Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Davíðs Oddssonar


Dags.TitillLeyfa leit
17. júní 2004Blá ör til hægriÁvarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á Austurvelli 17. júní 2004<p>Góðir Íslendingar, Á þessu ári er tvíheilagt hjá okkur. Við fögnum eitt hundrað ára afmæli heimastjórnarinnar, mikilvægasta áfanga sjálfstæðisbaráttunnar og gleðjumst um leið yfir því, að sextíu ár eru síðan stofnað var til lýðveldis á Þingvöllum 17. júní 1944.</p> <p>Jón Sigurðsson var fullhugi mikill og framsýnn baráttumaður, en jafnvel hann hvorki sá fyrir né gerði kröfu um að slíkur endapunktur í sjálfstæðisbaráttunni myndi nást. En svo vel þekkjum við persónu hans og innri mann, þrátt fyrir mistur liðins tíma, að við erum þess fullviss að enginn hefði verið glaðari og stoltari en hann yfir úrslitunum og þeim árangri sem þjóðin hefur náð.</p> <p>Sagan virðist oft sundurleit og flöktandi, og kaflaskipt með kúnstugum hætti, en þó er samhengið meira en sýnist, þegar grannt er skoðað. Aðeins fjórum vikum eftir að jarðarför þeirra Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar er gerð frá Dómkirkjunni okkar, að viðstöddu fjölmenni er syrgði þau mjög, komu menn saman á ný og nú glaðir í bragði til að leggja hornstein að Alþingishúsinu vestan við kirkjuna. Í steinninn er lagður silfurskjöldur og á hann skráð orðin ,,sannleikurinn mun gera yður frjálsa“. Það má margt gott og göfugt segja um Alþingishúsið og það sem þar fer fram innan dyra. En ekki er endilega víst að sannleikanum sé alltaf haldið betur til haga í því húsi en öðrum á Íslandi. Í mörgum bardaganum hefur hann fallið fyrstur. Það breytir þó ekki því, að engin ein stofnun hefur meiri þýðingu fyrir heill og hamingju þjóðarinnar en Alþingi Íslendinga. Dæmin sanna, að þá Alþingi tekst best til í verkum sínum er árangurinn mikill fyrir land og þjóð og leiðin til betra lífs greiðari fyrir sérhvern mann. Þó er það svo, að virðing fyrir þinginu hefur verið með ýmsum hætti gegnum tíðina og algengara er, en ætla mætti, að hnýtt sé harkalega í þá, sem þar sýsla í þjóðarumboði. Þingið hefur jafnvel orðið fyrir beinum sem óbeinum árásum og var hin harkalegasta þeirra, þegar lýðveldið Ísland var aðeins fárra ára gamalt. En þó er enginn vafi á að innst inni finnst fólkinu í landinu vænt um þingið sitt og vill veg þess og virðingu. Hornsteinn hússins var áðan nefndur til sögunnar, en sjálft er þingið hornsteinn lýðræðis og frelsis á Íslandi. Og þegar árangur þess er skoðaður á aldarafmæli heimastjórnar og af sanngirni dæmt er einkunnin góð. Ísland, sem um aldir hafði verið eitt fátækasta ríki Evrópu er nú komið í hóp efnuðustu ríkja veraldar. Þetta hefur tekist þrátt fyrir fámennið, en sumir töldu að Ísland gæti aldrei staðið á eigin fótum af þeim sökum. Og þetta hefur tekist þótt landið sé fjarri því að vera í alfaraleið. Þegar árangur á einstaka sviðum er veginn og metinn ber þjóðin sig aðeins saman við þá sem náð hafa lengst á því sviði, sem til umræðu er. Nú er reyndar svo komið að það er eins og flestum Íslendingum þyki sjálfsagt að svo vel hafi til tekist og gæli jafnvel við að ekki þurfi mikið að leggja á sig til að þjóðin fái haldið svo sterkri stöðu um alla framtíð. Vissulega eigum við góða möguleika á næstu árum og áratugum. Tækifærin eru fjölmörg og þau eru víða, en það þýðir ekki, að við getum fengið allt fyrir ekkert. Við munum alltaf þurfa að hafa fyrir því að skipa eitt af forystusætunum í samfélagi þjóðanna.</p> <p>Ég gat áðan um tvo atburði, sem urðu á þessum stað, með fáeinna daga millibili fyrir eitthundrað tuttugu og fimm árum. Annar var jarðarför brautryðjendanna og hinn þá hornsteinninn var lagður að Alþingishúsinu. Þótt mér vitanlega séu ekki til um það skriflegar heimildir, er næsta öruggt, að nemandi, sem þá var í efsta bekk Lærða skólans og gegndi embætti Inspectors Scholae, Hannes Hafstein, hefur verið viðstaddur báða atburðina og mjög sennilega borið, eins og skólapiltar gerðu, kistu Jóns eða Ingibjargar hluta af leið. Hannes átti síðar eftir að verða flestum skörungum meiri í húsinu, sem hornsteinninn var lagður að. Því fór þó fjarri, að hann ætti þar alltaf sæla daga, enda varð hann iðulega að sitja undir árásum og jafnvel ótrúlegum svívirðingum, þegar mestur hiti hljóp í leikinn. Þótt honum mislíkaði þetta oft, eins og mannlegt er, erfði hann það ekki við einstaka þingmenn. Sjálfur var Hannes annálað prúðmenni, þótt vitað væri, að hann væri bæði geðríkur og skapstór og hefur því orðið að beita sig hörðu. Stundum gefa einstök dægurmál, sem upp koma, þann svip af þinginu að þar logi allt í átökum, klögumál og brigslyrði ganga á víxl og stóryrði og svigurmæli hvergi spöruð. En hafa verður í huga að þessi þáttur er minnstur hluti af starfi þingsins og telst jafnvel til nauðsynlegrar kappræðu þjóðarmálstofunnar, þótt auðvitað reyni flestir þingmenn að halda sér innan málefnalegra marka. Landsmenn mega trúa því að þingheimur sem heild gerir sér fullvel grein fyrir þeirri ábyrgð sem á honum hvílir og hávært vopnaglamur skylminganna í málstofunni breytir engu um það. Þingmenn hafa hlotið þau forréttindi að fá að starfa um stundarsakir í umboði og þjónustu þjóðar sinnar á virðulegasta vettvangi hennar. Þeir eru auðvitað þakklátir fyrir það tækifæri. Og Hannes Hafstein var það svo sannarlega. Það var hann á hinn bóginn sem hvatti landa sína til að fara ekki offari og sagði: „Strikum yfir stóru orðin, standa við þau minni reynum.“ Og kvæðinu lauk hann svo:</p> <p>„Burt með holu hismisorðin,<br /> hrokareiging, froðuspenning.<br /> Burt með raga skríldóms skjallið!<br /> Skiljum heimsins sönnu menning.“</p> <p>Hannes Hafstein hafði, aðeins 18 ára gamall, ort sína innilegu ástarjátningu til Íslands:</p> <p>„Ef verð ég að manni, og veiti það sá,<br /> sem vald hefur tíða og þjóða,<br /> að eitthvað ég megni, sem lið má þér ljá,<br /> þótt lítið ég hafi að bjóða,<br /> þá legg ég, að föngum, mitt líf við þitt mál,<br /> hvern ljóðstaf, hvern blóðdropa, hjarta og sál.“</p> <p>Tómas Guðmundsson segir um þetta kvæði hins unga manns. „Sjaldan hefur svo drengileg rödd og þróttmikil kveðið sér hljóðs að upphafi skáldferils, og enn sjaldnar hefur ungur fullhugi leitað æskuheitorði sínu efnda af afdráttarlausari trúnaði en Hannes Hafstein.“</p> <p>Ég er ekki í nokkrum vafa um að þeir þingmenn sem nú um stundir skipa Alþingi, hvar sem þeir í fylking standa, taka af einlægum hug og heilindum undir þá heitstrengingu, sem Hannes Hafstein, fyrsti ráðherrann okkar, orðaði svo tærlega og gera hana að sinni. Geri þeir það,</p> <p>„Þá mun sá guð, sem veitti frægð til forna, fósturjörð vora reisa endurborna. Þá munu bætast harmasár þess horfna, hugsjónir rætast. Þá mun aftur morgna.“</p> <p>Ég óska löndum mínum farsældar í framtíð og þakka þeim þolinmæði og umburðarlyndi við mig, er ég segi í fjórtánda sinn frá þessum stað:</p> <p>„Gleðilega hátíð, góðir Íslendingar.“</p>
15. júní 2004Blá ör til hægriUm íslensk efnahagsmál og um alþjóðamál<p>Mánudaginn 14. júní flutti forsætisráðherra erindi í boði American Enterprise Institute í Washington um íslensk efnahagsmál og um alþjóðamál og íslenska utanríkisstefnu. Erindið fylgir hjálagt.</p> <ul> <li><a href="http://eng.forsaetisraduneyti.is/minister/speeches-and-articles/nr/1391">Iceland´s Economic Performance</a></li> </ul> <br /> <br />
17. maí 2004Blá ör til hægriUm vanhæfi<p>Davíð Oddsson<br /> forsætisráðherra:</p> <h3 align="center">Um vanhæfi</h3> <p align="justify">Skyndilega hófust umræður um að forseti Íslands kynni að notfæra sér heimild í 26. gr. stjórnarskrárinnar, til þess að synja lögum frá Alþingi staðfestingar. Fjölmiðlar þeir, sem fyrirtækið Baugur ræður yfir, hófu umræðuna og kynntu með stríðsletri, að forsetinn væri í fullri alvöru að hugleiða slíkt. Fullyrðingarnar voru ekki bornar til baka af forsetaembættinu. Þvert á móti. Forsetinn ákvað, án nokkurs samráðs við utanríkisráðherra, sem samkvæmt lögum fer með slík mál, að afboða för til Danmerkur til að vera viðstaddur brúðkaup krónprinsins. Skýringar voru sagðar þær að afgreiðsla mála í þinginu væri óljós! Þetta er fordæmalaust með öllu.</p> <p align="justify">Það var því ekki að undra, þótt fjölmiðlar færu mikinn. Ég var þannig spurður um það af fréttamanni sjónvarps, hvort ég teldi að forseti myndi þegar þar að kæmi synja lögum, sem enn eru til meðferðar í þinginu. Ég svaraði spurningunni og lét í ljós þá skoðun mína, að í þessu tilfelli sæi ég ekki að forseti gæti synjað nefndu lagafrumvarpi.</p> <p align="justify">Þeir, sem nær ætíð óskapast láti ég skoðun mína í ljós, hafa ekki brugðið vana sínum, og hafa stóryrðin að þessu sinni verið yfir meðallagi. Geri ég ekkert með það. En hver voru og eru mín sjónarmið? Þau eru þessi:</p> <p align="justify">26. gr. stjórnarskrárinnar fjallar um, hvernig fara beri með lagafrumvörp, eftir að Alþingi hefur samþykkt þau. Óumdeilt er, að ráðherra er skylt að bera lagafrumvarpið upp við forseta innan 14 daga. Vonandi er einnig óumdeilt, að staðfesti forseti lögin með undirskrift sinni, að tillögu ráðherrans, er sá gerningur á ábyrgð ráðherrans, en forsetinn ber enga ábyrgð á því að lögin hafi þannig verið staðfest. Enda segir í 11. gr. stjórnarskrárinnar: „Forseti lýðveldisins er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum." Og í 1. mgr. 13. gr. segir: „Forseti lætur ráðherra framkvæma vald sitt."</p> <p align="justify">Þar sem enginn vafi leikur á að ráðherrann ber stjórnskipulega ábyrgð sé tillaga hans staðfest, geta engin vanhæfissjónarmið komið til álita um forsetann. Skiptir þá engu, þótt forseti hafi fyrr eða síðar tjáð sig um málið, eða hvort málið snertir stöðu hans eða persónulega afkomu, svo sem lög um afnám skattfrelsis forseta.</p> <p align="justify">Þegar Ólafur Jóhannesson fyrrum prófessor og forsætisráðherra segir á einum stað, sem nú er mikið vitnað til, að forsetinn verði aldrei vanhæfur, byggir hann auðvitað á því, að öll ábyrgð hvíli á ráðherranum, enda er forsetinn ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum. Næsta augljóst er, að Ólafur Jóhannesson nefnir ekki þá hugsanlegu undantekningu frá meginreglunni sem synjunarákvæði 26. gr. er, enda hefur hún aldrei verið notuð á Íslandi frá lýðveldisstofnun.</p> <p align="justify">Sumir fræðimenn telja, og hafa fært fyrir því veigamikil rök, að þessi undantekning sé gild og synjunarvaldið sé sérstök persónuleg heimild forsetans, sem hann væntanlega ber ábyrgð á, þótt stjórnarskráin geti engra undantekninga frá meginreglu 11. gr. Það styrkir vissulega þetta sjónarmið að nefndin sem undirbjó stjórnarskrárfrumvarpið, getur þessa viðhorfs og gerir að sínu í athugasemdum við frumvarpið. Hitt er hins vegar jafn ljóst að slíkar skýringar geta aldrei orðið rétthærri ljósum ákvæðum stjórnarskrárinnar sjálfrar.</p> <p align="justify">Þá hafa ýmsir virtir fræðimenn tekið undir þau sjónarmið að skv. 26. gr. hafi forseti þetta persónulega vald, óháð afstöðu ráðherrans, en af ýmsum ástæðum öðrum verði heimildinni vart beitt. Þannig segir prófessor Ólafur Jóhannesson að „[e]ins og 26. gr. er úr garði gerð þarf varla að reikna með lagasynjunum …". Og stjórnlagaprófessorinn dr. Bjarni Benediktsson fyrrv. forsætisráðherra segir efnislega að þótt ákvæðið megi túlka sem persónulega heimild forsetans myndi beiting þess brjóta gegn þingræðisreglunni, sem talin er felast í stjórnarskránni og hefur verið virt hér á landi í heila öld.</p> <p align="justify">Stjórnmálafræðingurinn Ólafur Ragnar Grímsson segir árið 1977 í ritgerð sinni að þetta ákvæði sé dauður bókstafur vegna notkunarleysis. Hafi það verið rétt skýring árið 1977 hefur hún styrkst mjög að gildi á þessum 27 árum sem síðan eru liðin. Rétt er að halda því til haga að stjórnmálamaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson hefur á forsetastóli sagt að ákvæðið sé bæði „vakandi" og „dýrmætt" þjóðinni. Er hann þar algjörlega á öndverðum meiði við fræðimanninn.</p> <p align="justify">Þá hefur Þór Vilhjálmsson fyrrum prófessor, forseti Hæstaréttar og dómari við Mannréttindadómstólinn skrifað mjög athyglisverða og lærða ritgerð um efnið. Þar færir hann fram gild rök fyrir því, að án atbeina ráðherra, geti forseti ekki beitt neitunarvaldi sínu. Þór hefur þó vissulega fyrirvara á niðurstöðu sinni. Lokaorð ritgerðar hans eru þessi:</p> <p align="justify">„Greinarhöfundur er í miklum vafa um svarið við þeirri spurningu, sem sett var fram í upphafi. [Hvort forseti geti einn og án atbeina ráðherra synjað lagafrumvarpi staðfestingar samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar.] Því veldur fyrst og fremst það, sem segir í athugasemdum milliþinganefndarinnar í stjórnarskrármálinu, sem lagðar voru fram á Alþingi 1944. Röksemdir þær, sem styðja þá skoðun að um lagasynjanir gildi hin almenna regla um frumkvæði og meðundirritun ráðherra eru raktar hér að framan. Þar er fyrst getið um venjulega lögskýringu á stjórnarskrárákvæðunum um forsetann, síðan þess að á árunum 1874–1904 voru lagasynjanir gerðar með venjulegum konungsúrskurði að frumkvæði ráðherra og loks er rætt um stöðu forsetans sem ópólitísks aðila. Þetta eru aðalatriðin. Greinarhöfundur telur þessi rök þyngri á metunum en þau sem leiða til hinnar niðurstöðunnar. Gagnstætt því, sem ýmsir fræðimenn telja, álítur hann, að forsetinn hafi ekki persónulegt synjunarvald. Forseta ber því skylda til þess eftir stjórnarskránni að fallast á tillögu ráðherra um staðfestingu (undirritun) lagafrumvarps sem Alþingi hefur samþykkt. Ef svo ólíklega færi, að forsetinn undirritaði ekki, væri sú neitun þýðingarlaus og lögin tækju gildi sem staðfest væru og án þess að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram.</p> <p align="justify">Undir lokin er rétt að að fjalla um það, hvernig greinarhöfundur hugsar sér að mál þróist ef til lagasynjunar kemur.</p> <p align="justify">Lagafrumvarp, sem Alþingi hefur samþykkt, sendir forseti þingsins til ráðherrans, er fer með málaflokkinn, sem frumvarpið varðar. Ráðherra er skylt að leggja það fyrir forseta innan tveggja vikna. Ef hann gerir það ekki, hefur hann brotið stjórnarskrána og unnið til viðurlaga eftir ráðherraábyrgðarlögunum. Sennilega getur forsætisráðherra skorist í leikinn áður en til ákvörðunar kemur og sjálfur fengið forsetastaðfestingu, en um það er vafi. Ráðherra verður aðeins dreginn fyrir landsdóm eftir Alþingissamþykkt og um skyldur þingsins í því efni er allt á huldu. Sjálfsagt er ekkert við því að segja, ef ráðherra leggur ekki frumvarp fyrir forseta vegna mistaka á þingi. Samkvæmt því, sem haldið hefur verið fram í þessari grein, á ráðherra ella tvo kosti. Annaðhvort gerir hann tillögu um staðfestingu eða hann gerir tillögu um synjun staðfestingar. Forseta er skylt að undirrita tillöguna, hvert sem efni hennar er. Ef hann lætur hjá líða að staðfesta lagafrumvarp að „tillögu" ráðherra verður það að lögum engu að síður eftir ákvörðun þings og ráðherra. Myndi líklega þurfa einhvers konar formlega yfirlýsingu um að frumvarp hefði verið lagt fyrir forseta, en hann synjað um undirritun.</p> <p align="justify">Eins og fræðimenn hafa lagt áherslu á og vel má ítreka er næsta ósennilegt að til lagasynjunar komi. Forseti blandar sér varla í löggjafarmál persónulega, þó að hann kunni að vera höfundi þessarar greinar ósammála um vald sitt skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar. Það sem gerðist 13. janúar 1993 [yfirlýsing Vigdísar Finnbogadóttur forseta Íslands um að hún myndi ekki ganga gegn þeirri ákvörðun sem lýðræðislega kjörið Alþingi hefði löglega tekið] sýnir ríka tilfinningu fyrir samspili æðstu handhafa ríkisvaldsins og þeirri virðingarskyldu sem á þeim hvílir innbyrðis." (Þór Vilhjálmsson, Afmælisrit Gaukur Jörundsson sextugur 24. september 1994, bls. 635–636.)</p> <p align="justify">Af framansögðu má sjá, að fjarri fer því að hægt sé að ganga að einni augljósri túlkun á synjunarvaldi forseta og lagaóvissa mikil. En af því hafa menn ekki haft áhyggjur vegna þess að fáir hafa talið að nokkurn tíma myndi á það reyna.</p> <p align="justify">Mín sjónarmið, sem m.a. komu fram í svari við spurningu fréttamannsins, lutu ekki að því, hvaða skýringarkostur á synjunarvaldinu væri réttastur. Enda vefst sú niðurstaða töluvert fyrir mér lærðari mönnum í fræðunum, eins og að framan greinir.</p> <p align="justify">Á hinn bóginn vill svo til, að í því tilviki, sem nú er helst rætt um, er staðan augljósari en í flestum öðrum tilvikum.</p> <p align="justify">Ef sá skýringarkostur er réttur, að forsetinn hafi ekki synjunarvaldið, eins og rökstutt hefur verið, er vandamálið úr sögunni. Ef sá skýringarkostur er á hinn bóginn réttur að persónulegt vald sé til staðar skv. 26. gr. og þau atriði sem dr. Bjarni Benediktsson og Ólafur Jóhannesson telja að stæðu gegn beitingu þess, yrðu ekki heldur talin gild, þá hljóta alvarlegar spurningar um vanhæfi forsetans í hinu umrædda tilviki að vakna.</p> <p align="justify">Því svo vill til að það fyrirtæki og fjölmiðlar þess sem jafnan eru nefndir til sögunnar hafa haft og hafa fyrirsvarsmenn sem eru nánustu stuðningsmenn forsetans og hafa haft gríðarleg áhrif á persónulegan hag hans og stöðu. Og eins og fram hefur komið hafa þessir aðilar opinberlega kallað eftir afskiptum forsetans af málinu! Það gefur því auga leið að þarna eru komin upp alvarleg álitamál.</p> <p align="justify">Eiríkur Tómasson nefndi í sjónvarpsviðtali að forseti hafi sjálfur staðfest lög sem afnámu skattfrelsi embættisins, sem sýndi að meira að segja í svo miklu persónulegu hagsmunamáli hafi vanhæfi ekki komið til álita! Að sjálfsögðu ekki. Ráðherrann sem undirritaði lögin, sem forsetinn staðfesti bar einn á þeim stjórnskipulega ábyrgð samkvæmt stjórnarskránni og þetta er ekki umdeilt eins og að framan sagði. Því gat aldrei vaknað spurningin um vanhæfi forsetans. Ef forsetinn hefði á hinn bóginn notað sér persónulegan synjunarrétt, sem Eiríkur og fleiri fræðimenn hafa með sterkum rökum stutt að sé til staðar, þá hefir málið gjörbreyst. Þá hefði spurning um vanhæfi risið á augabragði. Þannig að dæmi Eiríks kom því ekki álitaefninu við, eins og hann kynnti það, en passar prýðilega til skýringar á þeim sjónarmiðum sem ég er að reifa. Kjarni málsins er sá að reglur um vanhæfi geta aðeins komið til athugunar um þann sem hverju sinni ber ábyrgð á þeirri ákvörðun sem tekin er. Sé aðild að ákvörðun einungis af formlegum toga en ábyrgð engin, koma vanhæfisreglur ekki til.</p> <p align="justify">Til að undirstrika ábyrgð ráðherrans og þingsins og ábyrgðarleysi forsetans má nefna einfalt dæmi. Það kemur fyrir að hæstiréttur ályktar að tilteknir þættir laga stangist á við ákvæði stjórnarskrár, sbr. lög nr. 3/2001, um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 117 20. desember 1993, með síðari breytingum. Forsetinn hafði staðfest þau lög. Engum datt í hug að hann bæri nokkra ábyrgð á „stjórnarskrárbroti" eins og það var kallað í umræðunni. Allri skuldinni (ábyrgðinni) var réttilega skellt á ráðherra, ríkisstjórnina og þingmeirihlutann.</p> <p align="justify">Og jafnvel þótt virtustu sérfræðingar eftir góða athugun kæmust að hinni sérkennilegu niðurstöðu, að mínu mati, að hin nánu tengsl og þó einkum hinir ríku hagsmunir sem liggja ótvírætt fyrir, sköpuðu ekki vanhæfi að lögum, myndu þau eftir sem áður að öllu öðru leyti gera synjun forseta og ákvörðun hans, að virða ekki vilja Alþingis, afar tortryggilega, svo ekki sé meira sagt. Því er óhætt að segja, að vildu menn nú í fyrsta sinn láta reyna á og vekja hinn „dauða bókstaf" upp hefðu þeir valið sér til þess eitthvert óheppilegasta mál sem þeir gætu fundið.</p> <p align="justify">Því er stundum haldið fram að að sú staðreynd að forseti sé þjóðkjörinn „hljóti" að færa honum frekara vald en stjórnarskráin mælir fyrir um. Hvergi er stafur fyrir þeirri túlkun. Þannig gerir stjórnarskráin ráð fyrir að handhafar forsetavalds geti farið með öll þau sömu störf og forsetinn í fjarveru hans. Ekki eru þeir sem slíkir þjóðkjörnir. Ætla menn að halda því fram að þeir hafi ekki það sama synjunarvald og forsetinn? Ef það er svo, þá gæti synjunarvaldið fallið niður í jafnvel allt að þriðjung af hverju ári. Og þeir tugir lagafrumvarpa sem handhafar staðfesta árlega lúta þá ekki sömu örlögum og lögmálum og þau frumvörp sem forsetinn staðfestir. Ekki er heil brú í slíkri kenningu.</p> <p align="justify">Hitt er svo að mestu utan við þessa umræðu, en ekki síður snúið, að enginn veit með vissu hvernig við slíkri synjun ætti að bregðast. Þingmenn þeir sem setið hafa á Alþingi síðastliðin 60 ár hafa ekki talið þetta ákvæði svo virkt að rétt væri að undirbúa grundvöll þess með almennri lagasetningu.</p> <p align="justify">En eins og prófessor Björg Thorarensen við Háskóla Íslands og Jón Steinar Gunnlaugsson prófessor við Háskólann í Reykjavík hafa bent á, þyrfti með lögum að taka afstöðu til fjölda vandasamra álitaefna, sem fjarri því er víst að góð samstaða myndi nást um í þinginu. Allt yrði þetta því hið mesta óefni. Sá sem ylli þeim skaða hefði illilega brugðist þeim sjónarmiðum sem frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti setti svo viturlega fram hinn 13. janúar 1993:</p> <p align="justify">„Frá stofnun lýðveldis á Íslandi hefur embætti forseta Íslands verið í mótun. Þar hefur jafnt og þétt styrkst sá meginþáttur embættisins að vera óháð og hafið yfir flokkapólitík og flokkadrætti, en um leið samnefnari fyrir íslenska þjóðmenningu, mennta- og menningarstefnu Íslendinga, tákn sameiningar en ekki sundrungar. Glöggt vitni um það eðli embættisins er að enginn forseti hefur gripið fram fyrir hendur á lýðræðislega kjörnu Alþingi sem tekið hefur ákvarðanir sínar með lögmætum hætti."</p> <p>Ég geri orð frú Vigdísar að mínum og það mættu allir góðir menn gera.</p> <br /> <br />
04. maí 2004Blá ör til hægriAðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2004<p align="center"><strong>Ræða Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra,<br /> á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins 4. maí 2004</strong></p> <p align="justify">Góðir fundarmenn</p> <p align="justify">Fyrir rúmri öld þótti mörgum það óraunhæf og glæfraleg hugmynd að fámenn þjóð norður í hafi væri þess umkomin að stofna sjálfstætt ríki. Ýmislegt var týnt til sem átti að verða þessum umkomulausu eyjarskeggjum fjötur um fót við sköpun á nútíma ríki sem stæðist samanburð við það sem aðrar þjóðir byggju við. En svo fór að saga síðustu hundrað ára varð saga sigurs þeirra sem trúðu á getu þjóðarinnar, afl hennar, kjark og vilja til að skapa íslenskt frjálst og fullvalda ríki, sem stæðist samanburð við önnur ríki álfunnar. Þó allar aldir íslandssögunnar hafi átt eitthvað til síns ágætis, þá má með öryggi kalla síðustu öld hina ,,íslensku öld". Á þeirri öld endurheimtum við þjóðfrelsið og með það að vopni tókst okkur að brjótast úr fátækt til bjargálna á örfáum áratugum og nú erum við í hópi þeirra þjóða heims sem í senn búa við hvað mest ríkidæmi og mestu lífskjarajöfnun. Aflvaki þessa er frelsið.</p> <p align="justify">Við fögnum nú 100 ára afmæli heimastjórnarinnar. Þau tímamót eru mikill áfangi í sögu þjóðarinnar því með heimastjórninni losnaði úr læðingi orkan sem bjó með þjóðinni og trúin á framtíð Íslands vaknaði. Hið pólitíska vald kom heim til þjóðarinnar og með því ábyrgð á okkar eigin gæfu. Og svo sannarlega var heimastjórnin eins og leysing að vori. Framfarirnar urðu gríðarlegar, á öllum sviðum þjóðlífsins. En það er ekki einungis frelsi þjóðarinnar sem er hreyfiaflið. Þjóðfrelsinu verður að fylgja frelsi einstaklingsins. Án frelsis einstaklingsins getur ekkert samfélag blómstrað, án þess verður grámuggan litur lífsins og án þess koðnar allur skapandi hugur og starf. Stjórnmáladeilur síðustu aldar mörkuðust einkum af átökum milli þeirra sem trúðu á frelsið og þeirra sem töldu að ríkisvaldið væri upphaf og endir alls sem máli skiptir í samfélaginu. Saga tuttugustu aldarinnar er því einnig sagan um hvernig hugsjón einstaklingsfrelsis vann sigur á stjórnlyndinu og forræðishyggjunni. Síðastliðinn áratug og rúmlega það höfum við Íslendingar reynt á eigin skinni hversu mikinn fjörkipp þjóðfélagið tekur um leið og stjórnmálamennirnir losa tökin á samfélaginu og láta valdið aftur í hendur almennings, þar sem það á heima. Ekki einvörðungu hefur efnahagslíf okkar vaxið hraðar en flestra þjóða sem við berum okkur við. Menningarlíf hefur blómstrað, samfélagsþjónustan styrkst, samgöngur eflst og á sama tíma hafa skattar lækkað og sameiginlegur sjóður okkar landsmanna stendur með miklum ágætum. Aukið frelsi einstaklingsins, möguleiki hvers og eins okkar til að ráða eigin málum og bera ábyrgð þar á, hefur rétt eins og þjóðfrelsið fyrir 100 árum, leyst úr læðingi sköpunarmátt, hugvit og verkgleði sem á örfáum árum hefur skilað þjóðinni stórkostlega bættum lífskjörum. Auðvitað voru hörð pólitísk átök um þær aðgerðir sem grípa þurfti til þannig að einstaklingurinn fái notið sín. Við því var að búast. Nú er hins vegar svo komið að þeir eru ekki margir sem í opinberri umræðu telja að stjórnlyndið sé allra meina bót. En þrátt fyrir það er baráttunni fyrir frelsinu ekki lokið. Vígvöllurinn hefur sannarlega færst til, en átökin halda áfram. Frelsinu er ekki komið á í eitt skipti fyrir öll. Það er því nauðsynlegt að við höldum vöku okkar og minnumst þess að það þættu ekki mikil tíðindin úti í hinum stóra heimi, ef eyþjóð lengst norður í hafi glutraði niður sæti sínu í fremstu röð og jafnvel frelsi sínu og framtíð.</p> <p align="justify">Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum. Hvernig kemur það heim við það sem ég var að segja við ykkur, einmitt núna? Það er von að spurt sé því svo margt hefur verið látið falla í þeirri umræðu, eins og verða vill þegar átakamál koma fram. Fjölmiðlafrumvarpið er lagt fram af brýnni nauðsyn. Svo var komið að ástandið á íslenska fjölmiðlamarkaðinum var orðið með öllu óviðunandi. Mikilvægi fjölmiðla er hafið yfir allan vafa. Þeir eru ein meginstoð lýðræðisins í landinu og því má öllum vera ljóst að þær kröfur sem gerðar eru til fjölmiðla eru aðrar og meiri en gerðar eru til reksturs fyrirtækja almennt. Aðeins örfáar þjóðir myndu láta samþjöppun eins og hér hefur orðið afskiptalausa. Og þegar við bætist að aðaleigandi fjölmiðlaveldisins er eitt umsvifamesta fyrirtæki landsins þá hljóta allir sem vilja varðveita frelsi og lýðræði í landinu að bregðast við. Ríkisstjórnin byggir afstöðu sína á því að markaðsráðandi fyrirtæki séu óheppilegir eigendur fjölmiðla og gengur það að sjálfsögðu jafnt yfir öll fyrirtæki sem eru í slíkri stöðu. Það er ekki hægt að réttlæta það að fyrirtæki geti haft tangarhald á mikilvægum mörkuðum annars vegar og hins vegar haft úrslitaáhrif á umræðu í þjóðfélaginu með því að beita fjölmiðlum í eigu sinni. Þessar áhyggjur eru réttmætar og algerlega óháðar því hverjir það eru sem reka fjölmiðla á þessu augnabliki. Aukið frelsi, sem við höfum barist fyrir að koma á undanfarin áratug, má aldrei verða frelsi hinna fáu á kostnað hinna mörgu. Frelsið er ekki frelsi örfárra auðmanna til að tryggja sterka stöðu sína á markaði með eignarhaldi á fjölmiðlun og á kostnað trúverðugleika þeirra. Og frelsið er ekki frelsi auðhringa til að hneppa stjórnmálaflokka í gíslingu í krafti fjölmiðlavalds síns og peninga. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa alla tíð barist fyrir auknu viðskiptafrelsi. Um leið hafa þeir gætt þess að sátt þarf að vera á milli almennings og viðskiptalífsins og þjóðin hefur getað treyst því að viðskiptafrelsinu fylgdu skýrar leikreglur sem m.a. tryggðu að almenningur yrði ekki ofurseldur valdi einhverja örfárra fyrirtækja. Fjölmiðlafrumvarpið er svo sannarlega í anda þessarar stefnu.</p> <p align="justify">Í fjölmiðlafrumvarpinu er lagt til að ljósvakamiðlar og prentmiðlar geti ekki verið á einni hendi og að auki eru sett takmörk fyrir því hversu mikið einstök fyrirtæki mega eiga í ljósvakamiðlum. Þessi ákvæði eru sett til að tryggja dreifða eignaraðild og til að koma í veg fyrir að einhver einn fjölmiðill verði um of yfirgnæfandi á þessum mikilvæga markaði. Það er ekki hægt að neita því að mér hefur komið nokkuð á óvart afstaða einstakra stjórnmálaflokka í þessu mikilvæga máli. Undanfarin ár hafa talmenn Samfylkingarinnar, stórir og smáir, vart tjáð sig um nokkurt mál án þess að nefna í leiðinni að þeir séu nú orðnir sérstakir málsvarar einstaklingsfrelsisins. Kveður nú orðið svo rammt að þessu að mín ágæta vinkona Jóhanna Sigurðardóttir hastaði á mig fyrir að vera ekki búinn að lækka skattana! Maður þurfti að klípa sig í handlegginn. Ég taldi víst að næst myndi Ögmundur Jónasson fara að reka á eftir einkavæðingunni. Fjölmiðlafrumvarpið var lagt fram til að tryggja að fjölmiðlarnir geti með trúverðugum hætti sinnt sínu mikilvæga hlutverki. Lýðræðið og þá um leið frelsið mun aldrei þrífast til lengdar ef brestir eru í þessum mikilvæga þætti þjóðfélagsins. Ég hafði því talið fullvíst að Samfylkingin myndi flykkja sér að baki þessa frumvarps og styðja það af mætti. Forystumaður þess flokks krafðist þess í umræðum á Alþingi fyrir fáeinum misserum að ríkisstjórnin gripi til sérstakra ráðstafana gegn fyrirtækinu Baugi sökum sterkrar stöðu þess fyrirtækis á ýmsum mörkuðum. Svar mitt við þeirri kröfu var að ekki væri ástæða til að grípa til nokkurra aðgerða nema sýnt þætti að fyrirtækið misnotaði það vald sem það hefði í krafti sinnar sterku stöðu. En nú kveður við annan tón. Fyrirtækið sem áður þurfti jafnvel að búta niður sökum áhrifa sinna á matvörumarkaði er nú orðinn langumsvifamesti aðilinn á íslenska fjölmiðlamarkaðinum. Og í skýrslu fjölmiðlanefndarinnar segir, að ekki hefðu fundist nokkur dæmi erlendis um sambærilegt ástand á fjölmiðlamarkaði eins og hér hefur skapast eftir að fyrirtækið hóf innreið sína á fjölmiðlamarkaðinn. Það er ekki mitt að útskýra það hvað veldur þessum furðulega hringsnúningi, en hann er allrar athygli verður. Hvað í ósköpunum fær flokkinn til að berjast svo mjög fyrir því að markaðsráðandi fyrirtæki geti átt hlut í ljósvakamiðlum. Það er rétt að frelsið hefur eignast marga nýja og óvænta málsvara á undanförnum árum og það er fagnaðarefni. En þeir eru ekki allir að mínu mati jafn staðfastir. Fjölmiðlafrumvarpið er heilmikill prófsteinn á festu stjórnmálaflokkanna og vilja þeirra til að gera það sem rétt er og nauðsynlegt til að tryggja raunverulegt frelsi. Lagaumhverfi fjölmiðla verður að vera heilbrigt og það verður að tryggja að þeir sinni sínu hlutverki. Sá sem hér stendur er einn þeirra sem ber ábyrgð á því að frelsi í viðskiptum hefur verið aukið jafnt og þétt á undanförnum árum. Þeirri ábyrgð fylgir sú skylda að tryggja það að frelsið snúist ekki upp í andhverfu sína. Frumvarpi til laga um eignarhald á fjölmiðlum er ætlað að tryggja að stórfyrirtæki geti ekki náð heljartaki á íslensku þjóðlífi. Við viljum tryggja fyrirtækjunum traust og gott rekstrarumhverfi. Þannig geta eigendur þeirra hagnast vel og starfsfólk fengið góð laun. Það hefur tekist vel á undanförnum árum. Einkavæðing, lágir skattar, samkeppnislög og stjórnsýslulög, eru allt skref í þá átt að færa valdið frá stjórnmálamönnunum til almennings í landinu. Fjölmiðlafrumvarpinu er ætlað að tryggja að auðhringir hrifsi ekki það vald til sín sem almenningur á með réttu. Með því frumvarpi er í engu verið að efla hlut ríkisins á kostnað markaðarins. Það er verið að tryggja að jafnvel þeir yfirgangssömustu verði að hlíta almennum leikreglum.</p> <p align="justify">Góðir fundarmenn.</p> <p align="justify">Efnahagsmál okkar Íslendinga eru í góðu horfi um þessar mundir. Á síðasta ári er talið að hagvöxtur hafi verið um 4%. Sé sú mæling rétt þá er það vöxtur nokkuð umfram það sem vísustu menn spáðu. Hagspekingar meta stöðu mála nú svo að framundan sé tímabil mikils hagvaxtar. Ekki er hægt að ætlast til að spár þeirra um prósentur gangi allar eftir frekar en vanalega, en greinilegt er að allar forsendur eru nú til staðar fyrir góðum vexti. Það er mikið ánægjuefni. Hagvöxtur hefur því verið góður allt frá 1995. Aukin erlend fjárfesting ræður hér nokkru um, en hún er þó einungis ánægjuleg viðbót við vöxt hagkerfisins. Mestu skiptir að kaupmátturinn hefur vaxið jafnt og þétt í heilan áratug. Þessi langi samfelldi tími vaxandi kaupmáttar sýnir svo ekki verður um villst mikilvægi þess að kjarasamningar séu í samræmi við greiðslugetu atvinnuveganna. Það er síðan verkefni okkar allra að búa atvinnulífinu þannig aðstæður að greiðslugetan verði sem mest. Þannig fær launafólk mest í sinn hlut. Nýgerðir kjarasamningar eru til langs tíma. Það er mikill kostur. Friður á vinnumarkaði er forsenda þess að fyrirtæki geti skipulagt starfsemi sína þannig að gagn sé að. Framundan er því mikið tækifæri fyrir Ísland og nú ríður á að nýta það vel. Ég vil þó nota þetta tilefni hér og enn á ný vara við því að menn gangi um of djarft fram. Það er langur vegur á milli varkárni og dugleysis. Reynsla okkar af því þegar íslenska hagkerfið hitnaði um of á árunum 2000 og 2001 ætti að vera öllum í fersku minni. Engin ástæða er til að endurtaka það ferli að óþörfu. Við höfum saman ágætt vald á þessum málum og getum því við engan sakast nema okkur sjálf, ef ekki er skynsamlega haldið á.</p> <p align="justify">Hún er rík í huga okkar Íslendinga sú hugsun að hver sé sinnar gæfu smiður. Engin fær þó við allt ráðið, en það þarf ekki að horfa á mannlífið lengi til að sjá að þeim vegnar betur sem hafa eigin ráð í hendi sér og taka ábyrgð á örlögum sínum, heldur en þeim er sitja og bíða þess að forsjónin færi þeim hamingju og velgengni. Þessi heilbrigða lífssýn hefur reynst okkur Íslendingum ágætlega vel. Hún fer vel saman við þá hugsun að þá farnist þjóðum best þegar frelsi þeirra er sem mest.</p> <p align="justify">Nú nýverið lauk fimmtu lotu stækkunar Evrópusambandsins. Þá gengu tíu þjóðir með 75 milljónir íbúa í sambandið og féllu um leið að þeim markaði sem við erum hluti að. Þessi stækkun er einstaklega ánægjuleg. Þarna eru einkum á ferðinni ríki sem lutu helstefnu sósíalismans. Þau líta svo á að þátttaka í Evrópusambandinu og Nató séu besta tryggingin sem þau hafi gegn því að glata frelsi sínu á ný. Þau eru líkleg til að leggja sitt af mörkum til að bæta samskiptin á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna og styrkja tengslin yfir Atlantshafið innan Nató. Hvoru tveggja fellur mjög að okkar stefnu. En þau munu einnig fljótt læra að innan Evrópusambandsins dansa menn ekki eingöngu á rósum. Kanslari Þýskalands krafðist þess á dögunum að skattar Evrópuríkjanna verði samræmdir hið fyrsta. Hljómar svo sem ekki illa. En því miður er samræmingin öll að háskattalöndunum. Þannig vill kanslarinn að skattar á fyrirtæki í öllum Evrópulöndum hækki í 43% eins og þeir eru í Þýskalandi. Það fellur ekki vel að okkar stefnu. Ef við viljum halda forystuhlut okkar í þeim efnum ættum við þvert á móti að stefna að því að þeir skattar verði ekki yfir 15% í framtíðinni.</p> <p align="justify">Enginn efi er á því að EES-samningurinn hafði ýmis góð áhrif á íslenskt atvinnulíf. En það er sérstakt að hlýða á suma þá sem nú tala hvað mest um að EES samningurinn sé veikur og fullyrða gjarnan að þær efnahagsframfarir sem orðið hafa undanfarin áratug eigi allar upphaf sitt og endi í þeim samningum. Þessi skoðun er að mínu mati slík endaleysa að vart er á hana orðum eyðandi ef ekki væri fyrir þá sök að hún endurspeglar afstöðu sem ég tel mjög varhugaverða. Undirliggjandi er sú skoðun að velmegun okkar og árangur sé ekki til kominn vegna þess að þjóðin öll, atvinnulífið, verkalýðshreyfing og stjórnvöld hafi sýnt ábyrgð og árvekni í sínum störfum. Nei, árangurinn kom að utan, hann féll eins og manna af himni ofan. Ég er jafn sannfærður og áður um að hver sé sinnar gæfu smiður. Það var gæfa að ná samninginum um evrópska efnahagssvæðið, en sá samningur var einungis tækifæri. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið gerði enga kröfu um það að Íslendingar næðu tökum á ríkisfjármálum sínum. Skuldir hins opinbera hafa lækkað mjög á undanförnum árum. Þær voru komnar í rúm 50% af þjóðarframleiðslu en verða á næsta ári komnar í rúm 15%. Viðsnúningurinn er alger. Tekjuskattur fyrirtækja hefur lækkað úr 50% í 18% á nokkrum árum. Skattar á einstaklinga hafa lækkað og munu lækka mjög á þessu kjörtímabili. Engin krafa var gerð um slíkt í EES samningnum. Hugur manna í Brussel stefnir í aðra átt, eins og fram hefur komið. Einkavæðingin hefur nú staðið yfir í rúman áratug. Búið er að selja mikinn fjölda ríkisfyrirtækja á þeim tíma. Áður var t.d. allur fjármálamarkaðurinn bundinn af eignarhaldi ríkisins á viðskiptabönkunum. Nú hafa þeir allir verið seldir og verið er að undirbúa sölu á Landssíma Íslands. Engin krafa var gerð um einkavæðingu í samningnum um EES. Það var heldur ekki gerð krafa um aukin framlög til menntamála, heilbrigðismála eða félagsmála. Og þaðan af síður um aukin útgjöld til samgöngumála. Erfiðar en nauðsynlegar ákvarðanir um uppbyggingu þorskstofnsins voru ekki á borðum samningamanna þegar EES samningurinn var undirritaður. Álver var byggt hér áður en EES samningurinn var gerður og þau voru einnig byggð hér eftir að hann var gerður. Svona mætti lengi halda áfram. Aðalatriðið er að það var íslenska þjóðin sjálf sem stýrði þessum málum, það var hún sem hafði vald á þeim ekki aðrir. Þetta skiptir máli. Þess vegna náðu Íslendingar árangri. Frjáls þjóð ber ábyrgð á eigin framtíð. Og eftir því sem frelsið eykst, því ríkari verður krafan um ábyrgð einstaklingsins á eigin framtíð. Við Íslendingar erum að sönnu mikil evrópuþjóð. Menning okkar og saga er evrópsk. En hvorki samningurinn um EES né dularfullir draumar um eitthvert stökkbreytt ESB sem myndi henta okkur, geta komið í staðinn fyrir forræði á okkar eigin málum. Síðastliðin hundrað ár, íslenska öldin, hefur sýnt og sannað að þegar frelsi og ábyrgð fara saman, vegnar okkur best.</p> <p align="justify">Ágætu fundarmenn</p> <p align="justify">Ég vil ítreka þakkir mínar til forsvarsmanna Samtaka atvinnulífsins. Samtökin gegna lykilhlutverki í íslensku atvinnulífi og á engan hallað þegar á það er bent hversu stóran þátt þau ásamt viðsemjendum eiga í þeim ágæta stöðugleika sem nú ríkir í atvinnulífi þjóðarinnar. Ég óska forystumönnum samtakanna alls hins besta á nýju starfsári og óska þess að í störfum sínum verði þeir farsælir og giftudrjúgir. Þegar þeim tekst best upp hagnast öll þjóðin.</p> <br /> <br />
03. maí 2004Blá ör til hægriFramsaga forsætisráðherra með fjölmiðlafrumvarpi<p>Virðulegi forseti.</p> <p>Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um breytingu á útvarpslögum nr. 53/2000 og samkeppnislögum nr. 8/1993, er hefur það að markmiði að sporna við því að samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlum hamli gegn æskilegri fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun og skapa þeim nauðsynlegt frelsi og sjálfstæði til að geta haft jákvæð áhrif og veitt stjórnvöldum og atvinnulífi heilbrigt aðhald í nútíma lýðræðisþjóðfélagi án þess þó að hafa til þess lýðræðislegt umboð.</p> <p>Frumvarp þetta er byggt á skýrslu nefndar, sem menntamálaráðherra skipaði í desember síðastliðnum, til að meta þörf á lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum. Menntamálaráðherra gaf skýrslu um niðurstöðu hennar hér á hinu háa Alþingi í síðustu viku og skýrsla nefndarinnar er bæði prentuð sem fylgiskjal með frumvarpinu og hefur verið til umræðu í þjóðfélaginu nú um nokkurt skeið. Það væri því að bera í bakkafullan lækinn að gera sér hana að umtalsefni hér. Engu að síður leggur hún þó svo veigamikinn grundvöll að frumvarpi því, sem hér er mælt fyrir, að nauðsynlegt er að vísa til hennar jöfnum höndum, til að þjóðfélagsleg nauðsyn og markmið þeirra ráðstafana, sem hér eru lagðar til, liggi skýrt fyrir við umræðuna.</p> <p>Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki sem vettvangur skoðanaskipta um ólík viðhorf til stjórnmála og menningar- og samfélagslegra málefna í víðum skilningi. Af þessu lykilhlutverki fjölmiðla í þágu skoðana- og tjáningarfrelsis í nútíma lýðræðisþjóðfélagi spretta ákveðnar kröfur um fjölbreytni í fjölmiðlun, sem ætla má að varðar séu af mannréttindaákvæðum bæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu, eins og hann hefur verið túlkaður af Mannréttindadómstól Evrópu, en sá sáttmáli leggur okkur skyldur á herðar bæði að þjóðarétti og landsrétti eftir að hann var lögleiddur hér á landi og reyndar ríkt tillit til hans tekið við endurskoðun mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar frá 1995.</p> <p>Inntak kröfunnar um fjölbreytni er tvenns konar. Í grófum dráttum má segja að það geri annars vegar kröfu til fjölbreytni í dagskrá fjölmiðla, en hins vegar til fjölbreytni eða fjölræði í eignarhaldi þeirra. Séu þessi skilyrði ekki fyrir hendi á fjölmiðlamarkaði hefur verið litið svo til að stjórnvöldum sé rétt að grípa til virkra aðgerða til að tryggja að svo megi verða. Í skýrslu þeirri sem liggur frumvarpi þessu til grundvallar eru færð fyrir því rök að til þess liggi bæði þjóðréttarleg skylda og stjórnskipuleg nauðsyn með tilliti til þeirra skýringaraðferða sem dómstólar hafa mótað við túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar til samræmis við Mannréttindasáttmála Evrópu.</p> <p>Sú er og raunin að nær alls staðar í þeim löndum, sem töldust til Evrópska efnahagssvæðisins fyrir stækkun þess um helgina, hafa verið settar reglur sem hafa það að markmiði að stemma stigu við samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og heimila stjórnvöldum að grípa til aðgerða ef samruni fyrirtækja er talinn ógna fjölbreytni í fjölmiðlun með því að færast á of fárra hendur.<br /> <br /> Reglur af því tagi, sem hér er mælt fyrir, eru því fjarri því að vera séríslenskt fyrirbrigði, jafnvel þótt þær aðstæður, sem þeim er ætlað að bregðast við hér á landi, eigi sér hvergi hliðstæðu. Án þess að ég vilji segja að við höfum sofnað á verðinum, er tilfinningin þó ekki ósvipuð því að vakna upp við vondan draum þegar til þess er litið hvernig málum er hér komið.</p> <p>Í skýrslu þeirri, sem birt er sem fylgiskjal með frumvarpinu, kemur fram að samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði verði að teljast mikil og gildi þá einu hvort horft sé til eignarhalds eða stöðu einstakra aðila á markaði. Eitt fyrirtæki beri þar ægishjálm yfir önnur hvað rekstrarlegt umfang og veltu varðar. Heildarmarkaður fyrir dagblöð og útvarp hafi í ljósi þess ýmis þau einkenni sem talin séu óheppileg út frá þeim alþjóðlegu viðmiðunum, sem getið er um í tilmælum Evrópuráðsins og leiddar eru af Mannréttindasáttmála Evrópu og taldar eiga við í öðrum löndum.<br /> Í þessu sambandi er sérstaklega bent á tvennt. Annars vegar að fyrirtæki sem hafa sterk ítök á mikilvægum sviðum atvinnulífsins, sér í lagi á matvörumarkaði, séu einnig ráðandi á fjölmiðlamarkaði. Hins vegar að sama fyrirtæki hafi mjög sterk ítök bæði á dagblaðamarkaði og á markaði fyrir ljósvakamiðla. Staðan sé með öðrum orðum sú, að eitt félag hafi bæði yfir að ráða því dagblaði, sem mesta útbreiðslu hefur, auk annars, sem markverða útbreiðslu hafi, og ráði þar að auki yfir um 37% af áhorfi á sjónvarp og tæplega 44% af hlustun á hljóðvarp, auk eignarhalds sama fyrirtækis á öðrum afþreyingartengdum rekstri.<br /> Þetta er sem sagt sú staða sem uppi er, herra forseti, og við henni hygg ég að allir flokkar sem sæti eiga hér á hinu háa Alþingi hafi lýst sig reiðubúna að bregðast, þótt einhverjir hafi fipast þegar til alvörunnar kom.</p> <p>Í títtnefndri skýrslu eru enda lagðir á þessa stöðu þeir alþjóðlegu mælikvarðar sem þar er lýst og notast hefur verið við í öðrum löndum og óhjákvæmilega komist að þeirri niðurstöðu að eignarhald á fjölmiðlafyrirtækjum og eignatengsl milli þeirra og annarra fyrirtækja séu með þeim hætti, að ástæða sé til að draga í efa, að fjölbreytni í fjölmiðlun sé nægilega tryggð hér á landi, eins og það er svo varfærnislega orðað í niðurstöðukafla skýrslunnar.<br /> Að þessu athuguðu er sú skoðun sett fram að hálfu nefndarinnar, sem skýrsluna samdi, að það hljóti að teljast afar æskilegt að löggjafinn bregðist við þessari stöðu með lagasetningu, einkum þannig, með leyfi forseta, „að settar verði reglur sem miði að því að hamla gegn óæskilegum áhrifum samþjöppunar sem þegar er til staðar á fjölmiðlamarkaði og einnig til að hamla frekari samþjöppun á þessum markaði í framtíðinni“.<br /> Í því skyni er síðan bent á nokkrar leiðir um leið og tekið er fram – vegna samanburðar við önnur ríki – að löggjöf hver lands taki í ríkum mæli mið af aðstæðum í hverju landi, svo sem þeim sérstöku aðstæðum sem viðkomandi löggjöf er ætlað að taka á. Að teknu tilliti til aðstæðna hér á landi mælir nefndin hins vegar alveg sérstaklega með því að litið verði til þeirra áhrifa, sem hafa má á gerð og uppbyggingu fjölmiðlamarkaðarins, með úthlutun leyfa til að reka fjölmiðla, einkum útvarps, og tekur að því leyti undir sams konar ábendingar, sem fram koma í tilmælum Evrópuráðsins, um eflingu fjölmiðlafjölbreytni.<br /> Að athuguðu máli varð það og niðurstaða ríkisstjórnarinnar að taka þessari leiðbeiningu, enda fellur þessi leið um margt ágætlega að því regluverki, sem fyrirtæki í útvarpsrekstri hafa búið við fram til þessa.</p> <p>Mun ég þá, herra forseti, víkja að einstökum ákvæðum frumvarpsins eftir því sem ég tel tilefni til, en vísa að öðru leyti til athugasemda, sem frumvarpinu fylgja.<br /> <br /> Samkvæmt 1. gr. frumvarpsins er lagt til að við 6. gr. útvarpslaga verði bætt nokkrum skilyrðum er varða eignarhald þeirra fyrirtækja, sem útvarpsleyfi geta fengið og haldið þeim. Tekið skal fram að áskilnaður um slíkt leyfi er almennt óháður því hvaða tækni er notuð til að miðla þeirri dagskrá sem lögin taka til og leyfi þarf samkvæmt þeim til að útvarpa. Þá skal þess jafnframt getið að hugtakið fyrirtæki er í frumvarpinu notað í sömu merkingu og í samkeppnislögum og getur því einnig náð til einstaklinga. Sama á við um þær kröfur sem gerðar eru til eignatengsla milli fyrirtækja til að um fyrirtækjasamstæðu geti verið að ræða. Um skilgreiningu þess vísast einnig til samkeppnislaga og eftir atvikum hlutafélagalaga þegar um hlutafélög er að ræða. Loks er í b-lið sleginn sá varnagli að ákvæði a-liðar greinarinnar geti átt við ef á milli fyrirtækja eru önnur náin tengsl en þau, sem uppfylla skilyrði samstæðutengsla, ef þau eru til þess fallin að leiða til yfirráða og eru þá m.a. höfð í huga tilvik eða tengsl á borð við þau sem lýst er í 28. gr. laga um verðbréfaviðskipti, enda þótt þar séu ekki tæmandi talin þau atriði, sem hér geta komið til.<br /> En að efnisákvæðum greinarinnar. Í a-lið er í fyrsta lagi lagt til að óheimilt verði að veita fyrirtæki útvarpsleyfi sem hefur að meginmarkmiði rekstur sem er óskyldur fjölmiðlarekstri. Með þessu móti er komið í veg fyrir að fyrirtæki í annarri starfsemi, sem hafa annarra og óskyldra hagsmuna að gæta, taki jafnframt upp útvarpsrekstur. Á sama hátt leiðir af þessu ákvæði að fyrirtæki í útvarpsrekstri er óheimilt að taka upp annan óskyldan rekstur. Tekið skal fram að undir óskyldan rekstur fellur þá ekki rekstur sem hefur eðlileg tengsl við rekstur útvarpsins, s.s. rekstur netmiðils í þágu þess. Slíkt verður þó eðlilega að meta í hverju tilviki fyrir sig.</p> <p>Í skýrslu nefndarinnar kemur reyndar fram að sjaldgæft sé annars staðar að beinar takmarkanir séu á því að eignatengsl séu á milli fjölmiðlafyrirtækja og fyrirtækja í öðrum rekstri. Á hinn bóginn þekkist það hvergi að fyrirtæki sem hefur hliðstæð umsvif í viðskiptalífi annarra landa og tiltekinn aðili hefur hér á landi fari jafnframt með ráðandi hlut í öflugu fjölmiðlafyrirtæki. Það þekkist sem sagt hvergi á byggðu bóli. Í þessu liggur hins vegar rót vandans sem við er að glíma hér á landi og þess vegna sýnir nauðsyn þessa ákvæðis jafnvel betur en margt annað hvers vegna lög af þessu tagi hljóta svo mjög að taka mið af aðstæðum á hverjum stað.</p> <p>Í öðru lagi er lagt til að óheimilt verði að veita útvarpsleyfi fyrirtæki sem er í eigu markaðsráðandi fyrirtækis eða fyrirtækjasamstæðu sem er í markaðsráðandi stöðu á einhverju sviði viðskipta.</p> <p>Á viðskiptaþingi Verslunarráðs nýlega vék ég að því að gera mætti ráð fyrir að fyrirtæki næðu markaðsráðandi stöðu hér á landi við það eitt að ná það sem kalla má eðlilegri stærð. Við því væri lítið að segja. Þá skiptir hins vegar öllu máli, að fjölmiðlar sinni eftirlitshlutverki sínu af árvekni og ábyrgð. Almenningur verður að geta treyst því að fyrirtæki sem eru í markaðsráðandi stöðu, hafi eðlilegt aðhald af fjölmiðlum, neytendavernd sé virk og tryggt sé að dregin sé upp hlutlaus og óbjöguð mynd af starfsemi slíkra fyrirtækja. Ef við eigum að umbera það í nafni hagkvæmni að fyrirtæki hafi markaðsráðandi stöðu, þá verðum við að geta treyst því að þau hafi virkt aðhald frá fjölmiðlum. Það gefur því auga leið að ekki er heppilegt að fyrirtæki sem eru í markaðsráðandi stöðu eigi jafnframt fjölmiðla. Það er beinlínis hættulegt. Enn fremur er mjög varhugavert að fyrirtæki sem er með yfirburði, jafnvel á fleiri en einum markaði, sé jafnframt í markaðsráðandi stöðu á fjölmiðlamarkaði. Engin leið er til þess að fjölmiðill, sem býr við slíkt eignarhald, geti með trúverðugum hætti sinnt skyldu sinni og veitt eiganda sínum það aðhald sem gera verður kröfu um. Nýjustu dæmin eru hrópandi, hvað þetta varðar.<br /> <br /> Í þriðja lagi er lagt til að óheimilt verði að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef annað fyrirtæki á meira en 25% eignarhlut í því eða fyrirtæki í sömu fyrirtækjasamstæðu eiga samanlagt í því meira en fjórðungshlut. Með þessu móti er leitast við að tryggja dreifða eignaraðild að fyrirtækjum á þessum markaði, án þess þó að takmarkanir á eignarhaldi setji þessum fyrirtækjum ótilhlýðilegar skorður eða raski rekstrargrundvelli þeirra meira en eðlilegt er í þágu markmiðsins um fjölbreytni í fjölmiðlun.<br /> <br /> Útgáfa dagblaða hér á landi hefur aldrei sætt sams konar eftirliti og ljósvakamiðlar. Ekki er lagt til hér að nein breyting verði þar á. Á hinn bóginn er lagt til að óheimilt verði að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef það eða fyrirtæki í sömu fyrirtækjasamstæðu á hlut í dagblaði eða það er að hluta eða að öllu leyti í eigu slíks fyrirtækis. Með þessu er leitast við að reisa ákveðnar láréttar takmarkanir á eignarhaldi milli ólíkra tegunda fjölmiðla til að tryggja fjölbreytni og koma í veg fyrir að útgáfa dagblaða annars vegar og útvarps hins vegar safnist á eina hendi. Með dagblaði er í samræmi við almennar viðmiðanir átt við blað sem kemur út fimm sinnum í viku eða oftar.<br /> <br /> Í c- og d-liðum greinarinnar er fjallað um upplýsingaskyldu umsækjanda um útvarpsleyfi og útvarpsleyfishafa gagnvart útvarpsréttarnefnd og um heimildir nefndarinnar til að afturkalla leyfi, ef þær breytingar verða á eignarhaldi eða öðrum skilyrðum a- eða b-liðar, að leyfishafi uppfyllir þau ekki lengur. Í samræmi við viðtekin sjónarmið um meðalhóf er þó jafnframt kveðið á um ákveðinn frest sem veita má að hámarki þó í 60 daga til að koma eignarhaldi eða öðrum skilyrðum í það horf að samrýmist ákvæðum greinarinnar að öðru leyti.</p> <p>Á sama hátt er í samræmi við sjónarmið um meðalhóf lagt til í bráðabirgðaákvæði að fyrirtækjum, sem lögin snerta, gefist allt að tveggja ára aðlögunartími að þeim skilyrðum, sem lögin setja, hafi leyfi þeirra ekki runnið út fyrir þann tíma. Sjálfsagt er að gefa rúman frest í þessu skyni, enda fyrirsjáanlegt að frumvarpið geti haft nokkra röskun í för með sér, verði það að lögum.</p> <p>Áður en ég lýk máli mínu, virðulegi forseti, vil ég víkja nokkrum orðum að öðrum tillögum og hugmyndum, sem nefndin bar fram í skýrslu sinni og ríkisstjórnin hefur vísað til hennar á ný til nánari útfærslu.</p> <p>Þar á meðal var tillaga um að hugað verði að stöðu Ríkisútvarpsins sem almenningsútvarps með það að markmiði að tryggja því trausta stöðu til frambúðar á markaði fyrir hljóðvarp og sjónvarp.</p> <p>Einnig að taka í samkeppnislög aukin úrræði til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum samþjöppunar og samráðs fyrirtækja í fjölmiðlamarkaði og kanna hvort þörf sé á að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga utan EES-svæðisins á fjölmiðlafyrirtækjum.</p> <p>Jafnframt að setja í lög um prentrétt ákvæði sem skylda fyrirtæki í dagblaðaútgáfu til að setja sér innri reglur sem miði að því að tryggja sjálfstæði blaðamanna og ritstjóra gagnvart eigendum og ennfremur reglur um stöðu blaðamanna gagnvart ritstjórn.<br /> <br /> Virðulegi forseti.<br /> Ég legg áherslu á að frumvarp þetta hefur að geyma almennar reglur sem ætlað er að stuðla að því að innan tiltekins tíma komist á sú fjölbreytni í fjölmiðlun sem bæði stjórnvöldum og löggjafanum ber jafnt stjórnskipuleg sem þjóðréttarleg skylda til að tryggja. Það er mat ríkisstjórnarinnar að frumvarp þetta gangi ekki lengra en þörf krefur til að þessu markmiði verði náð miðað við það ástand sem nú varir á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Við mat á því var byggt á skýrslu þeirri, sem fylgir frumvarpinu sem fylgiskjal, og flestir hafa orðið til að bera á sérstakt lof fyrir að hafa að geyma vandaða og gagnmerka úttekt á íslenskum fjölmiðlamarkaði og þeim úrræðum sem tiltæk eru til að bregðast við því ástandi sem þar ríkir. Engin ástæða er því til að efast um að frumvarpið sé reist á traustum grunni að þessu leyti.</p> <p>Víða um heim, einkum þó í löndum sem við berum okkur saman við, hafa gilt lög um eignarhald á fjölmiðlum jafnvel svo árum og áratugum skiptir – þörfin á þeim er því ekki ný þótt hún sé tiltölulega nýtilkomin hér.</p> <p>Alls staðar meðal siðaðra lýðræðisríkja eru reglur sem setja skorður við því að stór og voldug fyrirtæki geti sölsað undir sig fjölmiðla. Reglur um eignarhald eru þar settar til að tryggja fjölbreytta fjölmiðlun og lýðræðislega stjórnarhætti.<br /> Við erum því að feta í fótspor annarra lýðræðisríkja sem hafa talið sér rétt og skylt að setja reglur sem stefna að sama marki.<br /> Þróun hér hefur orðið með þeim hætti að upp er komin afar óæskileg staða: Einkafjölmiðlar eru næstum allir á sömu hendi, sem þar fyrir utan er eitt stærsta fyrirtæki landsins. Þess vegna er í alla staði tímabært, rétt og skylt, að löggjafinn láti málið til sín taka til að tryggja að hér þrífist heilbrigður fjölmiðlamarkaður.</p> <p>Ég legg til að frumvarpinu verði að lokinni þessari umræðu vísað til annarrar umræðu og háttvirtrar allsherjarnefndar.</p> <p> </p>
27. apríl 2004Blá ör til hægriStefna Íslands gagnvart Evrópusambandinu<p>Outside the EU: The Case of Iceland<br /> Speech by the Prime Minister of Iceland, Davíð Oddsson,<br /> at Linacre College, University of Oxford<br /> 27 April 2004</p> <p>It is a great pleasure and a very informative experience for me to visit the University of Oxford, one of the leading educational establishments in the world, past and present. It is also a great honour for me to address you here and have the opportunity to discuss Icelandic issues and viewpoints.</p> <p>This year marks the centenary of Home Rule in Iceland and the appointment of Iceland&rsquo;s first Prime Minister. With Home Rule, the focus of Icelandic politics returned to the country after the centre of government had been abroad for almost 700 years, first in Norway and later in Denmark. In 1918, Iceland became a free sovereign state under the Danish crown.</p> <p>Its newly acquired political freedom unleashed great progress in most fields of Icelandic society. In the space of a few decades Iceland broke out of poverty towards prosperity. Today, this nation with its population of just under three hundred thousand enjoys one of the highest living standards in the world. This progress was built on fisheries, which are still one of the pillars of the economy, although it is much more diversified today.</p> <p>The central policy of Icelandic governments, ever since the nation gained full independence from Denmark and the Republic of Iceland was established in 1944, has been to play an active part in international cooperation. Besides its membership of the United Nations, NATO, Nordic cooperation and the European Free Trade Association, EFTA, Iceland is an active participant in many international organisations. One measure of our ambition in this regard is that Iceland is seeking election to the UN Security Council for the term 2009-2010.</p> <p>However, Iceland has not sought after membership of the European Union. This may seem strange, given how eager most European countries have been to join the EU, and even stranger still given that the EU is by far the largest market for Icelandic exports, and that virtually all our neighbours and allies in Europe belong to the Community.</p> <p>Nonetheless, there is no compelling reason for Iceland to join the EU and a number of strong reasons for remaining outside it. And the fact of the matter is that we are performing very well outside the EU.</p> <p>I should underline from the start that although Iceland has opted to remain outside the EU and geologically speaking lies on the boundary between Europe and America, the Icelanders regard themselves as an entirely European nation. This is logical in the light of our history and culture. And on account of our strong economic and political interests in Europe, we naturally need to cultivate very carefully our relations with the continent, and engage in close contact with the EU.</p> <p>When I took over as Prime Minister of Iceland in 1991, negotiations were pending with the EU on the European Economic Area Agreement. This came about when the European Union invited the EFTA countries to cooperate more closely with it and take part in its single market. The reason for this offer was that, apart from Iceland and Norway, the EFTA countries were prevented from joining the EU by their policies of neutrality. After the Cold War a window opened for the neutral EFTA countries &ndash; Austria, Finland and Sweden &ndash; to become members of the EU. Along with Norway, they decided in 1992 to aim for membership, while Iceland decided to allow the EEA Agreement to suffice. Norway later rejected EU membership in a referendum. Thus there are now three EFTA countries in the European Economic Area, namely Iceland, Liechtenstein and Norway, while Switzerland, a member of EFTA, opted to remain outside the EEA.</p> <p>For Iceland, the key issue is that the EEA Agreement ensures us access to the Community&rsquo;s single market. Admittedly it does not give us full access to political decision-making within the EU, but that was never on the agenda anyway. On the other hand Iceland did not need to accept any aspects of Union policy that it did not want. Thus the EEA Agreement grants access to the areas of European cooperation that are most interesting for Iceland, while other elements of it, which do not affect Icelandic interests or are directly opposed to them, remain outside the terms of the Agreement.</p> <p>Of those elements directly opposed to our interests, the first to mention is the EU&rsquo;s Common Fisheries Policy. The basic principle that major fisheries policy decisions are made not by member countries but by EU institutions is unacceptable for Iceland in all respects. From a historical perspective it would be peculiar, to say the least, to give up jurisdiction over the fishing grounds around Iceland less than thirty years after achieving final victory in the Cod Wars against our neighbours and good friends here in Britain. In fact, I understand that many in Grimsby and Hull believe that British fisheries have come off worse from their dealings with the EU and its fisheries policy than they ever did from the Cod Wars with us.</p> <p>The basic principle in membership negotiations with the EU is that permanent exemptions are never granted from Community policies. Of course the Common Fisheries Policy is no exception. The problem is not merely that key decisions would be transferred to Brussels, nor that other EU countries&rsquo; fleets would enter Icelandic waters through the back door by so called &ldquo;quota hopping&rdquo;, which has presented a particular problem to British fishermen. Just as important is the fact that the entire operating environment for fisheries within the EU is completely different from that in Iceland. In the EU, fisheries are largely regarded as a branch of regional development. Iceland has no alternative but to operate its fisheries as a sustainable business sector.</p> <p>Another disadvantage of membership is connected with monetary union. The fact that our exports of goods are not particularly diversified &ndash; and still dominated by fisheries products &ndash; would make monetary union an enormous risk for us. The exchange rate of the euro would obviously never be influenced by what might be happening in Iceland, even if we belonged to the EU. Our economy is simply too small for that. We would face unbearable and irresolvable problems if, for example, our fisheries sector underwent a downswing at the same time as an upswing was taking place in Germany and France. The common currency would be strengthening then, at the same time as Icelandic industry was weakening, which would deliver serious shocks to our economy. There is no question that a small economy has to pay a certain price for keeping an independent currency &ndash; interest rates have been higher in Iceland than in most of the EU, for example. But Iceland has also experienced stronger economic growth than most EU countries, with very low unemployment. In part this explains the interest rate differential between Iceland and the EU. The differential is smaller compared with EU countries that have been experiencing robust growth, such as here in the UK.</p> <p>A further noteworthy disadvantage of EU membership is that Iceland would probably need to make one of the highest per capita contributions to EU common funds, on account of its very high national income. It is equally certain that Iceland would pay much more to the EU than it would receive in return.</p> <p>The fact that no political party in Iceland has put EU membership on its policy agenda speaks volumes about the disadvantages of membership for us. They are obvious, as numerous reports written in Iceland have confirmed. Nonetheless, some of my countrymen advocate EU membership, and one party considers that negotiations with the EU should be &ldquo;put to the test&rdquo;, as they call it. This implies that permanent exemptions can be obtained, in particular from the Common Fisheries Policy, which is simply not correct.</p> <p>Because of the weakness of their own arguments, advocates of EU membership often put forward claims about weaknesses in the EEA Agreement, which are supposed to show that we must join the EU, but prove to be very thin on closer examination. These mostly either centre on technical issues or complain about Iceland not having representatives on certain committees and therefore lacking influence. No one has ever managed to point out the damage that this lack of influence has caused to Iceland&rsquo;s economic interests.</p> <p>Iceland&rsquo;s experience of the EEA Agreement has been positive and the decision to remain outside the EU has not caused economic problems of any kind. On the contrary, Iceland has sustained impressive GDP growth ever since 1995, with the sole exception of 2002. Growth was around 4% last year and is forecast at around 4% or more over the next few years. Such growth figures leave no doubt about how difficult it would be for Iceland to take part in European Monetary Union. In recent years the Central Bank of Iceland&rsquo;s main task has been to ensure that the economy does not overheat, as reflected in its interest rate policy. At the same time, the European Central Bank&rsquo;s key interest rates have been set with the aim of reviving the continental economies, especially those of Germany and France. Of course the bank&rsquo;s interest rate policy should be tailored to the largest economies in the monetary union, and not the smallest ones. For example, euro interest rates would never be raised in order to prevent inflation in Iceland, at the expense of economic growth in Germany.</p> <p>Successful economic policies are based on a productive fiscal and monetary policy mix. In recent years the Icelandic Treasury has strengthened its position substantially. Central government debt was equivalent to more than 50% of GDP in 1995, but has now been brought down to 15%. This is a very gratifying turnaround. It is interesting to note that this good fiscal result has been achieved at the same time as taxes have been cut. Corporate income tax was 50% at the beginning of the nineteen-nineties but has now been brought down to 18%. As it happens, this tax now yields much more revenue for the Treasury after it was reduced, which is a good illustration of the way that excessive taxation stifles the economy.</p> <p>During the current Icelandic Government&rsquo;s term of office, personal income tax will be cut by four percentage points, inheritance tax, which could sometimes amount to as much as 45%, has been cut and will henceforth never be higher than 5%, and value-added tax will also be lowered. An income tax surcharge on the highest incomes, which was 7% at its highest, will moreover be removed during the current term. These tax reductions will doubtless boost the Icelandic economy in the years to come. The more income that is left at the disposal of those who earn it, the more diverse and energetic our whole society will be.</p> <p>The planned tax cuts will also boost real wages significantly in the years to come. As it happens, real wages have already grown vigorously in recent years. Since 1995 real wages have gone up by 30%, which shows that economic growth has been quickly and definitely passed on to the general public. It is also gratifying to note that real wages have grown fastest among the lowest-income groups. In my opinion, the increase in real wages has made people more aware of the importance of robust economic growth, low inflation and moderate taxation. Over the period from 1980 to 1990, real wages grew by only just over 4%, compared with 30% in recent years, so there is clearly a lot to gain from the Government managing to continue on the course it has set.</p> <p>The economic climate in Iceland is favourable at the moment. Foreign investment has increased sharply, taxes have been reduced, fish stocks are growing, the Treasury is in balance and the country&rsquo;s pension funds are strong. Of course there are always various challenges to be faced. Iceland has not become the first country in the world to have no problems. Far from it. But I believe that great opportunities are on the horizon for Iceland, above all because we have managed to lay the foundation for dynamic economic growth and strengthen our social infrastructure significantly. Spending on education and the health service has been increased by several tens of percent in recent years and Iceland now ranks among the leading countries in terms of expenditure in these areas.</p> <p>One of the main challenges facing Iceland in the next few years will be how we take advantage of the opportunities presented by globalisation. Icelandic businesses and individuals have growing opportunities to operate and work outside Iceland. Thus we need to ensure that Iceland remains an attractive environment for companies and individuals to conduct their business in. Low taxes are an important factor in this respect, and the tax cuts that Iceland has made in recent years have undoubtedly strengthened the country&rsquo;s competitive position in the global marketplace. But our greatest strength lies in our high level of education and a labour force that is well equipped to tackle the changes brought about by greater technology and globalisation. The chief advantage of a small economy in the global context is its flexibility and responsiveness. I am convinced that Icelandic membership of the EU would diminish this quality and reduce its ability to respond quickly when the need arises.</p> <p>The importance of the EU for Icelandic business makes smooth relations with the Community vital. The EEA Agreement fulfils the hopes vested in it when it was negotiated and secures Iceland&rsquo;s core interests in its dealings with the EU, without the disadvantages that membership would entail for us. It should be noted here that Icelandic advocates of EU membership claim that, if Norway joins the EU, it will be beyond the scope of Iceland and Liechtenstein to maintain the EEA Agreement for their part. However, when the EEA Agreement was made, it was clear that our partners in Austria, Finland, Sweden and Norway would leave EFTA for the EU. Norway in fact withdrew its application for membership in 1994, the year that the EEA Agreement entered into force, while the other three joined the Community. If such a situation arises that Iceland and Liechtenstein are the only ones left on the EFTA side, the EU is unlikely to have any major worries about the integrity of the implementation of the EEA by two small non-members.</p> <p>Ladies and Gentlemen</p> <p>Although Iceland is not on its way into the EU, we are a European nation in the finest sense of the term and have much in common with the rest of the continent. We are profoundly aware that the European Union has its roots in the tragic history that the continent experienced in the twentieth century and the Union is based on a noble ideal of lasting peace in Europe. Close cooperation among its member states has in this respect proved successful and brought them benefits. The enlargement of the EU into Eastern Europe is a key factor for peace and stability in the continent.</p> <p>This does not alter the fact that the EU does not guarantee the military security of its members, nor will it do so for the foreseeable future. Iceland has no armed forces of its own; participation in NATO, and a defence agreement with the United States that has been in effect since 1951, have been the cornerstones of our defence and security policy.</p> <p>In the post-Cold War era, NATO has continued to be crucial, despite the collapse of communism. The disputes about the invasion of Iraq were a serious setback for the Alliance but hopefully it will once again be shown that the transatlantic link is built on fundamental common interests and remains indispensable.</p> <p>Iceland supported the invasion of Iraq last year. This decision was founded on the Government&rsquo;s steadfast conviction that Saddam Hussein&rsquo;s regime was a threat to peace and security. For more than a decade Iraq had flouted UN resolutions and demands for disarmament. This was impossible to accept, and so was the risk that the dictatorship might build up strength until it became even more dangerous than before. The invasion of Iraq prevented that. And notwithstanding disputes over the legality of the war, there is no doubt that a serious threat to stability in that region has been removed. Work is now in progress on rebuilding the country and to try to establish a democracy. Such a policy must surely have the wholehearted support of everyone who desires peace in the Middle East.</p> <p>To conclude, I would like to thank the Vice Chancellor for inviting me to visit the University of Oxford. I look forward to finding out even more about the university&rsquo;s activities, having this afternoon already paid a visit to the English Faculty accompanied by Dr. Heather O&rsquo;Donoghue, University Reader in Ancient Icelandic Literature, to see the collection of Icelandic literature and to meet with her students.</p> <p>It is a great pleasure for me to announce the decision by the Government of Iceland to donate 25,000 pounds for use in Icelandic studies here at Oxford University. I would like to ask the Vice Chancellor to accept this grant, which I hope will strengthen even further the links between Oxford University and Iceland, and your students&rsquo; interest in ancient Icelandic literature.</p> <p></p> <p><br /> &nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>
15. apríl 2004Blá ör til hægriForsætisráðherra á aðalfundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins<h3 align="center">Ávarp forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar<br /> á aðalfundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins í New York,<br /> 14. apríl 2004</h3> <p>It is a genuine pleasure for me to be here in Scandinavia House. This building is a fine illustration of the good spirit and strong desire for cooperation that links the Nordic countries with firm bonds. It is also a particular pleasure to have the opportunity to speak here at the annual meeting of the Icelandic-American Chamber of Commerce. Iceland and the United States have enjoyed a solid and close relationship for a long time and the Icelandic-American Chamber of Commerce has made a major contribution towards consolidating and strengthening contact between our two countries.</p> <p>A visit to New York calls to mind the terrorist attacks on September 11, 2001 and surely always will when one comes to this city here after. Yesterday I went to ground zero, and the television images that were imprinted in my mind from those merciless attacks and their horrific consequences took on a new and clearer meaning. In a single day the world underwent a brutal and decisive transformation. The aftermath is still with us and will be for a very long time.</p> <p>We can concede that the terrorists scored an early goal and have achieved their main aim of creating threats on an international scale which have unavoidably called for measures and responses that are inconvenient and even uncomfortable for the general public. But “the hand’s joy in the blow is brief,” as it says in the sagas, and steadfastness and determination will triumph in the end because “God’s mills grind slowly, but they grind well.”</p> <p>When I assumed the office of Prime Minister in the spring of 1991 the world was also in the process of a great transformation, but a different and better one than was ushered in by the attacks on the Twin Towers. This was the end of the Cold War. The Soviet Union still existed then, but there were many signs that it was on the verge of falling. Its collapse came after the unsuccessful attempt at a coup by hardliners in August 1991. In November of that year I attended a NATO Summit for the first time. That meeting began to consider the Alliance’s future after the enemy had disappeared. At that time George Bush the elder was President of the United States.</p> <p>When I think back to the great events that marked the end of the Cold War, the memories that are uppermost in my mind concern the Baltic countries and former Soviet republics of Estonia, Latvia and Lithuania. Their liberation from the grips of communist tyranny is one of the most astonishing examples of the changes entailed by the end of the Cold War.</p> <p>Iceland never recognised the annexation of the Baltic states by the Soviet Union in 1940 and during the Cold War a number of Icelanders took part in ensuring that their cause was not forgotten. As soon as the Soviet Union began to crack, Iceland was quick to support the Baltic countries’ growing demands for freedom. The Icelandic government did so despite warnings from some of our allies in NATO, who put their faith in the Gorbachev regime in Moscow and feared the consequences of the collapse of the Soviet Union. Iceland then became the first country to establish diplomatic relations with the Baltic countries in August 1991.</p> <p>Our next act in the service of the Baltic countries’ cause was to take part, along with several other NATO states, in lobbying the Alliance to agree to their requests for membership. Fierce Russian opposition to Baltic membership brought cautioning words from some quarters within the Alliance. But as before, NATO proved loyal to its ideals and historical role, and refused to accept a new division of Europe. On March 29 this year, seven Central and Eastern European states joined NATO, including the three Baltic countries. That was a beautiful sight to behold.</p> <p>Participation in NATO and the bilateral Defence Agreement with the United States are the cornerstone of Iceland’s defence and security policy. In the period after the Cold War, NATO continued to have a crucial role despite the collapse of communism and had to resort to military intervention in both Bosnia and Kosovo in order to secure stability in Europe. After the terrorist attacks on the United States on September 11 2001, NATO formulated an effective policy on responses to global terrorism and countries that harbour terrorists.</p> <p>Thus the disputes about the invasion of Iraq were a serious setback for NATO and put greater strain on the Alliance than any other event in its history. The transatlantic link, however, has apparently strengthened again and hopefully it will once again be shown that it is built on fundamental common interests and is indispensable, not only for Europe but for the whole world.</p> <p>The decision to align Iceland with more than thirty other countries under US leadership in the Coalition of the Willing before the Iraq war last year was based on clear premises. Saddam Hussein’s regime was a threat to peace and stability and for more than a decade it had flouted UN resolutions and demands for disarmament. This was impossible to accept, and so was to risk that his dictatorship might build up strength until it became even more dangerous than before. The Iraq war prevented that and liberated the Iraqi people from Saddam Hussein and his henchmen. And notwithstanding disputes over the legitimacy of war, there is no doubt that a major threat to stability in that region has now been removed. Work is in progress to try to rebuild the country after the hardships it suffered under the dictatorship and establish a democracy. Such a policy must surely have the wholehearted support of everyone who desires peace in the Middle East.</p> <p>Iceland has already contributed to reconstruction in Iraq, and will continue to do so. In the post-Cold War era NATO has been engaged in peacekeeping operations on a growing scale, which gives the smaller members of the Alliance an opportunity for involvement that they did not have during the Cold War. Iceland has already provided civilian experts of various kinds for peacekeeping and reconstruction work in Bosnia, Kosovo and Iraq, and in the middle of this year will begin participation in the NATO mission in Afghanistan. Iceland has also leased aircraft for airlifting of aid and peacekeeping forces to Afghanistan.</p> <p>Naturally, the end of the Cold War led to major changes in the North Atlantic. The ocean areas around Iceland had a large presence of Soviet military aircraft and submarines. This changed completely after the Cold War, and accordingly the United States military forces at the Keflavík base were soon scaled down under an agreement with the Icelandic government that involved maintaining a minimum capability in the country.</p> <p>The United States is now engaged in a global military posture review to address new threats, which of course can only be a good thing. However, the Icelandic government cannot accept that this review could leave Iceland without defence forces. Regrettably, ideas have been raised in the United States which would deprive Iceland of air defences by withdrawing the fighter aircraft that currently remain there.</p> <p>This issue is still in the balance, so the future of the bilateral Defence Agreement and the defence relationship between Iceland and the United States that has lasted more than sixty years remains unclear. Of course close contact is being maintained on the matter and I would like to believe that it will be successfully resolved in the good spirit that has prevailed between our countries for such a long time. The Icelandic government is prepared to discuss all aspects of our defence relationship with the United States. However, our standpoint is clear that we would not be interested in continuing this defence relationship if it failed to fulfil the critical commitment of ensuring Iceland’s security by maintaining a minimum capability in the country itself.</p> <p>Iceland and the United States enjoy a close friendship although our two countries are different in many ways, and I do not mean only in the obvious terms of geographical size and population. Freedom, democracy and human rights are fundamental values in both our countries’ views of the world and international affairs. We enjoy a wide range of business and cultural contact. Americans are currently investing heavily in Iceland, in particular in genetic research and aluminium production. The Aluminium Company of America is taking part in the largest investment programme in Icelandic history, which involves the construction of a massive hydropower station by Landsvirkjun, the national power company, to supply Alcoa’s smelter in the East Fjords of Iceland.</p> <p><br /> Ladies and Gentlemen:</p> <p>Politics centre around different views on life. For the whole of the last century, the main political battleline was the conflict between government and freedom. The conflict between those who believe in the state as the be-all and the end-all, and those who believe that people can best arrange their own affairs. The conflict between those who consider that life will never be good unless it is controlled from above, and those who are convinced that freedom of the individual is the precondition for a flourishing and diverse society.</p> <p>This fact is sometimes forgotten as we argue over day-to-day issues, when politics seem to involve little more than the passing moment and all kinds of outcries that no sooner come than they are gone again. For some reason it seems to be the trend for people to claim they are not bound by ideals of any kind and even go so far as to regard politicians who adhere to basic values as old-fashioned and reactionary. This is a very regrettable trend for many reasons. Politicians take their mandate from the public at large. It is unfair towards voters to expect them to elect individual politicians without being able to grasp their values and ideals. These give some indication of the kind of standpoint that the politician will take towards all the different issues which it is impossible to foresee whether and when they might arise.</p> <p>It is no less important for voters to be able to measure a politician’s ideals against the position he takes on individual issues. To find out whether he works with integrity or is guided above all by opportunism. For politicians themselves, in my opinion nothing is more important than clear and firm ideals. Politicians need to take a standpoint towards a great number of issues, large and small, almost every single day. A clearly thought-out policy is both an engine and a compass – without this, politicians are like a broken-down ship, drifting aimlessly at the mercy of the winds and the waves. In this context, however, we should remember that steadfastness is not the same as obstinacy. There is generally more than one path towards a set goal, and political success is based on finding a suitable path to take without losing sight of that goal. It is pointless to head in the right direction, full steam ahead, if this means the ship will capsize or run aground. This fact needs to be borne in mind when politicians initiate major changes in society.</p> <p>One of the main tasks of the Icelandic government since the beginning of the last decade has been privatisation. It is easy to forget how actively and extensively the Icelandic state was once involved in business activities. Nothing seemed beyond its scope. Running a travel agency, fish meal processing plants, a knitting workshop, a printing company and all manner of other enterprises was taken for granted. The crucial factor, however, was the mighty grip that the Icelandic state had on all business activity through its ownership of the commercial banks. It was obvious from the start that it would take some while to convince people in Iceland about the benefits of privatising state enterprises.</p> <p>Naturally, privatisation was controversial at first – opponents of the policy fought hard against it and tried to derail it by every means at their disposal. People had to be won over to the idea that privatisation would mean improved, cheaper and more diverse services for the public. There would have been no point in forging ahead with privatisation if the public did not have a clear idea of what the government’s ultimate motive was. Implementing the programme too fast would have risked a backlash that could undermine broad political support for finishing this important task. Thus the order in which state enterprises have been sold was crucial. When the time for privatising the state-owned banks came around, a sufficiently broad consensus had been achieved on the need for the state to withdraw from the direct operation of financial institutions.</p> <p>Of course, calls are still made for politicians to sit on the banks’ boards of directors and for the banks to be politically controlled. But these voices are rare and rather offer a little light relief than serious political opposition to this major reform. After all, we have seen the results of freedom in the financial markets. Icelandic banks are forward-looking and dynamic, and provide strong support for businesses and households. The next phase in Iceland’s privatisation programme is now on the horizon. Parliament has authorised the government to sell Iceland Telecom. Its sale will be the single largest privatisation measure so far and the next step is to advertise for consultants to assist the Executive Committee on Privatisation with this extensive and complex project.</p> <p>Another major task in Icelandic politics over the past decade or so was to bring the Treasury’s finances under control. The fiscal position at the beginning of the nineteen-nineties was far from satisfactory. A persistent budget deficit with a corresponding build-up in debt was, in my opinion, one of the greatest threats to the Icelandic economy at that time. The economic depression at the beginning of the nineteen-nineties, which was partly caused by the cod quota being cut by up to half, exaggerated the existing problem. But despite tough external conditions, a full-scale effort was made to achieve fiscal balance. One of the biggest tasks was to abolish a range of state funds that had been used to inject taxpayers’ money into industry. Obviously something is wrong when taxpayers’ money needs to be used to keep businesses afloat – even Baron von Munchausen, who famously lifted himself up by pulling his own hair, would never have entertained such an idea.</p> <p>Despite the temporary problems that accompanied the relaunching of the economy, there is no doubt that it produced the desired results. From 1994 onwards, Iceland’s economy began to brighten up. The impact of economic reforms was gradually felt and output growth gained momentum. The fiscal position improved steadily over the years and the point has now been reached where Treasury debt is only 15% of GNP, compared with 50% just over a decade ago. This successful Treasury outcome has been achieved in spite of large outlays which have been allocated to civil service pension funds and to strengthening the financial position of the Central Bank of Iceland.</p> <p>Furthermore, it should be remembered that spending on education and the health service has been increased by several tens of percent over the past ten years. It is also interesting to note that considerable tax cuts have been made over the same period. Corporate income tax was 50% at the beginning of the nineteen-nineties but has now been brought down to 18%. Personal income tax has already been lowered and during the current government’s term of office it will be reduced even further. If the government’s plans hold good, personal income tax will be four percentage points lower at the end of the term than it was at the beginning. I am convinced that this tax reduction will boost Iceland’s business sector even further and lay the foundation for ongoing robust growth. Inheritance tax, which could sometimes amount to as much as 45%, has been cut and will henceforth never be higher than 5%.</p> <p>GDP growth is estimated at around 4% last year and is forecast in the range 4 to 5% over the next few years. This impressive growth rate follows a period of sustained growth from 1995 to 2001, while in 2002 it remained flat. The crucial point is that economic growth has been successfully passed on to the general public in the form of higher real wages. Since 1995, real wages have grown by more than 30% – by comparison, they increased by little more than 4% throughout the whole of the nineteen-eighties.</p> <p>Lower taxes are not only a sensible economic measure that drives growth. They are also a confirmation of a political policy, the fundamental ideal that the freedom of the individual is the cornerstone of a civilised society. It is obvious that anyone who needs to pay the greater part of his income to the state is not free except to a limited extent. Inevitably the state will provide certain services. But the less that the state takes from ordinary working people’s pockets, the more chance they themselves have to decide how to use the fruits of their labour. And the more economic power that the public has, the more diverse and dynamic the whole of society will be.</p> <p>Ladies and Gentlemen:<br /> <br /> When I took over as Prime Minister of Iceland in 1991, the agreement on the European Economic Area was in the pipeline. It came about when the European Union invited the EFTA countries to cooperate more closely with it and take part in its internal market. The reason for this offer was that, apart from Iceland and Norway, the EFTA countries were prevented from joining the EU by their policies of neutrality. After the Cold War a window opened for the neutral countries – Austria, Finland and Sweden – to become members of the EU. Along with Norway, they decided in 1992 to aim for membership, while Iceland decided to allow the EEA Agreement to suffice. Norway later rejected EU membership in a referendum. Thus there are now three EFTA countries in the European Economic Area, namely Iceland, Liechtenstein and Norway, while Switzerland, a member of EFTA, opted to remain outside the EEA.</p> <p>The EEA Agreement continues to provide a firm foundation for Iceland’s relations with the European Union, ensuring its access to the EU internal market. In effect Iceland now enjoys the chief benefits that membership would bring, while still having every opportunity to conduct its affairs in the most suitable way for itself at any time.</p> <p>There remain clear reasons why Iceland is not interested in joining the EU. The basic rule of the Common Fisheries Policy – that important decisions are not taken by member countries, but by EU institutions – is unacceptable for Iceland. Another major obstacle involves monetary union. Because Iceland’s exports are still quite undiversified – with fisheries by far the largest export sector – monetary union would entail risks for us. Its different economic structure from the rest of Europe could mean that economic conditions in Iceland at any given time were not synchronised with those in the EMU countries. What might be a sensible monetary policy there at that point in time could cause major economic problems in Iceland.</p> <p>While Iceland enjoys full access to the internal market it still has the possibility, by remaining outside the EU, to tailor its legal framework to the needs of businesses without having to follow EU directives to the letter. Globalisation also gives us greater scope, if people are willing to seize the opportunities that it offers or create them for themselves. The Government of Iceland is determined to go on shaping a business environment that ensures that both Icelandic and foreign companies will want to go on operating in the country. We have much to offer foreign investors, including a highly educated labour force, access to markets on both sides of the Atlantic, economic stability and a high level of technology.</p> <p>Ladies and Gentlemen:</p> <p>This autumn I shall have served as the Prime Minister of Iceland for more than thirteen years. This has been an eventful time, and incredibly quick to pass. It is sometimes said that a week in politics is like a whole eternity. If this is true, thirteen years must be quite a time span. It is a great privilege to have had the opportunity to serve my country in this way for such a long time. The fact is that the results of politicians’ work tends not to emerge until many years later. And perhaps this is toughest on those politicians who champion limited state intervention. They put their faith in the market, and the market often needs time to find the best solution,<br /> which in many cases is difficult to foresee.</p> <p>Interventionist politicians, who want the state to solve every problem, face an easier task. They can point out the solutions available to the state and straight away claim the honour for the actions that are taken. But it is my conviction that history has proven beyond all shadow of a doubt that, as a rule, the free market is a much better way of solving the challenges that society needs to tackle. Thirteen years in the office of Prime Minister have given me a unique opportunity to verify the words of Milton Friedman when he visited Iceland in the nineteen-eighties. Asked what action Iceland needed to take to put its economic affairs in order, he gave a simple answer: “The solution is freedom”.<br /> <br /> I would like to repeat my thanks to the leaders of the Icelandic-American Chamber of Commerce for this chance to come here and meet you. I also wish the officials and members of the Chamber of Commerce every success in its activities over the years to come.</p> <br /> <br />
31. mars 2004Blá ör til hægriStjórnsýslulögin í áratug - áhrif þeirra og árangur<p>Ávarp forsætisráðherra á ráðstefnu sem forsætisráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands efndu til á Grand hóteli 31. mars 2004 undir yfirskriftinni:</p> <h2>Stjórnsýslulögin í áratug - áhrif þeirra og árangur</h2> <p>Fundarstjóri, góðir ráðstefnugestir.</p> <p>Ég vil byrja á að færa aðstandendum ráðstefnunnar þakkir fyrir að efna til þessarar ráðstefnu í tilefni af því að áratugur er um þessar mundir liðinn frá gildistöku <a href="http://www.althingi.is/lagas/nuna/1993037.html">stjórnsýslulaganna</a>. Sérstaklega fer vel á því að Félag forstöðumanna ríkisstofnana skuli vera þeirra á meðal, enda bera fáir jafnríka ábyrgð á að framkvæmd laganna rísi undir þeim markmiðum sem þeim voru sett og einmitt þeir.</p> <p>Fram til þess að stjórnsýslulögin voru sett má segja að íslensk stjórnsýsla hafi þróast með nokkuð öðrum hætti en í næstu nágrannaríkjunum. Ör þróun þjóðfélagsins eftir seinni heimsstyrjöld kallaði þó engu síður hér en þar á ítarlega löggjöf á stöðugt fleiri sviðum þjóðlífsins. Það leiddi aftur til þess að valdsvið eða verkahringur stjórnsýslunnar stækkaði og athafnir borgaranna urðu háðar afskiptum og eftirliti stjórnvalda á æ fleiri sviðum. Annars staðar beindi það fljótlega athyglinni að málsmeðferð stjórnvalda og skorti á reglum sem tryggðu borgurunum ákveðin lágmarksréttindi í samskiptum þeirra við stjórnvöld. Hér á landi virðist áhugi á að setja almennar reglur af þessu tagi hins vegar ekki vakna fyrr en seint á sjöunda áratug síðustu aldar. Tilraunir í þá veru áttu þó afar erfitt uppdráttar framan af – m.a. af ótta við að þær myndu draga um of úr skilvirkni stjórnsýslunnar – og báru í raun ekki árangur fyrr en gildandi stjórnsýslulög voru sett í upphafi tíunda áratugarins. Alþingi hafði þá í tvígang ályktað um nauðsyn þess að slík lög yrðu sett og umboðsmaður Alþingis hafði tvívegis beint um það tilmælum til ríkisstjórnarinnar, að slíkt frumvarp yrði flutt, enda hlaut að vera erfitt fyrir hann að hafa eftirlit með starfsemi stjórnvalda sem ekki studdist við neinar settar málsmeðferðarreglur.</p> <p>Frumvarpið, sem varð að stjórnsýslulögunum, hlaut almennt góðar viðtökur og miklu mun betri en fyrri tilraunir til lagasetningar af þessu tagi. Eins og áður sagði höfðu menn helst óttast að settar reglur um málsmeðferð stjórnvalda myndu draga um of úr skilvirkni í stjórnsýslunni og skiptar skoðanir höfðu verið um, hversu ítarleg löggjöf af þessu tagi ætti eða þyrfti að vera. Sérstaklega höfðu fyrri frumvörp sama efnis verið gagnrýnd fyrir að taka um of mið af sams konar lögum annars staðar á Norðurlöndum. Við gerð þess frumvarps, sem síðar varð að stjórnsýslulögum, var því sérstaklega leitast við að taka mið af þeim veruleika sem aðstæður hér þóttu búa opinberri stjórnsýslu og einkennast e.t.v. öðru fremur af litlu stjórnkerfi í fámennu landi.</p> <p>Með þetta í huga voru það einkum tvö sjónarmið sem lékust á við undirbúning laganna og var leitast við gæta ákveðins jafnvægis þeirra á milli. Annars vegar að tryggja réttaröryggi borgaranna í skiptum þeirra við stjórnvöld. Hins vegar að reglur laganna væru þannig úr garði gerðar að þær kæmu ekki í veg fyrir að málsmeðferð í stjórnsýslunni gæti í senn verið einföld, hraðvirk og ódýr. Þessi markmið leiddu til þess að íslensku stjórnsýslulögin hafa að geyma fleiri grundvallarreglur stjórnsýsluréttarins, en sams konar lög annars staðar á Norðurlöndum, en á hinn bóginn eru reglur íslensku laganna ekki eins ítarlegar og þar. Í sama anda var leitast við að gera lögin þannig úr garði, að þau yrðu sem aðgengilegust, bæði fyrir almenning og starfslið stjórnsýslunnar. Þannig voru einungis helstu meginreglur festar í lög, texti þeirra hafður einfaldur og skýr, og undantekningum mjög í hóf stillt og orðaðar með almennum hætti.</p> <p>Á hinn bóginn ræðst það, hverju lögin fá áorkað, ekki eingöngu af því hvers efnis þau eru, heldur og af hinu, hversu til tekst með framkvæmdina. Þar hafa forstöðumenn, eins og ég hef nefnt áður, lykilhlutverki að gegna, en reyndar var það svo, að við setningu laganna var talað um að þau yllu þvílíkum breytingum á starfsskilyrðum stjórnvalda, að ákveðna hugarfarsbreytingu þyrfti til meðal starfsliðs stjórnsýslunnar og jafnvel kynslóðaskipti til að koma þeim á.</p> <p>Ég hygg reyndar að reynslan hafi sýnt að svo lengi þurfti vart að bíða þess að áhrif laganna kæmu fram, enda var setningu þeirra fylgt eftir með öflugu kynningarstarfi af ýmsu tagi. Bæklingi ætluðum almenningi var dreift á öll heimili í landinu, frumvarpið, sem að lögunum varð, var fellt í búning handbókar og gefið út sem slíkt, og síðast en ekki síst ritaði einn frummælenda hér í dag, prófessor Páll Hreinsson, viðamikið skýringarrit við lögin, sem ég hygg að hafi verið ómetanlegt við framkvæmd laganna og í raun varðað forsendur þess að vel til tækist.</p> <p>Þá skipulagði forsætisráðuneytið á sínum tíma viðamikið námskeiðahald fyrir starfslið stjórnsýslunnar og í einhverri mynd hefur sams konar fræðslu verið haldið úti síðan. Miklu skiptir að starfslið stjórnsýslunnar kunni skil á reglum laganna og ekki aðeins þeim, heldur líka þeim grundvallarreglum, sem stjórnsýslulögin byggjast á, og hafa mun víðtækari skírskotun, heldur en gildissvið stjórnsýslulaga er í sjálfu sér bundið við. Þetta skiptir ekki aðeins máli fyrir þá, sem eiga að beita reglunum við meðferð einstakra mála, heldur einnig þá, sem á einhvern hátt þjónusta almenning í samskiptum við stjórnvöld.</p> <p>Þess vegna skiptir það grundvallarmáli að haldið sé uppi öflugu fræðslustarfi á þessu sviði og í raun ætti það að vera hluti af þjálfun allra, sem hefja störf hjá hinu opinbera, að sækja slík námskeið og eins ættu þeir, sem þar starfa á hverjum tíma, að eiga aðgang að endurmenntun við hæfi.</p> <p>Á síðasta þingi beitti ég mér fyrir því að við stjórnsýslulögin yrði aukið sérstökum kafla um rafræna meðferð stjórnsýslumála, sem gerir það kleift, að gera rafræna stjórnsýsluhætti jafngilda hefðbundnum starfsháttum stjórnvalda, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þegar ég mælti fyrir þessum breytingum vakti ég á því athygli, að verkefni tengd upptöku rafrænna stjórnsýsluhátta útheimtu það m.a., að farið væri yfir það hjá hverju stjórnvaldi um sig, hvernig hin nýja tækni félli að því skipulagi, boðleiðum og verkferlum, sem fyrir eru, og hvaða breytingar kynni að vera nauðsynlegt að gera þar á, svo vel gengi. Þannig er það enn sem fyrr að verulegu leyti undir stjórnvöldum sjálfum komið og þeim, sem halda þar um stjórnvölinn, hvort lögin nái markmiðum sínum og hversu fljótt við fáum notið þess hagræðis, sem í upplýsingatækninni getur falist.</p> <p>Að frátaldri þessari viðbót við stjórnsýslulögin hafa þau lítið breyst á þeim rösku 10 árum sem liðin er frá gildistöku þeirra, enda má e.t.v. segja að það sé ákveðið markmið í sjálfu sér, að lög af þessu tagi séu tiltölulega stöðug og taki ekki örum breytingum. Sömu sögu er reyndar að segja af stjórnsýslulögum annars staðar á Norðurlöndum. Á hinn bóginn bera lögin okkar þess nokkur merki að vera hin fyrstu sinnar tegundar hér á landi og e.t.v. einnig um þann bakgrunn þeirra, sem ég hef rifjað hér upp.</p> <p>Fyrir Alþingi hefur nú verið lögð tillaga til þingsályktunar um úttekt á framkvæmd stjórnsýslulaga, sem flutt er af sams konar tilefni og ráðstefnan hér í dag. Ég hef verið stuðningsmaður þessarar tillögu, enda tel ég eðlilegt að ákveðin atriði í lögunum verði endurskoðuð í ljósi þeirrar reynslu, sem af þeim hefur fengist, og eftir atvikum útfærð betur og gerð ítarlegri eftir því sem við á.</p> <p>Þannig virðist t.a.m. sem almennt orðalag sumra ákvæða hafi orðið til þess að bæði dómstólar og umboðsmaður Alþingis hafa ljáð þeim mun strangari merkingu en ætlunin hefur verið, eins og túlkun ákvæðanna um andmælarétt er til vitnis um. Stjórnvöld eru síðan nauðbeygð að elta slík fordæmi og þannig verður til hringrás sem erfitt getur verið að losna út úr, nema með viðeigandi lagabreytingum.</p> <p>Annað frumburðarmerki á lögunum er að þar var ekki tekið á sumum atriðum á sambærilegan hátt og gert hefur verið í nágrannaríkjunum annars staðar á Norðurlöndum. Það á t.d. við um þann trúnað og þagnarskyldu sem sjálfsagt þykir að á starfsliði hins opinbera hvíli um ýmislegt það sem þeir komast að í störfum sínum. Í lögum er að finna aragrúa fremur ósamstæðra ákvæða um þagnarskyldu, sem mörg hver hafa a.m.k. afar takmarkaða eða óljósa þýðingu. Yfirleitt fela þau í sér vísireglur, sem erfitt getur verið að beita í framkvæmd og inntak þeirra getur hvílt á mati sem getur breyst í samræmi við ríkjandi réttarvitund á hverjum tíma. Af þessu skapast sá vandi að vafi leikur á til hvaða upplýsinga slíkum ákvæðum sé raunverulega ætlað að taka. Ég tel brýnt að farið sé með skipulegum hætti yfir þetta á svipaðan hátt og gert hefur verið t.d. í Noregi og Danmörku og eftir atvikum tekið upp eitt samræmt ákvæði þetta varðandi í stjórnsýslulögin.</p> <p>Þetta er að sínu leyti brýnna nú en áður eftir að sú breyting var gerð á tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár okkar að krefjast þess að allar takmarkanir þar á ættu sér beina stoð í settum lögum. Með því var á einu bretti sópað burt öllum þeim venjurétti sem skapast hafði í tímans rás um trúnað og hollustu undirmanna gagnvart yfirmönnum – og þó sérstaklega forstöðumanna opinberra stofnana gagnvart ráðherrum og ríkisstjórn – án þess að við því hafi verið brugðist á viðeigandi hátt.</p> <p>Þá verður stundum vart við að Evrópurétturinn þrýsti á um að íslensku stjórnsýslulögin verði færð til betra samræmis við þær málsmeðferðarreglur sem þaðan koma. Þar sem íslensku stjórnsýslulögin hafa að geyma meginreglur sem að nokkru eru opnar fyrir túlkun hefur kannski oftar reynst mögulegt að skýra þær til samræmis við meginreglur og kröfur Evrópuréttarins en annars væri.</p> <p>Verði þróunin hér svipuð og annars staðar á Norðurlöndum er ljóst að hinn almenni stjórnsýsluréttur verður í auknum mæli fyrir áhrifum af þróun Evrópuréttarins og í auknum mæli mótaður eftir réttarreglum hans. Fyrir litla íslenska stjórnsýslu er það ekkert fagnaðarefni að vera tilneydd til að taka í auknum mæli við ferköntuðum, formalískum og þunglamalegum málsmeðferðarreglum, sem oftast eru af frönskum eða þýskum uppruna, í gegnum reglugerðir og tilskipanir Evrópusambandsins. Að þessu leyti eigum við miklu meira sameiginlegt með frændþjóðum okkar annars staðar á Norðurlöndum og sjálfsagt að nýta þá krafta, sem í samstarfi þeirra er fólgið, til að vinna saman á þessu sviði. Í samræmi við það hef ég því beitt mér fyrir, að á yfirstandandi starfsári norrænu ráðherranefndarinnar, þar sem Ísland fer nú með formennsku, verði þetta tekið til umræðu og þá jafnframt hvort ástæða sé til að efla samstarf Norðurlanda á þessu sviði.</p> <p>Frá íslenskum sjónarhóli eigum við ekki einvörðungu að spyrja hvort og þá að hvaða leyti æskilegt sé að breyta hinum norrænu stjórnsýslulögum vegna áhrifa frá Evrópuréttinum. Spurningin á einnig að vera þessi: Að hvaða leyti geta Norðurlöndin haft áhrif á að koma á framfæri viðhorfum sínum í stjórnsýslurétti við mótun þeirra málsmeðferðarreglna, sem gilda eiga á Evrópska efnahagssvæðinu?</p> <p>Því miður hefur ekki farið mikið fyrir rannsóknum á því, hvort í norrænum stjórnsýslurétti felist einhver þau gæði, sem vert er að halda í og standa vörð um. Allir þekkja umræðuna um nauðsyn þess að standa vörð um opna stjórnsýslu og rétt almennings til aðgangs að upplýsingum. Það er hins vegar álitamál hvort það séu ekki fleiri prinsipp eða meginreglur, sem norrænu ríkin ættu að taka sig saman um að standa vörð um. Sé vilji til þess, liggur fyrst fyrir að átta sig á því, í hvaða reglur ástæða er til að halda, og reyna síðan með samstilltu átaki að koma í veg fyrir að í reglugerðir og tilskipanir Evrópusambandsins séu teknar upp málsmeðferðarreglur, sem fara í bága við þær norrænu stjórnsýsluhefðir og reglur, sem við viljum halda í. Umræðan um þróun stjórnsýsluréttar á Norðurlöndum ætti samkvæmt þessu bæði að snúast um það sem við viljum halda í og standa vörð um og svo hins vegar um þá strauma sem við hljótum að láta undan og fylgja með.</p> <p>Fundarstjóri, góðir áheyrendur.</p> <p>Hér á landi höfum við sparað við okkur að koma upp sérstökum stjórnsýsludómstól til eftirlits með störfum stjórnvalda eins og tíðkast víða annars staðar. Af því leiðir að almennu dómstólarnir þurfa ekki síður en stjórnsýslan sjálf að tileinka sér víðtæka þekkingu á þeim réttarreglum, sem um starfsemi hennar gilda. Án þess að efast um getu þeirra í því skyni, er mér þó stundum nær að halda að dómstóla skorti meira en annað tilskilda þjálfun og færni í að glíma við reglur á þessu sviði til að geta beitt þeim af sæmilegu öryggi. Stappar þá stundum nærri að dómstólar bregði á það ráð að yfirfæra réttarfarsreglur úr eigin ranni á stjórnsýsluna, sem oftast gera þó miklu mun strangari kröfur til málsmeðferðar þeirra en stjórnskipulag í stjórnsýslu ríkisins ræður almennt við. Þegar svo ber undir má því segja að sparnaður af því að koma ekki upp sérhæfðum dómstól á þessu sviði sé orðinn nokkuð dýru verði keyptur.</p> <p>Þetta kýs ég að nefna hér í lokin sem innlegg í þá umræðu sem hér á eftir að fara fram. Þörf á stofnun sérstaks stjórnsýsludómstóls var á sínum tíma meðal þeirra atriða sem ég taldi ástæðu til að kanna samhliða setningu stjórnsýslulaga. Hún var á þeim tíma ekki talin vera í takt við þær réttarfarsbreytingar sem þá stóðu yfir. Ástæða kann hins vegar að vera til, samhliða því sem úttekt verður gerð á framkvæmd stjórnsýslulaga síðasta áratuginn, að huga að þessum þætti jafnframt.</p>
29. mars 2004Blá ör til hægriGóðar fyrirmyndir<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/forsaetisraduneyti-media/media/Radherra/davi_Godar_fyrirmyndir.jpg"><img src="/media/forsaetisraduneyti-media/media/Radherra/davi_Godar_fyrirmyndir.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Góðar fyrirmyndir - ávarp forsætisráðherra" class="media-object"></a><figcaption>Góðar fyrirmyndir - ávarp forsætisráðherra</figcaption></figure></div><h3 style="text-align: center">Góðar fyrirmyndir<br /> Ráðstefna um málefni fatlaðra 26. mars 2004. Hótel Nordica</h3> <p><br /> Félagsmálaráðherra, ráðstefnustjóri, ágætu ráðstefnugestir,<br /> Það hefur óneitanlega verið grósku tíð á Íslandi á undanförnum árum og mörgu hefur miðað í rétta átt, sem betur fer. Reyndar má horfa lengra um öxl og segja að síðastliðin hundrað ár hafi verið heillatíð þótt á ýmsu hafi gengið um styttri skeið. Ísland hætti að vera lifandi vitnisburður um volæðisöld og skipaði sér í fremstu röð meðal þjóða. Þessi mynd sem ég hef þannig upp dregið er ekki gljáfægð glansmynd. Hún er í öllum megindráttum raunsönn og það er ekki einu sinni hægt að halda því fram að hún sé illilega ýkt, þegar sjónum er beint að einstökum afmörkuðum þáttum. Fyrst svo er, má þá ekki draga þá ályktun að nú sé kominn tími til að slaka á, horfa hreykin til hinnar fátæku fortíðar og nota dagana til að sökkva sér í mont og sjálfsánægju? Því fer þó fjarri að slíkt sé óhætt. Það er, svo margt enn ógert. Sumt má auðveldlega laga, en annað kallar á mikla athygli og öflugt átak. Það má jafnvel halda því fram, að Íslendingar hafi að undanförnu náð svo miklum efnahagslegum árangri, sem hagtölur sanna, að afsakanir fyrir því sem aflaga fer eða út af stendur í einstökum málaflokkum verði harla ótrúverðugar fyrir vikið.</p> <p>Vissulega hefur sá málaflokkur sem er í öndvegi á þessari ráðstefnu, um málefni fatlaðra, ekki verið vanræktur á undanförnum árum. Fjöldi manna, félög þeirra og samtök, opinberir aðilar og einkarekstrarmenn eiga þakkir skyldar, enda hafa þeir náð svo miklum árangri, að allt öðruvísi er um að litast en var fyrir örfáum árum svo ekki sé miðað við áratugi. En þótt bæði sé rétt og sjálfsagt að gleðjast yfir hverjum góðum áfanga sem náðst hefur, og þakka hann, þá er samanburður við liðinn tíma ekki endilega hin rétta viðmiðun. Gríðar mörg tækifæri hafa skapast að undanförnu fyrir þá sem best skilyrðin hafa til að grípa þau og njóta. Til þess eigum við að horfa hrifin, en spyrja okkur um leið að því hvort bilið sé að breikka á milli þeirra annars vegar og hinna hins vegar, sem lakari skilyrðin hafa og missa því af tækifærum sem þeir gætu náð með dálitlum stuðningi. Höfum við staðið okkur í þessum efnum sem skyldi eða ekki verið nægilega vakandi á verðinum? Ég leyfi mér að halda því fram að dagskrá þessarar ráðstefnu sýni þó, svo ekki fari á milli mála, að það séu býsna margir bæði vakandi og viljugir til að þoka málum til betri vegar og inn á vænlegri brautir fyrir þá, sem hér eiga í hlut. Uppörvandi er að sjá þau fjölbreyttu álitaefni sem verið er að fást við í samfélaginu í tengslum við málaflokkinn. Þau eru góður vitnisburður um þau áhersluatriði sem borið hafa hæst á Evrópuári fatlaðra. Það er þó öllum mönnum augljóst að tiltekin ár eru ekki eyrnamerkt sérstöku efni í þeim tilgangi einum að taka sér tak þá 365 daga og svo geti menn sáttir hugað að öðru. Þá væri lítið gagn af tiltækinu. Slík ár eiga menn að nota til að gera úttekt, greina aðalatriði, læra af mistökunum og færa hluti í forgang áranna sem á eftir koma. Takist það hefur átakið varanleg áhrif og hið eyrnamerkta ár fær veglegan sess í sögunni sem upphafspunktur framfara, markvissra skrefa í átt til betra lífs þeirra sem í hlut eiga.</p> <p>Mér sýnist augljóst, að þeir, sem hér hafa komið að málum, skilji hlutverk sitt þessum skilningi og þess vegna sé ástæða til að ætla að til góðs hafi verið unnið og við fáum uppskorið á næstu árum eins og til var sáð.</p> <p>Ég leyfi mér að færa öllum þeim sem mest og best hafa unnið að málinu þakkir fyrir þeirra ágæta verk um leið og ég lýsi því yfir að ráðstefna þessi, um málefni fatlaðra, er sett.<br /> </p> <br /> <br />
29. mars 2004Blá ör til hægriKvöldverðarboð forseta Íslands<h3 style="text-align: center">Ávarp forsætisráðherra í veislu forseta Íslands á Bessastöðum<br /> fyrir erlenda stjórnarerindreka - 27. mars 2004</h3> <p>Forseti Íslands og frú. Virðulegir gestir, dömur og herrar.<br /> Ég mæli örugglega fyrir hönd allra gesta á staðnum er ég þakka forsetahjónunum fyrir þetta góða gestaboð, þar sem allt er með hátíðarbrag og viðurgerningur allur eins og best verður á kosið.</p> <p>Það var mikil undiralda í alþjóðamálum, þegar við hittumst hér í þessum ranni síðast við sama tækifæri. Þá lá Íraksstyrjöld í loftinu og diplómatískar bollaleggingar og mikil togstreita á milli hefðbundinna vinaþjóða og loft því lævi blandið. Sérfræðingar spáðu í spilin og fullyrtu flestir að átök myndu lengi standa og mannfall bandamanna yrði ógurlegt, ekki síst þegar barist yrði hús úr húsi í Bagdad við úrvalssveitir einræðisherrans. Ekkert af þeim fróðleik reyndist halda í raunveruleikanum.</p> <p>Sú staðreynd breytir ekki því að Íraksstríðið er og verður umdeilt. Gereyðingarvopn hafa ekki fundist enn og ýtir það undir málstað efasemdarmanna. Í mínum huga er ekki vafi á að styrjöldin var í raun óumflýjanlegur endapunktur á þeim aðgerðum sem gripið var til 17. janúar 1991. Hvorki vopnahlésskilmálum né ályktunum hinna Sameinuðu þjóða hafði verið fylgt og ógnarstjórnin söm og áður. Og hvað sem deilum um lögmæti styrjalda líður er ekki vafi á að friðsamlegra er í þessum heimshluta nú en fyrir hana.</p> <p>Deilurnar um innrásina í Írak reyndu meira á Atlantshafsbandalagið en nokkurt annað mál í sögu þess. Þær deilur og ágreiningurinn um varnir Tyrklands í aðdraganda stríðsins voru alvarlegt áfall fyrir bandalagið. Tengslin yfir Atlantshaf hafa þó styrkst aftur að því er virðist og vonandi kemur í ljós sem fyrr að þau hvíla á sameiginlegum grundvallarhagsmunum og eru ómissandi, ekki einungis fyrir Evrópu heldur veröldina alla.</p> <p>Það er mikilvæg forsenda fyrir friði og stöðugleika að Atlantshafsbandalagsríkin standi saman. Engin alþjóðleg samtök eiga sömu möguleika og bandalagið til að taka á þeim hættum sem helstar eru uppi í heiminum. Vonandi tekst að nýta vel það tækifæri, sem gefst á leiðtogafundi bandalagsins í Istanbúl í júní næstkomandi, til að sýna með skýrum hætti að eining ríki um alla meginþætti meðal bandalagsríkjanna.</p> <p>Deilur um forsendur í Íraksstríðsins mega ekki skaða uppbyggingu þar og möguleikann á að koma þar á heilsteyptu stjórnarfari og lýðræði. Skortur á lýðræði og mannréttindum á stóran þátt í margvíslegum óstöðugleika, sem eykur hættu á hryðjuverkum. Ógnaratburðirnir á Spáni fyrir rúmum tveimur vikum sýna þó einnig að fleira getur komið til í þeim efnum. Allir friðelskandi menn hljóta að fordæma þá hugleysingja, sem þar stóðu að voðaverkunum, sem eru eitt versta hryðjuverk sem yfir Evrópu hefur gengið. Við hljótum öll að hugsa til spænsku þjóðarinnar af hlýju og hluttekningu og heita leiðtogum hennar öflugum stuðningi í baráttunni við hermdarverkamenn. Sagan sannar að slíka baráttu verða allir að styðja. Þar má enginn skerast úr leik.</p> <p><br /> Herra forseti, góðir gestir.<br /> Öryggismál, þótt af öðrum toga séu, hafa einnig verið fyrirferðarmikil í umræðu hér á landi eins og þið þekkið og uppi eru álitamál á milli góðvinanna Íslands og Bandaríkjanna um varnir landsins. Bandaríkin endurskoða nú fyrirkomulag hersins um heim allan til að mæta nýjum hættum og auðvitað er allt gott um það að segja. Íslensk stjórnvöld geta hins vegar ekki sætt sig við að sú endurskoðun leiði til þess að á Íslandi verði ekki lengur neinar varnarsveitir. Í Bandaríkjunum hafa því miður verið uppi hugmyndir um að leggja niður loftvarnir á Íslandi með því að taka héðan þær orustu þotur sem eftir eru.</p> <p>Málið er enn í óvissu og þar með er framtíð varnarsamningsins og hins rúmlega sextíu ára langa varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna óljós. Við erum reiðubúnir til viðræðna um allar hliðar á varnarsamstarfinu í þeim góða anda sem verið hefur á milli landanna í rúma hálfa öld, en allir hljóta að skilja að við mundum ekki hafa áhuga á að halda því áfram, stæði það ekki undir mikilvægustu skuldbindingunni um að tryggja öryggi Íslands, með lágmarksviðbúnaði í landinu sjálfu.<br /> <br /> Ísland á traust samstarf um víða veröld, við einstök ríki og samtök þeirra og samvinnuvettvang, svo sem í Norðurlandaráði, Evrópska efnahagssvæðinu og Atlantshafsbandalaginu. Við höfum eflt okkar utanríkisþjónustu á undanförnum árum, án þess að ætla okkur um of. Leyfi ég mér að þakka gott og árangursríkt samstarf við fulltrúa þeirra þjóða sem hér eru mættir í kvöld. Og fyrir þeirra hönd, sem og annarra gesta, ítreka ég þakkir okkar til gestgjafans og bið gesti að rísa úr sætum og drekka skál forseta Íslands og frúar hans.<br /> </p> <br /> <br />
23. mars 2004Blá ör til hægriÁrsfundur Seðlabanka Íslands 2004<p><P align=center><BR><STRONG>Ávarp forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar,<BR>á ársfundi Seðlabanka Íslands 2004</STRONG></P> <P>Ágætu fundargestir,<BR>Ársfundur Seðlabankans nú er sá þriðji í röðinni frá því að lögum var breytt og honum fengið fullt sjálfstæði. Ekki leikur vafi á því, að með lögum nr. 36 frá árinu 2001 um Seðlabanka Íslands var tekið mikilvægt skref í átt til varanlegs stöðugleika í efnahagsmálum þjóðarinnar. Megin markmið Seðlabankans er að halda verðbólgu innan settra marka og það hefur tekist með ágætum undanfarin ár. Við Íslendingar höfum ríka ástæðu til að fagna lágri verðbólgu, svo hart sem andhverfa hennar lék allt efnahagslífið árum og áratugum saman. En þótt lág verðbólga sé vissulega mikilvæg forsenda efnahagsstefnunnar er hún ekki takmark hennar. Megin markmið efnahagsstefnunnar eru aukin velmegun og kaupmáttur almennings. Skýrt er tekið fram í lögum um Seðlabankann, að stefna hans skuli styðja við efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, svo lengi sem hún leiði ekki til verðbólgu umfram þau mörk, sem æskileg þykja. Mikilvægt er að hafa þetta í huga nú á fyrstu árum sjálfstæðs Seðlabanka. Þær vinnureglur og það verklag, sem nú er í mótun hjá bankanum, mun að öllum líkum hafa mikil áhrif á það, hvernig bankinn sinnir sínu mikilvæga hlutverki á komandi árum. Samspil peningastefnunnar og ríkisfjármála er eitt mikilvægasta viðfangsefni hagstjórnarinnar og takist okkur vel upp á þeim vettvangi mun efnahagslíf þjóðarinnar eflast og dafna.</P> <P> Síðast, þegar við hittumst hér á ársfundi Seðlabankans, voru einungis tæpir tveir mánuðir til Alþingiskosninga. Óvissa þá um þróun efnahagsmála endurspeglaðist í þeirri óvissu sem ríkti um úrslit þingkosninganna. Báðir ríkisstjórnarflokkarnir boðuðu lækkun skatta á kjörtímabilinu. Skattalækkanir voru taldar mögulegar meðal annars í ljós sterkrar stöðu ríkissjóðs og fyrirsjáanlegs hagvaxtar. Nokkuð var reyndar tekist á um hversu mikil áhrif stóriðjuframkvæmdir hefðu á íslenskt efnahagslíf. Einkum var deilt um hversu mikillar þenslu mætti vænta í kjölfarið. Niðurstaða þeirrar umræðu réði að nokkru afstöðu manna hvort skattalækkanir væru heppilegar eða ekki. Nú er í tísku að taka spár alvarlega, þótt þær séu oftast ekki annað en framreikningur á forsendum sem eru óvæntum breytingum háðar. Þrátt fyrir slíka fyrirvara er eðlilegt að orð Seðlabankans hafi meiri vigt en annarra sem reyna að skyggnast um gáttir og geta sér til um ókomna atburðarás efnahagslífsins. Í aðdraganda kosninga verður hann þó að fara fram af mikilli gát, svo að hann verði ekki dreginn of nærri hinum pólitísku átökum. Það er mikil freisting, bæði fyrir stjórn og stjórnarandstöðu á hverjum tíma, í hörðum kosningaslag að beita fyrir sig trúverðugleika Seðlabankans, sjálfum sér til framdráttar. Hlutleysi og sjálfstæði bankans er undir því komið að hann sé yfir allt slíkt hafinn. Því kann að vera rétt að stjórnendur bankans hugi að mótun vinnureglna um hvernig Seðlabankinn hagar málflutningi sínum og nauðsynlegri upplýsingagjöf í aðdraganda kosninga. Það er um að gera að ráðast í slíka vinnu með góðum fyrirvara, og í skjóli fyrir pólitískri taugaveiklun, sem gjarnan er fylgifiskur kosninga, hér á landi sem annars staðar.</P> <P>Góðir gestir,<BR> Íslensku efnahagslífi vegnaði vel á síðasta ári. Mælingar Hagstofunnar benda til þess að hagvöxtur síðastliðins árs hafi verið um 4% og því nokkuð umfram væntingar. Ef rétt reynist, þá er það myndarlegur vöxtur og góður viðsnúningur miðað við árið 2002, en þá gekk íslenska hagkerfið enn í gegnum nokkra aðlögun. Hversu vel tókst þá til sýnir mikla aðlögunarhæfni efnahagslífsins og gegnir íslenska krónan þar stóru hlutverki. Þó alltaf séu til einhverjir svefngenglar evrunnar er þessi staðreynd ljós öllum vel vakandi mönnum. Talið er að hagvöxtur á evrusvæðinu hafi verið rúmlega 0,5% á árinu 2003 og á næstu árum verði hann á bilinu 1,8 til 2,5%. Þetta er mun minni hagvöxtur en gera má ráð fyrir hér á landi. Mikilvægi öflugs og sjálfstæðs Seðlabanka, sem getur sett stýrivexti sína í samræmi við efnahagsástandið, ætti ekki að þurfa að vera deiluefni. <BR> <BR> Kaupmáttur launa hefur nú vaxið jafnt og þétt í heilan áratug og er auðvitað mikið fagnaðarefni fyrir þjóðina. Kaupmáttur lægstu launanna hefur vaxið mest sem betur fer. Aukin kaupmáttur skiptir mestu fyrir launafólk og forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur á þessum tíma haft meira upp úr krafsinu fyrir sitt fólk en nokkru sinni fyrr. Vitanlega gengur verkalýðshreyfingin eins langt og hún getur og gerir ýtrustu kröfur. Við því er að búast. En það sem hefur breyst frá því sem áður var, er að nú fylgir ábyrgð festu og menn gera sér grein fyrir því að samningur um kauphækkanir umfram greiðslugetu atvinnuveganna er ónýtt efni. Slíkar hækkanir eru froða í fögrum búningi, ávísun á verðbólgu og rýrnandi kjör þeirra sem lægst hafa launin. Kjarasamningarnir, sem nú hafa verið gerðir á milli aðila vinnumarkaðarins, munu án efa reyna á þanþol íslensks atvinnulífs og getu þess til að standa undir meiri launahækkunum en gerist í helstu viðskiptalöndum okkar. En þrátt fyrir að nokkuð djarft sé teflt, þá má ætla að þessir kjarasamningar geti verið raunhæfir og þeir skili launafólki viðvarandi kaupmáttaraukningu. Miklu skiptir í því mati, að samningurinn er til fjögurra ára og þar með er kominn aukin festa í umhverfi íslensks atvinnulífs. Ríkisstjórnin kom að þessari samningagerð með yfirlýsingu þann sjöunda mars. Þar var kveðið á um þær aðgerðir sem ríkisvaldið myndi grípa til sérstaklega vegna kjarasamninganna. En mikilvægast er, hvað ríkisstjórnina varðar, að samningsaðilar gátu byggt á, að efnahagsumhverfið verði í jafnvægi á næstu misserum og árum. Án slíks trausts hefði verið mjög erfitt að semja til langs tíma. Óhjákvæmilegt verður, að horfa til þessara kjarasamninga þegar ríkið semur við sína starfsmenn á næstunni. Þau viðmið eru í samræmi við efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fjögurra ára, en þar er á því byggt að launakostnaður ríkisins hækki ekki umfram önnur laun. <BR> <BR> Nýgerðir kjarasamningar og betri skilningur á efnahagslegum áhrifum stóriðjuframkvæmdanna, gera stjórnvöldum nú auðveldara fyrir að skipuleggja ríkisfjármálin næstu árin. Nokkur umræða hefur verið um hvenær komi til þeirra skattalækkana sem boðaðar eru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þar er kveðið á um að skattalækkanir verði ákveðnar í tengslum við kjarasamninga. Á vettvangi ríkisstjórnarinnar er því fjallað um þessa þætti; áfangaskiptingar, prósentubreytingar og annað það sem máli skiptir. Ríkissjóður stendur ágætlega að vígi þótt mjög sé á hann herjað eins og fyrri daginn. Sést það glöggt af því, að fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að heildarskuldir ríkissjóðs verði komnar niður undir 15% af landsframleiðslu árið 2006, en árið 1995 var þetta hlutfall yfir 50%. Það er styrkleikamerki, að hægt sé að ráðast í skattalækkanir, án þess að valda ríkissjóði óbærilegum vanda. Góð staða ríkissjóðs sker sig úr þegar litið er til helstu viðskiptalanda okkar, bæði austan hafs og vestan. Á evrusvæðinu virðast stjórnmálamenn hafa gefist upp á að vinna innan þeirra marka um ríkisfjármál sem sett voru, þegar evran var tekin upp sem sameiginlegur gjaldmiðill. Okkur Íslendingum gefast því góð tækifæri núna. Framundan er mikill hagvöxtur, ekki síst ef áform um stækkun Norðuráls ganga eftir. Skattalækkanir munu enn auka kaupmátt ráðstöfunartekna og um leið leggja grunn að meiri hagvexti á komandi árum. </P> <P>Ágætu ársfundargestir,<BR> Ég hef áður gert að umtalsefni, og tekið undir þær viðvaranir og athugasemdir sem Seðlabankinn hefur sent viðskiptabönkunum. Nauðsynlegt er að stjórnendur viðskiptabankanna taki þær til alvarlegrar skoðunar. Aukning erlendra skulda þjóðarbúsins hefur verið það mikil að undanförnu, að ekki fær staðist til lengdar. Erlendar skuldir bankanna jukust um 300 milljarða á síðasta ári eins og fram hefur komið, en sú aukning er meiri en þriðjungur allrar þjóðarframleiðslunnar á því ári. Erlend matsfyrirtæki munu fyrr en síðar líta til þessarar þróunnar við mat sitt á lánshæfi Íslands. Það er dýrt spaug ef matsfyrirtækin lækka lánshæfiseinkunnina og við verðum að koma í veg fyrir að slíkt gerist að óþörfu. Rétt er að horfa til nótu Seðlabankans og annarra aðvörunarorða í þessu ljósi. En ef ekki dregur úr skuldsetningunni og sjáist ekki breytingar á skammtímalánum í raunveruleg langtímalán hljóta forystumenn Seðlabankans að velta fyrir sér til hvaða aðgerða skuli grípa, þannig að ekki horfi til vandræða. Áminningarnótan er ekki plagg sem bankinn sendir til þess að vísa í, ef illa fer, og firra sig þar með ábyrgð. Opinn og frjáls fjármálamarkaður er forsenda fyrir góðu gangverki samfélagsins. Þeir, sem þar eru í forystu, eiga að vera framsæknir og djarfir en þeir verða líka að kunna sér hóf og gæta að langtímahagsmunum efnahagslífsins. Bankarnir eiga vissulega að sækjast eftir góðum hagnaði, en þeir geta ekki leyft sér að skara að sér skyndigróða á kostnað stöðugleikans í efnahagslífinu. Þeir eiga mest undir því sjálfir að stöðugleikinn sé varðveittur. Þýðingarmest er að stjórnendur bankanna sjái þetta sjálfir og ekki þurfi að koma til aðgerða Seðlabanka. En á hinn bóginn má enginn vafi ríkja um að Seðlabankinn tekur fast á málum ef ekki er farið að vinsamlegum tilmælum, sem hann sendir frá sér.</P> <P>Góðir gestir,<BR>Ég þakka stjórnendum Seðlabankans gott samstarf á liðnu starfsári. Ég vil einnig þakka starfsfólki bankans fyrir farsæl störf. Engum dylst mikilvægi þess starfs sem unnið er hér innan veggja. Ég vona að næsta starfsár bankans verði gæfuríkt og eigi sinn góða þátt í að skila þjóðinni fram til aukinnar hagsældar og velfarnaðar.<BR></P></p>
04. mars 2004Blá ör til hægriKvöldverðarboð í Kristjánsborgarhöll<p><P align=center><STRONG>Den islandske statsministers tale ved Danmarks statsministers middag<BR>København, den 4. marts 2004</STRONG></P> <P>Kære statsminister og frue, minister, ambassadør, andre ærede gæster.</P> <P>Det er unægteligt en god fornemmelse der griber én, når der byder sig en lejlighed til at besøge Danmark og så er det endda ikke afgørende i hvilken anledning det sker. Dog overgår en officiel invitation fra det danske statsministerpar naturligvis andre anledninger i hæder og der sættes særlig stor pris på den. Vi har, som bekendt, benyttet os af lejligheden og flyttet en del af Kobenhavn festlighederne til København i anledning af hjemmestyrets 100 års jubilæum i Island. Og helt fra den tid er forholdet mellem nationerne blevet forbedret fra dag til dag, og det er nu, fra vores synspunkt set, sådan at Danmark er den nation vi har det bedste forhold til. Her har et stort antal islændinge, både i gammel og ny tid, taget deres videreuddannelse, til gavn og udbytte for dem selv og den islandske nation. Danskerne er mange steder i verden kendte for at være blandt de allermest forudseende, kunstnerisk anlagte i højere grad end de fleste andre og anerkendte forretningsmænd. Og når det lykkes for en nation at sammensætte en pakke af praktisk forudseenhed, kreativitet og forretningsmæssig snilde, så kan det næppe overraske at resultatet bliver vellykket og at nationens udbytte bliver nærmest forunderligt. Men det gode ved det er, at danskerne aldrig har ladet denne succes stige sig til hovedet og derfor ikke blæst sig op af overmod og pral som følge af de eventyrlige resultater. Som jeg sagde er det det gode, men det bedste er, at de engang imellem lader øl og akvavit stige sig til hovedet og tillader den verdensberømte humor og hygge at bryde frem, og der skal ikke så meget til. Jeg siger ikke nødvendigvis, at danskerne er hellige engle på alle områder, for så ville de så sandelig ikke være så fornøjelige som de er. Paradis var vist overmåde skønt, men ingen kilder siger noget om, at Paradis har været fornøjeligt. Eller som Eva sagde, hvordan kan man føle sig godt tilpas på et sted som Eden, hvor der ikke engang findes nogen skobutik. I Danmark er der ingen mangel på skobutikker og heller ikke på andre af verdens goder. Derfor bl.a. er Danmark et populært land blandt turister og businessfolk. Islændinge kommer dog hertil med et helt særligt sindelag. De kommer til Danmark inden de rejser til fremmede lande og når de vender tilbage synes de, at de er kommet halvvejs hjem, når de berører dansk jord. Hvadenten værterne, den danske statsminister eller hans landsmænd, synes om det eller ej, så blev de altså kun delvist fri for islændingene ved hundrede ar hjemmestyret for hundrede år siden og republikken for næsten tres år siden. Det stærke bånd mellem nationerne holdt trods alt og er blevet stærkere i de seneste år og årtier. Vi er ganske vist mere modtagere end givere i forholdet mellem nationerne, men vi trøster os ved at vores status i handelen mellem landene ikke er ugunstig. Af disse grunde og af så utallige mange andre er det så glædeligt at kunne sige ja tak til en invitation hertil og takke for venskab og godt samarbejde. Jeg vil tillade mig at bede gæsterne at rejse sig og drikke en skål for </P> <P>Danmark og statsministerparret, og det særlige forhold mellem landene.</P></p>
24. febrúar 2004Blá ör til hægriÍ veislu forsætisráðherra Úkraínu<p><P>Address by the Prime Minister of Iceland, Davíð Oddsson, at a banquet hosted by the <BR>Prime Minister of the Ukraine,Viktor Yanukovich. Kiev, February 24 2003</P> <P>It is both a pleasure and an honour for myself and my entourage to make this official visit to the Ukraine and thereby have the chance to contribute towards strengthening relations between our two countries. <BR> <BR>In spite of the distance between Iceland and the Ukraine and our differences in terms of landscape and climate, economic activity, culture, traditions and history, the modern world still offers countless opportunities for close contact, no matter what the geographical facts might say. Furthermore, both our nations are part of the European cultural heritage and when we look more closely there has been well documented contact between us dating from as far back as the Viking Age. <BR> <BR>It is a particular pleasure to be accompanied on my visit by a trade delegation which is exploring new opportunities in trade between Iceland and the Ukraine. The delegation includes representatives of different companies, large and small, who either feel they have something interesting to offer to Ukrainian businesses or are interested in importing goods to Iceland from here and developing new business contacts. In my talks today with the President of the Ukraine, with you, Mr. Prime Minister and with the Foreign Minister, it was clear that there is great willingness on both sides to foster relations between our countries. This is to be welcomed and I am convinced that Icelandic businesses will make every possible effort in this respect. I would also like to express the hope that political and diplomatic relations between our countries will strengthen in the future. In my mind there is no doubt that the new world order assigns a special role to the Ukraine and it would be a major loss if this great country were not in the near future to share in full in the course taken by other European countries and their Allies on the other side of the Atlantic. In this context I would like to mention in particular that the Government of Iceland considers the relationship between NATO and the Ukraine to be important and values very highly your contribution to operations undertaken by the Alliance. I hope that in the near future the Ukraine will be able to develop its relations with NATO even further. </P> <P>On behalf of myself and my entourage I would like to thank you for the warm reception we have been given here in Kiev and thank our host for his hospitality this evening. I ask you to rise from your seats and drink a toast to the cooperation and friendship between our countries. </P></p>
23. febrúar 2004Blá ör til hægriViðskiptaþing í Úkraínu<p><H3 align=center>Address by the Prime Minister of Iceland, Mr. Davíð Oddsson<BR>Iceland-Ukraine Business Forum. Premier Palace Hotel, Kiev, 23 February 2004</H3> <P><BR>Icelandic companies are increasingly looking beyond their traditional markets in order to diversify exports of goods and services from Iceland. </P> <P>Time is ripe for an initiative to boost trade between Iceland and the Ukraine and it is a pleasure for me to address this forum which is being held to explore ways to create new opportunities in trade between our countries. Iceland is highly dependent on foreign trade. Greater globalisation of business and trade is an important and positive development for us. Our geographical location is much less of a challenge now than it once was. With liberalised international trade, great possibilities have opened up for a small nation such as Iceland, with its rich natural resources and a well educated workforce. In recent decades Iceland has witnessed much economic progress, which is not least due to the fact that we have always had to take an active part in international trade and compete in world markets. </P> <P>Extensive economic reforms have been made in order to strengthen Iceland’s global competitiveness. Since the beginning of the nineteen-nineties, a systematic programme has been under way aimed at reducing the state’s role in the economy. State enterprises, large and small, were sold, the banking system has been privatised, the Central Bank of Iceland was granted full independence to determine interest rates, and the Icelandic currency was floated in the market. These reforms, together with a fiscal surplus for many years now, have led to robust economic growth and at the same time have laid the foundation for further growth in the years to come. </P> <P>Fisheries products and aluminium constitute our main exports, while tourism has grown rapidly to become an extremely important sector. Icelandic companies have experience and knowhow in various fields, especially in fisheries and fish processing but also in other areas of food processing. In recent years Icelandic entrepreneurs have also been establishing themselves in global markets in other sectors, including financial services and pharmaceuticals. </P> <P>The Ukraine is an interesting and exciting option for foreign businessmen for various reasons. It builds upon high educational standards, rich resources and advanced industries. Thus the economy is based on a firm foundation. Proof of this can be seen in the Ukraine’s high level of growth, dynamic economy and progressive outlook, which I am certain will secure greater prosperity for the Ukrainian people and create numerous business opportunities, for Icelandic businessmen among others. </P> <P>I hope that this forum will prove successful and generate profitable business for Icelandic and Ukrainian companies alike. I look forward to having the opportunity to meet you again at the reception at the end of this forum.</P></p>
11. febrúar 2004Blá ör til hægriViðskiptaþing Verslunarráðs Íslands 2004<p> </p> <p></p> <p>&nbsp;</p> <p style="text-align: center;"><strong><bdo id="ART:Summary" collection="Article" prompt="Summary" entrytype="html">Ávarp forsætisráðherra<br /> </bdo><bdo collection="Article" prompt="Summary" entrytype="html">á Viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands 2004</bdo></strong></p> <p>Ágætu gestir.<br /> Ég vil þakka þetta tækifæri til að ávarpa samkomu ykkar. Undanfarin ár hef ég átt þess kost að koma hingað og hlýða á forystu Verslunarráðsins og getað deilt með ykkur hugleiðingum mínum um helstu málefni líðandi stundar. Yfirskrift þings ykkar hittir í mark, eins og fyrri daginn. „Minni ríkisumsvif margfalda tækifærin“, enda eru afl og kraftur einkaframtaksins lykillinn að blómlegu og fjörugu mannlífi. Barátta Verslunarráðsins og félagsmanna þess fyrir atvinnufrelsi hefur verið til fyrirmyndar og skilað miklu.</p> <p>Öflugt atvinnulíf er ekki einungis kappsmál þeirra sem reka fyrirtækin eða eiga beinan hlut í þeim. Þjóðin öll nýtur ábatans þegar hjól þess snúast hratt og ískurslaust. Umgjörð og skipulag atvinnustarfseminnar er því eitt mikilvægasta úrlausnarefni stjórnmálanna á hverjum tíma. Á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því að draga ríkið úr samkeppnisrekstri, gagngert til að fjölga tækifærum almennings til að nýta krafta sína og þekkingu, sjálfum sér til heilla. Þannig hafa verið seld ríkisfyrirtæki fyrir rúma 60 milljarða króna. Þegar sölu Landssímans verður lokið hafa verið tekin stærri skref í átt frá ríkisrekstri en margir töldu að væri mögulegt. Einkavæðingin, jafn umdeild og hún var í upphafi, hefur skilað þjóðinni miklum ávinningi. Rekstur hefur batnað sem og þjónusta við almenning og síðast en ekki síst styrktist ríkissjóður. Skuldir ríkissjóðs voru árið 1995 51% af landsframleiðslu. Samkvæmt spá Fjármálaráðuneytisins verða skuldir sjóðsins komnar niður í 14,9% af landsframleiðslu árið 2006. Þessi árangur í stjórn fjármála ríkisins er ávísun á margföld tækifæri í framtíðinni. Og það er mikils að vænta. Þjóðin hefur gripið tækifærin þegar þau hafa gefist. Það eru ekki nema örfá ár síðan tekjuskattur fyrirtækja var 50%. Eftir að sá skattur var lækkaður í 30% og síðan í 18% hefur hann gefið miklu meira af sér í ríkissjóð en áður, gagnstætt illspám um afkomu hans. Umsvifin jukust þegar hönd skattheimtunnar hvíldi ekki lengur eins og mara á allri atvinnustarfseminni. Fyrir síðustu kosningar lofuðu stjórnarflokkarnir skattalækkunum til almennings og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar var staðfest að tekjuskattur einstaklinga mun lækka um fjögur prósentustig á kjörtímabilinu, hátekjuskattur verður afnuminn, eignaskattur afnuminn og virðisaukaskattur á matvælum og fleiru lækkaður umtalsvert. Á þessa braut hefur þegar verið gengið, en nýverið tilkynnti fjármálaráðherrann lækkun og samræmingu á erfðafjárskatti. Fyrirhugaðar skattalækkanir munu fjölga tækifærunum sem okkur bjóðast, þær munu efla hag heimilanna í landinu og þær munu ýta undir atvinnusköpun og hagvöxt á næstu árum.&nbsp; </p> <p>Undanfarin ár hafa útgjöld hins opinbera verið um og yfir 40% af þjóðarframleiðslu. Þetta er hátt hlutfall og má ekki hækka umfram það sem nú er, þvert á móti. Ríkisstjórnin hefur sett skýr markmið í ríkisfjármálum til næstu fjögurra ára. Meginatriði þeirra er, að útgjöld til samneyslu vaxi ekki umfram tvö prósent að raungildi á árunum 2005 til 2007. Við gerum ráð fyrir að hagvöxtur verði umtalsverður á þeim árum og því má vænta þess að hlutur hins opinbera í þjóðarframleiðslunni minnki. En það er ekki nóg að líta á hlutfallslega upphæð útgjaldanna. Það verður einnig að horfa til samsetningar þeirra og áhrifa á efnahagslífið. Ríkið er nú að mestu komið úr samkeppnisrekstri og þar með eru verkefni þess betur skilgreind en áður. Lögð er áhersla á menntamál, heilbrigðismál og félagsmál. Útgjöld til þessara málaflokka hafa aukist mjög á undanförnum árum. Ísland er nú í hópi þeirra ríkja, sem verja hæsta hlutfalli þjóðartekna til mennta – og heilbrigðismála. Þó annað megi stundum ætla af málflutningi þeirra sem tala því hærra um „fjársvelti“ og „niðurskurð“ sem framlögin eru aukin meir. Reyndar er nú svo komið að nauðsynlegt er að halda aftur af útgjaldaaukningunni í heilbrigðisgeiranum. Árið 2000 vörðum við um 51 milljarði króna til þessa málaflokks en árið 2004 er áætlað að upphæðin verði 73 milljarðar rúmir. Til eru í landinu þeir menn sem telja að 22 milljarða útgjaldaaukning sé niðurskurður!&nbsp; </p> <p>Framlög til Landsspítala-háskólasjúkrahúss hafa aukist myndarlega á þessum árum og hrein fásinna að tala um neyðarástand á spítala sem hefur til ráðstöfunar um tuttugu og fimm þúsund milljónir á ári, en fjárveitingar til spítalans hafa aukist um sex milljarða króna frá árinu 2000. Það er mikilvægt að samtök á borð við Verslunarráð Íslands skuli láta þennan málaflokk til sín taka og varpa fram hugmyndum í því skyni að rjúfa vanahugsun og tregðulögmál í þýðingarmiklum málaflokkum.</p> <p>Góðir fundarmenn.<br /> Þegar það lá fyrir, að framkvæmdir myndu hefjast við Kárahnjúka, komu fram efasemdir um að íslenskt efnahagslíf gæti með góðu móti tekið við öllum þeim umsvifum sem stofnað yrði til. Margt bendir nú til að slíkar áhyggjur hafi ekki átt við gild rök að styðjast og þensluáhrif vegna virkjanaframkvæmdanna verði minni en ætlað var. Íslenska hagkerfið á auðveldara með en áður að taka á móti stórframkvæmdum eins og þeim sem nú standa yfir fyrir austan. Auðvitað tekur hagkerfið nokkurn kipp. Nema hvað? Til þess var leikurinn gerður. En kippurinn er mestur fyrir austan og þar kalla menn kippinn fjörkipp og taka honum fagnandi. </p> <p>Hagtölur benda reyndar til þess að enn sé nokkur slaki í hagkerfinu. Ekki ber á neinni spennu á vinnumarkaði og verðbólga er á því róli sem Seðlabankanum er ætlað að halda henni. Komi til framkvæmda vegna stækkunar Norðuráls á næstu misserum er ástæða til að ætla að hagkerfið þoli vel þá viðbót sem þeim fylgja. Þetta er bæði gott og blessað. En þar með er ekki sagt að við eigum að láta alla varkárni lönd og leið. Við skulum vera minnug þess, hversu mjög reyndi á aðlögunarhæfni íslenska hagkerfisins á árunum 2001 og 2002. Margir höfðu tekið mikla áhættu og teflt djarft. Þegar gengið gaf eftir, þá sátu þeir, því miður, eftir með sárt ennið. Seðlabankinn hefur séð ástæðu til þess að senda viðskiptabönkunum nótu um að þeir gái að sér og gæti hófs í útlánum og þó einkum jafnvægis í fjármögnun. Sérstaklega eru viðskiptabankarnir hvattir til þess að huga að erlendum skammtímaskuldum sínum. Ég vil hvetja forsvarsmenn viðskiptabankanna til að huga vel að þessari orðsendingu Seðlabankans. Hún er bæði vinsamleg og skynsamleg í ljósi þeirra aðstæðna sem við búum við og nýliðinnar sögu. Ég vil einnig nota þetta tækifæri til að biðja stjórnendur bankanna að íhuga vel og vandlega, hversu langt bankarnir eigi að ganga í því að eignast sjálfir hluti í fyrirtækjum. Það er skiljanlegt og eðlilegt að bankarnir hafi tímabundna aðkomu að fyrirtækjum þegar það á við. En það er að mínu mati langt frá því að vera heppilegt að bankarnir séu í lykilhlutverki í rekstri fyrirtækjanna. Það eykur hættuna á hagsmunaárekstrum og rýrir traust landsmanna á þessum mikilvægu stofnunum. Rekstrarumhverfi bankanna hér á landi er þeim mjög hagstætt og sést það meðal annars á því, hversu mjög þeir hafa vaxið á undanförnum árum og hversu öflug útrás þeirra á erlenda markaði hefur verið. Því er mikilvægt að þeir gangi fram með gát og varúð og leggi höfuðáherslu á að glata ekki stuðningi almennings við það umhverfi sem þeir starfa í. Lagasetningin um sparisjóðina er ekki hafin yfir gagnrýni, en mér þykir líklegt að sameining nær alls þingheims um löggjöf vegna áforma SPRON og Kaupþings snúi ekki bara að því máli, en sé jafnframt eins konar aðvörunarskot frá Austurvelli til annarra á markaði.</p> <p>Góðir fundarmenn.<br /> Það var eitt sinn haft á orði að okkur Íslendingum væri ekki sérlega lagið að ræða kjarna máls svo vel færi á. Þrætulist um ýmiskonar tittlingaskít lægi betur við okkur. Þetta er auðvitað hér sagt utan gæsalappa og vona ég að gæsalappalandsliðið hrökkvi ekki úr hjöruliðnum þó ég leyfi mér nokkra ónákvæmni er ég orða hugsun skáldsins. Það má vissulega til sanns vegar færa að okkur Íslendingum þykir mörgum nokkuð gaman að pólitískri þrætu og karpi og sannarlega finnast þess dæmi að smámál, lítil og ómerkileg, hafi bólgnað svo mjög að halda mætti að veröld öll væri undir og þarf svo sem ekki að leita langt aftur í samtíma sögu okkar til að finna vitlausustu dæmin. Sú saga er sögð að Þórbergur Þórðarson hafi sagt Halldóri Laxness að hann hefði lesið um rannsókn er sýndi að konur notuðu ekki nema um 500 orð í allar sínar samræður. Já, svaraði hinn, það er ekki mikill höfuðstóll en alveg gríðarleg velta. </p> <p>Fjölmiðlaumræðan sem við höfum nýlegast dæmi um einkenndist dálítið af þessu bísnessdæmi. Nánast enginn höfuðstóll, en alveg rosaleg velta! Þrátt fyrir þetta og annað sambærilegt þá hefur okkur Íslendingum tekist, að minnsta kosti bærilega, að ræða og leiða til lykta þau mál sem miklu hafa skipt fyrir velferð þjóðarinnar. Um það eru, sem betur fer, fjölmörg dæmi. Við upphaf tíunda áratugar síðustu aldar var tekist á af afli um grundvallarskipan þjóðfélagsins. Sú skoðun varð ofan á, að best færi á því að frelsi einstaklingsins væri sem mest, afskipti ríkisins af atvinnurekstri sem minnst, skattar sem lægstir og ríkissjóður í jafnvægi. Jafnframt er skilningur á því að tryggja þarf góða heilbrigðisþjónustu og öflugt menntakerfi öllum til handa. Stjórnmálaástandið í landinu hefur verið stöðugt allt frá árinu 1991 og hefur þjóðin veitt þeim brautargengi sem lagt hafa áherslu á framangreind gildi og verið trúverðugir málsvarar þeirra. Fyrir vikið höfum við uppskorið ríkulega. Skattar hafa lækkað og munu lækka enn, ríkissjóðurinn stendur vel, bankar og fjölmörg önnur ríkisfyrirtæki hafa verið einkavædd, kaupmátturinn hefur aukist um tugi prósenta og mest hjá þeim sem lökust hafa kjörin. Allt hefur þetta gengið fram vegna þess að þjóðin komst að þeirri niðurstöðu að frelsið væri aflvaki allra framfara, og frelsi með ábyrgð farsælust leið. Og nú er svo ánægjulega komið að öll skáld vildu þessa Lilju kveðið hafa. Gamlir og svarnir andstæðingar einkaframtaksins mega sumir vart í ræðustól stíga, nema umvafnir kufli Eysteins munks, syngjandi frelsinu lof og prís. Þetta virkar kúnstugt í fyrstu en hafa verður í huga að enginn hefur einkarétt á því að berjast fyrir frelsinu. Á hinn bóginn er hún sérstæð umræðan sem sprottið hefur upp vegna aukinnar samþjöppunar í íslensku atvinnulífi og þeirra alvarlegu afleiðinga sem slíku fylgir. Gamalkunnir uppar opinbers rekstrar hafa átt óvænta vendingu í því máli. Sá málflutningur er ekki mjög trúverðugur. Í Morgunblaðinu var á dögunum dregin upp, með skýrum hætti, mynd af því hvernig nokkrar viðskiptablokkir hafa með fulltingi viðskiptabankanna vaxið gríðarlega á undanförnum árum. Ekki verður hjá því komist að spyrja hvort sú mikla samþjöppun gefi tilefni til að löggjafinn lagfæri leikreglurnar. Tilgangur baráttu okkar fyrir einstaklingsfrelsinu var aldrei sá að frelsið yrði fyrir fáa útvalda. Of mikil samþjöppun í efnahagslífinu er í mínum huga óæskileg og lítt dulbúin frelsisskerðing. Ég þarf ekki að hafa um það mörg orð hversu mikill skaði það er fyrir viðskiptalífið og samfélag okkar, ef samþjöppunin gengur úr hófi fram. Það kostaði ekki lítil pólitísk átök að ná allgóðri samstöðu um að nauðsynlegt væri að ríkið hætti að leika aðalhlutverkið í íslensku atvinnulífi. Enginn árangur hefði náðst ef ekki hefði komið til stuðningur og skilningur fólksins í landinu á mikilvægi þessa máls. Ég er sannfærður <br /> um að stuðningur við þá stefnu sem hér hefur ríkt undanfarin ár mun fljótt fjara út, ef þess er ekki gætt að jafnvægi ríki á markaðinum og ekki gíni of fáir yfir of miklu. Öflugir, traustir og heiðarlegir forystumenn í viðskiptalífi eru drifkraftur og velgjörðarmenn í frjálsum ríkjum og gera borgarana bjargálna. Þeir eiga að blasa við þegar fólkið horfir til fyrirmynda í efnahagsmálum en ekki fáeinir fjárplógsmenn ágjarnir, sem engu eira. Það er ekki sjálfgefið að við Íslendingar búum við lága skatta, jafnvægi í ríkisfjármálum, vaxandi kaupmátt og stöðugan hagvöxt. Það eru, því miður, sorglega mörg dæmi um hið gagnstæða víða um veröld, og ekki síst í okkar eigin sögu. Ákvörðun iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um að skipa nefnd til að kanna þörf á sérstökum aðgerðum vegna hringamyndunar, var því bæði rétt og tímabær, og skilar vonandi árangri.&nbsp; </p> <p >En ágætu þinggestir.<br /> Í þessum málum er þó að mörgu að hyggja og fæst sjálfgefið. Við lagasetningu vegna hringamyndunar, verður að gæta að því að ýmsar reglur sem eðlilegar eru í stórum hagkerfum landanna í kringum okkur, þar sem fyrirtæki skipta hundruðum á hverjum markaði, eiga ekki óbreyttar við í öllum tilvikum hjá okkur. Það má til að mynda leiða að því líkur að það sé algengara hjá okkur að fyrirtæki séu í markaðsráðandi stöðu eða því sem næst, heldur en gengur og gerist annars staðar þar sem markaðirnir eru margfalt stærri. Framhjá því verður ekki horft að til að geta boðið almenningi þjónustu á sem bestu verði, þurfa fyrirtæki að ná ákveðinni lágmarksstærð og lágmarksstærð á litlum markaði kann í vissum tilvikum að þýða óþægilega sterka stöðu. Eins verða íslensk fyrirtæki að eflast nægjanlega til að geta sótt fram á erlendum markaði. Þessari vel undirbyggðu þörf fyrir lágmarksstærð má hins vegar ekki rugla saman við áráttu til hringamyndunar eða viljanum til að ná markaðsráðandi stöðu á fleirum en einum markaði. Þar á milli er himinn og haf.&nbsp; </p> <p>Þróunin á fjölmiðlamarkaði hefur vakið athygli að undanförnu. Fjölmiðlar hafa miklu hlutverki að gegna í samfélaginu. Þeir eiga að veita helstu þjóðfélagsöflunum aðhald og á það jafnt við um stjórnmálamenn sem fyrirtæki. Eitt helsta einkenni lifandi þjóðlífs og virks lýðræðis eru sjálfstæðir, öflugir og fjölbreyttir fjölmiðlar. Það gilda því nokkuð önnur sjónarmið um samþjöppun á fjölmiðlamarkaði en eiga við, að öllu jöfnu, á öðrum mörkuðum. Markmið löggjafans þegar kemur að fjölmiðlum er ekki fyrst og fremst að tryggja lágt verð til neytenda, þó það skipti vissulega máli. Mikilvægara er að fjölbreytni sé tryggð og að öruggt sé að mismunandi skoðanir fái að heyrast og að fjölmiðlarnir sinni eftirlitsskyldu sinni bæði gagnvart stjórnmálamönnum og flokkum þeirra og viðskiptalífinu sjálfu. Austan hafs og vestan er greinilegt að þessi sjónarmið hafa ráðið för, þegar sett hafa verið lög um fjölmiðla og eignarhald á þeim. Nær undantekningarlaust hefur lagasetningin miðað að því að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun. Það er umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga að nágrannaþjóðir okkar, margfalt fjölmennari, sem ættu því að þurfa að hafa minni áhyggjur af samþjöppun fjölmiðla, skuli með svo afgerandi hætti taka á þessum málum. Samruni ljósvakamiðla og prentmiðla, þykir mjög óæskilegur og víða bannaður með lögum. Má ætla að nefnd sú sem menntamálaráðherra skipaði á síðasta ári til að meta þörf á lagasetningu um fjölmiðla, hljóti að líta sérstaklega til þessa þáttar. En það er ekki nóg að horfa einungis til samþjöppunar á fjölmiðlamarkaði. Það verður einnig að spyrja þeirrar spurningar, hvort það skipti máli hverjir eiga fjölmiðlana. Undan þessari spurningu eigum við ekki að víkja okkur. Ekki er langt síðan blöðin hér á landi voru pólitísk málgögn sem einkum var ætlað að vera málsvarar stjórnmálaskoðana eigenda sinna. Við hljótum að vera sammála því að upplýsingagildi og áreiðanleiki margra flokksmálgagnanna var í besta falli umdeilanlegur, þó auðvitað hafi verið mikill munur á milli einstakra blaða. Þjóðviljinn sálugi, var til dæmis ekki eyða mikilli prentsvertu í að útskýra fyrir lesendum sínum ruglandina í málflutningi gömlu kommana, en var hún þó umtalsverð og efni til nokkurrar umræðu. Það var ekki tilgangur eigenda Þjóðviljans að þjóna lesendum sínum með slíkum hætti, þjónustan var við málstaðinn, málstað eigendanna og það máttu þeir eiga að ekki var siglt undir fölsku flaggi. En Þjóðviljinn var ekki einn á ferð. Á móti kom að önnur málgögn birtu öndverðar skoðanir. Tími flokksmálgagnanna er liðinn, sem betur fer. En nú virðist upp runninn annar tími hálfu verri, tími fyrirtækjamálgagna og þau hafa miklu dýpri vasa en gömlu flokksblöðin sem börðust einatt í bökkum. Þetta hlýtur að vekja okkur til umhugsunar. Ég hef áður vikið að því að gera má ráð fyrir að fyrirtæki nái markaðsráðandi stöðu hér á landi við það eitt að ná eðlilegri stærð. Við því er lítið að segja. En þá skiptir öllu máli, að fjölmiðlar sinni eftirlitshlutverki sínu af árvekni og ábyrgð. Almenningur verður að geta treyst því að fyrirtæki sem eru í markaðsráðandi stöðu, hafi eðlilegt aðhald af fjölmiðlum, neytendavernd sé virk og tryggt sé að dregin sé upp hlutlaus og óbjöguð mynd af starfsemi slíkra fyrirtækja. Ef við eigum að umbera það í nafni hagkvæmni að fyrirtæki hafi markaðsráðandi stöðu, þá verðum við að treysta því að þau hafi virkt aðhald frá fjölmiðlum. Annars hlýtur sú krafa að verða sterk að löggjafinn setji slíkum fyrirtækjum strangari reglur en ella þyrfti. Það gefur því auga leið að ekki er heppilegt að fyrirtæki sem eru í markaðsráðandi stöðu eigi jafnframt fjölmiðla. Það er beinlínis hættulegt. Enn fremur er mjög varhugavert að fyrirtæki sem er með yfirburði, jafnvel á fleiri en einum markaði, sé jafnframt í markaðsráðandi stöðu á fjölmiðlamarkaði. Engin leið er til þess að fjölmiðill, sem býr við slíkt eignarhald, geti með trúverðugum hætti sinnt skyldu sinni og veitt eiganda sínum það aðhald sem gera verður kröfu um. Vafalítið munu margir horfa til þessara sjónarmiða þegar málefni fjölmiðla verða til umfjöllunar á Alþingi.</p> <p>Góðir fundarmenn.<br /> Baráttan fyrir frelsinu tekur engan enda. Vissulega er hægt að benda á áfanga, sigra og ósigra, en endapunkt finna menn engan. Því sjónarmiði hefur verið hreyft að hringamyndun og sú mögulega ógn sem okkar stafar af henni sé afleiðing frelsisins, einhver óumflýjanleg staðreynd sem menn hefðu betur hugleitt þegar af stað var farið. Þessu sjónarmiði er ég ósamþykkur og tel það reyndar á misskilningi byggt. Frelsið er hreyfiafl alls þess sem til framfara getur horft fyrir þjóðina. En það krefst þess af okkur að við setjum skýrar reglur sem tryggja sanngirni og heiðarleika í samskiptum manna, eins og kostur er. Frelsi eins má aldrei verða annars böl. Slíkar reglur er ekki óbreytanlegar, greyptar í stein í eitt skipti fyrir öll. Miklu fremur hljóta þær að fylgja þróun samfélagsins, endurspegla þann veruleika sem við búum við. Tilgangurinn er ætíð sá sami, að tryggja frelsi okkar til orðs og æðis. Aðferðirnar, regluverkið og viðmiðin mótast hins vegar af aðstæðum hverju sinni. Íslenskt viðskiptalíf hefur breyst mjög á undanförnum misserum, flestar breytingarnar hafa verið góðar aðrar síðri. Skylda okkar og ábyrgð er sú, að þær reglur sem í gildi eru, tryggi að viðskiptafrelsið sé sem mest, að sem flestir fái tækifæri til að keppa og þjóðin fái notið sem ríkulegastra ávaxta af atvinnustarfseminni. Það er engin þversögn fólgin í því að setja reglur gegn hringamyndun og það er engin þversögn fólgin í því að setja reglur sem tryggja eðlilegt starfsumhverfi fjölmiðla. Þvert á móti, allt fer það saman í viðleitni okkar til að tryggja, að það frjálsræði, sem þjóðin skóp sér sjálf, verði ekki saga ein, heldur lifandi aflvaki allra framfara og blómlegs mannlífs í landinu okkar.</p> <p>Sumir horfa nú til stjórnmálamannanna með þeirri ósk að þeir tryggi heilbrigða og holla umgjörð íslensks viðskiptalífs. Við hljótum að bregðast vel við því. En staðreyndin er samt sú, að þið, sem eruð í þessum sal og ykkar líkir úti í þjóðfélaginu berið mun ríkari skyldur í þessum efnum en við. Og það sem meira er, ef þið beitið ykkur eruð þið miklu líklegri en við til að ná góðum árangri. Þetta bið ég ykkur ágætu verslunarráðsmenn að hafa í huga nú og síðar. Á því getur mikið oltið.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>
06. febrúar 2004Blá ör til hægriAldarafmæli þingræðis á Íslandi<p style="text-align: center;"><bdo id="ART:Summary" collection="Article" prompt="Summary" entrytype="html"><strong>Ávarp forsætisráðherra á ráðstefnu um aldarafmæli þingræðis á Íslandi<br /> í hátíðarsal Háskóla Íslands, föstudaginn 6. febrúar 2004</strong></bdo></p> <p>Ráðstefnustjóri, góðir ráðstefnugestir</p> <p style="text-align: justify;">Það er mér sérstök ánægja og heiður að fá tækifæri til að ávarpa þessa ráðstefnu, sem haldin er til að minnast þess, að öld er nú liðin frá því að þingræði komst á hér á landi og fór þá saman við, að stjórn landsins var flutt heim frá Danmörku og sérstök stjórnarskrifstofa, sem nefnd var Stjórnarráð Íslands, var stofnuð hér undir forystu ráðherra, sem talaði og ritaði íslenska tungu og hafði hér fast aðsetur og búsetu. Hannes Hafstein var skipaður fyrsti íslenski ráðherrann og tók hann við embætti sínu hinn 1. febrúar 1904. Hefur sá dagur síðan verið talinn stofndagur stjórnarráðsins.</p> <p style="text-align: justify;">Við höfum að undanförnu minnst afmælis heimastjórnarinnar á ýmsan hátt og e.t.v. hefur þar borið meira á persónu fyrsta íslenska ráðherrans, Hannesar Hafstein, og stofnunar stjórnarráðsins, en öðru sem vert er að minnast í tilefni af þessum tímamótum. Þess vegna er það sérstaklega kærkomið og viðeigandi að stofnanir háskólans skuli hafa átt frumkvæði að því að halda af þessu tilefni ráðstefnu um þingræði og áhrif þess, enda er það ekki ofsögum sagt að frelsisbarátta Íslendinga eftir 1874 og fram yfir 1900 hafi öðru fremur helgast af því að fá þingræði komið hér á.</p> <p style="text-align: justify;">„Stórfelldari breyting á stjórnarfari voru en þessi hefur ekki hingað til orðið hér á landi síðan 1262" sagði í grein sem rituð var í tilefni af tímamótunum í blaðið Þjóðólf, málgagn heimastjórnarmanna. Þetta má til sanns vegar færa og mér er reyndar nær að halda að mikilvægari breyting á stjórnarfari landsins hafi m.t.t. lýðræðislegra stjórnarhátta ekki orðið síðan. Um leið minna þessi ummæli hins vegar á hversu stutt 100 ára saga íslenskrar stjórnsýslu raunverulega er í samanburði við rösklega 1100 ára sögu Íslandsbyggðar og næstum því jafnlanga sögu Alþingis Íslendinga.</p> <p style="text-align: justify;">Árið 1262 gekk breytingin nefnilega í þveröfuga átt. Það ár er almennt talið marka endalok þjóðveldis á Íslandi og upphaf konungdæmis, sem stóð svo allt fram til 1944 að lýðveldið var stofnað, fyrst í ríki Noregskonungs og síðar með Norðmönnum í ríki Danakonungs. Þar urðu Íslendingar svo um kyrrt og héldu áfram að tilheyra einveldi Danakonungs þegar Noregur var skilinn frá Danmörku 1814 og fékk einhverja lýðræðislegustu stjórnskipun álfunnar undir Svíakonungi, nauðugir viljugir. Og það verður að segjast eins og er, að á Íslandi verður ekki séð að nokkur maður haft sýnt óánægju með þá ráðstöfun eða áhuga á að fylgja Noregi! Ekki ber þó að skilja það svo, að landsmenn hafi unað hag sínum illa sem hluti af norska konungsríkinu. Þeir virðast einfaldlega ekki hafa verið áhugasamari um hver héldi um stjórnartaumana í æðstu stjórn ríkisins. Jafnvel þótt heimildir beri vitni um að Íslendingar hafi strax á miðöldum verið sannfærðir um að þeir væru sérstök þjóð, tunga þeirra væri orðin önnur en annarra norrænna þjóða og þeir stoltir af þjóðerni sínu og viðkvæmir fyrir niðurlægjandi ummælum um land og þjóð, eins og við erum líklega enn, – og þó kannski sérstaklega í útlöndum, – virðast þeir á hinn bóginn með endemum ópólitískir langt fram eftir öldum.</p> <p style="text-align: justify;">Þannig var það ekki fyrr en í kjölfar júlíbyltingarinnar frönsku árið 1830 að votta fer fyrir pólitískri þjóðernishyggju á Íslandi og úr henni sprettur síðan sú kenning Jóns Sigurðssonar þegar Friðrik sjöundi lagði niður einveldi sitt árið 1848, að samningur Íslendinga við Noregskonung árið 1262 hefði verið gerður við hann sjálfan persónulega, og því ætti einveldi Danakonungs yfir Íslendingum að falla til þeirra sjálfra, en ekki til Dana eða danskra stjórnvalda. Ekki gekk það nú fortölulaust oní Danina en markaði upphafið að sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, sjálfstæðisbaráttu sem aldrei var þó háð með oddi og egg, heldur með orðið eitt að vopni; – nokkurs konar flauelsbylting þess tíma.</p> <p style="text-align: justify;">Baráttan gekk að sumu leyti vel í þeirri frelsisöldu sem þá reið yfir Evrópu, en að öðru leyti ekki eins vel, enda kom fljótlega í ljós að Danir vildu ógjarnan missa þennan spón úr aski sínum. Alþingi var endurreist um miðja 19. öldina sem ráðgefandi þing og fékk með stöðulögunum svokölluðu frá 1871, um stjórnskipulega stöðu Íslands í danska ríkinu, löggjafarvald í nokkrum málaflokkum, sem vera skyldu sérmálefni Íslands. Jafnhliða þurfti að setja landinu stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni Íslands og féllst Alþingi á að hún yrði sett okkur af Kristjáni konungi níunda á 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874.</p> <p style="text-align: justify;">Stjórnarskráin um hin sérstaklegu málefni Íslands telst tvímælalaust til eins af stóru áföngunum í sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar og í raun marka það spor í sögu landsins sem allar síðari framkvæmdir byggðust á. Með henni var Alþingi Íslendinga fengið löggjafarvald í þeim málum, sem stjórnarskráin tók til, og stofnað var um þau sérstök stjórnardeild eða ráðuneyti í danska stjórnarráðinu.</p> <p style="text-align: justify;">En björninn var þó ekki unninn enn því stjórnarskráin frá 1874 færði Íslendingum aðeins löggjafarvald, en því fylgdi ekki þingræði. Framkvæmdarvaldið var áfram hjá konungi og með það fór einn af ráðherrunum í dönsku ríkisstjórninni, venjulega dómsmálaráðherrann, sem leit auðvitað á það sem algert aukastarf, enda átti hann ekki sæti sitt undir vilja Alþingis Íslendinga. – Íslendingar máttu því enn um sinn bíða þess að endurheimta framkvæmdarvaldið, sem þó hafði aldrei íslenskt verið, enda er því stundum haldið á lofti að veiku stjórnkerfi og skorti á miðstýrðu framkvæmdarvaldi sé helst um það að kenna að þjóðveldið, sem hér stóð í um þriggja alda skeið, leið undir lok.</p> <p style="text-align: justify;">Lengst af þeim tíma, sem þá fór í hönd, stóð hörð barátta í Danmörku um viðurkenningu þingræðis þar í landi. Meðan svo stóð var vart við því að búast, að danska stjórnin veitti Íslendingum þingræði. Í þessu ljósi kemur í raun á óvart hversu Valtý Guðmundssyni gekk að vinna hugmyndum sínum fylgis innan dönsku stjórnarinnar, en þær gerðu sem kunnugt er ráð fyrir að sérstakur ráðherra fyrir Ísland bæri ábyrgð gagnvart Alþingi Íslendinga, en hefði aðsetur í Kaupmannahöfn. Þær gerðu m.ö.o. ráð fyrir að Íslendingar fengju þingræði á þeim tíma sem Danir höfðu það ekki. Segja má að allt hafi verið til reiðu af Íslendinga hálfu til að þessi áform gætu gengið eftir og Alþingi samþykkt tilskildar stjórnarskrárbreytingar hið fyrra sinni þegar þau umskipti urðu í Danmörku að þingræðisstjórn hins frjálslynda Vinstri flokks settist þar við völd skömmu eftir aldamótin 1900 og féllst á að bjóða Íslendingum að velja hvort þeir vildu hafa ráðherra sinn í Reykjavík eða Kaupmannahöfn – og auðvitað völdu þeir sína heimahöfn.</p> <p style="text-align: justify;">Með stjórnskipunarlögum frá 1903 um breytingu á stjórnarskránni frá 1874, var svo fyrir mælt að ráðherra Íslands, sem fara skyldi með æðsta vald konungs í öllum hinum sérstaklegu málefnum landsins, ætti að hafa aðsetur á Íslandi og tala og rita íslenska tungu. Í þessum lögum var þess þó hvergi getið að þingræði skyldi gilda um val á ráðherranum og lítil frásögn í riti Agnars Klemensar Jónssonar <em>Stjórnarráð Íslands 1904–1964</em> bendir til að Íslandsráðherrann í fyrstu dönsku þingræðisstjórninni, P.A. Alberti, hafi ekki áttað sig á því strax að Alþingi kynni að hafa á því skoðun hver skipaður yrði í embættið. Þar segir sem sagt að Alberti hafi upphaflega ætlað sér að skipa annan mann en þann, sem síðar varð fyrir valinu, í embætti ráðherra Íslands, og boðið honum það, en sá hafi sjálfur látið grennslast um það fyrir sig, hvort þingmenn myndu fallast á sig sem ráðherra, en svo hafi ekki reynst vera. Þingmenn hafi talið sjálfsagt, að einhver þeirra skipaði þetta sæti og þar eð Heimastjórnarflokkurinn var þá í meirihluta á þinginu virtist eðlilegt, að ráðherrann væri valinn úr þeim flokki. Þingflokkur heimastjórnarmanna lét reyndar ekki uppi um það neina ósk af sinni hálfu hver þeirra ætti að verða fyrir valinu, heldur lét hann nægja að skýra ráðherranum frá því hverjir væru í flokknum ásamt ósk um að hann tæki einhvern úr þeim flokki eða þá mann sem væri í „fullu samræmi" við hann.</p> <p style="text-align: justify;">Það er síðan kunnara en frá þurfi að segja að fyrir valinu varð Hannes Hafstein, þá þingmaður og sýslumaður Ísfirðinga. Hann var af yngri kynslóð stjórnmálamanna, hafði aðeins setið á tveimur þingum, en naut þó mikils trausts í flokki sínum. Honum hafði verið falið, þegar stjórnarskipti urðu í Danmörku 1901, að fara og túlka sjónarmið meirihluta Alþingis fyrir hinum nýju valdhöfum, og kom nú á daginn að sendiförin sú hafði einnig gefið honum tækifæri til að sanna, bæði heima og heiman, hæfileika sína til að gegna hinu nýja ráðherraembætti, en því fylgdu meiri völd og ábyrgð en nokkurri stöðu á Íslandi öldum saman.</p> <p style="text-align: justify;">Stjórnarráðinu var í tíð Hannesar og framan af 20. öldinni skipt í þrjár stjórnardeildir undir einni yfirstjórn, en deildir þessar eða skrifstofur voru fyrsti vísirinn að því sem síðar var farið að nefna ráðuneyti. Allar þessar skrifstofur höfðu aðsetur í gamla stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, þar sem forsætisráðuneytið er til húsa, og munu starfsmenn þess í upphafi hafa verið tólf að ráðherranum meðtöldum. Reyndar telst mér svo til að fjöldi starfsmanna forsætisráðuneytisins með skrifstofur í stjórnarráðshúsinu í dag sé nákvæmlega hinn sami og þá – hvort sem það er svo til marks um ráðdeild í ríkisrekstri eða eitthvað annað, enda ber að viðurkenna að nú finnast starfsmenn þess víðar en í gamla tukthúsinu við Lækjartorg.</p> <p style="text-align: justify;">Þessara tveggja merkisviðburða í sögu þjóðarinnar – fyrstu stjórnarskrárinnar frá 1874 og stofnun heimastjórnar 1904 – höfum við Íslendingar minnst með því að reisa þeim tveimur mönnum, sem við tengjum þessa atburði öðrum fremur, minnisvarða fyrir framan stjórnarráðshúsið við Lækjartorg. Annars vegar er þar stytta af Hannesi Hafstein, en hins vegar af Kristjáni konungi níunda með upprúllað skjal í útréttri hendi og á það að tákna stjórnarskrána frá 1874 og minna á orðin í kvæði þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, sem þá var ort: „Með frelsisskrá í föðurhendi".</p> <p style="text-align: justify;">Kristján níundi var á sinni tíð afar vinsæll meðal landsmanna og er upphaf þjóðhylli hans rakið til þess að hann kom hingað í tilefni af þjóðhátíðinni árið 1874 og varð þar með fyrstur ríkjandi konunga til að sækja landið heim. Margir halda að hann hafi þá fært þjóðinni stjórnarskrána góðu, eins og myndefni styttunnar bendir til. Konungurinn kom hins vegar ekki með stjórnarskrána með sér þá, enda var ekki til að dreifa neinu þar til bæru yfirvaldi hér á landi til að veita henni viðtöku á þeim tíma. Skjalið sjálft kom því ekki í heimahöfn fyrr en við stofnun stjórnarráðsins árið 1904, en mun síðan hafa verið skilað aftur til Danmerkur árið 1928 í tengslum við gagnkvæm skjalaskifti milli landanna, sem þá fóru fram. Þar var hún síðan allt þar til að forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, færði okkur hið kærkomna skjal heim á ný þegar hann kom hingað í opinbera heimsókn í apríl síðastliðnum og lauk þar með nærfellt 100 ára flökkusögu fyrstu stjórnarskrárinnar okkar.</p> <p style="text-align: justify;">Þingræðið er ekki varið beinum ákvæðum í stjórnarskrá og hefur aldrei verið. Á hinn bóginn er óumdeilt að sú hefur alltaf verið ætlan manna að hér ríkti þingræði, – eins og aðdragandinn að heimastjórninni og skipun fyrsta ráðherrans ber með sér, – og víst er að þeir stjórnarhættir hafa fyrir löngu öðlast venjuhelgaðan sess, sem í raun skapa þeim stjórnarskrárvarða stöðu. En með því að inntak þessa stjórnlagahugtaks er hvergi skilgreint lögum, þeim mun meiri er ábyrgð þeirra sem að framkvæmd þess koma.</p> <p style="text-align: justify;">Samkvæmt stjórnarskrá skipar forseti ráðherra með atbeina forsætisráðherra eða eftir atvikum forsætisráðherraefnis þegar ný ríkisstjórn er mynduð. Af þingræðisreglunni leiðir hins vegar að forseti hefur ekki óbundnar hendur um hverjum hann felur að mynda ríkisstjórn og sá er tekur slíkt verk að sér ekki heldur. Af henni leiðir að þeim er skylt haga athöfnum sínum í samræmi við vilja meirihluta Alþingis. Í því felst kjarni þingræðisreglunnar. Eftir að ríkisstjórn hefur verið veitt lausn ber forseti ábyrgð á að þingræðisreglan sé virt á þann hátt, að honum ber skylda til að fela þeim stjórnarmyndunarumboð, sem líklegastur er til að geta myndað ríkisstjórn, sem meirihluti Alþingis vill styðja, og á sama hátt ber sá, sem gerir tillögu til forseta um myndun slíkrar ríkisstjórnar, ábyrgð á að meirihluti Alþingis búi henni að baki. Þetta er reyndar hið eina hlutverk forsetans, sem hann ber ábyrgð á sjálfur, enda er hann ábyrgðarlaus af öllum öðrum athöfnum, sem atbeina hans þarf til. Þær eru unnar á ábyrgð stjórnarinnar eða viðkomandi ráðherra og annað inngrip hans í þær, myndi reyndar vinna gegn þingræðinu. – En það er önnur saga.</p> <p style="text-align: justify;">Á hitt vildi ég eyða fleiri orðum sem varðar þau áhrif, sem þingræði er ásamt lögmætisreglunni ætlað að hafa á starfsskilyrði stjórnvalda og stjórnarframkvæmd alla. Í stjórnskipun okkar – eins og reyndar í flestum öðrum vestrænum lýðræðisríkjum – er löggjafanum tryggð ákveðin lykilstaða gagnvart öðrum handhöfum ríkisvalds. Framkvæmdarvaldið er þinginu háð í tvennum skilningi. Annars vegar á þann hátt að löggjafinn mótar verkahring stjórnvalda og starfsskilyrði þeirra í öllu verulegu. Af því leiðir að stjórnvöld fá ekki aðhafst nema í umboði löggjafans og þeim er skylt að hrinda í framkvæmd þeim lögum sem löggjafinn hefur samþykkt. Jafnframt ber þeim að halda sig innan þeirra marka sem lög setja. Stjórnsýslan er m.ö.o. lögbundin. Hins vegar leiðir af þingræðisvenjunni að skipan æðstu stjórnar framkvæmdarvaldsins á hverjum tíma – ríkisstjórnin – er undir því komin að þingið vilji styðja hana eða a.m.k. þola í embætti. Á þessum grundvelli ber ríkisstjórnin pólitíska ábyrgð gagnvart þinginu og því eru tryggð ýmis stjórnarskrárbundin úrræði til að fylgja þeirri ábyrgð eftir og veita ríkisstjórninni aðhald.</p> <p style="text-align: justify;">Með þessum hætti eru löggjafanum fengin undirtökin í meðferð ríkisvaldsins og á þennan hátt birtast e.t.v. hvað skýrast þær hugmyndir sem menn gera sér um lýðræðislega stjórnarhætti og réttaröryggi borgaranna: Sú stofnun ríkisins, sem þetta vald er falið, er valin með reglulegu millibili í almennum kosningum þar sem kjósendur búa við fjölflokka kerfi. Á þessum grundvelli eru starfsskilyrði stjórnsýslunnar útfærð í þeirri meginreglu íslensks réttar sem nefnd hefur verið lögmætisreglan, en tilvist hennar hefur einnig verið nefnd eitt af kennimerkjum lýðræðisríkja og ein af grundvallarreglum réttarríkisins.</p> <p style="text-align: justify;">Í þessu ljósi virðist næsta sjálfgefið hvers vegna framkvæmdarvaldið hlýtur að lúta <em>pólitískri forystu</em>. Ríkisstjórnin starfar í skjóli hinna þjóðkjörnu fulltrúa – þiggur í raun umboð sitt frá þeim – og ber á grundvelli þingræðisvenjunnar og 14. gr. stjórnarskrárinnar ábyrgð á verkum sínum gagnvart þinginu. Til að stefna þeirra, sem þá ábyrgð bera, nái fram að ganga, þarf uppbygging stjórnkerfisins jafnframt að vera með þeim hætti, að ráðherrar hennar fari, hver á sínu sviði, með yfirstjórn stjórnsýslunnar og hafi <em>raunveruleg tækifæri</em> til að hafa á hana áhrif. Stjórnskipunin gerir þannig ráð fyrir að völd og ábyrgð fari saman. Almennt er það líka sú skipan sem 2. og 13. gr. stjórnarskrárinnar ættu að tryggja ríkisstjórninni og bæði pólitísk og lagaleg ábyrgð ráðherra byggist á. Uppbygging stjórnkerfisins snýst því ekki aðeins um skipulag og skilvirkni. Í uppbyggingunni sjálfri felst ákveðin <em>tæknileg útfærsla lýðræðislegra stjórnarhátta</em>. Án þessarar uppbyggingar er hætt við að stefna tiltölulega fámennrar ríkisstjórnar í samanburði við stjórnkerfið í heild ætti erfitt uppdráttar og þingræðið yrði í raun lítils virði.</p> <p style="text-align: justify;">Þó að þingræðið og lýðræðisleg stjórnskipun og stjórnarhættir séu þannig beinlínis undir því komnir að uppbygging stjórnsýslunnar sé með þessum tiltekna hætti hefur nokkuð á því borið að tiltekin verkefni eða verksvið innan stjórnsýslunnar séu að hluta eða í heild felld undan yfirstjórn ráðherra og falin sjálfstæðum stjórnvöldum sem skipað er til hliðar við hið eiginlega stjórnkerfi. Í sjálfstæði þeirra felst að þau eru undanskildin eftirlits- og boðvaldi ráðherra, nema lög heimili annað sérstaklega. Þegar svo ber undir er hins vegar skorið á þau tengsl, sem eru forsenda þess að ráðherra geti borið þá ábyrgð á stjórnsýslu slíkra stjórnvalda, sem einungis er á hans valdi að bera gagnvart þinginu. Til þess bresta þá bæði lagalegar og siðferðilegar forsendur. Sjálfstæð stjórnvöld af þessu tagi eru þó ekki aðeins undanskildar stjórnunar- og eftirlitsheimildum ráðherra. Þau eru jafnframt undanskilin því aðhaldi sem ríkisstjórnin hefur af þinginu á grundvelli þingræðisvenjunnar. Ekkert sambærilegt samband er á milli þings og hinna sjálfstæðu stjórnvalda. Þingið getur ekki krafið stjórnir þeirra eða forstöðumenn um að standa því skil gjörða sinna, veitt þeim aðhald með sama hætti og ráðherrum eða komið þeim frá.</p> <p style="text-align: justify;">Á Alþingi heyrist stundum kvartað yfir því að þingið megi sín lítils í samskiptum við stjórnvöld og sé iðulega ofurliði borið af þeim styrk, sem liggur í fjölmennu starfsliði embættismanna og sérfræðinga framkvæmdarvaldsins. Sá munur er þó á, að ríkisstjórnin ber ábyrgð á stjórnsýslu þeirra starfsmanna, sem fram koma í hennar nafni eða starfa undir hennar stjórn, en hún getur enga ábyrgð borið á stjórnsýslu þeirra, sem ekki lúta boðvaldi hennar. Sé yfirstjórn stjórnsýslu frá ráðherra tekin, sýnist manni þingræðið og það lýðræðislega aðhald, sem í því er fólgið, fara fyrir lítið.</p> <p style="text-align: justify;">Ég hef bæði innan þings og utan leitast við að stemma stigu við að grafið sé á þennan hátt undan þeim áhrifum sem þinginu er á grundvelli þingræðisreglunnar ætlað að hafa á stjórn landsins og lagt á það áherslu að slíkum stofnunum sé ekki komið á fót án ígrundaðs mats á því, hvort kostir þess eða ávinningur yfirgnæfi áreiðanlega þann alvarlega ágalla að stjórn þeirra lýtur ekki þeim lögmálum sem lýðræðisleg stjórnskipun gerir almennt ráð fyrir.</p> <p style="text-align: justify;">Hitt er hins vegar staðreynd að ráðherrar hafa gegnum tíðina verið meira en fúsir til að veita hluta af valdi sínu í þennan farveg, til að losna við erfið viðfangsefni og losa sig undan ábyrgð. Við þessu ætti þingið að sporna, en þekkir iðulega ekki sinn vitjunartíma hvað þetta varðar.</p> <p style="text-align: justify;">Á Alþingi var nýlega beint til mín fyrirspurn um, hvort ég teldi ástæðu til að endurskoða stjórnarskrána og ef svo, hvaða tilefni væru að mínu mati brýnast að slík endurskoðun tæki til. Með ákveðnum fyrirvörum um þann lærdóm sem við gætum dregið af fyrri tilraunum til að endurskoða stjórnarskrána lýsti ég mig reiðubúinn til samstarfs við formenn annarra stjórnmálaflokka um endurskoðun afmarkaðra þátta í stjórnarskránni og taldi þá næst liggja fyrir að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið um miðja síðustu öld. Þannig virðist að ósekju mega færa ýmis atriði í I. og II. kafla hennar til nútímalegra horfs. Þar er fjallað um stjórnarformið og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar, um forsetakjör, lögkjör forseta og störf hans og ráðherra. Almennt mætti í þessum köflum draga upp skýrari mynd af ríkjandi stjórnarfari og færa ákvæði um það nær því sem það er í raun. Eins og menn þekkja eru mörg þessara ákvæða orðuð þannig að þau draga ekki upp rétta mynd af raunveruleikanum, nema þau séu lesin í samhengi hvert við annað og skýrð í ljósi ýmissa venjuhelgaðra reglna, sem í raun hafa öðlast stjórnarskrárvarða stöðu, eins og þingræðisreglan.</p> <p style="text-align: justify;">Þetta á t.a.m. við um valdheimildir forseta og ráðherra. Almennt gerir stjórnskipun okkar ráð fyrir að valdheimildir forseta séu bundnar atbeina ráðherra. Stjórnarskráin getur hins vegar í engu þeirra einu starfa hans, sem stjórnskipunin gerir ráð fyrir að forseti sinni án atbeina ráðherra, sumsé hlutverks hans við stjórnarmyndanir. Ég sé fyrir mér að ákvæði um það gæti átt heima í stjórnarskrá og þá tengjast því að þingræðisreglan væri fest í sessi sem og skilyrðum til að mynda utanþingsstjórn.</p> <p style="text-align: justify;">Þá gerir stjórnskipun okkar ráð fyrir að ráðherrar fari með æðsta framkvæmdarvald hver á sínu sviði. Til greina kæmi að árétta þá skipan berum orðum. Með því móti væri alveg ljóst að ábyrgðin hvíli á þeim, nema hún sé sérstaklega frá þeim tekin með lögum.</p> <p style="text-align: justify;">Þessum hugmyndum varpa ég fram til umþóttunar hér í upphafi þessarar ráðstefnu.</p>
01. febrúar 2004Blá ör til hægri100 ára afmæli heimastjórnar<p><strong></strong></p> <h3 style="text-align: center;">Hátíðarræða Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, á 100 ára afmæli heimastjórnar 1. febrúar 2004.</h3> <strong> </strong> <p style="text-align: center;"> </p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Ég er þeirrar skoðunar að það sé við hæfi að þjóðin geri sér nokkurn dagamun þennan 1. febrúar, á aldarafmæli heimastjórnar á Íslandi. Hvunndags æðum við áfram, mörg hver, í tilraun til að laga okkur að örum breytingum og forðast að dragast aftur úr eða daga uppi. Í þeim bardaga er vísast ekki talið til sérstakra kosta að muna langt fram og vera of bundinn við gærdaginn, svo ekki sé talað um aldar gamlan dag. Og það er reyndar rétt, að þennan dag fyrir hundrað árum horfðu menn ekki um öxl. Framtíðin var í fyrirrúmi. Nýliðinni fortíð vildu menn gleyma sem fyrst af skiljanlegum ástæðum. Fyrsti febrúar var hlaðinn fyrirheitum. Dagur draumanna var upp runninn, ekki draumóranna, heldur vonanna og væntinganna, sem Íslendingar áttu sjálfir loks kost á að gera að veruleika. Við aldamótin, fáum árum fyrr, voru stórskáldin í ham. Þau fundu í sínum skáldabeinum niðinn af nýjum tíma og ortu, sem aldrei fyrr. Aldrei áður höfðu aldamót fengið svo upphafnar trakteringar. Hannes kvað:</p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">„Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa,</p> <p style="text-align: center;">sveitirnar fyllast, akrar hylja móa,</p> <p style="text-align: center;">brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa,</p> <p style="text-align: center;">menningin vex í lundi nýrra skóga.</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">Sje jeg í anda knör og vagna knúða</p> <p style="text-align: center;">krafti, sem vanst úr fossa þinna skrúða,</p> <p style="text-align: center;">stritandi vjelar, starfsmenn glaða og prúða,</p> <p style="text-align: center;">stjórnfrjálsa þjóð, með verslun eigin búða.“</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">Og Einar Benediktsson kvað: </p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">„Vor hólmi er snauður, svo hart er um brauð,</p> <p style="text-align: center;">margt hérað sem eyðimörk köld og dauð.</p> <p style="text-align: center;">Sú öld, sem nú hefst, á hlutverk að inna –</p> <p style="text-align: center;">sjá hjálpráð til alls, varna þjóðinni falls.</p> <p style="text-align: center;">En sýnir ei oss allur siðaður heimur,</p> <p style="text-align: center;">hvað sárlegast þarf þessi strjálbyggði geimur,</p> <p style="text-align: center;">að hér er ei stoð að stafkarlsins auð?</p> <p style="text-align: center;">Nei, stórfé! Hér dugar ei minna!</p> <p style="text-align: center;">Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds</p> <p style="text-align: center;">að græða upp landið frá hafi til fjalls.</p> <p style="text-align: center;">Hann opnar oss hliðin til heiðanna', á miðin,</p> <p style="text-align: center;">í honum býr kjarni þess jarðneska valds.</p> <p style="text-align: center;">Þann lykil skal Ísland á öldinni finna, –</p> <p style="text-align: center;">fá afl þeirra hluta', er skal vinna.“</p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">Og það kváðu fleiri. „Þú ert móðir vor kær.</p> <p style="text-align: center;">Þá er vagga okkar vær,</p> <p style="text-align: center;">þegar vorkvöldið leggur þjer barn þitt að hjarta;“</p> <p style="text-align: center;">kvað Þorsteinn Erlingsson til Íslands.</p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Þessi fátæka þjóð átti ekki margt en hún átti þó ófá stórskáld, jafnvel þjóðskáld, að minnsta kosti eitt fyrir hverja tíu þúsund íbúa. Við þyrftum að eiga þrjátíu slík núna til að halda í hlutfallið. Það var inn í þennan hugarheim skálda, hugsjóna- og draumóramanna sem heimastjórnin kom. Efnin voru lítil og úrræðin fá, en það var vorblær nýrra tíma sem varð vindurinn í segl heimastjórnarinnar. Þess vegna fór hún svo vel af stað. En það var líka vegna þess að til forystu fékkst maður sem virtist skapaður í hlutverkið. Persónudýrkun er örugglega ekki lengur í takt við tíðarandann, ef frá eru taldir popparar og knattspyrnuséní, og persónudýrkun er reyndar oftast nær æði holótt og innantóm, þegar grannt er skoðað. Og það á við um Hannes Hafstein, sem aðra, að honum er enginn greiði gerður með því að hefja hann gagnrýnislaust á stall. En það er að sama skapi óþarfi að neita sér um að horfa til og viðurkenna þá eiginleika, sem gerðu hann að réttum manni á réttum stað og tíma. Hann var ekki nema 42 ára, þegar að hér kemur sögu, en þó löngu þjóðkunnur maður og í miklum metum hjá löndum sínum, skáld í fremstu röð, glæsimenni og garpur, sem fáliðaður rést gegn landhelgisbrjótum, svo ógleymanlegt varð. Ekki lítill heimamundur þetta. Og á daginn kom, að þeir eiginleikar, sem menn þóttust mega lesa út úr ljóðunum hans, voru til staðar þegar á reyndi og féllu undravel að því verki, sem hann hafði nú axlað ábyrgð á. Hann var kjarkmaður sem þráði að fá að reyna krafta sína í glímu við þá erfiðleika og stórvirki sem allsstaðar blöstu við. Og bjartsýnismaður var hann, fullviss um að þjóðin myndi hafa sigur í þeim átökum. En um leið var hann raunsæismaður sem þekkti sín takmörk og sinnar fámennu þjóðar. En síðast en ekki síst var hann fjörmikið ljúfmenni og lipur og sanngjarn samningamaður sem oftar en ekki var reiðubúinn til þess að koma til móts við gagnrýni og sjónarmið andstæðinganna, stundum svo að stuðningsmönnum hans þótti nóg um. Þrátt fyrir allt þetta verður ekki sagt að Hannes hafi átt langan eða glæsilegan stjórnmálaferil að baki, þegar hann hefst til æðstu metorða.&nbsp;Hann vann óvæntan sigur á Ísafirði, en einnig hafði hann tvívegis látið í minni pokann þar og var nýkosinn af Eyfirðingum, þegar þarna var komið. En eitt stóð upp úr pólitískum ferli. Hann hafði fengið dönsku stjórnina til að bjóða Íslendingum heimastjórn. Um það segir dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra: „Eins og þá horfði, hafði Hannes því unnið einn frækilegasta sigur, sem íslenskur stjórnmálamaður nokkru sinni hefur unnið.“ Þetta segir dr. Bjarni 3. desember 1961 og á þeim tíma sem síðan er hefur ekkert gerst, sem breytir þessu mati.</p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Við hrífumst af því nú, hve heimastjórnin hafði góð áhrif á lífsskilyrði og þróun íslensku þjóðarinnar. Fyrsta heimastjórnaröldin hefur verið byltingarkennd bót fyrir allt mannlíf í þessu landi. Nú er auðvitað ekki víst og reyndar harla ólíklegt að við hefðum farið á mis við alla þá framþróun, ef stjórnskipan okkar hefði ekki breyst til þess sem varð 1. febrúar 1904 og í framhaldi af því 1. desember 1918. En það má fullyrða með öruggri vissu að árangur okkar hefði ella ekki orðið svo glæsilegur og varanlegur sem raun varð á.</p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Seinast í fyrradag heyrði ég fréttamann nefna í viðtali að við værum aðeins þrjúhundruð þúsund „hræður" sem byggðum þetta land, eins og það var orðað. Sumir stjórnmálamenn hafa einnig þann ósið að tala um Ísland heima og erlendis sem „örríki". Við erum að sönnu hvorki mörg eða mikilvæg á heimsvísu, en svona volæðistal er óþarft með öllu og meðan aðrir tala ekki svona til okkar getum við sleppt því að gera það sjálf. Fyrsta febrúar 1904 voru Íslendingar 79.700 og hafði sá mannfjöldi nánast staðið í stað frá lokum landnáms og reyndar hnignað á erfiðustu skeiðum í sögu þjóðarinnar. Það var kannski ekki nema von að Danir ættu erfitt með að sjá að þessir fáu fátæklingar gætu séð um sig sjálfir. Í höfuðstaðnum bjuggu þá áttaþúsund manns. Drengir, sem fæddust á því ári, gátu búist við að verða 48 ára gamlir og stúlkur 53 ára og er þá miðað við meðal ævilíkur, en ungbarnadauði var þá mikill. 101 barn af hverjum eitt þúsund sem fæddust dó á fyrsta aldursári, en nú deyja tvö af hverjum eitt þúsund börnum á þessu úrslita ári. Kannski lýsa þessar tölur gleðilegustu breytingunum af mörgum góðum sem urðu á tímabilinu. Botnfiskafli okkar var þá aðeins 56 þúsund tonn en var á síðasta ári 463 þúsund tonn. Landsframleiðsla á hvern mann hefur nífaldast á þessum tíma og þar sem þjóðinni hefur fjölgað er landsframleiðslan nú orðin ríflega 30 sinnum meiri en hún var árið 1904. Þá má til gamans nefna að brautskráðir stúdentar voru 17 árið 1904, en eru nú um 2200 á ári og eru þá ekki talin með þau fjölmörgu menntunartækifæri önnur sem ungu fólki stendur nú til boða. Þá brautskráðust 1,2 prósent af hverjum árgangi sem stúdentar, en nú eru það rétt tæp 50 prósent. Það var eitt fyrsta verk Hannesar Hafstein sem ráðherra að breyta reglugerð svo stúlkum varð heimilt að setjast í menntaskóla. Þetta gerði hann að undirlagi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, eins og reyndar sumar aðrar breytingar í þágu kvenna, en augljóst er að sjálfur var hann mjög áhugasamur um slíkar breytingar, enda umvafinn stórmerkum konum, hvert sem litið var, eins og lesa má um á hinni ágætu heimasíðu heimastjórnarafmælisins.</p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">Allar þessar breytingar sem ég hef nefnt til sögunnar af handahófi, undirstrika þann mikla árangur sem þjóðin hefur náð og þýðingu heimastjórnarinnar í þeim árangri. En ónefnt er að með heimastjórninni hófst eitt mesta framkvæmdaskeið í íslenskri þjóðarsögu. Hafist var handa um byggingu á nýju geðsjúkrahúsi og stofnað til byggingar þessa húss, sem við dveljum í nú, Safnahússins, nú Þjóðmenningarhúss. Þetta hús mun hafa kostað því sem næst fjórðung af fjárlögum íslenska ríkisins og er enn að mati margra fegursta hús sem Íslendingar hafa reist. Mikilvægir áfangar náðust fljótt í vega- og brúargerð í þessu stóra og strjálbýla landi og hefur þjóðin satt best að segja náð ótrúlegum árangri í þeim efnum á þessari öld. Þótt enn sé vissulega nokkuð óunnið, þá er óhætt að segja að Íslendingar sjái nú fyrir endann á mikilvægustu verkefnunum á þessu sviði. Mér segir svo hugur að meira að segja óbilandi bjartsýnismaður eins og Hannes Hafstein með frjótt og skapandi ímyndunarafl skálds og hugsjónamanns, hefði ekki getað séð slíkan árangur fyrir, fremur en svo margt annað sem hefur gengið þessari þjóð í haginn á heimastjórnaröldinni.</p> <p style="text-align: justify;">&nbsp;</p> <p style="text-align: justify;">En þótt þannig sé af ríkum ástæðum dvalið nokkuð við, að höfuðstöðvar framkvæmdarvaldsins fluttust heim til Íslands og að til stjórnarráðs var stofnað, þarf að horfa víðar um sviðið, þegar heimastjórnarinnar er minnst. Staða Alþingis, til að mynda, gjörbreyttist og styrktist. Þingræðið festist í sessi og þingið fékk nýjan atbeina að framkvæmdarvaldinu, sem það náði ekki til, á meðan æðsti yfirmaður þess sat í kóngsins umboði í Kaupmannahöfn. Menn geta horft til helstu kaflanna í þjóðfrelsisbaráttunni, endurreisn alþingis, þjóðfundar, stöðulaganna, stjórnarskrár, heimastjórnar, fullveldis og loks lýðveldis og spurt sig, hver þessara atburða stóð upp úr. Að forminu til má segja að fullveldið 1918 hafi verið stærsti atburðurinn. En að öllu öðru leyti var heimastjórnin 1. febrúar 1904 mikilvægasti atburður sjálfstæðisbaráttunnar og reyndar var farsæl framkvæmd á heimastjórninni forsenda fullveldisins. Þá tókst tvennt í senn. Umheiminum, og þá einkum Dönum, var sýnt fram á að Íslendingar væru fullfærir um að fara með eigin mál, þrátt fyrir fámenni, fátækt og harðbýlt lítt numið land. Og Íslendingum sjálfum óx ásmegin. Ísland, þessi hjari í norðurhöfum, var orðið land tækifæranna. Mjög snögglega dró úr vesturförum Íslendinga um þessar mundir, meðan straumurinn til Ameríku annars staðar frá jókst. Það undirstrikar vel hið breytta hugarfar. Væntingar og bjartsýni höfðu bægt burtu vonleysi og uppgjöf. Heimastjórnin 1. febrúar 1904 var því happafengur fyrir íslenska þjóð á þeim degi og ætíð síðar.</p> <p>&nbsp;</p>
31. desember 2003Blá ör til hægriÁramótaávarp 2003<P> <H3 align=center>Áramótaávarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í ríkissjónvarpi 31. desember 2003<BR><BR><BR></H3>Góðir Íslendingar.<BR><BR>"Hvað boðar nýárs blessuð sól?" spurði sr. Matthías forðum, og sama hugsun býr nú með okkur, hverju og einu. <BR><BR>"Hún boðar náttúrunnar jól,<BR>hún flytur líf og líknarráð,<BR>hún ljómar heit af Drottins náð."<BR><BR>Þannig svaraði skáldið sjálfu sér. Matthías þurfti enga spádómsgáfu til þess að gefa þetta svar. Þetta var ekki spá, heldur vissa. Sr. Matthías hafði, þegar þarna var komið, sigrað efann sem ásótti hann stundum forðum. Hann var kominn fyrir þann vind. Honum var borgið, í öruggri vissu þess að:<BR><BR>"Í hendi Guðs er hver ein tíð<BR>í hendi Guðs er allt vort stríð<BR>hið minnsta happ, hið mesta fár<BR>hið milda djúp, hið litla tár<BR><BR>Í almáttugri hendi hans<BR>er hagur þessa kalda lands,<BR>vor vagga, braut, vor byggð og gröf,<BR>þótt búum við hin ystu höf."<BR><BR>Ofanverð 19. öldin, megin starfstími Matthíasar Jochumssonar var ekki uppgangstími á Íslandi. Öðru nær. Flest þau ár voru hallæris- og hörmungarár og fátt til bjargar. Drjúgur hluti þjóðarinnar, bláfátækt bjargarlítið manndómsfólk sá enga útleið aðra en að yfirgefa landið og leita allslaus á vit hins óþekkta á sléttum Norður-Ameríku. Það var mikil blóðtaka.<BR><BR>En við lok þessa tímabils fær þjóðin loks fyrsta stóra skammtinn af frelsinu - heimastjórnina, sem verður eitt hundrað ára eftir réttan mánuð. Fyrsti ráðherrann, Hannes Hafstein, kom vígreifur til starfa í gamla Landshöfðingjahúsinu við Bakarabrekku. Nú finnst okkur sjálfsagt, í ljóma sögunnar, að Hannes hafi verið sjálfkjörinn til þessa nýja embættis. En því fór fjarri. Ekki eru efni til þess hér að rekja þá sögu eða lýsa þeim sviptingum og tilviljunum sem lituðu atburðarásina. En hvað sem aðdragandanum líður, er nú lítt deilt um að einkar vel var fyrir öllu séð með vali á fyrsta ráðherranum. Mér hefur vissulega oft þótt of mikið gert úr hlut þeirra einstaklinga sem gegna um skeið háum stöðum, þegar vegferð þjóða er skoðuð. Sagan er aldrei spunnin úr einum vef og sjaldan fáum. En um einstök atvik og afmarkaða þætti atburðarásar geta öflugir menn og fylgnir sér þó einatt haft úrslitaáhrif. Ef horft er til þeirra 24 manna sem farið hafa með þjóðarforystu síðastliðin eitt hundrað ár, er væntanlega hafið yfir vafa, að þeir voru allir margvíslegum hæfileikum búnir og þess vegna hafi þeir valist til forystu. En ég held að á engan sé hallað, þótt fullyrt sé að það skipti mestu, að sá fyrsti í þeirra röð skyldi vera svo kostum búinn sem hann var - svo óvenjulega vel af Guði gerður. Ýmsum finnst sjálfsagt, að margt megi betur fara í okkar þjóðfélagi. Og ef við drægjum í eina mynd lungann af því sem segir í aðsendum greinum blaðanna frá degi til dags, þá mætti ætla að þetta land væri ein allsherjar ræfildóms ruslakista. Óþarft er auðvitað að láta þess háttar nöldur ná til sín, svo fráleitt sem það er. En þegar Hannes Hafstein horfði út um gluggann sinn í hinu nýja stjórnarráði vissi hann ekki aðeins, rétt einsog við nú, að margt var ógert. Við honum blasti, hvert sem litið varð um landið, að það var nánast allt ógert. Samt ljómaði hann í sál og sinni þennan febrúarmorgun árið 1904. Af hverju? Af því að hann skynjaði að loksins var fengin forsendan fyrir framförum í því landi, sem svo lengi hafði staðið í stað. Og hver var hún forsendan sú? Frelsið. Frelsið var aflgjafinn sem svo lengi hafði vantað. Daufar vonir höfðu vissulega blundað með þjóðinni og hún átt drauma og þrár, en frumkvæðisrétturinn og framkvæmdaskyldan hvíldu ekki á réttum herðum fyrr en með heimastjórninni. Eignir þjóðarinnar voru ekki miklar og aflið virtist ekki beysið en það dró ekki móð úr fyrsta ráðherranum sem vissi í hjarta sínu að nú voru vatnaskil. Þetta skynjaði gamli skáldmæringurinn fyrir norðan líka, þar sem hann sat í Sigurhæðum. Úr bréfum hans til Hannesar Hafsteins má lesa væntingar hans - jafnvel sigurvissu, nú þegar þau lögðust á eitt, forsjónin, frelsið og hinn stórhuga, skarpgreindi skáldbróðir hans, sem falið hafði verið að hlaupa fyrsta spottann í langhlaupi hennar úr örbirgð til betra lífs. Forskot annarra þjóða á Íslendinga mældist ekki í metrum, heldur í áratugum eða öldum, en það gilti einu, því nú var Ísland komið af stað og hljóp loks með kyndil sinn á eigin forsendum.<BR><BR>Hannes mat hvatningarbréf sr. Matthíasar mikils. Hann var ekki orðinn ráðherra Íslands er hann svarar einu bréfanna meðal annars með þessum orðum. <BR><BR>"Við þurfum trú á mátt og megin,<BR>á manndóm, framtíð, starfsins guð,<BR>þurfum að hleypa hratt á veginn,<BR>hætta við óláns víl og suð, <BR>þurfum að minnast margra nauða,<BR>svo móður svelli drótt af því,<BR>þurfum að gleyma gömlum dauða,<BR>og glæsta framtíð seilast í."<BR><BR>Forystuhæfileikar Hannesar Hafsteins, óbilandi kjarkur hans og bjartsýni, sefjandi sigurvissa gagnvart hvers kyns erfiðleikum var orkugjafi þjóðarinnar í upphafi nýrrar aldar. En meira að segja slíkir eiginleikar hefðu dugað skammt ef viðspyrnan, sem frelsið gaf, hefði ekki fengist. Þess er okkur hollt að minnast á þessum tímamótum. Því baráttunni um frelsið er ekki lokið og lýkur aldrei, þótt hún hafi breyst. Og nú er vandinn við að varðveita það og efla flóknari en nokkru sinni fyrr. Því nú er ekki lengur við fjarlægan, óbilgjarnan, erlendan andstæðing að eiga sem sameinar þjóðina til átaka. Nú snýr baráttan inn á við. Nú er við okkur sjálf að eiga og það er snúnara. Við þurfum sjálf að gæta þess að sá aflvaki og þróttur sem í frelsi manna býr fái að njóta sín. En frelsið verður gagnslítið, ef það er aðeins fárra en ekki fjöldans. Ef við kunnum ekki með það að fara, misnotum það eða misbeitum, þá þrengir smám saman að því, uns svo er komið að það skiptir engu, hvort rót þess er nær eða fjær, í Kvosinni eða Kaupmannahöfn. Þá værum við komin aftur á byrjunarreit. <BR><BR>Góðir Íslendingar.<BR><BR>Með sama hætti og fyrir nær hundrað árum hefur aukið frelsi til framtaks og athafna blásið miklum krafti í allt þjóðlífið nú um alllangt skeið. Sem betur fer hefur almennur hagur manna styrkst á sama tíma, sem aldrei fyrr. Það er frumskilyrði þess að sæmileg sátt megi ríkja í þjóðfélaginu að út af þessari vegferð verði alls ekki brugðið. Sáttin sjálf er svo aftur forsenda þess að viðvarandi verðmætaaukning sé í landinu. Nú standa yfir mestu framkvæmdir Íslandssögunnar. Þær fengust ekki fram án átaka og deilna. Við skulum segja sem betur fer. Það væri einkennilegur doði yfir þessari þjóð, ef slík stórvirki hefðu ekki kallað á heitar umræður, rök og gagnrök. Öruggt er að við hinar miklu framkvæmdir er farið eins varlega gagnvart landinu og náttúru þess og fært er, meðal annars vegna þess, hve umdeild framkvæmdin var.<BR><BR>Þeir sem töldu það hafa úrslitaþýðingu fyrir þjóðarhag að ráðast í verkið fengu sitt fram að lokum. En hinir, sem voru öndverðrar skoðunar, börðust ekki til einskis fyrir sínum málstað. Þessar deilur eru nú komnar á sinn stað í sögunni, og þær verða ekki endir allra deilna. Stór mál og smá munu hér eftir sem hingað til kalla á átök. Um það er ekki að fást. Hitt skiptir öllu að okkar fámennu þjóð tekst að leiða mál til lykta og leggjast svo saman á árarnar. Þess vegna hefur okkur miðað svo vel sem verkin sanna, og erum í fremstu röð þjóða á flesta almenna mælikvarða.<BR><BR>Góðir Íslendingar.<BR><BR>Við gleðjumst saman yfir því, að skuldir ríkisins fara nú ört minnkandi og þar með vaxtabyrði þess. Þess vegna getum við sameiginlega varið meira fé til eftirsóknarverðra hluta, svo sem menntunar og heilbrigðisþjónustu án þess að þurfa að hækka skatta. Því hefur reyndar verið lofað að þetta kjörtímabil verði eitt mesta skattalækkunartímabilið. Við það verður auðvitað staðið. Það þýðir ekki að dregið verði úr þeirri þjónustu sem við erum sammála um að veita. Það þýðir hins vegar að stærri hluti þess hagvaxtar, sem fyrirsjáanlegur er, á að renna beint til fólksins í landinu án millilendingar í ríkissjóði. Því er með öðrum orðum trúað að fólk fari ekki endilega verr með fjármuni sína en þeir forystumenn sem það kýs á fjögurra ára fresti til að sinna löggjafarstörfum fyrir sína hönd. Í mínum huga er enginn vafi á að það traust er á gildum rökum reist.<BR><BR>Aldarminning heimastjórnar og hlutur fyrsta ráðherrans hefur verið mér hugleikinn á þessari samverustund með þjóðinni. Af annars konar tilefni - en vegna aldarminningar líka, orti Hannes Hafstein kvæði og þykir mér síðasta erindi þess hljóma þannig að viðeigandi væri að tala til hans sjálfs á þessari stundu:<BR><BR>"Þú, sem fyrr með ást og orku kunnir<BR>efla mentir þessa klakalands,<BR>fljetti nú það mál, sem mest þú unnir,<BR>minning þinni lítinn heiðurskrans.<BR>Biðjum þess, að íslenskt mál og mentir<BR>megi hljóta þroska, rík og sterk.<BR>Göngum allir fram sem braut þú bentir!<BR>Blómgist æ þitt drengilega verk."<BR><BR>Góðir Íslendingar.<BR><BR>Ég hef nú í þrettánda sinn fengið að tala til ykkar í árslok. Á því verður nú breyting. Í því felast meiri tímamót fyrir mig en ykkur. Ég þakka samfylgdina á árinu sem er að líða og vona að nýja árið verði okkur öllum blessunar- og huggunarríkt. Gleðilegt ár.<BR> <P></P>
31. desember 2003Blá ör til hægriÁramótagrein forsætisráðherra<p> </p> <h3 style="text-align: center;">Áramótagrein forsætisráðherra <br /> í Morgunblaðinu 31. desember 2003</h3> <br /> <div style="text-align: center;">I</div> <p>Liðna árið bar allt mjög merki alþingiskosninganna í maí síðastliðnum. Umræður og átök á þingi og í þjóðfélagi drógu dám af því með vaxandi þunga fyrri partinn og síðari hlutinn litaðist síðan af úrslitunum. Augljóst var að stjórnarandstaðan var langþreytt orðin á því hlutverki og forystumenn hennar margir hverjir valdþyrstir mjög og tilbúnir til að kosta miklu og í einstaka tilviki svo til öllu, til að fá þeim þorsta svalað. Ein afleiðing þessa varð pólitísk upplausn í stjórn höfuðborgarinnar fyrir réttu ári síðan, sem lauk með miklum vandræðagangi og sér raunar enn ekki fyrir endann á þeirri uppákomu. Bætist það við önnur óhöpp við stjórn borgarinnar en níu ára lausatök hafa komið höfuðborginni í afar veika fjárhagslega stöðu og er skuldasöfnun hennar nú orðin mikið áhyggjuefni öllum sem eitthvað til þekkja. Engar skynsamlegar skýringar hafa fengist á þessum mikla viðsnúningi enda hafa tekjur borgarinnar vaxið, bæði vegna uppgangstíma og aukinnar skattheimtu hennar sjálfrar. Ríkið hefur á sama tíma greitt hratt niður skuldir sínar og sett til hliðar stórfellda fjármuni til að standa á móti margvíslegum framtíðarskuldbindingum, en áður höfðu menn í þeim efnum látið hverjum degi nægja sína þjáningu.<br /> <br /> Vegna þeirrar fyrirhyggju sem ríkt hafði við stjórn efnahagsmála, þótti flestum flokkum óhætt að lofa fyrir kosningar verulegum skattalækkunum á því kjörtímabili sem í hönd fór. Þar sem stjórnarflokkarnir héldu velli er ljóst að við skattalækkunaráformin verður staðið, þótt útfærsla þeirra og tímasetningar hljóti að taka mið af almennri stöðu efnahagsmálanna á kjörtímabilinu. En við lok þess verður skattaumhverfið gjörbreytt. Þá ætti að sjást að svokallaður hátekjuskattur er horfinn, eignaskattur er horfinn, matarskattur er aðeins þriðjungur þess sem hann fór hæst (var 24,5% verður 7%), erfðafjárskattur hefur verið lækkaður um helming (og stundum raunar meira) og tekjuskattsprósenta um allt að fjögur prósentustig. Ef við er bætt þeim breytingum sem áður hafa verið gerðar á sköttum fyrirtækja, sem komnir eru úr 50% í 18%, verður ekki ofmælt að segja að bylting til hins betra hafi orðið í íslenskum skattamálum á einum áratug. Tekjuskattar og útsvar sem í upphafi þessa tímabils fóru hæst í 47% verða þá 34% og hefur hlutdeild sveitarfélaganna í þeirri prósentu vaxið en ríkisins minnkað. Það er ánægjuefni að fært skuli vera að hrinda slíkum breytingum í framkvæmd án þess að stefna stöðu ríkissjóðs í óefni. Þvert á móti. Skuldir hans minnka, lánstraust eykst og vaxtakostnaður ríkissjóðs dregst hratt saman af báðum ástæðum.</p> <p>&nbsp;</p> <div style="text-align: center;">II</div> <p>Aðeins viku fyrir kosningar var forystumönnum ríkisstjórnarinnar tilkynnt að varnarviðbúnaði í Keflavíkurstöðinni myndi verða gjörbreytt innan mánaðar. Kom sú tilkynning mjög á óvart. Sú ákvörðun olli ekki aðeins vonbrigðum og áhyggjum vegna efnis hennar, heldur einnig vegna aðferðarinnar sem beitt var og þótti mjög úr takti við trausta og góða samvinnu Íslands og Bandaríkjanna um langt skeið. Sem betur fór tókst að koma því máli öllu í eðlilegri farveg og fella það inn í almenna endurskoðun á viðbúnaði og herstöðvarrekstri Bandaríkjahers um heim allan. Og eins gafst færi á, sem er mikilvægast, að setja hina sérstöku stöðu varnarsamnings þjóðanna í fyrirrúm. Ástæða var til að fagna því að þetta mál fór í betri farveg en í stefndi um skeið. Hitt var þó undirstrikað af íslenskum yfirvöldum að þeirri jákvæðu niðurstöðu fylgdi þó ekki að lausn væri fengin og Bandaríkin hefðu ekki fallið frá sínum sjónarmiðum í málinu, þótt orðið hefði að samkomulagi, að huga vel að hagsmunum og sjónarmiðum beggja og með hliðsjón af öðrum breytingum. Málið er því enn í mikilli óvissu og niðurstaða sem okkur væri að skapi er enn fjarri því að vera fyllilega tryggð. Menn verða að gera sér grein fyrir þessu. Enn sem fyrr treysta íslensk stjórnvöld þó því, að gagnkvæmir hagsmunir verði í heiðri hafðir og ekki verði brugðist mikilvægustu skuldbindingunni um að tryggja öryggi Íslands með fullnægjandi varnarviðbúnaði í landinu.</p> <p>&nbsp;</p> <div style="text-align: center;">III</div> <p>Sú ákvörðun að skipa Íslandi í bandalag hinna staðföstu þjóða í Íraksstríðinu varð mjög umdeild eins og vænta mátti. Eftirleikurinn hefur fremur rennt stoðum undir þá ákvörðun en að veikja forsendur hennar. Stjórn Saddams Husseins var ógn sem alþjóðasamfélagið mátti ekki búa lengur við nema bíða alvarlegan álitshnekki. Sú skoðun Sameinuðu þjóðanna að hætta stafaði af Íraksstjórn lá fyrir í fjölda ályktana samtakanna sem og ítrekaðri kröfu þeirra um að Saddam Hussein afvopnaðist og sýndi fram á að brölt sitt heyrði sögunni til. Það hafði hann ekki gert með trúverðugum hætti þegar látið var til skarar skríða gegn honum. Það er athyglisvert að í kjölfarið hafa stjórnvöld bæði í Íran og Líbýu játað að hafa haft óhreint mjöl í pokahorninu en segjast nú hafa iðrast. Þau hafa nú gengist undir skuldbindingar um að hætta þróun gereyðingarvopna og fallast á alþjóðlegt eftirlit með þeim loforðum. Staðfesta bandamanna í Íraksmálinu og örlög harðstjórnarinnar í Bagdad höfðu vafalítið rík áhrif á þessa stefnubreytingu ríkisstjórna Írans og Líbýu. Af þessum sökum er nú friðvænlegra í heiminum en ella.</p> <p>&nbsp;</p> <div style="text-align: center;">IV</div> <p>Ekki verður um það deilt að bilið á milli ríkra þjóða og fátækra fer ekki minnkandi. Þvert á móti. Milljarður manna hefur minna en 2.500 krónur á mánuði til framfærslu. Ríkari þjóðirnar hafa vissulega leitast við að bera smyrsl í fátæktarsárin með ýmsum hætti. Uppgjöf skulda og lengri greiðslufrestir, hjálp í tengslum við tiltekin neyðartilvik og þróunarhjálp má nefna til sögunnar. Sú viðleitni öll er jákvæð. Þó verða menn að átta sig á að slíkar aðferðir ná skammt og í sumum tilvikum drepa þær niður sjálfsbjargarviðleitni þiggjendanna. Þróunaraðstoð í sinni bestu mynd er auðvitað mikilvæg, en þó er hún og verður mjög takmarkað svar við vanda fátækustu þjóðanna. Þær munu fara mjög halloka áfram meðan þeim er haldið utan við múra markaðarins og njóta svo takmarkaðs eða öllu heldur skammtaðs viðskiptafrelsis eins og þær gera nú. Bent hefur verið á að markaðshlutdeild þriðja heimsins í frjálsum, alþjóðlegum viðskiptum þyrfti aðeins að aukast um eitt prósent til að losa 130 milljónir manna úr fátæktargildru. Þessar þjóðir mæta hvarvetna verðstilbúningi, verðsamráði og einokunartilburðum. Við þekkjum það vel af okkar eigin reynslu að fornu og nýju að slíkir viðskiptahættir eru ávísun á laka lífsafkomu. Sem betur fer bendir margt til að yngri kynslóðirnar í ríku löndunum hafi næmari skilning en þær eldri á því að núverandi misskipting veraldargæða, sem stafar af því að fátækir fá ekki tækifæri, verður að lokum öllum til bölvunar.</p> <p>&nbsp;</p> <div style="text-align: center;">V</div> <p>Tilburðir voru uppi til að gera „fátækt“ að einu megin máli síðustu kosninga. Var sá tónn snemma sleginn og margvíslegum staðhæfingum, misvel grunduðum, haldið hátt á lofti. Reyndu ólíklegustu menn að tilefnislausu að sýnast öðrum betri í umræðunni. Eftir kosningar datt botninn undarlega fljótt úr þeirri umræðu. Og ekkert hefur bólað á töfralausn á fátæktarvandanum á Alþingi, sem svo margir virtust búa yfir síðastliðið vor. En einmitt nú ætti því að vera ágætur umræðutími fyrir þetta mál, þegar von um þingsæti, ráðherradóm eða aðra upphafningu truflar ekki rökræðuna. Talnagrunnur hefur ekki passað vel, svo varlega sé talað, við sumt af því sem kynnt hefur verið sem ótvíræðar staðreyndir og er þarft að fram fari fræðileg og trúverðug úttekt á þessu viðfangsefni. Við vitum að kaupmáttur hefur aldrei í sögunni verið hærri. Kaupmáttur bóta, hverju nafni sem nefnast, hefur ekki verið hærri. Kaupmáttur öryrkja hefur meira en tvöfaldast á fáeinum árum. Atvinnuleysi fer minnkandi og er hér minna en í flestum nálægum löndum. Framlög til heilbrigðismála hafa aukist gríðarlega á undanförnum tíu árum. Vextir hafa farið lækkandi. Barnabætur hafa aukist. Húsaleigubætur hafa komið til. Minni vanskil eru hjá einstaklingum á lánamarkaði en oftast áður og svo mætti áfram telja. Þessir þættir liggja fyrir. Hvernig rímar þetta við háværar fullyrðingar manna um að fátækt sé að aukast? Ástæðulaust er að gera lítið úr slíkum fullyrðingum fyrirfram, en þetta hlýtur að vera áleitið athugunarefni, ekki síður fyrir þá sem hæst hafa haft og notað hafa sterkustu litina til að lýsa sjónarmiðum sínum. Hljóta menn að fagna því ef virtir fræðimenn verða fengnir til að komast til botns í málinu, og hefja umræðuna á hærra plan.</p> <p>&nbsp;</p> <div style="text-align: center;">VI</div> <p>Á undanförnum árum hefur viðskiptalíf Íslendinga þróast hratt í átt til þess sem best gerist með öðrum þjóðum. Heilbrigð viðskipti milli þjóða draga ekki einungis björg í bú, þau bera með sér nýja þekkingu og fagmennsku og eyða heimóttarskap. Íslendingar eru nýjungagjörn þjóð sem er fljót að tileinka sér nýjar hugmyndir og tækni, í því felst mikill styrkur. Um það er fjármálamarkaðurinn okkar ágætt dæmi. Hann var áratugum saman lítt þroskaður og óhagkvæmur, pólitísk afskipti landlæg og kerfið allt staðnað. Frelsi á fjármagnsmarkaði og einkavæðing ríkisbankanna leysti úr læðingi mikið afl. Íslensku bankarnir hafa verið ötulir við að styrkja sig og efla jafnt innanlands sem utan. Þessi kappsfulla útrás hefur nú þegar skilað íslensku samfélagi miklum verðmætum. En kappi verður að fylgja forsjá. Ella kann illa að fara. Við þurfum að gæta þess, að gera ekki þau mistök sem við sjáum að öðrum hefur orðið á. Ástæðan til þess að á þetta er minnst er sú að borið hefur á því að stjórnendur nokkurra fyrirtækja hér á landi hafa gert samninga um kaup og kjör sem gefa tilefni til að staldrað sé við. Í Bandaríkjunum og einnig í Bretlandi, urðu s.k. valréttarsamningar við forstjóra algengir á síðasta áratug síðustu aldar. Reynslan af þessum samningum hefur verið tvíbent í besta falli. Ef vel er að málum staðið og hófsemi gætt er þetta ágætt fyrirkomulag til að tengja saman hagsmuni eigenda fyrirtækjanna og æðstu stjórnenda þeirra. En ef óvarlega er farið þá geta slíkir samningar valdið miklum skaða í efnahagslífinu. Hætta er á því að stjórnendur fyrirtækja reyni að blekkja markaðinn, jafnvel freistist til að hagræða bókhaldi þannig að afkoma virðist betri en varfærið mat gæfi til kynna. Eins er hætt við því að fyrirtækjum sé síður stýrt með langtímahagsmuni hluthafanna að leiðarljósi heldur sé fyrst og fremst horft til þess tíma sem valréttarsamningarnir ná til. Má þá einu gilda hvað verður um hag hins almenna hluthafa í kjölfarið – sá í neðra hirðir þann sem síðastur er út eins og hjá Sæmundi forðum í Svartaskóla. Um þetta eru mörg dæmi af erlendum vettvangi. Óhóflegir og glannalegir launasamningar áttu að minnsta kosti nokkurn þátt í falli fyrirtækja eins og Enron og WorldCom og skemmst er þess að minnast er stjórnarformaður kauphallarinnar í New York varð að segja starfi sínu lausu, vegna launasamninga sem þóttu ekki vera í nokkrum takti við það sem siðlegt þykir. Þessir atburðir hafa rýrt traust manna á fyrirtækjum og markaðinum og gefur auga leið hversu dýrkeypt það er. Það er engin ástæða til þess að við Íslendingar föllum ofan í þá pytti sem aðrir eru nú með erfiðismunum að koma sér upp úr. </p> <p>&nbsp;</p> <div style="text-align: center;">VII</div> <p>Síðastliðinn tíu ár hefur kaupmáttur launa vaxið meira en dæmi eru um á lýðveldistímanum. Sérstakt ánægjuefni er að kaupmáttur lægstu launa hefur vaxið mest og hefur í þeim efnum náðst mikill og góður árangur. Þessi þróun mála er mjög athyglisverð. Sé litið til áranna 1980 til 1990 sést að laun hækkuðu tuttugufalt en kaupmáttur þeirra óx einungis um 4,5%. Frá 1995 hafa laun hækkað 1,8-fallt en kaupmátturinn hækkað um 34%. Þessi árangur er ekki sjálfgefinn. Hann er afrakstur festu í efnahagsstjórninni og ábyrgra kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. Ekki er hægt að gefa sér að kaupmáttur haldi áfram að vaxa ár frá ári nema það takist að tryggja hagvöxt og stöðugleika í efnahagslífinu. Framundan er lota kjarasamninga. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur sýnt í senn framsýni og ábyrgð á undanförnum áratug og átt drjúgan hlut í tilurð hinnar miklu kaupmáttaraukningar sem orðið hefur. Það vakti þó nokkra undrun hvernig verkalýðsforystan hagaði málflutningi sínum þegar Alþingi afgreiddi nýverið lög um lífeyrisréttindi forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Það er einungis hægt að líta á þetta atvik og þau ótrúlegu stóryrði sem felld voru þá að lítt athuguðu máli, sem eitthvert dularfullt minni frá löngu liðinni tíð, sem verður öllum óskiljanlegt þegar fram líða stundir. Það var einsog yfir þeirri umræðu allri lægi einhver hörmulegur klaufadómur og var dapurlegt fyrir flesta að verða vitni að. Engin ástæða er hins vegar til að ætla að með þessu hafi upphafstónn í samningaviðræðum á vinnumarkaði verið sleginn. Samningar um kaup og kjör eru allt of mikið alvörumál fyrir almenning á Íslandi til þess að menn nálgist þá af léttúð eða flumbrugangi. Það er brýnt hagsmunamál þjóðarinnar, að í þeirri samningalotu, sem framundan er, hafi þeir sem þar ráða för, gæfu og þrek til að leiða mál til lykta með jafn heilladrjúgum hætti og áður. Þannig yrði lagður traustur grunnur að auknum kaupmætti næstu árin, öllum til hagsbóta. Þeir sem gerst þekkja til efnahagsmála halda því fram að við Íslendingar getum vænst þess að hagvöxtur verði umtalsverður á næstu árum en þó einvörðungu ef rétt er á haldið. Okkar er því að grípa tækifærin, sem nú gefast, til að efla hag þjóðarinnar enn frekar. Þau eru mörg. Framlög til menntamála og vísinda, heilbrigðismála og félagsmála hafa verið stóraukin. Skattar hafa lækkað og munu lækka enn frekar, skuldir ríkissjóðs hafa lækkað og munu lækka enn frekar og lífeyrissjóðskerfið okkar hefur styrkst, meðan slík kerfi standa á brauðfótum víða. Bjartsýni við þessar aðstæður má áhættulítið flokkast undir raunsæi. Það er á mörgu að taka og margt óunnið. Vaxandi fiskistofnar, álver og virkjunarframkvæmdir á Austurlandi, framsækin líftækni- og lyfjafyrirtæki, öflugir bankar og vel menntað og dugandi starfsfólk, allt eru þetta sóknarfæri fyrir íslenskt atvinnulíf sem okkur ber að nýta til fulls. Þó syngi í rá og reiða er ekki ástæða til að slá af. Gæfan er þeim gjarnan hliðholl sem sækja djarft og af krafti. En sókndirfska er eitt og fífldirfska annað og ástæða til að gæta vel að öllum veðrabrigðum. Á árunum 1999 til 2001 fóru margir mjög geyst og kapp réð stundum meiru en forsjá. Forráðamönnum íslenska bankakerfisins er rétt um þessar mundir að horfa til baka til þessara ára. Þá var gengismálum okkar til að mynda þannig háttað að Seðlabanki Íslands bar ábyrgð á því að gengi íslensku krónunnar héldist innan ákveðinna vikmarka og freistandi var að flytja inn í landið fjármuni umfram það sem vöxtur hagkerfisins þoldi. Það hrikti mjög í á árinu 2001 þegar efnahagslífið þurfti að vinna á viðskiptahallanum sem myndast hafði. Margir sem höfðu tekið mikla áhættu með óhóflegri erlendri lántöku töpuðu umtalsverðu fé þegar krónan féll. Erlend lántaka er að aukast umfram það sem heppilegt getur talist og sérstaklega veldur taumlaus erlend lántaka bankanna nokkrum áhyggjum um þessar mundir. Ríki og Seðlabanki hafa vissulega bætt erlenda lánastöðu sína svo um munar og m.a. af þeim ástæðum er mat á lánsfjárhæfni Íslands afar traust. Erlendar skuldir annarra hafa á hinn bóginn aukist mjög mikið og er óhjákvæmlegt að hvetja til aukinnar varfærni í þeim efnum og munu yfirvöld fylgjast náið með þróun mála á næstu mánuðum og misserum.<br /> Verð íslensku krónunnar ræðst nú alfarið á markaði og reynslan sýnir að varhugavert er að spá fyrir um þróun á gjaldeyrismörkuðum. Þar geta hlutirnir gerst hratt og sveiflurnar orðið miklar. Ekki er hægt að ganga að því gefnu að Seðlabankinn eða ríkisvaldið fari í slag við markaðsöflin um gengið þótt staða beggja sé sterk. Seðlabankinn hefur nú það markmið að tryggja stöðugt verðlag og til þess getur hann fyrst og fremst beitt stýrivöxtum sínum. Mikið mun reyna á bankann á næstu misserum. Hann þarf að ná markmiðum sínum án þess að drepa allt í dróma með of miklum vaxtahækkunum. Ríkisvaldið stendur einnig frammi fyrir erfiðum hagstjórnarverkefnum. Þar skiptir mestu að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar sé skýr og að henni sé fylgt eftir af festu. Langtímastefna í ríkisfjármálum sem ríkisstjórnin lagði fram við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2004 er stórt skref í þá átt að gera hagstjórn á næstu árum markvissa. Auðveldara verður fyrir Seðlabanka Íslands að vinna að langtímastefnumótun sinni, þegar ríkið hefur sett fram sína stefnu og markmið með skýrum hætti. Við það aukast mjög líkurnar á að þessi tvö helstu efnahagsstjórntæki hins opinbera vinni saman eins og til er ætlast. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa að undanförnu lýst því yfir að horfur í íslensku efnahagslífi séu góðar. Markviss hagstjórn og skynsamlegir kjarasamningar munu án efa tryggja aukinn kaupmátt og áframhaldandi efnahagslega velmegun þjóðarinnar. Um það þarf að sameinast.</p> <p>&nbsp;</p> <div style="text-align: center;">VIII</div> <p>Nefnd sem ríkisstjórnin fól menntamálaráðherra að skipa, vinnur nú að athugun á samþjöppun á fjölmiðlamarkaði, en einsog kunnugt er skortir hér slíkan lagaramma öfugt við það sem gerist í flestum þeim löndum sem við þekkjum til. Lög, sem á niðurstöðum nefndarinnar yrðu byggð, myndu auðvitað ekki verða afturvirk. Aðilum, sem þau kynnu að taka til, yrði gefin hæfilegur tími til að laga sig að hinu nýja lagaumhverfi. Þessar aðstæður minna á að Samkeppnisstofnun taldi sig ekki á sínum tíma hafa lagaskilyrði til að stemma stigu við tiltekinni ákvörðun sem leiddi til samþjöppunar á matvörumarkaði. Úr þeim lagaannmörkum hefur nú verið bætt. Það þýðir, með öðrum orðum, að slíkur samruni sem nú er orðinn, hefði ekki náð fram að ganga miðað við þau lög sem gilda í landinu. Nauðsynlegt virðist að bregðast við þessu og vaxandi hringamyndunum á ýmsum sviðum með nýrri löggjöf sem gefa myndi þeim sem í hlut ættu tiltekinn aðlögunartíma að breyttu lagaumhverfi. Öll merki benda til þess að samruni fyrirtækja og einokunartilburðir í kjölfarið sé að verða meinsemd í íslensku viðskiptalífi. Við því er sjálfsagt og eðlilegt að bregðast.</p> <p>&nbsp;</p> <div style="text-align: center;">XI</div> Enginn veit með öruggri vissu hvernig hið nýja ár mun dúka sitt borð. Reynslan sýnir að spár frómustu sérfræðinga og sprenglærðra spekinga um gengisþróun, álverð, aflabrögð, veðurfar, hlutabréfaverð, svo ekki sé talað um hernaðarmál, hryðjuverk, jarðelda, snjóflóð og aðra vá, eru einatt ekki mikið áreiðanlegri en það sem völvur tímaritanna láta frá sér fara. Enda hafa spakvitringarnir auðvitað fjölmarga fyrirvara á spám sínum sem vísa má til ef þær bregðast. Og það er ekki einu sinni víst að okkur liði neitt betur, þótt við værum ekki svona hræðilega nærsýn eins og við erum þegar við reynum að rýna inn í framtíðina. En sumt vitum við með nokkuð öruggri vissu. Það mun vora eftir vetur. Grös munu vakna til lífs. Kynslóðir koma og fara. Og á hverju sem veltur verður manneskjan sem slík söm við sig. Í febrúar verða 100 ár frá því að við fengum heimastjórn og 17. júní næstkomandi fögnum við 60 ára lýðveldisafmæli. Töluverð tilefni hvoru tveggja til nokkurra hátíðarbrigða. En að flestu öðru leyti rennum við blint í sjóinn einsog endranær. En ætli Guð okkur stór eða smá hlutverk á árinu sem í hönd fer, þökkum við fyrir það með því að lofa að gera okkar besta.<br /> <br /> Ég þakka Íslendingum samfylgdina á árinu sem er að líða og óska þjóðinni gleðilegs árs.<br />
27. nóvember 2003Blá ör til hægriÅbningen af Nordatlantens Brygge<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/forsaetisraduneyti-media/media/Nordurbryggja/skodunarferd.jpg"><img src="/media/forsaetisraduneyti-media/media/Nordurbryggja/skodunarferd.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Norðurbryggja í Kaupmannahöfn." class="media-object" /></a><figcaption>Norðurbryggja í Kaupmannahöfn.</figcaption></figure></div> <p>Deres Mæjestet, Ærede Gæster.<br /> Det vakte måske forundring hos nogle, da det blev oplyst i Island for omkring tre år siden, at regeringen havde besluttet sig for at deltage i projektet med at genrejse et gammelt pakhus på Christianshavn i København, som for længe siden var opkaldt efter Island.</p> <p>Men vi havde vægtige grunde til at takke for tilbudet og deltage i dette projekt. Det var netop på grund af det historiske islæt at islandske myndigheder var positivt indstillet over for at deltage i dette projekt.</p> <p>Der blev dannet personalunion mellem Island og Danmark, da dronning Margrete fik magten over alle de nordiske lande i slutningen af det 14. århundrede, og Island var under dansk herredømme helt ind i det 20.århundrede. København var, og er stadig i dag, en europæisk storby. Byen var ikke udelukkende et administrativt centrum, hvor sager af stor betydning for Island blev afgjort, den var en kulturby, der var gennemsyret af kulturstrømme fra samtidens Europa. Disse strømme kom til Island, oftere end ikke via København, der i århundreder var Islands hovedstad.</p> <p>Byen vil altid have en særlig plads i islændinges tanker, og vi vil dyrke vores kontakt til byen og vores udmærkede venskabsnation danskerne, i fortid, nutid og fremtid.</p> <p>Vi vil også, ved at indgå i dette samarbejde her på Nordatlantens Brygge, styrke vores samarbejde med vore nabonationer i det nordlige Atlanterhav: færingene og grønlænderne. Det vestnordiske samarbejde er vokset i de seneste år og islændinge har lagt vægt på at styrke relationerne til nærområderne ved det nordlige Atlanterhav, sådan som det fremgik af Nordisk Råds session nu i oktober, hvor jeg præsenterede Islands program og prioriteringer i nordisk samarbejde i det kommende år, hvor vi varetager formandskabet.</p> <p>Islands gensidige kontakt med Danmark, Færøerne og Grønland vil fortsat blive dyrket og den vil udvikles. Naturligvis vil det fortsat ske direkte landene i mellem, men her i dette hus, og i byen København, vil vi få lejlighed til at forene landenes betoninger og ambitioner.</p> <p>Islands første ambassade blev åbnet her i København for omkring firs år siden og den har været på samme sted næsten hele tiden. Det er af stor betydning, at vi her i København får en enestående lejlighed til at hædre den historiske forbindelse, venskabet og samarbejdet med nationer som, hver på sin måde, er nært knyttet til os.</p> <p>Kun godt et år efter at renoveringen blev indledt her på Nordatlantens Brygge, er det gamle pakhus blevet renoveret, det har fuldstændig ændret udseende og det er parat til en ny rolle. Et omfattende arbejde er overstået og det er vellykket.</p> <p>Jeg vil overbringe lykønskninger til bestyrelsen for Nordatlantens Brygge, bestyrelsesformanden, fru Vigdís Finnbogadóttir, byggeudvalget, entreprenører og samtlige projektets sponsorer og deltagere.</p> <p>Det er en stor glæde for os islændinge at gå ind i det samarbejde, der er under udvikling her på Nordatlantens Brygge.</p> <p>Må virksomheden, der her finder sted, bringe held og lykke.</p> <p>&nbsp;</p> <ul> <li><a href="http://www.bryggen.dk/">http://www.bryggen.dk/</a></li> </ul>
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira