögu vel, vita að í umsögn nóbelsverðlaunanefndarinnar sagði að hann fengi þessi merku verðlaun í bókmenntum meðal annars fyrir „litríkan skáldskap sem endurnýjaði íslenska frásagnarlist.“ Þessi viðurkenning er án efa mesta viðurkenning sem Íslendingi hefur hlotnast. Hún vakti ómælda athygli umheimsins á Íslandi og bókmenntaarfinum sem er sterkasta stoðin í sjálfstæði landsins, stoltið og vonin gegnum aldir fátæktar og mótlætis.</p> <p>Þúsundir landsmanna biðu á hafnarbakkanum eftir nóbelsskáldinu og almenningur fékk sínar þakkir fyrir að hafa verið honum innblástur og efniviður í svo margar sögur. Mest segja þó kannski orð skáldsins við afhendingu verðlaunanna sjálfra:</p> <p>“Það er skáldi mikið hamingjulán að vera borinn og barnfæddur í landi, þar sem þjóðin hefur verið gegnsýrð af anda skáldskapar um aldaraðir og ræður fyrir miklum bókmenntaauði frá fornu fari.”</p> <p>Það er okkar hamingjulán að Halldór var borinn og barnfæddur Íslendingur og skildi eftir sig arf sem ávallt mun lifa með þjóðinni.</p> <p>Ég sá Halldór aðeins tilsýnar meðan hann var á lífi, en það er með mig eins og margra aðra Íslendinga að mér finnst ég hafi kynnst honum því bækur hans hafa ávallt blasað við augum mér á heimilum mínum síðan ég fyrst man eftir. Fyrst man ég eftir að hafa heyrt talað um hann þegar nokkrir bændur í Vopnafirði voru að ræða útkomu Gerplu í kaupfélagsbúðinni þar af mikilli aðdáun. Þar í forinni fyrir framan er sagt að Guðmundur frá Sænautarseli sem oftast er talinn fyrirmyndin af Bjarti í Sumarhúsum hafi hnoðað niður einn af fylgdarmönnum Halldórs vegna sárinda sinna.</p> <p>Margir hafa skrifað um skáldið og gefið okkur mikla innsýn í líf hans og störf en best hefur hann lýst sjálfum sér eða eins og hann segir um Ólaf Kárason í Heimsljósi, Fegurð himinsins.</p> <p>“Skáldið var ríkasti maður á Íslandi, að eiga sjón fegurðarinnar, þess vegna kveið hann ekki í heiminum, fannst hann ekki hræðast neitt. Sumir eiga mikla peninga og stórar jarðir, en aungva fegurð. Hann átti fegurð als Íslands og als mannlífsins.”</p> <p>Á þeirri sýningu sem nú verður opnuð má sjá merka muni sem tengjast þessum tímamótum í sögu okkar; sjálf nóbelsverðlaunin, handrit skáldsins og myndir frá fyrri tíð, en jafnframt verður hér á dagskrá málþing, upplestur og söngur.</p> <p>Saga nóbelskáldsins er samofin sögu þjóðarinnar, sýning á borð við þessa er sýning fyrir þjóðina.</p> <p> </p> <br /> <br />

2005-12-01 00:00:0001. desember 2005Hin forna framtíð - setningarávarp forsætisráðherra

<h2 align="center">Ávarp forsætisráðherra : Hin forna framtíð<br /> Þjóðminjasafninu 1. desember 2006</h2> <p>Heiðraða samkoma</p> <p>Það er mér sönn ánægja að setja þessa merku ráðstefnu; Hin forna framtíð, sem einmitt er styrkt af Kristnihátíðarsjóði, en lokaúthlutun úr honum fór fram fyrr í dag. Þar kenndi að sjálfsögðu margra grasa eins og gert hefur þau fimm ár sem úthlutað hefur verið úr sjóðnum. Óhætt er að segja að Þjóðminjasafnið hafi notið góðs af Kristnihátíðarsjóði enda hafa mörg verkefni orðið að veruleika með úthlutunum úr honum. Hlutverk sjóðsins er enda skilgreint þannig að hann eigi að efla fræðslu og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar – og kosta fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar. Þessi lýsing á vel við um hlutverk Þjóðminjasafnsins.<br /> <br /> Verkefni sem hlotið hafa framgang fyrir tilstilli sjóðsins eru afar athyglisverð og efni þeirra varpar margvíslegu ljósi á trúararf þjóðarinnar. Yfirlitsrit um verkefni styrkt af Kristnihátíðarsjóði sem gefið er út í tilefni þessarar ráðstefnu gefur þetta glöggt til kynna. Þá er ekki síður fjölbreytileiki í þeim áhugaverðu erindum sem flutt verða á þessari ráðstefnu í dag og á morgun. Það fer vel á því að fyrstu erindin fjalli um þá miklu andans menn Hallgrím Pétursson og Matthías Jochumsson. Fáir kirkjunnar þjónar hafa notið jafnmikillar hylli þjóðarinnar og þeir. Ekki síður verður forvitnilegt að skoða söngarf þjóðarinnar og rannsóknirnar á biskupsstólunum en fundir og niðurstöður þar vekja ætíð athygli þjóðarinnar allrar.</p> <p>Fornleifarannsóknir eru langtímaverkefni og munu endast komandi kynslóðum. Það er langur vegur frá að þeim rannsóknum á sögustöðum þjóðarinnar sem nutu framlags úr Kristnihátíðarsjóði sé lokið. Í flestum tilvikum má frekar segja að þær séu rétt að hefjast.</p> <p>Þjóðminjasafnið hefur veigamiklu hlutverki að gegna á þessu sviði á komandi árum. Stjórnvöld hafa viljað veg þess sem mestan eins og glæsilegar endurbætur á safninu sjálfu sýna glöggt. En það má alltaf bæta við. Það er því vel við hæfi að nota þetta tækifæri og skýra frá því að við ætlum að gera enn betur. <br /> <br /> Ríkisstjórnin hefur ákveðið að á fjárlögum áranna 2006 – 2008 verði samtals 60 milljónum króna varið til forvörslu og undirbúnings sýninga á niðurstöðum fornleifarannsókna sem styrktar hafa verið úr Kristnihátíðarsjóði. Fyrir þetta fé mun Þjóðminjasafnið meðal annars kosta þrjú ársverk forvarðar, endurskipulagningu og aðstoð í geymslum, útgáfu á niðurstöðum og loks að halda veglega sýningu og ráðstefnu árið 2008 sem ég veit að áhugamenn um sögu, menningu og fornleifarannsóknir bíða spenntir eftir.</p> <p>Þegar síðasta úthlutun úr Kristnihátíðarsjóði hefur nú átt sér stað er eðlilegt að meta framhaldið. Þær rannsóknir sem hófust fyrir tilstuðlan sjóðsins er langt frá því lokið. Við þurfum að meta það á næstunni hvernig staðið verður að eðlilegu framhaldi 2007 og síðar.</p> <p>Á aldarafmæli Þjóðminjasafnsins 1963 skrifaði Kristján Eldjárn:</p> <p>“Ef til vill hefur safnið aldrei kunnað að gera nógu fullar kröfur á hendur hinu opinbera. Ef til vill væri hagur þessi hærri, ef það hefði verið harðara í sókninni. En það er ófremdarástand í menningarstofnun, ef hún þarf sífellt að vera í sóknarstöðu gegn yfirboðurum sínum í ríkisstjórn og á Alþingi. Gagnkvæmt traust og vinsamleg samvinna er reyndar hið eina, sem viðunandi getur kallast í samskiptum stofnunar og stjórnvalda. Þjóðminjasafnið leyfir sér að vona að stjórnvöld landsins muni hér eftir sem að undanförnu veita því af þeim málum, sem það kann að vilja koma fram.”</p> <p>Ég vænti þess að okkur auðnist að rækta dýrmætan arf fyrrum fátækrar þjóðar í þessum vitra og hæverska anda. Þótt fortíð okkar sé á margan hátt full af svartasta skammdegi, hefur tekist með öflugu safnastarfi og rannsóknum að fylla hana af baráttu, lífi, djúpum hugsjónum og birtu. Það er ekki síst þetta starf sem gerir okkur að þjóð og því má aldrei líta á hið liðna sem grafir dauðra manna.</p> <p>Það er því von mín og ríkisstjórnarinnar allrar, að við eigum eftir að sjá starfið hér í Þjóðminjasafninu blómstra í allri framtíð.</p> <p>Um leið og ég segi ráðstefnuna „Hin forna framtíð“ setta, vil ég færa stjórn Kristnihátíðarsjóðs, verkefnisstjórnum og öllum þeim sem komið hafa að undirbúningi ráðstefnunnar þakkir fyrir gott og metnaðarfullt starf.</p> <br /> <br />

2005-11-10 00:00:0010. nóvember 2005Forsætisráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

<h2 style="text-align: center;">Ræða forsætisráðherra<br /> á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga<br /> 10. nóvember 2005</h2> <p style="text-align: center;">I</p> <p>Ísland er meðal samkeppnishæfustu ríkja heims. Samkvæmt nýlegri skýrslu Samtaka iðnaðarins í Danmörku deila Ísland og Bandaríkin efsta sæti á lista landa yfir besta viðskiptaumhverfið. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart enda í samræmi við álit fjölmargra óháðra erlendra aðila sem fjallað hafa um samkeppnisstöðu þjóða heims. Ísland hefur víða skorað hátt og vakið athygli, nú síðast í öðru sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd sem best er að búa í þar sem ekki er einungis horft til efnahagslegra þátta heldur jafnframt félagslegra.</p> <p>Það sem skiptir þó mestu máli er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna hefur aukist meira hér á landi á síðustu tíu árum en í flestum löndum, eða um heil 60%. Þar af skýra launahækkanir um tvo þriðju hluta en þær skattalækkanir sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir og lækkandi vaxtabyrði afganginn.</p> <p>Þetta er auðvitað það sem hlýtur að skipta mestu máli þegar menn vega og meta forsendur kjarasamninga. Ekkert skiptir eins miklu máli fyrir velferð heimilanna á Íslandi og atvinnuástandið og ráðstöfunartekjur þeirra. Þetta sjónarmið hefur verið markmið og leiðarljós ríkisstjórnarinnar og það er óumdeilt að þetta markmið hefur náðst. Um það vitna allar hagtölur.</p> <p>Að undanförnu hafa farið fram viðræður milli ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins um leiðir til þess að tryggja áframhaldandi stöðugleika í efnahagslífinu. Ég vona og trúi að það náist jákvæð niðurstaða í þessum viðræðum enda er það sameiginleg skoðun allra aðila að þannig verði aukin hagsæld og stöðugleiki best tryggður.</p> <p style="text-align: center;">II</p> <p>Hagvöxtur undanfarinna ára hefur ekki einungis hækkað tekjur og kaupmátt einstaklinga og fyrirtækja heldur hafa tekjur hins opinbera jafnframt aukist verulega. Þannig hafa skatttekjur sveitarfélaga hækkað um ríflega 64% að raunvirði frá árinu 1997. Afkoma sveitarfélaga hefur á þessum árum verið ásættanleg þegar á heildina er litið en því má samt ekki gleyma að rekstrargrundvöllur, tekjuöflunarmöguleikar og fjárhagsleg staða þeirra er ákaflega mismunandi. Þróun tekjustofna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúum fjölgar ört er verulega frábrugðin því sem verið hefur í ýmsum sveitarfélögum á landsbyggðinni þar sem íbúum hefur fækkað og erfiðleikar hafa verið í atvinnulífi. Möguleikar þessara sveitarfélaga til að auka tekjur og hagræða í rekstri eru takmarkaðir þar sem kröfur íbúa um þjónustu minnka ekki þótt íbúum og störfum fækki.</p> <p>Í ljósi mikils aðstöðumunar sveitarfélaga varð það ein meginniðurstaða tekjustofnaviðræðna ríkis og sveitarfélaga, sem lauk í mars á þessu ári, að leggja til aðgerðir sem taka á vanda þeirra sveitarfélaga sem búa við erfiðar ytri aðstæður. Þetta verður gert með sérstöku 700 m.kr. aukaframlagi ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga næstu þrjú árin og auknum rekstrar- og söluframlögum varasjóðs húsnæðismála til sveitarfélaga vegna félagslegra íbúða. Endurskoðun á reglum Jöfnunarsjóðsins skiptir því sköpum þegar litið er til afkomumöguleika sveitarfélaga um landið allt.</p> <p style="text-align: center;">III</p> <p>Umræða um tekjustofna sveitarfélaga og tilfærslur á skattstofnum er ekki ný af nálinni og erfitt að kasta tölu á þær nefndir sem hafa fjallað um þetta efni á síðustu árum. Skýringin á fjölda tekjustofnanefnda er hins vegar einföld. Hún stafar einfaldlega af því að þessi mál eru flókin og engin töfraformúla í augsýn sem leysir þau.</p> <p>Það sem skiptir máli í þessu sambandi er að sveitarfélögum verði tryggðir tekjustofnar til að fjármagna tilfærslu verkefna. Alltaf eru til staðar óvissuatriði við slíkar kerfisbreytingar. Aðalatriðið er að það ríki traust á milli ríkis og sveitarfélaga og að menn beri gæfu til að leysa þau vandamál sem upp kunna að koma.</p> <p style="text-align: center;">IV</p> <p>En þetta snýst ekki bara um tilfærslu tekjustofna á milli ríkis og sveitarfélaga. Þetta snýst ekki síður um það að sveitarfélögin séu í stakk búin til að taka að sér aukin verkefni. Þar með erum við komin að kjarna málsins, sameiningu sveitarfélaga. Það gefur auga leið að því stærri og öflugri sem sveitarfélögin eru þeim mun auðveldara er fyrir þau að taka við viðbótarverkefnum frá ríkinu. Ég ber mikla virðingu fyrir viljanum til að stjórna eigin málum en hlýt að vekja athygli á því að stærri einingar eru einfaldlega betur í stakk búnar til að taka við hinum margvíslegu verkefnum sem nútímaþjóðfélag þarf að sinna.</p> <p>En hvernig verða þessi sjónarmið samræmd? Samkvæmt lögum hvíla á öllum sveitarfélögum sömu skyldur til að veita íbúum þjónustu. Skiptir þá engu máli hvort sveitarfélagið telur 100 eða 100 þúsund íbúa. Gildandi lagaákvæði um 50 íbúa lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga er í engu samræmi við verkefni þeirra í dag. Sveitarfélagamörk, sem í mörgum tilvikum eiga rætur að rekja aftur á þjóðveldisöld, hafa ekki fylgt þeim miklu breytingum sem orðið hafa í samgöngu- og atvinnumálum um allt land. Hugsanlega hefur löggjafarvaldið verið of viljugt til að færa sveitarfélögunum aukin verkefni án þess að gera þá kröfu á móti að þau væru til þess bær að axla nýjar skyldur.</p> <p>Auk þess eru enn of mörg grá svæði í verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Það hlýtur að vera markmiðið að stjórnsýsla hins opinbera og ábyrgð á málaflokkum sé einföld og skýr þannig að íbúarnir viti hvert þeir eigi að leita úrlausn sinna mála. Einnig hljótum við að vilja tryggja sjálfsforræði sveitarfélaga og stjórn þeirra yfir eigin verkefnum á sem einfaldastan og bestan hátt. Til að ná þessum markmiðum þurfum við að ræða opinskátt um málefni ríkis og sveitarfélaga í heild sinni og leita sameiginlegra lausna. Hvor aðili um sig þarf að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og reiðubúinn að gefa eftir og taka við nýjum verkefnum og skyldum ef slíkt er skynsamlegt út frá hagsmunum borgaranna.</p> <p style="text-align: center;">V</p> <p>Nýverið stóð ríkisstjórnin, í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, að átaki um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Eins og þið þekkið öll var verkefninu skipt í þrjá aðskilda þætti.</p> <p>Í fyrsta lagi lagði verkefnisstjórn fram tillögur í apríl 2004 sem meðal annars fela í sér að sveitarfélögin taki að sér nánast alla nærþjónustu á sviði velferðarmála.</p> <p>Í öðru lagi skilaði tekjustofnanefnd tillögum sem ég hef áður vikið að sem þessa dagana er verið að hrinda í framkvæmd með lagabreytingum.</p> <p>Í þriðja lagi lagði sameiningarnefnd fram tillögur um verulega fækkun sveitarfélaga með sameiningu þeirra. Kosið var um þær tillögur þann 8. október sl. og var aðeins ein tillagan samþykkt í öllum sveitarfélögum sem tillagan varðaði. Rétt er samt að halda því til haga að í aðdraganda átaksins voru samþykktar nokkrar sameiningar sveitarfélaga og stefnir í allnokkra fækkun á kjörtímabilinu, eða úr 104 í 89. Það er engu að síður ljóst að það markmið sem að var stefnt, að ná fram grundvallarbreytingu á sveitarfélagaskipan í landinu, hefur ekki náðst. Áfram verður mikill fjöldi sveitarfélaga með mjög fáa íbúa þótt einungis lítið brot landsmanna búi þar.</p> <p>Þessi niðurstaða vekur margar spurningar um hvert skuli stefna í málefnum sveitarfélaga. Ekki verður annað sagt en að vilji íbúanna hafi komið skýrt fram í sameiningarkosningunum 8. október þótt kosningaþátttaka hafi valdið vonbrigðum. Á sama hátt verður ekki annað sagt en að ríkisvaldið hafi lagt sitt af mörkum til að styðja við þetta verkefni. Í sameiginlegri viljayfirlýsingu fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra og formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. september 2004 var heitið allt að 2,4 milljarða króna stuðningi við sameiningu sveitarfélaga. Niðurstöður kosninganna bæði nú og árið 1993 gefa skýrt til kynna að almenn hvatning til sameiningar í frjálsum kosningum hefur ekki skilað miklum árangri.</p> <p style="text-align: center;">VI</p> <p>Bæði ríki og sveitarfélög hafa gengið út frá því að stækkun og efling sveitarfélaga væri forsenda þess að sveitarfélögin gætu tekið að sér aukin verkefni. Þótt í gildi séu nokkrir þjónustusamningar á sviði velferðarmála sem gerðir voru á grundvelli verkefnisins um reynslusveitarfélög hefur það sýnt sig að æskilegast er að ábyrgð á framkvæmd þjónustu og fjármögnun hennar sé á sömu hendi. Almenn yfirfærsla verkefna á grundvelli þjónustusamninga er því ekki góður kostur. Á meðan stærðarmunur sveitarfélaga er jafn gríðarlegur og hann er í dag er vandséð að aðrar leiðir séu færar, nema þá mögulega að t.d. stærstu sveitarfélögum í hverjum landshluta verði falið að þjónusta hin minni og fái til þess tekjustofna. Slíkt fyrirkomulag þekkist erlendis en það á sér ekki fordæmi hér á landi. Það eins og annað þarf að ræða í framhaldinu.</p> <p>Ég tel afar mikilvægt að ríki og sveitarfélög fari sem fyrst vandlega yfir þá kosti sem nú eru í stöðunni. Það má ekki valda óvissu um framtíðarfyrirkomulag á þeirri þjónustu sem sveitarfélögin hafa sýnt mestan áhuga á að fá til sín með því að draga lengi ákvörðun um það hvort af flutningi geti orðið. Slík óvissa getur staðið stefnumótun innan þeirra málaflokka fyrir þrifum auk þess sem það er ósanngjarnt gagnvart notendum þjónustunnar og því góða starfsfólki sem þar vinnur að fá þessi mál ekki á hreint sem fyrst.</p> <p style="text-align: center;">VII</p> <p>Ég tel einnig mikilvægt að huga að áframhaldandi flutningi ýmissa þjónustuverkefna frá ríki til sveitarfélaga og stuðla þannig að bættri þjónustu við íbúa hvers sveitarfélags. Við þurfum sífellt að spyrja okkur hvernig hægt er að bæta þjónustu við íbúana. Það á að vera leiðarljós allra breytinga á þessu sviði. Hér vil ég sérstaklega nefna málefni fatlaðra, heilsugæslu, heimahjúkrun, öldrunarþjónustu og minni sjúkrahús auk svæðismiðlunar og atvinnuráðgjafar. Ég tel að sveitarfélögin séu betur í stakk búin en ríkið að sinna þessari þjónustu, þau eru í nánari tenglum við sitt heimafólk og finna betur hvaða þörfum er brýnast að sinna og hvernig þjónustunni verður best fyrir komið. Að sjálfsögðu verður þó ekki af slíkum verkefnaflutningi nema sveitarfélögin lýsi sig tilbúin til að taka við auknum verkefnum og að fundin verði leið til að færa þeim tekjustofna til að standa straum af kostnaði.</p> <p style="text-align: center;">VIII</p> <p>Ég vil sérstaklega nefna tvö mál sem þarf að leiða til lykta.</p> <p>Í fyrsta lagi tel ég nauðsynlegt að koma málefnum aldraðra í örugga höfn sem fyrst. Þar hafa vissulega verið stigin stór og markverð skref á undanförnum árum sem hafa stórbætt kjör aldraðra. Um það er ekki deilt. Ég tel nú tímabært að stíga næstu skref. Þar eru húsnæðismálin brýnust. Hér er verk að vinna á milli ríkis og sveitarfélaga. Að mínu mati þarf nýja hugsun varðandi uppbyggingu öldrunarþjónustu. Við þurfum að leggja megináherslu á uppbyggingu sérbýla fyrir aldraða og hverfa frá sambýlum. Ég vil beita mér fyrir öflugri samvinnu milli ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði með það að markmiði að færa þennan mikilvæga málaflokk yfir til sveitarfélaganna. Þetta er dæmigert verkefni þar sem nálægðin við íbúana, þeirra sem eiga að njóta þjónustunnar, skiptir miklu máli.</p> <p>Í öðru lagi vil ég nefna þá samvinnu sem tekist hefur á milli ríkis og sveitarfélaga á sviði menningarmála, umhverfismála og ferðatengdrar þjónustu. Hér nægir að nefna uppbyggingu vegna tónlistarhúss í Reykjavík, menningarhúsa á nokkrum stöðum á landinu og sérstakra samninga um einstök verkefni víða um land. Samninga sem tengjast sögu og náttúru einstakra staða og svæða. Þar má nefna landafundi, fornsögur, þjóðtrú, eldgos, jökla, víkinga, atvinnusögu, bókmenntir og margt fleira. Það þarf að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Um leið og við ræktum menningu okkar og sögu með þessum hætti aukum við fjölbreytni fyrir þá sem ferðast um landið. Möguleikarnir eru óteljandi. Allt snýst þetta um að vera samkeppnisfær. Ekki milli einstakra byggðarlaga hér innanlands heldur miklu fremur milli Íslands sem ákjósanlegs valkosts í ferðaþjónustu og annarra landa.</p> <p style="text-align: center;">IX</p> <p>Það gengur okkur margt í haginn og þegar vel gengur er rétt að nýta tækifærið til að horfa til framtíðar. Við þurfum að spyrja okkur áleitinna spurninga – hvað erum við að gera vel og á hvaða sviðum getum við bætt okkur? Hvernig getum við breytt okkar vinnubrögðum svo við getum lagt grunninn að enn betra samfélagi á komandi árum? Samstarf og verkaskipting ríkis og sveitarfélaga getur skipt sköpum um hvernig til tekst í þessum efnum.</p> <p style="text-align: left;">Eitt af stefnumálum í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er að vinna að því að stjórnkerfið endurspegli breyttar aðstæður í þjóðfélaginu. Lögð hefur verið áhersla á að nýta kosti upplýsingasamfélagsins og rafrænnar stjórnsýslu til að tryggja jafnt aðgengi borgaranna að nauðsynlegum upplýsingum og þjónustu. Margt hefur áunnist í þeim efnum og í mörgum tilvikum hafa sveitarfélögin sýnt frumkvæði. Það var því vel til fundið að Samband íslenskra sveitarfélaga ákvað að veita framsæknum sveitarfélögum viðurkenningu fyrir heildstæðar umbætur í stjórnsýslu og einnig fyrir framsækni á ákveðnum sviðum, líkt og gert var á ráðstefnu sem sambandið stóð fyrir sl. vor. Það vekur jákvæð viðbrögð og hvetur sveitarstjórnarmenn og starfslið sveitarfélaga til dáða.</p> <p style="text-align: center;">X</p> <p>Ríkisstjórnin hefur samþykkt að fram fari endurskoðun á skipulagi Stjórnarráðs Íslands og stofnunum ríkisins með það að markmiði að einfalda stjórnsýsluna. Einnig hefur ríkisstjórnin samþykkt að fela ráðuneytum að fara yfir löggjöf á sínu sviði til að skapa „Einfaldara Ísland“. Við erum vel menntuð, vel upplýst en jafnframt fámenn þjóð sem býður upp á þjónustu sambærilega við það sem best gerist í mun fjölmennari samfélögum. Til að tryggja sem besta nýtingu fjármuna hins opinbera er mikilvægt að leita leiða til að ná fram aukinni hagkvæmni og skilvirkni í yfirstjórn og stjórnsýslu. Fjármunir hins opinbera eru skattpeningar sem við, íbúar þessa lands, greiðum til ákveðinna verkefna og þjónustu samfélaginu öllu til heilla. Það er skylda stjórnvalda að tryggja að þessir fjármunir nýtist sem best.</p> <p>Verkefnið „Einfaldara Ísland“ snýst um landið í heild sinni, ekki aðeins stjórnsýslu ríkisins. Við viljum eiga góða samvinnu við sveitarfélögin um þetta verkefni og fá fulltrúa þeirra að því með beinum hætti. Forsætisráðuneytið hefur því óskað eftir tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga í nefndina sem heldur utan um þetta mál.<br /> <br /> Stjórnsýslan er of flókin í dag og of umfangsmikil og ekki alltaf auðvelt fyrir íbúana að átta sig á hvert þeir eiga að leita með sín mál. Ég vil þess vegna nefna annað verkefni, en þó nátengt „Einfaldara Íslandi“, sem verið er að leggja af stað með á vegum forsætisráðuneytisins sem gengur undir nafninu „Rafræn þjónustuveita“. Það felst í því að setja upp og starfrækja yfirgripsmikinn vef, Ísland.is, sem næði utan um þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Þessi vefur yrði ekki aðeins uppspretta upplýsinga heldur yrði hægt að sækja á hann alla gagnvirka þjónustu sem ríki og sveitarfélög bjóða fyrirtækjum og einstaklingum. Verkefnisstjórn forsætisráðuneytisins um rafræna stjórnsýslu hefur verið falið að skipuleggja verkið og leita samráðs við sveitarfélög og fleiri aðila um framkvæmd þess.</p> <p style="text-align: center;">XI</p> <p>Ágætu sveitarstjórnarmenn</p> <p>Verkefni okkar stjórnmálamanna er að leita allra leiða til að nýta þau tækifæri sem bjóðast til að Ísland verði áfram í hópi framsæknustu ríkja í heimi. Til þess að það megi takast þurfa ríki og sveitarfélög að vinna saman að úrlausn mála, sýna ábyrgð í stjórn fjármuna og leita leiða til að einfalda stjórnsýsluna og efla þjónustu við íbúana.</p> <p>Ég tel að formleg samskipti ríkis og sveitarfélaga á reglulegum samráðsfundum, m.a. um efnahagsmál, fyrirhugaðar lagabreytingar, kjaramál hins opinbera og önnur atriði sem snerta samskipti þessara tveggja stjórnsýslustiga, séu mikilvæg fyrir gott samstarf milli aðila. Nú liggja fyrir drög að nýjum samstarfssáttmála sem aðilar eru sammála um og verður undirritaður á næstunni. Að stofni til er nýi sáttmálinn að flestu leyti í samræmi við eldri sáttmála, sem byggir á norrænni fyrirmynd, en umfjöllun um einstaka þætti samstarfsins er mun ítarlegri. Megináhersla er lögð á að efla efnahagslegt samráð og auka formfestu í samskiptum. Reynsla undanfarinna ára og áratuga sýnir nauðsyn slíks samstarfs.</p> <p>Sigurður Nordal skrifaði fyrir rúmum 60 árum: „Á síðustu áratugum hafa gengið yfir svo hraðfara breytingar, að ein kynslóð reyndi meiri umskipti í högum og háttum en þrjátíu kynslóðir áður.“</p> <p>Ég er ekki frá því að á þeim tíma sem síðan er liðinn hafi breytingarnar verið sambærilegar eða jafnvel enn meiri. Það er eðlilegt að við séum sein að laga okkur að breyttum heimi og tímum við þessar aðstæður. Verk okkar stjórnmálamanna bera þess merki. Hvorki ríkið né sveitarfélögin hafa náð að breyta stjórnsýslunni í takt við tímann. Við eigum að auka umsvif og vald sveitarfélaganna, minnka vald ríkisins. Um það hljótum við að geta verið sammála.</p> <br /> <br />

2005-10-25 00:00:0025. október 2005Ræða forsætisráðherra á 57. þingi Norðurlandaráðs

<h2 align="center"><span>Ræða Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra<br /> á 57. þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík, 25. október 2005</span></h2> <p><strong><span><br /> Statsminister Halldór Ásgrímsson redegørelse til</span> <span>Nordisk Råds session 25. oktober 2005</span></strong></p> <p><span>Fru præsident,</span></p> <p><span>Jeg vil gerne takke statsminister Anders Fogh Rasmussen for det danske formandskab hvor man har set både forandringer og stor udvikling i vort samarbejde.</span></p> <p><span>På statsministrenes møde i dag præsenterede statsminister Jens Stoltenberg det norske formandskabsprogram. Jeg vil takke hans nye norske regering for et lovende formandskabsprogram for næste år. Det glæder mig især, at de nordlige områder får høj prioritet.</span></p> <p><span>Jeg har deltaget i de fleste af Nordisk Råds sessioner fra 1976. Og det viser hvor godt og gavnligt et spejl af samtiden disse sessioner er, at sessionens agenda nu er lige så interessant og vedkommende som sessionens agenda var for mig for knap tredive år siden.</span></p> <p><span>Og hvorfor nævner jeg dette? Jeg nævner det, fordi man tit hører at den politiske dialog i en globaliseret verden skal foregå på et bredt grundlag, og at det nordiske samarbejdes betydning derfor bliver mindre og mindre. Faktum er dog, at nordisk samarbejde stadig lever og gavner de nordiske lande fordi det i tidens løb er lykkedes at tilpasse det til samtidens skiftende behov. Nøglen til et resultatrigt samarbejde er derfor først og fremmest fleksibilitet. På det grundlag fremlægger vi nu et ministerrådsforslag om en ny struktur i Nordisk Ministerråds virksomhed, hvor effektivitet og synergieffekt sættes i forgrunden. Det er mit håb, at denne struktur bevirker, at samarbejdet står godt udrustet til at møde morgendagens udfordringer.</span></p> <p><span>Et andet princip, der aldrig må fraviges i nordisk samarbejde er at borgernes interesser skal prioriteres. Derfor er det yderst vigtigt at fortsætte den målrettede indsats for fjernelsen af grænsehindringer. Det er af fælles interesse for alle landene at kommunikation over grænserne foregår så gnidningsfrit som muligt. Det er noget der kræver konstant arbejde, for der dukker hele tiden nye hindringer op.</span></p> <p><span>Den tredje ting, vi må holde os for øje, er at samarbejdet er politisk relevant og har det formål at gøre Norden mere konkurrencedygtigt internationalt. Hvis vi ikke møder de udfordringer vore lande står over for i det konkurrencemiljø som globaliseringen har skabt, mister samarbejdet helt enkelt sin relevans.</span></p> <p><span>Islands vigtigste prioritering i formandskabsprogrammet 2004 var “Nordens ressourcer”. Vi fremholdt at landenes vigtigste ressourcer er nordboerne selv, samfundsordenen, kulturarven og naturressourcerne. Disse ressourcer danner grundlaget for den nordiske velfærd og forklarer Nordens stærke position i det internationale samfund. Der har vi en fremtrædende position hvad angår levestandarden generelt, men også når vi ser på konkurrenceevne, teknologi, innovation og kreativitet. Denne flotte konklusion er man nået frem til i den ene internationale analyse efter den anden.</span></p> <p><span>Men de lande vi konkurrerer med er inde i en hurtig udvikling og lavt lønnet arbejdskraft er ikke længere deres stærkeste trumf, for deres tekniske viden og specialisering bliver større for hvert år. Derfor er det nødvendigt at arbejde målrettet på at udnytte Nordens menneskelige ressourcer maksimalt, så Norden ikke sakker bagud men fortsat vil stå stærkt internationalt.</span></p> <p><span>Nu til efteråret udkom så en interessant rapport fra Nordisk Ministerråd og Huset Mandag Morgen under overskriften “Norden som en global vinderregion”. Her er konklusionen den samme, som sagt at Nordens styrke ligger i menneskene, samfundsformen, sprogforståelsen og kulturen. Og der opfordres i rapporten til at de nordiske regeringer går sammen om en fælles ambitiøs vinderstrategi, der bruger de nordiske styrker og udnytter mulighederne i globaliseringen. <span>&#160;</span>Dette er en udfordring, som alle de nordiske lande står overfor, og denne udfordring skal vi møde i fællesskab. På statsministrenes møde i dag besluttede vi at arbejde videre på grundlag af rapporten om Norden som global vinderregion. Det nordiske forsknings- og innovationssamarbejde, der nu prioriteres, er også et vigtigt instrument i denne sammenhæng.&#160;</span></p> <p><span>Fru præsident.</span></p> <p><span>Til slut: Nordisk samarbejde er på det rigtige spor. Der er dog grund til at minde om at kernen i samarbejdet er og bør være det interne samarbejde i Norden – det må aldrig falde i skyggen af samarbejdets internationale dimension – så vigtig som den dog er.</span></p> <br /> <br />

2005-10-04 00:00:0004. október 2005Stefnuræða forsætisráðherra á Alþingi 2005.

<p align="right"><a href="http://eng.forsaetisraduneyti.is/minister/Speeches_HA/nr/1976">In English</a></p> <h2 align="center">Stefnuræða Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra<br /> 4. október 2005</h2> <p>Frú forseti, góðir Íslendingar.</p> <blockquote dir="ltr"> <p>Ef brýnir þú plóg og strengir stög<br /> og stendur í vinnuher<br /> þá verði þar jafnan lífs þíns lög,<br /> sem land þitt og tunga er.<br /> Þá finnur þú Íslands æðaslög<br /> hið innra með sjálfum þér.</p> </blockquote> <p>Þannig kvað alþýðuskáldið Guðmundur Ingi Kristjánsson frá Kirkjubóli og lýsti þar íslenskri þjóðarsál betur en flestir hafa gert; þjóðarsál sem frá örófi alda hefur staðið saman &ndash; oft í snörpum stormum sinnar tíðar; þjóðarsál sem neitar að láta fámennið stöðva sig en leggur þess í stað áherslu á stöðu okkar meðal þjóða og einblínir á styrkleika okkar fremur en veikleika.</p> <p>Við Íslendingar erum gæfusöm þjóð. Samkvæmt nýrri lífskjarakönnun Sameinuðu þjóðanna er Ísland næstbesta landið í heiminum að búa í. Fyrir réttum áratug var staðan önnur og Ísland mun neðar á þessum sama lista. Þetta er ekki aðeins skoðun ríkisstjórnarinnar heldur virtra alþjóðaefnahagsstofnana og fyrirtækja. Hagvöxtur hefur verið meiri en í nálægum löndum. Atvinnuleysi er hvergi minna. Kaupmáttur heimilanna hefur einnig aukist meira hér en í nokkru nálægu landi. Það endurspeglar þær skattalækkanir sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir, auk launahækkana.</p> <p>Þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hófu ríkisstjórnarsamstarf sitt að loknum alþingiskosningum árið 1995 var staðan allt önnur. Fyrirtæki börðust í bökkum og gjaldþrot voru nær daglegt brauð. Atvinnuleysi var viðvarandi og kaupmáttur heimilanna rýrnaði ár frá ári. Ríkissjóður var rekinn með halla og innlendar og erlendar skuldir hans fóru vaxandi.</p> <p>Með gjörbreyttri efnahagsstefnu og markvissum aðgerðum hefur tekist að snúa blaðinu við. Ríkissjóður hefur árum saman verið rekinn með umtalsverðum afgangi og skuldir ríkisins nánast greiddar upp þegar tillit er tekið til þeirrar eignar sem felst í gjaldeyrisforða Seðlabankans. Íslensk fyrirtæki hafa margeflst að burðum og eru nú mörg hver umsvifamikil á erlendum vettvangi.</p> <p>Með hliðsjón af þessari hagstæðu, og ég vil leyfa mér að segja einstæðu, þróun er oft furðulegt að fylgjast með umræðum um efnahagsmál hér á landi. Stundum mætti halda að hér væri allt í kaldakoli og að varla stæði steinn yfir steini. Það þarf ekki nema að líta rétt út fyrir landsteinana til að sjá hvað við stöndum vel að vígi. Flest lönd Evrópu hafa um langt árabil háð oft og tíðum vonlausa baráttu við gífurlegt atvinnuleysi sem hefur jafnvel farið yfir 10%, til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi. Ekki þarf að fjölyrða um afleiðingar slíks langtímaatvinnuleysis, bæði efnahagslegar og ekki síður félagslegar. Kaupmátturinn hefur ýmist staðið í stað eða minnkað. Hvað myndu menn segja ef við værum í þessum sporum!</p> <p>Af hálfu ríkisstjórnarinnar er lögð megináhersla á að viðhalda stöðugleika efnahagslífsins með áframhaldandi aðhaldi í ríkisfjármálum árið 2006, þriðja árið í röð. Það hefur skilað sparnaði í almennum rekstri. Jafnframt hefur verið dregið úr framkvæmdum og mun sú stefna ríkja á næsta ári þegar stóriðjuframkvæmdir verða enn miklar.</p> <p>Fyrir dyrum stendur tugmilljarða uppgreiðsla erlendra skulda ríkissjóðs vegna sölu Símans. Afgangurinn verður að mestu ávaxtaður í Seðlabanka Íslands þar til honum verður ráðstafað frá og með árinu 2007. Þetta skilar ríkissjóði umtalsverðum vaxtatekjum og kemur í veg fyrir þensluáhrif á sama tíma og stóriðjuframkvæmdirnar eru í hámarki.</p> <p>Í þessu ljósi sætir nokkurri furðu gagnrýni um að aðhald ríkisfjármála hafi ekki verið nægilega mikið. Það liggur fyrir að frá árinu 2003 hefur aðhaldsstig ríkisfjármála aukist meira hér en í nokkru öðru OECD-ríki. Jafnframt liggur fyrir að stjórnvöld hafa tekið réttan pól í hæðina með því að fylgja skýrri langtímastefnu í ríkisfjármálum og efnahagsmálum almennt.</p> <p>Þótt verðbólga hafi aukist meira að undanförnu en spár gerðu ráð fyrir má alfarið rekja það til hækkunar fasteigna- og olíuverðs. Ég tel þó að menn eigi að fara varlega í að fjármagna neysluútgjöld sín með lántökum eins og borið hefur á upp á síðkastið. Það er alltaf hollt að kunna sér hóf.</p> <p>Frú forseti.</p> <p>Menntun og þekking skiptir sköpum í framtíðinni í hinni hörðu samkeppni þjóða á alþjóðavettvangi. Í nýrri skýrslu frá OECD kemur fram að árið 2002 voru Íslendingar sú þjóð sem varði stærstum hluta þjóðarframleiðslu sinnar, eða 7,4%, til menntamála. Við eigum að líta á útgjöld til menntamála sem fjárfestingu í framtíðinni og rétt eins og aðrir fjárfestar viljum við tryggja að fjárfestingin skili sem mestum árangri.</p> <p>Á þessu þingi hyggst ríkisstjórnin leggja fram frumvörp er taka til grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigsins. Áratugur er liðinn frá því að rekstur grunnskóla var færður frá ríki til sveitarfélaga. Í ljósi reynslu síðustu tíu ára hafa sveitarfélögin og samtök þeirra gert margvíslegar athugasemdir við það sem betur má fara og er markmiðið að sníða slíka annmarka af.</p> <p>Íslenskir háskólanemar hafa aldrei verið fleiri, framlög til háskólamála hafa aldrei verið hærri og námsframboðið aldrei fjölbreyttara. Áformuð eru ný rammalög um háskóla. Markmið þeirra er að tryggja að gæði háskólamenntunar hér séu á heimsmælikvarða og prófgráður njóti fullrar viðurkenningar. Jafnframt er ætlunin að jafna stöðu ríkisrekinna háskóla og þeirra sem reknir eru af öðrum.</p> <p>Í heilbrigðismálum stendur þjóðin á tímamótum. Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að leggja fjórðung þess sem fékkst fyrir Símann í nýtt hátæknisjúkrahús. Þannig er enn á ný skilað til þjóðarinnar verðmætum sem þjóðin skóp. Í tengslum við byggingu nýs spítala er brýnt að endurskilgreina alla sjúkrahúsþjónustu. Það verkefni er ekki síður mikilvægt en ákvörðun um húsbyggingar og staðsetningu. Undanfarið hefur markvisst verið unnið að sameiningu heilbrigðisstofnana undir eina stjórn víðs vegar á landinu. Enn fremur sér fyrir endann á uppbyggingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.</p> <p>Hugað hefur verið að réttindum foreldra langveikra barna og er ætlunin að tryggja foreldrum fjárhagsaðstoð þurfi þeir að leggja niður launuð störf eða gera hlé á námi þegar börn þeirra greinast langveik eða alvarlega fötluð.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur einnig ákveðið að einum milljarði króna af söluandvirði Símans verði varið til þess að leysa úr húsnæðisþörf og bæta þjónustu við geðfatlaða. Markmiðið er að eyða biðlistum og tryggja að geðfatlaðir búi við viðunandi aðstæður.</p> <p>Ég lýsti því yfir um síðustu áramót að kanna bæri stöðu íslensku fjölskyldunnar. Að því verki er nú unnið í fjölskyldunefndinni sem ég skipaði. Margvíslegar hugmyndir eru nú þar til skoðunar sem margar taka til samvinnu ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fólkið í landinu. Meðal þess er hvernig koma megi til móts við foreldra barna á aldrinum níu til átján mánaða, eða frá því að fæðingarorlofi lýkur og börn komast almennt inn í leikskólann sem skilgreindur hefur verið sem fyrsta skólastigið. Margir foreldrar verða að brúa þetta bil í dag með ýmsum ráðum. Hefur fjölskyldunefndin rætt ýmsar tillögur í því sambandi enda er hér um brýnt réttindamál að ræða. Vænti ég mikils af störfum nefndarinnar.</p> <p>Á Íslandi á ekki að viðgangast mismunun, hvorki á grundvelli litarháttar, trúarskoðana né kynhneigðar. Þess vegna verður á næstunni lagt fram frumvarp um aukin réttindi samkynhneigðra. Ég er þess fullviss að þingheimur sameinist um að greiða fyrir því máli og hrinda þessari mikilvægu réttarbót í framkvæmd sem fyrst.</p> <p>Frú forseti.</p> <p>Stefnt er að því að treysta búsetuskilyrði á landsbyggðinni og efla samkeppnishæfni landsins með tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2006-2009. Þrjú meginmarkmið hafa verið skilgreind. Þau eru í fyrsta lagi að landshlutakjarnar verði efldir jafnframt því að treysta þær byggðir sem búa við fólksfækkun, í öðru lagi að byggðarlög nái að laga sig að örri samfélagsþróun og hröðum breytingum í atvinnuháttum og í þriðja lagi að atvinnulíf, menntun, menning og félagslegt jafnræði verði styrkt á landsbyggðinni.</p> <p>Hagsæld hverrar þjóðar liggur í því hvernig tekst að nýta og virkja þá hæfileika sem í henni búa. Samgöngur og upplýsingatækni skipar þar stóran þátt. Verið er að hrinda í framkvæmd þeirri fjarskiptaáætlun sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor. Þar var mörkuð stefna stjórnvalda í háhraða- og farsímavæðingu landsins auk fjölmargra annarra þátta sem skipta okkur máli og horfa til framtíðar. Með því að stofna fjarskiptasjóð og láta renna til hans hálfan þriðja milljarð króna af söluandvirði Símans er staðfestur sá vilji ríkisstjórnarinnar að skapa hér hin bestu skilyrði til að nýta þá auðlind, sem í upplýsingatækninni felst, í þágu einstaklinga og atvinnulífsins.</p> <p>Á árunum 2007-2010 verður 15 milljörðum króna varið til framkvæmda í vegamálum, m.a. til byggingar Sundabrautar, og til framkvæmda við helstu þjóðvegi. Með þessu er framkvæmdafé til vegagerðar meira en tvöfaldað á tímabilinu og ljóst að mikil breyting verður til batnaðar á samgöngum landshorna á milli og möguleikar Íslands sem ferðamannalands stóraukast.</p> <p>Lengi hefur staðið til að endurnýja tækjakost Landhelgisgæslunnar. Þótt hann hafi þjónað öryggi landsmanna vel og starfsmenn unnið frækileg björgunarafrek er kominn tími til að fá nýtt skip og flugvél. Það hefur nú verið ákveðið og mun hafa mikla þýðingu fyrir alla landsmenn.</p> <p>Hinn 8. október nk. ganga íbúar 61 sveitarfélags að kjörborðinu og greiða atkvæði um sameiningartillögur. Ríkisstjórnin mun ekki láta sitt eftir liggja til að liðka fyrir sameiningu. Í því skyni verður allt að 2,4 milljörðum króna veitt úr ríkissjóði, meðal annars til að gera nýsameinuðum sveitarfélögum kleift að byggja upp nýja þjónustu, svo sem leikskóla og grunnskóla.</p> <p>Höfuðborgin er miðstöð menningar, vísinda og þjónustu. Í lok síðasta mánaðar var kynnt niðurstaða í samkeppni um hönnun á nýju og glæsilegu tónlistar- og ráðstefnuhúsi sem reist verður við Reykjavíkurhöfn. Með byggingu þessa húss verður bylting í tónlistarmálum auk þess sem tónlistarhúsið verður eitt af fegurstu kennileitum höfuðborgarinnar og Íslands.</p> <p>Frú forseti.</p> <p>Velferð hvers þjóðfélags er ekki hvað síst reist á getu til nýsköpunar og endurnýjunar í atvinnulífinu. Á grundvelli stefnumörkunar Vísinda- og tækniráðs hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir að ríflega tvöfalda úthlutunarfé opinberra samkeppnissjóða á kjörtímabilinu.</p> <p>En betur má ef duga skal. Ég tel framtíð íslensku þjóðarinnar felast í stóreflingu menntunar og vísindarannsókna og að í slíku átaki felist tækifæri til framfara á flestum sviðum. Ég hef lýst þeirri skoðun minni að skynsamlegt væri að stofna sérstaka sameignarsjóði Nýsköpunarsjóðs, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóðanna í landinu sem gætu fjárfest í sprotafyrirtækjum og eflt nýsköpun og vísindarannsóknir. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að verja 2½ milljarði króna af söluandvirði Símans til þess að auka eigið fé Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Stjórn Nýsköpunarsjóðs verður heimilt að verja allt að 1½ milljarði til að stofna sjóð til að fjárfesta í sprotafyrirtækjum með lífeyrissjóðum og fjármálafyrirtækjum sem lýst hafa miklum áhuga á málinu. Stefnt er að því að slíkur sjóður hafi til ráðstöfunar 3-4 milljarða króna.</p> <p>Fyrirtækjum í sjávarútvegi verður gert kleift að auka enn frekar verðmæti þess sjávarfangs sem að landi berst í gegnum verkefnið um aukið virði sjávarfangs. Íslenskt sjávarfang verður að standast allar hugsanlegar kröfur og staðla sem nú eru í gildi og kunna að verða settir um gæði þess og innihald. Frekari rannsóknir, sem ætlað er að tryggja öryggi útflutningstekna, verða unnar hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.</p> <p>Fyrir þremur árum samþykkti ríkisstjórnin stefnu um sjálfbæra þróun undir heitinu Velferð til framtíðar. Í haust verður boðað til umhverfisþings þar sem árangur þessarar stefnumörkunar verður til umfjöllunar og áherslur næstu ára kynntar. Fyrir okkur Íslendinga skiptir miklu máli að við nýtum náttúruauðlindir okkar á skynsamlegan og sjálfbæran hátt hvort sem það eru hinar lifandi auðlindir sjávar, endurnýjanlegar orkulindir eða sérstæð náttúrufyrirbæri sem laða að ferðamenn.</p> <p>Mikilvægir áfangar hafa náðst á undanförnum árum í að efla hag jafnt bænda sem og neytenda. Má þar nefna samning um starfsskilyrði garðyrkjubænda sem skilaði sér í lægra vöruverði. Mjólkurafurðastöðvar og sláturhús hafa sameinast og orðið stærri og sérhæfðari. Það hefur aftur leitt til þess að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum hefur haldist óbreytt í þrjú ár. Mikil nýsköpun hefur einnig átt sér stað í sveitum landsins. Mest áberandi er hvers konar ferðaþjónusta og skógræktarverkefni sem um 800 bændur taka þátt í.</p> <p>Frú forseti.</p> <p>Einn mikilvægasti leiðtogafundur í sögu Sameinuðu þjóðanna fór fram nýverið. Þar samþykktu þjóðir heims víðtækar umbætur á starfsemi og skipulagi samtakanna þótt vonir hefðu staðið til að enn lengra mætti ganga í framfaraátt, eins og í mannréttindamálum og skipan öryggisráðsins. Í ávarpi mínu minnti ég á framboð Íslands til sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem ákveðið var árið 1998 og naut almenns stuðnings á Alþingi. Full samstaða er í ríkisstjórn um að ekki verði vikið frá þeirri stefnu að sækjast eftir sæti í ráðinu árin 2009 og 2010.</p> <p>Leiðtogafundurinn áréttaði einnig þann vilja þjóða heims að draga verulega úr fátækt í heiminum með því að stórauka framlög til þróunarmála. Ríkisstjórn Íslands ákvað að minni tillögu árið 2004 að opinber þróunaraðstoð sem hlutfall af þjóðartekjum skyldi hækka úr 0,19% árið 2004 í 0,35% árið 2009. Þegar því markmiði verður náð hafa framlög Íslands til þróunarsamvinnu fjórfaldast á réttum áratug og er sá gríðarlegi vöxtur í fullu samræmi við aukinn áhuga Íslendinga á þróunarmálum og vilja til að láta gott af sér leiða.</p> <p>Frú forseti.</p> <p>Eitt veigamesta verkefni Alþingis og þjóðarinnar allrar er endurskoðun stjórnarskrárinnar. Nefnd, sem ég skipaði í upphafi árs til að stýra endurskoðunarstarfinu, hefur þegar getið sér gott orð fyrir vönduð og lýðræðisleg vinnubrögð. Rík samstaða þarf að vera um stjórnarskrárbreytingar, meiri samstaða en um lagabreytingar yfirleitt. Það er rík krafa meðal almennings að handhafar ríkisvalds sinni starfi sínu af ábyrgð með almannaheill að leiðarljósi og vandað sé til verka í stjórnsýslu, við lagasetningu og hjá dómstólunum. Enn fremur eru uppi óskir um að fulltrúalýðræðið verði endurnýjað þannig að almenningur fái færi á að taka virkan þátt í ákvörðunartöku um sameiginleg málefni, ekki einungis í þingkosningum á fjögurra ára fresti heldur einnig þess á milli, t.d. í þjóðaratkvæðagreiðslum. Í þessu sambandi verðum við að skoða vel reynslu annarra þjóða. Of tíðar þjóðaratkvæðagreiðslur geta haft þveröfug áhrif og dregið úr almennum áhuga á stjórnmálum. Von mín er sú að þegar upp verði staðið getum við sagt með stolti að með gagnsæjum og vönduðum vinnuaðferðum við endurskoðun stjórnarskrárinnar hafi verið rennt nýjum stoðum undir lýðræði á Íslandi.</p> <p>Á dögunum var frá því greint að íslensk stjórnsýsla væri sú þriðja skilvirkasta í heimi. Samt sem áður má margt betur fara og hef ég látið hefja vinnu sem miðar að því að einfalda stjórnsýsluna og gera hana markvissari og meira í takt við tímann. Það þýðir meðal annars endurskoðun á lögum og reglum um Stjórnarráð Íslands. Ég tel einnig mikilsvert að þing og ráðuneyti hugi að leiðum til að bæta löggjafarstarfið þannig að löggjöf sé eins skýr og einföld og kostur er. Við verðum að hugsa um almenning og fyrirtækin í landinu sem þurfa að haga störfum sínum og háttsemi í samræmi við lögin sem hið háa Alþingi samþykkir. Ríkisstjórnin hefur af þessu tilefni ákveðið að hrinda af stað sérstöku átaki um Einfaldara Ísland. Gert er ráð fyrir að hvert ráðuneyti fari yfir lög og reglur, sem undir það heyra, með það fyrir augum að einfalda regluverkið, minnka skriffinnsku og auka skilvirkni enn frekar.</p> <p>Frú forseti.</p> <p>Stefna ríkisstjórnarflokkanna hefur alla tíð miðað að því að skapa hér skilyrði til efnahagslegs stöðugleika og aukins hagvaxtar en hvort tveggja er forsenda öflugs atvinnulífs og bættra lífskjara almennings. Undanfarin ár hefur mikil uppbygging stóriðju öðru fremur leitt efnahagsuppsveifluna og horfur eru á að sama verði uppi á teningnum á næsta ári. Að öðru óbreyttu er hins vegar útlit fyrir að eftir það hægi verulega á umsvifum í efnahagslífinu.<br /> Til þess að bregðast við þessum horfum hefur ríkisstjórnin m.a. lagt fram ítarlegar tillögur um það hvernig ráðstöfun söluandvirðis Símans verði best hagað. Jafnframt hefur ríkisstjórnin lagt mikla áherslu á að treysta undirstöður atvinnulífsins með stórauknum fjárframlögum til rannsóknar- og frumkvöðlastarfsemi. Samhliða er mikilvægt að huga að frekari nýtingu okkar miklu orkulinda þar sem jafnframt verði tekið fullt tillit til umhverfisþátta.<br /> Ég er sannfærður um að allir þessir þættir auka fjölbreytni í íslensku atvinnulífi og renna traustari stoðum undir þjóðfélagið. Það skapar skilyrði til frekari skattalækkana, jafnt hjá fyrirtækjum sem einstaklingum, og gefur um leið möguleika á áframhaldandi uppbyggingu velferðar- og menntakerfisins.<br /> Virðulegi forseti.</p> <p>Þau eru sterk æðaslög þjóðarinnar. Það er hlutverk okkar stjórnmálamanna að hlusta á og túlka æðaslög þjóðarinnar, greiða götu hennar og virkja þennan kraft í þágu okkar allra.</p> <p>Þetta tel ég vera mitt meginverkefni og að því mun ég vinna.</p> <p>Góðar stundir.</p> <ul> <li>Fylgiskjal: <a href="http://raduneyti.is/Thingmalaskrar/">Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar 2005-2006</a>.</li> </ul> <br /> <br />

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira