Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2016-02-11 00:00:0011. febrúar 2016Ræða forsætisráðherra á Viðskiptaþingi 2016

<p>Ræða forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,&nbsp;á Viðskiptaþingi, 11. febrúar 2016</p> <p style="text-align: right;">&nbsp;<em>Talað orð gildir</em></p> <h3 style="text-align: center;">I.</h3> <p>Ágætu gestir Viðskiptaþings.</p> <p>„Héraðsmót eða heimsleikar“ er yfirskrift þingsins að þessu sinni og er sjónum sérstaklega beint að innlenda þjónustugeiranum.</p> <p>Sá hluti atvinnulífsins sem kallaður er innlendi geirinn er yfirleitt ekki eins mikið í sviðsljósinu og alþjóðageirinn og auðlindageirinn, hvað þá opinberi geirinn sem Viðskiptaráð gerði góð skil á þingi sínu í fyrra.</p> <p>Innlendi geirinn er hins vegar sá stærsti, mælt í framleiðslu og vinnuafli, og mikilvægi þessa víðfema geira er augljóst.</p> <p>Hann nær til alls staðbundins rekstrar sem þjónustar innlendan markað og er í raun gangverk lífsins í landinu.</p> <p>Tækifærin í innlenda geiranum liggja í því að gera hlutina betur með minni tilkostnaði og stuðla með því að betri lífskjörum.</p> <p>Atvinnurekendum og stjórnmálamönnum hefur lengi verið tíðrætt um að einn helsti veikleiki íslensks atvinnulífs sé of lítil framleiðni.</p> <p>Hér á landi hefur náðst samkeppnishæf framleiðni í alþjóðlegum samkeppnisgreinum eins og sjávarútvegi og orkufrekum iðnaði en talsvert skortir á að framleiðni sé næg í innlenda geiranum.</p> <p>Hún er að jafnaði um 20 prósentum lægri en meðaltalið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.</p> <p>Á þessum mun kunna að vera ýmsar skýringar – fyrirtæki njóta síður stærðarhagkvæmni á litlum markaði, lega landsins getur veitt vernd gegn erlendri samkeppni og neytendaaðhald kann að vera takmarkað.</p> <p>En við verðum að gera betur ef við ætlum okkur að tryggja framtíðarkynslóðum góð lífskjör.</p> <p>Í skýrslu Viðskiptaráðs sem liggur fyrir þinginu eru margar áhugaverðar tillögur sem gætu aukið framleiðni.&nbsp;</p> <p>Á Íslandi er samkeppni og hagræðingu stundum stillt upp sem andstæðum.</p> <p>Hagræðing náist ekki hér vegna þess að fyrirtæki á markaði séu of mörg á litlum markaði.</p> <p>Í sumum tilvikum er sjálfsagt eitthvað til í því.</p> <p>Aukin einokun eða fákeppni er þó varla lausnin.</p> <p>Ein leið til aukinnar hagræðingar, án þess að fórna samkeppni, gæti falist í því að greina skýrar á milli innviða og þjónustu;</p> <p>heimila keppinautum samstarf við rekstur dýrra innviða sem hafa takmörkuð áhrif á val neytenda og njóta stærðarhagkvæmninnar en slaka í engu á kröfum um samkeppni í <em><span style="text-decoration: underline;">þjónustu</span></em> þar sem stærðarhagkvæmni er lítil.</p> <p>Með þessu væri hægt að skapa verðmæti.</p> <h3 style="text-align: center;">II.</h3> <p>Aukin verðmætasköpun er forsenda aukinnar velferðar og fyrir skuldsett ríki, <em>en það eru flest ríki heims</em>, er aukin verðmætasköpun forsenda aukinna opinberra útgjalda, -<em>samneyslu</em> ef menn vilja nota jákvæðara orð sem þýðir þó í raun það sama.</p> <p>Þeir sem vilja auka samneysluna vilja auka opinber útgjöld.</p> <p>Til að standa undir útgjöldum þarf tekjur og til að standa undir auknum tekjum þarf hvað? ...aukna verðmætasköpun.</p> <p>Þetta virðist einfalt og ætti eiginlega að segja sig sjálft, en það gerir það ekki og allra síst nú um stundir.</p> <p>Það bendir nefnilega ýmislegt til þess að við lifum á áhugaverðum tímum.</p> <p>Eftir að brotalamir alþjóðlega fjármálakerfisins komu í ljós, sem og margra ríkja eða ríkjasambanda á sama tíma og aðgangur að upplýsingum, réttum og röngum, jókst til mikilla muna hefur orðið áhugaverð þróun í stjórnmálum víða./p&gt;</p> <p>Stjórnmálahreyfingum, stjórnmálamönnum og hugmyndafræði af jöðrunum hefur vaxið fiskur um hrygg.</p> <p>Þetta er kallað ýmsum nöfnum, sósíalistar, kommúnistar, þjóðernissinnar og anarkistar.</p> <p>Allir segjast þeir boða eitthvað nýtt í andstöðu við kerfið, gamla spillta kerfið.</p> <p>En þegar betur er að gáð er þetta allt endurvinnsla gamalla hugmynda sem hafa verið margreyndar og alltaf endað illa.</p> <p>Annað sem einkennir þessar hugmyndir, stjórnmálamenn og -öfl sem nú njóta aukins stuðnings er að þau boða einfaldar lausnir, einfaldar en vanhugsaðar.</p> <p>Einfaldar lausnir geta verið bestar, jafnvel nauðsynlegar, þar sem þær eiga við.</p> <p>Önnur viðfangsefni kalla á flóknari lausnir en lausnir verða alltaf að vera úthugsaðar og rökréttar.</p> <p>Og sem slíkar verða þær að þola rökræðu.</p> <p>Margt af því sem nú fær mesta athygli <em><span style="text-decoration: underline;">og minnsta gagnrýni</span></em> gerir það ekki &nbsp;og er, því í raun ekki lausnir heldur frekar markmið án lausna.</p> <p>Hvort sem litið er til leiðandi forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum, eða nýrra vinsælla flokka á meginlandi Evrópu, alls staðar eru boðuð aukin útgjöld með auknum skuldum án tillits til verðmætasköpunar.</p> <p>Það þarf ekki að útskýra hvernig dæmið á að ganga upp, það nægir að hafa boðskapinn nógu einfaldan og setja hann fram í nógu jákvæðum frösum.</p> <p>Og víða er það svo að því minna innihald sem er í boðskapnum þeim mun minni er gagnrýnin á hann.</p> <p>Við getum líka litið okkur nær.</p> <p>Hér kynnir stjórnmálahreyfing sem nýtur mikils stuðnings tillögu um að ríkið greiði öllum landsmönnum mánaðarlega laun, ja, a.m.k. 300.000 krónur skilst mér, fyrir það eitt að vera Íslendingur. -Óháð stöðu og öðrum tekjum.</p> <p>Ég hef ekki orðið var við að neinn hafi haft fyrir því að reikna út að það myndi fela í sér útgjöld upp á um 100 milljarða á mánuði.</p> <p>Það er álíka mikið og <span style="text-decoration: underline;">árlegur</span> kostnaður við almannatryggingakerfið, lífeyrinn og örorkubæturnar sem hafa verið að hækka þótt margir telji ekki nóg að gert.</p> <p>Við þær aðstæður kemur fram tillaga um að ríkið greiði öllum landsmönnum föst mánaðarlaun, líka hæstlaunaða fólki landsins.</p> <p>Ég ætla að láta vera að velta því fyrir mér hvaða áhrif þetta hefði á framleiðni í samfélaginu eða verðlag eða þeirri augljósu staðreynd að þetta kæmi verst út fyrir þá sem verst stóðu fyrir.</p> <p>Ég læt nægja að benda á að árlegur kostnaður næmi um 1.200 milljörðum króna á ári eða hátt í tvöföldum tekjum ríkisins og þá á eftir að reka heilbrigðiskerfið, skólana og allt hitt.</p> <p>Kröfurnar um aukin útgjöld án tekna eru ótal margar.</p> <p>Þegar menn eru krafðir svara er helst bent á að hækka megi skatta.</p> <p>Það eru nefnilega furðumargir sem halda að skattlagning búi til verðmæti og taka því jafnvel illa þegar minnt er á nauðsynlegt samhengi verðmætasköpunar og velferðar.</p> <p>Ef bent er á að mikilvægt sé að bæta kjör eldri borgara og öryrkja eða bæta heilbrigðiskerfið og þess vegna þurfi að framleiða meiri verðmæti eru viðkomandi sakaðir um að vera á móti eldri borgurum og öryrkjum og andsnúnir betra heilbrigðiskerfi.</p> <p>Þeir sem benda á að við þurfum að greiða niður ríkisskuldir til að geta styrkt velferðarkerfið til lengri tíma eru sakaðir um að hola velferðarkerfið að innan, jafnvel þótt á sama tíma sé verið að stórauka framlög til velferðarmála, ólíkt því sem áður var.</p> <p><em>Það er til marks um galskapinn að ef menn vara við því að farnar séu galnar leiðir til að ná góðum markmiðum eru þeir umsvifalaust sakaðir um að vera á móti markmiðinu.</em></p> <p>Hvers vegna rek ég þetta hér?</p> <p>Jú, það er til að benda á að því fer fjarri að í stjórnmálum sé almenn samstaða um samspil verðmætasköpunar og velferðar og það er síður en svo sjálfgefið að sú hraða jákvæða efnahagslega þróun sem átt hefur sér stað að undanförnu haldi áfram ef menn gleyma þessu samhengi.</p> <p>Útópískar kenningar sem lögðust að mestu í dvala eftir að landamæraverðir í Berlín misstu vinnuna láta nú á sér kræla á ný.</p> <p>Hrakfarir kapítalíska kerfisins sem varð of gráðugt (og er víðast hvar enn) geta hæglega leitt til bakslags sem sveiflast fyrirstöðulaust framhjá skynsemishyggju.</p> <p>Það er áhyggjuefni að sjá að samkvæmt könnunum telur miklu stærri hluti Íslendinga, en nágrannaþjóðanna, að fyrirtæki hafi neikvæð áhrif á samfélagið. Í Danmörku fara hins vegar saman velmegun og jákvætt viðhorf til atvinnulífs</p> <p>Eins og ég nefndi áðan hafa sumar íslenskar atvinnugreinar náð miklum árangri við að auka framleiðni, meira að segja greinar sem skortir framleiðni annars staðar, til að mynda orkufrekur iðnaður og sjávarútvegur. Enda eru þessar greinar, sem hafa náð svona miklum árangri í verðmætasköpun, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, vinsælustu atvinnugreinar á Íslandi. –</p> <p>Eða hvað, nei það vantar líklega eitthvað upp á það.&nbsp;</p> <p>Það er ekki gott ef þær greinar sem ná árangri eru litnar hornauga.</p> <p>Í Noregi nýtur sjávarútvegur stuðnings bæði stjórnmálamanna og almennings, en þar greiða skattgreiðendur sem nemur um tuttugu þúsund krónum með hverju lönduðu tonni.</p> <p>Fyrir nokkrum árum gagnrýndi ég sum samtök úr atvinnulífinu fyrir skort á stuðningi við samfélagið en það er líka mikilvægt að samfélagið styðji atvinnulífið og þá verðmætasköpun sem þar á sér stað, þó ekki væri nema sjálfs sín vegna.</p> <p>Þess vegna er mikilvægt að stjórnmálamenn og atvinnurekendur geri betur í því að draga fram þetta samband framleiðni og velmegunar.</p> <p>Takist það ekki er hætta á að hinar gömlu hugmyndir um útópíska samfélagsgerð sæki enn í sig veðrið og það mun á endanum valda öllum skaða.</p> <p>En þá er líka mikilvægt að atvinnulífsmegin gleymi menn sér ekki í eigin útópíu eins og hugmyndum um að algjört frelsi markaðarins skili öllum mestum ávinningi.</p> <p>Ég hvet því atvinnulífið til að gera meira af því að draga fram mikilvægi verðmætasköpunar og að sjálfsögðu að huga ávallt að samfélagslegri ábyrgð sinni.</p> <p>-Draga úr átökum innbyrðis milli atvinnugreina, til dæmis hætta að eyða kröftum í að atast í bændum eða ímynda sér að það geti verið skynsamlegt að gera Ísland að losunarstað fyrir umframframleiðslu á heimsmarkaði á meðan önnur ríki viðhalda tollum gagnvart okkur.</p> <p>Samfélagið heldur atvinnulífinu gangandi og öfugt.</p> <p>Þess vegna vil ég færa því fólki þakkir sem leggur það á sig að standa í atvinnurekstri en jafnframt biðla til þess um að það vinni með okkur að því að láta skynsemishyggjuna sem hefur gefið svo góða raun að undanförnu virka áfram.</p> <p>Þrátt fyrir að flest hin stóru, afmörkuðu verkefni sem ríkisstjórnin boðaði þegar hún tók við hafi þegar verið kláruð bíða okkar enn stór og mikilvæg úrlausnarefni.</p> <p>Okkur mun ganga betur að leysa þau ef atvinnulífinu gengur vel og spilar með.</p> <p>Þess vegna munum við áfram leggja áherslu á að bæta aðstæður atvinnulífsins og hvetjum um leið atvinnurekendur til að sýna að frjáls samkeppni virki við að auka framleiðni og að skattalækkanir skili sér í lægra vöruverði.</p> <p>Við munum vinna áfram saman að einföldun regluverks en um leið fallast vonandi flestir á að betra, einfaldara og skýrara regluverk eigi í senn að gera atvinnurekendum auðveldara að starfa og tryggja að ávinningurinn af vel skipulögðu samfélagi dreifist á sanngjarnan hátt til landsmanna.&nbsp;</p> <p>Við þurfum í sameiningu að endurskipuleggja fjármálakerfið, taka söguleg framfaraskref í húsnæðismálum og halda áfram hinni hröðu uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og velferðarkerfisins, m.a. svo að hægt sé að tryggja lífeyrisþegum sæmandi kjör á sama tíma og stórir aldurshópar komast á lífeyrisaldur.</p> <p>Ríkisstjórnin glímir nú við gerð fjármálaáætlunar til næstu fimm ára. Staða ríkisfjármála er vissulega betri en áður vegna stöðugleikaframlaga sem minnka skuldir, bæta vaxtakjör og&nbsp; minnka vaxtakostnað.</p> <p>En áskoranir eru engu að síður miklar, ekki síst vegna þarfar á innviðafjárfestingum. Fjárfesting hins opinbera hefur dregist verulega saman frá hruni og þörfin fyrir þjóðhagslega hagkvæmar fjárfestingar hefur hlaðist upp.</p> <p>Þessi misserin er mest rætt um bankamál, húsnæðismál og heilbrigðismál. Á öllum þessum sviðum er verið að undirbúa miklar og góðar endurbætur.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur aukið fjármagn á föstu verði til heilbrigðismála í öllum fjárlögum sem hún hefur staðið að.</p> <p>Við munum halda áfram að forgangsraða í þágu heilbrigðisþjónustunnar nú þegar tekist hefur að minnka skuldir ríkissjóðs og lækka vaxtakostnað.</p> <p>Í yfirlýsingu sem stjórnvöld gerðu við lækna í tengslum við gerð kjarasamninga þeirra fyrir ári síðan sagði að haldið yrði fast við þá stefnu sem mörkuð var í fjárlögum og kveður á um aukið fjármagn til heilbrigðismála.</p> <p>Þá sagði að ljóst væri að áskorunum heilbrigðisþjónustunnar yrði ekki mætt með auknu fjármagni eingöngu.</p> <p>Kappkosta yrði að hámarka nýtingu fjármagnsins, m.a. með framleiðnisamanburði og hvatningu til skilvirkni og aukinna gæða þjónustunnar.</p> <p>Framleiðni skiptir ekki bara máli þar sem ríkið aflar tekna heldur líka þar sem það nýtir tekjurnar.</p> <p>Að þessu er unnið.</p> <p>Verkefnisstjórn um bætta heilbrigðisþjónustu hefur verið að störfum undir forystu Björns Zöega, sem nýverið tók að sér að leiða sjúkrahús í Svíþjóð.</p> <p>Húsnæðismálin eru í góðum farvegi.</p> <p>Fjögur frumvörp um húsnæðismál, sem unnin voru í góðri sátt við aðila vinnumarkaðarins, eru í þinglegri meðferð</p> <p>Af umsögnum hagsmunaðila og ummælum þingmanna að dæma er góður stuðningur við málin á Alþingi þó flestir telji einhverra breytinga þörf.</p> <p>Frumvörpin eru ekki síst fram komin vegna bágrar stöðu margra leigjenda og erfiðleika tekjulágs fólks við að koma sér þaki yfir höfuðið.</p> <p>Frumvörpin munu leysa úr brýnni þörf.</p> <p>Þau auðvelda fólki val í húsnæðismálum en breyta ekki þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að leggja beri áherslu á séreignarstefnuna.</p> <p>Séreignarstefnan á sér djúpar rætur í þjóðarsálinni þótt fleiri en áður kjósi sér önnur húsnæðisform.</p> <p>Afar jákvætt er að sjá fréttir um að hlutur fyrstu íbúðakaupenda sem hlutfall af öllum íbúðakaupendum fer stækkandi.</p> <p>Ríkisstjórnin styður séreignarstefnuna með ýmsum hætti, svo sem vaxtabótum og greiðslu séreignarsparnaðar inn á höfuðstól sem er hluti Leiðréttingarinnar.</p> <p>Verið er að skoða frekari leiðir til að aðstoða ungt fólk við að koma sér upp fyrsta húsnæði.</p> <p>Önnur þingmál sem varða húsnæðismarkaðinn eru í vinnslu í samræmi við skýrslu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála.</p> <p>Þá er einnig unnið að verðtryggingarmálunum í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar.</p> <p>Allt stefnir því í að miklar breytingar verði á húsnæðismarkaði á þessu kjörtímabili.</p> <p>Húsnæðismálin eru nátengd fjármálakerfinu og stöðu bankanna. Það er því mikilvægt að ljúka við vegvísi fyrir framtíðarskipan íslensks fjármálamarkaðar.</p> <p>Skipuleggja á fjármálamarkað þannig að hann geti þjónustað íslenska raunhagkerfið á ábyrgan og farsælan máta og það er tilhlökkunarefni að ræða þau mál nánar á næstu misserum.</p> <p>Þótt gömul hugmyndafræði láti á sér kræla í stjórnmálaumræðunni og það eitt að Ameríkanar ætli að setja pening í að lappa upp á gamalt flugskýli á Keflavíkurflugvelli kveiki kaldastríðsnostalgíu hjá sumum, þá erum við með hugann við áframhaldandi framfarir til framtíðar.</p> <p>Við vonumst eftir góðu samstarfi við þá vinnu sem framundan er.</p> <p>Góðir gestir. Það líður að aldarafmæli Viðskiptaráðs sem haldið verður hátíðlegt á næsta ári.</p> <p>Viðskiptaráðið er hresst og sprækt, ber aldurinn vel og hefur aldrei skipt um kennitölu.</p> <p>Það hefur svo sannarlega sett svip á þjóðmálaumræðuna síðastliðin hundrað ár og haft áhrif.</p> <p>Annar síungur og hress aldargamall unglingur, sem hefur ekki síður mótað þjóðfélagsumræðuna síðastliðin hundrað ár, er Framsóknarflokkurinn.</p> <p>Það hefur nú ekki alltaf verið samhljómur á milli Viðskiptaráðs og Framsóknarflokksins í gegnum tíðina en saman hafa þeir þó tekið þátt í móta gott samfélag, þó áherslur séu ólíkar.&nbsp;</p> <p>Framsóknarmenn hafa stundum gagnrýnt Viðskiptaráðið og öfugt þótt það séu atvinnurekendur í Framsókn og framsóknarmenn í viðskiptaráði.</p> <p>Það eru alltaf tímamót þegar nýr formaður tekur við Viðskiptaráði og kannski stærri tímamót nú en oft áður þegar kona tekur við formennsku í fyrsta sinn.</p> <p>Hreggviður hefur verið öflugur talsmaður Viðskiptaráðs og færi ég honum bestu þakkir fyrir samstarfið.</p> <p>Hann var einn helsti hvatamaðurinn fyrir því að ráðgjafafyrirtækið McKinsey skrifaði áhugaverða skýrslu um hagvaxtarmöguleika Íslendinga árið 2012.</p> <p>Í framhaldi af því var Samráðsvettvangi um aukna hagsæld komið á laggirnar en Hreggviður á einmitt sæti í honum</p> <p>Það er gaman að geta sagt frá því að á síðasta fundi Samráðsvettvangsins nú í janúar var samþykkt að fara í úttekt á íslenska skattkerfinu og koma með tillögur um hvernig mætti bæta skilvirkni þess.</p> <p>Þessi úttekt verður tilbúin í vor.</p> <p>Varaformaður Samráðsvettvangsins er einmitt Katrín Olga, nýr formaður Viðskiptaráðs.</p> <p>Hún hefur staðið sig með mikilli prýði í því hlutverki og mun án nokkurs vafa standa sig vel í því að tala fyrir aukinni verðmætasköpun sem formaður Viðskiptaráðs.</p> <p>Ég hlakka til að starfa með henni. Til hamingju Katrín Olga og til hamingju Viðskiptaráð.</p> <p>Þakka ykkur fyrir.</p>

2015-12-31 00:00:0031. desember 2015Trúin á hið góða

<p>Árið 2015 reyndist Íslendingum að flestu leyti vel. Þegar litið er yfir liðið ár, eins og tíðkast jafnan um áramót, verður okkur þó hugsað til þeirra sem tekist hafa á við erfiðleika og vonum að úr rætist, eins og kostur er, á nýju ári. </p> <p>Nýtt ár felur í sér ný tækifæri og nýja von. Þá er líka mikilvægt að við séum meðvituð um hið góða, það sem hefur þróast í rétta átt, því að það er besta hvatningin til að gera enn betur í framtíðinni og hjálpa þeim sem hjálpina þurfa, hér á landi og annars staðar. </p> <h3>Árangurinn er besta hvatningin</h3> <p>Árið 2015 hefur sannarlega veitt okkur hvatningu til áframhaldandi árangurs á komandi árum.</p> <p>Árangur næst með því að fylgja skynsamlegri stefnu og taka réttar ákvarðanir. Þess vegna er svo mikilvægt að við metum hvaða stefna hefur reynst vel og hvaða ákvarðanir hafa orðið til heilla. Þannig getum við gert meira af því sem vel reynist og minna af hinu. En til þess að það sé hægt þarf að viðurkenna árangurinn í stað þess að láta umræðuna alla snúast um þau verkefni sem enn á eftir að leysa og gera þau að ástæðu til að hverfa frá því sem virkar.</p> <p>Vinna ríkisstjórnarinnar undanfarið ár, og reyndar allt þetta kjörtímabil hefur sannarlega skilað árangri. Atvinnuleysi er nú mun minna en í öðrum Evrópulöndum, skuldir heimilanna hafa lækkað um tugi prósenta og hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum er nú töluvert lægra en í mörgum nágrannalöndum okkar. Verðbólga hefur haldist stöðug og hefur verið minni en nokkru sinni áður á þessari öld. Þrátt fyrir mestu launahækkanir um árabil sýna spár að takast muni betur að halda aftur af verðbólgunni á næstu árum en áður hafði verið áætlað. </p> <h3>Aukin velferð og aukinn jöfnuður</h3> <p>Kaupmáttur, það er að segja velmegun, landsmanna hefur aukist hraðar á undanförnum 30 mánuðum en dæmi eru um á síðari árum í þróuðu samfélagi. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa auk þess aukist vegna skattalækkana og afnáms vörugjalda og munu hækka enn meira nú um áramót þegar tollar af fjölmörgum vörutegundum verða felldir niður. Enn merkilegra má teljast að á sama tíma og verðmætasköpun eykst hratt með einum mesta hagvexti á Vesturlöndum hefur tekist að verja og auka jöfnuð á Íslandi. Þannig hafa til dæmis laun verkafólks hækkað hlutfallslega meira en laun stjórnenda og annarra tekjuhærri hópa og lífeyrisgreiðslur almannatrygginga og örorkubætur hækkað hraðar en laun almennt. Hlutfall fátæktar hefur ekki verið lægra en nú á Íslandi og tekjuskipting er hvergi jafnari.</p> <p>Það er ekki þar með sagt að vandi allra sé leystur. En besta leiðin til að fást við þau úrlausnarefni sem enn bíða okkar er að halda áfram með þeim aðferðum sem hafa virkað. Það væri fráleitt að gefast upp af því að fullkomnun hefur ekki verið náð og reyna í staðinn aðferðir eða hugmyndafræði sem lofa fullkomnu samfélagi. Það eru aðferðir sem hafa oft verið reyndar undir ýmsum nöfnum og í ólíkum búningum en alltaf skilað afturför, sérstaklega fyrir þá sem lofað var að verja.</p> <h3>Árangurinn dregur fram undantekningarnar</h3> <p>Þegar árangur næst á mörgum sviðum beinist athyglin að undantekningunum. Þær vekja meiri athygli en ella einmitt vegna þess að þær skera sig úr en það þýðir um leið að þær eru orðnar viðráðanlegri en áður. Látum það verða okkur hvatningu til að gera enn betur. Látum árangurinn, hið góða, leiða okkur áfram fremur en neikvæðni og svartsýni.</p> <h3>Að óttast hið góða</h3> <p>Eins undarlegt og það er virðist afmarkaður en hávær hópur fólks eiga erfitt með að sætta sig við góðar fréttir. Jákvæð þróun vekur hjá honum gremju, hún er litin hornauga og tortryggð á allan mögulegan hátt. Þetta er sá hópur fólks sem getur ekki sætt sig við að jákvæðir hlutir gerist ef þeir gerast ekki í krafti hinnar einu „réttu“ hugmyndafræði.</p> <p>Lýsandi dæmi um þetta birtist fyrir fáeinum vikum þegar hópi fólks gramdist mjög að Hagstofa Íslands skyldi benda á að engin markverð breyting hefði orðið á hlutfalli Íslendinga, á mismunandi aldursbili, sem fluttu frá landinu árið 2015. Raunar reyndist hlutfall brottfluttra undir 40 ára aldri lágt í samanburði við liðin ár og áratugi. </p> <p>Áður hafði hinu gagnstæða verið haldið fram og mikið úr því gert. -Loksins var búið að finna eitthvað sem kallast gat neikvæð þróun, haldreipi í straumi jákvæðrar þróunar samfélagsins. Reyndar var alltaf ljóst að mun fleiri hefðu flutt til landsins en frá því árið 2015 en haldreipið fólst í þeirri kenningu að óvenju margir ungir íslenskir ríkisborgarar væru að flytja frá landinu. </p> <p>Þegar Hagstofan birti svo tölfræði sem sýndi hið rétta,tölur sem ættu að hafa verið flestum fagnaðarefni, brást neikvæði hópurinn hinn versti við og gengu sumir jafnvel svo langt að ráðast á Hagstofuna fyrir það eitt að birta tölfræðilegar staðreyndir. Stofnunin var sökuð um að hafa falsað tölurnar og það hlyti hún að hafa gert vegna pólitísks þrýstings. Svo langt voru sumir til í að ganga til að verja hina neikvæðu heimsmynd sína að þeir voru tilbúnir til að beita embættismenn ógnunum, -embættismenn hjá stofnun sem birtir tölfræði. Þar skyldu menn búast við árásum ef birtar yrðu tölur sem ekki féllu að hinni dökku heimsmynd.</p> <h3>Stígum öll úr skugganum</h3> <p>Við þurfum, sem samfélag að komast úr skugga neikvæðni og niðurrifs í öllum sínum myndum. Við þurfum að læra að meta þau gæði sem við búum við og þann árangur sem við höfum náð og láta það verða okkur hvatningu til að gera enn betur. Þeir sem stundum eru kallaðir hinn þögli meirihluti verða að þora að láta ljós sitt skína og óttast ekki hramm nátttröllanna. Þau þrífast bara í myrkri. Upplýsta umræðu þola þau ekki.</p> <p>Óttumst ekki myrkrið því það er bjart framundan. Það þýðir ekki að við getum leyft okkur að vera værukær og líta á hluti sem sjálfgefna. Þvert á móti þurfum við að gera okkur ljóst að árangur okkar, staða okkar nú og framtíðarhorfur eru ekki sjálfgefnar. Árangurinn varð til með menningu, hugarfari og atorkusemi liðinna kynslóða og arftaka þeirra. Við þurfum líka að vera meðvituð um mikilvægi þeirra gömlu sanninda að ganga skuli hægt um gleðinnar dyr. Nú þurfa landsmenn að standa saman við að verja árangurinn og taka skynsamlegar ákvarðanir með langtímaávinning að leiðarljósi.</p> <h3>Við eru vel búin undir framtíðina</h3> <p>Sá árangur sem þegar hefur náðst við að vinna á skuldavanda íslenskra heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs mun bæta stöðu samfélagsins til langs tíma. Aðgerðir vegna uppgjörs slitabúa bankanna og losunar fjármagnshafta, stærstu efnahagsaðgerð Íslandssögunnar, hafa þegar skilað miklum árangri og vakið athygli víða um heim. Sá árangur mun birtast enn frekar á nýja árinu og komandi árum og áratugum, og gera okkur vel í stakk búin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar, hvort sem þær felast í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, bættum innviðum um allt land eða áframhaldandi aukinni velmegun allra hópa samfélagsins. </p> <p>Þessar aðgerðir og ótal margar fleiri hafa gert íslenskt samfélag vel í stakk búið til að nýta tækifæri ársins 2016 og þeirra sem á eftir koma. En árangurinn veltur á því að við stöndum saman um að forðast hætturnar og nýta úrræðin. Árangurinn veltur líka á því að við höldum okkur við þær leiðir sem virka. Samfélög búa yfir miklu afli sem nýta má vel eða illa. Forðumst hinar myrku hliðar þess afls og nýtum björtu hliðarnar til hins ítrasta. Þær eru sterkari og skila meiri árangri fyrir alla. </p> <p>Það er bjart yfir íslensku samfélagi. Vinnum saman í þeirri birtu á nýju ári.</p>

2015-12-31 00:00:0031. desember 2015Áramótaávarp forsætisráðherra 2015

<p>Góðir landsmenn – Gleðilega hátíð.</p> <p>Á Íslandi setur veðurfar oft mark sitt á hátíðarhöld um jól og áramót. Veður hafa verið válynd nú við árslok og á undanförnum dögum hafa íbúar Austurlands tekist á við óvenju mikinn skaðræðisstorm. Veðrið olli umtalsverðu tjóni, meðal annars á heimilum, fyrirtækjum og menningarminjum í hinum gömlu bæjum Austfjarða. Ég sendi ykkur sem hafið mátt þola þessar hamfarir góðar kveðjur og fyrirheit um að stjórnvöld muni vinna með ykkur að þeirri uppbyggingu sem í hönd fer við upphaf nýs árs. </p> <p>Enn á ný hefur það sýnt sig hversu mikilvægt það er fyrir okkur Íslendinga að hafa á að skipa einstaklega hugrökku, fórnfúsu og færu björgunarsveitafólki. Íslendingar eru stoltir af björgunarsveitunum og öllu því dugmikla og úrræðagóða fólki sem vinnur að því að verja samfélag okkar á ýmsan hátt. Þegar við fögnum áramótum með því að skjóta upp flugeldum í kvöld erum við um leið að færa þakkir fyrir þetta ómetanlega starf.</p> <p>Við áramót verður okkur hugsað til þeirra sem hafa átt við erfiðleika að stríða á liðnu ári og við vonum að þau tækifæri sem nýtt ár skapar muni reynast þeim vel. En þá er líka mikilvægt að minnast þess góða og láta það verða hvatningu til áframhaldandi framfara. </p> <p>Árið 2015 reyndist farsælt fyrir íslensku þjóðina. Flest hefur gengið okkur í hag undanfarin misseri og betur en víðast hvar annars staðar. Á mörgum sviðum, frá íþróttum að vísindum, stóðu fulltrúar okkar Íslendinga sig framúrskarandi vel á liðnu ári. </p> <p>Hagsæld jókst til mikilla muna á árinu. Kaupmáttur – það sem landsmenn fá fyrir launin sín –hefur nú aukist um 13% á 30 mánuðum. Fáheyrt, nánast óþekkt, er að hagur fólks vænkist það hratt.</p> <p>Enn merkilegra er að á tímum mikils hagvaxtar hefur jöfnuður áfram aukist. Þannig hafa laun verkafólks hækkað hlutfallslega meira en laun stjórnenda, laun kvenna hækkað hlutfallslega meira en laun karla og kaupmáttur lífeyrisgreiðslna og bóta aukist meira en kaupmáttur launa á tímabilinu.</p> <p>Vel hefur tekist til með stór mál. Stutt er síðan skuldavandi stóð efnahagslegri framtíð landsins fyrir þrifum en nú hefur skuldahlutfall heimilanna lækkað það mikið og hratt að skuldir íslenskra heimila eru orðnar hlutfallslega lægri en í mörgum nágrannalöndum okkar. </p> <p>Uppgjör slitabúa bankanna og losun fjármagnshafta gerbreyta efnahagslegri stöðu okkar og möguleikum til framtíðar. Vegna stöðugleikaframlaga og þess trúverðugleika sem áætlun um losun hafta hefur skapað má gera ráð fyrir að hrein skuldastaða Íslands gagnvart útlöndum fari úr því að vera hættulega neikvæð í að vera jákvæð á fáeinum árum. Þessi staða þjóðarbúsins verður þá orðin sú besta í hálfa öld. Það er ótrúlegur viðsnúningur á skömmum tíma og að mati erlendra fjölmiðla sem skrifað hafa um haftalosunina, algjörlega einstakt. </p> <p>Þetta þýðir að við verðum í aðstöðu til að gera betur á komandi árum á öllum þeim sviðum sem skipta okkur mestu máli. Ef við höldum okkar striki og sameinumst um að verja efnahagslegan stöðugleika og skynsamlega uppbyggingu munum við geta haldið áfram að bæta heilbrigðiskerfið, styrkja innviðina um allt land og bæta kjör allra hópa samfélagsins. </p> <p>Á nýju ári ræðst hvort okkur auðnast að byggja áfram upp á grunni þess árangurs sem þegar hefur náðst. Til þess að svo megi verða munum við þurfa samstöðu um að halda áfram á þeirri braut sem hefur reynst okkur svo vel. Hluti af því er að við viðurkennum árangurinn og látum hann þannig verða okkur að hvatningu.</p> <p>Okkur gengur vel í samanburði við aðrar þjóðir og í samanburði við aðra tíma í sögu okkar. En um leið fylgjumst við með erfiðleikum annarra og viljum láta gott af okkur leiða sem víðast. Því meiri árangri sem við náum heimafyrir þeim mun betur getum við hjálpað öðrum. </p> <p>En erum við að nýta þá hvatningu sem felst í árangrinum, og kunnum við að meta lífsgæði okkar hér á Íslandi og það hvað við erum lánsöm í samanburði við aðrar þjóðir?</p> <p>Okkur Íslendingum hefur í gegnum tíðina líkað ágætlega við þá ímynd sem þjóðin hefur áunnið sér. Við höfum verið þekkt fyrir dugnað, þrautseigju og þolgæði. Íslendingar hafa verið taldir úrræðagóðir á raunastund, yfirvegaðir og færir um að bera harm sinn í hljóði og gefast aldrei upp.</p> <p>Þessi ímynd varð áreiðanlega ekki til af ástæðulausu enda er ótrúlegt hvaða árangri Íslendingar hafa náð í þessu landi við erfiðar aðstæður um aldir. En eigum við skilið að halda þessari ímynd ef við ekki aðeins börmum okkur meira yfir áskorunum en áður heldur börmum okkur líka þegar vel gengur?</p> <p>Hvað sem ímynd líður er hollt að minnast þess hugarfars sem gerði þjóðinni okkar kleift að þrauka við kröpp kjör um aldir og að nýta tækifærin þegar þau gáfust. Vinnusemi, áræðni, samkennd og trúin á framtíðina hafa sannarlega fleytt okkur langt.</p> <p>Að undanförnu hefur það tekist, sem fátítt er, að bæta kjör allra hópa og auka jöfnuð samhliða miklum hagvexti. Okkur gengur vel á alla efnahagslega mælikvarða. Við stöndumst ekki bara samanburð við önnur Evrópulönd, við höfum tekist á við vandamálin og nýtt tækifærin að því marki að við höfum náð efstu sætum meðal vestrænna þjóða í aukningu verðmætasköpunar, atvinnuþátttöku, kjarabótum og öðrum lífsgæðum. Þegar samfélagi hefur tekist að ná slíkum árangri, árangri sem er um margt einstakur, þá er mikilvægt að sýna þolgæði og festu. </p> <p>Þegar fólk upplifir velgengni og framfarir -og árangur næst á mörgum sviðum- dregur það athyglina að undantekningunum. Þegar nást óvenju miklar kjarabætur beinist athyglin að stöðu þeirra sem búa við lök kjör miklu frekar en á þeim tímum þegar margir búa við kröpp kjör og atvinnuleysi eykst. </p> <p>Þegar hlutfall fólks sem býr við fátækt lækkar, verður jafnvel lægra en nokkru sinni fyrr, dregur það athyglina enn frekar að þeim sem ekki hafa komist úr fátækt. </p> <p>En þegar það er árangurinn sem beinir athyglinni að undantekningunum væri synd að líta á undantekningarnar sem réttlætingu fyrir því að umbylta öllu, telja allt vonlaust og ætla að byrja frá grunni, gera eitthvað allt annað.</p> <p>Þegar gengur vel, mjög vel, gefast menn ekki upp og segja að fyrst ekki sé búið að ná fullkomnun sé betra að gera enn eina tilraun með einhverja hugmyndafræði sem lofar fullkomnu samfélagi. Slíkt hefur alltaf endað illa.</p> <p>Þvert á móti, við eigum að láta árangurinn verða okkur hvatningu til að gera enn betur. Hvatningu til að leysa enn fleiri mál farsællega. Annars vegar vegna þess að árangurinn sýnir okkur að það er hægt að gera betur og hins vegar vegna þess að sá árangur sem við höfum þegar náð gerir áframhaldandi árangur auðveldari.</p> <p>Staða okkar nú er nefnilega ekki sjálfgefin, því fer fjarri eins og að minnsta kosti sex milljarðar jarðarbúa gætu sagt okkur. Erfiðleikar sem virðast nú fjarri okkur eru ekki svo fjarlægir í raun og gæði sem okkur hættir til að líta á sem sjálfgefin eru aðeins til komin vegna hugarfars, atorkusemi og skynsamlegra ákvarðana fyrr og nú. </p> <p>Þegar samfélagið er á leið sem kemur því hraðar í rétta átt en nokkur önnur, leið sem virkar að því marki að það er um margt einstakt, þá höldum við áfram á þeirri leið en beygjum ekki inn í óvissuna. </p> <p>Írski heimspekingurinn, Edmund Burke, einn mesti stjórnspekingur í sögu Evrópu benti á, þegar á 18. öld, að almennt væri það á tímum góðæris sem í ljós kæmi hið raunverulega geð, prinsipp og eðli mannanna. </p> <p>Ég nefni þetta vegna þess að á nýju ári þurfum við að sanna að við getum þolað góða tíma og unnið vel úr þeim. Við þurfum að vinna saman að áframhaldandi kjarabótum, ekki hvað síst fyrir þá tekjulægri, eldri borgara og þá sem þurfa að reiða sig á almannatryggingar. Við þurfum líka að sammælast um að halda áfram að innleiða hvata til vinnu og verðmætasköpunar. </p> <p>Fjárfesting og uppbygging sem ráðist verður í þarf að vera til þess fallin að skapa verðmæti til framtíðar. Í ferðaþjónustu, þar sem mikið er um að vera þessa dagana og mörg verkefni í bígerð, þarf uppbyggingin að vera til þess fallin að styrkja Ísland sem áfangastað til langs tíma fremur en að miða að sem mestum skammtímahagnaði. </p> <p>Þar skiptir máli að við gerum hið manngerða umhverfi, bæina og sveitirnar, sífellt meira aðlaðandi og að við byggjum í auknum mæli á þeirri auðlind sem liggur í menningu okkar og sögu. Það á ekki hvað síst við um arfleifð víkingatímans sem að miklu leyti var mótuð á Íslandi og gæti ein og sér nægt til að gera landið að áfangastað ferðamanna til framtíðar. </p> <p>Það helst svo í hendur að á sama tíma og við gerum sögu okkar og menningu hátt undir höfði blómstra nýsköpun, vísindi og rannsóknarstarf á Íslandi sem aldrei fyrr og við upplifum framfarir og nýjungar á ótal sviðum.</p> <p>Samfélag okkar virkar vel og í krafti þess getum við haldið áfram að bæta það. Mestu hætturnar sem við stöndum frammi fyrir eru kæruleysi, það að við lítum á árangurinn sem sjálfgefinn, og neikvæðni.</p> <p>Látum engan telja okkur trú um að ísland sé vonlaust og hér þurfi að snúa öllu á hvolf. Edmund Burke, sem ég vísaði til áðan, benti á að það væri algeng villa að ímynda sér að þeir sem kvarta hæst í nafni almennings séu þeir sem láta sig hag almennings mestu varða. </p> <p>Margt má betur fara og mun færast til betri vegar ef við vinnum að því í sameiningu og af skynsemi. Óvenjuleg vandamál geta kallað á óvenjulegar lausnir. Við höfum séð nokkur dæmi um það á undanförnum misserum. Önnur vandamál eru þekkt og lausnirnar líka. Þá beitum við þeim leiðum sem gefið hafa góða raun og bætum þær jafnvel í leiðinni. </p> <p>Framfarir byggjast á því að kunna að meta það sem gefst vel og læra af mistökunum og gera svo meira af því sem virkar og minna af hinu. </p> <p>Ef okkur auðnast að fylgja þeirri leið á nýju ári getur árið 2016 orðið enn betra en árið sem nú er að ljúka. Framfarir munu þá halda þá áfram, og undantekningunum mun áfram fækka og þær sem eftir standa verða viðráðanlegri.</p> <p>Við erum gæfurík þjóð í góðu landi. Við höfum náð árangri með þrautseigju og skynsemi að leiðarljósi. Þótt veður séu válynd er bjart yfir landinu okkar við þessi áramót.</p> <p>Ég þakka samfylgdina á árinu sem er að ljúka og óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Gleðilegt ár.</p>

2015-11-30 00:00:0030. nóvember 2015Forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna

<p>Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP21) hófst í dag með fundi þjóðarleiðtoga í París. Rauður þráður í ávörpum þjóðarleiðtoga var vilji til að ná metnaðarfullu framtíðarsamkomulagi í loftslagsmálum á Parísarfundinum, sem tæki gildi árið 2020 þegar öðru tímabili Kýótó bókunarinnar lýkur. <br /> <br /> Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði fundinn og hóf ávarp sitt á að votta frönsku þjóðinni samúð vegna hryðjuverkaárásanna í París fyrr í mánuðinum. Forsætisráðherra sagðist vonast til að Parísarfundurinn næði saman um nýjan loftslagssamning og að Ísland styddi metnaðarfullt samkomulag. Þá sagði forsætisráðherra áhrif loftslagsbreytinga afar sýnileg á Íslandi – jöklarnir væru að hörfa og ef ekkert verði gert til að draga úr losun, gætu þeir horfið að miklu leyti á næstu 100 árum. Forsætisráðherra kom inn á hækkun hitastigs og súrnun hafsins og slæm áhrif þess á vistkerfi sjávar. Hann kvað Ísland hafa náð miklum árangri við að draga úr losun en meira þyrfti til. Stjórnvöld hafi tilkynnt um verkefni er miði að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og landnotkun – í samvinnu við viðkomandi geira. Þá lagði forsætisráðherra áherslu á nýtingu jarðvarma þar sem Ísland hefði verið í forystu til margra ára. <br /> <br /> Forsætisráðherra segir „greinilegt að vilji sé fyrir hendi hjá þjóðarleiðtogum til að ná samkomulagi um nýjan loftslagssamning, samningamenn eigi hins vegar þungt verk fyrir höndum næstu dagana við að ná samkomulagi“. <br /> Ræðu forsætisráðherra má finna <a href="http://eng.forsaetisraduneyti.is/minister/sdg-speeches/cop21">hér</a> . <br /> <br /> Loftslagsráðstefnan stendur frá 30. nóvember til 11. desember.</p>

2015-10-27 00:00:0027. október 2015Ræða forsætisráðherra í þemaumræðum á Norðurlandaráðsþingi

<p>Forseti, <br /> Í gegnum árin höfum við oft staðið hér á þessum vettvangi og rætt um framtíð norræns samstarfs, hvort það svari kalli tímans, hvort það skipti máli í pólitískri umræðu, og hverju það skili. </p> <p>Mér sýnist hins vegar að í yfirskrift þessarar þemaumræðu sé gengið út frá því sem staðreynd að norrænt samstarf sé okkur öllum mikilvægt og því ber vissulega að fagna.</p> <p>Í umræðunni fyrir réttu ári lýsti ég þeirri skoðun minni að okkur bæri að nýta betur þau sóknarfæri sem felast í norræna samstarfinu. </p> <p>Skipulag samstarfsins er nefnilega sveigjanlegt og í því leynast tækifæri sem við eigum að grípa. Grundvallarhugmyndinni um norræna virðisaukann þarf að beita á fleiri viðfangsefni samfélagsins en nú er gert og það er fátt í sjálfri uppbyggingu samstarfsins sem kemur í veg fyrir að við gerum það. </p> <p>Öryggismál í hefðbundnum skilningi hafa hingað til verið viðfangsefni utanríkis- og varnarmálaráðherranna. Hins vegar er það svo að á undanförnum árum hafa þeir atburðir gerst bæði á Norðurlöndum og utan þeirra sem gera það að verkum að fjalla þarf um öryggismál á annan hátt en áður. </p> <p>Það er samdóma álit þeirra sem gerst þekkja að fylgjast þurfi mun betur með tilhneigingum til öfgahyggju á Norðurlöndum og hinum ýmsu birtingarmyndum hennar. </p> <p>Hvatning til ofbeldis á netinu, svokallaður hryðjuverkatúrismi og endurkoma norrænna borgara sem hafa tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi á erlendri grundu – allt eru þetta atriði sem löndin þurfa að fylgjast vel með og því eðlilegt að efna til nánara samstarfs í þessum efnum eins og Erna nefndi hér áðan. </p> <p>Nýverið bundust norrænu dómsmálaráðherrarnir fastmælum um að hefja samstarf á þessu sviði á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar. </p> <p>Við sama tækifæri ákváðu ráðherrarnir að verja fjármagni til norræns verkefnis um lýðræði, aðlögun og öryggi (Demokrati, inkludering, säkerhet) sem verið hefur í undirbúningi hjá samstarfsráðherrunum og verður hleypt af stokkunum í byrjun desember. </p> <p>Við verðum að vera betur vakandi fyrir hættunum sem koma innanfrá í samfélögum okkar hættum sem geta orðið að raunverulegri ógn og þar getur norræna samstarfið komið sterkt inn.</p> <p>Við getum líklega öll verið sammála um að samkeppnin í hnattvæddum heimi hafi sjaldan verið eins hörð. </p> <p>Á alþjóðlegum samkeppnismarkaði vilja Norðurlönd láta til sín taka og telja sig hafa margt fram að færa. </p> <p>Sú skoðun nýtur nú vaxandi fylgis að Norðurlönd eigi ekki að keppa við hvert annað um athyglina á nýjum og fjarlægum mörkuðum heldur sé heillavænlegra að þau kynni sig sameiginlega sem aðlaðandi markaðssvæði þar sem búa 26 milljónir manna með sameiginlega menningu og sögu. </p> <p>Þessháttar kynningarstarf (eða það sem oft er kallað „branding“) er viðfangsefni sem hentar vel að leysa á vettvangi norræna samstarfsins. </p> <p>Um þessar mundir er mikill áhugi á öllu því sem norrænt er og þá ekki síst norrænni menningu. Þess er skemmst að minnast þegar Norðurlönd stóðu saman að glæsilegri menningarkynningu í Washington í samstarfi við Kennedy Center þar í borg fyrir rúmum tveimur árum. </p> <p>Þessi viðburður þótti takast afar vel og það er kannski táknrænt að leitað var til allra landanna sameiginlega um þessa kynningu. Þá kom vel í ljós sá styrkur sem felst í því að eiga öflugt og þétt svæðasamstarf eins og það norræna. </p> <p>Norræna ráðherranefndin hefur nú mótað sameiginlega kynningarstefnu fyrir Norðurlönd og sett hefur verið fjármagn í að framkvæma hana með ýmsum kynningarverkefnum. </p> <p>Fróðlegt verður að fylgjast með þessari vinnu á næstu misserum.</p> <p>Við Íslendingar nýttum síðasta formennskuár okkar í Norrænu ráðherranefndinni til þess að ýta úr vör viðamiklu verkefni um norrænt lífhagkerfi (NordBio). </p> <p>Með mikilli einföldun má segja að hugmyndafræði lífhagkerfisins gangi út á það að sem minnstu sé sóað af lifandi auðlindum okkar, nánast allt skuli nýtt og ekkert megi fara í súginn. Þetta eru grunnhugmyndir sem þarf að innleiða í alla framleiðslu og neyslu. </p> <p>Verkefnið, sem var það stærsta af formennskuverkefnum okkar heldur áfram út árið 2016 en það er von okkar að svokallaður Bio-panell sem skipaður er færustu vísindamönnum Norðurlanda á þessu sviði muni taka við keflinu þannig að áherslan á lífhagkerfið verði að fastri stærð í norrænu samstarfi. </p> <p>Flest ríki eru nú að móta sér stefnu í þessum málum, eða hafa þegar gert það - á vettvangi ESB og Sameinuðu þjóðanna fer fram mikil vinna sem miðar að því að byggja upp öflug lífhagkerfi framtíðarinnar. </p> <p>Ég er þeirrar skoðunar að með sama hætti og við á sínum tíma mótuðum sameiginlega stefnu um sjálfbær Norðurlönd þá eigum við að taka á þessu verkefni sameiginlega – í því felst augljós norrænn virðisauki þar sem viðfangsefnið er hið sama óháð því hvaða land á í hlut. </p> <p>Forseti, <br /> Flóttafólk og annað förufólk streymir nú til Evrópu þ.m.t. til Norðurlanda sem aldrei fyrr. Ég ætla ekki að rekja orsakir þessara sögulegu viðburða hér. Þær ættu að vera okkur ljósar. </p> <p>Áskorunin er mikil og vandinn fordæmalaus. Ég tel að við getum eflt samstarf okkar einnig hvað þessa áskorun varðar. En þar setja illa ígrundaðar og mótsagnakendar aðgerðir og aðgerðaleysi ESB strik í reikninginn.</p> <p>Ég hef lagt áherslu á að mikilvægt sé að nálgast flóttamannavandann á heildstæðan hátt og í náinni samvinnu ríkja. </p> <p>Norrænt samstarf er vel skipulagt og hefur margsinnis sýnt að það getur brugðist hratt og vel við nýjum áskorunum – því tel ég einboðið að sá vettvangur geti nýst okkur vel í þessum efnum. </p> <p>Ég þakka áheyrnina.</p>

2015-10-18 00:00:0018. október 2015Forsætisráðherra heldur lokaerindi í Hringborði Norðurslóða

<p>Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti í dag lokaerindi í Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið hefur verið í Hörpu um helgina, en um 2000 þátttakendur frá um 50 löndum sækja ráðstefnuna.</p> <p>Í erindi sínu ræddi forsætisráðherra meðal annars þær öru breytingar sem eiga sér stað á norðurslóðum og mikilvægi heildstæðrar nálgunar til að nýta tækifærin og takast á við þær áskoranir sem í þeim felast. Forsætisráðherra sagði hraða loftslagsbreytinga og áhrif afar sýnileg á norðurslóðum og kvað mikilvægt að ná áþreifanlegum árangri á loftslagsráðstefnu SÞ í París seinna á árinu. Þá áréttaði ráðherra mikilvægi samvinnu ríkja og annarra hagsmunaaðila í málefnum norðurslóða, meðal annars innan Norðurskautsráðsins. Einnig ræddi ráðherra um mikilvægi samvinnu hins opinbera og einkageirans um ábyrga og sjálfbæra nýtingu auðlinda á svæðinu, og að réttindi íbúa á norðurslóðum verði ávallt í heiðri höfð. Sagði forsætisráðherra Ísland hafa margt fram að færa í málefnum norðurslóða, meðal annars á sviði auðlinda- og orkunýtingar og vísinda.</p> <ul> <li> <a href="http://eng.forsaetisraduneyti.is/minister/sdg-speeches/address-by-the-prime-minister-at-arctic-circle-assembly-2015">Ræða forsætisráðherra</a> (á ensku).</li> </ul>

2015-09-27 00:00:0027. september 2015Ræða forsætisráðherra á leiðtogafundi Beijing+20

<p style="text-align: left;">Í ávarpi forsætisráðherra kom fram að jafnréttismál skipti alla máli og karlmenn þurfi að taka þátt í umræðunni til jafns við konur. Þrátt fyrir að Ísland hafi verið í fararbroddi í jafnréttismálum til margra ára þá sé launamunur kynjanna enn fyrir hendi hér á landi en að Ísland hafi skuldbundið sig til að ná fullu launajafnrétti árið 2022. Forsætisráðherra fjallaði um mikilvægi þátttöku kvenna í stjórnmálum og um mikilvægi 10x10x10 átaksins sem felur í sér að hvetja karlmenn og drengi til þess að styðja jafnrétti og gerast talsmenn þess – en forsætisráðherra er einn af 10 þjóðarleiðtogum sem eru í fararbroddi átaksins.</p> <p>Forsætisráðherra þakkaði UN Women og Kína fyrir að boða til leiðtogafundarins og minna aðildarríki Sameinuðu þjóðanna á skuldbindingar sínar frá Peking ráðstefnunni fyrir 20 árum síðan – og lagði áherslu á að framkvæmd skuldbindinga sé það sem þurfi til að ná kynjajafnrétti.</p> <p><a href="http://eng.forsaetisraduneyti.is/minister/sdg-speeches/statement-by-sigmundur-david-gunnlaugsson-prime-minister-of-iceland">Ræðan í heild sinni á ensku</a>.&nbsp;</p>

2015-09-08 00:00:0008. september 2015Stefnuræða forsætisráðherra við upphaf 145. löggjafarþings

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/forsaetisraduneyti-media/media/frettir2/sdg-8-9-2015.png"><img src="/media/forsaetisraduneyti-media/media/frettir2/sdg-8-9-2015.png?proc=singleNewsItem" alt="Forsætisráðherra flytur stefnuræðu við upphaf 145. löggjafarþings" class="media-object" /></a><figcaption>Forsætisráðherra flytur stefnuræðu við upphaf 145. löggjafarþings</figcaption></figure></div> <p style="text-align: right;"><em>Talað orð gildir</em></p> <p>Virðulegur forseti, góðir landsmenn.<br /> Við höfum að undanförnu fylgst náið með fréttum af atburðum sem minna okkur á hve þakklát við getum verið fyrir það líf sem okkar góða land og friðsama samfélag hefur búið okkur, svo langt frá heimsins vígaslóð.</p> <p>Þessar aðstæður setja á herðar okkar skyldu til að koma þeim sem eru í neyð til hjálpar á þann hátt sem við best getum, eins og ég mun koma að síðar.&nbsp;</p> <p>Við búum í góðu landi þar sem sterkt samfélag, innviðir og auðlindir eru slíkar að enginn á að þurfa að líða skort. Auðvitað er margt enn óunnið og því miður búa allt of margir við erfiðar aðstæður. Sá dagur mun aldrei koma að hægt verði að segja að öllum verkefnum stjórnmála sé lokið. En með bjartsýni og vilja til að gera betur, fyrir alla íbúa landsins, má samt ná langt.</p> <p>Möguleikar okkar á að leysa ókláruð verkefni vel og takast á við áskoranir verða þeim mun meiri ef við áttum okkur á því hvaða árangri við höfum náð nú þegar og látum hann verða okkur hvatningu til að gera enn betur.</p> <p>Fá dæmi eru um að lönd hafi náð sér jafnhratt á strik efnahagslega og Ísland á síðustu tveimur árum. Það hefur gerst á sama tíma og nágrannaþjóðirnar, í viðskiptalöndum okkar, glíma áfram við miklar efnahagsþrengingar sem ekki sér fyrir endann á.</p> <p>Efnahagslega hefur Ísland vaxið hraðast Evrópuþjóða frá 2013. Kaupmáttur launa hefur aukist um 10% frá því að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók við. Þetta er einstakur árangur í alþjóðlegum samanburði.</p> <p>Öll alþjóðlegu matsfyrirtækin hækkuðu lánshæfiseinkunnir Íslands í sumar eftir kynningu á losun fjármagnshafta. Slík hækkun mun leiða til betri lánskjara og lækkunar á vaxtagjöldum.</p> <p>Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2016, sem fjármálaráðherra kynnti fyrr í dag verður íslenska ríkið rekið með afgangi þriðja árið í röð og rekstrarafgangurinn verður líklega hlutfallslega meiri en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu að Noregi undanskildum.</p> <p>Þetta skiptir gríðarmiklu máli því það þýðir að við, ólíkt flestum Evrópulöndum, erum hætt að safna skuldum, við erum að greiða þær niður.</p> <p>Í stað þess að ýta vandanum á undan okkur og leggja auknar byrðar á framtíðarkynslóðir erum við að búa í haginn fyrir framtíðina og gera okkur kleift að nýta meira fjármagn í það sem mestu máli skiptir, velferðarkerfið og sterka innviði.</p> <p>En jafnvel þótt íslenska ríkið sé rekið með afgangi munum við auka framlög til allra mikilvægustu málaflokkanna, ekki bara í krónutölu, heldur í raunverulegum verðmætum.</p> <p>Gera má ráð fyrir að lífeyrir eldri borgara og öryrkja hækki meira á næsta ári en hann hefur nokkurn tímann gert áður. Þó eru stjórnvöld meðvituð um að þar megi ekki láta staðar numið.</p> <p>Framlög til heilbrigðismála hafa aldrei verið jafnmikil, það sama á við um framlög til nánast allra velferðarmála, félagsmála og almannatrygginga.</p> <p>Sem dæmi má nefna að hrein aukning framlaga til heilbrigðis- og félagsmála á kjörtímabilinu nemur 26 milljörðum króna og er þá bæði búið að undanskilja launahækkanir og verðlagshækkanir.</p> <p>Þetta samsvarar því að hálfur Landsspítali hafi bæst við velferðarútgjöldin á kjörtímabilinu. Allar líkur eru á því að svigrúm verði til að gera en betur á næstu árum.</p> <p>Það má því með sanni segja að ríkisstjórnin sé nú að kynna velferðarfjárlög.</p> <p>Fjárlagafrumvarpinu fylgir reyndar mjög stór og óvenjulegur fyrirvari, en líka mjög jákvæður.&nbsp;</p> <p>Með losun fjármagnshafta og uppgjöri slitabúa bankanna mun staða ríkissjóðs og möguleikinn til að standa undir grunnþjónustu batna til mikilla muna.</p> <p>Þótt þau hundruð milljarða sem stöðugleikaframlag eða stöðugleikaskattur mun skila verði ekki nýtt í framkvæmdir mun leiðrétting á stöðu ríkissjóðs þýða að við getum byggt upp hraðar, þar sem vaxtagjöld munu minnka.</p> <p>Þetta tökum við ekki með í reikninginn fyrr en það er orðinn hlutur. Þess vegna má gera ráð fyrir að hægt verði að ráðast hraðar í þjóðþrifamál á borð við ljósleiðaravæðingu landsins en undirbúningi þess stórátaks er nú lokið.</p> <p>Kjör Íslendinga hafa batnað hraðar en nokkurs staðar annars staðar og takist okkur að koma í veg fyrir að verðbólgan fari á skrið má búast við áframhaldandi kjarabótum. Aldrei hefur jafnmikið verið á bak við jafnmiklar launahækkanir og í síðustu samningum.</p> <p>Engu að síður er ástæða til að hafa áhyggjur af því að launahækkanirnar fari út í verðlagið með þeim afleiðingum að þær skili sér ekki með þeim hætti sem til var stofnað.</p> <p>Það er því mikilvægt að við vinnum saman að því að auka framleiðni og verðmætasköpun svo að launahækkanir missi ekki marks með hækkun verðlags.</p> <p>Hraður vöxtur efnahagslífsins og miklar launahækkanir leiða því miður oft til aukinnar misskiptingar. En það á ekki við hér, ekki núna.</p> <p>Nú hefur það gerst á Íslandi, á sama tíma og hagvöxtur eykst og laun hækka, að tekist hefur að ná meiri jöfnuði en dæmi eru um í sögu landsins. Árið 2014 varð tekjudreifing jafnari en áður og tekjujöfnuður á Íslandi er nú meiri en í öðrum löndum.</p> <p>Í mörgum löndum er nú mikið rætt hvernig hægt sé að bregðast við aukinni misskiptingu. Þar setja menn sér markmið um að komast í svipaða stöðu og við höfum þegar náð á mörgum árum eða áratugum.&nbsp;</p> <p>Stærstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa allar miðað að því að rétta stöðu heimilanna og bæta kjörin í landinu. Fjárlagafrumvarpið er mikilvægur liður í framhaldi þeirrar vinnu.</p> <p>Með því er ráðist í verulegar breytingar á skattlagningu og gjaldtöku ríkisins með það að markmiði að styrkja heimilisbókhald fólks með millitekjur og lægri tekjur.</p> <p>Það má því áfram gera ráð fyrir að kjör allra batni, en þó sérstaklega millitekju- og lágtekjufólks, og þannig batni lífskjör á Íslandi áfram en um leið aukist jöfnuður áfram.</p> <p>Tekjuskattur lægri- og millitekjuhópa lækkar og tollar verða afnumdir á yfir 1600 vöruflokkum en með því styrkjum við stöðu íslenskra neytenda og íslenskrar verslunar.</p> <p>Innlend matvæli hafa árum saman haldið aftur af verðbólgu á Íslandi. Nú á lækkun annarra vara að skila því sama.</p> <p>Þar skiptir þó öllu máli að verslanir skili þeim miklu lækkunum sem fylgja munu afnámi tolla áfram til neytenda. Þar þarf almenningur að vera vel á verði.</p> <p>Efnahagsleg staða Íslands hefur styrkst mikið að undanförnu og einkennist nú af stöðugleika með lágri verðbólgu, litlu atvinnuleysi, auknum kaupmætti, lækkun skulda og hallalausum ríkisrekstri.</p> <p>Gangi hagspár eftir munum við upplifa lengsta samfellda hagvaxtarskeiðið í seinni tíma hagsögu Íslands.&nbsp;</p> <p>Sagan kennir okkur að við þurfum að fara að öllu með gát þegar jákvæðir hagstraumar leika um okkur. Sérstaklega er ástandið á vinnumarkaði tvísýnt og hefur nú verið um langt skeið.</p> <p>Mikilvægt er að aðilar vinnumarkaðarins, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði, taki af skarið og sníði þá agnúa af umgjörðinni, sem þeir telja versta.</p> <p>Að öðrum kosti er ólíklegt að við náum þeirri festu í umgjörð vinnumarkaðar sem nauðsynleg er og verðbólga verði viðvarandi vandamál, líkt og hún hefur verið stærsta hluta lýðveldistímans.</p> <p>Aðilar vinnumarkaðarins þurfa líka að nota tækifærið sem nú gefst til að vinna með stjórnvöldum að því að bæta fjármálakerfi landsins fremur en að standa vörð um óbreytt kerfi verðtryggingar.</p> <p>Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga í lok maí síðastliðins kemur fram að ráðist verði í átak með byggingu allt að 2300 félagslegra leiguíbúða á árunum 2016–2019, þó að hámarki 600 íbúðir á ári.</p> <p>Það er jafnmikill fjöldi íbúða og allar íbúðir á Egilsstöðum og Ísafirði samanlagt. Ef stofnað væri sérstakt sveitarfélag um íbúðirnar, sem stendur ekki til, yrði það 10.stærsta sveitarfélag landsins.&nbsp;</p> <p>Með nýju íbúðunum verður einkum komið til móts við fólk í lægstu tveimur tekjufimmtungunum. Þannig verður tekjulágum fjölskyldum veittur aðgangur að ódýru og öruggu leiguhúsnæði.</p> <p>Einnig er unnið að nýju húsnæðisbótakerfi sem felur í sér verulega aukinn stuðning við leigjendur.</p> <p>Virðulegur forseti<br /> Framlög til Landspítalans hafa stóraukist á kjörtímabilinu og munu gera það áfram á næsta ári.</p> <p>En um leið er mikilvægt að gleyma því ekki að heilbrigðisþjónustan er stærri en bara Landspítalinn og víða um land hafa heilbrigðisstofnanir ekki enn endurheimt fyrri styrk.</p> <p>Við því munum við þurfa að bregðast. Jafnframt þurfum við að halda áfram að fjölga hjúkrunarrýmum en nú er verið að ljúka við áætlun um byggingu þriggja hjúkrunarheimila með um 200 ný hjúkrunarrými.</p> <p>Heilsugæslan verður styrkt sem fyrsti viðkomustaður sjúklinga og greiðsluþátttöku sjúklinga verður breytt til að verja þá sérstaklega sem þurfa á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda þannig að þeir greiði ekkert umfram ákveðið hámark árlega.</p> <p>Verið er að hrinda af stað stórfelldri aðgerð til að stytta biðlista eftir verkföll og með kjarasamningum og niðurstöðu gerðardóms eru störf í íslenskri heilbrigðisþjónustu orðin samkeppnishæf við sambærileg störf annars staðar á Norðurlöndum.</p> <p>Skilvirkasta fjárfestingin sem hægt er að ráðast í á sviði heilbrigðisþjónustu felst í forvörnum. Það á alveg sérstaklega við hjá þjóð þar sem meðalaldurinn mun fara hækkandi á komandi árum og áratugum.</p> <p>Þess vegna vinnur ráðherranefnd um lýðheilsu nú að því að undirbúa og innleiða átak til að bæta heilsu og lífsgæði landsmanna á öllum aldri.</p> <p>En huga þarf að fleiru til að auka lífsgæði í landinu. Þar skiptir menntun sköpum.&nbsp; Framtíðarárangur okkar sem þjóðar mun velta á því hvernig til tekst með menntun, rannsóknir og vísindi.</p> <p>Vísbendingar eru um að Íslendingar hafi á undanförnum árum dregist aftur úr samanburðarþjóðum á ýmsum sviðum menntamála, meðal annars í grunnmenntun barna, í lestri og stærðfræði.</p> <p>Menntamálaráðherra og ríkisstjórnin bregðast nú við þessu með átaki til að efla læsi og bæta árangur menntakerfisins allt frá leikskóla að háskóla.</p> <p>Framlög til vísinda, rannsóknar- og þróunarstarfs verða áfram stóraukin en um leið mun einföldun regluverks, jákvæðir hvatar í skattkerfinu og aukin áhersla atvinnulífsins á nýsköpun verða til þess að ótal hugmyndir munu verða að veruleika og skapa mikil verðmæti fyrir samfélagið til framtíðar.</p> <p>Um leið er unnið að því að styrkja rekstur helstu menningarstofnana eftir mikinn niðurskurð undanfarinna ára, ásamt því að efla sjóði á sviði menningar og lista. Sérstaklega verður hugað að barnamenningu.</p> <p>Árangur íslenskra íþróttamanna að undanförnu er stórkostlegur og mikilvægt er að muna að hann er afrakstur þrotlausrar vinnu íþróttamannanna sjálfra, aðstandenda þeirra, íþróttahreyfingarinnar og uppbyggingar liðinna ára.</p> <p>Í samræmi við stjórnarsáttmálann verður stuðningur við félagasamtök á sviði íþrótta- og æskulýðsmála aukinn, sem og sjálfboðaliðahreyfingar á borð við björgunarsveitirnar og önnur hjálparsamtök.</p> <p>Gífurlegur vöxtur í ferðaþjónustu hefur ekki orðið til af sjálfum sér. Við þurfum að haga aðstæðum þannig að ávinningur verði sem mestur af þessari stærstu útflutningsgrein landsins, og því að góður árangur nú skili sér í uppbyggingu til framtíðar.</p> <p>Þar má ekki ráða för einföld hagnaðarvon til skamms tíma með ódýrum og óaðlaðandi byggingum og niðurtroðinni náttúru.</p> <p>Unnið er að samræmdri stefnu í ferðamálum. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur verið efldur til muna og ríkisstjórnin leggur áherslu á einföldun regluverks fyrir greinina og atvinnulífið almennt.</p> <p>Fjölmörg smærri fyrirtæki hafa þurft að eyða óþarflega miklum tíma og fyrirhöfn í flókið regluverk. Slíkt dregur úr nýsköpun og skapar hættu á neðanjarðarstarfsemi.</p> <p>Unnið er að því að koma upp einni gátt svo að hægt verði að sækja um öll leyfi og skila öllum gögnum á einum stað.</p> <p>Þessar breytingar munu ekki síður hafa jákvæð áhrif á stærri rekstur og iðnað. Það er reyndar sérstakt ánægjuefni hversu mörg stór iðnaðarverkefni eru í burðarliðnum á Íslandi um þessar mundir. Fjárfestar, innlendir sem erlendir hafa öðlast mikla trú á framtíð landsins.</p> <p>Til að verja þann árangur sem náðst hefur, og halda áfram að sækja fram, er mikilvægt að kunna að meta árangurinn.</p> <p>Íslendingar hafa náð árangri á mörgum sviðum en tvennt er nefnt umfram annað sem dæmi um svið þar sem Ísland getur veitt öðrum þjóðum leiðsögn.</p> <p>Það eru umhverfismál og sjávarútvegur.</p> <p>Nær öll íslensk orka er framleidd með umhverfisvænum, endurnýjanlegum orkugjöfum.</p> <p>Ekkert annað land kemst nálægt því að ná sama hlutfalli grænnar orku.</p> <p>Nú er unnið að því að fjölga rafmagnsbílum og öðrum umhverfisvænum bifreiðum og meira að segja skip gætu verið knúin raforku í framtíðinni eins og Norðursigling á Húsavík hefur þegar sýnt fram á.</p> <p>Það skýtur því skökku við að hér á landi sé stundum talað eins og orkuframleiðsla sé syndsamleg, svo ekki sé minnst á iðnað sem nýtir orku.</p> <p>Hitt sviðið er sjávarútvegur.</p> <p>Víðast hvar er óveiddur fiskur lítils virði og sjávarútvegur í samanburðarlöndunum ríkisstyrktur á sama tíma og fiskstofnar eru ofveiddur.</p> <p>Hér á landi hefur tekist að haga málum þannig að sjávarútvegur skilar þjóðarbúinu verulegum tekjum á sama tíma og stofnarnir eru nýttir á sjálfbæran hátt og greinin hefur orðið undirstaða mikillar nýsköpunar og fjölmargra árangursríkra nýsköpunarfyrirtækja.</p> <p>Viðurkennum að Ísland stendur sig vel á sviðum umhverfismála og sjávarútvegsmála og látum það verða okkur hvatningu til að gera enn betur.</p> <p>Ný náttúruverndarlög og landsskipulagsstefna og aukin framlög til skógræktar og landgræðslu eru meðal þess sem mun hjálpa okkur að vernda umhverfið enn betur en áður.</p> <p>Í sjávarútvegi munum við leggja áherslu á að halda áfram að byggja upp fiskstofna og stuðla að aukinni verðmætasköpun en vinna um leið gegn samþjöppun í greininni og því að viðhalda störfum í byggðarlögum um allt land.</p> <p>Virðulegur forseti.<br /> Vinnu nefndar um endurskoðun stjórnarskrárinnar miðar vel og útlit er fyrir að samstaða geti náðst um veigamiklar og mikilvægar breytingar -með ákvæði um auðlindir og sögulegar breytingar í átt að stórauknu beinu lýðræði.</p> <p>Ég hvet til góðrar samvinnu allra flokka um framhaldið.</p> <p>Á haustþingi er stefnt að framlögn frumvarps um stofnun millidómstigs með það að markmiði að treysta dómskerfi og tryggja réttaröryggi.</p> <p>Á næstu vikum birtist jafnframt nýtt hagsmunamat vegna tækifæra og úrlausnarefna á norðurslóðum.</p> <p>Gríðarlega miklu máli skiptir að okkur auðnist að nýta vel þau tækifæri sem fyrir okkur liggja vegna þróunarinnar þar.&nbsp;</p> <p>Góðir landsmenn.<br /> Margt gengur vel á Íslandi þessa dagana og við höfum ástæðu til að vera bjartsýn á framtíðina en það þýðir líka að við höfum bæði möguleika á, og skyldu til, að láta gott af okkur leiða fyrir þjóðir sem búa við kröpp kjör.</p> <p>Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið í fjögur ár og talið er að meira en helmingur landsmanna hafi yfirgefið heimili sín, eða um 12 milljónir manna.</p> <p>Alls er talið að í heiminum séu um 60 milljónir flóttamanna. Þótt straumur flóttamanna til Evrópu sé ekki ný-tilkominn hefur hann aukist hratt að undanförnu og um leið hefur vitund fólks og umræða um vandann aukist til mikilla muna.</p> <p>Íslensk stjórnvöld telja gríðarlega mikilvægt að við og aðrar þjóðir bregðumst eins vel við þessum vanda og kostur er.</p> <p>Þess vegna var ráðherranefnd um málefni flóttamanna og innflytjenda komið á til að samræma vinnu ráðuneyta og stofnana svo að hún megi verða sem árangursríkust.</p> <p>Við höfum líka séð mikla góðvild og hjálpfýsi almennings á Íslandi og víða um lönd, og mikinn vilja til að láta gott af sér leiða. Það skiptir miklu máli.</p> <p>Vandinn er svo stór að það mun þurfa alþjóðlega samvinnu til að bregðast við honum. Þetta er alþjóðlegt vandamál og stjórnvöld í ólíkum löndum þurfa að koma sér saman um viðbrögð, stefnu og markmið.</p> <p>Úrlausnarefnið er gríðarlega umfangsmikið. Við munum þurfa að auka framlög til málaflokksins umtalsvert og aðlaga undirbúningsvinnu þróuninni að undanförnu, en við þurfum líka að meta hluti á borð við hvort hægt sé að einfalda ættleiðingu barna frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum löndum. Þúsundir sýrlenskra barna eru nú munaðarlaus og búa við erfiðar aðstæður.&nbsp;</p> <p>Í öllum sínum aðgerðum verða Ísland og önnur Evrópulönd að gæta þess að senda ekki út þau skilaboð að þau aðstoði fólk eingöngu ef það leitar á náðir glæpamanna og hættir lífi sínu til að komast til Evrópu.</p> <p>Þess vegna verðum við líka að huga að þeim mikla fjölda flóttafólks sem býr við afar erfiðar aðstæður í löndunum í kringum Sýrland.</p> <p>Við erum eflaust öll sammála um að við eigum að leggja áherslu á að nýta möguleika okkar til að framkvæma sem best skyldu okkar og vilja til að aðstoða fólk í neyð eftir bestu getu.</p> <p>Virðulegi forseti.<br /> Ísland er gott land. Það er betra í dag en í gær og verður enn betra á morgun. Lífskjör batna hratt.&nbsp;Efnahagslegur jöfnuður er hvergi meiri og hann er enn að aukast. Við búum við öryggi í fallegu, hreinu og heilnæmu umhverfi.&nbsp;Með hverjum degi eykst nýsköpun og ný framsækin fyrirtæki eru stofnuð. Ríkið leitast líka við að bæta rekstur sinn og þjónusta borgarana betur og um leið viljum við aðstoða aðrar þjóðir í neyð.</p> <p>Á Íslandi blasa hvarvetna við uppbygging og framfarir. Við stöndum enn frammi fyrir stórum úrlausnarefnum.&nbsp;En reynslan sýnir að við getum leyst vandamálin og nýtt tækifærin.&nbsp;Til þess að okkur auðnist að gera það þurfum við kunna að meta það sem vel hefur gengið og láta það verða okkur hvatningu til að gera enn betur.</p>

2015-06-17 00:00:0017. júní 2015Ávarp forsætisráðherra á Austurvelli 17. júní 2015

<p>Góðir Íslendingar, gleðilega hátíð.<br /> Þjóðhátíðardagurinn 17. júní hefur átt sess í hjörtum Íslendinga í rúm hundrað ár. Fæðingardags Jóns Sigurðssonar var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 og á aldarafmæli Jóns 1911 var fyrst haldinn almennur þjóðminningardagur – sama ár og styttan af Jóni var afhjúpuð við Stjórnarráðshúsið.</p> <p>20 árum síðar var hún flutt hingað á Austurvöll og hefur á þessum stað orðið vitni að fjölmörgum merkisviðburðum í sögu þjóðarinnar.</p> <p>Það er fastur liður í hátíðahöldum þennan dag að minnast mannsins sem leiddi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og þakka fyrir það sem sú barátta hefur skilað okkur í gegnum tíðina og gerir enn þann dag í dag.</p> <p>En um hvað snýst þessi hátíðisdagur annað en að minnast afmælisbarnsins Jóns Sigurðssonar?</p> <p>Flestir geta líklega sammælst um að 17. júní sé dagur til að gleðjast.</p> <p>Við höldum hátíð og gleðjumst yfir því að vera hluti af þeirri margbreytilegu stórfjölskyldu sem kallar sig Íslendinga. Þannig snýst dagurinn líka um samheldni, hann minnir okkur á að við séum öll einn hópur, hópur með sameiginlega sögu og menningu og hópur sem tekst í sameiningu á við raunir og tækifæri.</p> <p>En dagurinn snýst líka um sjálfstraust. Hann snýst um að við minnumst þess að við höfum ástæðu til að hafa trú á okkur sjálfum sem þjóð, hafa trú á því að í sameiningu getum við náð miklum árangri.</p> <p>Við lýðveldisstofnun árið 1944 skorti Íslendinga ekki sjálfstraust og samheldni, ekki frekar en þegar þeir ákváðu að verða fullvalda þjóð, um aldarfjórðungi fyrr.</p> <p>En þrátt fyrir áræði og trú á landinu þorðu líklega fáir að vona, að fáeinum áratugum seinna yrði Ísland orðið að fyrirmynd í samfélagi þjóðanna. Að velferðarmælikvarðar sýndu framúrskarandi árangur á flestum sviðum; að almennt heilbrigði hefði aukist stórkostlega, að hér væru lífslíkur einar þær bestu í veröldinni, atvinnuleysi minna en annars staðar og kynjajafnrétti hvergi meira.</p> <p>Að í alþjóðlegum samanburði væri Ísland talið öruggasta land í heimi, Ísland væri í þriðja sæti á lista yfir þau lönd þar sem best þætti að búa , að jöfn réttindi allra væru betur tryggð en annars staðar og að Íslendingar væru að mati Sameinuðu þjóðanna sú þjóð sem, fremur en nánast allar aðrar þjóðir heims, hefði ástæðu til að vera hamingjusöm, sama til hvaða mælikvarða væri litið.</p> <p>Þessar staðreyndir alþjóðlegs samanburðar sýna að trúin á framtíðina hefur skilað okkur langt.</p> <p>Þær sýna að þjóðin hefur í áranna rás horft til framfara og byggt samfélagið skynsamlega upp á grunni þess sem gengnar kynslóðir veittu í arf.</p> <p>Það er hlutverk okkar sem nú byggjum landið að skrifa næstu kafla þeirrar framfarasögu.</p> <p>Óþrjótandi &nbsp;metnaður þjóðarinnar, og löngun til að gera sífellt betur, hefur reynst gott veganesti. Það er mikilvægt að okkur auðnist að viðhalda þeim metnaði og nýtum um leið árangurinn til að minna okkur á að við höfum ástæðu til að þakka &nbsp;fyrir það sem fyrri kynslóðir hafa gert og láta það verða okkur hvatningu til að gera enn betur fyrir kynslóðir framtíðar. &nbsp;</p> <p>Síðustu misseri hafa gefið okkur enn frekari ástæðu til að líta björtum augum fram á veginn. Ísland stendur nú á ný upprétt í samfélagi þjóða eftir að hafa sigrast á mestu efnahagserfiðleikum síðari tíma með elju og einlægum ásetningi.&nbsp;</p> <p>Búið er að lækka skuldir heimilanna, störfum hefur fjölgað og &nbsp;hafa aldrei verið fleiri, kaupmáttur eru orðinn meiri en hann hefur áður verið í landinu, verðbólga er lág og nú blasir við að hægt verði að lækka skuldir ríkisins vegna fjármagns sem renna mun í ríkissjóð til að gera afnám hafta mögulegt. Það kemur samfélaginu öllu til góða.</p> <p>Þessi vatnaskil þýða að við getum einbeitt okkur að því að horfa fram á við. Nýtt tækifærin sem bíða og þær áskoranir sem felast í því að gera gott samfélag betra. Þar verður alltaf af nógu að taka – bæði til að viðhalda og styrkja innviðina og bæta kjörin, ekki hvað síst þeirra sem minnst hafa.</p> <p>Góðir landsmenn.<br /> Þjóðhátíðardagurinn 17. júní skipar margs konar sess í hugum okkar. Hann er dagur til að gleðjast yfir því sem vel hefur tekist við uppbyggingu samfélagsins, dagur til að minnast þeirra brautryðjenda sem fyrr á tíð skópu framtíð þjóðarinnar með baráttu sinni og dagur til að virkja samtakamátt okkar og setja markiðin enn hærra en áður til heilla fyrir framtíðarkynslóðir landsins.</p> <p>Íslendingar hafa þegar náð árangri sem hlýtur að teljast &nbsp;merkilegur. Það er nánast sama um hvaða svið er að ræða, hvort sem það er keppni í íþróttum, listir eða vísindi, okkar litla samfélag á fjölda fulltrúa sem skara fram úr á heimsvísu. Og það er mikilvægt að muna að við getum nýtt sama drifkraft til framfara innanlands.</p> <p>Á Íslandi hefur okkur auðnast að taka stórar ákvarðanir og fara nýjar leiðir, jafnvel þegar við höfum ekki haft mörg - og stundum engin - fordæmi til að styðjast við. Íslendingar hafa fyrir vikið verið í fararbroddi í mörgum framfaramálum.</p> <p>Nú eru liðin hundrað ár frá því að íslenskar konur öðluðust rétt &nbsp;til að kjósa í alþingiskosningum.</p> <p>Þessum 100 ára áfanga verður sérstaklega fagnað þann 19. júní - eftir tvo daga - með margvíslegum hætti víða um land, hátíðahöldum og &nbsp;viðburðum þar sem menningararfi þjóðarinnar verður gerð skil.</p> <p>Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa tekið vel í þá hvatningu ríkisstjórnarinnar að starfsmenn fái eftir því sem kostur er frí frá &nbsp;hádegi &nbsp;á föstudaginn í tilefni þessa merka dags.</p> <p>Það er vert að minnast þess að árið 1915 fengu ekki aðeins konur kosningarétt í alþingiskosningum heldur einnig verkamenn og verr stæðir karlmenn sem ekki höfðu haft kosningarétt fram að því.</p> <p>Þá var fyrst fært í lög á Íslandi að kosningaréttur skyldi vera almennur og miðaður við ákveðinn aldur, þó enn væru undanskildir þeir sem skulduðu sveitarstyrk. Þessi tímamót mörkuðu afar mikilvægt skref í lýðræðisþróun samfélagsins og í þeirri mikilvægu hugsjón að á Íslandi skuli allir þegnar samfélagsins njóta jafnra réttinda.</p> <p>Við munum áfram vinna að auknu jafnrétti og jafnræði í íslensku samfélagi en í þeirri vinnu er mikilvægt að minnast þess árangurs sem þegar hefur náðst og láta hann verða hvatningu til að gera enn betur.</p> <p>Ísland hefur um langt árabil verið leiðandi í jafnréttismálum og undanfarin sex ár hefur landið skipað efsta sæti lista árlegrar skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins um kynjajafnrétti. Sá listi og annar alþjóðlegur samanburður staðfestir þann góða árangur sem náðst hefur á sviði jafnréttismála á liðnum árum.</p> <p>Það er afar ánægjulegt og við eigum að vera stolt af því. Við höfum mikið fram að færa á þessu sviði á heimsvísu og eigum að styðja við jafnréttisverkefni í öðrum heimshlutum.&nbsp;</p> <p>En okkur hefur ekki aðeins miðað áfram í jafnrétti kynjanna.</p> <p>Við höfum náð árangri á ótal sviðum við að auka jöfnuð og jafnrétti í samfélaginu. Á meðan aðrar þjóðir standa frammi fyrir verulega aukinni misskiptingu hefur efnahagslegur jöfnuður verið að aukast á Íslandi.</p> <p>Fyrir fáeinum dögum birtust niðurstöður alþjóðlegs samanburðar sem sýnir að tekjujöfnuður hefur aldrei verið jafnmikill á Íslandi og nú. Misskipting hefur aldrei verið minni, en auk þess er hlutfall fátæktar lægst hér og hefur aldrei verið lægra.</p> <p>Það ættum við að líta á sem góða hvatningu til að gera enn betur.</p> <p>Góðir landsmenn.<br /> Ég minntist á að Sameinuðu þjóðirnar telji Íslendinga hafa fleiri tilefni til að vera hamingjusamir en nánast allar aðrar þjóðir heims. Raunar er bara eitt land annað sem telst búa við jafn mikil lífsgæði og Íslendingar. En hvað finnst okkur sjálfum?</p> <p>Stundum virðist sem fremur sé lögð áhersla á&nbsp; hið neikvæða en að meta það sem vel hefur reynst og nýta þann árangur til að gera enn betur. Við getum vissulega gert betur á mörgum sviðum en besta leiðin til þess er sú að meta það sem vel hefur reynst og gera enn meira af því en minna af hinu.</p> <p>Við eigum líka að leyfa okkur að gleðjast yfir því góða á hátíðlegri stund eins og þessari og láta gleðina veita okkur hvatningu til áframhaldandi framfara.</p> <p>Við vitum auðvitað öll að raunveruleg hamingja verður aldrei mæld í tölum. En samt er rétt að minnast þess gamla vísdóms að glöggt er gests augað. Þessi samanburður segir okkur að hér á landi séu rík tilefni til hamingju. Það er svo okkar að nálgast þau með opnum huga, sjá þau og nýta.</p> <p>Eins og ég hef rakið hefur Ísland spjarað sig vel frá því að landið varð sjálfstætt og fullvalda ríki. Það er ánægjulegt að sjá að Danir hafa líka spjarað sig ljómandi vel eftir aðskilnaðinn, en Danmörk fylgir raunar næst á eftir Íslandi á hamingjulista Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Á morgun fara fram kosningar í Danmörku. Þegar forsætisráðherra landsins boðaði til kosninga hafði hann á orði að Danmörk væri besta land í heimi. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar gerði engan ágreining um það. Danmörk væri svo sannarlega besta land í heimi ... en það gæti orðið enn betra.</p> <p>Í heildarsamhengi hlutanna hljótum við Íslendingar að geta verið sammála um að Ísland sé að minnsta kosti nokkuð gott land og líklega bara mjög gott land ... þótt það geti vissulega orðið enn betra.</p> <p>Góðir Íslendingar, kæru&nbsp; þjóðhátíðargestir.<br /> Þjóðhátíðardagurinn minnir okkur á að við eigum öll að minnsta kosti eitt sameiginlegt: Við viljum öll bæta landið okkar, bæta samfélagið og búa framtíðarkynslóðum örugga framtíð í góðu landi. Hvort sem við lifum og störfum í höfuðborginni, ræktum landið, sækjum sjóinn, tökum á móti ferðamönnum eða sinnum öðrum störfum þá erum við öll að vinna í þágu samfélagsins. Árangur okkar byggist á því að við skiptum með okkur verkum en vinnum þó öll saman.&nbsp;</p> <p>Þessi dagur minnir okkur því fyrst og síðast á þá sameiginlegu skyldu okkar og hugsjón sem þjóð, að standa vörð um árangur fyrri kynslóða sem við njótum í dag, og að skila komandi kynslóðum enn betra samfélagi, svo gott verði að búa á Íslandi til framtíðar.</p> <p>17. júní er dagur til að gleðjast, dagur til að efla samheldni okkar, dagur til að minnast hins liðna og dagur til að minna okkur á hvers við erum megnug og búa okkur undir að sækja fram.</p> <p>Daginn sem íslenskar konur og verkamenn fengu kosningarétt árið 1915 gerðist fleira sögulegt. Þann sama dag fengum við Íslendingar eigin þjóðfána. Fánann sem við flöggum stolt á þessum degi um land allt.</p> <p>Það er vel við hæfi að þetta hafi gerst sama dag. Fáninn táknar náttúru landsins og trúna og menningararfinn en hann er líka merki frelsis, lýðræðis og jafnræðis.</p> <p>Á hundrað ára afmælisári þjóðfánans taka gildi ný lög um notkun fánans. Við skulum temja okkur að nota þennan fallega fána meira en um leið vinna áfram að meira jafnrétti, meira lýðræði og meiri framförum. Meira af því sem á að gera okkur stolt á þessum degi og alla aðra daga, meira af því sem gerir okkur stolt af Íslandi.</p>

2015-05-07 00:00:0007. maí 2015Um stöðu Íslands á norðurslóðum

<p>Titill á ræðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson&#160;forsætisráðherra var „Island in a Sea of Change - How the Arctic is developing and Iceland managing“. Sagði forsætisráðherra meðal annars stöðu Íslands á norðurslóðum sterka og ræddi mikilvægi þess að þróunin á norðurslóðum verði sjálfbær og íbúum norðurskautsins til hagsbóta.</p> <p>Í framhaldi af ræðunni tók forsætisráðherra þátt í umræðum við áhorfendur úr sal og stjórnanda umræðunnar, Stephen Sackur, þáttastjórnanda á BBC sjónvarpsstöðinni.</p> <ul> <li><a href="http://eng.forsaetisraduneyti.is/minister/sdg-speeches/island-in-a-sea-of-change-how-the-arctic-is-developing-and-iceland-managing">Ræða forsætisráðherra um norðurslóðir í heild sinni (á ensku)</a></li> </ul>

2015-04-16 00:00:0016. apríl 2015Ræða forsætisráðherra á ársfundi Samtaka atvinnulífsins

<p>Fundarstjóri, formaður Samtaka atvinnulífsins, Göran Persson og aðrir góðir gestir.</p> <p>Mig langar til að byrja á smá upprifjun og líta aftur til ársins 1986. Árið 1986 var um margt ágætt ár. Þrennt bar þar líklega hæst. Reagan og Gorbachev hittust í Reykjavík til að ljúka kalda stríðinu og koma á heimsfriði.</p> <p>Íslendingar tóku þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrsta sinn með lagi um banka og töldu sigurinn vísann og Framarar urðu Íslandsmeistarar í knattspyrnu.&nbsp;<br /> En fleira gerðist það ár.&nbsp;</p> <p>Í byrjun ársins var lögð fram hugmynd um hvernig stöðva mætti víxlhækkanir launa og verðlags og freista þess i staðinn að halda gengi krónunnar og verðlagi stöðugu, en stefna að framleiðniaukningu í þjóðfélaginu og bættum lífskjörum á grunni aukinnar verðmætasköpunar.&nbsp;</p> <p>Aðilar vinnumarkaðarins féllust á að fara þessa leið og strax á því ári varð ljóst að árangur myndi nást. Aðstæður á vinnumarkaði bötnuðu og grunnur var lagður að auknum kaupmætti.&nbsp;</p> <p>Margir hömruðu á því að þetta væri vænlegri leið til kjarabóta en launahækkanir án framleiðniaukningar sem engu skiluðu þar sem gengi og verðlag fylgdu í kjölfarið.&nbsp;<br /> Árangurinn sem skilaði sér strax jók bjartsýni, og e.t.v. aðeins of mikið, því að strax um haustið voru gerðar kröfur um gífurlegar launahækkanir á grundvelli þess að efnahagsástandið væri orðið allt annað og betra.&nbsp;</p> <p>Þegar leið á árið 1986 var hugarfarið orðið einhvern veginn svona: Úr því að efnahagslífið hefur loksins náð jafnvægi þá er allt hægt.&nbsp;</p> <p>Á endanum var samið um yfir 40% hækkun lægstu launa. Önnur laun skyldu að mestu hækka um hliðstæða krónutölu, en yfirgreiðslur falla inn í launin. &nbsp;</p> <p>Stórir hópar vildu hins vegar ekki una þessu og síðari hluta vetrar fengu þeir launahækkun sem var hlutfallslega svipuð þeirri sem þeir lægst launuðu fengu. – Sem sagt, prósentuhækkun.&nbsp;</p> <p>Kaupmáttur þessara launahækkana byrjaði þegar að falla og í árslok komu enn á ný kröfur um launahækkanir, sem ljóst var að engin leið yrði að standa undir.</p> <p>Við blasti stöðugt rýrnandi kaupmáttur og stóð svo þangað til þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir í ársbyrjun 1990.&nbsp;</p> <p>Þeir samningar voru gerðir á sama grunni og lagður var 1986, en í þetta skiptið var hugmyndinni fylgt eftir um árabil, með þeim árangri sem allir þekkja.</p> <p>II.<br /> Nú tæpum þremur áratugum síðar er margt breytt en annað við það sama.</p> <p>Samskipti Vesturveldanna og Rússlands hafa færst í öfuga átt. Væntingarnar til Eurovision eru hófstilltari og Frammarar vænta þess að þeir geti þurft að bíða a.m.k. eitt ár í viðbót með að verða Íslandsmeistarar ... í ljósi þess að liðið spilar ekki í efstu deild þetta árið.&nbsp;</p> <p>Hins vegar er þróunin á vinnumarkaði ískyggilega farin að líkjast því sem gerðist árið 1986.<br /> Nýverið var bent á það í fréttum að nú væri engin verðbólga og enginn skortur á peningum.<br /> Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð lýsti hún því yfir að unnið yrði að kaupmáttaraukningu með aukinni framleiðslu og aukinni framleiðni atvinnuveganna. Það er augljóslega langtímaverkefni.&nbsp;</p> <p>Ríkisstjórn getur stutt við slíka þróun, en fyrst og fremst er það í valdi aðila vinnumarkaðarins að ná því fram. Það ætti flestum að vera ljóst að á þennan hátt, og þennan hátt einan, er hægt að bæta lífskjör varanlega.&nbsp;</p> <p>Við getum ekki rifið okkur upp á hárinu og við einfaldlega meiðum okkur &nbsp;ef við reynum. &nbsp;<br /> Ríkisstjórnin er til í að taka þátt í að móta skynsamlegar aðgerðir með aðilum vinnumarkaðar sem leitt geti til kjarasamninga sem ógna ekki stöðugleika.&nbsp;</p> <p>Það segir sig sjálft að ríkisstjórnin getur ekki stutt verðbólguhvetjandi kjarasamninga og mun leggjast á árarnar með aðilum vinnumarkaðarins svo niðurstaðan verði til þess að skapa Ávinning, en ekki Óvinning! &nbsp;</p> <p>Verðbólgu samningar leiða til minni kjarabóta fyrir launþega, meiri og síendurtekinna átaka og endurtekinna leiðréttinga á vinnumarkaði, hækkunar verðtryggðra skulda og gengislækkunar.&nbsp;</p> <p>Allt bitnar þetta á samfélaginu öllu en verst á fólki með lægri- og millitekjur.<br /> Við yrðum mörg ár að vinna okkur út úr slíkum vanda og því megum við ekki kalla hann yfir okkur. &nbsp;<br /> Við þekkjum þessa sögu og höfum reynt þetta allt of oft áður. Allir sem koma að gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, bæði fyrir opinbera og almenna markaðinn, vita þetta.&nbsp;<br /> Allir eru upplýstir og þekkja afleiðingarnar. Við hljótum því að vera í stakk búin að finna lausn sem er launþegum hagstæð til lengri tíma litið.&nbsp;<br /> Norræna vinnumarkaðsmódelið svo kallaða er ekki fyrir bí þó átök hafi nú blossað upp. Margt hefur gengið vel frá því að undirbúningur fyrir slíka hugsun í kjarasamningagerð hófst árið 2013.&nbsp;</p> <p>Samtök atvinnulífsins, Alþýðusambandið og BSRB eiga þakkir skildar fyrir samningana í lok árs 2013 sem eiga stóran þátt í því að verðbólga hefur verið lægri en um áratuga skeið og kaupmáttur aldrei meiri.</p> <p>Ekki vildu þó allir vera með í þessari vegferð og því náðist ekki sú þjóðarsátt sem að var stefnt árið 2013. Margir minni samningar sem fylgdu í kjölfarið voru með hærri launahækkunum.&nbsp;Samningar ríkisins við lækna og framhaldsskólakennara, sem samtals eru um 10% starfsmanna ríkisins og 1,5% af vinnumarkaði í heild, voru um margt sér á parti.&nbsp;</p> <p>Í þeim samningum voru gerðar verulegar breytingar á vinnufyrirkomulagi og launauppbyggingu þessara stétta.&nbsp;</p> <p>Þeir samningar eru einnig til mun lengri tíma, eða tæpra þriggja ára. Þrátt fyrir það standa þessar stéttir ekki hlutfallslega betur nú en þær gerðu fyrir áratug síðan.<br /> Ástæðan er sú að þær njóta minna launaskriðs utan kjarasamninga heldur en flestar aðrar stéttir.&nbsp;Ríkið samdi við tæp 90% starfsmanna ríkisins með líkum hætti og almenni vinnumarkaðurinn hafði áður gert.&nbsp;</p> <p>Almennt hækkuðu laun ríkisstarfsmanna heldur meira á árinu 2014 en laun á almenna vinnumarkaðnum. En ef litið er til síðustu tíu ára er staðan hins vegar sú að laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað heldur meira en laun ríkisstarfsmanna. &nbsp;</p> <p>Nú þegar ný kjarasamningalota er að hefjast er þó mikilvægt að gleyma ekki þeim gömlu sannindum, sem þó oft vilja gleymast, að tekjur ríkisins eru að langmestu leyti háðar verðmætasköpun á almennum markaði.&nbsp;</p> <p>Það á því að vera algild regla, hér sem annars staðar, að verðmætasköpun á almennum markaði myndar það svigrúm sem kjarasamningar, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði, taka mið af.&nbsp;</p> <p>Það er tímabært að skoða framtíðarfyrirkomulag kjarasamninga á Íslandi og aðlaga það betur að bestri framkvæmd í öðrum löndum.&nbsp;</p> <p>Margt þarf að skoða í því sambandi. Það er hins vegar verkefni sem verður ekki leyst á einni nóttu.</p> <p>III.<br /> Staða efnahagsmála er góð og möguleikar til áframhaldandi kaupmáttaraukningar eru miklir.&nbsp;</p> <p>Erlendir blaðamenn, fulltrúar alþjóðastofnana og aðrir erlendir gestir sem hingað koma til að kynna sér stöðu efnahagsmála klóra sér mjög í höfðinu yfir stöðunni á vinnumarkaði.<br /> Þegar búið er að fara yfir kaupmáttaraukningu síðustu ára, tekjudreifingu, hlutfall launa af verðmætasköpun og spár um framtíðarhagvöxt spyrja menn hvert sé eiginlega vandamálið?</p> <p>Þegar litið er á launaþróun á síðustu árum kemur í ljós að hún er merkilega lík á milli stétta þrátt fyrir að tekið sé tillit til þeirra hækkana sem einstaka stéttir hafa náð á síðastliðnum tólf mánuðum.&nbsp;Helstu breytingarnar eru þær að lægri laun hafa hækkað meira en meðallaunin, laun verkafólks hafa hækkað meira en stjórnenda og laun kvenna hafa hækkað meira en laun karla.&nbsp;</p> <p>Fá lönd eru nú með meiri tekjujöfnuð en Ísland.&nbsp;Hlutfall launa af verðmætasköpun var hið þriðja hæsta í heiminum árið 2013.&nbsp;</p> <p>Þrátt fyrir þessar staðreyndir ríkir mikil ólga á vinnumarkaði.&nbsp;</p> <p>Reikna má með að þetta stafi af þeirri jákvæðu breytingu að nú loksins sé eitthvað til skiptanna og allir vilji fá sinn réttmæta hlut af nýrri verðmætasköpun.&nbsp;</p> <p>Það er eðlilegt, enda upplifum við nú uppgang í fyrsta sinn í langan tíma og veiðimannseðlið segir til sín. En það verða samt allir að sýna ábyrgð.&nbsp;Tugprósenta hækkun stjórnarlauna í fyrirtækjum eru kolröng og óábyrg skilaboð inn í samfélagið á þessum tíma. Við þurfum sameiginlega að byggja upp þjóðfélag festu og stöðugleika og slíkar hækkanir hjálpa ekki til við það. &nbsp;</p> <p>Óskir um fjórfalda hækkun bankabónusa er af sama meiði. Bankakerfi í höftum, varið að mestu fyrir erlendri samkeppni, býr ekki til slík verðmæti að það réttlæti að launakerfi þess séu á skjön við aðra markaði og réttlætiskennd almennings.&nbsp;</p> <p><span>IV.<br /> </span>Góðir fundargestir. Reynsla Svía síðustu tuttugu árin er eftirtektarverð. Svíum hefur vegnað nokkuð vel með fljótandi gengi jafnvel þótt þeir hafi dottið inn í Evrópusambandið.&nbsp;</p> <p> Sagan sýnir þó að ýmsir aðrir þættir en gjaldmiðlamál spila veigamikið hlutverk um efnahagslegan árangur.&nbsp;</p> <p>Sá agi og festa sem ríkir í sænska vinnumarkaðslíkaninu er mikilvægur þáttur í efnahagslegri velgengni Svía og okkur til eftirbreytni. Það er því vel til fundið hjá Samtökum atvinnulífsins að fá Göran Persson hingað til lands.&nbsp;</p> <p>Göran. Du skal inte vara förvånat att höra ditt namn här ibland med ord sem du troligen inte förstår. Jag skulle bara vilja berätta här för publiken hur väl den svenska arbetslivsmodellen har funkerat och vad vi Islänningar kan lära av våra svenska vänner i det sammanhänget.&nbsp;</p> <p>Selv om jeg inte var överens med dej när du kom hit i 2012 och sa att vi skulle förhandla með EU och ta upp euron. Ditt tal under 2009 var mycket brå och jag ser fram emot att höra vad du har att säga här efteråt.</p> <p>V.<br /> Góðir fundargestir. Ég vil ljúka þessu á jákvæðum nótum að vanda.&nbsp;<br /> Ég var mjög ánægður að sjá þá nálgun sem Samtök atvinnulífsins lögðu til fyrir skemmstu til lausnar kjaradeilunni þar sem áherslan var á hækkun grunnlauna sem hlutfall af heildarlaunum.&nbsp;</p> <p>Slík uppstokkun launakerfa gæti komið til móts við kröfur um betri framfærslumöguleika dagvinnulauna og styttri vinnutíma án þess að raska verðstöðugleika. Ég vona að þessi nálgun verði að veruleika á náinni framtíð.&nbsp;„Er lægð yfir landinu?“ spyr Ólafur Ragnar jafnan þegar honum finnst fólk eitthvað þungbúið.&nbsp;</p> <p>Reyndar ekki sá Ólafur Ragnar sem situr á Bessastöðum heldur nafni hans sem var umboðsmaður Sólarinnar frá Sandgerði í Næturvaktinni.&nbsp;</p> <p>Þær hafa reyndar komið nokkrar lægðirnar í vetur og sjálfsagt hefur fólk orðið eitthvað þyngra í skapi af þeim sökum. En það ríkir engin efnahagslægð á Íslandi.&nbsp;<br /> Ég þreytist aldrei á að minna fólk á hvílík gnægð tækifæra bíða okkar Íslendinga og hversu gott samfélag okkar getur orðið auðnist okkur að nýta tækifærin og skipta gæðunum á sanngjarnan og hvetjandi hátt.&nbsp;</p> <p>Það er úrlausnarefnið sem blasir við í komandi kjarasamningum. Ég óska öllum aðilum vinnumarkaðarins góðs gengis við að grípa tækifærin í sameiningu.&nbsp;</p> <p>Ég þakka fyrir.</p>

2015-03-02 00:00:0002. mars 2015Eldgosi í Holuhrauni lokið: Fagmennska og samhugur einkenndi viðbrögðin

<p>Barátta þjóðarinnar við náttúruöflin á sér jafn langa sögu og byggð í landinu. Náttúruváin hefur í gegnum aldirnar birst í ýmsum myndum og ekki síst í formi eldsumbrota. &nbsp;Baráttan hefur mótað þjóðarsálina þannig, að við náttúruógn þjappar þjóðin sér saman og allir leggjast á eitt við að tryggja öryggi samfélagsins. Á þeim grunni hefur skapast mikil þekking og á undanförnum áratugum viðbragðskerfi sem tekur mið af aðstæðum hverju sinni.&nbsp;</p> <p>Eldgosinu í Holuhrauni lauk um helgina. Gosið stóð yfir í 180 daga og samkvæmt upplýsingum frá vísindamönnum var það eitt hið stærsta í sögunni. Eftir stendur um 85 ferkílómetra hraunbreiða á svæðinu norðan Vatnajökuls og reynsla sem nýtast mun í almannavarna- og vísindastarfi um ókomin ár. Ótal margir lögðu hönd á plóg við að tryggja öryggi samborgaranna með frábærum árangri. Engin alvarleg óhöpp urðu í tengslum við þetta stóra eldgos og mannskaði varð enginn. Sannarlega olli gasmengun verulegum óþægindum sums staðar og rétt er að hafa í huga að þótt eldgosinu sé lokið má enn búast við hættulegri gasmengun á umbrotasvæðinu. Vel verður fylgst með því.</p> <p>Almannavarnakerfi Íslendinga er öflugt. Innan þess vinna sérfræðingar á ýmsum sviðum þétt saman, samhæfa aðgerðir og njóta stuðnings fólks um allt land. Sjálfboðaliðar leggja á sig ómælda vinnu við að tryggja öryggi samborgaranna og ganga í öll nauðsynleg störf til að verja samfélagið. &nbsp;Það má í raun segja að kerfið endurspegli margt af því besta við þjóðareinkenni sem mótast hafa með náttúrunni á síðustu 1100 árum.</p> <p>Við goslok er því við hæfi að þakka öllum sem stóðu vaktina fyrir frábært starf. Björgunarsveitarfólki fyrir vöktun á svæðinu, almannavarnarnefndum, vísindamönnum og sérfræðingum fyrir faglega vinnu og fjölmiðlum fyrir vandaðan fréttaflutning, svo nokkrir séu nefndir. Þá eiga íbúar á svæðum sem næst standa Holuhrauni mikið hrós skilið fyrir yfirvegun og æðruleysi við krefjandi aðstæður.</p> <p>Vísindamenn telja líklegt að eldgosið í Holuhrauni marki upphaf tímabils umbrota á svæðinu. Þeir ásamt öðrum úr hópi okkar færasta fólks munu fylgjast ítarlega með og eru við öllu búnir. Enginn veit þó fyrir víst hvað verður en Íslendingar hafa sýnt &nbsp;að þeir kunna að bregðast hratt og faglega við í samræmi við aðstæður. Það er traustvekjandi.</p>

2015-02-12 00:00:0012. febrúar 2015Ræða forsætisráðherra á Viðskiptaþingi 2015

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/forsaetisraduneyti-media/media/frettir2/sdg-vidskiptathing15.jpg"><img src="/media/forsaetisraduneyti-media/media/frettir2/sdg-vidskiptathing15.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði Viðskiptaþing" class="media-object" /></a><figcaption>Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði Viðskiptaþing</figcaption></figure></div> <p style="text-align: right;"><em><a href="http://eng.forsaetisraduneyti.is/minister/sdg-speeches/address-at-the-annual-conference-of-the-iceland-chamber-of-commerce">Ensk þýðing</a><br /> Talað orð gildir</em></p> <p>Ágætu gestir Viðskiptaþings.<br /> Það er vel við hæfi hjá Viðskiptaráði að taka opinbera geirann til umræðu á þessum vettvangi. Opinber þjónusta stendur undir 20 prósentum framleiðslu í hagkerfinu og hátt að þriðjungi starfa. &nbsp;</p> <p>Þótt hlutdeild hins opinbera í umsvifum samfélagsins hafi vaxið, aukast enn kröfur samfélagsins til ríkisins og sveitarfélaga, t.d. vegna tækniframfara, nýrra staðla, nýrra þarfa, aukinnar neytendaverndar og aukins eftirlits.&nbsp;</p> <p>Lýðfræðilegir þættir munu einnig setja aukinn þrýsting á opinber útgjöld á næstu áratugum, svo sem vegna fjölgunar aldraðra.&nbsp;</p> <p>Auknar kröfur birtast ekki hvað síst í heilbrigðisþjónustu og eftirspurn vex hratt með hærra hlutfalli eldri borgara, tækninýjungum og nýjum lyfjum. Góð heilbrigðisþjónusta er gríðarlega mikilvæg. Hún eykur lífsgæði og bætir búsetuskilyrði á Íslandi.&nbsp;</p> <p>En allt er þetta dýrt. Kostnaðurinn við að anna aukinni eftirspurn eftir þjónustunni vex því mun hraðar en verðmætasköpunin sem þarf að standa undir kostnaði við þjónustuna.&nbsp;</p> <p>Fámennið á Íslandi skapar einnig áskorun fyrir hið opinbera, bæði vegna þeirrar nauðsynjar að halda uppi innviðum og þjónustu í strjálbýlu landi en ekki hvað síst vegna þess mikla fasta kostnaðar sem er samfara því að viðhalda nútíma velferðarsamfélagi með auknum kröfum um þjónustu og aukinni stöðlun, regluverki og eftirliti.&nbsp;</p> <p>Stjórnmálaflokkar á Íslandi eru að mörgu leyti sammála um ríkisútgjöld, þótt annað mætti oft ætla af hamaganginum í stjórnmálaumræðunni. Vissulega er áherslumunur á milli hægri- og vinstrimanna varðandi útgjöld ríkisins en hann er ekki jafnmikill og ætla mætti af umræðum á Alþingi og manna á meðal.&nbsp;</p> <p>Það sést t.d. á því að átök milli flokka í fjárlagaumræðu snúast oft um fjárhæðir sem samsvara 1–2% af heildarumfangi fjárlaga. (Það er ekki meira.)</p> <p>Það hafa ætíð verið sterkir kraftar sem þrýsta á um aukin opinber útgjöld. Þeir kraftar hafa yfirleitt haft betur í viðureigninni við þá fáu sem taka að sér að verja ríkissjóð.&nbsp;</p> <p>Það sést ekki hvað síst á því að rekstrarkostnaður ríkisins á hvern einstakling, án ýmiss konar velferðartilfærslna, hefur hækkað 11-falt frá lýðveldisstofnun til dagsins í dag, úr minna en 150.000 krónum í tæpar 1.600 þúsund krónur á verðlagi ársins 2014.&nbsp;</p> <p>Ef einungis er tekinn síðari helmingur lýðveldistímans þá hefur rekstrarkostnaður á hvern Íslending hækkað um 50% umfram aukningu landsframleiðslu, en hún er mælikvarði á þá verðmætasköpun sem þarf til að standa undir rekstrarkostnaði ríkissjóðs.&nbsp;</p> <p>Ríkisútgjöld drógust óhjákvæmilega saman fyrst eftir fjármálahrun en hafa aukist síðan. Þau hafa sjaldan verið hærri en árið 2014 og verða enn hærri árið 2015.&nbsp;</p> <p>En sama ár og ríkisútgjöld jukust þetta mikið í fjárlögum kváðu við óvenju mikil og stöðug angistaróp um niðurskurð.&nbsp;</p> <p>Hversu langt er hægt að halda áfram á þessari braut? Það kemur að þolmörkum. Forgangsröðun í rekstri hins opinbera verður sífellt mikilvægari. Margt í ríkisrekstrinum hefur tekist vel og skilvirkni aukist. Það eru því kraftar aukins aðhalds sem toga á móti útgjaldakraftinum.&nbsp;<br /> <br /> Ríkisstjórninni er mjög umhugað um aðhald í ríkisrekstrinum og ábyrga fjármálastjórn. Gamlir kunningjar sem við höfum ekki alltaf verið sátt við, lánshæfisfyrirtæki og alþjóðastofnanir, hafa lokið lofsorði á ríkisfjármálastefnuna á síðustu mánuðum.&nbsp;</p> <p>Það sem mestu máli skiptir er þó að trúverðug stefna í ríkisfjármálum er farin að skila sér í hagstæðari lánakjörum ríkissjóðs. Það þýðir að auðveldara verður fyrir ríkið að standa undir velferð í samfélaginu.&nbsp;</p> <p>Vinna við tillögur hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar er í fullum gangi og meirihluti tillagna hópsins kominn til framkvæmda, í þinglegri meðferð eða undirbúningur langt kominn í viðkomandi ráðuneyti.&nbsp;</p> <p>Tillögur hagræðingarhópsins voru meðal annars settar fram með þessum hætti til að auka samfélagslegt aðhald gagnvart framkvæmdinni og í því sambandi fagna ég fundi sem Viðskiptaráð hélt um tillögurnar í haust.&nbsp;</p> <p>Tillögurnar snúa margar að því að sameina stofnanir og gera breytingar á þeim þjónustukerfum sem ríkið rekur. Opinbera kerfið verður að geta aðlagað stjórnsýslu og þjónustu ríkisins að tækniframförum og breyttum aðstæðum í samfélaginu.&nbsp;Við þurfum meiri nýsköpun í starfi hins opinbera og á því sviði getur ríkið lært margt af fyrirtækjum í samkeppni.</p> <p>Annað forgangsmál ríkisstjórnarinnar er einföldun regluverks og nú þegar er skipulega og gaumgæfilega farið yfir lagafrumvörp áður en þau eru afgreidd í ríkisstjórn og vakin athygli á því ef þau fela í sér nýjar kvaðir fyrir atvinnulífið. Einnig er nú lagt sérstaklega mat á nauðsyn lagasetningar með þetta í huga og gefin hefur verið út handbók um einföldun regluverks og henni komið á framfæri við ráðuneyti og stofnanir.&nbsp;</p> <p>Stefna er í mótun um að umbreyta leyfum í tilkynningarskyldu þar sem það á við til að auðvelda nýja atvinnustarfsemi og verið er að þróa vefgátt þar sem fyrirtæki geta átt í rafrænum samskiptum við stjórnvöld varðandi leyfi eða tilkynningar.&nbsp;</p> <p>Þá má nefna að vel hefur tekist til með tilraunaverkefnið um einföldun regluverks í ferðaþjónustu og með frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um opinber fjármál sem nú liggur fyrir Alþingi verða tekin stór skref í að breyta því hvernig ríkið nálgast meðferð almannafjár.</p> <p>Þá höfum við endurvakið&nbsp;ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur sem í sitja fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, ASÍ, Viðskiptaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga.&nbsp;Loks hefur verið settur á fót vinnuhópur um eftirlitsstofnanir sem hefur verið að skoða þær sérstaklega með hagræði, samræmi og skilvirkni eftirlits að leiðarljósi.</p> <p>Við Íslendingar gerum miklar kröfur til magns og gæða opinberrar þjónustu. En á sama tíma er ljóst að ekki verður lengra gengið í útgjöldum miðað við þá verðmætasköpun sem er í landinu. Skatttekjur eru heldur ekki ótæmandi auðlind, eins og nærri má geta.&nbsp;</p> <p>Ríkið hefur ekki verið leiðandi í launaþróun að undanförnu.&nbsp;</p> <p>Því hefur verið haldið fram að kjarasamningar ríkisins hafi raskað jafnvægi á vinnumarkaði og að hækkanir á launum ríkisstarfsmanna hafi verið úr takti við aðra launaþróun.&nbsp;</p> <p>Því fer fjarri. Tölulegar upplýsingar um launaþróun styðja ekki slíkar fullyrðingar.&nbsp;</p> <p>Laun ríkisstarfsmanna hækkuðu lítillega meira en laun á almennum vinnumarkaði á tólf mánaða tímabili fram til loka október síðastliðins, eða 6,8% á móti 5,9%.&nbsp;</p> <p>Laun ríkisstarfsmanna hafa hins vegar hækkað minna en laun á almennum vinnumarkaði ef litið er til síðustu tíu ára.&nbsp;</p> <p>Launaskrið á almennum vinnumarkaði hefur mikil áhrif á þróunina.&nbsp;Þegar ríkið semur með sama hætti og gert er á almennum vinnumarkaði tekur við launaskrið á almenna markaðnum sem leiðir til þess að laun ríkisstarfsmanna dragast aftur úr.&nbsp;</p> <p>Ríkið semur einungis við um 12% vinnumarkaðarins.&nbsp;</p> <p>Ríkið samdi við tæp 90% starfsmanna ríkisins með líkum hætti og almenni vinnumarkaðurinn hafði áður gert.&nbsp;</p> <p>Samningar við lækna og framhaldsskólakennara, sem samtals eru um 10% starfsmanna ríkisins og 1,5% af vinnumarkaði í heild, skera sig úr.</p> <p>Í þessum samningum voru gerðar verulegar breytingar á vinnufyrirkomulagi og launauppbyggingu þessara stétta. Þessir samningar eru einnig til mun lengri tíma, eða tæpra þriggja ára.&nbsp;</p> <p>Almenni markaðurinn hefur einnig gert slíka samninga með svipuðum kostnaðarhækkunum, til dæmis við flugmenn.&nbsp;</p> <p>Það er einfaldlega ekki hægt að bera skammtímasamning til eins árs með þrjú prósent hækkun og öðrum þremur prósentum í launaskriði saman við lengri samning með verulegum breytingum á vinnufyrirkomulagi.&nbsp;</p> <p>Samningar við lækna geta því ekki gefið fordæmi fyrir þá samninga sem framundan eru á vinnumarkaði.&nbsp;Af nýlegri skoðanakönnun Samtaka atvinnulífsins að dæma virðist ríkja nokkuð góður skilningur á því í samfélaginu.&nbsp;</p> <p>Kaupmáttur launa hefur aukist um 5,3% síðastliðna tólf mánuði. Þetta er gríðarlegur árangur. Það er ekki hægt að halda öðru fram.&nbsp;</p> <p>Launahækkun um 6,6% nýtist næstum að öllu leyti í kaupmátt þegar verðbólgan er undir einu prósenti. Stóran þátt í þessum árangri eiga stöðugleikasamningar sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu á síðasta ári.&nbsp;</p> <p>Þetta hefur leitt til þess að kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en í nóvember síðastliðnum. Aldrei. Ekki einu sinni rétt fyrir hrun. Lægri skattaálögur á heimili og leiðrétting fasteignaskulda hafa svo enn frekar aukið kaupmátt heimilanna.&nbsp;</p> <p>Því er stundum haldið fram að Íslendingar séu betri í að takast á við mótlæti en velgengni.&nbsp;Hvað sem mönnum finnst um þá kenningu virðist ljóst að tilefni sé til að velta því fyrir sér hvað veldur því óþoli gagnvart stöðugleikanum sem víða kemur fram? &nbsp;</p> <p>Fyrir því kunna að vera margar ástæður en ég ætla að velta þremur þeirra upp hér.&nbsp;</p> <p>Í fyrsta lagi höfðu þrengingar undanfarinnar ára mikil áhrif á lífskjör og væntingar fólks og heimilin þurftu að draga saman seglin. Nú eru bjartari tímar og væntingar hafa aukist hratt.</p> <p>Með öðrum orðum, nú þegar er að nást verulegur árangur í efnahagsmálum óttast menn að missa af hlutdeild sinni í afrakstrinum.&nbsp;</p> <p>Í öðru lagi er kergja í forystumönnum launþegahreyfinga vegna launahækkana þeirra stétta sem fyrr eru nefndar og gerðu langtímasamning með meiri launahækkunum.&nbsp;</p> <p>Menn spyrja hvort almennir launamenn eigi að halda uppi stöðugleika á meðan aðrir ferðast sem laumufarþegar á fyrsta farrými þjóðarskútunnar?&nbsp;</p> <p>Í þriðja lagi er það sannfæring margra að misskipting verðmæta og tekna fari stigvaxandi.</p> <p>Byrjum á laumufarþegunum. Ég hef skilning á þessu sjónarmiði og fregnir af ofurlaunum og kaupaukum þeirra best settu hjálpa á engan hátt, -nema síður sé.&nbsp;Breytinga kann að vera þörf á umgjörð vinnumarkaðarins til að taka á þessum vanda.&nbsp;Það reynist illmögulegt að endurnýja þá hátt í 300 kjarasamninga sem þarf að gera í hverri lotu þannig að þeir samrýmist efnahagslegum stöðugleika.&nbsp;</p> <p>Litlir, og meðalstórir hópar, sem ákveða að fara aðra leið en mótuð hefur verið með tilliti til efnahagslegs stöðugleika eru oft í þeirri aðstöðu að geta knúið viðsemjendur sína til verulegra frávika frá markaðri launastefnu.&nbsp;</p> <p>Sterk aðstaða þessara hópa brýtur niður samstöðu í þjóðfélaginu um skynsamlega niðurstöðu kjarasamninga.&nbsp;</p> <p>Aðilar vinnumarkaðarins gera sér vel grein fyrir þessum veikleika. Það er mikilvægt að þeir taki af skarið og sníði þá agnúa af umgjörðinni, sem þeir telja versta. Að öðrum kosti er ólíklegt að við náum þeirri festu í umgjörð vinnumarkaðar sem nauðsynleg er. Afleiðingin gæti orðið sú að umgjörðin sem verið hefur um kjarasamninga á Íslandi líði undir lok.</p> <p>Misskipting gæða er heimsvandamál. Samkvæmt nýlegri skýrslu Oxfam eru eignir 80 ríkustu manna heims jafnmiklar og eignir þess helmings mannkyns sem á minnst. Á aðeins fjórum árum hefur þessi tala lækkað úr 388 mönnum í áðurnefnda 80. Þetta er óheillavænleg þróun.</p> <p>Á Íslandi hefur þessu hins vegar verið öfugt farið. Efnahagslegt jafnræði er óvíða meira en hér á landi.&nbsp;</p> <p>Ójöfnuður tekna er hér einna minnstur í heiminum. Það sýnir allur alþjóðlegur samanburður.&nbsp;Tekjur þeirra tekjuhæstu eru minni hluti þjóðarkökunnar en víðast hvar annars staðar og sem betur fer dró áfram úr misskiptingu hér á meðan hún jókst annars staðar.&nbsp;</p> <p>Fátækt er líka minni á Íslandi en í flestum öðrum löndum. Það er mikilvægt að hafa þetta hugfast því þessi staða gerir okkur kleift að gera enn betur.</p> <p>Við eigum að stefna að því að bæta samfélag okkar enn meira með markvissum aðgerðum til lengri tíma. Við höfum vonandi lært það af reynslunni að sígandi lukka er best.&nbsp;</p> <p>Við bætum ekki hag fólksins með því að draga tennurnar úr frumkvöðlum og atvinnurekendum því atvinnulíf og félagsleg velferð haldast í hendur.&nbsp;</p> <p>Öflugt atvinnulíf sem byggir á raunverulegri verðmætasköpun er undirstaða þeirrar velferðar sem við viljum að allir landsmenn búi við. &nbsp;</p> <p>Ljóst má vera að mikilvægt er að ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins leggi sig fram um að eiga sem best samskipti um þessi mikilvægu hagsmunamál samfélagsins alls.&nbsp;</p> <p>Þar þarf þó að liggja fyrir að stefnan í efnahagsmálum þjóðarinnar er mótuð hjá lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn. Lýðræði er jú, eins og Winston Churchill benti á, versta stjórnarfarið fyrir utan öll hin.&nbsp;</p> <p>Það færi því ekki betur á því að stefna stjórnvalda væri mótuð af þeim sem ekki hafa til þess umboð almennings. Ríkisstjórn mótar stefnu eftir að hafa fengið ráðleggingar og ábendingar frá ýmsum aðilum, þar á meðal aðilum vinnumarkaðarins, hverra ráð hafa mikið vægi við stefnumótun stjórnvalda enda gegna þeir stóru hlutverki í efnahagslífinu með mótun launastefnu fyrir almennan vinnumarkað.&nbsp;</p> <p>Ég legg áherslu á að dyr ríkisstjórnarinnar standa opnar þegar að því kemur að ræða hugmyndir.&nbsp;Ég hvet aðila vinnumarkaðarins til að taka þátt í virku samtali við ríkisstjórnina þar sem færi gefst til að skiptast á skoðunum, leggja línur og veita upplýsingar.&nbsp;</p> <p>Það er áhyggjuefni þegar stór aðili á vinnumarkaði hafnar ítrekað slíkum samskiptum, því það er mikilvægt, ekki síst við þær aðstæður sem nú ríkja, að slíkt virkt samtal sé til staðar.</p> <p>Ég kalla eftir því að slíkt samtal eigi sér stað þrátt fyrir að menn geti greint á um ýmis mál.<br /> Það er aðila vinnumarkaðarins að semja um kaup og kjör á grunni þeirra efnahagslegu skilyrða sem til staðar eru á hverjum tíma.&nbsp;</p> <p>Forsætisráðherra á ekki að semja um kaup og kjör. En hann getur haft skoðanir á kjarasamningum, líkt og aðilar vinnumarkaðarins hika ekki við að hafa skoðanir á stjórnvaldsaðgerðum.&nbsp;</p> <p>Um nokkurt skeið hef ég talað fyrir því að menn líti í auknum mæli til krónutöluhækkana. Ég geri mér grein fyrir að krónutöluhækkanir hafa haft tilhneigingu til að rata upp allan launastigann í formi prósenta.&nbsp;Það er þó ekkert náttúrulögmál. Ef litið er til síðustu átta ára þá hafa krónutöluhækkanir leitt til þess að lægstu launin hafa hækkað hlutfallslega meira en meðallaunin. Það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut og gera enn betur.&nbsp;</p> <p>Það þarf líka að draga úr neikvæðum hvötum og jaðaráhrifum sem búa til fátæktargildrur. Þegar jaðaráhrif skatta og bóta valda því að fólk lendir í þeirri stöðu að auka ráðstöfunartekjur sínar sáralítið þótt kaupið hækki þá dregur það mjög úr hvata vinnuveitandans til að hækka laun starfsmannsins og hvata starfsmannsins til að vinna meira eða auka framleiðni.&nbsp;</p> <p>Á þessu er aðeins hægt að taka í samvinnu ríkisvaldsins, launþegahreyfinga og vinnuveitenda.&nbsp;</p> <p>Loks biðla ég til þeirra sem hér eru í salnum, sem og annarra sem að munu þurfa að koma, að taka ekki þátt í höfrungahlaupinu í þeim kjaraviðræðum sem framundan eru heldur horfa til heildarhagsmuna þjóðfélagsins.</p> <p>Aðalatriðið er að við þurfum aukna verðmætasköpun til að standa undir bættum kjörum og aukinni velferð. Stjórnvöld hafa í samstarfi við atvinnulífið ákveðið að stórauka framlög til rannsókna og nýsköpunar um leið og leitast er við að bæta rekstrarumhverfi slíkra fyrirtækja á Íslandi.&nbsp;</p> <p>Nú er stefnt að því að framlög til nýsköpunar, rannsókna og þróunar sem hlutfall af landsframleiðslu verði með því sem hæst gerist í heiminum innan fárra ára.&nbsp;</p> <p>Mikil umræða hefur verið að undanförnu um nýsköpun og þau vaxtatækifæri sem nýjum fyrirtækjum eru búin.&nbsp;</p> <p>Slík umræða er órækt merki um að við búum í lifandi þjóðfélagi þar sem ríkir aukinn vilji til að skapa, vilji til að spreyta sig á nýjum hlutum og vilji til að hagnast, til ávinnings fyrir frumkvöðlana sjálfa og samfélagið í heild.&nbsp;</p> <p>Í umræðu um nýsköpun og hvernig megi örva og hvetja áfram nýsköpun hér á landi leitar umræðan oftast fljótlega í umræðu um að fjármagn vanti og um leið að ríkissjóður leggi ekki nóg af mörkum. Það stendur allt til bóta eins og ég nefndi áðan.&nbsp;</p> <p>Auðvitað þarf fjármagn til nýsköpunar en fleira þarf að koma til ekki síst viljinn til að takast á við það erfiði sem því fylgir að vinna nýrri hugmynd, nýju fyrirtæki, brautargengi.&nbsp;</p> <p>Getur verið að okkur, hér á landi, hafi stundum sést yfir þann mikilvæga þátt sem hugarfarið er? Hvernig er hugarfarið gagnvart frumkvöðlum sem reyna sig en hrasa á leiðinni? Eða gagnvart þeim sem tekst að byggja eitthvað upp og hagnast jafnvel á því?&nbsp;</p> <p>Ég sá það haft eftir stofnanda eins þekktasta frumkvöðlafyrirtækis landsins &nbsp;að sú staðreynd að hann hafi verið búinn að reyna sig áður við verk sem ekki hafi gengið upp hafi verið sem þröskuldur fyrir hann við öflun fjármagns til stofnunar fyrirtækisins hér á landi en aftur á móti virkað mjög jákvætt á viðmælendur hjá áhættufjármagnsfyrirtækjum í Silicon Valley.&nbsp;</p> <p>Hugarfar í umhverfinu og jákvæð afstaða til frumkvöðla skiptir gríðarlegu máli, bæði gagnvart þeim sem sem reyna þó ekki gangi allt upp eins og vonast var eftir og gagnvart þeim sem ná árangri.&nbsp;</p> <p>Það má vel ætlast til þess að almenningur, launþegar þar á meðal, standi með atvinnulífinu enda er árangur þess forsenda velferðar. En það er þá líka eðlileg krafa að atvinnulífið sýni samfélagslega ábyrgð og standi með almenningi. Hagsmunirnir haldast í hendur.&nbsp;</p> <p>Það skiptir líka máli að atvinnurekendur taki þátt í að ýta undir þá jákvæðni í garð atvinnulífs og þann sóknarhug sem er forsenda framfara.&nbsp;</p> <p>Í umhverfi þar sem allir efnahagslegir mælikvarðar eru jákvæðari en þeir hafa verið um mjög langt skeið hjálpar það ekki atvinnulífinu, og þar með ekki almenningi, að einblína á hið neikvæða á sama tíma og fréttir berast af methagnaði og arðgreiðslum.</p> <p>Víkjum þá að stöðu okkar í samfélagi þjóðanna.&nbsp;</p> <p>Alþjóðaviðskipti eru mikilvæg fyrir lítið, opið hagkerfi eins og hið íslenska. Við þurfum aðgang að mörkuðum, fríverslunarsamninga, fjárfestingarsamninga og tvísköttunarsamninga og almennt uppbyggileg viðskiptasambönd við önnur ríki.&nbsp;</p> <p>Þessu getum við náð fram okkur til hagsbóta og höfum raunar gert í mjög ríkum mæli.&nbsp;</p> <p>Fá ríki eða ríkjasambönd njóta jafn þéttriðins fríverslunarnets og Ísland. Ríkin eru að nálgast 70 þar sem viðskiptahindrunum af ýmsu tagi hefur verið rutt úr vegi.</p> <p>Lega okkar, náttúruauðlindir og uppbygging hagkerfisins gerir það hins vegar ekki eftirsóknarvert fyrir okkur að ganga í Evrópusambandið.&nbsp;</p> <p>Þessu hefur meirihluti Íslendinga lengi verið sammála. Það liggur einfaldlega ljóst fyrir hvað felst í því að ganga í Evrópusambandið.&nbsp;</p> <p>Skiptir þá engu hvort ná megi í samningum um hægari aðlögun að stofnanakerfi og regluverki sambandsins; kerfi og regluverki sem síðan kann að taka veigamiklum breytingum þegar við höfum bitið á agnið.&nbsp;</p> <p>Staða Evrópusambandsins sjálfs er veik og það er hrjáð af innanmeinum.&nbsp;</p> <p>Staða þess í samfélagi þjóðanna er að veikjast vegna hraðari uppbyggingar í öðrum heimsálfum. &nbsp;</p> <p>Á um það bil einni öld hefur samanlögð landsframleiðsla stærstu ríkja núverandi Evrópusambands, Þýskalands, Bretlands og Frakklands, farið úr því að vera rúm 20% af framleiðslu heimsins niður í um 8%.&nbsp;</p> <p>Ekkert bendir til annars en að áframhald verði á þessari þróun.&nbsp;</p> <p>Upptaka evru hér á landi myndi leysa úr læðingi ný vandamál í stað þeirra gömlu.&nbsp;</p> <p>Íslenska hagkerfið er örsmátt og opið fyrir utanaðkomandi sveiflum.&nbsp;</p> <p>Við getum síður búist við langvarandi efnahagslegum stöðugleika en flestar aðrar þjóðir.&nbsp;</p> <p>Við mætum ekki þessum vanda með því að gefa frá okkur möguleikann á að stjórna eigin peningamálum enda myndi það leiða til þess að sveiflur á vinnumarkaði tækju við af &nbsp;gengissveiflum.&nbsp;</p> <p>Ekkert af þessu breytir því að Ísland er Evrópuland og á og mun eiga góð samskipti og viðskipti við ríki Evrópusambandsins.</p> <p>Í umræðu um viðskipti við önnur ríki er rétt að nefna þó aðeins mikilvægi heimamarkaðarins og tollamál.&nbsp;</p> <p>Landbúnaður er innlend framleiðsla á sama hátt og innlendur iðnaður og verslun.&nbsp;</p> <p>Þar verða atvinnurekendur líka að sýna samfélagslega ábyrgð og sjá mikilvægi þess að standa vörð um innlenda framleiðslu rétt eins og verslunarmenn vilja standa vörð um innlenda verslun. &nbsp;</p> <p>Innan við 10% af landbúnaðarframleiðslu heimsins er seld yfir landamæri. 90% eru framleidd fyrir innanlandsmarkað.&nbsp;</p> <p>Á Íslandi eru aðeins um 50% neyslunnar innlend framleiðsla.&nbsp;</p> <p>Í stað þess að eyða kröftum í að lækka þetta hlutfall í 45% væri skynsamlegt fyrir atvinnulífið að taka þátt í að nýta þau tækifæri sem íslensk matvælaframleiðsla stendur frammi fyrir.&nbsp;</p> <p>Ríkisstjórnin hefur verið reiðubúin til að semja um lækkun tolla en slíkt þarf að gerast í samningum við önnur ríki.&nbsp;</p> <p>Ekkert land gefur eftir stöðu sína án þess að fá eitthvað á móti. Með því væri hagsmunum íslensks almennings varpað fyrir róða.&nbsp;</p> <p>Það má líka minna á hversu fráleitt er að tala um að hér sé rekin einhvers konar einangrunarstefna í þessum málum.&nbsp;</p> <p>Evrópusambandið leggur til dæmis tolla á um það bil tvöfalt fleiri vörutegundir en Ísland, og þar eru enn greiddir styrkir til að flytja út vörur sem ekki er þörf fyrir á heimamarkaði.&nbsp;</p> <p>Á Íslandi hefur slíkt ekki verið gert í um 20 ár.&nbsp;</p> <p>Staða okkar í samfélagi þjóðanna litast vissulega af fjármagnshöftunum. Þau voru ill nauðsyn á sínum tíma en við þurfum að minna okkur reglulega á skaðsemi þeirra.&nbsp;</p> <p>Fjármagnshöftum verður þó ekki kennt um allt sem illa fer og heimsvæðing viðskipta og fjárfestinga getur ávallt orðið til þess að við, eins og aðrar þjóðir, sjáum á eftir öflugum fyrirtækjum úr landi.&nbsp;</p> <p>Bretland og Sviss hafa til dæmis haft mikið aðdráttarafl fyrir fyrirtæki, ekki hvað síst nýsköpunarfyrirtæki frá evrulöndunum.&nbsp;</p> <p>Um leið sjáum við talsverðan áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi þessa dagana, nú síðast með fréttum af væntanlegri komu Costco verslanakeðjunnar.&nbsp;</p> <p>Þrýstingur á að losa um höftin kemur ekki frá heimilunum því fæst þeirra finna fyrir þeim &nbsp;með beinum hætti í daglegu lífi.&nbsp;</p> <p>Og þegar fjármagnshöft hafa verið við lýði í þetta langan tíma er hættan sú að okkur fari að líða vel í því skjóli sem þau veita.&nbsp;</p> <p>Í kringum höftin verður til iðnaður fólks, hverra hæfileikar væru betur nýttir í virðisaukandi starfsemi, verð á mörkuðum bjagast og höftin rýra samkeppnishæfni þjóðarinnar.&nbsp;</p> <p>Góðu fréttirnar eru að losun haftanna er í góðum farvegi.&nbsp;</p> <p>Þar er að sjálfsögðu nauðsynlegt að líta til margra samverkandi þátta, en allir sem hér sitja þekkja að það er nauðsynlegt skilyrði fyrir afnámi haftanna að skuldaskilum föllnu banka ljúki með þeim hætti að þau ógni ekki efnahagslegum stöðugleika.&nbsp;</p> <p>Af því verður enginn afsláttur gefinn.&nbsp;</p> <p>Slitabúin sjálf hafa ekki lagt fram neinar raunhæfar leiðir til lausnar vandanum. Þess í stað reka kröfuhafar öfluga hagsmunagæslu með fjölda íslenskra lögfræðinga, almannatengla og ýmsa aðra á launaskrá, og reyna að setja þrýsting á stjórnvöld með margvíslegum spuna.&nbsp;</p> <p>Það má þó vel halda því fram að með neyðarlögunum, endurreisn bankanna hafi verið langt seilst í að gæta hagsmuna kröfuhafanna og að innan haftakerfisins hafi svo verið búið um þá í bómull og þeir fóðraðir vel.&nbsp;</p> <p>Og það þótt jafnvel hefði verið tilefni til að sekta fyrirtækin eins og gert hefur verið með ýmsum hætti víða erlendis.&nbsp;</p> <p>Ég árétta því hér að ríkisstjórnin mun í öllum aðgerðum til losunar fjármagnshafta hafa hagsmuni þjóðarinnar, heimila og fyrirtækja að leiðarljósi.&nbsp;</p> <p>Íslenskur almenningur hefur þegar tekið á sig miklar byrðar.&nbsp;Á þær má ekki bæta.&nbsp;</p> <p>Fjármagnshöftum verður því aðeins aflétt á þann hátt að það sé efnahagslega forsvaranlegt.&nbsp;Afnám fjármagnshafta er stærsta hagsmunamál þjóðarinnar.&nbsp;</p> <p>Það er nauðsynlegt að í því máli standi stjórnvöld, þingheimur, fyrirtæki, aðilar vinnumarkaðarins og almenningur í landinu þétt saman og standi vörð um sameiginlega hagsmuni sína.</p> <p>Góðir gestir.&nbsp;<br /> Það er mikilvægt að við tökum höndum saman og forðumst að tala eins og allt sé ómögulegt á Íslandi.&nbsp;</p> <p>Við búum við góðar aðstæður auk þess sem við stöndum frammi fyrir sögulegum tækifærum. Við eigum að fagna skynsamlegum ábendingum um það sem betur má fara en leiða hjá okkur úrtöluraddir og niðurrifsstarfsemi.&nbsp;Við þurfum að átta okkur á því að glasið er miklu nær því að vera fullt en tómt.&nbsp;</p> <p>Sá sem ekki hefur trú á sjálfum sé nær ekki árangri og það sama má segja um samfélögin sem einstaklingarnir mynda.&nbsp;</p> <p>Þjóð verður að trúa á sjálfa sig og að hægt sé að gera hlutina öðruvísi og betur. Þar má horfa til orða &nbsp;þýska skáldsins Goethe sem sagði: „Hið mikilvæga í lífinu er að eiga sér háleit markmið, ásamt hæfni og þolgæði til að ná þeim.“</p> <p>Við Íslendingar getum leyft okkur að hafa háleit markmið en við þurfum að virkja hæfni okkar og temja okkur það þolgæði sem þarf til að ná þeim.&nbsp;</p>

2014-12-31 00:00:0031. desember 2014Áramótaávarp forsætisráðherra 2014

<p>Kæru landsmenn. Gleðilega hátíð. <br /> Við áramót er venjan að fagna, halda hátíð og gleðjast með þeim sem standa manni næst. Inn í gleðina getur blandast söknuður og eftirsjá eftir liðnum tíma eða ástvinum sem fallnir eru frá. En þótt áramót séu í senn tími til að líta yfir farinn veg og horfa fram á við, tími þar sem bæði söknuður og eftirvænting gera vart við sig, eru áramót fyrst og fremst gleðihátíð.</p> <p>Þau eru gleðihátíð vegna þess að það liðna er búið og gert, af sumu getum við verið stolt, annað hefðum við viljað gera öðruvísi en við áramót fellst gildi hins liðna fyrst og fremst í því hvernig það nýtist okkur í framtíðinni, sem góðar minningar eða lærdómur og reynsla sem nýta má til að gera hlutina betur.</p> <p>Framtíðin er hins vegar óráðin. Með allri sinni óvissu og áskorunum felur hún í sér fyrirheit um nýjar upplifanir og möguleika, hún vekur forvitni og þrár, hún er forsenda framfara og nýrra tækifæra.</p> <p>Það er ríkur þáttur í menningu okkar, og raunar í mannseðlinu, að vilja gera betur, ná lengra, upplifa fleira. Það er stundum sagt, og ekki að ástæðulausu, að við séum bara jafngömul og okkur finnst við vera.</p> <p>Við hlúum best að æskunni í sálinni með því að viðhalda forvitni og þrá eftir að upplifa nýja hluti. Það þarf ekki að vera ferð til fjarlægra landa eða keppni á Ólympíuleikum, upplifunin getur líka falist í því að lesa nýja bók, fylgjast með barni þroskast eða sjá æskustöðvarnar í nýju ljósi.</p> <p>Ég minnist þess að hafa heyrt viðtal við mann sem orðinn var 100 ára gamall. Hann sagðist vakna glaður á hverjum einasta morgni því honum þótti í senn merkilegt og skemmtilegt að fá að upplifa einn dag í viðbót og sjá sólina rísa einu sinni enn.</p> <p>Þess vegna eru áramót tilefni fögnuðar um víða veröld, líka hjá þeim sem ekki búa við sömu gæði og sama öryggi og við Íslendingar. Um þessi áramót eigum við að leyfa okkur að gleðjast. Tækifærin sem bíða okkar hafa aldrei verið jafnmörg og stór og þau eru nú.</p> <p>Íslendingar hafa náð nánast einstökum árangri við uppbyggingu samfélags á liðnum áratugum.</p> <p>Sum ár hafa skilað okkur lengra fram á veginn en önnur en á heildina litið er saga íslenska lýðveldisins einstök framfarasaga.</p> <p>Það er nánast sama hvaða alþjóðlegu samanburðarlistar eru skoðaðir, þar sem lagt er mat á lönd eftir hlutum á borð við jafnrétti, lífsgæði, öryggi, heilbrigðisþjónustu, læsi eða langlífi, alls staðar er Ísland á meðal þeirra efstu.</p> <p>Fulltrúar þessarar fámennu þjóðar hafa líka unnið ótrúleg afrek, t.d. á sviði lista, vísinda og fræða. Jafnvel í stærstu keppnisíþróttum heims hafa fulltrúar okkar unnið frækna sigra og glatt íslensk hjörtu.</p> <p>Við eigum að vera stolt af þessum árangri okkar Íslendinga og gleðjast yfir honum, ekki til að setja okkur á háan hest á kostnað annarra eða státa okkur af því sem við höfum áorkað og ímynda okkur að það sé sjálfsagður hlutur. Nei við eigum að vera stolt af því sem við og fyrri kynslóðir höfum áorkað vegna þess að það minnir okkur á að við getum gert enn betur.</p> <p>Þannig segir sú staðreynd að á Íslandi sé lægst hlutfall fátæktar í Evrópu okkur <strong>ekki</strong> að við eigum að sætta okkur við það hlutfall, hún segir okkur að fátækt eigi ekki að þurfa að vera til á Íslandi.</p> <p>Á heildina litið hefur árið 2014 skilað okkur vel fram veginn. Kaupmáttur launa hefur aukist um meira en 5% á einu ári en fá dæmi eru um slíkt hvort sem litið er til sögu Íslands eða til annarra landa. Verðmætasköpun jókst meira á árinu en í flestum ef ekki öllum öðrum Evrópulöndum.</p> <p>Sjaldan hefur tekist jafnvel til og nú að koma á efnahagslegum stöðugleika sem endurspeglast meðal annars í lágri verðbólgu en hún hefur nú mælst <strong>undir</strong> verðbólgumarkmiði Seðlabankans í tæpt ár.</p> <p>Atvinnuleysi er komið niður í 3 prósent, um 6.000 ný heilsársstörf hafa orðið til á einu og hálfu ári. Fjárfesting hefur aukist töluvert og mörg og fjölbreytileg atvinnuskapandi verkefni eru í burðarliðnum.</p> <p>Á sama tíma er tugum milljarða skilað til heimilanna í landinu með lækkun skatta og gjalda og beinum framlögum þar sem sérstaklega er hugað að því að bæta stöðu lágtekjufólks og fólks með millitekjur.</p> <p>Skerðingar á örorku- og lífeyrisbótum sem ráðist var í fyrir fimm árum hafa að fullu verið afnumdar og framlög til félagsmála aukin verulega. Þau hafa raunar aldrei í sögu landsins verið meiri en þau verða á nýja árinu.</p> <p>Á árinu var líka hrint í framkvæmd einstæðri aðgerð til að rétta hlut íslenskra heimila sem tóku á sig umtalsverðar byrðar í kjölfar fjármálaáfallsins. Þessar aðgerðir og önnur úrræði fyrir þá sem vilja eignast heimili eða leigja munu hafa jákvæð áhrif á allt samfélagið. Þær draga úr greiðslubyrði og auka ráðstöfunartekjur og áhrifin koma ekki aðeins fram á árinu 2015, þeirra mun gæta áratugi fram í tímann.</p> <p>Árið 2014 bætti stöðu okkar til mikilla muna en nú er rétt að líta fram á veginn og minnast þess að árangur ársins 2014 hefur alla burði til að verða traustur grunnur áframhaldandi framfara á árinu 2015.</p> <p>Árangur ársins sem við kveðjum í kvöld náðist ekki af sjálfum sér. Margir lögðu mikið á sig til að gera hann að veruleika.</p> <p>Því betur sem við stöndum saman að því að nýta tækifæri nýja ársins, þeim mun meiri verður afraksturinn.</p> <p>En forsenda þess að ná árangri í framtíðinni verður hér eftir sem hingað til sú að við höfum trú á okkur sjálfum, trú á landinu okkar og trú á getu íslenskrar þjóðar til að byggja upp og sækja fram.</p> <p>Á nýju ári mun ríkisstjórnin vinna að framþróun alls þess sem er til þess fallið að gera líf sem flestra betra – verkefnum sem bæta samfélagið, stuðla að betri heilsu, meira öryggi, betri kjörum, fallegra og heilnæmara umhverfi og meiri gleði.</p> <p>Að þessu viljum við vinna með hverjum þeim sem vill leggja hönd á plóg með okkur. Við gerum okkur grein fyrir því að mestur árangur næst með samvinnu. Samfélag er samvinnuverkefni.</p> <p>Takist að ná samstöðu, meðal annars um að huga sérstaklega að því að bæta kjör fólks með lægri- eða millitekjur má í upphafi hins nýja árs leggja grunn að áframhaldandi verðlagsstöðugleika og kaupmáttaraukningu.</p> <p>Fátt er okkur meira virði en heilsa okkar og okkar nánustu. Þess vegna hefur verið forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu en á árinu 2015 verður meira fjármagni varið til Landspítalans en nokkurn tímann áður, auk sjöföldunar árlegs framlags til tækjakaupa á spítalanum.</p> <p>Áfram verður haldið við að bæta heilbrigðiskerfið með það að markmiði að heilbrigðisþjónusta á Íslandi jafnist á við það sem best gerist í heiminum.</p> <p>Samhliða því verður ráðist í sérstakt lýðheilsuátak. Það að hver og einn hugi að eigin heilsu er árangursríkasta og hagkvæmasta leiðin til að auka lífsgæði og styrkja heilbrigðiskerfið.</p> <p>Stóraukin framlög til vísinda- og rannsókna munu þegar á árinu 2015 ýta verulega undir það mikla nýsköpunarstarf sem verið hefur að leysast úr læðingi á Íslandi á síðustu misserum.</p> <p>Á nýju ári verður hafist handa við eitt stærsta framfaramál sem hægt er að ráðast í til að styrkja innviði og byggðir landsins. Hafin verður vinna við átaksverkefni við að ljósleiðaravæða allt landið, hvern einasta bæ, hvern dal og fjörð og tengja þannig landið allt við hraðbraut upplýsinga og samskipta.</p> <p>Reynslan sýnir að umhverfi okkar, eins og veðrið, hefur mikil áhrif á lífsgæði, það hvernig okkur líður. Áfram verður allra veðra von á Íslandi en ný lög um verndarsvæði í byggð og önnur mál sem stuðla munu að fegrun borga, bæja og sveita munu færa Ísland í hóp þeirra landa sem mestum árangri hafa náð í fegrun umhverfisins.</p> <p>Við getum því vonandi litið aftur til áranna 2013 og 2014 sem upphafsára mikils uppbyggingarskeiðs í íslensku samfélagi, sannkallaðs endurreisnartíma.</p> <p>Þó má ekki gleyma því að enn á eftir að ljúka veigamiklum þætti í uppgjöri fjármálaáfallsins sem Íslendingar upplifðu af fullum þunga, fyrstir þjóða, fyrir rúmum sex árum.</p> <p>Enn eru í landinu höft á flutningi fjármagns. Stærsta hindrunin í afnámi hafta eru svokölluð slitabú hinna föllnu banka en þau hafa þegar starfað lengur en æskilegt getur talist. Framan af nutu slitabúin skattleysis þrátt fyrir að vera að flestu leyti rekin eins og fyrirtæki. En með skattlagningu búanna er það efnahagslega svigrúm sem er óhjákvæmilegur liður í afnámi hafta nú loks byrjað að myndast.</p> <p>Það er nauðsynlegt að þessi fyrirtæki leggi sitt af mörkum til samfélagsins.</p> <p>Víða erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum, hafa fjármálafyrirtæki, sem í flestum tilvikum var haldið gangandi með aðgangi að ríkiskassa landanna verið látin greiða himinháar sektir ofan á endurgreiðslu lána til að bæta samfélögunum það tjón sem hlotist hafði af framgöngu þeirra.</p> <p>Frá því að ný ríkisstjórn tók við hefur farið fram umfangsmikil vinna við að meta eftirstöðvar fjármálaáfallsins og hvernig best sé að vinna úr þeim. Sú vinna hefur skilað því að stjórnvöld eru nú vel í stakk búin til að ráðast í veigamiklar aðgerðir snemma á nýju ári.</p> <p>Hvaða leið sem verður farin mun ríkisstjórnin aldrei hvika frá því að standa vörð um hagsmuni almennings í landinu. Íslenska þjóðin hefur þegar tekið á sig allan þann kostnað sem hægt er að ætlast til af henni vegna hins alþjóðlega fjármálaáfalls, kostnað sem hefði hæglega getað orðið enn þá meiri og jafnvel óbærilegur ef Íslendingar hefðu ekki staðið á rétti sínum.</p> <p>Við lausn þessa verkefnis ríður mikið á að við stöndum öll saman Íslendingar, þá verður þetta mikla hagsmunamál þjóðarinnar, eins og önnur, farsællega til lykta leitt.</p> <p>Kæru landsmenn. <br /> Grunnstoðir íslensks samfélags eru sterkar og á þeim er gott að byggja. Það er afrakstur þrotlausrar vinnu og framsýni kynslóðanna sem á undan gengu. Við áramót er við hæfi að minnast þess, þakka það og virða. Það er líka við hæfi að færa sérstakar þakkir til þeirra tugþúsunda Íslendinga sem leggja á sig ómælt erfiði í sjálfboðavinnu til að bæta líf í þessu landi og auka velferð og öryggi samborgaranna.</p> <p>Árið 2014 minnti okkur oft á að þótt náttúra landsins sé gjöful og fögur reynist hún oft viðsjárverð. Fórnfýsi og hugrekki íslenskra björgunarsveita reyndist okkur ómetanleg þetta árið eins og svo oft áður og minnti á að björgunarsveitirnar hljóta að teljast eitt mesta stolt þessarar þjóðar.</p> <p>Á þessum tímamótum er líka viðeigandi að hugsa með hlýhug til þeirra sem eru að takast á við veikindi eða aðra erfiðleika og þeirra sem rétta þeim hjálparhönd.</p> <p>Nýtt ár nýrra tækifæra er aðganga í garð. Leyfum okkur að gleðjast, með því sýnum við þakklæti fyrir þá gæfu sem okkur hefur hlotnast sem þjóð en með því að gleðjast verðum við líka betur í stakk búin til að gera lífið á Íslandi enn betra, hjálpa þeim betur sem þurfa hjálpar við hér heima og erlendis og halda áfram hinni miklu framfarasögu þessa góða lands.</p> <p>Berum virðingu fyrir fortíðinni, trúum á framtíðina og fögnum því að nú hefjist nýtt ár nýrra tækifæra.</p> <p>Ég óska ykkur öllum gleði og farsældar á nýju ári.</p>

2014-12-31 00:00:0031. desember 2014Áramót

<p>Ágætu landsmenn.<br /> Um þessi áramót er bjartara yfir landinu okkar en verið hefur um langan tíma, myrkur erfiðleika í þjóðlífi og efnahagsmálum að baki og framundan tími uppbyggingar og aukinnar velsældar. Um leið og við gleðjumst yfir hækkandi sól og því sem vel hefur til tekist á liðnu ári megum við ekki gleyma, að margir eiga um sárt að binda vegna slysa, veikinda, ástvinamissis eða annarra erfiðleika.</p> <p>Viljinn til að rétta þeim sem minna mega sín hjálparhönd er sterkur í samfélagi okkar og við getum líklega flest verið sammála um að lengi megi gera betur í þeim efnum. Í ríkisbúskap er í mörg horn að líta og verðug verkefni fleiri en hægt er að gera sér í hugarlund í fljótu bragði. En það er sama hversu gott málefnið er, ríkissjóður getur ekki frekar en fjölskylda leyft sér til lengdar að eyða um efni fram. Ríkisstjórnin er einhuga um að forgangsraða í þágu velferðar, heilbrigðismála og heimilanna í landinu. Með þeim fjárlögum sem samþykkt voru á Alþingi fyrir jól er lögð rík áhersla á verja og efla þessar grunnstoðir samfélagsins.</p> <p>Heilbrigðismál eru málaflokkur sem snertir okkur öll og veraldleg gæði mega sín lítils í samanburði við þau gæði sem felast í góðri heilsu. Sem fámenn þjóð stöndum við vissulega frammi fyrir mikilli áskorun þegar kemur að því að viðhalda hér framúrskarandi heilbrigðisþjónustu um ókomin ár.</p> <p>Eftir harkalegan niðurskurð á undangengnum árum var heilbrigðiskerfið vissulega komið að þolmörkum en nú hefur langvarandi vörn verið snúið í sókn og breyttar áherslur frá niðurskurði fyrri ára birtast í fjárlögum þessa árs og þess næsta. Rekstrarframlög til heilbrigðisstofnana hafa verið aukin og fjárveitingar til Landspítalans á árinu 2015 verða hærri en nokkru sinni fyrr, jafnvel hærri en útgjaldaárin miklu 2007 og 2008. Auk þess haf fjárveitingar til kaupa á lækningatækjum verið sjöfaldaðar borið er saman við fjárframlög til tækjakaupa árin 2007 til 2012.</p> <p>Þótt við viljum öll gera betur megum við ekki gleyma, að sem þjóð höfum við lengi getað státað af einu öflugasta heilbrigðiskerfi og samtryggingu í veröldinni. Þrátt fyrir fámenni hefur okkur tekist að vera í hópi þeirra þjóða sem bjóða upp á gott heilbrigðiskerfi sem allir eiga jafnan aðgang að, hvort sem viðkomandi hefur efni á dýrum sjúkratryggingum eða ekki.&nbsp;</p> <h3>Efnahagslegur bati og sögulegt tímabil stöðugleika</h3> <p>Íslensk heimili og atvinnulíf hafa á liðnu ári búið við einstakt tímabil stöðugleika í efnahagsmálum. Verðbólga, einn helsti óvinur launafólks, hefur nú í fyrsta sinn á öldinni haldist stöðug og verið í næstum heilt ár fyrir neðan viðmið Seðlabanka Íslands. Það er sögulegur árangur sem margir hafa átt þátt í að skapa. Lág verðbólga, ásamt skynsamlegum ákvörðunum í ríkisfjármálum og kjarasamningum urðu til þess að kaupmáttur jókst meira á árinu en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Aukning kaupmáttar á síðustu 12 mánuðum mælist nú 5,5% og hefur aðeins einu sinni áður mælst meiri á öldinni. Erfitt er að finna stærra hagsmunamál íslenskra heimila og samfélagsins alls, en aukningu kaupmáttar og ráðstöfunartekna heimila. Í fjárlögum komandi árs er enn ýtt undir þessa þróun, þar sem ýmsar beinar aðgerðir og breytingar á skattkerfinu eiga að leiða til enn frekari aukningar ráðstöfunartekna heimilanna. Þar er sérstaklega hugað að því að rétta hlut lágtekjufólks og fólks með millitekjur.</p> <p>Fljótlega eftir áramót fara viðræður aðila vinnumarkaðarins um nýja kjarasamning af stað af fullum þunga. Væntingar eru miklar en ekki er að efa að aðilar vinnumarkaðar skilja vel þá ábyrgð sem á þeim hvílir. Það væri mikil synd ef einstakt tækifæri til að verja verðlagsstöðugleika og halda áfram að bæta kjör almennings á Íslandi færi forgörðum vegna átaka á vinnumarkaði.&nbsp;</p> <h3>Öflug þjóð í gjöfulu landi</h3> <p>Íslendingar eru lánsöm þjóð, landið er gjöfult með miklar náttúruauðlindir sem langt er frá að hafi verið nýttar til fulls. Ungri og vel menntaðri þjóð sem býr við slík skilyrði frá náttúrunnar hendi eru allir vegir færir. Ríkisvaldið þarf að veita framsæknu, þróttmiklu og hugmyndaríku fólki skilyrði til að reyna sig við stofnun og rekstur nýrra fyrirtækja sem skapa þjóðinni aukna velsæld. &nbsp;Mikill gróska er nú í nýsköpun í atvinnulífinu og fjöldi nýrra fyrirtækja er til vitnis um þrótt, þor og sköpunargleði þjóðarinnar. Í þeirri öflugu flóru nýsköpunarfyrirtækja sem nú eykur fjölbreytni atvinnulífsins eru mörg fyrirtæki sem hafa þegar náð að skara fram úr í alþjóðlegri samkeppni.</p> <p>Náðst hefur mikill árangur í efnahags- og atvinnumálum sem ríkisstjórnin mun byggja á til framtíðar til að skapa heilbrigt umhverfi fyrir þróttmikið atvinnulíf og auðvelda þá auknu framleiðslu verðmæta sem við þurfum til að standa undir aukinni velferð á Íslandi. Samhliða því að fyrirtækjum séu sköpuð sem best skilyrði til vaxtar er eðlilegt að gera þá kröfu til atvinnulífsins að það láti launþega njóta árangursins þegar vel gengur. Í því sambandi er mikilvægt að minnast þess að rekstur fyrirtækja, eins og heilu samfélaganna, gengur best ef hugað er að jafnræði.</p> <p>Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðina um ókomin ár að vel takist til við framkvæmd afnáms gjaldeyrishafta. Ein stærsta hindrunin eru þau miklu verðmæti í eigu þrotabúa föllnu bankanna sem talin eru munu leita úr landi ef umbreyting krónueigna í erlendan gjaldmiðil verður gefin frjáls. Ríkisstjórnin mun hér eftir sem hingað til hafa afkomu og heill almennings í landinu að leiðarljósi við allar ákvarðanir sem lúta að afnámi hafta. Þeir sem vonast til að tíminn vinni gegn ríkisstjórninni í tengslum við uppgjör hinna föllnu banka fara villur vegar. Ríkisvaldið mun ekki gera skuldir einkaaðila að sínum eða setja stöðugleika í efnahagsmálum í uppnám með því að gefa eftir í baráttu fyrir farsælli lausn þessara mála.&nbsp;</p> <h3>Gleðin</h3> <p>Stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa eiga það sameiginlegt að við þá talar mikill fjöldi fólks, oft með góðar ábendingar og athugasemdir um það sem má betur fara. Á göngu upp Laugaveg á Þorláksmessu vatt ókunnug kona sér að fjölskyldunni og sagðist vilja þakka fyrir það sem áunnist hefði við landsstjórnina. Hún bætti við að það væri verst hvað hinn þögli meirihluti væri óduglegur að láta í sér heyra meðan „háværum nöldurseggjum“, eins og hún orðaði það, væri að takast að ræna þjóðina gleðinni. Við eigum það flest sameiginlegt að geta glaðst á góðri stundu og líða betur innan um þá sem búa yfir gleði og lífshamingju frekar en nöldri og úrtölum. Víst er að lífið er of dýrmætt til að eyða því í formælingar og illmælgi. Gleði í samskiptum fólks bætir andrúmsloft og gerir lífið skemmtilegra.</p> <p>Magnús Ásgeirsson þýddi á snildarlegan hátt ljóð frá ýmsum löndum og eitt þeirra, ljóð eftir danska skáldið Axel Juel, fjallar um gleði, hryggð og hamingju. Fyrsta erindið fjallar um gleðina og hljóðar þannig:&nbsp;&nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp; &nbsp;</p> <blockquote> <p>Ljúfasta gleði allrar gleði&nbsp;</p> <p><span>er gleði yfir því, sem er alls ekki neitt,</span></p> <p><span>engu, sem manni er á valdi eða í vil,</span></p> <p><span>gleði yfir engu og gleði yfir öllu,</span></p> <p><span>gleðin: að vera til.&nbsp;</span></p> </blockquote> <p><span>Með þessum ljóðlínum óska ég landsmönnum öllum gleðilegs og gæfuríks nýs árs og þakka ánægjuleg samskipti á liðnu ári.&nbsp;</span></p>

2014-12-16 00:00:0016. desember 2014Lýðheilsa – Heilsa í allar stefnur 

<p><span>Ágætu fundargestir.</span></p> <p><span>Það er mér sérstök ánægja að ávarpa ykkur hér í dag, 16. desember. Á þessum degi stenst ég ekki freistinguna að minnast merkra tímamóta í stjórnmálasögu Íslendinga fyrir 98 árum.</span></p> <p><span>Á þessum tíma stóð fyrri heimstyrjöldin sem hæst með mikilli truflun á verslun og viðskiptum við útlönd, konur höfðu fengið kosningarétt árið áður og kosningaaldur var lækkaður úr 30 árum í 25 ár.</span></p> <p><span>Í nóvember þetta ár höfðu átta þingmenn komið saman og ákveðið að stofan nýjan þingflokk – Framsóknarflokkinn – en hann var stofnaður á þessum degi fyrir 98 árum.</span></p> <p><span>Í dag, 16. desember, verða aftur mikil tíðindi með þessari ráðstefnu um bætta lýðheilsu Íslendinga. Hér munu sérfræðingar frá Norðurlöndunum kynna okkur starf sitt og stefnu. Það er mikilvægt fyrir okkur að geta með þessum hætti lært af vinaþjóðum okkar og þar með stytt okkur leiðina að bættri lýðheilsu allra landsmanna.</span></p> <p><span>Góð heilsa er eitt af því mikilvægasta í lífi hvers manns – og þekking á heilsu og því hvernig hægt er að bæta heilsu hefur fleygt fram. Stjórnvöldum ber að mínu mati að skapa aðstæður til að auðvelda fólki að efla heilsu sína. Þess vegna var skipuð sérstök ráðherranefnd um lýðheilsu í mars síðastliðnum.</span></p> <p><span>Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að lýðheilsa og forvarnastarf verði meðal forgangsverkefna okkar. Þar kemur einnig fram að ríkisstjórnin hefur mikinn vilja til að auka almenn lífsgæði landsmanna með því að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu og draga þannig úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar.</span></p> <p><span>Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar geta komið að borði ráðherranefndar um lýðheilsu, þó fast sæti eigi auk mín, heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og menntamálaráðherra.</span></p> <p><span>Jafnframt var sérstakri þriggja manna verkefnisstjórn komið á fót og einnig stofnaður opinn samráðshópur – lýðheilsunefnd sem skipuð er fulltrúum fjölmargra félaga og félagasamtaka sem hafa lengi unnið gott starf á sviði heilsufarsmála. Meginhlutverkið er að vinna drög að heildstæðri lýðheilsustefnu og aðgerðaáætlun og skal því verki vera lokið</span> <span>eigi síðar en við árslok 2015.&nbsp;</span></p> <p><span>Það er fagnaðarefni að verkefnisstjórnin og lýðheilsunefndin hafa þegar lagt fram drög að umfangsmiklum tillögum því mikilvægt er að geta sem fyrst hafið aðgerðir til bættrar lýðheilsu.</span></p> <p><span>Við vitum að uppeldi og fyrirmyndir skipta miklu máli um hvernig við mótumst sem einstaklingar og að áhrif forráðamanna skipta þar miklu. Þó vitum við líka að áhrif frá vinahópnum, fjölmiðlum og öðrum skipa einnig stóran sess.</span></p> <p><span>Það skiptir því miklu máli að virkja sem flesta til þátttöku.</span></p> <p><span>Að undanförnu hefur orðið vart við aukinn áhuga hjá sveitarfélögum víðs vegar um landið á að gerast Heilsueflandi samfélög, þar sem reynt er að fá allt samfélagið til að vinna að sama marki; leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, vinnustaði og heimili.</span></p> <p><span>Nokkur sveitarfélög hafa þegar hafið slíka vinnu og æskilegt væri að fleiri sveitarfélög færu í slíka vinnu.</span></p> <p><span>Það væri einnig æskilegt að efla enn frekar allt það þakkarverða æskulýðs- og forvarnastarf sem frjáls félagasamtök vinna hér á landi og hafa lengi unnið.</span></p> <p><span>Það verður seint ofmetið hversu miklu máli heilbrigður lífstíll skiptir bæði fyrir einstaklingana og samfélagið.</span></p> <p><span>Við verðum öll að átta okkur á því að þrátt fyrir annasöm störf verðum við að gefa okkur tíma til að huga að heilsunni. Við þurfum öll að setja hreyfingu á dagskrá okkar um leið og við hugum að mataræðinu.</span></p> <p><span>Ég er sjálfur að reyna að taka mig á í því efni. Það tók dálítinn tíma að venja sig á reglubundna hreyfingu en eftir að það tókst vill maður síst af öllu missa það úr dagskránni. Og þegar tekst að venja sig á hollari mat langar mann ekki lengur í óhollustuna.</span></p> <p><span>Ágætu fundarmenn. Eins ég nefndi hér fyrr, hlakka ég til að fræðast um hvar við Íslendingar stöndum í samanburði þjóða og læra af reynslu annarra. Það er vonandi að þessi ráðstefna hér í dag verði upphafið að stórstígum framförum í átt til bættrar lýðheilsu þjóðarinnar.</span></p> <p><span>Gangi okkur vel!</span></p>

2014-11-14 00:00:0014. nóvember 2014Rafbílavæðing á Íslandi

<p>Formaður Verkfræðingafélags Íslands‚ ágætu ráðstefnugestir.<br /> Ég vil byrja á því að fagna framtaki rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræðingafélags Íslands að efna til þessarar áhugaverðu ráðstefnu um rafbíla, en engum dylst að þeir eru nú að verða vænlegur valkostur fyrir okkur Íslendinga í samgöngum, bæði tæknilega og rekstrarlega. Í forsætisráðuneytinu höfum við lagt drög að fundi um sama efni í janúar á næsta ári. Þetta er því mál sem okkur er hugleikið og mér þykir sérstaklega ánægjulegt að hafa verið boðið að ávarpa ráðstefnuna sem vonandi lyftir umræðunni.</p> <p>Það er kunnara en frá þurfi að segja, að bíllinn veitir okkur mikið frelsi, og á hundrað árum hefur hann orðið helsta samgöngutæki heimsins og átt veigamikinn þátt í sókn til aukinnar velmegunar. Hér á Íslandi hefur bíllinn gengt lykilhlutverki við að halda landinu í byggð og tengja líf og störf landsmanna saman.</p> <p>Þessu mikilvæga hlutverki fyrir íslenska – sem og alþjóðlega hagþróun – er langt í frá lokið, en um leið er nauðsynlegt að bíllinn lagi sig, nú sem fyrr, að nýjum veruleika.</p> <p>Svo ánægjulega vill til að Ísland er í lykilstöðu sem land sem getur framleitt nægt grænt eldsneyti fyrir bílaflota framtíðarinnar. Núverandi ríkisstjórn hefur frá upphafi lýst áhuga á að efla vistvænar samgöngur, eins og birtist í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem áréttuð er sú sérstaða Íslendinga að hafa aðgengi að endurnýjanlegum auðlindum sem gerir okkur um leið fært að vera í fararbroddi í umhverfismálum.&nbsp;</p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa haft slíka breytingu í samgöngumálum að markmiði um nokkurt skeið en nú sjáum við hylla undir að þetta sé mögulegt – að raunhæft sé að ná þessu innan ekki allt of langs tíma sökum þess hve tækninni fleytir hratt fram. Staðreyndin er sú að rafbílar eru að verða raunhæfur kostur og verða það enn frekar í framtíðinni. Það sama má segja um leiðir til að knýja skip og önnur tæki sem hafa til þessa notast við jarðefnaeldsneyti. Allt þetta gefur Íslandi mjög mikla möguleika á að verða fyrsta land í heimi sem eingöngu nýtir endurnýjanlega orkugjafa.</p> <p>Í ljósi þessa er sérlega ánægjulegt fyrir mig að fá að ávarpa þessa ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi. Við sjáum að slíkum bílum er nú farið að fjölga á götunum. Óhætt er að fullyrða að rafbíllinn henti íslenskum orkubúskap einstaklega vel og því bíðum við í ofvæni eftir frekari framþróun rafbíla.</p> <p>Flestir af stóru bílaframleiðendum heimsins hafa hafið framleiðslu á rafbílum eða kynnt áform um slíkt og verður áhugavert að hlusta á fulltrúa íslensku bílaumboðanna kynna þessa bíla og tækni þeirra hér á eftir. Flest bílaumboðin bjóða í dag rafbíla og úrvalið verður stöðugt meira.&nbsp;</p> <p>Þegar kemur að rafbílavæðingu er mikilvægast að viðkomandi land framleiði rafmagn á vistvænan hátt eins og Ísland, já og reyndar Noregur líka. Áhugavert verður að hlusta á erindi Mariku frá Noregi um rafbílavæðingu þar í landi og hvað við getum lært af Norðmönnum því rafbílanotkun þeirra er veruleg og framtak þeirra til eftirbreytni. „Velkomin til Íslands Marika.“ „We look forward to listen to you talk about the environmental, economic and practical aspects of electric vehicles in Norway and what we can learn from your experience.“</p> <p>Hafa verður þó í huga að það er ekki vandalaust að móta framhaldið þannig að úr verði sem mestur ávinningur fyrir land og þjóð um leið og unnið er með þá &nbsp;tækniþróun sem á sér stað. Stjórnvöld á Íslandi stefna að orkuskiptum í samgöngum og stefna meðal annars að því, til lengri tíma litið, að skipta alfarið út hefðbundnu jarðefnaeldsneyti (bensín/dísel) yfir í aðra orkugjafa fyrir bíla og önnur ökutæki – orkugjafa sem eru endurnýjanlegir og upprunnir á Íslandi. Orkuskipti eru kostnaðarsöm, kalla á miklar fjárfestingar í innviðum og eru mikið átak fyrir hvert þjóðfélag að fara í gegnum. Í því ferli er hægt að gera mörg mistök. Þó að flestir framleiðendur telji að í óskilgreindri framtíð verði rafbíllinn ofaná þá er ljóst að sú vegferð verður ekki einföld. Við Íslendingar njótum þess að rafmagn er fáanlegt um allt land með hagkvæmu dreifikerfi sem er til staðar, en byggja þarf upp hraðhleðslu þegar staðlar og ökutæki eru tilbúin. Það er verkefni sem bíður.</p> <p>En nú má spyrja hvað stjórnvöld geti gert til að hraða þessari þróun, ýta jarðefnaeldsneytinu út og í skiptum fyrir aðra endurnýjanlega orku – orku sem við eigum svo mikið af sjálf?&nbsp;Jú, það er ekki hvað síst með efnahagslegum hvötum og það er mikilvægt að sjá fyrir sér hve langt er hægt að ganga í þeim efnum.&nbsp;</p> <p>Á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna – sem ég sótti fyrr í haust – var &nbsp;eitt af megin umræðuefnunum hversu langt sé hægt að ganga í því efni. Það virðist vera almennur stuðningur við að taka upp sérstaka skatta vegna notkunar á mengandi eldsneyti. Þar hefur Ísland þegar gengið hvað lengst. Nú er slíkt fyrirkomulag einnig til umræðu í öðrum löndum og stefnir í að það myndist meiri samstaða um, að dýrara verði að nota jarðefnaeldsneyti en verið hefur. Á umræddum loftslagsfundi og í aðdraganda hans voru fjöldamörg ríki, þar með talið Ísland, sem undirrituðu yfirlýsingu um að setja verðmiða á kolefni („Putting Price on Carbon“).</p> <p>Að sama skapi er mikilvægt að hagkvæmni endurnýjanlegra orkugjafa verði aukið fyrir neytendur. Til þessa hefur verið erfitt að ákvarða framhaldið hvað vistvæna bíla varðar þar sem undanþága frá lögum um virðisaukaskatt hefur verið tímabundin.&nbsp;</p> <p>Fyrir stuttu var undanþágan framlengd um eitt ár, enda áhyggjur uppi um að verð á rafbílum og öðrum vistvænum kostum hækkaði ella um áramótin, og margir urðu til að lýsa því yfir að rafbílavæðingin myndi líða undir lok ef verðhækkunin yrði of mikil. Við þessu var brugðist af stjórnvöldum en við þurfum að horfa lengra. Íslendingar hafa skuldbundið sig, sem aðilar að alþjóðlegum samningum, um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og að nýta sem best endurnýjanlegar og vistvænar orkulindir okkar, líkt og vatnsorku og jarðhita. Við Íslendingar höfum haft sem markmið að ná 10% hlutdeild endurnýjanlegrar orku í samgöngum árið 2020.</p> <p>Margvíslegur árangur hefur náðst. Fleiri rafbílar og aðrar tegundir sem nýta endurnýjanlega orku, íblöndun í hefðbundið bensín, innlend framleiðsla lífeldsneytis er sprotavettvangur sem er í sókn og margt fleira mætti nefna. En betur má ef duga skal.&nbsp;</p> <p>Nú blasir við að tímabært er að huga enn frekar að stefnumótun um rafbílavæðingu hérlendis með tilheyrandi aðgerðaráætlunum allra hagsmunaaðila. Stjórnvöld þurfa og vilja móta sér slíka stefnu til lengri tíma. Á þessu stigi rafbílavæðingar eru ívilnanir eins og afnám vörugjalda og niðurfelling virðisaukaskatts forsenda þess að einhver sala sé á rafbílum sem talandi er um. Ef þær verða felldar niður er fyrirsjáanlegt að rafbílasala geti hreinlega stöðvast. Hæpið er að fyrirtæki sem starfar á viðskiptalegum forsendum fari að &nbsp;leggja í uppbyggingu innviða eins og hraðhleðslustöðva eða þjónustu til að mæta þörfum vegna rafbílavæðingar ef mikil óvissa leikur á um hvort ívilnanir standi.</p> <p>Það þarf ívilnanir til á meðan framleiðsla rafbíla er að komast á það stig að þeir verði samkeppnishæfir við bensínbíla. Ennþá er hlutdeild rafbíla í íslenska bílaflotanum lág - mér er tjáð að ætla megi að þeir verði um 300 talsins um næstu áramót. Til að tryggja fulla virkni ívilnana er ljóst að það þarf að festa þær til lengri tíma. Fyrir því er fullur vilji í ríkisstjórninni.&nbsp;</p> <p>Ágætu ráðstefnugestir.&nbsp;<br /> Eins og formaður Verkfræðingafélags Íslands nefndi við setningu ráðstefnunnar þá hefur rafmagnsverkfræðingadeild félagsins stofnað ,,starfshóp um rafbíla” og býður ríkisstjórninni að leggja fram tillögu að stefnumótun um rafbílavæðingu hérlendis með tilheyrandi aðgerðaráætlunum og greinargerðum allra hagsmunaaðila svo að stjórnvöld og sveitarfélög geti mótað sér slíka stefnu um rafbílavæðingu til lengri tíma.&nbsp;</p> <p>Ég efast ekki um að slík stefnumótun verði unnin í nánu samstarfi við alla þá hagsmunaaðila sem að málinu koma. Eitt af því sem er merkilegt við tilboð rafmagnsverkfræðinga er að þeir bjóðast til að vinna tillögurnar án nokkurrar greiðslu og á aðeins 45 dögum.&nbsp;Þetta er mjög gott tilboð og ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka því, án þó nokkurra skuldbindinga um framhaldið. Ég býð spenntur eftir að sjá hvað kemur út úr slíkri vinnu.&nbsp;</p> <p>Það verður áhugavert að hlusta á fyrirlestrana hér á eftir um hvað við þurfum að gera til að hraða rafbílavæðingu og vel skipaður umræðupanell ýmissa hagsmunaaðila um rafbílavæðingu mun án efa koma með áhugaverðar og gagnlegar tillögur um stefnumótun í rafbílavæðingu Íslands í lok ráðstefnunnar.</p> <p>Góðir áheyrendur.<br /> Ísland er í lykilstöðu sem land sem getur framleitt nægt grænt eldsneyti fyrir bílaflota framtíðarinnar. Það eina sem við þurfum að gera er að taka fyrrgreind raunhæf skref við innleiðingu hans.</p> <p>Því segjum við: Íslenskt á tankinn, já takk!</p>

2014-11-10 00:00:0010. nóvember 2014Þjóðhátíðardagur Þýskalands og tuttugu ár frá falli Berlínarmúrsins

<p>Ræðan er á ensku&#160;<a href="http://eng.forsaetisraduneyti.is/minister/sdg-speeches/nr/8318">The National Day of Germany and the Fall of the Berlin Wall 20th Anniversary</a></p>

2014-11-10 00:00:0010. nóvember 2014Leiðréttingin í höfn

<p>Í dag verða niðurstöður leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum kynntar og á morgun verða niðurstöðurnar birtar 69 þúsund heimilum á heimasíðu verkefnisins, leiðrétting.is. Þetta er gleðistund fyrir heimilin í landinu. Jafnframt er þetta gleðistund fyrir ríkisstjórnina sem setti bætta stöðu heimila í forgang í stefnuyfirlýsingu sinni.&#160;</p> <h3>Af hverju leiðrétting?</h3> <p>Leiðréttingin færir verðtryggð lán heimilanna í þau stöðu sem þau hefðu verið í ef óvænt og mikil verðbólga hefði ekki sett skuldastöðu heimilanna í uppnám á árunum 2008 og 2009. Á þessum tíma var mikið ójafnvægi í íslenskum þjóðarbúskap. Gengi íslensku krónunnar hrapaði, verðbólga fór úr böndunum, eignaverð hrundi og samdráttur varð í landsframleiðslu. Verðbólga hefur áður farið úr böndunum á Íslandi og gengið fallið en það sem skilur forsendubrestinn frá öðrum verðbólgutímabilum eru þættir sem tengjast fylgifiskum fjármálakreppa, svo sem þróun launa, kaupmáttar og eignaverðs.&#160;</p> <p>Leiðréttingin er óhefðbundin aðgerð til að bæta hag heimila. En stjórnvöld og seðlabankar fjölmargra ríkja beittu sér fyrir óhefðbundnum og fordæmalausum aðgerðum í fjármálakreppunni til að draga úr hættu á langvarandi stöðnun. Gríðarleg inngrip seðlabanka leiddu til mikilla vaxtalækkana. Víða á Vesturlöndum hagnaðist yngra og skuldsettara fólk vegna lægri vaxta á húsnæðislánum en eldra fólk og fjármagnseigendur töpuðu vöxtum sem þeir hefðu ella fengið.&#160;</p> <p>Á Íslandi voru einstakar aðstæður til að takast á við bankahrunið og fjármálakreppuna. Lausnin lá í því að landið hafði að miklu leyti verið afskrifað efnahagslega. Það gafst því tækifæri til að nýta þá staðreynd til að leiðrétta stöðu landsins og heimilanna. Bent var á að íslenska ríkið ætti að kaupa kröfur á hina föllnu banka og færa ætti niður skuldir heimilanna í ljósi þess að verðmæti þeirra hefði þegar verið afskrifað að verulegu leyti. Hvorugt var gert og um tíma leit út fyrir að tækifærið til að koma til móts við heimili með verðtryggð fasteignalán hefði farið forgörðum. Með útsjónarsemi og mikilli vinnu fjölda fólks hefur nú tekist að snúa við stöðu sem virtist töpuð og ná bestu mögulegu niðurstöðu.</p> <p>Leiðréttingin er réttlætismál. Ólík lánsform með ófyrirsjáanlegri áhættu eiga ekki að ákvarða örlög heimila. Sá stóri hópur sem var með hefðbundin verðtryggð lán en gat ekki nýtt sér 110% leiðina hefur legið óbættur hjá garði þar til nú.</p> <h3>Framkvæmdin</h3> <p>Þó hugmyndafræðin að baki leiðréttingunni sé einföld og réttlát er framkvæmdin hins vegar tæknilega flókin. Það kemur einkum til af því að mörg ár eru liðin frá því að heimilin urðu fyrir forsendubresti og einkahagir margra hafa tekið breytingum frá þeim tíma. Þrátt fyrir þetta hefur framkvæmdin gengið afar vel. Framkvæmdin er umfangsmikið samstarfsverkefni hins opinbera, lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja. Samvinna þessara aðila hefur verið til mikillar fyrirmyndar.&#160;</p> <h3>Tökum höndum saman</h3> <p>Leiðréttingin tengist uppgjöri slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja. Verja skal hluta af fyrirsjáanlegu svigrúmi sem myndast við uppgjörið til að koma til móts við heimilin. Þar sem meira liggur á leiðréttingunni en uppgjöri slitabúa er bilið brúað með aðkomu ríkissjóðs. Svigrúmið er hins vegar þegar byrjað að myndast fyrir milligöngu ríkisins en slitabúin greiða nú tugi milljarða í skatta árlega.&#160;</p> <p>Leiðréttingin er einungis fyrsta aðgerð af mörgum sem ríkisstjórnin hyggst innleiða á kjörtímabilinu í því skyni að skapa heilbrigðara umhverfi bæði heimila og fjármálamarkaðar. Losun fjármagnshafta, afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum, uppbygging húsnæðiskerfisins og endurskipulagning Íbúðalánasjóðs eru mikilvægar vörður á þeirri leið. Þannig munu öll heimili, óháð fjölskyldugerð og láns- eða leiguformi, njóta góðs af breytingunum.</p> <p>Öll þessi verkefni taka tíma og geta krafist þolinmæði, enda verða aðstæður að vera hagfelldar svo að ekki verði lögð veruleg fjárhagsleg áhætta á heimilin. Flest bendir til að hagstæðar aðstæður séu að skapast til þessara verka þó vissulega séu blikur á lofti, t.d. vegna óvissu um kjarasamninga.&#160;</p> <h3>Tvíþætt aðgerð</h3> <p>Eins og kunnugt er eru skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar tvíþættar. Annars vegar aðgerðir til beinnar niðurfærslu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar lækkun höfuðstóls með skattleysi séreignarlífeyrissparnaðar í þrjú ár. Þessar aðgerðir falla mjög vel saman. Heimili sem nýtur hámarksleiðréttingar getur lækkað höfuðstól láns síns um meira en sex milljónir króna á þremur árum. Til dæmis getur heimili með meðallán tekið um aldamótin lækkað höfuðstól lánsins um 20% nýti það sér hámarks skattfrelsi séreignarlífeyrissparnaðar. Bein lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni er að meðaltali um 1,3 milljónir króna.&#160;</p> <p>Heimilin í landinu eru hornsteinn okkar samfélags. Með því að skila fjármagni til heimila sem urðu fyrir ófyrirséðu tjóni mun þessi umfangsmikla leiðrétting ekki aðeins bæta stöðu tugþúsunda heimila með beinum hætti heldur einnig koma samfélaginu öllu til góða.</p>

2014-10-31 00:00:0031. október 2014Forsætisráðherra heldur opnunarávarp í Hringborði norðurslóða

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/forsaetisraduneyti-media/media/frettir2/forsaetisradherra-31-10-2014-arctic-c.jpg"><img src="/media/forsaetisraduneyti-media/media/frettir2/forsaetisradherra-31-10-2014-arctic-c.jpg?proc=singleNewsItem" alt="Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur opnunarerindi í Hringborði norðurslóða" class="media-object" /></a><figcaption>Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flytur opnunarerindi í Hringborði norðurslóða</figcaption></figure></div> <p>Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti í dag opnunarerindi í Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið er í Hörpu um helgina, en um 1.400 þátttakendur frá um 40 löndum sækja ráðstefnuna. &nbsp;</p> <p>Í erindi sínu ræddi forsætisráðherra meðal annars þær öru breytingar sem eiga sér stað á norðurslóðum og mikilvægi heildstæðrar nálgunar til að nýta tækifærin og takast á við þær áskoranir sem í þeim felast. Greindi ráðherra meðal annars frá starfi ráðherranefndar um málefni norðurslóða, sem sett var á fót á síðasta ári og ætlað er að tryggja samræmda og heildstæða hagsmunagæslu Íslands á æðstu stigum stjórnsýslunnar. Þá áréttaði ráðherra mikilvægi samvinnu ríkja og annarra hagsmunaaðila í málefnum norðurslóða, meðal annars innan Norðurskautsráðsins. Einnig ræddi ráðherra um mikilvægi samvinnu hins opinbera og einkageirans um ábyrga og sjálfbæra nýtingu auðlinda á svæðinu, og að réttindi íbúa á norðurslóðum verði ávallt í heiðri höfð. Sagði forsætisráðherra Ísland ábyrgan samstarfsaðila í málefnum norðurslóða, meðal annars á sviði öryggismála, auðlinda- og orkunýtingar og vísinda.</p> <p>Forsætisráðherra á jafnframt tvíhliða fundi með ráðamönnum sem einnig taka þátt í Hringborði norðurslóða, þ.á.m. með Sam Tan Chin Siong, ráðherra frá Singapore og Lisu Murkowski, öldungardeildarþingmanni frá Alaskafylki í Bandaríkjunum.&nbsp;</p> <ul> <li><a href="http://eng.forsaetisraduneyti.is/minister/sdg-speeches/nr/8304">Opnunarerindi forsætisráðherra&nbsp;í Hringborði norðurslóða, Arctic Circle</a>&nbsp;(á ensku)</li> </ul>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira