Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Geirs H. Haarde


Dags.Dags.TitillLeyfa leit
2009-01-22 00:00:0022. janúar 2009Ræða forsætisráðherra um efnahagsmál á Alþingi, 22. janúar 2009

<p>Hr. forseti.</p> <p>Ég fagna því að eiga þess kost hér að ræða um efnahags- og atvinnumál með skipulögðum hætti nú svo skömmu eftir að þing kemur saman að nýju eftir jólaleyfi.<br /> Því verður ekki á móti mælt að efnahagshorfur hér á landi eru dökkar um þessar mundir – það höfum við margrætt í þessum sal og og nýbirt spá fjármálaráðuneytisins ber það með sér. En við erum ekki einir á báti, Íslendingar, í þeim efnum. Aðstæður í nágrannalöndunum eru einnig gríðarlega erfiðar, enda er heimsbúskapurinn nú að kljást við eina erfiðustu kreppu sem riðið hefur yfir allt frá tímum heimskreppunnar miklu á fjórða tug síðustu aldar.</p> <p>Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði neikvæður á þessu ári um 9,6%, sem er gríðarlega mikil breyting, og að samdráttur einkaneyslunnar verði rúm 24% að raungildi. Kaupmáttur ráðstöfunartekna mun þó dragast mun minna saman eða um rúm 13% og hefur þá verið tekið tillit til áhrifa vaxandi atvinnuleysis sem samkvæmt spánni verður 7,8% á þessu ári.</p> <p>Verðbólgan hefur verið erfið viðureignar upp á síðkastið, eins og við þekkjum, ekki hvað síst vegna mikils gengisfalls íslensku krónunnar á síðasta ári. Hins vegar eru flestir sammála um að góðar horfur séu á því að verðbólgan fari hratt lækkandi þegar líður á árið og verði nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans undir lok ársins.</p> <p>Mikill viðsnúningur hefur þegar átt sér stað í utanríkisviðskiptum þar sem innflutningur dregst nú hratt saman á sama tíma og útflutningur fer vaxandi. Aukinn þorskkvóti á yfirstandandi fiskveiðiári um 30.000 tonn eykur að sjálfsögðu útflutning sjávarafurða, styrkir stöðu greinarinnar og bætir enn í útflutningsframleiðsluna. Vöruskiptajöfnuðurinn verður því jákvæður um rúmlega 14 af hundraði af landsframleiðslu á þessu ári sem eru mikil umskipti til hins betra frá síðustu árum.</p> <p>Á næsta ári eru horfur á að hagvöxtur verði lítill sem enginn þar sem efnahagslífið verður væntanlega enn ekki búið að ná sér að fullu eftir bankaáfallið. En það er ekki gert ráð fyrir því að þjóðarframleiðslan dragist enn frekar saman heldur en verður á þessu ári. En það eru góðar horfur á því að þegar á næsta ári, þegar líða tekur á árið, blasi við efnahagslegur viðsnúningur og að hjól efnahagslífsins geti farið að snúast af fullum krafti á nýjan leik.</p> <p>Atvinnumálin hafa verið mikið í deiglunni upp á síðkastið, enda fátt sem brennur meira á heimilunum en örugg atvinna sem tryggir afkomuöryggi fjölskyldunnar. Til að tryggja árangur á þessu sviði þarf annars vegar að grípa til sértækra aðgerða þar sem það á við en þegar upp er staðið er það árangur efnahagsstefnunnar í heild sem tryggir bestu niðurstöðuna fyrir alla.</p> <p>Ef við lítum fyrst á heildarmyndina þá skiptir sköpum fyrir íslenskt efnahagslíf að ríkisstjórnin hefur frá því í nóvember unnið eftir skýrri efnahagsstefnu sem unnin var í samstarfi við sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og liggur hún til grundvallar samstarfi Íslands og sjóðsins næstu tvö árin. Áætlunin er metnaðarfull og skýr – en tekur að sjálfsögðu mið af því fordæmalausa áfalli sem íslenskt fjármálakerfi hefur orðið fyrir og þeim mikla samdrætti sem efnahagslíf okkar mun þurfa að ganga í gegnum af þeim sökum næstu tvö ár. Áætlunin er skýrt tímasett en mun þó taka breytingum eftir því sem ástandið þróast og verður endurskoðuð af sérfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þriggja mánaða fresti.</p> <p>Herra forseti.<br /> Því hefur verið haldið fram að ríkisstjórnin hafi ekkert gert til þess að bregðast við þeim miklu erfiðleikum sem íslenskt efnahagslíf gengur nú í gegnum. Þetta eru að sjálfsögðu mikil öfugmæli eins og ég vona að eftirfarandi yfirlit sýni um þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir á undanförnum vikum og mánuðum til að koma til móts við einstaklinga og fjölskyldufólk:</p> <ol> <li>Greiðslubyrði einstaklinga með verðtryggð lán hefur verið létt með því að beita greiðslujafnaðarvísitölu, þ.e. launavísitölu sem tekur mið af atvinnustigi.</li> <li>Fjölgað verður úrræðum Íbúðalánasjóðs til að koma til móts við almenning í greiðsluvanda, svo sem með lengingu og skuldbreytingu lána, auknum sveigjanleika og rýmri heimildum gagnvart innheimtu.</li> <li>Íbúðalánasjóði hafa verið veittar lagaheimildir til að leigja húsnæði í eigu sjóðsins til að fjölga úrræðum fyrir einstaklinga í greiðsluvanda. Heimilt verði að leita eftir samstarfi við sveitarfélög eða aðra rekstraraðila með samningi.</li> <li>Gerðar hafa verið nauðsynlegar breytingar til bráðabirgða á lögum eða reglugerðum svo fella megi niður ýmis gjöld vegna skilmálabreytinga sem torveldað hafa skuldbreytingar og uppgreiðslu lána, svo sem stimpilgjöld og þinglýsingargjöld.</li> <li>Felld hefur verið úr gildi heimild til að skuldajafna barnabótum á móti opinberum gjöldum.</li> <li>Felld hefur verið úr gildi heimild til að skuldajafna vaxtabótum á móti afborgunum lána hjá Íbúðalánasjóði.</li> <li>Barnabætur eru nú greiddar út mánaðarlega gagnvart þeim sem það kjósa en ekki á þriggja mánaða fresti.</li> <li>Opinberum innheimtuaðilum hafa verið veittar tímabundið frekari heimildir til sveigjanleika í samningum um gjaldfallnar kröfur sem taka mið af mismunandi aðstæðum einstaklinga.</li> <li>Lögfestar hafa verið tímabundnar heimildir til innheimtumanna ríkissjóðs um mögulega niðurfellingu dráttarvaxta, kostnaðar og gjalda í sérstökum, skýrt afmörkuðum tilfellum.</li> <li>Öll ráðuneyti og stofnanir ríkisins hafa fengið fyrirmæli um að milda sem kostur er innheimtuaðgerðir gagnvart einstaklingum, þar með talið að takmarkað verði sem kostur er það hlutfall launa sem ríkið getur nýtt til skuldajöfnunar.</li> <li>Lög um dráttarvexti hafa verið endurskoðuð með það að markmiði að dráttarvextir lækki.</li> <li>Heimild til að setja reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar hefur verið nýtt.</li> <li>Alþingi samþykkti í desember að heimila greiðslu hlutabóta vegna atvinnuleysis til þess að hvetja atvinnurekendur til þess að lækka frekar starfshlutfall en að grípa til uppsagna. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta nú einnig tekið að sér tilfallandi verkefni án þess að missa bótaréttinn.</li> <li>Fyrirtækjum og stofnunum hefur einnig verið gert kleift að ráða til sín tímabundið fólk í atvinnuleit. Bætur fylgja þá starfsfólkinu. Einnig hafa réttindi atvinnulausra verið aukin til þess að auðvelda þeim að fara út á vinnumarkaðinn á nýjan leik, t.d. með búferlaflutningsstyrkjum.</li> <li>Gripið hefur verið til aðgerða til að styðja við sprotafyrirtæki og verður gert enn frekar. Á síðasta ári tók Nýsköpunarsjóður þátt í stofnun nýs, öflugs fjárfestingarsjóðs, Frumtaks, sem mun styrkja þessa mikilvægu vaxtarsprota næstu árin. Einnig er mikilvægt að bygging álvers í Helguvík miði vel og hafa stjórnvöld unnið hart að því að tryggja að það gangi eftir, m.a. með fjárfestingarsamningi í síðasta mánuði.</li> <li>Einnig hefur verið gripið til ýmissa aðgerða á sviði menntamála. Þannig geta atvinnulausir einstaklingar fengið greiddar atvinnuleysisbætur, samkvæmt áunnum réttindum sínum samhliða því að stunda ákveðið nám eða sækja námskeið. Auk þess tókst að tryggja nær öllum sem þess óskuðu inngöngu í framhaldsskóla á vorönn 2009 og leitaðist menntamálaráðuneytið við að skapa sveigjanleika í fjárveitingum til skóla til að svo gæti orðið.</li> </ol> <p>Af þessari upptalningu má sjá að það er fjarstæða að halda því fram að ríkisstjórnin hafi setið aðgerðalaus og það þekkja menn auðvitað af störfum hér á Alþingi vegna þess að mörg þessara mála hafa komið til kasta þingsins á liðnum vikum. Þvert á móti hefur verið unnið ötullega á öllum vígstöðvum að því að draga úr neikvæðum áhrifum efnahagserfiðleikanna á hag heimilanna.</p> <p>Til viðbótar þessu má nefna að ríkisstjórnin hefur ýmist þegar hrint í framkvæmd eða er langt komin með undirbúning fjölmargra aðgerða til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja.</p> <ol> <li>Í fyrsta lagi var bönkunum gert að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki í landinu með það að markmiði að vernda störf og stuðla að áframhaldandi starfsemi lífvænlegra fyrirtækja. Reglurnar taki m.a. til lengingar lána, niðurfærslu skulda, breytingar lána í eigið fé og sameiningar fyrirtækja. Settar verði reglur sem tryggi gegnsæi í ákvarðanatöku bankanna og hlutlæga fyrirgreiðslu, þar sem hugað verði að samræmdum vinnubrögðum gagnvart fyrirtækjum en innra eftirlit bankanna jafnframt eflt.</li> <li>Bankarnir eru nú ýmist búnir eða um það bil að verða búnir að stofna sérstök eignaumsýslufélög sem hafa munu umsjón með eignarhlutum í fyrirtækjum, þar sem ákveðið hefur verið að breyta skuldum í eigið fé.</li> <li>Liðkað verður fyrir stofnun endurreisnarsjóðs, öflugs fjárfestingarsjóðs atvinnulífsins með þátttöku lífeyrissjóða, banka og annarra fjárfesta. Ríkisstjórnin hvetur til þess að í fjárfestingarstefnu sinni taki endurreisnarsjóðurinn m.a. tillit til sjónarmiða er lúta að góðum stjórnunarháttum og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, þar á meðal áherslu fyrirtækja á að viðhalda eða fjölga störfum. Auk þess verður lögð áhersla á launastefnu, jafnréttisstefnu, umhverfisstefnu, framlög til rannsókna og þróunar, mikilvægi starfsemi fyrir grunnþjónustu samfélagsins o.s.frv.</li> <li>Fyrirtækjum sem uppfylla að öðru leyti skilyrði laga hefur verið gert kleift að gera ársreikninga upp í erlendri mynt með lagasetningu sem gildir afturvirkt frá 1. janúar 2008 og hefur nokkur fjöldi fyrirtækja nýtt sér þetta, þ.a. það er ljóst að það er ávinningur af því fyrir ýmis fyrirtæki.</li> <li>Lagt er til að skipaður verði óháður umboðsmaður viðskiptavina í hverjum banka og er búið að auglýsa eftir slíkum aðila í a.m.k. tveimur af viðskiptabönkunum. Skal hann m.a. hafa það hlutverk að gæta þess að viðkomandi banki mismuni ekki viðskiptavinum með óeðlilegum hætti, að ferli við endurskipulagningu fyrirtækja og aðrar mikilvægar ráðstafanir sé gagnsætt og skráð og að bankinn gæti að samkeppnissjónarmiðum. Bankaráð velji umboðsmann í hverjum banka og tryggi að hann geti sinnt eftirliti sínu.</li> <li>Við endurskipulagningu fyrirtækja verða valdar leiðir sem efla samkeppni og hamla henni sem minnst. Á sama hátt verði svigrúm til að draga úr fákeppni eða markaðsráðandi stöðu nýtt sem kostur er. Þeim tilmælum er beint til bankaráða að hafa hliðsjón af þeim meginreglum um samkeppnissjónarmið sem koma fram í nýlegu áliti Samkeppniseftirlitsins.</li> <li>Ríkisstjórnin lýsir yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum, m.a. í því skyni að tryggja endurfjármögnun þeirra, fjölbreyttara bankaumhverfi og greiða fyrir eðlilegum lánaviðskiptum innlendra aðila og erlendra banka.</li> <li>Stjórnvöld hafa hugsað sér að greiða með lagasetningu fyrir langtímaeign lífeyrissjóða á fasteignum sem þeir hafa lánað fyrir. Þannig má bjóða einstaklingum og fyrirtækjum sem missa fasteignir sínar að búa eða starfa áfram í fasteigninni með því að leigja hana af lífeyrissjóðunum.</li> <li>Lögð verður sérstök áhersla á mannaflsfrekar atvinnuskapandi aðgerðir á vegum ríkisins og leitað samstarfs við sveitarfélög um tímasetningu framkvæmda með það fyrir augum að standa vörð um atvinnu fólks og auka hagkvæmni. Samgönguráðherra vinnur sérstaklega að þessu máli.</li> <li>Stjórnvöld munu beita sér fyrir endurskoðun á ákvæðum hlutafélagalaga, skattalaga og annarra laga í því skyni að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að komast í gegnum tímabundna erfiðleika vegna efnahagsástandsins.</li> <li>Ríkisstjórnin mun í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins fara yfir reglur um gjaldeyrishömlur sem ætlað er að styrkja gengi krónunnar til að takmarka neikvæð hliðaráhrif þeirra eins og kostur er.</li> </ol> <p>Þessi aðgerðalisti staðfestir vonandi að ríkisstjórnin hefur unnið hörðum höndum að viðbrögðum við efnahagserfiðleikunum jafnframt því að skapa hér forsendur fyrir endurreisn efnahagslífsins. Það má bæta því við, listanum um aðgerðir í þágu heimilanna, eins og áður hefur komið fram hér í þessum sal, að á vegum dómsmálaráðuneytisins hefur verið unnið að breytingum á gjaldþrotalögum til að greiða fyrir svokallaðri greiðsluaðlögun einstaklinga. Það frumvarp er vonandi á leiðinni í þingið nú á allra næstu dögum.</p> <p>Herra forseti.</p> <p>Ég vil nú víkja frekar að þeirri efnahagsáætlun sem ríkisstjórnin hefur markað í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og vinnur nú eftir. Áætlunin tekur skýrt mið af því ástandi sem nú ríkir í efnahags- og fjármálalífi þjóðarinnar. Hún hefur þrjú meginmarkmið sem öll miða að því grundvallarmarki að endurvekja traust og trúverðugleika hagkerfisins og búa í haginn fyrir bætta fjárhagsstöðu íslenskra heimila og fyrirtækja eins fljótt og auðið er.</p> <h4>Gengis- og peningamálastefna</h4> <p>Fyrsta markmið áætlunarinnar er að koma stöðugleika á gengi á krónunnar og tryggja hér hratt lækkandi verðbólgu. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna þess hve skuldsett fyrirtæki og einstaklingar eru í erlendri mynt og verðtryggðum lánum. Fátt myndi því verða meira til hagsbóta fyrir heimilin og flest fyrirtæki í landinu en styrking krónunnar og aukinn verðstöðugleiki. Lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og vinaþjóða eru hugsuð til að greiða fyrir því að þetta markmið náist – að vera til taks sem varasjóður á gjaldeyrismarkaðnum.</p> <p>Alþingi samþykkti lög um gjaldeyrishöft í lok nóvember og hefur sú lagasetning, að því er best verður séð, að flestu leyti skilað því sem til var ætlast. Krónan styrktist nokkuð í fyrstu en hefur síðan gefið nokkuð eftir. Það kemur á óvart í ljósi þess að metafgangur var af vöruskiptum við útlönd í desember ásamt því að vaxtamunur við útlönd hefur aukist nokkuð. Unnið er ötullega að því að straumlínulaga reglurnar og fylgja eftir framkvæmd þeirra svo viðsnúningur í utanríkisviðskiptum skili sér í styrkingu krónunnar sem hefur í för með sér augljósan hag fyrir allan almenning og stærstan hluta íslenskra fyrirtækja.</p> <p>Þrátt fyrir að mikilvægir áfangasigrar hafi náðst í gengis- og verðlagsmálum þá eru enn stór viðfangsefni sem bíða úrlausnar. Næstu skref snúa að því að fullmóta stefnu um það hvenær og hvernig dregið verður úr höftum á gjaldeyrismarkaði og stýrivextir lækkaðir. Því fyrr sem jákvæð staða í utanríkisviðskiptum skilar styrkara gengi, þeim mun styttra er í að vextir geti farið lækkandi.</p> <p>Ljóst er að vilji er til þess að lyfta og afnema gjaldeyrishöftin um leið og tækifæri gefst – en slík höft hafa almennt neikvæð áhrif á hagkerfi til lengri tíma litið og eru því í sjálfu sér aðeins hugsuð til skamms tíma, í raun og veru neyðaraðgerð eins og mönnum er kunnugt. Hins vegar mun verða einhver bið á því að fjármagnsflæði verði fullkomlega frjálst og ljóst að ekki verður mögulegt að lina höftin fyrr en aukinn stöðugleiki hefur komist á gengi krónunnar og ljóst er hvernig stýritæki Seðlabankans vinna við nýjar aðstæður. Nauðsynlegt er einnig að gæta aðhalds í peningamálastefnu þegar höftum verður létt en búast má við að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir hröðum skrefum um leið og tækifæri gefst til.</p> <h4>Ríkisfjármál</h4> <p>Annað markmið efnahagsáætlunarinnar er að ná tökum á ríkisfjármálum í ljósi þeirra miklu byrða sem ríkissjóður axlar vegna endurfjármögnunar bankakerfisins og þess mikla halla sem verður fyrirsjáanlega á ríkissjóði á næstu árum. Greiðslubyrði lána verður mjög mikil næstu árin þar sem brúttóskuldir hins opinbera verða mjög háar. Hins vegar koma þar á móti allmiklar eignir og því er nettóskuldin mun lægri, eða hugsanlega nærri 70% af landsframleiðslu. Við núverandi aðstæður er þetta mat að sjálfsögðu mikilli óvissu undirorpið. Gangi þessar áætlanir eftir verður nettóskuldastaðan ekki fjarri því sem gerist að meðaltali á evrusvæðinu. Ég vil leggja sérstaka áherslu á þetta atriði þar sem hér hafa því miður verið á ferðinni miklar rangfærslur í þessum efnum.</p> <p>Starf vegna stefnu stjórnvalda í ríkisfjármálum hefur beinst sérstaklega að breytingum á fjárlagafrumvarpi ársins 2009 í ljósi nýrra aðstæðna frá því efnahagsáætlun stjórnvalda var samþykkt. Nauðsynlegt reyndist að bæta afkomu ríkissjóðs með því að draga úr útgjöldum og auka tekjur um 45 ma. kr. fyrir árið 2009 miðað við það sem annars hefði orðið. Halli ársins samkvæmt fjárlögunum verður því nærri 154 ma. kr., sem samsvarar um 10% af áætlaðri landsframleiðslu. Miðað hefur verið við að verja grunnþjónustu ríkisins í mennta-, heilbrigðis-, félags- og löggæslumálum. Í ljósi þess hefur ríkisstjórnin sem fyrr segir einnig kynnt aðgerðaráætlanir fyrir heimili og fyrirtæki en fjárhagsleg staða ríkissjóðs setur slíkum aðgerðum augljóslega ákveðin takmörk.</p> <p>Við núverandi aðstæður eru aðeins tvær leiðir færar til þess að fjármagna fjárlagahallann. Annars vegar er hægt að ganga á inneign ríkissjóðs hjá Seðlabanka Íslands, sem sem betur fer er mikil og hefur safnast upp á undanförnum árum, það er hægt að ganga á þá inneign en áætlað er að um allt að 100 ma. kr. verði nýttir af reikningi ríkissjóðs til þess að fjármagna hallann á þessu ári. Frekari úttektir gætu hins vegar skapað hættu á hratt hækkandi verðbólgu. Hin leiðin til að fjármagna ríkissjóðshallann er útgáfa ríkisskuldabréfa. Mikil aukning í útgáfu slíkra bréfa gæti leitt til hækkandi vaxta. Hvorug leiðin er því kostnaðarlaus fyrir heimili og fyrirtæki í landinu sem munu um síðir þurfa að greiða niður skuldir ríkissjóðs vegna hallans.</p> <p>Vinna er einnig hafin í mótun ríkisfjármála til næstu þriggja til fjögurra ára. Stefnt er að því að fullmótuð slík stefna verði birt á fyrri hluta þessa árs en mikilvægt er að ráðuneyti og stofnanir fái skýra mynd af fjárveitingum sínum næstu árin til þess að hægt sé að grípa til viðeigandi sparnaðaraðgerða. Skýr markmið til næstu ára ættu að skapa grundvöll til endurskipulagningar.</p> <h4>Enduruppbygging bankakerfisins</h4> <p>Þriðja markmið stjórnvalda er að endurbyggja íslenskt bankakerfi svo það geti veitt einstaklingum og fyrirtækjum ábyrga og kröftuga þjónustu en vel virkt fjármálakerfi eru grundvöllur enduruppbyggingar í hagkerfinu og forsenda fyrir því að fyrirtækin í landinu nái að blómstra.</p> <p>Starfið er hins vegar tröllvaxið þar sem um 85% bankakerfisins hefur nú hrunið – sem er hlutfallslega mesta áfall sem nokkurt fjármálakerfi í heiminum hefur orðið fyrir. Stefnt er að því að ríkissjóður veiti eigin fé inn í ríkisbankana þrjá sem nemur allt að 400 mö. kr. Þessi tilhögun var samþykkt í fjárlögum ársins 2009. Ekki mun reynast nauðsynlegt að fara í sérstakar skuldabréfaútgáfur vegna þess. Því ætti endurfjármögnun kerfisins að þessu leyti ekki að hafa áhrif á vaxtastig í landinu. Einnig er unnið að því að styrkja stoðir sparisjóða og annarra smærri fjármálastofnana, sem margar hverjar hafa orðið fyrir áföllum vegna lánsfjárkreppunnar. Einnig hefur verið ákveðið að endurfjármagna Seðlabankann að hluta til með útgáfu skuldabréfs eins og fram hefur komið og er verið að ganga frá þeim málum.</p> <p>Til þess að tryggja framgang mála varðandi endurreisn bankakerfisins og gera tillögur um frekari aðgerðir sem miða að enduruppbyggingu þess hefur verið skipuð sérstök nefnd undir forystu virts sænsks bankasérfræðings sem auk þess er fyrrum starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til margra ára. Þá hefur finnskur fjármálasérfræðingur verið ráðinn til að endurskoða reglu- og lagaumhverfi fjármálakerfisins. Loks má nefna að við höfum gert samning við hið virta alþjóðlega fjármálafyrirtæki Oliver Wyman um að hafa yfirumsjón með verðmati nýju og gömlu bankanna.<br /> <br /> Allt miðar þetta að þvi að því að endurreisa íslenskt bankakerfi og skapa því trúverðugleika og traust á nýjan leik. Til þess að svo megi verða þurfa öll vinnubrögð að vera gagnsæ og unnin af fagmennsku og ábyrgð.</p> <br /> <br />

2008-12-31 00:00:0031. desember 2008Við áramót – Áramótagrein í Morgunblaðið 2008

<p>Ártalið 2008 verður um langan aldur greypt í sögu íslensku þjóðarinnar og ársins minnst fyrir bankahrunið mikla sem hér varð á haustmánuðum. Í hagsögu heimsins verður þetta ártal einnig áberandi fyrir þær efnahagslegu hamfarir sem riðið hafa yfir þjóðir heims á árinu. Eftir ótrúlegan uppgangstíma hefur heimshagkerfið steytt á skeri og ávinningi síðustu ára skolað fyrir borð. Hér á Íslandi, þar sem uppstreymið var hvað mest, hefur fallið orðið hvað hæst.</p> <p>Frammi fyrir slíku hruni er auðvelt að fyllast vonleysi og leggja árar í bát. En íslenska þjóðin er engri lík og stendur óbuguð. Það er okkur Íslendingum í blóð borið að taka áföllum af æðruleysi og vinna okkur út úr erfiðleikum með bjartsýni og þrautseigju að vopni. Engum dylst að hrun bankakerfisins hefur þegar valdið íslenskum fjölskyldum og fyrirtækjum miklum búsifjum. Umsvif íslensku bankanna í samanburði við efnahagslífið í heild voru af slíkri stærðargráðu að hrun þeirra setti af stað höggbylgju sem skekur nú íslenskt atvinnu- og efnahagslíf frá rótum. Við Íslendingar skulum vera undir það búnir að enn eigi eftir að harðna á dalnum áður en við getum á nýjan leik sótt fram af sama krafti og áður. Næsta ár verður erfitt og þá mun reyna sem aldrei fyrr á styrk þjóðarinnar, samstöðu hennar og samhug.</p> <h4>Fórnir, sátt og samstaða</h4> <p>Þeir sem nú axla þungar byrðar eftir hrun íslensku bankanna – íslenskir skattgreiðendur og fjölskyldur þeirra, börnin okkar og ófæddar kynslóðir – eiga skilyrðislausan rétt á því að ástæður bankahrunsins komi fram. Sérstök rannsóknarnefnd á vegum Alþingis með aðild færustu sérfræðinga mun á næstu vikum og mánuðum rannsaka gaumgæfilega aðdraganda þessara atburða, hvað gerðist og hvers vegna. Mun þá verða varpað ljósi á þau álitaefni sem hafa risið og reynt að svara fjölda þeirra spurninga sem hafa vaknað vegna þessara mála. Allir hljóta að fagna slíkri rannsókn sem ætlað er að draga sannleikann undanbragðalaust fram í dagsljósið. Fyrr en niðurstöður hennar liggja fyrir verður ekki hægt að fella dóma yfir einstökum aðilum, hvorki einstaklingum, fyrirtækjum né stofnunum, fyrir þeirra hlut að málinu.</p> <p>Sérstakur saksóknari með víðtækar rannsóknarheimildir mun rannsaka hvort lög hafi verið brotin í aðdraganda að hruni bankanna eða í starfsemi þeirra fram að því. Aðeins með þeim hætti er hægt að koma böndum yfir þá sem brotið hafa af sér, hreinsa þá af ásökunum sem unnið hafa störf sín af elju og samviskusemi og gera ráðstafanir til að afstýra svona atburðum í framtíðinni.</p> <h4>Hvernig gat þetta gerst?</h4> <p>Á undanförnum vikum höfum við öll spurt hvernig það gat gerst að hinir stóru og stöndugu íslensku bankar hrundu svo að segja til grunna á örfáum vikum. Við þeirri spurningu er að sjálfsögðu ekki til einfalt svar. Með nokkurri einföldun má þó segja að íslensku bankarnir hafi ekki verið nægilega sterkir til að standa á eigin fótum þegar undan fjaraði á alþjóðlegum lánamörkuðum en þeir voru samt of stórir til að ríkissjóður eða Seðlabankinn gætu varið þá falli. Stærð íslenska bankakerfisins í samanburði við þjóðarframleiðslu átti sér ekki hliðstæðu. Í venjulegu árferði hefði stærð íslensku bankanna verið styrkur þeirra og þeir hefðu staðið að sér allar hefðbundnar þrengingar en þegar heimskreppan skall á af fullum þunga varð stærð bankanna þeim að falli.</p> <p>Því miður fóru íslensku bankarnir, eins og fleiri íslensk stórfyrirtæki, allt of geyst í hinni svokölluðu útrás. Bankarnir færðu sér í nyt frjálslegar reglur evrópska efnahagssvæðisins um fjármagnsflutninga sem og lántökumöguleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum þar sem um margra ára skeið var gnótt fjármagns á vildarkjörum. Þegar þetta snerist við og útsala á lánsfé breyttist í lánsfjárskort vegna erfiðleika sem upphaflega sköpuðust á húsnæðislánamarkaði í Bandaríkjunum síðsumars 2007 voru bankarnir ekki undir það búnir. Segja má að örlög íslensku bankanna hafi verið ráðin eftir að hinn risastóri fjárfestingarbanki Lehman Brothers í Bandaríkjunum fór í þrot 15. september sl. án þess að bandarísk yfirvöld reyndu að koma honum til bjargar. Í kjölfarið þornuðu upp hefðbundnar lánsfjáruppsprettur banka milli landa og bankar sem ekki gátu hlaupið í skjól ríkisvalds og almannafjár áttu eftir það litla möguleika á að bjarga sér.</p> <p>Mánudaginn 6. október sl. ávarpaði ég þjóðina í beinni sjónvarpsútsendingu til þess að gera henni grein fyrir þeirri alvarlegu stöðu sem upp var komin í fjármálakerfi okkar. Ástæður þess að staðan var orðin jafnslæm og raun bar vitni á haustmánuðum má greina í tvennt. Fyrri ástæðan er sú að alþjóðleg lausafjárkreppa skall á af fullum þunga og gerði út af við mörg fyrirtæki, banka og fjármálastofnanir í Bandaríkjunum og Evrópu. Hin ástæðan fyrir þessari erfiðu stöðu var síðan framganga bankanna sjálfra sem höfðu spilað afar djarft í sínum rekstri og fjárfestingum undanfarin ár og ekki búið sig nægilega undir breyttar aðstæður á fjármálamörkuðum. Því skal haldið til haga að uppgjör bankanna sjálfra, sem kynnt voru í sumar og staðfest af endurskoðendum, gáfu ekki tilefni til að ætla annað en að staða þeirra væri þrátt fyrir allt nokkuð sterk, enda kom þá fram að allir bankarnir væru fjármagnaðir út árið 2009 og að eignasöfn þeirra væru traust. Í maí síðastliðnum taldi Seðlabankinn að staða íslenska bankakerfisins væri í meginatriðum traust og endurtekin álagspróf Fjármálaeftirlitsins bentu til hins sama.</p> <p>Eigi að síður var svo komið í lok september að óhjákvæmilegt var fyrir stjórnvöld að grípa inn í. Mikilvægi bankanna fyrir eðlilegt líf og viðskipti í landinu er slíkt að fari bankaþjónusta úr skorðum getur þjóðfélagið lamast og upplausnarástand skapast ef almenningur getur ekki nálgast fé sitt í bönkum. Því var allt kapp lagt á að tryggja óskerta grunnþjónustu og hagsmuni íslenskra skattgreiðenda og fjölskyldna umfram alla aðra hagsmuni. Með setningu neyðarlaganna svonefndu, að kvöldi dags 6. október, var Fjármálaeftirlitinu veitt heimild til þess að taka yfir starfsemi bankanna og stofna ný félög á grundvelli þeirra eldri.</p> <p>Svo fór að stjórnvöld þurftu að taka yfir alla stóru bankana þrjá og koma nýjum á fót til að sinna eðlilegri bankaþjónustu innan lands. Lengi vel stóðu vonir til þess að Kaupþing gæti staðið af sér erfiðleikana en aðgerðir fjármálaeftirlitsins í Bretlandi urðu til þess að fella dótturfélag bankans, sem að stofni til var rúmlega eitt hundrað ára gamall breskur banki. Sú aðgerð varð síðan til þess að móðurbankinn á Íslandi fór sömu leið. Allt bendir til þess að látið verði reyna á lögmæti aðgerða breskra yfirvalda fyrir þarlendum dómstólum. Harkan í aðgerðum breskra yfirvalda vegna þessa máls sem og beiting hryðjuverkalaga gegn Landsbankanum og öðrum íslenskum hagsmunum er ljótur blettur á breskum stjórnvöldum og þeim til mikillar minnkunar. Með þeim var níðst á friðsömu vina- og bandalagsríki með aðgerðum sem aldrei hefði verið gripið til gegn stærra eða voldugra ríki. Þegar frá líður er ljóst að bresk stjórnvöld munu hafa af máli þessu mikla skömm, bæði heima fyrir og með öðrum þjóðum. Alþingi samþykkti á lokadögum þingstarfa nú í desember frumvarp þingmanna úr öllum flokkum um að veita fjármuni til stuðnings við málaferli á hendur breskum yfirvöldum vegna þessara mála. Undirstrika hin nýju lög breiða samstöðu þjóðarinnar um þessi mál.</p> <h4>Hamfarir á heimsvísu</h4> <p>Í umræðum um bankamálin hér heima er stundum eins og menn átti sig ekki á því að við Íslendingar erum ekki þeir einu sem eigum í erfiðleikum. Hin alþjóðlega fjármálakreppa er einmitt það: alþjóðleg, og hefur hún valdið miklum búsifjum víða um heim. Þegar hafa tvær aðildarþjóðir Evrópusambandsins farið að dæmi okkar Íslendinga og leitað aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og sífellt bætist í hóp þeirra ríkja sem þurfa að gera slíkt hið sama. Aðildarríki ESB hafa varið tugþúsundum milljarða af skattfé almennings til að styðja við bankakerfi sitt og sömu sögu er að segja af Bandaríkjunum. Rótgróin risafyrirtæki beggja vegna Atlantsála riða til falls og enginn hefur tölu á þeim fjölda fyrirtækja sem lagt hafa upp laupana, hvað þá á þeim fjölda fólks sem misst hefur vinnuna.</p> <p>Því miður eru allar líkur á því að efnahagskreppan eigi enn eftir að versna og það mun einnig hafa afleiðingar á íslenskan efnahag. Þegar sjást þess merki að verðlag á útflutningsvörum eins og fiski og áli hefur lækkað og erlent lánsfé er að heita má ófáanlegt. Gera má ráð fyrir að ferðamennska eigi á brattan að sækja alls staðar í heiminum á næsta ári. Skiptir þá miklu máli að efla þá sérmarkaði fyrir ferðamenn sem komin er nokkur reynsla á hér á landi. Á móti neikvæðum áhrifum heimskreppunnar kemur hins vegar lækkun olíuverðs og ýmissar hrávöru.</p> <h4>Erfitt ár framundan</h4> <p>Hrun bankanna mun hafa mikil og neikvæð áhrif á þjóðarbúskap okkar á árinu 2009. Ríkisstjórnin ákvað í samráði við Seðlabankann að leita samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í Washington, sem Íslendingar hafa átt aðild að frá 1945, um efnahagslega endurreisn. Samvinna við sérfræðinga frá sjóðnum gekk hratt fyrir sig og í sameiningu var gerð efnahagsáætlun sem m.a. er grundvöllur lánveitinga sjóðsins og nokkurra vinaþjóða til okkar.</p> <p>Samstarf okkar við sjóðinn hefur farið vel af stað, þrátt fyrir að grípa hafi þurft til harkalegra aðgerða bæði varðandi fjármagnsflutninga til og frá landinu og í ríkisfjármálum við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2009. Við þá afgreiðslu tókst að minnka fyrirsjáanlegan halla á ríkissjóði úr 215 milljörðum króna í 153 milljarða. Er sá árangur mjög mikilvægur þótt ljóst sé að halda verður áfram á sömu braut næstu árin. Höftum á fjármagnsflutningum til og frá landinu verður aflétt jafnskjótt og hægt er.</p> <p>Skili efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og AGS þeim árangri sem að er stefnt, má búast við að verðbólga lækki hratt á árinu 2009 og vextir í kjölfarið. Verður þá öðruvísi um að litast í efnahagsmálum á Íslandi við næstu áramót en nú. Að þessu marki verðum við öll að vinna.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur verið staðráðin í því frá byrjun að bregðast við þessum vanda til bæði skemmri og lengri tíma litið. Nú þegar hafa verið kynntar fjölmargar aðgerðir til að létta undir með einstaklingum og fyrirtækjum í landinu. Upplýsingar um þær og samstarfið við AGS má nálgast á vefnum island.is.</p> <p>Ég nefni sérstaklega aðgerðir til þess að létta greiðslubyrði einstaklinga með verðtryggð lán með því að beita greiðslujöfnunarvísitölu og þann möguleika að frysta afborganir af lánum í erlendri mynt. Ennfremur hefur ríkisstjórnin beint tilmælum til opinberra innheimtuaðila um að milda sem kostur er innheimtuaðgerðir gagnvart einstaklingum og fellt úr gildi þá reglu að ríkissjóður geti skuldajafnað barnabótum á móti opinberum gjöldum, sem og að vaxtabótum megi skuldajafna á móti afborgunum lána hjá Íbúðalánasjóði.</p> <p>Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir stofnun endurreisnarsjóðs, öflugs fjárfestingasjóðs atvinnulífsins með þátttöku lífeyrissjóða, banka og annarra fjárfesta, þ,á m. erlendra, og gera bankaráðum hinna nýju banka að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki í landinu með það að markmiði að vernda störf og stuðla að áframhaldandi starfsemi lífvænlegra fyrirtækja. Þá hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að náð verði samkomulagi við kröfuhafa gömlu bankanna, enda mikilvægt að finna lausn sem svo mikilvægir lánveitendur geta sætt sig við. Skynsamleg leið til þess gæti verið að þeir gerist hluthafar í bönkunum og er sá kostur til skoðunar.</p> <p>Við Íslendingar horfum nú í fyrsta sinn í langan tíma fram á versnandi lífskjör, atvinnuleysi mun aukast og kaupmáttur minnka. Samdrátturinn í efnahagslífi þjóðarinnar þýðir í raun að ávinningur síðustu tveggja til þriggja ára er fyrir bí. Við skulum þó hafa í huga að síðustu ár hafa verið okkur afar hagfelld og lífskjörin batnað með ótrúlegum hraða. Það er bæði sárt og erfitt að þurfa að hverfa til baka en staða okkar sem þjóðar og samfélags er þrátt fyrir allt afar sterk og öfundsverð í flestu tilliti.</p> <h4>Ísland í breyttum heimi</h4> <p>Í kjölfar þeirra efnahagslegu áfalla sem við Íslendingar höfum orðið fyrir er okkur sem störfum í lýðræðislegu umboði þjóðarinnar skylt að leita svara við spurningum um stöðu Íslands með tilliti til samvinnu og samstarfs við aðrar þjóðir og því hvernig samfélag við viljum byggja upp til framtíðar. Þessar spurningar eru nátengdar, því fyrir smáþjóð eins og Ísland hefur alþjóðleg samvinna grundvallarþýðingu, bæði um efnahag landsins og öryggi okkar.</p> <p>Um þessi áramót eru fimmtán ár frá því að EES-samningurinn tók gildi og fáir deila um að hann hefur þjónað okkur vel. Sumir hafa viljað ganga lengra í átt til Evrópusamvinnunnar en aðrir skemur. Innan Sjálfstæðisflokksins hafa verið skiptar skoðanir um þessi mál en sú skoðun jafnan orðið ofan á undanfarin ár að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusambandsins (ESB). Í þessu felst að flokkurinn leggur hagsmuni íslensku þjóðarinnar til grundvallar afstöðu sinni en ekki pólitísk trúarbrögð eða kennisetningar.</p> <p>Í umróti þess árs sem nú er senn á enda hafa aðstæður breyst til mikilla muna. Þetta á ekki einungis við um íslenskt efnahagslíf heldur jafnframt um samstarf þjóða á alþjóðavettvangi. Heimurinn hefur breyst og við Íslendingar þurfum að skoða stöðu okkur að nýju. Af þeirri ástæðu lagði ég fyrir miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þá tillögu í nóvember að setja á laggirnar sérstaka Evrópunefnd til þess að skoða stöðu Íslands gagnvart ESB, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu. Evrópunefndin mun leggja tillögur sínar fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins í lok janúar á nýju ári. Endanlegt vald í þessum efnum er í höndum landsfundar og hvorki ég né aðrir segja landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir verkum.</p> <p>Ég fagna þeirri miklu og gagnlegu umræðu sem nú á sér stað í Sjálfstæðisflokknum um Evrópumál og bind miklar vonir við öflugt starf Evrópunefndarinnar. Það er mikilvægt að bæði andstæðingar og stuðningsmenn aðildar að ESB leggi á vogarskálarnar alla þá kosti og galla sem fylgja slíkri aðild. Í mínum huga skiptir það okkur Íslendinga mestu að yfirráð okkar yfir auðlindum til lands og sjávar séu tryggð. ESB hefur fram til þessa ekki ljáð máls á varanlegum undanþágum frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sinni. Verði breyting á þeirri afstöðu yrði stórri hindrun úr vegi rutt fyrir aðild Íslands að sambandinu.</p> <p>Sjálfgefið er að niðurstöður hugsanlegra aðildarviðræðna verði bornar undir þjóðina í atkvæðagreiðslu. En vegna alvöru og mikilvægis málsins tel ég einnig koma til greina að ríkisstjórnin fái, ef til þess kemur, skýrt umboð fyrirfram í þjóðaratkvæðagreiðslu til að ganga til aðildarviðræðna við ESB. Eðlilegt væri að setja sérstök lög um slíka atkvæðagreiðslu strax í febrúar og ganga til þjóðaratkvæðis nokkrum vikum síðar að lokinni eðlilegri kynningu á málinu. Yrði niðurstaðan sú að ganga til aðildarviðræðna þyrfti þegar að hefja undirbúning þeirra með aðkomu allra stjórnmálaflokka.</p> <h4>Sterk þjóð er reynslunni ríkari</h4> <p>Í þeim erfiðleikum sem við Íslendingar tökumst á við um þessar mundir liggja margvísleg tækifæri. Erfiðleikar og þrengingar eru oft frjór akur nýrra hugmynda. Þegar við erum knúin til að bregðast við breyttum aðstæðum skapast jafnframt tækifæri til nýsköpunar og það er mikilvægt að við Íslendingar nýtum öll þau tækifæri sem við höfum til nýrrar sóknar.</p> <p>Við höfum margoft áður orðið fyrir alvarlegum áföllum og hið mikla návígi okkar við náttúruöflin hefur gert það að verkum að íslenska þjóðin þekkir það betur en margir aðrir hvernig er að standa með storminn í fangið og takast á við erfiðleika. Þetta hefur þjappað okkur saman og ég er sannfærður um að sú verður einnig raunin í þetta sinn. Næsta ár verður erfiðara en mörg ár á undan en lífskjör okkar eru samt sem áður meðal þeirra bestu í heimi.</p> <p>Við Íslendingar erum ung og kraftmikil þjóð. Líkt og ungu og kappsömu fólki er tamt þá hættir okkur til að færast of mikið í fang. Við erum sem þjóð reynslunni ríkari eftir örlagaríkt ár. Við skulum nýta okkur reynsluna en ekki láta hana hneppa okkur í fjötra einangrunar og fábreytni. Afturhvarf til aukinna ríkisafskipta og of mikilla hafta á frjáls viðskipti, eins og margir tala fyrir nú, er leið ótta og vonleysis. Það er ekki leiðin fram á við.</p> <p>Á næstu árum munu skapast hagstæðar aðstæður til nýrrar sóknar sem byggjast mun á aukinni verðmætasköpun grunnatvinnuveganna, nýsköpun á öllum sviðum, hagnýtingu auðlinda okkar til lands og sjávar, sérþekkingu og háu menntunarstigi þjóðarinnar og síðast en ekki síst á þeim séríslensku eiginleikum sem hafa gert okkur kleift að brjótast úr örbirgð til allsnægta á fáeinum áratugum; dugnaði og bjartsýni.</p> <p>Ég óska öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs.</p>

2008-12-31 00:00:0031. desember 2008Áramótaávarp forsætisráðherra 2008

<p>Gott kvöld, góðir Íslendingar. Gleðilega hátíð!</p> <p>Í kvöld rennur árið 2008 skeið sitt á enda. Við kveðjum það með blendnum huga. Í efnahagslegum skilningi má tala um hörmungarár. Fjármálakerfi þjóðarinnar varð fyrir miklu áfalli og kjör almennings hafa versnað frá því sem áður var. Þeir atburðir sem hér urðu í fjármálaheiminum á síðasta ársfjórðungi gnæfa yfir annað sem gerðist á árinu. Eigi að síður var fyrri hluti ársins á margan hátt góður og gjöfull, sumarið yndislegt og við eigum flest einhver gull í minningakistunni frá þeim tíma og reyndar einnig silfur í handbolta frá ólympíuleikunum í Kína. Látum ekki yfirstandandi erfiðleika, sem eru tímabundnir, yfirskyggja alla okkar tilveru; leyfum okkur að gleðjast í kvöld og horfum vongóð til framtíðar.</p> <p>Það er ljóst að árið nýja sem bíður okkar verður erfitt mörgum einstaklingum og fjölskyldum&nbsp; ekki síður en atvinnulífi og ríkissjóði, en mestu skiptir hvernig við tökum á vandanum. Við skulum ekki láta&nbsp; bugast, heldur ganga til móts við nýtt ár sem nýja áskorun um að koma hlutum í betra horf því Íslensk er vonin af bjartsýni full, eins og segir í kvæði Margrétar Jónsdóttur Ísland er land þitt. Sú bjartsýni og sú von er á traustum grunni reist að mati þeirra sem best þekkja til, bæði hér heima og erlendis. Þegar við berum okkur saman við aðrar þjóðir og öllu er til skila haldið er það hvorki glýja né falsvon, heldur fullkomin vissa að það birti til&nbsp; í efnahags- og atvinnulífi Íslendinga áður en langt um líður. Auðlindir okkar eru miklar eins og alþekkt er, í landinu sjálfu og umhverfis það.&nbsp; Mikilvægust er sú mikla auðlind sem er arfborin Íslendingum, baráttuandinn, það að sigrast á þeim erfiðleikum sem við er að fást.</p> <p>Á fyrri hluta ársins, sem nú er kvatt, hlóðust upp óveðursský yfir efnahagslífi heimsins og skall það óveður á Íslandi á haustmánuðum eftir að hafa fellt mörg stór fyrirtæki, banka og fjármálastofnanir austan hafs og vestan.&nbsp; Því miður reyndust innviðir fjármálalífs hér á landi ekki nógu sterkir til að standast þetta áhlaup. Ég gerði grein fyrir þessu í ávarpi mínu til þjóðarinnar þann 6. október sl.&nbsp; Síðan þá höfum við Íslendingar allir sem einn unnið hörðum höndum að því að ná tökum á ástandinu.&nbsp; Ég flyt þakkir þeim fjölmörgu sem lögðu nótt við dag í stofnunum ríkisins, fyrirtækjum, félagasamtökum, skólum og á heimilum til að þjóðfélagið okkar gæti starfað eðlilega við þær óeðlilegu aðstæður sem hér sköpuðust.&nbsp; Íslenska þjóðin sýndi þá enn og aftur hvað í henni býr.</p> <p>Frá því að áfallið reið yfir okkur Íslendinga hefur ástandið&nbsp; versnað víða um heim og því&nbsp; miður er raunveruleg hætta á því að heimsbyggðin eigi eftir að sogast enn neðar í svelg efnahagskreppu af óþekktri stærð.&nbsp; Við þessar aðstæður er það nokkur bót fyrir okkur Íslendinga að hafa þegar í haust gripið til aðgerða og ráðist að okkar vanda í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og nokkrar vinaþjóðir. Hitt er ljóst að forystumenn stærstu ríkja heims og ríkjabandalaga verða að setjast niður og smíða þau ráð sem duga til að forða heimsbyggðinni frá slíkum áföllum af mannavöldum.&nbsp; Við höfum trúað því að síaukin þekking manna á gangverki efnahagslífsins dygði til að forða heimsbyggðinni frá áföllum sem þessum.&nbsp; En vandinn virðist einnig sá að tækni þeirra sem hafa hag af því að koma hlutum í uppnám, spila á kerfið og veðja gegn hagsmunum almennings, hefur líka fleygt fram. Þess vegna er mjög brýnt að herða reglur um hegðan á fjármálamarkaði og taka fast á öllum brotum.</p> <p>Við Íslendingar verðum að draga réttan lærdóm af því sem gerst hefur, varðveita það sem gafst vel og breyta því sem miður fór.&nbsp; Mér er þrennt efst í huga: Í fyrsta lagi verðum við að sníða okkur stakk eftir vexti. Við verðum að sjá til þess að í engan þátt efnahagslífsins hlaupi ójafnvægi eða óviðráðanlegur ofvöxtur eins og gerðist í bankakerfinu. Í öðru lagi verður efnahagur okkar að byggjast á raunverulegri verðmætasköpun. Ég á þar ekki aðeins við fiskveiðar, álframleiðslu og hefðbundinn landbúnað heldur líka margs konar aðra framleiðslu og þjónustu sem við stundum og getum stundað, eins og ferðamennsku, og þekkingariðnað af margvíslegu tagi sem byggist á skynsamlegri nýtingu auðlinda þjóðarinnar, menntun og mannauði. Í þriðja lagi þurfum við að temja okkur nýtt hugarfar í atvinnulífinu. Ævintýramennska og óhóf eiga að heyra sögunni til. Forystumenn í atvinnulífi verða að finna meira til ábyrgðar sinnar í samfélaginu. Frelsi fylgir ábyrgð. Margar aðgerðir bankanna og forystumanna þeirra báru ekki vitni þeirri ábyrgð sem með réttu mátti af þeim krefjast.&nbsp; Hégómleg meðferð fjármuna þeirra sem fremstir fóru, bæði í bönkum og atvinnulífi, er móðgun við þann fjölda manna sem lagt hefur sitt af mörkum til að skapa þann auð sem þannig var sóað og spillt.</p> <p>Íslenska þjóðin, fjölskyldurnar í landinu og ófæddar kynslóðir Íslendinga, eiga skilyrðislausan rétt á því að allur aðdragandi bankahrunsins verði rannsakaður til hlítar. Samstaða og sátt í íslensku samfélagi byggist á trausti og þeirri viðamiklu rannsókn, sem nú er hafin á vegum Alþingis, er ætlað að skapa forsendur fyrir því að traust skapist á nýjan leik í þjóðfélaginu.</p> <p>Ég vil á þessari stundu segja beint og milliliðalaust við ykkur, kæru landsmenn, að ég ber sem forsætisráðherra ábyrgð á stjórn landsins og þá ábyrgð axla ég, hvort sem siglt er um lygnan sjó eða þungan.&nbsp; Sá dagur líður ei hjá að ég spyrji mig ekki&nbsp; hvort stjórnvöld hefðu getað komið í veg fyrir þá atburði sem urðu hér á landi í haust. Okkur hafa vissulega orðið á mistök í þeim hamförum sem riðið hafa yfir en það er engu að síður ljóst í mínum huga, að það var ekki á færi íslenskra stjórnvalda að afstýra hruni íslensku bankanna eftir að heimskreppan skall á af fullum þunga. Allar aðgerðir stjórnvalda að undanförnu hafa miðað að því að takmarka það tjón sem íslenska þjóðin mun óhjákvæmilega verða fyrir vegna bankahrunsins. Sú barátta hefur staðið dag og nótt og henni er hvergi nærri lokið.</p> <p>Í Íslendingum býr kraftur, þor, áræði og hugmyndaauðgi, en ljóst er af undangengnum atburðum að slíkir kostir geta snúist upp í andhverfu sína ef ekki fylgir auðmýkt.&nbsp; Á miklum uppgangstímum geta örar framfarir og breytingar byrgt mönnum sýn.&nbsp; Hafi mér orðið á hvað þetta varðar þá þykir mér það leitt.</p> <p>Góðir Íslendingar.<br /> Við stöndum að sumu leyti á krossgötum í þjóðmálum. Það þjóðfélag sem við höfum byggt upp á undanförnum árum, að mestu eftir fyrirmynd nágranna okkar á Norðurlöndum, í Evrópu og Norður-Ameríku, hefur fært okkur mikinn vöxt og bætt kjör okkar til mikilla muna. Það hefur verið góð samstaða í þjóðfélaginu um að við værum á réttri braut. En við þau áföll, sem orðið hafa nú í haust, hljótum við að staldra við, spyrja áleitinna spurninga og meta kosti okkar að nýju. Við getum annars vegar haldið áfram að feta braut viðskiptafrelsis og náinnar alþjóðlegrar efnahagssamvinnu eins og gert hefur verið eða dregið okkur til hlés, einangrað okkur að þessu leyti og horfið til fyrri viðskiptahátta. Við höfum reynslu af hvoru tveggja. Einangrun og einhæfni í atvinnulífi leiðir til varanlegrar stöðnunar, vonleysis og um síðir til uppgjafar. Þá leið skulum við ekki fara. Við skulum heldur halda áfram að fylgja nágrönnum okkar, eiga samleið með þeim og byggja hér samfélag sem veitir öllum tækifæri til að reyna sig og finna kröftum sínum viðnám. Og nú þekkjum við þau sker sem við þurfum að forðast. Það er ekki þar með sagt að sú leið verði áfallalaus; þannig er lífið ekki. Við þurfum að læra af okkar erfiðu reynslu nú og hagnýta okkur hana í stað þess að láta hana hneppa okkur í fjötra ótta og vonleysis. Við þurfum að hafa það skipulag í fjármálalífi landsins sem er venjulegu fólki skiljanlegt en forðast þá flækju í viðskiptum og þá feluleiki sem vekja vantrú og tortryggni venjulegs fólks. Með gagnsæi í viðskiptalífinu má þannig draga betur fram hin gömlu og góðu gildi sem okkur voru kennd í æsku og við höfum alist upp við:&nbsp; dugnað, heiðarleika, fyrirhyggju og útsjónarsemi samhliða auðmýkt og þakklæti fyrir það sem okkur hefur verið gefið.</p> <p>Góðir landsmenn.<br /> Tengsl okkar Íslendinga við aðrar þjóðir hafa verið mjög til umræðu undanfarin ár. Það er ekki nýtt.&nbsp; Einhvern veginn er það svo að Íslendingar eru tortryggnari gagnvart erlendu valdi en gildir um margar aðrar þjóðar. Ástæðunnar er auðvitað að leita í sögu okkar og hvernig við höfum túlkað hana. En það er mikilvægt fyrir okkur að eiga í senn góða bandamenn og að tillit sé tekið til okkar þegar ákvarðanir eru teknar í þessum hluta heimsins.&nbsp;</p> <p>Nú er fjallað um það hvort Íslendingar eigi að stíga skrefið til fulls og gerast aðildarríki Evrópusambandsins. Þegar við tókumst síðast á um slík mál, um og upp úr 1990, var margt öðruvísi umhorfs í heiminum. Niðurstaðan varð sú að stíga það skref að gerast aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Ég tel að það hafi gefist vel. En ástæðan fyrir því að ekki var lengra farið á sínum tíma var fyrst og fremst sú að við Íslendingar vildum standa tryggan vörð um auðlindir okkar, hafa fullt forræði yfir þeim sjálfir.</p> <p>Vissulega er tímabært að taka þetta mál til yfirvegunar að nýju. Mat á því hvernig hagsmunum Íslands er best borgið er sífellt viðfangsefni stjórnmálanna. Við eigum ekki að nálgast það með fordómum. En ekki heldur halda því fram að hér sé einhverja töfralausn að finna. Nóg er að benda á löndin í kringum okkur til að sjá að þar er líka við margvíslegan vanda að etja, bæði samfélagslegan og efnahagslegan. Mjög mikilvægt er að sú samstaða sem náðist á sínum tíma um varðstöðu um auðlindir landsins haldi og ég tel að málflutningur allra forustumanna stjórnmálaflokkanna bendi til að svo geti verið áfram.&nbsp; Það eru margar hliðar á þessu máli, hagsmunir einstakra atvinnugreina, einstakra landsvæða, gjaldmiðillinn, fullveldishugtakið, forræði auðlinda o.s.frv. Og svo er auðvitað það sjónarmið uppi að sú hugmyndafræði, sem Evrópusambandið byggist á, sé ekki eftirsóknarverð.</p> <p>Hér er um langtíma viðfangsefni að ræða og þjóðin sjálf verður að skera úr um það hvert skal haldið í þessum efnum. En það er ábyrgð okkar stjórnmálamanna að haldið sé uppi vönduðum málflutningi um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu, þannig að&nbsp; kostirnir séu skýrir og réttir.&nbsp;</p> <p>Kæru landsmenn!<br /> Sigurbjörn Einarsson biskup lést síðsumars.&nbsp; Fáir nutu viðlíka virðingar og vinsælda með þjóðinni og hann. Fyrir jólin kom út bók með sálmum hans og ljóðum, Eigi stjörnum ofar. Þar er margt vel sagt og snilldarlega ort:</p> <p>&nbsp;<em>Ó, vertu, Guð, í verki manns,<br /> &nbsp;í vilja, draumi, anda hans,<br /> &nbsp;í þrá og starfi þjóða,<br /> &nbsp;að sagan verði sigur þinn<br /> &nbsp;og signi jörðu himinninn<br /> &nbsp;sem gróðurreit hins góða.</em></p> <p>Ég á mér þá ósk í kvöld, góðir landsmenn, að guð gefi okkur öllum þrek og bjartsýni til að takast á við þau verkefni sem nýtt ár færir okkur. Það er ásetningur minn og þeirra sem með mér starfa í stjórnmálum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að treysta þá umgjörð sem almenningur þarf að hafa um daglegt líf sitt til að geta á eigin forsendum skapað gróðurreit hins góða.</p> <p>Við erum góðu vön, Íslendingar, og höfum vanið okkur við samfellda framfarasókn. Sem betur fer þýða áföllin, sem við höfum orðið fyrir, ekki meiri efnalega afturför, þegar á heildina er litið, en sem nemur fáum árum. Það munum við vinna upp á næstu árum. Það er ekki bara von heldur líka bjargföst vissa.</p> <p>Fögnum nýju ári í þeim anda.&nbsp;<br /> Góðar stundir.</p>

2008-11-06 00:00:0006. nóvember 2008Afkoma heimilanna - utandagskrárumræða á Alþingi 6. nóv. 2008

<p style="text-align: right;"><strong><span>Talað mál gildir</span></strong></p> <p><strong><span>Framsaga Geirs H. Haarde forsætisráðherra</span></strong></p> <p><span>Herra forseti</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ég hyggst nota þetta tækifæri í dag til að gera grein fyrir margvíslegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem ákveðnar hafa verið eða eru í undirbúningi til að létta undir með fjölskyldum og heimilum við að komast í gegnum það gríðarlega mótlæti sem er afleiðing einhverrar dýpstu og alvarlegustu lánsfjárkreppu sem riðið hefur yfir heiminn.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Þau áföll sem orðið hafa gera það að verkum að útlitið framundan er dökkt og við megum búast við miklum erfiðleikum. Á það dreg ég enga dul. Margir velta því fyrir sér hvenær við förum að sjá til sólar á nýjan leik. Það getur enginn sagt til um með vissu. Enginn veit það með nákvæmni núna hvenær sá tímapunktur kemur vegna þess að hann er mörgu háður en við gerum okkur vonir um að í lok árs 2009 verði mesti vandinn að baki og strax á árinu 2010 taki að rofa til á ný. Yfirlit Alþýðusambandsins um efnahagshorfur og fleiri aðila bendir einnig til þessa.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Margs konar erfiðleikar eru framundan. Ég hef rakið þá hér í þingræðum oftar en einu sinni að undanförnu. Landsframleiðsla okkar Íslendinga er talin geta dregist saman um tæplega 10% á næsta ári vegna þeirra áfalla sem dunið hafa á bankakerfinu og atvinnulífinu. Samtímis mun ríkissjóður verða fyrir miklu tekjutapi og halli á rekstri ríkissjóðs er áætlaður um 10% af landsframleiðslu á næsta ári þótt endanleg spá liggi ekki enn fyrir um það efni. Sviptingar í ríkisfjármálum eru því gríðarlegar þegar haft er í huga að afgangur á ríkissjóði nam tæplega 7% árið 2007.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Einkaneyslan er talin dragast saman um fjórðung á næsta ári og rýrnun kaupmáttar launa verður um 12%.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Bankakreppan mun því setja opinbera geiranum verulega þrengri mörk og leggja þungar byrðar á almenning á næstu árum. Í fyrsta skipti í langan tíma stöndum við frammi fyrir alvarlegu atvinnuleysi, því miður.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Óvissan er því mikil og gremja almennings skiljanleg. Flestir finna á eigin skinni fyrir fjárhagslegu tjóni og margir bera kvíðboga fyrir nánustu framtíð. Það eru erfiðar tímar framundan og ástandið á atvinnumarkaði er ótryggt. En vil biðja landsmenn um að beina kröftum sínum í jákvæðari áttir og fullvissa fólk um að ríkisstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að lágmarka tjón þjóðarinnar vegna bankahrunsins og að aðstoða heimilin í landinu til að komast í gegnum þá brimskafla sem þau þurfa að fara í gegnum.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ríkisstjórnin hefur brugðist skjótt við aðsteðjandi vanda og með margvíslegum hætti. Fáar þjóðir hafa gripið til jafn afgerandi og róttækra aðgerða og við. Með setningu neyðarlaganna hér á Alþingi að kvöldi 6. október var gripið til aðgerða sem meðal annars miðuðu að því að lágmarka það fjárhagslega tjón sem hlýst af alþjóðlegu fjármálakreppunni. Til að tryggja áframhaldandi innlenda fjármálaþjónustu við venjulegt fólk og fyrirtæki var Fjármálaeftirlitinu veitt heimild til þess að taka yfir starfsemi bankanna og skipta upp starfsemi þeirra.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í annan stað var komið á samstarfi stjórnvalda við sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum við að meta ástand og horfur í þjóðarbúskapnum og til hverra ráða væri unnt að grípa til að vinna á aðsteðjandi vanda. Það samstarf leiddi til þess að ríkisstjórnin óskaði eftir formlegu samstarfi við Alþjóða­gjaldeyris­sjóðinn um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Eitt brýnasta verkefnið sem framundan er, er að koma aftur á starfhæfu bankakerfi og stöðugleika krónunnar. Það gerir okkur kleift að ná niður verðbólgunni aftur á næstu mánuðum og þar með skapast grundvöllur til varanlegrar vaxtalækkunar í landinu. Til að vel takist við það verkefni þarf að styrkja gjaldeyrisforðann og eiga greiðan aðgang að erlendum lánum. Atvinnulífinu og heimilunum í landinu er fátt mikilvægara en að okkur takist að ná efnahagslegum stöðugleika hið fyrsta.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Samningur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og lánaaðstoð aðildarríkja hans mun tryggja eðlileg greiðslusamskipti við útlönd og við eygjum möguleika á stöðugleika í gengi sem stuðlar að stöðugleika í verðlagi tiltölulega hratt í kjölfar þess að þessar aðgerðir nái fram að ganga.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Án aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefði okkur verið um megn að tryggja nægjanlegt lánsfé. Samstarf Íslands og sjóðsins felur í sér lánveitingu frá sjóðnum að jafnvirði rúmlega tveimur milljörðum Bandaríkjadala og koma um 830 milljónir af þeirri fjárhæð til greiðslu við staðfestingu stjórnar sjóðsins sem nú er gert ráð fyrir að verði nk. mánudag. Samstarf við sjóðinn mun einnig opna dyr að lánsfé frá öðrum þjóðum sem ella hefðu staðið lokaðar.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Háttvirtur þingmaður Ögmundur Jónasson og fyrirspyrjandi hér, málshefjandi, gerði mikið úr aðkomu sjóðsins að málinu og tortryggir hana á alla lund. Ég hef áður svarað því hér að slík tortryggni á ekki við rök að styðjast og það verður í einu og öllu unnið í samræmi við bestu hagsmuni Íslands en einnig að sjálfsögðu í samræmi við reglur sjóðsins. Það bréf sem sent hefur verið til sjóðsins og byggist á samkomulagi okkar og þeirra mun að sjálfsögðu verða birt jafnskjótt og öllum formkröfum hefur verið fullnægt.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Vegna þeirra sérstöku aðstæðna á fjármálamarkaði sem við blasa núna hefur ríkisstjórnin beitt sér á undanförnum vikum fyrir ýmsum aðgerðum til að koma til móts við einstaklinga og fjölskyldufólk.</span></p> <p><span> </span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Heimildir Íbúðalánasjóðs voru rýmkaðar til að koma til móts við lántakendur sem lenda í greiðsluerfiðleikum ásamt því að sjóðurinn mildaði innheimtuaðgerðir með tilliti til ástands efnahagsmála.</span></li> </ul> <p><span> </span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Þjónusta Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna hefur verið efld.</span></li> </ul> <p><span> </span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Beint hefur verið tilmælum til hinna nýju ríkisbanka um að þeir frysti tímabundið afborganir og vexti af myntkörfulánum, sérstaklega vegna húsnæðislána, sé þess óskað, þar til eðlileg virkni kemst á gjald­eyrismarkaðinn. Ennfremur að bankarnir bjóði fólki í greiðslu­erfiðleikum sömu úrræði og eru hjá Íbúðalánasjóði vegna greiðsluerfiðleika. Ég tel einnig að skoða þurfi þá hugmynd að gefa fólki kosti á því að breyta gengisbundnum lánum í annars konar lán á viðráðanlegu gengi.</span></li> </ul> <p><span> </span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Þá hefur ríkisstjórnin boðað lagafrumvarp sem felli tímabundið niður stimp­il­gjöld af skilmálabreytingum og skuldbreytingalánum af íbúðarhús­næðis­veðlánum.</span></li> </ul> <p><span> </span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Ríkisstjórnin hefur samþykkt framlagningu frumvarps um breytingu á lögum um húsnæðismál sem heimili lengingu skuldbreytingalána vegna vanskila hjá Íbúðalánasjóði úr 15 árum í 30 og að lengja upphaflegan lánstíma lána sjóðsins vegna greiðsluerfiðleika. Einnig er gert ráð fyrir því að fólk sem missir íbúð sína geti leigt hana áfram af Íbúðalánasjóði í ákveðinn tíma. Þessi aðgerð er langt komin í undirbúningi.</span></li> </ul> <p><span> </span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Þá hefur verið fallist á tillögur stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna um breytingu á úthlutunarreglum sjóðsins fyrir yfirstandandi skólaár, einkum til hagsbóta fyrir íslenska nemendur erlendis og fjölskyldur þeirra. Hér er um að ræða mjög mikilvæga aðgerð í þágu þessa tiltekna hóps.</span></li> </ul> <p><span> </span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Háskólar landsins hafa þegar lýst yfir vilja sínum til að bregðast við efnahagsvandanum, m.a. með auknu námsframboði á ýmsum sviðum hefðbundins náms og á vegum endurmenntunarstofnana.</span></li> </ul> <p><span> </span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Leitað verður samráðs við framhaldsskólana um möguleika á aðkomu þeirra að stofnun stuttra námsbrauta og tækifærum til endurmenntunar, ekki síst fyrir iðnaðarmenn sem misst hafa vinnuna.</span></li> </ul> <p><span> </span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Menntamálaráðuneyti og Vinnumálastofnun taka þátt í samráði með aðilum vinnumarkaðarins sem hefur það verkefni að vakta breytingar á vinnumarkaði og hvernig hægt er að bregðast við þeim með ráðgjafar- og námsúrræðum.</span> <span>Áhersla er á menntun og ráðgjöf til fólks á vinnumarkaði sem hefur stutta menntun að baki.</span></li> </ul> <p><span> </span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Sett var á fót samræmt þjónustunet til að auðvelda fólki aðgang að upplýsingum um stofnanir og samtök sem veitt geta mikilvægar upplýsingar, leiðbeiningar og ráðgjöf.</span></li> </ul> <p><span> </span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Tilmælum var beint til skólastjórnenda og forstöðumanna opinberra stofnana að huga að almennri velferð nemenda og starfsfólks stofnana og að sérstaklega verði gætt að þeim sem kunna að hafa orðið fyrir skakkaföllum í tengslum við atburði síðustu vikna.</span></li> </ul> <p><span> </span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Til að sporna við vaxandi atvinnuleysi hefur ríkisstjórnin samþykkt tillögur um tímabundnar aðgerðir sem miða að því að lengja þann tíma sem heimilt er að greiða launamanni tekjutengdar atvinnuleysisbætur í samræmi við lækkað starfshlutfall og að fella niður skerðingu atvinnuleysisbóta vegna launagreiðslna frá vinnuveitenda fyrir hlutastarf. Ennfremur er gert ráð fyrir að greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa verði miðaðar við tekjur launamanns samkvæmt því starfshlutfalli sem hann gegndi áður en til samdráttar kom í fyrirtækinu. Frumvarp þessa efnis var unnið í samstarfi við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins og verður rætt hér á Alþingi í dag.</span></li> </ul> <p><span> </span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span>Þá má ekki gleyma aðgerðum sem ákveðnar voru á síðasta þingi og tengdust gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum í febrúarmánuði. Þar var um að ræða aðgerðir til að hækka skattleysismörk, hækka barnabætur, lækka skerðingarmörk vegna barnabóta og loks voru húsaleigubætur hækkaðar verulega í aprílmánuði sl. eins og þingmenn væntanlega muna.</span></li> </ul> <p><span> </span></p> <p><span>Þá vil ég geta þess að ég skipaði fyrir nokkru sérstaka samráðsnefnd vegna þessara mála undir forystu Ásmundar Stefánssonar, fyrrverandi ríkissáttasemjara og forseta ASÍ,</span> <span>til þess að hafa yfirumsjón með því starfi sem lýtur að viðbrögðum, jafnt á vettvangi ríkisstjórnar sem hinna ýmsu stofnana samfélagsins, við þeim erfið­leik­um sem við er að glíma vegna áfallsins á fjármálamarkaði. Að því starfi koma, auk fjölda innlendra aðila, erlendir sérfræðingar frá fjárfestingabankanum J.P. Morgan, alþjóðlega ráðgjafar­fyrir­tækinu McKinsey og bresku lögmanns­stof­unni Lovells. Ríkisstjórnin hefur einnig notið ráðgjafar almannatengsla­fyrir­tækja á Norðurlöndum og víðar til að bregðast við umræðu í útlöndum.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ríkisstjórnin vinnur að frekari aðgerðum sem miða að því að byggja upp á ný traust og öflugt atvinnulíf. Þar eru m.a. lagðar til grundvallar áherslur í rann­sóknum, tækni og nýsköpun sem Vísinda- og tækniráð hefur mótað á undan­förnum árum á sama tíma og opinberir samkeppnissjóðir á þessu sviði hafa verið stórefldir. Skýr framtíðarsýn og raunhæf framkvæmd verða að fara saman. Stefnumörkun um uppbyggingu verður að laga að aðstæðum á hverjum tíma því mikilvægt er að bregðast skjótt og stöðugt við úrlausnarefnum þegar þau birtast.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Herra forseti.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Í því björgunarstarfi sem framundan er og sem við erum nú önnum kafin við að sinna mun ríkisstjórnin leggja höfuðáherslu á að koma í veg fyrir umfangsmikið og langvarandi atvinnuleysi. Þjóðfélagið þarf á að halda sem flestum vinnandi höndum og vinnan hefur um langan aldur verið okkur Íslendingum töm og eðlilegur hluti daglegs lífs. Ríkisstjórnin mun á næstu vikum og mánuðum verða í nánu samstarfi við samtök launafólks og samtök atvinnulífsins um hvernig best verður brugðist við til að forða því að við lendum í langtímafjötrum atvinnuleysis eins og svo margar Evrópuþjóðir hafa lent í á undanförnum áratugum og eru enn að glíma við, eins og flestir þekkja. Ég hef fulla trú á því að aðilar vinnumarkaðarins nái niðurstöðu í kjarasamningaviðræðum sem framundan eru sem verður einnig til þess vænti ég að draga úr verðbólgu og hörmungum atvinnuleysis. Ég treysti á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins í þessu efni og við munum eiga náið samstarf við þá. Í þessu sambandi er gríðarlega mikilvægt að við höldum áfram að skapa hér ný atvinnutækifæri í landinu, byggjum á auðlindum lands og sjávar í því efni og sameinumst um nýja atvinnustefnu, ný atvinnutækifæri í þágu landsmanna.</span></p> <p> </p> <p style="text-align: center;"><span>Reykjavík 6. nóvember 2008</span></p> <br /> <br />

2008-11-03 00:00:0003. nóvember 2008Ræða forsætisráðherra Geirs H. Haarde á Alþingi 30. október 2008

<h1><span>Hæstvirtur forseti, góðir landsmenn</span></h1> <p style="text-align: right;"><span>Talað orð gildir</span></p> <p><span>Ég hef óskað eftir því að flytja þinginu skýrslu mína í dag um efnahags­mál og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að uppbyggingu hér á landi.</span></p> <p><span>Fáir hefðu trúað því fyrir nokkrum mánuðum síðan að Ísland, ein ríkasta þjóð heims, myndi lenda í svo alvarlegum áföllum að við þyrftum að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sú djúpa og alvarlega lánsfjárkreppa sem nú ríður yfir heiminn hefur hins vegar í einni hendingu gerbreytt hinni efnahagslegu heimsmynd og horfum í heimshagkerfinu. Í slíkri stöðu hefur engin þjóð efni á að útiloka tilteknar leiðir við að leysa úr sínum vanda eða hafna boði um aðstoð, enda leita nú margar ríkisstjórnir til sjóðsins.</span></p> <p><span>Margar af stöndugustu þjóðum heims róa nú lífróður til að bjarga því sem bjargað verður á sínum fjármálamörkuðum og beita í þeirri baráttu meðölum og aðferðum sem margir töldu fyrir ekki alls löngu að yrðu aldrei notuð aftur. Ástæða þess er einföld – ábyrg stjórnvöld láta ekki bankastarfsemi í sínu landi fara afskiptalaust á hliðina. Mikilvægi hennar fyrir allt efnahagskerfið í hverju landi er slíkt að stjórnvöld verða að grípa inn í og lágmarka það tjón sem af hlýst.</span></p> <p><span>Fáar þjóðir hafa gripið til jafnafgerandi og róttækra aðgerða og Íslendingar. Með því að veita Fjármálaeftirlitinu heimild til þess að taka yfir starfsemi bankanna og skipta upp starfsemi þeirra var tekið af skarið með að innlendur hluti bankastarfseminnar, þjónusta við venjulegt fólk og fyrirtæki, færi ekki úr skorðum. Stjórnvöld hafa síðustu daga og vikur unnið linnulaust að því að tryggja verðmæti og búa svo um hnútana að þeir sem eigi kröfur á hendur bönkunum fái eins mikið í sinn hlut og hægt er.</span></p> <p><span>Engum dylst að þessar aðgerðir eru harkalegar en að sama skapi efast fáir um nauðsyn þeirra. Samstaða var um þær aðgerðir hér á þingi og ég hef fundið það á fjölmörgum samtölum og fundum sem ég hef átt við erlenda þjóðarleiðtoga og ráðamenn á undanförnum dögum og vikum að aðgerðir okkar mæta skilningi og flestir átta sig á að enginn annar kostur verið fyrir hendi í jafnþröngri stöðu og íslenska þjóðin var komin í.</span></p> <p><strong><span>Virðulegi forseti.</span></strong></p> <p><span>Samhliða því að ríkisstjórnin og stjórnvöld unnu að viðbrögðum við falli bankanna var ljóst að við mættum engan tíma missa við að byrja endurreisn íslenska hagkerfisins og uppbyggingu til framtíðar. Ég vil gera stutta grein fyrir þeim helstu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir á næstu vikum og mánuðum.</span></p> <p><span>Fyrir það fyrsta hefur verið mikill skortur á erlendum gjaldeyri í landinu vegna þeirra efnahagshremminga sem yfir okkur hafa gengið. Þetta þýðir að gengi íslensku krónunnar er afar veikt með tilheyrandi áhrifum á verðlag og verðbólgu. Ég tel það vera stærsta einstaka verkefni ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar allrar að ná niður verðbólgu á næstu mánuðum og skapa þar með grundvöll til varanlegrar vaxtalækkunar í landinu. Til þess að ná þessu markmiði þurfum við að fá lán erlendis frá og gjaldeyri inn í landið til að styrkja gengið.</span></p> <p><span>Í öðru lagi stöndum við frammi fyrir því að ríkissjóður verður fyrir miklu tekjutapi vegna þeirra áfalla sem dunið hafa á atvinnulífinu. Halli á rekstri ríkissjóðs á næsta ári verður enn meiri en gert hafði verið ráð fyrir og allt útlit er að við verðum nokkur ár að vinna okkur út úr þeim hallarekstri.</span></p> <p><span>Í þriðja lagi verðum við að setja fjármagn inn í Seðlabankann og nýju bankanna sem stofnaðir hafa verið á grunni hinna gömlu og koma þeim af stað. Hagkerfið mun styrkjast mikið þegar þeir verða komnir í fullan gang.</span></p> <p><span>Í þessari stöðu er afar mikilvægt að hafa til reiðu stóran sjóð í erlendri mynt til að lífga við gjaldeyrismarkaðinn, mynda kjölfestu og trúverðugleika fyrir gengisstefnu stjórnvalda og bregðast við óhóflegum sveiflum krónunnar.</span></p> <p><span>Allt þetta krefst þess að við ráðumst í stórar lántökur erlendis. Það er engin óskastaða og engin ríkisstjórn vill skuldsetja sig, komist hún á annað borð hjá því. Reynsla okkar Íslendinga af slíkum lántökum er ekki góð og fyrir um 15 til 20 árum höfðum við safnað upp slíkum skuldastabba að vaxtagreiðslur og afborganir voru einn af stærstu útgjaldaliðum á fjárlögum hvers árs. Sem betur fer höfðum við náð að snúa þeirri þróun við.</span></p> <p><span> </span><span>Ég lagði á það mikla áherslu sem fjármálaráðherra að greiða niður skuldir ríkissjóðs og sá árangur hafði náðst að íslenska ríkið var í reynd orðið skuldlaust. Það er því þyngra en tárum tekur að við séum í þeirri stöðu að þurfa að skuldsetja ríkissjóð á ný en það er því miður okkar eina leið út úr vandanum. Og þó það sé sérstaklega sárt að horfa á eftir jafngóðri stöðu og ríkissjóður var í, tel ég að einmitt sú áhersla sem lögð var á niðurgreiðslu skulda reynist okkur nú heilladrjúg og augljóst er hve vonlítil og erfið staða okkar hefði verið ef ríkissjóður hefði siglt inn í þennan efnahagslega ólgusjó skuldum hlaðinn.</span></p> <p><span><strong>Hæstvirtur forseti.</strong></span></p> <p><span>Um leið og íslensk stjórnvöld fóru fram á lántökur frá öðrum þjóðum kom alls staðar skýrt fram að aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var sett sem skilyrði fyrir slíkri aðstoð. Skilaboðin voru einfaldlega þau að kæmi sjóðurinn hingað og ynni með íslenskum stjórnvöldum að koma þjóðinni í gegnum þann vanda sem hún stendur frammi yrði litið á slíkt samstarf sem nauðsynlegt heilbrigðisvottorð og forsendu þess að okkur yrðu veitt lán.</span></p> <p><span>Tilkoma sjóðsins er því ekki einasta mikilvæg ein og sér heldur opnar hún í leiðinni dyr sem ella hefðu staðið lokaðar. Þegar ríkisstjórnin tók afstöðu til þess hvort leita ætti til sjóðsins snerist spurningin því ekki um sjóðinn sjálfan, ágæti hans eða fyrri verk, heldur hitt hvort við ættum yfirhöfuð að leita aðstoðar erlendis frá. Eins og ég fór yfir áðan voru hagsmunirnir af því að fá erlent fé inn í landið svo gríðarlegir að valið var augljóst og ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir stóðu einhuga að baki þeirri ákvörðun.</span></p> <p><span>Þær væntingar sem við höfðum gert okkur varðandi áhrif þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn færi í samstarf með okkur hafa ræst. Á Norðurlandaráðsþingi sem fram fór í Helsinki í Finnlandi fyrr í vikunni átti ég fund með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna þar sem fram kom mikil samstaða og góðar líkur eru á að hin Norðurlöndin muni veita okkur aðstoð í formi lánveitingar sem myndi skipta okkur miklu. Sérstakur vinnuhópur á vegum forsætisráðherranna vinnur nú að málinu.</span></p> <p><span>Það var ómetanlegt að finna þann ríka og einlæga stuðning sem við eigum meðal okkar norrænu frændþjóða á þessum erfiðu tímum. Og sérstaklega snerti mig sú samstaða og drengskapur sem frændur okkar Færeyingar sýndu með því að stíga fram og bjóðast til að veita okkur lán. Ég vil leyfa mér fyrir hönd þings og þjóðar að færa þakkir okkar til vina okkar í Færeyjum fyrir þessa aðstoð og þann vinarhug sem hún bar vott um.</span></p> <p><strong>Virðulegi forseti.</strong></p> <p><span>Á sama tíma og við finnum mikinn stuðning frá Norðurlöndunum stöndum við enn í deilum við bresku ríkisstjórnina. Eins og ég hef greint frá áður hefur íslenska ríkisstjórnin falið breskri lögfræðistofu að kanna hvort grundvöllur sé fyrir málssókn á hendur breska ríkinu vegna þeirrar fráleitu ákvörðunar þarlendra stjórnvalda um að beita hryðjuverkalögum gegn íslenskum hagsmunum í Bretlandi. Ríkin tvö eiga í viðræðum um lausn á uppgjöri í tengslum við svonefnda Icesave-reikninga í Bretlandi. Það er von okkar að sameiginleg lausn finnist en íslensk stjórnvöld hafa verið alveg skýr hvað það varðar að við munum aldrei sætta okkur við skilmála sem leggja okkar efnahag í rúst. Það verða Bretar að skilja.</span></p> <p><strong><span>Hæstvirtur forseti.</span></strong></p> <p><span>Ég mun nú fara nánar yfir viðræður og samkomulag íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.</span></p> <p><span>Viðræður fulltrúa Íslands og sjóðsins um fyrirkomulag samstarfsins hafa staðið yfir um nokkurt skeið og unnin hefur verið ítarleg efna­hagsáætlun í samráði við fulltrúa sjóðsins með það að markmiði að koma á efna­hags­legum stöðugleika á nýju. Fyrir liggur samkomulag á milli íslenskra stjórnvalda og sendi­nefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem verður borið undir stjórn sjóðsins til endanlegrar af­greiðslu eins fljótt og auðið er og einnig birt opinberlega hér á landi á næstu dögum.</span></p> <p><span>Samstarf Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins felur í sér lánveitingu frá sjóðnum að andvirði rúmlega tveggja milljörðum bandaríkjadala og koma 830 milljónir af þeirri fjárhæð til greiðslu þegar við staðfestingu stjórnar sjóðsins, vonandi strax í næstu viku.</span></p> <p><span>Í kjölfar styrkingar gjaldeyrisforðans verður tekið upp fljótandi gengi og treystum við því að Seðlabanki Íslands muni grípa til nauðsynlegra aðgerða til að ná þeim markmiðum í gengismálum sem stefnt er að.</span></p> <p><span>Meginmarkmið efnahagsáætlunar ríkisstjórnarinnar eru í fyrsta lagi að endurvekja traust á íslenskum efnahag og ná stöðugu gengi krónunnar með mark­viss­um og öflugum aðgerðum, í öðru lagi að undirbúa markvissar aðgerðir til að styrkja stöðu ríkissjóðs og í þriðja lagi að endurreisa íslenskt bankakerfi.</span></p> <p><span>Til að framfylgja þessum markmiðum mun ríkisstjórnin fara í viðamiklar aðgerðir í peninga- og gengismálum og í ríkisfjármálunum.</span></p> <p><span>Hvað varðar stefnu ríkisstjórnarinnar í peninga- og gengismálum þá er brýnasta verkefnið núna að tryggja stöðugleika krónunnar og búa í haginn fyrir gengishækkun með tímanum. Á síðustu dögunum fyrir bankakreppuna lækkaði gengi krónunnar mjög hratt. Þegar bankarnir hrundu leiddi það til þess að innlendi gjaldeyrismarkaðurinn lokaðist og enn frekari lækkun varð á gengi krónunnar. Lækkun gengisins og aukin verðbólga sem leiddi þar af hefur haft alvarleg áhrif á hag heimila og fyrirtækja vegna þess að stór hluti skulda þeirra var gengisbundinn eða vísitölutryggður. Til að koma í veg fyrir öldu gjaldþrota og auka enn á þann samdrátt sem þegar er kominn teljum við það vera forgangsverkefni að koma á stöðugu gengi krónunnar.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Þótt gengið sé nú vissulega langt undir raunvirði, hefur hrun bankanna þriggja rýrt traust á gjaldmiðlinum, og áhættan af verulegu útflæði fjármagns frá landinu er töluverð. Þetta á sérstaklega við vegna þeirra óvissu sem ríkir um lausafjárstöðu hins nýja bankakerfis. Af þessum ástæðum þarf að grípa til sérstakra aðgerða til að mæta þessari skammtímaáhættu.</span></p> <p><span>Hækkun stýrivaxta í 18%, sem Seðlabankinn kynnti í fyrradag, er liður í þessari viðleitni þar sem mjög mikilvægt er að koma í að koma í veg fyrir frekara fjármagnsútflæði við núverandi aðstæður. Þessu til viðbótar verða reglur um lausafjárstýringu hertar og Seðlabankanum verður gert kleift að beita stjórntækjum sínum af meiri festu en hingað til. <em>Öllum er ljóst að stýrivaxtahækkun upp í 18% er afar viðkvæm aðgerð en það er afar brýnt að setja hana í samhengi við þær heildaraðgerðir sem verið er að fara út í, í samstarfi ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Tilgangurinn er sá að festa nýtt gengi í sessi og koma þannig böndum á verðbólguna.<span> </span></em></span></p> <p><span>Gripið hefur verið til tímabundinnar takmörkunar á fjármagnsviðskiptum og verður þeim viðhaldið eftir þörfum. Vissulega hafa slíkar takmarkanir ýmiskonar neikvæð áhrif og því verða þau afnumin eins fljótt og auðið er.</span></p> <p><span>Stjórnvöld gera ráð fyrir að traust á gjaldeyrismarkaði með íslensku krónuna verði brátt endurvakið, þannig að vextir geti lækkað fljótlega. Þetta getur gerst um leið og krónan verður stöðugri á gjaldeyrismarkaði og utanríkisviðskipti með vöru og þjónustu fara að skila afgangi. Þetta mun gera kleift að slaka á hömlum á lánveitingum Seðlabankans og smám saman reiða okkur aftur á stýrivexti sem aðalstjórntæki peningamála innan ramma sveigjanlegrar gengisstefnu.</span></p> <p><span>Hvað varðar stefnu í ríkisfjármálum er ljóst að uppgjörið á þrotum bankanna mun leiða til mikillar byrði fyrir opinbera geirann en bráðabirgðamat leiðir líkur að því að sá kostnaður geti numið um 85% af vergri landsframleiðslu</span></p> <p><em><span>Ofan á þetta bætist aukinn halli af rekstri ríkissjóðs, sem reikna má með að verði um 10% af landsframleiðslu á næsta ári.</span></em> <span>Í heild má gera ráð fyrir að brúttóskuldir ríkissjóðs muni hækka úr 29% af vergri landsframleiðslu í lok ársins 2007 í vel yfir 100% í lok ársins 2009. Því mun bankakreppan setja opinbera geiranum verulega þrengri mörk og leggja byrðar á almenning á næstu árum.</span></p> <p><span>Ekki verður gripið til sérstakra aðgerða til að hindra sjálfvirka sveiflujöfnun á árinu 2009. Til þess að auka ekki frekar á samdráttinn gera stjórnvöld ráð fyrir því að leyfa fjárlagahallanum að aukast að því marki sem leiðir af auknum útgjöldum og lægri tekjum vegna hagsveiflunnar.</span></p> <p><span>Til að bregðast við aukinni skuldasöfnun hins opinbera verður langtímaáætlun ríkisfjármála mikilvægari. Framkvæmd hennar hefst með fjárlögum ársins 2010 og er áformað að lækka grunnhalla ríkissjóðs um 2–3% á ári yfir tímabilið með það að markmiði að ná fram grunnafgangi árið 2012 og enn meiri árangri 2013.</span></p> <p><span>Með efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að þrátt fyrir mikla tímabundna örðugleika sem nú blasa við okkur muni þjóðarbúið fari hægt að bítandi að rétta úr kútnum og að hjól atvinnulífsins fari að snúast að nýjan leik.</span></p> <p><span>Samkvæmt þeirri þjóðhagsspá sem unnin hefur verið í tengslum við viðræður sendinefndar IMF er reiknað með að landsframleiðsla dragist saman um tæplega 10% á næsta ári en standi síðan því sem næst í stað árið 2010. Atvinnuleysi mun að öllum líkindum aukast á allra næstu misserum og ná hámarki á næsta ári en færi síðan nokkuð hratt lækkandi. Verðbólga hefur þegar náð hæstu hæðum og stendur nú í tæplega 16% vegna gríðarlegs falls krónunnar, en með snöggum viðbrögðum stjórnvalda í góðri samvinnu við aðila vinnumarkaðarins er gert ráð fyrir að verðbólga í lok næsta árs verði um 4,5% á ársgrundvelli.</span></p> <p><span>Sem betur fer býr íslenskt efnahagslíf yfir miklum sveigjanleika og líkt og í fyrri efnahagsáföllum má gera ráð fyrir að hröð aðlögun í gengismálum skili sér fljótt í betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum sem skapar forsendur fyrir efnahagslegum stöðugleika. Engu að síður er mikilvægt að hafa í huga að traust á hagkerfinu hefur minnkað verulega og er því enn hætta á að mikið fjármagnsflæði úr landi geti leitt til enn frekari lækkunar á gengi krónunnar. Fyrstu verkefni hagstjórnarinnar eru því að koma aftur á starfhæfu bankakerfi og tryggja stöðugleika krónunnar. Þegar til lengri tíma er litið verður að lækka hinar miklu skuldir hins opinbera með ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum og auknum hagvexti.</span></p> <p><span><strong>Virðulegi forseti.</strong></span></p> <p><span>Íslenska þjóðin hefur gengið í gegnum ótrúlega erfiðleika á síðustu vikum. Þessi miklu áföll hafa eðlilega vakið angist, ótta og reiði meðal fólks en því má hins vegar ekki gleyma að undirstöður þjóðarinnar eru firnasterkar og á þeim byggjum við til framtíðar. Gjöful fiskimið, gnægð orku, öflugur landbúnaður og vel menntuð þjóð eru sterkir leiðarvísar inn í framtíðina.</span></p> <p><span>Margir spyrja hins vegar hvernig næstu vikur og mánuðir verði og við hverju megi búast. Þetta eru spurningar sem ég skil vel að fólk spyrji en við þeim eru því miður ekki til einföld svör.</span></p> <p><span>Það sem við vitum er að framundan er erfitt tímabil í okkar efnahagslífi á meðan við tökumst á við afleiðingar af falli bankanna en þau markmið sem ríkisstjórnin hefur sett sér eru að ná verðbólgu niður og við gerum okkur góðir vonir um að verulegur árangur hafi náðst þegar á næsta ári eins og ég hef þegar rakið. Ég tel að engin kjarabót sé stærri eða meiri fyrir íslenskan almenning á næstu mánuðunum að hér takist að ná tökum á verðbólgunni hratt og örugglega. Í kjölfarið munu vextir lækka og smám saman munum við undirbúa nýja sókn í okkar efnahagslífi. Þetta er hin stóra mynd sem ríkisstjórnin horfir á.</span><span> </span></p> <p><strong><span>Hæstvirtur forseti.</span></strong></p> <p><span>Ég gat þess hér á þingi fyrir um tveimur vikum að sett yrði af stað rannsókn á aðdraganda bankahrunsins og dómsmálaráðherra lýsti í ræðu sinna á þingi þann sama dag hvernig staðið yrði að þeirri rannsókn. Sú vinna er nú í fullum gangi á vegum dómsmálaráðuneytisins. Ég ítreka mikilvægi þess að fá allt upp á borðið varðandi aðdraganda hruns bankanna og skorið verði úr um það í eitt skipti fyrir öll hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað.</span></p> <p><span>Margt hefur verið sagt um atburðarásina í kringum fall bankanna og ýmsar þungar ásakanir í garð stjórnvalda hafa fallið í fjölmiðlum. Um þær vil ég það eitt segja að einhliða frásagnir segja sjaldnast allan sannleikann og ummæli manna verður að meta í því ljósi. Undanfarnar vikur hafa ríkisstjórnin, Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn tekið margar stórar ákvarðanir um björgunaraðgerðir í bankakerfinu þar sem tugir og jafnvel hundruð milljarða af almannafé hafa verið undir. Það gefur augaleið að ekki hefur verið unnt að ganga að öllum tillögum sem upp hafa komið þegar slík verðmæti eru í húfi. Ég fullyrði að við sem komið höfum að því borði höfum tekið okkar ákvarðanir af fullum heilindum og ég kvíði ekki dómi sögunnar í þeim efnum.</span></p> <p><span>Góðir Íslendingar.</span></p> <p><span>Á síðustu þremur vikum hafa verið stigin stærri og afdrifaríkari skref í okkar efnahagsmálum en dæmi eru um. Á tímum ótrúlegra áfalla hefur okkur tekist að sameinast um setningu neyðarlaganna og bjarga þannig innlenda hluta bankanna og ennfremur að óska eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem mun tryggja okkur viðspyrnu næstu misserin. Þetta eru gríðarlega þýðingarmiklar aðgerðir sem sýna svart á hvítu að íslenska þjóðin hefur ekki setið aðgerðarlaus hjá á meðan efnahagslegt fárviðri hefur gengið yfir landið.</span></p> <p><span>Við sem leiðum ríkisstjórnina höfum einsett okkur að axla þá ábyrgð að leiða þjóðina úr þeim erfiðleikum sem hún glímir nú við og tryggja að hún muni sigla inn í nýtt tímabil jafnvægis og tækifæra. Það verkefni er ekki einangrað við stjórnmálin, heldur er það verkefni okkar allra að herða hugann og sækja fram.</span></p> <p><span>Góðar stundir.</span></p> <p style="text-align: center;"><span>Reykjavík 30. október 2008</span></p> <p><span> </span></p> <p> </p> <br /> <br />

2008-10-31 00:00:0031. október 2008Ræða forsætisráðherra á aðalfundi LÍU 31. október 2008

<p style="text-align: right;"><em><span>Ræða á aðalfundi LÍÚ 31. október 2008</span></em></p> <p><span></span></p> <p><span><strong>Fundarstjóri, ágætu útgerðarmenn.</strong></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vil byrja á því að þakka fyrir gott boð um að fá að ávarpa þennan fund hér í dag og ég vil í leiðinni þakka Björgólfi Jóhannessyni fráfarandi formanni samtakanna fyrir gott samstarf á undanförnum árum og óska honum alls hins besta í því sem hann er að taka sér fyrir hendur núna. Jafnframt vænti ég þess að eiga, eins og ævinlega hefur verið, gott samstarf við nýjan formann og nýja stjórn LÍÚ.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það hefur ekki farið framhjá neinum að við höfum undanfarnar fjórar vikur gengið í gegnum ástand sem líkja má við efnahagslegar hamfarir. Sú alþjóðlega fjármálakreppa sem nú leikur heiminn grátt kom sérstaklega illa niður á okkur Íslendingum. Yfir það hef ég farið margoft og víða að undanförnu, oftar en einu sinni á Alþingi, en afleiðingarnar af þessu eru ykkur flestum vel kunnar. Stærstu bankarnir okkar fóru í þrot í kjölfar þess að lánalínur, sem þeir höfuð treyst á svo mjög, voru dregnar til baka og hinn kaldi hrammur fjármálakreppunnar í heiminum skall af fullum þunga á okkar fjármálalífi og bönkum eins og raunin hefur verið svo miklu víðar um heim að undanförnum. Ísland er nefnilega ekkert einsdæmi í þessum efnum en aðstæður hér voru einstæðar að því leyti til að þrír bankar voru u.þ.b. 90% af öllu fjármálakerfinu. Því hefur þetta ástand svo hörmulegar afleiðingar fyrir okkar efnahagsmál eins og við erum nú að greina með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og semja áætlun um að vinna okkur út úr.&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það var reyndar þannig að það var alls ekki útséð með það um tíma að allir bankarnir myndu fara sömu leið og það var allt gert sem hægt var til að stærsti bankinn, sem var síðastur í röðinni, og stærsta fyrirtæki landsins reyndar – Kaupþing – kæmist í gegnum þetta en því miður dugði stóra þrautavaralánið sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum á mánudegi, 500 milljónir evra, ekki til að fleyta bankanum í gegnum erfiðleikana sem í kjölfarið komu og efalaust hefur hin fordæmalausa aðgerð breska fjármálaeftirlitsins gert útslagið og veitt bankanum svo þungt högg að útilokað var að lifa það af.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Undanfarnar fjórar til fimm vikur hafa íslensk stjórnvöld unnið baki brotnu við að lágmarka tjónið af þessari alþjóðlegu kreppu hér á íslenskt samfélag. Mörgum hefur eflaust fundið að þessi tími hafi verið lengi að líða tel ég að á mörgum vígstöðvum hafi verið unnið þrekvirki við að bjarga íslenskum hagsmunum, bæði til skemmri og lengri tíma. Og hvað ríkisvaldið snertir stendur þar tvennt upp úr: Annars vegar setning neyðarlaganna að kvöldi 6. október og aðgerðirnar í kjölfarið á þeim og hins vegar það samkomulag sem búið er að gera við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og bíður nú afgreiðslu á vettvangi sjóðsins.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Með setningu neyðarlaganna var tekin sú róttæka en jafnframt nauðsynlega ákvörðun að slá skjaldborg um innlenda hluta bankanna. Þetta var gert til þess að vernda hagsmuni almennings og innlendra fyrirtækja, tryggja að sparifé landsmanna í bönkunum væri öruggt og að lágmarksbankaþjónusta yrði alltaf fyrir hendi. Það var ekki augljóst um tíma að hægt væri að bjarga þessum hagsmunum öllum samtímis.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessi ákvörðun var ekki sársaukalaus – mér er það að sjálfsögðu ljóst – en hinn kosturinn hefði verið algert hrun bankanna með tilheyrandi upplausnarástandi í þjóðfélaginu. Hinn kosturinn, að láta skeika að sköpuðu, var auðvitað enginn kostur í stöðunni og það gátu ábyrg stjórnvöld ekki látið gerast.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þrátt fyrir að tekist hafi að lágmarka þann skaða sem varð af hruni bankanna var ljóst frá upphafi að hann yrði gífurlegur. Gjaldeyrir hefur nánast þurrkast upp og greiðslumiðlun til og frá landinu hefur ekki virkað sem skyldi, meðal annars vegna fantalegra aðgerða breskra stjórnvalda en þó hefur margt snúist til betri vegar síðustu daga og vikur hvað þetta varðar. Gríðarlegt gengisfall krónunnar hefur svo þýtt að verðlag hefur hækkað í landinu og miklir erfiðleikar blasa almennt við íslensku atvinnulífi eins og við sjáum af fréttum þessa dagana af miklum uppsögnum í fyrirtækjunum í landinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Af þessum ástæðum öllum saman var augljóst að skynsamlegasta leiðin var sú fyrir ríkisstjórnina að leita eftir samstarfi og aðstoð við aðila erlendis um að fá erlendan gjaldeyri inn í landið og koma á stöðugleika í hagkerfinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta var rætt við forystumenn ýmissa landa. Ég talaði sjálfur við fjölda manna. Það gerðu einnig aðrir ráðherrar og Seðlabankinn að sjálfsögðu. Við fengum þau skilaboð strax og tiltölulega skýrt að aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og samvinna við hann myndi skipta sköpum í þessu sambandi gagnvart öðrum þjóðum sem voru að velta fyrir sér að veita okkur þá aðstoð sem þörf var á og við fundum strax líka á viðbrögðum starfsmanna sjóðsins að það var mikill vilji til að rétta okkur hjálparhönd. &nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það verður þá að hafa í huga að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn var hugsaður einmitt til þess að koma til liðs við þjóðir sem lentu í greiðslujafnaðarvandræðum. Við höfum átt aðild að þessari stofnun frá 1945 þegar hún var stofnuð og það er engin minnkun að því fyrir okkur frekar en aðra að leita samstarfs og fyrirgreiðslu hjá þessari stofnun. Og til marks um það hve stofnunin tók okkar málaleitan í rauninni vel er að sendinefnd sjóðsins sýndi mjög ríka viðleitni til þess að hraða sinni vinnu og vann sitt verk mjög hratt miðað við það sem gerist í þessum efnum hjá þessari alþjóðlegu stofnun sem hefur sitt eigið skrifræði við að glíma og er þunglamaleg á köflum. Það tók aðeins örfáar vikur að ná saman efnahagsáætlun með sjóðnum en það var forsenda fyrir því að við gætum fengið þar lánafyrirgreiðslu. Venjulega tekur slíkt ferli margra vikur, jafnvel marga mánuði. Nú bíðum við þess að stjórn sjóðsins taki þetta mál fyrir í næstu viku og þá er um það að tefla að okkur verði veitt ríflega tveggja milljarða dollara lán í þremur hlutum sem komi til endurgreiðslu á árunum 2012-2015.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við gerum okkur að sjálfsögðu góðar vonir um stjórn sjóðsins afgreiði þetta lán í næstu viku og höfum fundið á viðbrögðum okkar nágranna og vinaþjóða að samkomulag við sjóðinn eykur allar líkur á við fáum lánafyrirgreiðslu annars staðar í takt við það sem við höfum verið að leita eftir.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>Kæru gestir.</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hækkun stýrivaxta úr 12% í 18% sem kynnt var fyrr í vikunni kom mörgum í opnu skjöldu og skal engan undra. Sú aðgerð var aftur á móti nauðsynlegur liður í samstarfi okkar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og er hugsuð sem tímabundin ráðstöfun til þess að koma í veg fyrir fjármagnsflótta þegar gengi krónunnar verður sett á flot á nýjan leik.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er samdóma álit allra sem að þessum málum hafa komið að brýnasta verkefnið núna sé að koma gjaldeyrismarkaðnum á lappirnar á nýjan leik til að þar geti myndast að nýju eðlilegt markaðsgengi á krónunni. Til þess að svo megi verða þarf að sporna gegn því að fjármagn flytji og flýi úr landi og stuðli að því að fjármagn komi þess í stað inn í landið. Þessi vaxtahækkun er hugsuð þannig. Hún er ekki venjuleg vaxtahækkun til þess að sporna við þenslu sem við vitum að engin er í landinu um þessar mundir. Það verður að hugsa þetta á þessum nótum. Og vaxtahækkunin er án efa viðkvæmasta aðgerðin sem farið verður út í í tengslum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ég geri mér auðvitað grein fyrir því að hún kemur illa við marga en þegar hún er sett í samhengi við þann heildarpakka sem um er að ræða þá er hún nauðsynlegt skref til þess að koma hér á stöðugleika á nýjan leik.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við megum ekki heldur gleyma því að ef ekki væri farið út í þessar aðgerðir þá myndi það án efa hafa verri afleiðingar fyrir heimilin og atvinnulífið. Því við erum hér að velja úr kostum þar sem enginn kostur er góður. Við erum að velja þann kost sem illskástur er ef hann getur aukið líkurnar á því að við komumst á réttan kjöl fyrr en síðar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við þurfum því að taka á okkur tímabundna erfiðleika til þess að komast aftur á fætur og þá er best að takast strax á við vandann en komast að sama skapi fyrr út úr honum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Ágætu fundarmenn.</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við Íslendingar komumst til velsældar á síðustu öld fyrir tilstilli sjávarútvegsins og þótt árað hafi illa á stundum er engum vafa undirorpið að þessi atvinnugrein lagði grunninn að okkar velmegun. Þetta viðurkenna allir sanngjarnir menn. Þó að vægi sjávarútvegsins í þjóðarbúskapnum hafi minnkað verulega frá því sem áður var ætti&nbsp; enginn að vera í vafa um hina gríðarlegu þýðingu hans. Því miður virðist þó að yfirstandandi hremmingar hafi þurft til svo augu allra opnuðust fyrir þessari staðreynd. Þjóðarbúið stólar á sjávarútveginn í þeirri uppbyggingu sem nú blasir við og það er ljóst að vægi greinarinnar eykst verulega að nýju frá því sem var á allra síðustu misserum. Vægi sjávarútvegsins í útflutningstekjum og í heildarframleiðslunni í landinu mun aukast að nýju.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Óhætt er að segja að frá því ákveðið var að skerða þorskaflann um þriðjung á síðasta fiskveiðiári hafi íslenskur sjávarútvegur gengið í gegnum meiri sviptingar á skömmum tíma en um langt árabil. Þessi ákvörðun var hvorki sjávarútvegsráðherra né okkur hinum í ríkisstjórn léttbær. Það fór fjarri því. En að yfirlögðu ráði var ákveðið að bregðast með þessum hætti, að tillögu fiskifræðinganna, bregðast við þeim vanda sem við blasir í uppbyggingu þorskstofnsins. Með markvissum og öruggum hætti skyldi stofninn byggður upp í þá stærð sem gæfi hámarksafrakstur. Vitaskuld hefur þetta margs konar vanda í för með sér fyrir þá sem missa spón úr aski sínum og dreg ég enga dul á það.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En áhrifin hafa þó ef til vill orðið minni en margur hugði í það minnsta það sem af er. Útflutningstekjur af þorski á síðasta fiskveiði ári voru meiri en árið þar á undan, jafnvel þótt magn útfluttra afurða hafi minnkað um sautján af hundraði. Þá jukust heildartekjurnar af öllum útflutningi sjávarafurða um tæplega 19 milljarða króna á milli síðustu tveggja fiskveiðiára.&nbsp; Skýringar þessa eru ykkur hér inni auðvitað vel kunnar. Veikara gengi krónunnar og hærra verð á mörkuðum, meðal annars vegna minna framboðs héðan, hjálpuðu til við að milda það högg sem greinin varð fyrir við skerðingu þorskaflakvótans. Þótt útflutningstekjurnar hafi aukist má þó ekki gleyma því að þriðjungi minni þorskur hefur auðvitað slæmar afleiðingar í för með sér fyrir atvinnusköpunina, einkum og sér í lagi þar sem vinnsla þorsks er þýðingarmest.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur greint frá því að til athugunar sé hvort auka eigi þorskkvótann vegna núverandi aðstæðna vegna breyttra aðstæðna. Það væri óvarlegt af þeim sem hlut eiga að máli að gefa sér einhverja niðurstöðu fyrirfram. Engin ákvörðun liggur fyrir en þegar þar að kemur verður hún vel ígrunduð og byggð á skynsamlegum forsendum á grundvelli bestu fáanlegu fiskifræðilegu vitneskju.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eins og ég sagði áðan stóð greinin erfiðleika síðasta fiskveiðiárs betur af sér en flestir hugðu. Það ber vitni gríðarlegri aðlögunarhæfni í sjávarútveginum og útsjónarsemi þeirra sem í stafni standa. Aðlögunarhæfnin og útsjónarsemin kemur í sjálfu sér ekki á óvart, enda hefur íslenskur sjávarútvegur ávallt brugðist skjótt við breyttum aðstæðum. Leiðarstefið í rekstri fyrirtækjanna er líka að þau þurfa á eigin verðleikum að halda til að standa sig í alþjóðlegri samkeppni. Þau vita vel að það gerir enginn fyrir þau. Þau njóta ekki ríkisstyrkja, ólíkt því sem víða gerist og hér er því engin önnur leið til að mæta erfiðleikum en að hagræða, taka á vandanum beint.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar gengið lækkar svo mjög sem raun ber vitni aukast skuldir greinarinnar verulega og eigið fé fyrirtækjanna brennur upp. Þessu verða lánveitendur að sýna skilning því nú ríður á að halda hjólum efnahagslífsins gangandi og þar leika að sjálfsögðu útflutningsfyrirtækin stærsta hlutverkið. Það má hins vegar ekki einblína á hækkun stýrivaxta sem kynnt var í vikunni. Hún er vissulega mikil, verður vonandi skammvinn, en er nauðsynlegur liður í að skapa forsendur fyrir gjaldeyrisviðskiptum og stuðla að stöðugra gengi. Vonandi ber þetta skjótt tilætlaðan árangur, þannig að bæði verðbólgan lækki og vextirnir þá líka. Allt of sterk króna var sjávarútveginum mikill fjötur um fót en nú er hið veika gengi ekki síður til stórkostlegra vandræða. Stöðugleiki og sterkara gengi er okkur öllum keppikefli nú um stundir.&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eftir að stóru bankarnir þrír lögðust á hliðina hefur heyrst að ýmsir hafi áhyggjur af því að lán með veði í aflaheimildum verði gjaldfelld og gengið að veðum þeirra lána sem ekki greiðast. Þá geti skapast sú hætta að aflaheimildir lendi í höndum útlendinga. Um þetta er það að segja að öll lán sem eru með veði í kvóta lenda, eðli máls samkvæmt, í nýju bönkunum, bæði vegna þess að öll lán til innlendra aðila lenda þar en auk þess eru kvaðir á kvótaeign sem útiloka útlendinga frá henni. Því hljóta lán með kvótaveði að lenda í nýju bönkunum, eins og ég hygg að flestum ykkar sé kunnugt.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Stóra málið varðandi sjávarútveginn gagnvart bönkunum er hins vegar staða framvirkra samninga eftir að bankarnir fóru í þrot. Allir afleiðusamningar voru settir í gömlu bankana og þar meðtaldir afleiðusamningar sjávarútvegsfyrirtækja. Þau hafa á undanförnum árum gert töluvert af því að verja sjóðstreymi sitt með því að selja tekjur sínar framvirkt til að tryggja sig gegn tapi ef gengi krónunnar styrktist. Nú hefur hið gagnstæða gerst og gengið hefur veikst gífurlega, eins og ég rakti. Við þessa breytingu myndast mikið tap á þessum framvirku samningum sem nú gæti numið 25-30 milljörðum fyrir sjávarútveginn í heild. Þessa stöðu þarf að leysa og um það hafa verið viðræður milli bankanna, hagsmunaaðila í sjávarútvegi og stjórnvalda en endanlegar ákvarðanir liggja ekki fyrir frekar en í mörgum öðrum brýnum úrlausnarefnum sem tengjast hruni bankanna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Síðustu vikur hafa þær raddir gerst háværari en áður sem segja að nýta beri tækifærið núna til að breyta úthlutun aflaheimilda. Kalla eigi veiðiheimildir inn, eins og menn orða það, og úthluta upp á nýtt með gjörbreyttu sniði. Þetta er fullkomlega óábyrgt tal eða finnst mönnum ekki nóg um ástandið þótt ekki bættist við að undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar væri teflt í tvísýnu? Það þarf ekkert að orðlengja það að þetta kemur ekki til greina. Ekki frekar en að þegar þorskkvótinn verður aukinn á nýjan leik þá verði þeim aflaheimildum ráðstafað með einhverjum öðrum hætti en hingað til. Þeir sem urðu fyrir þeim niðurskurði eiga að njóta ávaxtanna þegar þar að kemur eins og margoft hefur komið fram í máli mínu og sjávarútvegsráðherrans.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Ágætu fundarmenn.</span></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eins og ég hef rakið hér að framan þá höfum við að undanförnu farið út í afar sársaukafullar en að sama skapi nauðsynlegar aðgerðir til þess að lágmarka það tjón sem íslenskt samfélag verður fyrir vegna lausafjárkreppunnar og þeirra erfiðleika sem komið hafa til okkar vegna þess að yfir heiminn ríður nú stærsta fjármálakreppa og mesta bankakreppa, sennilega síðustu 80 ára eða svo.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Og ríkisstjórnir um allan heim eru að verja fjármálastofnanir sínar eftir bestu getur þó að margar hafi nú fallið og miklu fleiri en kemur fram í fréttum hér og það er verið að verja stórkostlegum fjármunum af almannafé út um allan heim til að verja fjármálastofnanir og bankakerfi. Og það mál er ekki búið, við vitum ekkert hvernig það endar þegar upp er staðið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við þurftum að ráðast í þessar aðgerðir af ástæðum sem ég fór yfir hér áðan. Það var auðvitað mjög miður. Það er þess vegna mjög óheppilegt þegar einhverjir gera því skóna að ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafi ekki verið að vinna að því af fullum heilindum að bjarga bankakerfinu eftir því sem frekast er kostur og mér þykir miður þegar slíkt er gefið í skyn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Kannski er að að vissu marki skiljanlegt að menn vilji benda á flesta aðra en sjálfa sig þegar leitað er að ástæðu fyrir vandamálum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við þekkjum það að þegar einstaklingar verða gjaldþrota þá kenna þeir gjarnan bankanum sínum um og segjast ekki hafa fengið nógu mikla fyrirgreiðslu, nógu mikinn skilning eða næga þjónustu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á sama hátt kenna bankar, sem lenda í þroti Seðlabankanum um. Það er alþekkt. Málið er hins vegar að á sama hátt og bankar þurfa á einhverjum tímapunkti að setja niður fótinn gagnvart sínum viðskiptavinum og segja, það er því miður ekki hægt að lána ykkur meir, þá verða seðlabankar einhvern tímann að segja stopp.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í aðdraganda þess að bankarnir fóru í þrot var unnið myrkanna á milli við að ná utan um stöðuna og leita hugsanlegra leiða út úr vandanum. Margir voru kallaðir til og hlustað á menn, hugmyndir og tillögur frá fjölda manna athugaðar en auðvitað var það þannig að það var ekki hægt að fara eftir þeim öllum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Margar þeirra hugmynda sem fyrir okkur voru lagðar fólu í sér að ríkissjóður varð að leggja út tugi og jafnvel hundruði milljarða af almannafé í lausnir sem alls óvíst var að myndu virka og kynnu að verða að engu. Þessar hugmyndir fólu reyndar gjarnan í sér að sá sem átti tillöguna myndi lifa af en hinir ekki en aðalatriðið er að við gátum ekki teflt í tvísýnu hundruðum milljarða af almannafé í áhættuspili gagnvart því að leysa vanda eins af bönkunum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mikið hefur verið rætt um hugmynd sem forsvarsmenn Landsbankans komu með á okkar fund sunnudaginn örlagaríka í lok september. Sú hugmynd gekk út á að sameina Landsbankann og Glitni – ríkið myndi afhenda nýja bankanum 200 milljarða – 1/3 af gjaldeyrisvaraforða landsins – en eigendur Landsbankans myndu þá eignast 2/3 í nýja bankanum en hluthafar Glitnis ekki neitt. Það lá fyrir að þessar hugmyndir voru fjarstæðukenndar og gengu ekki upp og mönnum var sagt það þó að þeim væri ekki sent skriflegt var.&nbsp; &nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En ummæli þeirra sem nú koma fram og gagnrýna af mikilli hörku verður að meta í því ljósi að þar bera menn saman þá niðurstöðu sem varð við atburðarás sem ekki varð. Sá samanburður er hagstæður fyrir þann sem dregur hann upp en segir ekki alla söguna eins og gefur augaleið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Ágætu fundarmenn.</strong></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Öll gerum við okkur grein fyrir því að framundan eru erfiðir tímar en ég er þess fullviss að íslenska þjóðin mun standa þá erfiðleika af sér og sigrast á þeim, eins og hún hefur alltaf gert. Þar mun íslenskur sjávarútvegur leika stórt hlutverk sem fyrr og ég vonast eftir góðri samvinnu við ykkur og ykkar samtök á næstu mánuðum og misserum við að byggja upp til framtíðar í íslenska þjóðfélaginu. Einhvern tíma var þörf en nú er svo sannarlega nauðsyn.</span></p> <p><span>&nbsp;Þakka ykkur fyrir.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p style="text-align: center;"><span>Reykjavík 31. október 2008</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

2008-10-28 00:00:0028. október 2008Stefnuræða Geirs H. Haarde forsætisráðherra 28. október 2008 - Formennska Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2009

<p style="text-align: center;"><span><strong>Formennska Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2009</strong></span></p> <p><span>Frú/Herra forseti</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Þær leiðir sem við veljum okkur í lífinu ráðast af gildum og gildismati. Þau eru eins konar áttaviti – kompás. Sameiginlegt gildismat, saga og menning styrkir stöðu okkar Norðurlandabúa vissulega í síbreytilegum heimi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hnattvæðingin er ferli sem kallar á sífellda sjálfsskoðun og endurmat á gildum og forgangsmálum. Þróun á alþjóðlegum fjármálamarkaði síðustu vikur hefur sýnt okkur hversu skjótt geta skipast veður í lofti – í þeim ólgusjó er meiri en nokkru sinni þörf fyrir norræn gildi og samstöðu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Til grundvallar þeim stefnumiðum sem Ísland leggur til að fylgt verði í norrænu samstarfi á árinu 2009 undir fyrirsögninni <em>Norrænn áttaviti</em> eru <span style="text-decoration: underline;">gildi</span> sem lengi hefur verið sátt um í norrænu samstarfi; <span style="text-decoration: underline;">frumkvæði</span>, <span style="text-decoration: underline;">sköpunarkraftur</span>, <span style="text-decoration: underline;">margbreytileiki</span> og <span style="text-decoration: underline;">samábyrgð</span>. Þau eru sem fyrr leiðarljós í því brýna verkefnið sem við stöndum nú frammi fyrir – að tryggja áfram samkeppnisstöðu Norðurlanda – og leggja lóð á vogarskálar í alþjóðasamstarfi til að samstaða náist um aðgerðir til að takast á við loftslagsvandann.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>*</span></strong></p> <p><span>Á hnattvæðingartímum þegar samkeppni á alþjóðamarkaði um fjármagn, fólk og þekkingu er svo hörð sem dæmin sanna þarf að nýta sköpunar- og frumkvöðlakraftinn til hins ýtrasta. Án frumkvæðis og traustrar þekkingar missum við forskotið og stefnan verður mörkuð af öðrum.</span></p> <p><span>Það hlýtur ævinlega að vera meginmarkmið okkar að samnýta sem best norræna sérþekkingu og tryggja samlegðaráhrif, ekki einungis á norrænum, heldur á hnattrænum mælikvarða. Metnaðarfullri norrænni áætlun um öndvegisrannsóknir, <em>Frá Norðurlöndum til heimsins</em>, verður hleypt af stokkum á árinu 2009. Í henni er lögð áhersla á þverfaglegt fræða- og frumkvöðlastarf og samstarf stofnana og fyrirtækja til að stuðla að rannsóknum, nýsköpun og útrás atvinnulífs. Í fyrsta áfanga áætlunarinnar verða orku-, loftslags- og umhverfismál í brennidepli, en sú sérþekking sem norrænar þjóðir búa yfir á því sviði er auðlind fyrir allan heiminn sem brýnt er að koma á framfæri.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sérþekking norrænna þjóða á heilbrigðis- og velferðarsviði er líka auðlind sem nýta má til frumkvöðlastarfs og útflutnings.Víðast hvar í heiminum er litið á norræna velferðarkerfið með sinn sveigjanleika sem hornstein að samkeppnisstöðu Norðurlanda. Á það verða ekki bornar brigður, því á sama hátt og þekking og vellíðan starfsfólks tryggir fyrirtækjum sterka stöðu – þá er sterkt velferðarsamfélag, með góðu skólakerfi og velferðarþjónustu, grundvöllur og aflvaki frekari hagvaxtar. Því er nauðsynlegt að þróa áfram norræna velferðarkerfið svo þau gildi sem það byggir á styrki áfram borgara og fyrirtæki í opnu alþjóðlegu hagkerfi. Íslendingar munu á formennskutímanum undirbúa næsta áfanga í norrænni áætlun um öndvegisrannsóknir og nýsköpun, þar sem sjónum verður einmitt beint að heilbrigðis- og velferðarmálum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Með sterku samnorrænu háskólakerfi, nýsköpunarkrafti og virkri aðkomu atvinnulífs að rannsóknar- og frumkvöðlastarfi má skapa flæði hugmynda og fjármagns og byggja upp klasastarfsemi&nbsp;– agóratorg frumkvöðla og fræðimanna. Þrjár norrænar rannsóknastofnanir gegna lykilhlutverki í þessu samhengi, Norræna rannsóknaráðið, Norræna nýsköpunarmiðstöðin og Norrænar orkurannsóknir. Íslendingar leggja mikið kapp á að treysta innbyrðis samstarf þessara stofnana, og tengsl þeirra við nýsköpunarmiðstöðvar í löndunum og við atvinnulífið. Þá er einnig forgangsmál að efla hlut listmennta og þverfagleg tengsl þeirra við hefðbundin fræðasvið háskólanna svo hugmyndauðgi og sköpunarkraftur geti verið aflvaki í menningartengdum atvinnugreinum. Þar hafa Norðurlönd allar forsendur til að ná forystu. &nbsp;<br /> <br /> </span></p> <p><strong><span>*</span></strong></p> <p><span>Íslendingar og aðrar þjóðir á norðurslóð hafa ekki farið varhluta af afleiðingum loftslags-breytinga. Hvert og eitt okkar ber ábyrgð á loftslagsvandanum, en ekki verður tekist á við hann nema í skuldbindandi alþjóðasamstarfi. Það er því verðugt verkefni fyrir Norðurlönd að vera ötulir málsvarar náttúrunnar á alþjóðavettvangi, ekki aðeins í orði heldur á borði.<br /> Á formennskutíma Íslands verða umhverfis- orku og loftslagsmál í brennidepli í öllu fjölþjóðlegu starfi á vegum ráðherranefndarinnar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Norrænu ríkin búa yfir víðtækri tækniþekkingu til að auka notkun endurnýjanlegra orkugjafa og stýra orkunotkun til hagsbóta fyrir umhverfið. Þeirri þekkingu þurfum við að koma á framfæri til hagsbóta fyrir alla jarðarbúa.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Íslendingar eru stoltir af því að norrænu umhverfisverðlaunin skuli nú koma í hlut íslenska fyrirtækisins Marorku. Það hefur í anda helstu stefnumiða Íslendinga í norrænu samstarfi þróað tækni til að draga úr mengandi orkubrennslu skipa og þar með mengun á höfunum. Þessi tækni nýtist öllum heiminum í baráttunni gegn loftslagsvandanum og er jafnframt árangur af árangursríku rannsóknarstarfi sem fjármagnað hefur verið með framlögum úr íslenskum og norrænum sjóðum.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>*</span></strong></p> <p><span>Við Íslendingar höfum löngum litið á okkur sem útverði norræns samstarfs í vestri. Við tökum líka það hlutverk alvarlega að standa vörð um lífríki og lifandi auðlindir hafsins. Sá vandi sem nú steðjar að vegna loftslagsbreytinga, mengunar og aukinnar sóknar í náttúruauðlindir, setur okkur enn meiri ábyrgð á herðar. Hafið er hálft föðurland okkar sem búum við Norður-Atlantshafið. Ísland liggur í miðju hafstraumabelta Golfstraumsins úr suðri og strauma úr norðurhöfum sem skapað hafa auðug fiskimið. Breyting í hafstraumum getur haft afgerandi áhrif á afkomu og lífsskilyrði þjóða á norðurslóð.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Aukin sókn í náttúruauðlindir á heimskautasvæðunum og auknar siglingar í norðurhöfum þar sem nýjar leiðir eru að opnast milli Evrópu og Asíu skapa bæði tækifæri og hættur. Íslendingar leggja ríka áherslu á að þegar verði hafist handa við gerð vákorts fyrir Norður-Atlantshafið. Slíkt vákort er grundvöllur samræmdra og skipulagðra viðbragða skapist hættuástand fyrir lífríki hafsins. Þetta er að sönnu stórt verkefni en afar brýnt. Norðurlöndum ber að takast það á hendur sem lið í framtíðarstefnumótun um verndun hafsins.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>*</span></strong> <span>Frú/herra forseti</span></p> <p><em><span>Ut vil ek</span></em> <span>– þessa setningu skilja vonandi allir Norðurlandabúar. Snorri Sturluson, höfundur Eddu, Heimskringlu og Egils sögu,&nbsp; lét svo ummælt þegar Noregskonungur bannaði honum för heim til Íslands. Í seinni tíð hafa Íslendingar víkkað út merkingu þessa gullna orðtaks – og líka notað það um útrás Íslendinga á alþjóða fjármálamarkað sem að sönnu hefur verið þeim afdrifarík. En ég vil nota þau hér til að minna á að sjálfsmynd og samkennd okkar Norðurlandabúa felst að stórum hluta í tungunni, sameiginlegri sögu, menningu og sama gildismati eins og ég kom inn á hér í upphafi.<br /> Á norrænu málsvæði eigum við að setja norræn tungumál í forgang í samskiptum og stuðla að gagnkvæmum skilningi með því að nota tungumálin í skólakerfinu og vera ötul við að miðla norrænni menningu. Við verðum að horfa til sameiginlegrar fortíðar okkar um leið og við treystum samstöðuna og horfum fram á veginn. Í því tilliti er mér gildi margbreytileikans hugleikið. Fjölbreytileiki mannfólksins – vinnandi fólks, fyrirtækja og þjóða. Norræn menningin er ekki heilög kýr. Reynslan sýnir að þar sem ólík menning blandast í góðum vilja og sköpunargleði - þar gerist eitthvað nýtt og óvænt. Það er því fremsta skylda okkar að hlúa að lifandi menntun og menningu og efla félagsauðinn. Við þurfum ekki síst á því að halda nú þegar á móti blæs. Jafnframt verðum við í verki að styrkja frændsemi og samkennd norrænna þjóða – því nú sem fyrr eru það hin raunverulegu gildi sem munu vísa okkur veginn.&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <p style="text-align: center;"><span>Reykjavík 28. október 2008</span></p> <p style="text-align: center;">&nbsp;</p> <p style="text-align: left;"><span><a href="/media/forsaetisraduneyti-media/media/Raedur_og_greinar_radherra/RaedaGHH_Nordurlandathing_Helsinki.pdf">Ræðan á norsku:</a></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-10-15 00:00:0015. október 2008Munnleg skýrsla forsætisráðherra á Alþingi um stöðu bankakerfisins

<p align="right"><strong><span>Talað orð gildir</span></strong></p> <p><strong><span>Virðulegi forseti.</span></strong></p> <p><span>Ég hef óskað eftir því að flytja Alþingi skýrslu um þá erfiðu og alvarlegu stöðu sem upp er komin í efnahagslífi þjóðarinnar. Örlagaríkir dagar eru að baki og gríðarleg áföll hafa dunið yfir okkur Íslendinga á stuttum tíma. Það er á slíkum stundum sem íslenska þjóðin sýnir úr hverju hún er gerð &ndash; æðruleysi hennar og yfirvegun andspænis þessum hamförum vekur hvarvetna aðdáun. Við kunnum að bogna tímabundið en buguð erum við ekki.</span></p> <p><span>Við erum nú hægt og bítandi að komast út úr versta storminum og nú þegar hafa Landsbankinn og Glitnir tekið til starfa í breyttri mynd. Unnið er hörðum höndum að því að koma gjaldeyrisviðskiptum í eðlilegt horf þannig að alþjóðleg viðskipti geti gengið eðlilega fyrir sig, fyrirtæki geti flutt gjaldeyri til landsins og Íslendingar erlendis fái öruggt aðgengi að gjaldeyri.</span></p> <p><span>Ríkisstjórnin og Seðlabankinn leggja allt kapp á að gjaldeyrisviðskipti færist í eðlilegt horf og í því augnamiði voru í gær hagnýttar lánsheimildir upp á 400 milljón evrur í seðlabönkum Danmerkur og Noregs. Við ætlum að styrkja gjaldeyrisvaraforðann verulega til viðbótar við þetta og nú standa yfir viðræður í Moskvu um hugsanlegt gjaldeyrislán, auk þess sem rætt hefur verið við Alþjóðagjaldeyris&shy;sjóðinn um hugsanlega aðkomu sjóðsins að því endurreisnarstarfi sem framundan er hér á landi. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að skoða fordómalaust allt það sem getur orðið okkur að liði í þeim vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir.</span></p> <p><span>Eftir atburði síðustu daga er útlit fyrir mikinn samdrátt í innlendri eftirspurn. Því er nauðsynlegt að hagstjórnartækjum ríkisins sé beitt til þess að örva efnahagslífið og þannig milda niðursveifluna.</span></p> <p><span>Í morgun tilkynnti Seðlabanki Íslands um 3,5 prósentustiga lækkun stýrivaxta. Þessi lækkun stýrivaxta mun lækka fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja og þannig hjálpa til við að koma hjólum efnahagslífsins aftur í dag.</span></p> <p><span>Hæstvirtur forseti.</span></p> <p><span>Undanfarin ár hafa stjórnvöld opnað íslenska hagkerfið fyrir flæði fjármagns, vöru, þjónustu og fólks. Þær breytingar hafa leitt af sér gríðarlega lífskjarabyltingu hér á landi og stuðlað að mikilli uppbyggingu í atvinnulífinu. Þessi opnun hefur aftur á móti þær hliðarverkanir að við erum mjög háð atburðum á alþjóðlegum mörkuðum án þess að við getum haft nein áhrif þar á.</span></p> <p><span>Síðasta árið hefur hin alþjóðlega lánsfjárkreppa dýpkað hægt og bítandi. Upptök hennar voru í Bandaríkjunum vegna hinna svokölluðu undirmálslána, sem bandarísk fjármálafyrirtæki höfðu selt fram og til baka sín á milli. Þegar í ljós kom hve gölluð þessi lán voru tók að myndast tortryggni og vantraust á markaði, sem olli á endanum miklu meiri vandræðum en undirmálslánin ein og sér. Örlög íslensku bankanna eru besta dæmið um þetta, því þeir höfðu að langmestu leyti staðið utan við viðskipti með bandarísk undirmálslán en alkul á alþjóðlegum lánamörkuðum olli því að staða íslensku bankanna breyttist skyndilega til hins verra.</span></p> <p><span>Íslensku bankarnir höfðu á nokkrum árum stækkað svo hratt að efnahagur bankanna var orðin margfaldur í hlutfalli við landsframleiðslu Íslands. Vöxtur bankanna var drifinn áfram af miklu aðgengi að ódýru lánsfé undanfarin ár. En öll lán þarf að greiða og það átti að sjálfsögðu við um bankana líka. Vitað var að árið 2008 yrði erfitt varðandi endurfjármögnun þeirra en lengst af var þó útlit fyrir að hún myndi takast. Komið hafði fram af hálfu stóru bankanna þriggja í sumar að endurfjármögnun þeirra væri tryggð vel fram í tímann og allt fram í september var ekki tilefni til að ætla annað en að áætlanir bankanna myndu ganga eftir.</span></p> <p><span>Um miðjan september breyttist staðan til hins verra í kjölfar þess að bandaríski fjármálarisinn Lehman Brothers fór á hausinn auk margra annarra fjármálafyrirtækja og banka í Bandaríkjunum. Örvænting tók að myndast á mörkuðum og lánsfé þurrkaðist nánast upp. Upp var komin staða sem íslensku bankarnir náðu ekki að vinna úr, staða sem enginn óskar sér að vera í.</span></p> <p><span>Skuldir bankanna voru orðnar of miklar fyrir íslenska þjóðarbúið og stjórnvöld stóðu frammi fyrir spurningunni hvort íslenska þjóðin ætti að borga þessar skuldir og skuldbinda þannig komandi kynslóðir.</span></p> <p><span>Með þeirri ákvörðun sem ríkisstjórnin tók var slegin skjaldborg um innlenda hluta bankanna, um sparifé almennings og tryggt að grunnþjónusta bankanna við íslensk heimili og fyrirtæki gæti haldið áfram.</span></p> <p><span>Á undanförnum vikum hafa tugir banka um allan heim þurft að játa sig sigraða og leita á náðir ríkisins í heimalöndum sínum. Vandinn sem ríkisstjórn Íslands stóð frammi fyrir þegar þessi atburðarás tók að ágerast var alvarlegri en vandi annarra ríkisstjórna vegna þess hvað íslenska bankakerfið var stórt í samanburði við hagkerfið. Það var því ljóst að hvorki var skynsamlegt né mögulegt fyrir íslenska ríkið að hlaupa undir bagga með öllu bankakerfinu.&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar bankar sem eru kerfislega mikilvægir riða til falls annars staðar í heiminum er algengt að ríkisstjórnir þjóðnýti þá í heilu lagi. Ef ríkisstjórn Íslands hefði farið þessa leið hefði hún skuldbundið sig til þess að greiða mörg þúsund milljarða króna af erlendum skuldum bankanna. Slík skuldbinding hefði hæglega getað orðið þjóðinni ofviða. Ríkisstjórnin valdi því að fara aðra leið með langtímahagsmuni íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi.&nbsp;Viðbrögð íslenskra stjórnvalda eru einhver róttækustu viðbrögð ríkisstjórnar við bankakreppu sem um getur. &nbsp;</span></p> <p><span>Ég ítreka þakkir mínar til þingmanna úr öllum flokkum fyrir að stuðla að því að neyðarlögin svonefndu náðu fram að ganga jafnhratt og raun ber vitni. Þeir atburðir sem urðu dagana á eftir tel ég að hafi sýnt að löggjöfin var nauðsynleg og bjargaði því sem bjargað varð.</span></p> <p><span>Mikilvægasta verkefnið nú er að bjarga sem mestum verðmætum úr starfsemi bankanna til að takmarka það tjón sem hlýst af skipbroti þeirra. Um það verðum við öll að standa saman, stjórnvöld, þingmenn og aðrir þeir sem gegna forystuhlutverki. Í þeirri vinnu þurfum við á að halda kröftum allra þeirra sem vit og þekkingu hafa á málum bankanna. Við skulum ekki láta bollaleggingar um upptök eldsvoðans verða til þess að hindra og tefja slökkvistarfið.</span></p> <p><span>Hæstvirtur forseti.</span></p> <p><span>Á þessum erfiðum tímum er brýnt að koma í veg fyrir að ótti og kvíði sem skiljanlega grípur um sig meðal fólks verði að upplausn og örvæntingu. Hafa stjórnvöld því þegar gripið til og lagt á ráðin um umfangsmiklar aðgerðir í þesum efnum.</span></p> <p><span>Um leið og þessi atburðarás hófst setti ríkisstjórnin upp starfshóp fjögurra ráðherra til að hafa yfirumsjón með aðgerðum. Undir honum starfar stýrihópur með fulltrúum helstu ráðuneyta og stofnana sem að málum koma og sér um að samhæfa aðgerðir og viðbrögð stjórnvalda. Mikið starf hefur verið unnið síðustu daga og vikur við að miðla upplýsingum og leiðbeiningum til fólks og fjölmiðla.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p align="center"><span>Reykjavík 15. október 2008</span></p> <span><br clear="all" /> </span><br /> <br />

2008-10-06 00:00:0006. október 2008Ávarp forsætisráðherra vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði

<p>Góðir Íslendingar.</p> <p>Ég hef óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu, nú þegar miklir erfiðleikar steðja að íslensku þjóðinni. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum mikla fjármálakreppu og má jafna áhrifum hennar á bankakerfi heimsins við efnahagslegar hamfarir. Stórir og stöndugir bankar beggja vegna Atlantshafsins hafa orðið kreppunni að bráð og ríkisstjórnir í mörgum löndum róa nú lífróður til að bjarga því sem bjargað verður heima fyrir. Í aðstæðum sem þessum hugsar auðvitað hver þjóð fyrst og síðast um sinn eigin hag. Jafnvel stærstu hagkerfi heims eiga í tvísýnni baráttu við afleiðingar kreppunnar.</p> <p>Íslensku bankarnir hafa ekki frekar en aðrir alþjóðlegir bankar farið varhluta af þessari miklu bankakreppu og staða þeirra nú er mjög alvarleg. Á undanförnum árum hafa vöxtur og velgengni íslensku bankanna verið ævintýri líkust. Mikil sóknarfæri sköpuðust þegar aðgengi að lánsfé á erlendum mörkuðum var í hámarki og bankarnir, ásamt öðrum íslenskum fyrirtækjum, nýttu sér tækifærið til sóknar og útrásar.</p> <p>Á þessum tíma hafa íslensku bankarnir stækkað gríðarlega og nema skuldbindingar þeirra nú margfaldri þjóðarframleiðslu Íslands. Undir öllum eðlilegum kringumstæðum væru stórir bankar líklegri til að standa af sér tímabundinn mótbyr en þær hamfarir sem nú ríða yfir heimsbyggðina eru annars eðlis og stærð bankanna í samanburði við íslenska hagkerfið er í dag þeirra helsti veikleiki.</p> <p>Þegar alþjóðlega fjármálakreppan hófst fyrir rétt rúmu ári með hruni fasteignamarkaðarins í Bandaríkjunum og keðjuverkun vegna svokallaðra undirmálslána var staða íslensku bankanna talin sterk, enda höfðu þeir ekki tekið þátt í slíkum viðskiptum að neinu marki. En afleiðingar þeirrar keðjuverkunar sem þó hófst hafa reynst alvarlegri og umfangsmeiri en nokkurn óraði fyrir.</p> <p>Á allra síðustu vikum hefur fjármálakerfi heimsins orðið fyrir gríðarlegum áföllum. Nokkrir af stærstu fjárfestingabönkum heims hafa orðið kreppunni að bráð og lausafé á mörkuðum í raun og veru þurrkast upp. Þetta hefur haft þau áhrif að stórir alþjóðlegir bankar hafa kippt að sér höndum við fjármögnun annarra banka og algjört vantraust hefur skapast í viðskiptum banka á milli. Af þessum völdum hefur staða íslensku bankanna versnað mjög hratt á allra síðustu dögum.</p> <p>Góðir landsmenn.</p> <p>Ríkisstjórn Íslands, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa síðustu daga og vikur unnið baki brotnu að lausn á þeim gríðarlegu erfiðleikum sem steðja að íslensku bönkunum í góðu samstarfi við þá sjálfa. Að þeirri vinnu hafa ýmsir aðilar komið, til að mynda lífeyrissjóðir og aðilar vinnumarkaðarins. Af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur allt kapp verið lagt á að íslensku bankarnir seldu erlendar eignir sínar og minnkuðu umsvif sín svo að íslenska ríkið, svo smátt í samanburði við íslensku bankanna, hefði bolmagn til að styðja við bakið á þeim. Við skulum hafa í huga í því samhengi að þær risastóru aðgerðir sem bandarísk yfirvöld hafa ákveðið til bjargar þarlendu bankakerfi eru um 5% af þeirra landsframleiðslu. Efnahagur íslensku bankanna er hins vegar margföld landsframleiðsla Íslendinga.</p> <p>Ákvörðun um umfangsmiklar björgunaraðgerðir til handa íslensku bönkunum er því ekki spurning um að skattgreiðendur axli þyngri byrðar tímabundið heldur varðar hún stöðu íslensku þjóðarinnar í heild sinni til langrar framtíðar.</p> <p>Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún muni gera það sem í hennar valdi stendur til að styðja við bankakerfið. Í þeirri viðleitni hafa margir mikilvægir áfangar náðst á síðustu vikum og mánuðum. En í því ógnarástandi sem nú ríkir á fjármálamörkuðum heimsins þá felst mikil áhætta í því fyrir íslensku þjóðina alla að tryggja bönkunum örugga líflínu. Þetta verða menn að hafa í huga þegar talað er um erlenda lántöku ríkissjóðs upp á þúsundir milljarða til að verja bankanna í þeim ólgusjó sem þeir eru nú staddir í. Sú hætta er raunveruleg, góðir landsmenn, að íslenska þjóðarbúið myndi, ef allt færi á versta veg, sogast með bönkunum inn í brimrótið og afleiðingin yrði þjóðargjaldþrot. Engin ábyrg ríkisstjórn teflir framtíð þjóðar sinnar í slíka tvísýnu, jafnvel þótt sjálft bankakerfi þjóðarinnar sé í húfi. Til slíks höfum við, ráðamenn þjóðarinnar, ekki leyfi. Íslenska þjóðin og framtíð hennar gengur framar öllum öðrum hagsmunum.</p> <p>Um helgina var fundað nær linnulaust um stöðu fjármálakerfisins. Ég get fullyrt að allir þeir sem komu að því borði reyndu sitt ítrasta til að búa svo um hnútana að starfsemi banka og fjármálastofnana gæti haldið áfram í dag og ávinningur af vinnu helgarinnar gerði það að verkum að í gærkvöldi var útlit fyrir það að bankarnir gætu fleytt sér áfram um sinn. Af þeim sökum gat ég þess í gærkvöldi að það væri mat mitt og ríkisstjórnarinnar að ekki væri ástæða til sérstakra aðgerða af okkar hálfu. Engin ábyrg stjórnvöld kynna afdrifaríkar aðgerðir varðandi banka- og fjármálakerfi sinnar þjóðar nema allar aðrar leiðir séu lokaðar.</p> <p>Þessi staða hefur nú í dag gerbreyst til hins verra. Stórar lánalínur við bankana hafa lokast og ákveðið var í morgun að loka fyrir viðskipti með bankastofnanir í Kauphöll Íslands.</p> <p>Nú reynir á ábyrg og fumlaus viðbrögð. Ég mun nú á eftir mæla fyrir frumvarpi á Alþingi sem mun gera ríkissjóði kleift að bregðast við því ástandi sem nú er á fjármálamörkuðum. Ég hef rætt við forystu stjórnarandstöðunnar í dag og fengið góð orð um að frumvarpið verði afgreitt í dag. Þakka ég þeim samstarfið í því efni.</p> <p>Með lagabreytingum þessum munum við aðlaga bankakerfið við íslenskum aðstæðum og endurreisa traust erlendra aðila á banka- og fjármálastarfsemi á Íslandi. Verði lögin samþykkt í dag má gera ráð fyrir að þessar heimildir verði virkar strax í kjölfarið.</p> <p>Ég vil taka af öll tvímæli um að innstæður Íslendinga og séreignasparnaður í íslensku bönkunum öllum er tryggur og ríkissjóður mun sjá til þess slíkar inneignir skili sér til sparifjáreigenda að fullu. Um þetta þarf enginn að efast. Þá munu stjórnvöld sjá til þess að atvinnulíf landsins hafi aðgang að fjármagni og bankaþjónustu eftir því sem frekast er unnt.</p> <p>Góðir Íslendingar.</p> <p>Mér er ljóst að þetta ástand er mörgum mikið áfall sem veldur okkur öllum bæði ótta og angist. Undir þeim kringumstæðum er afar brýnt að stjórnvöld, fyrirtæki, félagasamtök, foreldrar og aðrir sem geta látið gott af sér leiða, leiti allra leiða til að daglegt líf fari ekki úr skorðum.</p> <p>Ef einhvern tímann hefur verið þörf á því að íslenska þjóðin stæði saman og sýndi æðruleysi andspænis erfiðleikum - þá er sú stund runnin upp. Ég hvet ykkur öll til að standa vörð um það sem mestu máli skiptir í lífi hvers einasta manns, standa vörð um þau lífsgildi sem standast það gjörningaveður sem nú geisar. Ég hvet fjölskyldur til að ræða saman og láta ekki örvæntingu ná yfirhöndinni þótt útlitið sé svart hjá mörgum. Við þurfum að útskýra fyrir börnunum okkar að heimurinn sé ekki á heljarþröm og við þurfum sjálf, hvert og eitt, að finna kjark innra með okkur til að horfa fram á veginn.</p> <p>Þrátt fyrir þessi miklu áföll er framtíð þjóðarinnar bæði trygg og björt. Það sem mestu máli skiptir er að undirstöður samfélagsins og efnahagslífsins eru traustar, þótt yfirbyggingin gefi eftir í þeim hamförum sem nú ríða yfir. Við eigum auðlindir, bæði í sjó og á landi, sem munu tryggja okkur góða lífsafkomu sama hvað á dynur. Menntun þjóðarinnar og sá mannauður sem hér er til staðar er ekki síður öfundsverður í augum annarra þjóða en náttúruauðlindirnar. Við höfum að sama skapi tækifæri til endurreisnar í fjármálakerfinu. Við höfum lært af þeim mistökum sem gerð voru á hinum miklu uppgangstímum og sú reynsla verður okkur dýrmæt þegar fram í sækir. Með sameiginlegu átaki og af þeirri bjartsýni sem einkennir íslenska þjóð munum við komast í gegnum þessa erfiðleika og hefja nýja og þróttmikla sókn.</p> <p>Góðir landsmenn.</p> <p>Verkefni stjórnvalda á næstu dögum er skýrt: að koma í veg fyrir að upplausnarástand skapist, ef íslensku bankarnir verða óstarfhæfir að einhverju marki. Til þess hafa stjórnvöld margvísleg úrræði og þeim verður beitt. Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur.</p> <p>Guð blessi Ísland.</p> <p> </p> <p align="center">Reykjavík 6. október 2008</p> <br /> <br />

2008-10-02 00:00:0002. október 2008Stefnuræða forsætisráðherra á Alþingi 2008

<p style="text-align: right;"><a href="http://eng.forsaetisraduneyti.is/news-and-articles/nr/3031">Ensk þýðing - english translation</a></p> <p>Herra forseti, góðir Íslendingar.</p> <p>Í upphafi ræðu minnar vil ég senda hæstvirtum utanríkisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, bestu kveðjur þar sem hún dvelur á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum eftir læknisaðgerð. Frá því að við Ingibjörg Sólrún mynduðum ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á Þingvöllum í fyrravor hefur samstarf okkar verið með miklum ágætum og persónulegur trúnaður og traust á milli okkar dýpkað. Ég mæli fyrir hönd þingheims alls þegar ég óska þess að utanríkisráðherra nái sem fyrst fullum bata og snúi aftur til starfa.</p> <p > Góðir Íslendingar.</p> <p>Samkvæmt þingsköpum Alþingis var stefnuræðu minni dreift til þingmanna með nokkrum fyrirvara. Hefð er fyrir því að í stefnuræðu forsætisráðherra sé að finna heildstætt yfirlit um störf og áherslur ríkisstjórnarinnar til að um þær geti farið fram málefnalegar og gagnlegar umræður hér á Alþingi. Ég vona að mér leyfist, herra forseti, að víkja nokkuð frá þeim skrifaða texta sem dreift var til þingmanna. Ég veit að þingheimur hefur skilning á því í ljósi þeirra sviptinga orðið hafi í efnahagslífi landsmanna á síðustu dögum.</p> <p>Staða efnahagsmála hér á landi hefur á skömmum tíma breyst mjög til hins verra og fullyrða má að íslensk stjórnvöld, íslensk fyrirtæki og heimilin, fólkið, í landinu hafi sjaldan staðið frammi fyrir jafn miklum erfiðleikum og nú blasa við. Eftir blómlega uppgangstíma er skollið á gjörningaveður í efnahagskerfi heimsins og brimsjórinn af því mikla umróti skellur nú Íslandsströndum af miklu afli. Allir vissu að góðærið myndi ekki vara endalaust en enginn sá fyrir þann storm sem skall á sl. vetur og fer nú um efnahagskerfi heimsins með mikilli eyðileggingu.</p> <p>Við horfum fram á að íslensku bankarnir, flaggskip útrásar síðustu ára, búa sig nú undir mikla varnarbaráttu. Þurrausnar lánalindir gera íslenskum fyrirtækjum afar erfitt fyrir og þau sem færst hafa of mikið í fang berjast nú í bökkum. Íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum árum teflt djarft í sókn sinni og uppskeran hefur í mörgum tilvikum verið ríkuleg. Hagnaður íslenskra fyrirtækja hefur verið ævintýri líkastur og hafa hluthafar notið góðs af. Þegar uppstreymið hættir er fall þeirra sem hæst fljúga mest.</p> <p>Það sem mest svíður er þó hin óhjákvæmilega lífskjaraskerðing sem almenningur í landinu stendur frammi fyrir. Á undanförnum árum höfum við Íslendingar notið þess að búa við bestu lífskjör sem fyrirfinnast í heiminum. Við gerum öll kröfu um það besta og þannig á það að vera. En íslenska þjóðin er ekki samansafn af óhófslýð sem heldur að verðmæti og góð lífskjör falli af himnum ofan. Íslenska þjóðin veit að leiðin til velmegunar er vörðuð erfiðum hindrunum og íslenska þjóðin er það sem hún er í dag vegna þess að hún hefur tekist á við erfiða tíma og sigrast á þeim.</p> <p>Á sama hátt og við brutumst út úr vesöld og fátækt fyrir áratugum síðan með bjartsýni og baráttuhug að vopni, þá munum við komast útúr þeim hremmingum sem yfir okkur ganga nú. Við Íslendingar gefumst ekki upp þótt á móti blási og við munum ekki örvænta eða leggja árar í bát í þeim stórsjó sem þjóðarskútan siglir nú í gegnum. Við erum öll á sama báti, stjórnvöld, fyrirtækin og fólkið í landinu.</p> <p>Góðir áheyrendur.</p> <p>Íslensku bankarnir hafa ekki farið varhluta af þeim hamförum sem nú geisa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Rótgrónir og traustir bankar víða um lönd hafa horfið af sjónarsviðinu, þar á meðal ýmsir af stærstu bönkum heims. Erlendir og innlendir bankar halda að sér höndum og fyrirtæki fá takmarkað lánsfé. Þótt enn sé fullsnemmt að kveða upp endanlegan dóm virðist öflug viðspyrna stjórnvalda víða um heim og kröftugt inngrip á fjármálamörkuðum, vonandi nú einnig í Bandaríkjunum, hafa forðað heiminum frá algjöru hruni. Hins vegar er ljóst að það mun taka alþjóðlega fjármálastarfsemi og heimsbúskapinn langan tíma að jafna sig og allt bendir til að ástandið eigi eftir að versna áður en við sjáum til lands.<br /> <br /> Fyrr í þessari viku var g ert samkomulag milli ríkisstjórnar Íslands og helstu eigenda Glitnis banka hf., að höfðu samráði við Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið, um að ríkissjóður legði bankanum til nýtt hlutafé. Þetta var gert með hliðsjón af þröngri lausafjárstöðu Glitnis og einstaklega erfiðum aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Í þessu felst að ríkissjóður leggur Glitni til hlutafjárframlag að jafnvirði 600 milljóna evra, eða um 84 milljarða íslenskra króna, þegar samkomulagið var gert, og verður með því eigandi að 75% hlut í Glitni.<br /> <br /> Þessi ráðstöfun er ekkert einsdæmi, enda hafa ríkisstjórnir, jafnt vestan hafs sem austan, gripið til hliðstæðra aðgerða nú á síðustu vikum og mánuðum til að koma í veg fyrir ringulreið á fjármálamörkuðum. Tilgangurinn með samkomulaginu um Glitni er að tryggja hagsmuni sparifjáreigenda og viðskiptavina bankans en ekki síður að tryggja stöðugleika í fjármálakerfinu með því að styrkja áframhaldandi rekstur bankans. Við höfðum hagsmuni almennings að leiðarljósi við þessa ákvörðun og fólk þarf ekki að óttast um innstæður sínar í Glitni frekar en öðrum bönkum hér á landi. Ríkissjóður stefnir ekki að því að eiga hlut í Glitni til langframa og mun selja hann þegar aðstæður leyfa. Frumkvæðið í þessu máli kom frá forsvarsmönnum Glitnis og því fer fjarri að ríkið hafi yfirtekið Glitni með valdboði eða sóst sérstaklega eftir því að eignast hlut í bankanum.<br /> <br /> En aðkoma ríkisins að Glitni markar vitaskuld ekki neinn endapunkt í þeim hremmingum sem steðja að bankakerfinu hér á landi. Íslenskir bankar, eins allir aðrir bankar í heiminum, heyja nú mikla varnarbaráttu með liðsinni stjórnvalda og opinberra aðila. Ég fullyrði hér að ríkisstjórnin mín mun hvergi slá af í þeirri stefnu sinni að tryggja með öllum tiltækum ráðum stöðugleika fjármálakerfisins og færa þær fórnir sem nauðsynlegar kunna að verða. Í því verkefni verður sem fyrr gengið fram með hagsmuni almennings að leiðarljósi og búið svo um hnútana að hagsmunir fólksins í landinu séu sem best tryggðir.<br /> &nbsp;<br /> &nbsp;<br /> Herra forseti.<br /> &nbsp;<br /> Eins og ég hef að framan rakið blasir við okkur Íslendingum dökk mynd og í huga margra er útlitið svart. En eins og ágætur maður sagði eitt sinn, þá er orðið vonleysi ekki góð íslenska, og þó svo að útlitið sé svart núna þegar við siglum í miðjum storminum, þá er hughreystandi að vita til þess að allar undirstöður samfélagsins eru traustar.<br /> &nbsp;<br /> Það er til marks um þetta að nýjar tölur um hagvöxt og vöruskiptajöfnuð sýna fram á meiri þrótt í íslenskum þjóðarbúskap en búist var við. Hagvöxtur er meiri sem skýrist fyrst og fremst af auknum útflutningi. Þar kemur bæði til meiri álframleiðsla og jákvæð áhrif af gengislækkun krónunnar á margs konar útflutning. Tölur Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að það dregur úr neyslu og fjárfestingu. Þetta tvennt bendir til&nbsp; jákvæðrar þróunar: Hagvöxtur er nú borinn uppi af útflutningi en ekki eyðslu og þenslan í hagkerfinu er að minnka til muna. Þjóðarbúið er því byrjað að leita jafnvægis á nýjan leik. Og af hverju er þetta mikilvægt? Jú, vegna þess aukinn útflutningur og verðmætasköpun er beitt og öflugt vopn í þeirri erfiðu baráttu sem við heyjum nú við verðbólguna. Hin háa verðbólga, sem við upplifum um þessar mundir og er helsti efnahagsóvinur heimila og fyrirtækja, mun ekki hverfa af sjálfri sér en það er svo sannarlega undir okkur komið að ráðast gegn henni með aukinni verðmætasköpun. Tölurnar gefa einnig vísbendingu um að atvinnuleysi verði minna en spáð hafði verið.<br /> &nbsp;<br /> Ríkisstjórnin mun láta einskis ófreistað til að jafnvægi myndist sem fyrst á ný í þjóðarbúinu, þannig að verðbólga og vextir lækki. Að sama skapi vill hún forðast það að atvinnuleysi aukist og verði að þjóðarböli. Ríkisstjórnin ræður ekki við erfiðar ytri aðstæður sem hafa rýrt lífskjör þjóðarinnar en hún hefur síður en svo setið með hendur í skauti, eins og sumir hafa haldið fram. Tekjuskattur fyrirtækja hefur verið lækkaður enn frekar. Stimpilgjald við fyrstu íbúðarkaup hefur verið afnumið. Aðgangur banka og sparisjóða að lausafé í Seðlabankanum hefur verið rýmkaður. Íbúðalánasjóður hefur endurfjármagnað íbúðalán banka og sparisjóða og frekari skref í þá átt hafa verið boðuð. Ríkissjóður hefur gefið út skuldabréf í miklum mæli til að liðka fyrir á skuldabréfa- og gjaldeyrismarkaði. Gjaldeyrisvarasjóður þjóðarinnar hefur verið fimmfaldaður á tveimur árum, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður á erlendum lánamörkuðum. Og enginn skyldi láta sér detta í hug að við ætlum að láta þar við sitja.<br /> &nbsp;<br /> Ráðist hefur verið í auknar opinberar framkvæmdir en með þeim má koma í veg fyrir að efnahagslífið hægi um of á sér og styrkja það enn frekar til framtíðarsóknar. Þó verður að gæta þess að ganga ekki svo langt að þensla grafi um sig áður en tekist hefur að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ég tel að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé þræddur hinn gullni meðalvegur í þessum efnum.<br /> &nbsp;</p> <p>Virðulegi forseti.<br /> &nbsp;<br /> Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir meðal annars að hún sé frjálslynd umbótastjórn um kraftmikið efnahagslíf, öfluga velferðarþjónustu, bættan hag heimilanna og aukna samkeppnishæfni atvinnulífsins. Verkefnaáherslur einstakra ráðuneyta taka mjög mið af þessu leiðarljósi eins og ég mun nú víkja lítillega að.<br /> &nbsp;<br /> Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu hefur verið lögð sérstök áhersla á málefni barna og aldraðra. Þjónusta hefur verið stórbætt á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og til stendur að efla forvarnir til að koma í veg fyrir að börn og unglingar ánetjist vímuefnum. Þegar hefur verið kynnt ítarleg stefnumótun í málefnum aldraðra og hafin er öflug uppbygging á nýjum hjúkrunarrýmum og útrýming fjölbýla á hjúkrunarheimilum. Loks nefni ég heildarendurskoðun á löggjöf um almannatryggingar þar sem meðal annars verður hugað að samspili almannatrygginga og greiðslna úr lífeyrissjóðum.<br /> &nbsp;<br /> Á undanförnum mánuðum hefur orðið viðsnúningur í rekstri Landspítalans til hins betra á sama tíma og aðgerðum fjölgar verulega. Biðlistar hafa víða styst, til dæmis eftir hjartaþræðingum og þjónustu sérgreina, eins og barna- og unglingageðdeildar. Þá hafa verkefni verið flutt frá Landspítala í heimabyggð stofnana á Suður- og Suðvesturlandi og framundan er stórátak í heilsutengdri heimaþjónustu við einstaklinga í samvinnu við sveitarfélög.<br /> &nbsp;<br /> Á lyfjamarkaði hefur verið lögð áhersla á að láta samkeppni taka við af fákeppni. Sjúkratryggingastofnun, sem Alþingi ákvað að setja á fót eftir vandlegar umræður, er rökrétt framhald af nýjum heilbrigðisþjónustulögum. Hlutverk stofnunarinnar er m.a. að tryggja hagkvæman rekstur heilbrigðisþjónustunnar og skapa svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu. Þetta er ein af forsendum þess að við getum til framtíðar tryggt að allir hafi að aðgang að þjónustunni, óháð efnahag.<br /> &nbsp;<br /> Í viðskiptaráðuneytinu er unnið að heildarstefnumótun um neytendamál. Ráðgert er að frumvörp og aðrar aðgerðir á grundvelli hennar líti dagsins ljós á næstu mánuðum og misserum, m.a. lögfesting úrræða um greiðsluaðlögun.<br /> &nbsp;<br /> Ríkisstjórninni er kappsmál að hlúa að menntun og þekkingaröflun í gegnum menntakerfið, vísindi og rannsóknir. Engin önnur aðildarþjóð OECD ver jafnháu hlutfalli til menntunar og við Íslendingar og hvergi innan OECD er jafnhátt hlutfall þjóðar á öllum æviskeiðum skráð í formlegt nám, eða rúmlega 30%. Á síðastliðnu þingi voru samþykkt lög um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, opinbera háskóla og menntun og ráðningu kennara. Hinn nýi lagarammi myndar grunninn að menntastefnu er opnar óteljandi tækifæri fyrir íslenskt skólakerfi. Þá verður nýtt frumvarp um fullorðinsfræðslu lagt fram á haustþingi og með því má segja að menntakerfið í heild hafi verið endurskoðað á tveimur árum.<br /> &nbsp;<br /> Margs konar menningarstarfsemi stendur í blóma og íslenskir listamenn og aðrir andans menn bera hróður landsins víða. Mörg glæsileg íþróttaafrek hafa verið unnin og á sviði fræða og vísinda ríkir óbilandi vilji til að sækja fram og ná í fremstu röð. Það gladdi mig persónulega mikið þegar gamall japanskur skólafélagi minn kom hingað til lands færandi hendi fyrir fáum vikum þeirra erinda að setja á laggirnar myndarlegan sjóð við Háskóla Íslands til að efla samskipti Íslands og Japans. Sá rausnarskapur er vitnisburður um vináttu og framsýni sem margt ungt fólk á vonandi eftir að njóta góðs af um langa framtíð.<br /> &nbsp;</p> <p>Herra forseti.<br /> &nbsp;<br /> Mikil vakning hefur orðið á sviði umhverfismála um heim allan á síðustu árum eftir því sem afleiðingar loftslagsbreytinga koma betur í ljós. Íslendingar eru ekki meðal þeirra þjóða sem stendur mest ógn af loftslagsbreytingum. Engu að síður þurfum við að laga okkur að breyttu náttúrufari og skilyrðum til lands og sjávar og leggja okkar af mörkum eins og allar aðrar þjóðir. Umhverfisráðuneytið og fjármálaráðuneytið hafa innleitt umhverfissjónarmið við opinber innkaup. Þá hefur verið ákveðið að breyta skattaumhverfi ökutækja þannig að hvatt verði til jákvæðra umhverfisáhrifa. Opinberir aðilar hafa ákveðið að fjölga vistvænum farartækjum á sínum snærum og sýna þannig gott fordæmi. Í iðnaðarráðuneytinu er nú unnið að því í samvinnu við sveitarfélög og olíufélög að reistar verði fjölorkustöðvar við hringveginn og þannig ýtt undir notkun farartækja sem nota óhefðbundið eldsneyti.<br /> &nbsp;<br /> Unnið er að umfangsmiklum samgönguframkvæmdum um land allt og aldrei hefur jafnmiklu fé verið varið til málaflokksins og ráðgert er næstu þrjú ár. Verið er að lyfta grettistaki í útbreiðslu farsímasambands, senn hefst uppbygging á háhraðanetþjónustu á svæðum þar sem markaðsaðstæður eru með þeim hætti að einkaaðilar halda að sér höndum. Lagning á nýjum sæstreng milli Íslands og Danmerkur er hafin.<br /> &nbsp;<br /> Í iðnaðarráðuneytinu eru orkumálin í brennidepli, enda hefur áhugi erlendra fjárfesta á margs konar orkufrekum iðnaði farið vaxandi. Skattaumhverfi fyrirtækja hér á landi er hagstætt, auk þess sem fyrirtæki vilja í vaxandi mæli nýta raforku frá endurnýjanlegum orkulindum. Ríkisstjórnin hefur verið sökuð um að einblína á áliðnað sem stórnotanda raforku í stað þess að ýta undir uppbyggingu annars konar orkufrekrar starfsemi. Það er ekki rétt. Á Akureyri er að rísa álþynnuverksmiðja, senn verður hafist handa við að uppbyggingu gagnavers í Reykjanesbæ og tvö sólarkísilfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að hefja starfsemi hér á landi. Allt eru þetta dæmi um orkufreka starfsemi sem sækist mjög eftir „grænni“ raforku.<br /> &nbsp;<br /> Styrkur sjávarútvegsins hefur komið glöggt í ljós með hæfni sjávarútvegsfyrirtækja til að laga sig að þriðjungs niðurskurði á þorskveiðiheimildum á síðasta fiskveiðiári. Hærra afurðaverð erlendis og gengislækkun krónunnar hafa vissulega auðveldað þessa aðlögun. Þrátt fyrir það og ýmsar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar er ljóst að þessi aflasamdráttur reynist sjávarbyggðum og þeim sem starfa í atvinnugreininni erfiður. Það er höfuðmál að hvika ekki frá markaðri fiskveiðistefnu því aðeins þannig mun okkur takast að styrkja þorskstofninn svo unnt verði á næstu árum að auka aflaheimildir á ný.<br /> &nbsp;<br /> Innleiðing nýrrar matvælalöggjafar Evrópusambandsins er mikilvæg ef við ætlum að halda stöðu okkar á innri markaði sambandsins fyrir sjávarafurðir og jafnframt að styrkja möguleika til að flytja út landbúnaðarafurðir. Frumvarp þess efnis verður endurflutt með nokkrum breytingum nú í haust. Breytingarnar miða allar að því að treysta heimildir okkar til að tryggja heilnæmi afurða og að gera eftirlitskerfið ekki þyngra en nauðsynlegt er. Það er og verður stefna ríkisstjórnarinnar að standa vörð um öflugan landbúnað og matvælaframleiðslu í landinu og nýta þau sóknarfæri sem fást með samræmdri matvælalöggjöf.<br /> &nbsp;</p> <p>Herra forseti, góðir áheyrendur.</p> <p>Við Íslendingar megum ekki láta hugfallast í því umróti sem nú gengur yfir því að framtíðarhorfur íslensku þjóðarinnar eru bjartar. Ég er sannfærður um að ef við höldum ótrauð áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið á síðustu árum þá muni okkur áfram farnast vel og við skara fram úr í samfélagi þjóðanna. Ég nefni fimm atriði:&nbsp;</p> <ul> <li>Þjóðin býr að auðlindum sem sífellt verða verðmætari í heimi þar sem ásókn í matvæli og orku eykst ár frá ári. Fiskimiðin okkar, jarðvarminn, fallorkan í jökulvötnunum, hreina lindarvatnið, ægifögur náttúra og víðerni eru náttúru­auðlindir sem aðrar þjóðir öfunda okkur af. Það á að vera okkur keppikefli að nýta þessar auðlindir á sjálfbæran hátt eftir því sem hægt er.&nbsp;</li> <li>&nbsp;Með markvissum skattalækkunum á einstaklinga og fyrirtæki hefur verið ýtt undir frumkvæði og þor sem hefur leitt til stórkostlegra framfara á flestöllum sviðum íslensks þjóðfélags.&nbsp;</li> <li>&nbsp;Hið opinbera hefur dregið sig út úr margs konar atvinnurekstri sem hefur aukið svigrúm einkaframtaksins til hagsbóta fyrir heildina.&nbsp;</li> <li>Þjóðin er samstíga um að hér á landi eigi að vera öflugt velferðarkerfi sem styður við einstaklingana þegar á bjátar.&nbsp;</li> </ul> <p>Þjóðin sjálf er þó mesta auðlindin. Eiginleikar hennar hafa skilað okkur í fremstu röð. Og með sívaxandi menntun mun þjóðin geta áorkað enn meiru.<br /> &nbsp;<br /> Herra forseti, góðir Íslendingar.<br /> &nbsp;<br /> Langbrýnasta verkefni næstu mánaða er að ná verðbólgunni niður. Hún er sá skaðvaldur sem mestum búsifjum veldur á heimilum almennings og í rekstri fyrirtækja. Um leið og árangur næst í þeirri baráttu munu vextir taka að lækka. Og með auknu jafnvægi í þjóðarbúskapnum mun gengi íslensku krónunnar styrkjast á ný, enda alltof lágt um þessar mundir að mati flestra.<br /> &nbsp;<br /> Þjóðin veit að í aldanna rás hefur það ævinlega orðið okkur Íslendingum til hjálpar þegar bjátað hefur á að æðrast ekki, heldur bíta á jaxlinn. Við höfum lært af langri búsetu í harðbýlu landi að orðskrúð og innantómar upphrópanir færa ekki björg í bú. Við viljum að verkin tali. Og þannig munum við sigrast á yfirstandandi erfiðleikum. Við þurfum öll að leggjast á eitt, beita margs konar úrræðum og það mun taka tíma – en að lokum munum við sem þjóð og sem einstaklingar á þessu landi sem er okkur svo kært standa af okkur fárviðrið og hefja nýja sókn á öllum sviðum.<br /> &nbsp;<br /> Góðar stundir!</p>

2008-09-03 00:00:0003. september 2008Skýrsla Geirs H. Haarde forsætisráðherra um efnahagsmál á Alþingi 2. september 2008

<p><span>Herra forseti. Ég hef óskað eftir því að fá tækifæri hér við upphaf þessa þingfundar, sem til er boðað í byrjun september samkvæmt nýjum þingskapalögum, til að gera þingheimi grein fyrir stöðu og horfum í efnahagsmálum um þessar mundir. Tel ég eðlilegt að hefja þingstörfin nú með slíkum umræðum í ljósi þess hve efnahagsástandið hefur breyst hratt til hins verra undanfarna mánuði.</span></p> <p><span>Efnahagsvandi okkar Íslendinga er að segja má tvíþættur. Í fyrsta lagi glímum við við hefðbundinn samdrátt í kjölfar mikilla uppgangstíma sem fært hafa þjóðinni betri lífskjör en nokkru sinni fyrr. Gengi krónunnar, sem almennt var talið of hátt skráð um nokkra hríð, lækkaði hratt fyrri hluta ársins með þeim afleiðingum að verðlag hækkaði og kaupmáttur rýrnaði. Hafa verður hugfast að þrátt fyrir kaupmáttarskerðingu undanfarinna mánaða er staðan enn sú að lífskjör eru hér jafngóð og þau voru fyrir rúmum tveimur árum og höfðu þau þá aldrei verið betri.</span></p> <p><span>Á hinn bóginn er við að fást afleiðingar alþjóðlegar fjármálakreppu í kjölfar erfiðleika á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum. Þetta ástand hefur haft alvarlegar afleiðingar víða í nálægum löndum og lýst sér í miklum erfiðleikum og jafnvel gjaldþrotum virtra lánastofnana og mikilli áhættufælni fjárfesta sem gert hefur öllum erfitt fyrir um lánsfjáröflun. Augljóst er að slíkt ástand hlaut að hafa áhrif hér á landi miðað við hversu opið okkar hagkerfi er orðið gagnvart fjármagnsflutningum milli landa og hversu stórir íslensku bankarnir eru orðnir miðað við hagkerfið í heild.</span></p> <p><span></span></p> <p><span>Þessu til viðbótar hefur heimsbyggðin þurft að horfast í augu við stórfelldar hækkanir á olíumörkuðum og verði matvæla og annarra hrávara.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Undanfarin ár hafa verið okkur Íslendingum sérstaklega hagfelld. Kaupmáttur hefur vaxið mikið og stöðugt fleiri stoðum hefur verið skotið undir efnahagslífið. Þessi aukna fjölbreytni tryggir betur en áður sjálfbærni þess og þá um leið velferð Íslendinga til langframa.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mjög mikilvægt er að við Íslendingar gerum okkur grein fyrir því að við erum ekki ein á báti í þessu efnahagslega umróti. Fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir fyrir nokkrum dögum að efnahagslægðin þar í landi væru sú dýpsta frá lokum síðari heimsstyrjaldar og að allt að tvær milljónir Breta ættu á hættu að missa vinnuna fyrir næstu jól. Í Danmörku riða rótgrónar fjármálastofnanir á borð við Hróarskeldubanka til falls og í Bandaríkjunum hafa þegar orðið stór gjaldþrot sem rekja má beint til fjármálakreppunnar sem nú skekur heimsbyggðina.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er líka óhjákvæmilegt að þessar hræringar komi fram í vaxandi verðbólgu í heiminum, hér á landi sem annars staðar, og stöðugt auknu álagi á hagstjórnina. Ísland er langt því frá eitt að finna fyrir vanmætti hagstjórnar gegn ástandinu. Við þurfum líka að átta okkur á því að í þessum efnum eru engar töfralausnir til. Engin ríkisstjórn nokkurs staðar í heiminum er fær um að veifa töfrasprota til að rétta efnahagslífið við, ekki sú íslenska, ekki sú breska og ekki sú bandaríska. Margir þeirra sem farið hafa mikinn í umræðu um efnahagsmál hér á landi á síðustu mánuðum virðast ekki hafa áttað sig á þessum veruleika.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Almenningur á Íslandi, líkt og annars staðar í heiminum, finnur óhjákvæmilega fyrir hinum alþjóðlegu þrengingum. Við finnum fyrir þeim á bensínstöðinni, í matvörubúðinni og þegar við borgum af húsnæðislánunum okkar. Það er bæði erfitt og sársaukafullt að sætta sig við versnandi lífskjör en hitt er þó sýnu verra að neita að rifa seglin þegar ágjöfin er mikil eins og nú. Íslenska þjóðin er ekki óvön því að takast á við erfiðleika og við munum vinna bug á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. En það krefst þolinmæði og þrautseigju. Þetta tekur tíma, við þurfum öll að búa okkur undir tímabundnar fórnir og minnkandi kaupmátt um hríð.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í þessum þrengingum er gott að hugsa til þess að íslenska þjóðin, almenningur, fyrirtæki og ríkissjóður, hafa aldrei verið eins vel í stakk búin til að standast ágjöf í efnahagslífinu. Við notuðum uppgangstímann til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, safna í digra sjóði og skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið og þar með verðmætasköpunina í þjóðfélaginu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hitti nefnilega naglann á höfuðið í nýrri skýrslu sinni þar sem hann segir að efnahagslegar framtíðarhorfur Íslands séu öfundsverðar. Lífskjör hér á landi munu batna hratt á nýjan leik þegar við erum komin í gegnum yfirstandandi erfiðleika. Sá lífskjarabati mun ekki byggjast á lánum, töfrabrögðum eða skyndilausnum, heldur aukinni framleiðslu og nýtingu mannauðs og annarra auðlinda.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við Íslendingar erum góðu vön og eftir eitt lengsta, samfellda hagvaxtarskeið sögunnar hefur hagkerfið hægt á. Það lá fyrir að það mundi gerast þegar lotu virkjunar- og álversframkvæmda lyki. En enginn sá fyrir þær þrengingar sem átt hafa sér stað á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og afleiðingar þeirra fyrir Ísland. Eðli hagkerfa er einfaldlega að ganga í gegnum samdráttarskeið eftir löng hagvaxtarskeið. Eftir langhlaup þurfa jafnvel bestu hlauparar að stoppa og ná andanum áður en haldið er af stað á nýjan leik.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ekki þarf að hafa mörg orð um það, herra forseti, hversu miklum stakkaskiptum íslenskt samfélag hefur tekið á síðustu tveimur áratugum. Aldrei í sögunni hefur kaupmáttur aukist jafnmikið, menntunarstig þjóðarinnar hefur vaxið jafnt og þétt og við sýndum þá ábyrgð að greiða niður skuldir ríkissjóðs þegar vel áraði. Það ber vott um fyrirhyggju og ráðdeild. Sökum þessa stöndum við frammi fyrir núverandi áskorunum í efnahagslífinu með mikil og góð vopn í höndum, vel menntaða þjóð, fleiri styrkar stoðir undir atvinnulífinu, skuldlausan ríkissjóð og digra sjóði.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Höfuðviðfangsefnið nú er að setja fram trúverðugar lausnir og fylgja eftir markaðri stefnu af ákveðni og yfirvegun. Ríkisstjórn og Seðlabanki hafa sannarlega tekið á þrengingum í efnahagslífinu af festu og gert það sem í þeirra valdi stendur til að vinna að lausn vanda síðustu mánaða. Stjórnarandstaðan og aðrir efasemdamenn hafa sakað ríkisstjórnina um aðgerðaleysi í efnahagsmálum. Þær ásakanir eru ekki á rökum reistar. Á síðustu mánuðum hafa mörg og markviss skref verið tekin til að sporna við áhrifum fjármálakreppunnar á íslenskt efnahagslíf.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Seðlabankinn hefur á árinu rýmkað reglur um veð í reglulegum viðskiptum hans við fjármálastofnanir. Veðhæfum eignum hefur verið fjölgað og með því hefur viðskiptaumhverfi íslenskra banka breyst í átt til þess sem tíðkast í nálægum löndum. Reglur Evrópska seðlabankans hafa einkum verið hafðar hér til hliðsjónar. Útistandandi fjárhæð veðlána er nú rúmlega 400 milljarðar króna og hefur hækkað undanfarin missiri líkt og gerst hefur annars staðar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í maí gerði Seðlabanki Íslands gjaldeyrisskiptasamninga við seðlabanka Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur sem fela í sér bakstuðning bankanna og styrkir gjaldeyrissjóð Seðlabanka Íslands með þeim hætti um 180 milljarða.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Seinna í maí heimilaði Alþingi ríkissjóði að taka allt að 500 milljarða króna að láni, erlendis og innan lands, til að styrkja gjaldeyrisforðann enn frekar. Þessa heimild er nú verið að nýta í áföngum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í júní var tilkynnt um ráðstafanir tengdar Íbúðalánasjóði sem veita fjármálafyrirtækjum möguleika á að koma húsbréfum í verð og bæta þannig lausafjárstöðu sína. Þetta kemur einkum smærri aðilum á fjármálamarkaði til góða.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í lok júní var tilkynnt um 75 milljarða króna skuldabréfaútgáfu ríkisins sem var mikilvægt skref til að laða að erlenda fjárfesta til Íslands og auka gengisstöðugleika. Hefur þetta þegar skilað góðum árangri.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í byrjun júlí voru felld niður stimpilgjöld vegna kaupa á fyrstu íbúð. Sú aðgerð dregur úr kostnaði við íbúðakaup og er til þess fallin að glæða fasteignamarkaðinn og auðvelda ungu fólki að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Og það er athyglisvert að í morgun var tilkynnt að bresk stjórnvöld hefðu hugsað sér að ráðast í nákvæmlega sambærilega aðgerð.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í lok júlí var gjaldeyrisvarasjóðurinn aukinn um liðlega 12% með víxlaútgáfu ríkissjóðs.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Skattar á fyrirtæki voru lækkaðir í 15% á þessu ári og búa íslensk fyrirtæki nú við einna lægsta skatta í álfunni, sem aftur endurspeglast í samkeppnishæfni þeirra til langs tíma litið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þá hefur samist um að Ísland verði aðili að samkomulagi Evrópusambandsþjóða um viðbrögð við fjármálakreppu til þess að auka fjármálastöðugleika á Evrópska efnahagssvæðinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nú þessa dagana er verið að ganga frá nýju gjaldeyrisláni að að fjárhæð a.m.k. 250 milljónir evra, á kjörum sem eru mun hagstæðari en svokallað skuldatryggingarálag á ríkissjóð gefur til kynna. Það atriði er að sjálfsögðu mjög mikilvægt frá sjónarhóli skattgreiðenda en ekki síður annarra lántakenda á markaðnum og sýnir enn á ný hve skuldatryggingarálög á alþjóðlega fjármálamarkaðnum geta verið fjarri raunveruleikanum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Gjaldeyrisforðinn nam um 200 milljörðum króna í lok júní sl. Í júlí og ágúst var hann stækkaður í nokkrum áföngum og nam í lok ágúst um 300 milljörðum. Með hinu nýja láni, sem ég greini nú frá ásamt með áðurnefndum gjaldeyrisskiptasamningum og lánalínum ríkissjóðs og Seðlabankans, nemur forðinn nú jafnvirði rúmlega 500 milljarða króna. Á miðju ári 2006 var hann rúmlega 100 milljarðar króna á sambærilegu gengi. Gjaldeyrisforði okkar hefur því fimmfaldast á þessum stutta tíma og er nú hlutfallslega mun meiri en í flestum nágrannalöndum ef miðað er við landsframleiðslu. En það er eins og þeir sem nú tala mest um að auka þurfi gjaldeyrisforðann séu ekki alltaf með á nótunum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Herra forseti. Allar þessar aðgerðir virka saman að lausn vandans. Áfram er unnið að mörgum öðrum atriðum sem öll miða að því að mæta hinum tímabundna vanda okkar. Ríkisstjórnin mun gera það sem í hennar valdi stendur til að taka á vandanum til skemmri tíma og auka stöðugleika í efnahagslífinu til lengri tíma. Fjárlagafrumvarpið og stefnuræða mín í byrjun október munu bera þess merki. Ríkisstjórnin hefur forðast innihaldslausar upphrópanir sem engu skila og eru síst til þess fallnar að treysta trúverðugleika okkar, inn á við sem út á við. Í efnahagslegu umróti eru yfirvegaðar aðgerðir mikilvægari en upphrópanir og úrtölur.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Allar þessar aðgerðir, sem ég hef minnst hér á sem og annað sem er í athugun, miða í fyrsta lagi að því að draga úr lausafjárerfiðleikum fjármálastofnana til skemmri tíma, í öðru lagi að því að auka fjármálalegan stöðugleika til frambúðar og í þriðja lagi að því langtímamarkmiði að skjóta traustum stoðum undir framtíðarhagvöxt og þar með bætt lífskjör í landinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Undanfarið hefur verðbólgan aftur látið á sér kræla. Nú eru orsakirnar aðrar en á árum áður. Allt er til þess vinnandi að ná niður verðbólgu áður en víxlhækkanir verðlags og launa, sem við þekkjum frá áttunda og níunda áratugnum, grafa um sig á nýjan leik. Margt bendir til þess að frá og með haustinu gangi verðbólgan tiltölulega hratt niður ef ekki verða óvænt áföll. Við þær aðstæður gætu vextir einnig lækkað hratt og fyrirtækin í landinu á ný ráðið fleira fólk til starfa.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það hefur vissulega gefið á bátinn að undanförnu og andstreymið verið töluvert. Það gerist á sama tíma að olíuverð nær nýjum hæðum, hrávara og matvæli hækka í verði og krónan gefur eftir á gjaldeyrismarkaði með tilheyrandi hækkun innflutningsverðlags, eins og ég áður rakti. Þessi þróun er því miður ávísun á tímabundna kjaraskerðingu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Til að mæta þessu er mikilvægt að allir sýni skilning. Ríkisstjórnin mun leita samráðs og hafa samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og fleiri til að ná sem bestri samstöðu í þessari baráttu. Full ástæða er til að hvetja heimilin í landinu til að sýna aðhaldssemi og það rétt er að halda því til haga að í verðbólgu er fátt skynsamlegra en að borga niður skuldir og leggja fé til hliðar ef þess er nokkur kostur. Þannig sláum við ekki aðeins á verðbólgu heldur styrkjum um leið eignastöðu heimilanna sem skilar aftur auknum hagvexti og stöðugleika þegar fram í sækir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við erum öll á sama báti í þessum málum. Um þessar stundir er mikilvægasta framlag hvers okkar að ná niður verðbólgu sem er versti óvinur heimilanna í landinu. Ekkert viðfangsefni á sviði efnahagsmála skilar okkur meiri arði en að kveða niður verðbólgudrauginn. Fyrsta skrefið er að sjálfsögðu að greina aðstæður rétt. Þær birtast okkur vissulega sem krefjandi verkefni en ekki neyðarástand eða raunveruleg kreppa eins og Íslendingar kynntust fyrr á árum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við getum hins vegar fagnað því að verðbólgan stafar um þessar mundir ekki af eitraðri víxlverkun launa og verðbólgu heldur fyrst og fremst af hækkun innflutningsverðlags. Þetta er lykilatriði í allri umræðu um þessi mál. Verðbólgu sem má rekja til hækkun innflutningsverðlags verður einfaldlega skjótar hrundið þar sem hún lækkar á ný þegar krónan nær nýju jafnvægi. Því er brýnt að allir sem hlut eiga að máli standist þá freistingu að hækka verð en bíði þess í stað af sér storminn. Það er ábati allra til langs tíma litið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í bakgrunni allra þessara hræringa er mikilvægt að muna að styrkur og sveigjanleiki þjóðarbúsins er mikill. Þótt þrenginga hafi orðið vart á vinnumarkaði upp á síðkastið megum við ekki gleyma því að langflestir Íslendingar geta gengið að fullri atvinnu með vissu. Þeir sem missa vinnuna geta treyst á netið sem sterkt velferðarkerfi býður upp á. Þeir geta treyst á sveigjanleika íslensks vinnumarkaðar. Verið vissir um að atvinnuleysi verður hrundið með því að auka verðmætasköpun í landinu. Við munum aldrei sætta okkur við skerta möguleika fólks til að framfleyta fjölskyldum sínum og það er forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að tryggja að hér eftir sem hingað til verði full atvinna fyrir vinnufúsar hendur í landinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er brýnt verkefni að auka verðmætasköpun í landinu með aukinni framleiðslugetu. Við verðum að nýta það sem okkur sem þjóð er gefið. Ekkert verður til úr engu. Allir þjóðir heims kappkosta að nýta auðlindir sínar á sem hagkvæmastan og skynsamlegastan hátt. Við getum ekki verið undantekning þar á. Það eru breyttir tímar í heiminum og við erum svo lánsöm, Íslendingar, að eiga dýrmætar orkuauðlindir. Með aukinni tækni og þekkingu ber okkur að nýta þær auðlindir á arðbæran hátt en jafnframt umhverfislega ábyrgan og sjálfbæran hátt. Besta leiðin til að vinna okkur út úr tímabundnum erfiðleikum er að framleiða, framleiða og aftur framleiða.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Auðlindir eru lítils virði nema þær séu nýttar á hagkvæman hátt og engin þjóð hefur efni á að vannýta auðlindir sínar. Besta andsvar okkar við núverandi þrengingum er að virkja auðlindirnar í auknum mæli með ábyrgum og sjálfbærum hætti, jarðhita jafnt sem vatnsafl. Það eru hagsmunir almennings í landinu að stjórnvöld liðki fyrir arðbærri nýtingu orkuauðlindanna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á síðustu árum höfum við, herra forseti, stóraukið fjárfestingu í menntun á háskólastigi og til langs tíma mun það heillaskref skila sér í hæfara vinnuafli og meiri hagvexti. Á tíu árum hefur háskólanemum fjölgað um ríflega 10 þúsund, úr 7 þúsund árið 1997 í rétt um 17.500 árið 2007. Þetta er fjárfesting til framtíðar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Samhliða uppbyggingu orkugeirans á síðastliðnum árum höfum við lagt ofurkapp á að styrkja samkeppnishæfni þjóðarinnar og auka áhættudreifingu. Þetta sést best í því að útflutningur fiskafurða og áls er nú jafnverðmætur. Nú eru tvær meginstoðir á útflutningshliðinni þar sem áður var aðeins ein. Auk þess hafa ferðamannaþjónustan og ýmsar aðrar greinar vaxið hratt á undanförnum árum. Við eigum að reyna að fjölga þessum stoðum enn frekar. Til þess eru ótal tækifæri fyrir hendi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Verkefni stjórnmálanna er ekki síst að tryggja ramma til vaxtar og viðgangs atvinnulífs og mannlífs. Ég er sannfærður um að tímabundnar áskoranir munu reynast okkur lyftistöng til framtíðar ef við berum gæfu til að hagræða, endurskipuleggja, skapa ný tækifæri og nýta bæði auðlindir lands og sjávar. Við höfum lifað ótrúlega tíma uppgangs í heiminum en nú er kominn tími til að skerpa sýnina og lagfæra það sem betur má fara. Við vitum hvert við stefnum og að við munum komast í gegnum brimskaflinn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við megum aldrei gleyma því að á bak við kaldar hagtölur og þurrar skýrslur um þjóðarhag er fólk, venjulegir Íslendingar. Fólk sem sinnir sínum daglegu störfum, borgar reikninga og fylgist með börnum sínum og vinum við leik og störf. Íslenska þjóðin hefur áður lent í þrengingum og sigrast á þeim með dugnaði og elju sem einkennir þjóðina. Tækifærin eru fyrir hendi. Skuldlaus ríkissjóður, ung þjóð, öflugt lífeyrissjóðakerfi og miklar auðlindir gera okkur kleift að auka framleiðslugetu okkar, bæta við okkur menntun og ganga í forðabúrin til að mæta tímabundnum áföllum í efnahagslífinu. Þetta eru öfundsverð forréttindi sem við verðum að nýta að fullu, forréttindi og aðstaða sem margir öfunda okkur af, aðstæður sem margir vildu vera í. Við þurfum að nýta tækifærin öll sem eitt, enda höfum við séð á síðustu vikum hverju samhent liðsheild getur áorkað undir merki Íslands. Íslenska þjóðin mun leggjast samhent á árarnar í þessu máli og í sameiningu búum við okkur undir framtíðina, sameiginlega framtíð okkar allra.</span></p>

2008-07-14 00:00:0014. júlí 2008Ávarp forsætisráðherra við minningartónleika um Einar Odd Kristjánsson á Flateyri 12. júlí 2008

<p>Kæra Sigrún Gerða, ágæta fjölskylda, góðir gestir!</p> <p>Það er hátíðleg stund hér á Flateyri í dag. Tilefnið þekkjum við öll. Fráfall Einars Odds fyrir ári síðan var hörmulegt en í dag erum við hér saman komin til að minnast hans og til að horfa fram á veg. Einar Oddur lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Þess vegna var hann vinsæll og vel látinn. Hann hafði einlægan áhuga á að efla og auðga mannlífið úti í hinum dreifðu byggðum víðs vegar um landið. Hann laðaði fólk að sér með framkomu sinni og hann var áhugasamur hlustandi sem jók honum fróðleik og víðsýni. Flestir þekktu Einar Odd sem umsvifamikinn athafnamann, forystumann í hópi vinnuveitenda og sem stjórnmálamann. Færri þekktu hina hliðina á honum, menningarhliðina, tónlistarunnandann, manninn sem mætti á alla tónleika og listviðburði og sem keypti flygilinn í mötuneyti frystihússins; fagurkerann. Einar hafði næman skilning á því að hágæða menning væri mikilvæg forsenda þess að búseta á landsbyggðinni teldist eftirsóknarverð á tímum breyttra atvinnuhátta. En jafnframt var hann meðvitaður um að gera yrði menntuðu listafólki kleift að stunda list sína úti á landi og að koma henni á framfæri við landsmenn alla og helst einnig utan landsteinanna. Hann studdi því heilshugar þær hugmyndir að stjórnvöld aðstoðuðu stærri bæjarfélög á landsbyggðinni við að reisa vel búin menningarhús þar sem unnt væri að stunda alhliða menningarstarfsemi af háum gæðum. Með þeim myndu skapast ný og betri tækifæri til fleiri atburða og aukinna gæða. En hann lét ekki þar við sitja. Hann gekk til samstarfs við Jónas Ingimundarson, okkar ástsæla píanóleikara, Bjarka Sveinbjörnsson útvarpsmann, framkvæmdamanninn Víglund Þorsteinsson og Vigdísi Esradóttur forstöðumann Salarins í Kópavogi um að þróa nýjar og djarfar hugmyndir í þessum efnum. Öll höfðu þau einlægan áhuga á að efla og breiða út í fjölvarpi það fjölbreytta starf sem fram fer á menningarsviðinu um allt land. Í þessum hópi fæddust m.a. hugmyndir um miðlun menningarviðburða á landsbyggðinni, hljóðritanir þeirra, útsendingar og varðveislu. Hugmyndir Einars Odds og félaga gengu í sem allra stystu máli út á að þétta FM-dreifikerfið til að unnt væri að efla beinar útsendingar frá menningarviðburðum og að keyptur yrði sérútbúinn upptökubíll til að senda beint út menningarefni utan af landi. Einnig að hin svokallaða Rondó rás Ríkisútvarpsins yrði efld og vistuð hjá fyrirhuguðu Tónlistarsafni Íslands í Kópavogi, sem jafnframt hefði umsjón með að yfirfæra allar hljóðritanir RÚV á stafrænt form til varðveislu og nýtingar. Loks taldi hópurinn að það það væri mikilvægt hlutverk atvinnufyrirtækja í hverju byggðarlagi að leggja sitt af mörkum til eflingar menningu í sinni heimabyggð. Það gætu þau gert með því að standa straum af kostnaði við útsendingar helstu viðburða með sérstökum samningi og að leggja fram sína sérþekkingu á sviði sölu- og markaðsmála. Einar Oddur taldi þessar hugmyndir mikilsverðar til eflingar allri menningarstarfsemi í landinu og raunar bráðnauðsynlegar fyrir starfið í nýju menningarhúsunum. Með þessu móti væri unnt að miðla þessari menningarstarfsemi til landsmanna allra og styrkja það sem kalla mætti sjálfbæra menningu í landinu. Einar Oddur kynnti hugmyndir hópsins veturinn og vorið 2007 fyrir ýmsum ráðamönnum þjóðarinnar og mætti hvarvetna allgóðum skilningi. Nú er mikilvægt að halda þessum hugmyndum lifandi en þeim fylgir hins vegar nokkur kostnaður og þær þurfa sinn tíma til að mótast að fullu. Ég vil nota þetta tækifæri til að láta þess getið að núverandi ríkisstjórn mun áfram vinna að þessu máli, en að því munu þurfa að koma menntamála- og samgönguráðuneyti og e.t.v. fleiri ráðuneyti og stofnanir á þeirra vegum eins og RÚV og fjarskiptasjóður. Að sjálfsögðu þarf síðan að tryggja fjármögnun til málsins á næstu árum og hugsanlega breyta lögum. Vona ég að draumur Einars Odds og félaga í þessu efni muni rætast í fyllingu tímans. Góðir gestir. Ég man glöggt úr athöfninni í Hallgrímskirkju fyrir ári síðan hvernig sr. Hjálmar Jónsson vitnaði í orð Einars sjálfs, sem hann lét falla í kjölfar snjóflóðanna hörmulegu hér á Flateyri árið 1995: „Við sem eftir lifum, við verðum að halda áfram með þetta líf.“ Fátt veit ég betra í þeirri viðleitni en að njóta góðrar tónlistar og nú fáum við að hlýða á þá stórkostlegu félaga Jónas Ingimundarson og Kristin Sigmundsson.</p> <p>Takk fyrir.</p>

2008-06-17 00:00:0017. júní 2008Ávarp Geirs H. Haarde forsætisráðherra á Austurvelli 17. júní 2008

<h3 align="center"><span>Ávarp Geirs H. Haarde forsætisráðherra á Austurvelli</span> <span>17. júní 2008</span></h3> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Góðir Íslendingar!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Ég færi landsmönnum öllum, sem mál mitt heyra, kveðjur og góðar óskir frá Austurvelli á þessum þjóðhátíðardegi. Enn fremur heilsa ég erlendum mönnum sem hér eru staddir, sérstaklega þeim sendimönnum sem eru hingað komnir til að heiðra Ísland, sögu landsins og sjálfstæði þess.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Fögnuður og eftirvænting einkennir 17. júní, þjóðhátíðardag Íslendinga. Það á jafnt við um eldri sem yngri. Þess vegna leggur fjöldi manna leið sína í miðborg Reykjavíkur á þessum degi til að halda hátíð og gleðjast, sýna sig og sjá aðra. Mest fer fyrir Jóni Sigurðssyni í mannfjöldanum sem hefur safnast hér saman fyrir framan Alþingishúsið. Hann gnæfir upp úr, styttan af honum stendur hátt, og fer vel á því.<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Það er athyglisvert hvað minning Jóns Sigurðssonar er björt og lifir lengi með þjóðinni. Þótt hann hafi legið í gröf sinni hér skammt undan, í kirkjugarðinum við Suðurgötu, í tæp 130 ár er sífellt til hans vitnað í þjóðmálabaráttunni. Fyrir skömmu spurði forseti Alþingis í ræðu í Jónshúsi í Kaupmannahöfn hver mundi vera afstaða Jóns Sigurðssonar til aðildar að Evrópusambandinu. Hvað sem líður svörum við þeirri spurningu er þetta til vitnis um hve lifandi minning Jóns Sigurðssonar er í huga og hjarta okkar Íslendinga.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það vekur undrun hvað virðingin og aðdáunin á Jóni Sigurðssyni var óskipt um hans daga; jafnvel ærslafullir stúdentar í Kaupmannahöfn, sem létu margt flakka í sendibréfum heim til Íslands, skrifa tæpast nokkurt styggðaryrði um Jón, jafnvel þótt meiningarmunur hafi verið um stefnuna í einstökum málum. Svo óumdeildur var hann, svo mikill miðpunktur samtímans, og heimili hans eins og hirð Íslendinga.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Við getum sannarlega verið stolt af Jóni Sigurðssyni, bæði manninum sjálfum, stjórnmálamanninum og fræðimanninum, svo og verkum hans í okkar þágu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Fyrr á þessu ári var þess minnst að öld var liðin frá fæðingu Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Hann var líka bæði merkur stjórnmálamaður og fræðimaður. Um árabil stóð hann í sömu sporum og ég hér í dag og ávarpaði þjóðina á 17. júní. Ég leyfi mér að vitna til orða hans frá 1969, á 25 ára afmæli lýðveldis, og gera þau að mínum, en máli sínu beindi Bjarni ekki hvað síst til unga fólksins:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> &bdquo;Menn koma engu góðu til vegar, nema þeir séu sjálfir virkir þjóðfélagsþegnar, geri upp eigin hug, þori að hugsa sjálfstætt, fylgja hugsun sinni eftir og átti sig á því að fátt næst fyrirhafnarlaust. Menn verða í senn að nenna að leggja á sig hugsun og vinnu, ef þeir í raun og veru vilja knýja fram þær umbætur er löngun þeirra stendur til.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Skynsemin er okkur ásköpuð til þess að við beitum henni. Í þeim efnum hefur enginn gefið fegurra fordæmi en Jón Sigurðsson með sinni þrotlausu hugsun um þjóðarhag, rökræðum og útskýringum málefna, ásamt hiklausri framkvæmd lögmætrar ákvörðunar, þegar á reyndi. Ef við fylgjum hans holla fordæmi, gerum við okkar til, að frjálst og fullvalda lýðveldi megi haldast um öll ókomin ár á Íslandi.&ldquo;</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span></p> <span><br clear="all" /> </span> <p><span>Góðir landsmenn!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Sú ríkisstjórn sem mynduð var að loknum síðustu alþingiskosningum hefur lokið fyrsta starfsárinu og sínum fyrsta þingvetri. Mörg merk mál hlutu afgreiðslu, grundvallar-lagabálkar á sumum sviðum, eins og t.d. í skólamálum og dómsmálum, en einnig mikilvægar lagabreytingar í félags- og velferðarmálum og um skipulag varnarmála þjóðarinnar. Önnur mál þessarar ríkisstjórnar bíða næsta þings og næstu þinga þar sem hrint verður í framkvæmd því sem stjórnarflokkarnir sömdu um á Þingvöllum í fyrra og skrifað var í stefnuyfirlýsing stjórnarinnar.</span></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Ríkisstjórnin tók við góðu búi, meira að segja óvenjulega góðu búi. En skömmu eftir að hún var mynduð hófust miklar hræringar í efnahagslífi heimsins, sem við sjáum ekki enn fyrir endann á en höfum þó góða von um að séu að ganga yfir. Erlendir fjármálamarkaðir hafa gengið í gegnum meiri sviptingar en um áratugaskeið og lánsfjárkreppa, sem af þeim hefur leitt, hvarvetna sagt til sín. Jafnvel virðulegustu og rótgrónustu fjármálastofnanir veraldar hafa lent í miklum erfiðleikum, tapað gríðarlegum fjármunum og sumar orðið gjaldþrota. Eins og íslenskt efnahagslíf hefur þróast á síðustu árum, orðið opnara, frjálsara og alþjóðlegra, var við því að búast að alþjóðlegar hræringar sem þessar segðu til sín hér sem annars staðar. Það er hinn nýi tími, sem ekki verður snúið frá.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Hluti þess nýja alheimsvanda, sem nú er við að fást, birtist okkur í stórhækkuðu heimsmarkaðsverði á ýmsum nauðsynjum, svo sem eldsneyti og matvælum. Það segir sig sjálft að slíkar breytingar virka sem skattur á þjóðarbú okkar og rýra óhjákvæmilega kjör allra í landinu. Þar við bætist meiri lækkun á gengi krónunnar en búist hafði verið við, m.a. vegna breytts fjárstreymis inn og út úr landinu. Öll verðum við að laga okkur að hinum breyttu utanaðkomandi aðstæðum, jafnt fyrirtæki sem einstaklingar og opinberir aðilar. Gleymum því þó ekki hve þessi þróun leikur margar aðrar þjóðir miklu verr en okkur og verst þær sem síst máttu við nýjum áföllum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við þessar aðstæður kemur sér vel að hafa búið í haginn á undanförnum árum. Nú skiptir miklu að ríkissjóður er nánast skuldlaus og lífeyrissjóðakerfið firnasterkt, með miklar eignir á bak við sig innan lands og utan. Þótt verðbólgan sé óviðunandi um þessar mundir eru góðar líkur á því að hún gangi niður á tiltölulega skömmum tíma. Það er mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar um þessar mundir að tryggja nýtt jafnvægi í efnahagslífinu og treysta jafnframt grundvöll atvinnustarfseminnar svo ekki komi til alvarlegs atvinnuleysis.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Alþingi hefur veitt ríkisstjórninni heimild til sérstakrar lántöku innan lands eða utan á árinu 2008. Erlent lán mundi ekki ganga til að fjármagna rekstur ríkisins eða framkvæmdir á vegum þess heldur til að treysta gjaldeyrisforða þjóðarinnar, varasjóð landsmanna. Sama tilgangi þjónar nýr samningur milli Seðlabanka Norðurlandanna, sem sýnir jafnframt norrænt vinarþel í verki. Þessar aðgerðir treysta varnir og viðbúnað landsins út á við sem er nauðsynlegt þegar vindar blása á móti.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Þegar litið er til þess hvernig staðan er á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sýnir sig að fátt er verðmætara en traust og trúverðugleiki. Slíkir eiginleikar eru ekki aðeins verðmætir í fari einstaklinga, heldur eiga þeir einnig við um þjóðir og fyrirtæki. Íslenska þjóðin nýtur trausts og það er mikilvægt að fyrirtækin okkar geri það einnig, ekki síst fjármálafyrirtækin. Bankastarfsemi grundvallast á gagnkvæmu trausti.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Við Íslendingar vorum vel undir bakslag búnir, betur en flestar aðrar þjóðir, sérstaklega þær sem framleiða rafmagn og hita húsnæði með jarðefnaeldsneyti. En það er ljóst að nú þarf að spyrna við fæti og fyrir því munum við finna á næstunni. Við verðum nú sem þjóð að bregðast við hinum gríðarlegu hækkunum á innfluttu eldsneyti. Eina leiðin í því efni, sem skilar varanlegum árangri, er að draga úr notkuninni með minni akstri og betri nýtingu, notkun sparneytnari ökutækja, tilflutningi yfir í aðra orkugjafa o.s.frv. Við eigum ýmissa kosta völ í þeim efnum. Nauðsynlegt er að efla fræðslu um svokallaðan vistakstur. Skynsamlegt gæti einnig verið að breyta fyrirkomulagi gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti í þessu skyni en einnig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Farartæki sem knúin eru með óhefðbundnum orkugjöfum njóta þegar skattalegra ívilnana.<span>&nbsp;</span> Ég hvet almenning til að skoða vandlega allar færar leiðir í þessum efnum.<span>&nbsp;</span> Þjóðin verður að breyta neyslumynstri sínu og framlag hvers og eins skiptir máli, bæði fyrir viðkomandi einstakling en einnig heildina.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við erum góðu vön, Íslendingar, og svo verður auðvitað áfram. Þó svo að lífskjör versni um stundarsakir verða þau eigi að síður mun betri en fyrir fáum árum og betri en víðast hvar með öðrum þjóðum. Stoðir efnahagsstarfseminnar eru styrkar og þjóðin baráttuglöð. Íslendingar hafa svo sannarlega sýnt það í sögu sinni að þeir geta tekist á við erfiðleika og sigrast á þeim, erfiðleika sem eru miklu meiri en þeir sem við þykjumst sjá að séu framundan á næstu mánuðum. Við getum gengið á vit framtíðarinnar, ekki aðeins með von, heldur einnig vissu um að farsæld bíði okkar. Slík vissa byggist á því hvað þjóðfélag okkar hefur náð miklum þroska og því hvað mikill kraftur býr í þjóðinni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég nefndi fyrr í ræðu minni ártalið 1969. Þá tókust Íslendingar á við einhverja erfiðustu kreppu síðustu áratuga vegna aflabrests og verðhruns á erlendum mörkuðum. Erfiðleikarnir þá voru mun meiri en nú. En með samstilltu átaki réð þjóðin við vandann og í hönd fóru blómleg ár. Ég er þess fullviss að svo verði einnig nú.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði fyrr á þessu ári sýna svo að ekki verður um villst að við Íslendingar stöndum saman að ábyrgri þróun á vinnumarkaði og munum með skynsemi og aðgæslu komast út úr þeim erfiðleikum sem nú steðja að. Nýlegir kjarasamningar ríkisins og BSRB eru enn frekari staðfesting þessa. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að kjarasamningar grundvallist á hóflegum almennum kauphækkunum en jafnframt verulegri hækkun lægstu launa. Slíkt stuðlar í senn að auknum jöfnuði og betra jafnvægi í efnahagsmálum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Góðir Íslendingar!</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í lok maímánaðar vorum við enn á ný minnt á krafta náttúrunnar þegar jörð tók að skjálfa í Ölfusi og víðar á Suðurlandi. Öll höfum við fylgst með því hvernig jarðskjálftarnir hafa leikið land og eignir</span> <span>Sunnlendinga og með hve miklu æðruleysi fólk hefur brugðist við. Ég lýsti því yfir eftir jarðskjálftann 29. maí að ríkisstjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að koma þeim sem orðið hafa fyrir tjóni til hjálpar. Þegar hefur verið tryggt fjármagn í því skyni og sett bráðabirgðalög til að bæta hag tjónþola. Það er mikil guðsblessun að ekki varð manntjón en ljóst er að margir hafa orðið fyrir eignatjóni og margt sem þarf að endurnýja á heimilum víða. Við leggjum áherslu á að tryggja öryggi þeirra sem búa á skjálftasvæðinu og ætlum að efla rannsóknir svo að veita megi eins miklar varnir og hafa þann viðbúnað, sem kostur er. Við þökkum af alúð starfsmönnum almannavarna og Rauða krossins, lögreglu, björgunarsveitum, heilbrigðisstarfsfólki og öllum sem komið hafa til aðstoðar við þessar aðstæður. Við atburði eins og þessa stöndum við Íslendingar saman sem einn maður. Fyrir því er margföld reynsla. Þann þjóðarhug meitlar Jakob Jóhannesson Smári svo listilega í ljóði sínu 17. júní 1944 með þessum orðum:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Vor þjóð er margþætt, en þó ein,</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> og eins manns böl er sérhvers mein,</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> en takmark allra og innstu þrá</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> með einum rómi túlka má.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span><span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span> Ég óska öllum gleðilegrar þjóðhátíðar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <br /> <br />

2008-05-27 00:00:0027. maí 2008Ræða forsætisráðherra við afhendingu hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2008

<p>Það er mér ánægja að tilkynna niðurstöðu dómnefndar um val á handhafa hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs fyrir árið 2008. Í þetta sinn hlýtur verðlaunin dr. Ari Kristinn Jónsson tölvunarfræðingur. Ari starfar hjá Háskólanum í Reykjavík, þar sem hann er deildarforseti tölvunarfræðideildar háskólans. Ari er fæddur á Akureyri, árið1968. Hann lauk B.S. prófi í stærðfræði frá Háskóla Íslands 1990 og ári síðar B.S. prófi í tölvunarfræði. Hann fór til framhaldsnáms við Stanford University og lauk þaðan M.S. prófi 1995 og doktorsprófi 1997. Doktorsritgerð hans nefndist „Procedural Reasoning in Constraint Satisfaction“ og fjallaði um notkun gervigreindar við sjálfvirka áætlanagerð og ákvarðanatöku. Út úr því kom síðan þróun á aðferðum við sjálfvirka verkröðun í flóknum framleiðsluferlum eins og t.d. við smíði á farþegaflugvélum. Að námi loknu fór hann til starfa við Geimferðastofnun Bandaríkjanna, eða NASA. Þar starfaði hann fyrstu árin sem vísindamaður og vann meðal annars við þróun á „Remote Agent“ hugbúnaðinum sem stjórnaði Deep Space One geimfarinu í maí 1999 í vel heppnaðri tilraun til að láta gervigreind stjórna geimfari. Hann tengdi þessa þróun við sjálfvirka áætlanagerð og úr varð hugbúnaðurinn EUROPA, sem hefur verið mikið notaður innan NASA bæði í rannsóknum og við raunveruleg verkefni. Hugbúnaðurinn var nýlega gerður aðgengilegur vísindamönnum um allan heim. Eftir 2001 hóf Ari að stýra stórum þróunarverkefnum innan NASA, með allt að 50 manns í vinnu. Þar var um að ræða þróun á hugbúnaðinum MAPGEN, en hann varð hluti af þeim hugbúnaði sem notaður var á jörðu niðri við að stjórna könnunarjeppunum Spirit og Opportunity, sem lentu á Mars í ársbyrjun 2004. Leiðangurinn kostaði um einn milljarð dollara og það er mat þeirra sem stjórnuðu honum að MAPGEN-hugbúnaðurinn hafi aukið afköst jeppanna um 15-40%. Þessi árangur varð til þess að NASA lagði aukna áherslu á þróun gervigreindar og að gera hana áreiðanlegri, þannig að hægt væri að fá heildstæðar lausnir fyrir aukna sjálfvirkni í geimferðum og til að auðvelda rekstur til dæmis á Alþjóðlegu geimstöðinni. Báðum þessum verkefnum stýrði Ari. Ari hefur birt um 30 greinar í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, ráðstefnum og bókum og er einnig höfundur á fjórum einkaleyfum og uppfinningum. Hann hefur fengið margar viðurkenningar, til að mynda „Outstanding Research Paper Award“ á alþjóðlegri gervigreindarráðstefnu árið 2000 og hjá NASA fékk hann bæði „Space Act Award“ og „NASA Adminstrators Award“ fyrir MAPGEN hugbúnaðinn. Sum af verkefnum Ara hafa fengið stóra styrki úr samkeppnissjóðum þar sem innan við tíunda hvert verkefni fær framgang. Ari hefur haldið góðum tengslum við Ísland og kennt við HR, haldið fyrirlestra og staðið fyrir ráðstefnum og námskeiðum, til dæmis fyrsta gervigreindarnámskeiðinu sem hér var haldið 2001. Auk áframhaldandi samstarfs við NASA og við Evrópsku geimferðastofnunina þá hefur Ari, á sínu fyrsta ári hér heima, farið af stað með ný verkefni. Þar má nefna samstarf við Kaupmannahafnarháskóla um sjálfvirka stýringu mælitækja á Grænlandi; verkefni við þróun gervigreindar til stýringar á flóknum framleiðsluferlum hjá íslenskum fyrirtækjum; samstarf við Reiknistofu í Veðurfræði og fleiri um notkun á hermun og gervigreind til að meta og stýra áhrifum loftslags á framleiðslu, dreifingu og notkun orku. Hann er einnig að setja saman samstarfsverkefni margra innlendra aðila um þróun á sjálfvirkum mælitækjum fyrir haf- og umhverfisrannsóknir. Loks er hann, ásamt gervigreindarhópi tölvunarfræðideildar HR, kominn í samstarf við fyrirtækið CCP og fleiri um að þróa gervigreind til þess að vitverur í sýndarheimum hætti að láta eins og heilalausir kjánar en fari frekar að haga sér eins og menn! Það er augljós fengur fyrir okkur að fá menn eins og Ara aftur heim til starfa og hann uppfyllir viðmið valnefndarinnar og er verðugur handhafi hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2008. Ég vil biðja Ara um að koma hér og taka við hvatningarverðlaununum.</p> <p>&nbsp;</p> <p style="text-align: center;">Reykjavík 27. maí 2008</p> <br /> <br />

2008-05-07 00:00:0007. maí 2008Ávarp forsætisráðherra á ráðstefnunni Netríkið Ísland

<p>Fundarstjóri, ágætu ráðstefnugestir,</p> <p>Það er mér sönn ánægja opna þessa fjölmennu ráðstefnu og fylgja úr hlaði nýrri stefnu um upplýsingasamfélagið. Ráðstefnan er haldin í tilefni af degi upplýsingatækninnar eða UT-deginum sem nú er haldinn í þriðja sinn. Hafa tveir hinir fyrri tekist vel og vænti ég þess að svo verði einnig að þessu sinni.</p> <p>Þessir þrír dagar hafa verið með ólíku sniði bæði hvað varðar efni og form. Lögð var áhersla á upplýsingatækniiðnaðinn á fyrsta degi upplýsingatækninnar en á síðastliðnu ári gegndi sýningin Tækni og vit mikilvægu hlutverki. Að þessu sinni er það ný stefna um upplýsingasamfélagið og framkvæmd hennar sem er miðpunktur dagsins. Stefnan ber yfirskriftina Netríkið Ísland og dregur ráðstefnan nafn sitt af henni. Mótun hennar hefur tekið um hálft ár og stór hópur fólks, bæði frá opinberum aðilum og ýmsum hagsmunaaðilum, hefur tekið þátt í verkefninu. Starfandi var stefnumótunarnefnd sem leiddi vinnuna og skilaði af sér tillögum nú í byrjun apríl. Kann ég öllu þessu fólki bestu þakkir fyrir þeirra störf.</p> <p></p> <p>Netríkið Ísland er kjörorð hinnar nýju stefnu sem ríkisstjórnin samþykkti þann 22. apríl síðastliðinn. Í henni kemur fram skýr vilji og ásetningur stjórnvalda til þess að ná fram ákveðnum breytingum í þjónustu við almenning og fyrirtæki og nútímavæða stjórnsýsluna. Stefnan er í góðu samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá árinu 2007, en þar kemur meðal annars fram að:</p> <blockquote dir="ltr"> <p>Unnið verði að einföldun og nútímavæðingu stjórnsýslunnar og aukinni notkun á upplýsingatækni til að bæta opinbera þjónustu, auka skilvirkni og einfalda samskipti milli almennings og stjórnvalda.&nbsp;</p> </blockquote> <p>Á&nbsp;tímamótum sem þessum er nauðsynlegt að meta stöðuna rétt. Iðulega er gengið út frá því sem vísu að við Íslendingar séum í fremstu röð í notkun upplýsingatækni og að lítil ástæða sé til þess að knýja fram breytingar. Staðreyndin er sú að á mörgum sviðum tækninnar eru Íslendingar mjög vel staddir og í röð fremstu þjóða heims. Það á við um tölvueign, aðgengi að Interneti og notkun á tölvum og Interneti bæði hjá almenningi og fyrirtækjum. Kannanir sýna til dæmis að Íslendingar nýta vel alla þá rafrænu þjónustu sem í boði er hjá opinberum aðilum. Þessar upplýsingar eru mikilvægar því af þeim má ráða að þjóðin vill &bdquo;afgreiða sig sjálf&ldquo; þar sem það er mögulegt. Hins vegar sýna margar kannanir að Íslendingar standa sig illa þegar skoðað er framboð á rafrænni þjónustu. Í könnun sem gerð var í Evrópu árið 2007 er Ísland í 22. sæti í hópi 31 þjóðar þegar skoðaðir eru 20 mikilvægir þjónustuþættir fyrir almenning og fyrirtæki. Kjarni málsins er að frammistaða Íslands eða íslenskrar stjórnsýslu í rafrænni þjónustu er óviðunandi og úr því þarf að bæta.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Í hinni nýju stefnunni er brugðist við og tekið á framboði á rafrænni þjónustu eða Netþjónustu sem greinilega er okkar Akkilesarhæll. Framtíðarsýnin er skýr en hún er að:</p> <blockquote dir="ltr"> <p dir="ltr">Íslendingar verði fremstir þjóða í rafrænni þjónustu og nýtingu upplýsingatækninnar.</p> </blockquote> <p dir="ltr">Og leiðarljós stefnunnar er:</p> <blockquote dir="ltr"> <p>Notendavæn og skilvirk þjónusta &ndash; engar biðraðir.</p> </blockquote> <p>Undirstaða stefnunnar er sterk því eins og áður hefur komið fram standa Íslendingar vel á mörgum sviðum upplýsingatækninnar. Það er einnig styrkleiki þessarar stefnu að hún var mótuð í samráði við ráðuneyti og hagsmunaaðila til að stuðla að því að hún yrði í senn skynsamleg, raunhæf og framkvæmanleg. Almenningur átti að auki kost á að tjá sig um málið á vefnum Island.is.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Heiti stefnunnar er grípandi og vísar til þess að alla opinbera þjónustu verði hægt að nálgast á Netinu eftir því sem við á. Einnig vísar það til þess að ríkið vinni sem ein heild eða eitt samhæft net en slík samhæfing er lykilatriði til að bæta megi opinbera þjónustu, auka skilvirkni og stuðla að öflugri framþróun.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Stefnunni verður hrint í framkvæmd á árunum 2008-2012. Til þess að árangur náist þurfa lykilstjórnendur í ráðuneytum og stofnunum að tileinka sér innihald hennar og fylgja henni eftir af einurð. Þessu verkefni er ekki hægt að vísa alfarið til tæknimanna því í grunninn snýst innleiðingin um eðlilega þróun og nútímavæðingu stjórnsýslunnar. Það er sjálfsagt að þjónusta opinberra stofnana taki mið af þörfum samfélagsins og því tæknistigi sem þjóðin er á. Því þurfum við að gera fólki kleift að afgreiða sig sjálft á Netinu þegar því hentar og þar sem því hentar. Við það sparast mikill tími og biðraðir og bið í stofnunum heyra sögunni til. Um leið leggjum við lóð á vogarskál umhverfisverndar því ferðum fólks milli opinberra stofnana fækkar. Á tuttugustu og fyrstu öldinni eiga gögn að ferðast milli stofnana en ekki fólk.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ágætu ráðstefnugestir,</p> <p>Nú liggur fyrir hvernig áformað er að nýta upplýsingatæknina til að þróa og nútímavæða stjórnsýsluna á næstu árum. Á hverju sviði eða stofnun eru sértæk úrlausnarefni og mun þar reyna á frumkvæði og hugkvæmni starfsmanna við að finna bestu leiðir. En margir þættir eru þess eðlis að mikilvægt er að stofnanir og ráðuneyti vinni saman til að niðurstaðan verði samhæft og skilvirkt kerfi sem endurspeglar heiti stefnunnar, <strong>Netríkið Ísland</strong>.</p> <p>&nbsp;</p> <p>Ég óska þess að dagskrá ráðstefnunnar sem nú er að hefjast verði ykkur gott veganesti og að henni lokinni hefjist kraftmikil framkvæmd hinnar nýju stefnu.<br /> <br /> </p>

2008-04-18 00:00:0018. apríl 2008Ávarp forsætisráðherra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins

<p align="right"><u><span>Talað orð gildir</span></u></p> <p align="right"><span></span></p> <h3 align="center"><span>Ávarp Geirs H. Haarde, forsætisráðherra,</span></h3> <h3 align="center"><span>á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins 18. apríl 2008</span></h3> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu aðalfundargestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vil byrja á því að óska Þór Sigfússyni til hamingju með kjörið sem formaður Samtaka atvinnulífsins. Ég efast ekki um að hann mun reynast samtökunum vel. Jafnframt vil ég nota þetta tækifæri og þakka fráfarandi formanni samtakanna, Ingimundi Sigurpálssyni, fyrir samstarfið við núverandi og fyrri ríkisstjórnir í formennskutíð hans. Í störfum sínum hefur hann lagt áherslu á að viðhalda þeim ríka samstarfs- og úrlausnarvilja sem einkennt hefur samskipti vinnuveitenda og launþega á almennum vinnumarkaði í hartnær tvo áratugi og ekki síður samskipti þessara tveggja aðila við stjórnvöld. Ég tel að oft sé vanmetið hversu miklum verðmætum þessi jákvæða afstaða vinnuveitenda og launþega hefur skilað þjóðarbúinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Umrót í íslensku efnahagslífi - Traustar undirstöður.</span></strong></p> <p><span>Á þessum aðalfundi fer vel á því að reynt sé að skyggnast út úr hinu daglega umróti og inn í framtíðina, eins og segir í fundarboði. Ég efast um að nokkurt okkar hafi grunað þegar fréttir bárust af því sl. sumar að tveir vogunarsjóðir bandaríska fjárfestingarbankans Bear Stearns ættu í erfiðleikum, að við stæðum þá á þröskuldi þrenginga sem ættu eftir að skekja fjármálamarkaði um heim allan og færa stærsta hagkerfi heims fram á brún skarprar efnahagslægðar með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á heimsbúskapinn. Ég efast líka um að nokkurt okkar hafi grunað að innan nokkurra mánaða ætti Ísland eftir að verða svo umtalað í viðskiptafréttum fjölmiðla víða um lönd dag hvern að jaðraði við þráhyggju. Og ég efast um að nokkurt okkar hafi trúað því að Ísland ætti eftir að verða skotspónn spákaupmanna eins og nú virðist hafa orðið raunin &ndash; hvað þá að virtur erlendur fræðimaður yrði varaður við mannorðsmissi ef hann héldi áfram að greina opinberlega frá jákvæðu viðhorfi sínu til íslensks efnahagslífs og íslensks bankakerfis.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Aðstæður á bandarískum fjármálamarkaði voru þannig að búið var að þróa og pakka inn fjármálalegum afurðum sem voru svo flóknar að fáir sáu í gegnum umbúðirnar. Hægt var að markaðssetja og verðleggja nánast alla greiðslustrauma á hvaða áhættustigi sem var. Þannig var blandað saman miklum áhættulánum og öðrum áhættuminni í svokölluðum skuldabréfavafningum sem fjármálastofnanir versluðu með. En á endanum var gengið of langt og spilaborgin hrundi. Sem betur fer flækt&shy;ust íslenskar fjármálastofnanir ekki nema að óverulegu leyti inn í þetta en þær hafa hins vegar orðið fórnarlömb þessara aðstæðna og verða að horfast af raunsæi í augu við það með því m.a. að auka kostnaðaraðhald, losa um eignir og draga tímabundið úr umsvifum sínum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ljóst er að íslenska þjóðarbúið hefur orðið fyrir nokkrum búsifjum að undanförnu vegna þeirra hremminga sem orðið hafa á alþjóða&shy;fjár&shy;málamörkuðum. Þær hafa leitt til þess að bankar um allan heim hafa rifað seglin og dregið úr útlánum til að treysta lausafjárstöðu sína. Þetta hefur einnig gerst hér á landi, ekki aðeins hjá stóru viðskiptabönkunum heldur einnig minni bönkum og sparisjóðum. Samkvæmt nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa þessar þreng&shy;ingar dregið úr hagvexti víða um heim og það hefur auðvitað neikvæð áhrif hér á landi. Til viðbótar má nefna að verð á hrávöru, t.d. hráolíu og hveiti svo ein&shy;göngu tvö dæmi séu nefnd, hefur stórhækkað og haft margvísleg áhrif um heim allan. Á sama tíma og ytri aðstæður þjóðarbúsins hafa versnað að þessu leyti sér fyrir endann á ýmsum viðamiklum framkvæmdum hér á landi, bæði í orku&shy;málum og uppbyggingu stóriðju sem og í byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Að öllu þessu gefnu er óhjákvæmilegt að um hægist í íslensku efnahagslífi á næstunni. Það var ekki síst í ljósi þessa að ákveðið var við afgreiðslu fjárlaga yfirstandandi árs að auka opinberar framkvæmdir til að vega upp á móti fyrir&shy;sjáan&shy;legum samdrætti í einkageiranum. Ennfremur var reiknað með að gengi íslensku krónunnar myndi láta undan síga þegar um hægðist, enda mat margra hag&shy;fræðinga að gengi hennar hafi verið hærra um nokkurt skeið en efna&shy;hags&shy;legar forsendur gáfu tilefni til. Hins vegar kom á óvart hversu skarpa dýfu gengið hefur tekið á undanförnum vikum og mánuðum en það hefur valdið því að verðbólguhorfur hafa versnað töluvert.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir fundarmenn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mér hefur á stundum fundist að fjallað sé um þessi mál af nokkurri léttúð og jafnvel skilningsleysi hér heima. Þar á ég meðal annars við framgöngu ákveð&shy;inna stjórnmálamanna og fjölmiðla og staðhæfingar um að ekkert sé verið að gera, eins og það heitir. Stundum er talað eins og stjórnvöld ráði yfir töfra&shy;lausn&shy;um sem ekki séu til annars staðar þegar vandinn er aftur á móti sá að alþjóðlegir vindar skekja okkar eigið hagkerfi án þess að við höfum mikið um það að segja. Sann&shy;leikurinn er sá að á vegum ríkisstjórnarinnar, en þó sérstaklega Seðla&shy;bankans, hefur að undanförnu verið unnið baki brotnu að því að greiða úr þeim vanda sem hinar alþjóðlegu aðstæður hafa skapað. Slíkar aðgerðir eru þess eðlis að undirbúningur þeirra tekur langan tíma og ekki er hægt að flytja af þeim fréttir frá degi til dags. Mikil opinber umræða getur verið óheppileg, skapað óraun&shy;hæfar væntingar og þar með jafnvel haft neikvæð áhrif. Stuttar boðleiðir og skjót ákvarðanataka eru óumdeilanlega meðal helstu styrkleika íslensks við&shy;skiptalífs og stjórnsýslu. Þetta getur á hinn bóginn líka verið veikleiki þegar við gerum kröfu um sama hraða í mun stærri kerfum og leyfum okkur að verða óþolin&shy;móð gagnvart lengri boðleiðum og seinvirkari ákvarðanaferlum en við erum vön.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Neikvætt umtal víða erlendis um íslenskt efnahagslíf og íslenskt bankakerfi, samdráttur í útlánum banka og sparisjóða, mikil lækkun á gengi íslensku krón&shy;unnar og verðhækkun á margvíslegri vöru og þjónustu hefur valdið óróa hér innanlands. Það er skiljanlegt. Hér á landi hefur vaxið úr grasi heil kynslóð at&shy;hafna&shy;manna sem aldrei hefur þurft að horfast í augu við erfiðleika af þessu tagi. Ég trúi því hins vegar að hér sé um tímabundið ástand að ræða því að fjölmargir þættir í íslenskum þjóðarbúskap eru afar jákvæðir hvort sem litið er til skemmri eða lengri tíma.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég nefni sem dæmi að í þeirri miklu umræðu sem verið hefur um stöðu íslensku bankanna hefur farið minna fyrir umræðu um aðrar atvinnugreinar sem eru þó ekki síður mikilvægar í íslensku efnahagslífi. Þar má nefna sjávarútveginn sem er orðinn gríðarlega öfl&shy;ug&shy;ur og nútímalegur atvinnuvegur og er sem fyrr afar mikilvægur fyrir þjóðar&shy;búið. Önnur atvinnugrein sem hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum er ferða&shy;þjónustan en hún er nú orðin ein af undirstöðugreinum efnahagslífsins. Loks vil ég nefna þær fjölmörgu hátæknigreinar sem hafa dafnað vel að undan&shy;förnu og teygja anga sína til margra landa, jafnt í Evrópu sem Asíu og víðar. Samanlagt stuðla þessar atvinnugreinar að öflugu og fjölbreyttu efna&shy;hagslífi sem býr yfir mikl&shy;um vaxtarmöguleikum í framtíðinni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ennfremur vil ég nefna að orkulindir landsins verða sífellt verðmætari eftir því sem þrengir að í orkubúskap heimsins. Svipað gildir um landbúnaðar- og sjávar&shy;afurðir og íslenska vatnið eftir því sem mannkyninu fjölgar og gildi heilbrigðs lífs&shy;stíls og ómengaðrar fæðu eykst. Einnig má nefna að hlutfall langskólamenntaðra hér á landi fer smám saman hækkandi en það er óumdeilt að hagsæld vex með aukinni menntun.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er líka rétt að halda því til haga að staða lífeyrissjóðanna hér á landi er afar sterk og lífeyrissjóðakerfið í heild sinni sjálfbært. Okkur hættir til að taka þessu sem sjálfsögðum hlut en svo er alls ekki. Samanburður við önnur lönd leiðir í ljós að víðast hvar búa menn við þannig kerfi að lífeyrisgreiðslur á hverju ári eru fjármagnaðar með samtímasköttum en ekki úr sjóðum sem hafa verið byggðir upp um áratugaskeið með reglubundnum innborgunum launafólks og vinnuveitenda. Þegar jafnframt er haft í huga að lífeyrisþegum mun fjölga hratt hlutfallslega á næstu áratugum er ljóst að það mun leiða til aukinna útgjalda hins opinbera víða um lönd. Mér segir svo hugur að margir þeirra erlendu aðila sem hafa fjallað um stöðu okkar efnahagsmála að undanförnu hafi ekki áttað sig á þessari öfundsverðu stöðu sem er nær einsdæmi meðal vestrænna þjóða.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mig langar að nefna annað mikilvægt atriði sem virðist hafa farið framhjá erlendum greiningaraðilum og hefur reyndar verið undarlega lítið í efnahagsumræðunni hér innanlands. Hér á ég við nýjar tölur um erlenda stöðu íslenska þjóðarbúsins sem birtust í grein í nýjasta hefti Peningamála Seðlabankans. Þessar tölur byggjast á annarri uppgjörsaðferð en hingað til hefur verið notuð og benda til að erlend staða þjóðarbúsins sé miklu betri en fyrri tölur hafa sýnt. Samkvæmt þessu nýja uppgjöri nam hrein skuldastaða íslenska þjóðarbúsins 27% af landsframleiðslu í lok þriðja ársfjórðungs 2007 í stað 120% samkvæmt eldra uppgjöri. Munurinn á þessum tveimur uppgjörsaðferðum er sá að fyrra uppgjör miðaðist við bókfært virði fjármunaeigna en nýja uppgjörið miðast við áætlað markaðsvirði fjármunaeigna. Nýja uppgjörið er í fullu samræmi við staðla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en það er vandasamara að meta og hefur því ekki verið birt fyrr. Ég tel mikilvægt að tölur fyrri ára verði endurmetnar í samræmi við nýjar uppgjörsaðferðir eins fljótt og auðið er.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu aðalfundargestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><span>Áhrif hnattvæðingar.</span></strong></p> <p><span>Í síðustu viku funduðu forsætisráðherrar Norðurlanda um sama umræðuefni og er hér til meðferðar í dag. Þar var sérstaklega fjallað um hvernig löndin geti í sameiningu mótað stefnu til að nýta þau tækifæri sem fylgja hnattvæðingunni. Til fundarins var einnig boðið forystumönnum í stjórnmálum, vísindum, fjöl&shy;miðl&shy;un, atvinnulífi og frjálsu fé&shy;laga&shy;&shy;starfi á Norðurlöndunum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á fundinum var lögð megináhersla á þrennt: Í fyrsta lagi hvernig gera megi Norð&shy;urlöndin að sameiginlegu markaðssvæði með sterka samkeppnisstöðu. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga því að mörg íslensk fyrirtæki og íslenskir athafnamenn hafa nýtt viðskiptatækifæri annars staðar á Norðurlöndum. Í öðru lagi að þróa frekar norrænt vísinda- og nýsköpunar&shy;sam&shy;starf til að treysta undirstöður rannsókna í löndunum. Í þriðja lagi hvernig megi útvíkka norrænt samstarf til að geta sem best undirbúið og leitt samninga um alþjóðlegan loftslagssáttmála á næsta ári. Þetta miðar að því að skapa sjálfbær samfélög á Norðurlöndum. Næsti fundur af þessu tagi verður hér á landi eftir um það bil eitt ár.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Til undirbúnings þessa fundar gaf Norræna ráðherranefndin út mjög áhugaverða skýrslu undir heitinu Nordic Globalisation Barometer eða Norræna hnatt&shy;væðing&shy;ar&shy;&shy;vogin. Þessi vog gefur til kynna að Norðurlöndin hafi staðið sig vel við nýjar aðstæður á miklum breytingatímum. Velmegun þeirra hefur aukist vegna mik&shy;illar samkeppnishæfni og sterkra tengsla við hagkerfi heimsins. Norræna hnatt&shy;væð&shy;ingarvogin gefur hins vegar jafnframt til kynna að Norðurlöndin megi ekki sofna á verðinum. Samkeppni frá öðrum svæðum heimsins hefur minnkað for&shy;skot þeirra.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ágætu aðalfundargestir.</span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>Evrópumál.</span></strong></p> <p><span>Ég vil að síðustu víkja að Evrópumálum. Þátttaka okkar Íslendinga í hnatt&shy;væðingunni á liðnum árum og sá andbyr sem íslenskt fjármálalíf og ís&shy;lensk&shy;ur þjóðarbúskapur mætir um þessar mundir beina athyglinni óneitanlega að stöðu landsins í samfélagi þjóðanna. Núverandi sjálfstæð staða okkar og þátt&shy;taka í ýmiss konar samstarfi á Norðurlöndum, innan Evrópu og á al&shy;þjóða&shy;vettvangi hef&shy;ur reynst okkur afar vel. Þar skiptir Evrópska efna&shy;hags&shy;svæðið sköpum að mínum dómi. Í dag er flestum óskiljanlegt að um aðild okkar að þessu mikilvæga sam&shy;starfi skuli hafa skapast mestu pólitísku deilur síðari tíma í íslenskum stjórn&shy;málum. Það er ekki að undra að flestir þeirra sem harðast börðust gegn EES-aðildinni, eða sátu hjá, vilji nú lítt kannast við fyrri afstöðu sína.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þátttakan í EES-samstarfinu ásamt markvissri einkavæðingu og skatta&shy;&shy;lækkunum síðan 1991 hefur leyst úr læðingi krafta sem hafa umbylt íslensku atvinnulífi og skapað ómæld verðmæti. Þótt á móti blási um þessar mundir virðist vera almenn samstaða meðal þeirra sem fylgjast reglulega og náið með íslenskum efnahagsmálum að mikill árangur hafi þegar náðst, að undirstöðurnar séu almennt traustar og horfur ágætar þegar litið er fram á veginn.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þær raddir hafa heyrst að þróun liðinna ára og ekki hvað síst andbyr síðustu mánaða sýni að við Íslendingar ættum að taka einhliða upp evru sem mynt í stað krónunnar. Ég tel að sú umræða hafi verið til lykta leidd með afgerandi hætti á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs og í samtölum mínum við nokkra af helstu forsvarsmönnum Evrópusambandsins í febrúar sl. Niðurstaðan er einfaldlega sú að evran verður ekki tekin upp hér á landi án aðildar að Evrópusambandinu. Sumir hafa brugðist við þessu með því að nefna aðrar myntir til sögunnar. Að mínu mati kemur einhliða upptaka erlendrar myntar ekki til greina hér á landi. Við erum ein þróaðasta og ríkasta þjóð í heimi og slíkar þjóðir taka ekki einhliða upp mynt annarrar þjóðar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í mínum huga snýst málið því um tvo skýra valkosti: Að Íslandi standi utan Evrópu&shy;sambandsins og haldi áfram að nota íslensku krónuna eða gangi í Evrópu&shy;sambandið og taki í kjölfarið upp evruna að því gefnu að landið uppfylli öll skilyrði þar að lútandi. Báðar þessar leiðir hafa kosti og galla í för með sér. Við vitum að sú fyrri, þ.e. að standa utan Evrópusambandsins, hefur reynst afar vel fram að þessu. Að sama skapi er ljóst að breytingar í íslenskum þjóðar&shy;búskap með sívaxandi umsvifum erlendis krefjast ákveðinna úrbóta. Síðari kost&shy;urinn sem felst í aðild að Evrópusambandinu er þó að mínum dómi mun lakari eins og ég hef margoft bent á. Þar nefni ég sem dæmi að við Íslendingar mynd&shy;um missa sjálfsforræði í gerð fríverslunarsamninga, við myndum missa forræði í peningamálastjórn sem myndi þýða stóraukið álag á ríkisfjármálastefnuna og auknar sveiflur í atvinnuleysi og á vinnumarkaði. Byrðin fyrir okkar litlu stjórn&shy;sýslu yrði meiri en margan grunar. Hef ég þá ekki einu sinni minnst á fisk&shy;veiði&shy;stjórnunarmálin en vandkvæðin sem fylgja aðild að Evrópusambandinu í þeim efnum eru vel þekkt.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég kom í morgun heim frá Kanada þar sem ég heimsótti meðal annars Nýfundnaland. Þar telja margir að helsta böl þeirra í sambandi við fiskveiðistjórnun sé það að heimamenn hafi ekki haft fullt forræði sjálfir yfir þessum málaflokki. Þorskurinn hvarf af Nýfundnalandsmið&shy;um fyrir meira en 15 árum, fyrst og fremst vegna ofveiði og misheppnaðrar fisk&shy;veiði&shy;stjórnunar. Reynslan þaðan hlýtur að vera okkur mikið umhugsunarefni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar mál af þessu tagi eru rædd og reifuð má ekki láta tímabundið andstreymi í þjóðarbúskapnum eða vonir um stundarhag villa sér sýn. Líta þarf til hagsmuna allra atvinnugreina og vega og meta áhrifin á þjóðfélagið að öðru leyti í nútíð og framtíð. Álitamálið snýst ekki eingöngu um krónur og aura. Tugþúsundir nú&shy;lif&shy;andi Íslendinga upplifðu aðdraganda og fögnuðu sjálfstæði þjóðarinnar 1944. Þó svo að aðild að Evrópu&shy;sambandinu jafngildi ekki sviptingu sjálfstæðis er það eigi að síður svo að forræði yfir fjölda málaflokka flyst til Evrópusambandsins við inngöngu í það.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fyrir nokkru skipaði ég nefnd um þróun Evrópumála í samræmi við stefnu&shy;yfir&shy;lýsingu ríkisstjórnarinnar. Meðal verkefna hennar er að fjalla um hvernig hags&shy;munum Íslendinga verði best borgið í framtíðinni gagnvart Evrópu&shy;sam&shy;bandinu. Nefndin mun sjálf meta hversu hratt verður unnið og skila skýrslu um stöðuna að minnsta kosti einu sinni á ári. Þetta nefndarstarf kemur í kjölfar skýrslu svokallaðrar Evrópunefndar sem lauk störfum fyrir um það bil ári síðan, en sú skýrsla verður grundvöllur þeirrar vinnu sem framundan er. Það er því frá&shy;leitt að halda því fram að þessi mál séu ekki til umræðu af hálfu ríkis&shy;stjórn&shy;ar&shy;inn&shy;ar eða ekki leyfðar, eins og stundum er haldið fram.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Góðir aðalfundargestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <span>Íslenska þjóðarbúið gengur nú í gegnum tímabundna erfiðleika sem allir þurfa að taka höndum saman um að leysa. Við megum þó ekki einblína um of á vandamálin því að við búum við góð lífskjör, undirstöður samfélagsins eru traustar og orðstír okkar góður. Þessu gera allir sér grein fyrir sem á annað borð setja sig inn í íslensk málefni. Við eigum afar verðmætar auðlindir sem verða sífellt eftirsóknarverðari. Þessar staðreyndir munu í senn hjálpa okkur út úr því umróti sem við erum nú í og búa vel í haginn fyrir framtíðina.</span><br /> <br />

2008-04-10 00:00:0010. apríl 2008Ræða forsætisráðherra í Riksgränsen 9. apríl 2008

<h3 align="center">Ræða Geirs H. Haarde</h3> <h3 align="center">Globaliseringsforum ved Riksgränsen<br /> 9. april 2008</h3> <p><br /> Kjære kolleger og øvrige deltakere.</p> <p>Det har vært mye interessant å høre de inspirerende innleggene og rapportene fra arbeidsgruppene. Alt dette vil utvilsomt være til stor nytte, både som inspirasjon for det nordiske samarbeidet og i det politiske arbeidet i de enkelte landene.</p> <p>Globaliseringen er en prosess som er i stadig utvikling. Det kan man ikke forandre på, like lite som mye annet som følger av den raske teknologiutviklingen som kjennetegner vår tid. Jeg er fuldstendig enig med professor Bhagwati om at vi hverken trenger å frykte globaliseringen i seg selv eller konkurransen fra arbeidsstyrke og fagkunnskap fra land som Kina og India, som øker stadig. Globaliseringsprosessen er mer nyansert enn at det dreier seg om å ruste seg mot arbeidskraftinvasjon fra resten av verden &ndash; og faktisk er det mye mer spennende enn som så.</p> <p>Det var også mye interessant å høre foredraget til professor Christian Ketels i går om Det Nordiske Globaliseringsbarometret, som anbefalte nordisk samarbeid på spesifikke områder for å gjøre landene bedre i stand til å møte globaliseringens utfordringer. Det er hyggelig å høre at det brukes positive ord om situasjonen i Norden i rapporten, men enda mer interessant er likevel det som sies om utfordringene Norden står overfor; de oppgavene vi må ta fatt på for ikke å tape terreng i den globale konkurransen. Professor Ketels peker på at vårt forsprang i forhold til andre områder er i ferd med å minske, og mot dette må vi arbeide politisk. Vi må derfor bli klar over våre sterke sider og styrke akkurat dem enda mer for å kunne komme opp på neste nivå når det gjelder konkurranseevne og produktivitet.</p> <p>Forslagene faller på mange måter sammen med det vi allerede har satt fram i Punkaharju-erklæringen. Jeg la spesielt merke til at i Det Nordiske Globaliseringsbarometeret er det snakk om betydningen av å etablere et nordisk hjemmemarked eller med andre ord fjerne grensehindringene for næringslivet i Norden, betydningen av å etablere en global ekspertise innen forskningen i Norden og betydningen av å tiltrekke seg kvalifisert arbeidskraft og forskere. Utover dette understrekes det at utviklingen av clusters blir mer formåltjenlig i større regioner enn i små land som de nordiske uten tvil er. Jeg kan skrive helhjertet under på alt dette.</p> <p>I denne sammenhengen kan jeg ikke la være å nevne det nordiske toppforsknings-initiativet som ble satt i gang som en oppfølging av Punkaharju-erklæringen. Det foreligger nå et ambisiøst forslag om et sterkt nordisk toppforskningsprogram innen energi, klima og miljø. Målsettingen er å integrere nordisk spisskompetanse og innovasjon i dette forskningssamarbeidet, koble inn næringslivet og tilgodese både nasjonale og nordiske interesser. Det er her tale om et mye større initiativ enn vi noen gang tidligere har sett i nordisk samarbeid. Om vi blir enige om å realisere toppforskningsinitiativet, kan det føre til resultater av betydelig nordisk og global verdi. Vi kan dermed ikke bare slå to fluer, men en hel rekke fluer, i én smekk. Vi får synergieffekt, vi støtter opp under nordisk ekspertise på forsknings- og innovasjonsområdet og vi gir et forhåpentligvis betydelig bidrag til å løse klimaproblematikken i verden. Utover dette skulle dette kunne støtte opp under næringslivets internasjonalisering i det globale markedet og bidra til dannelsen av clusters i Norden. På klima-, energi- og miljøområdene har vi mye å gi i global sammenheng, og mye å vinne.</p> <p>Før jeg slutter, vil jeg komme med en refleksjon omkring mangfoldet som ressurs. Vi i Norden er ganske flinke til å bruke de menneskelige ressursene vi råder over, men vi kan gjøre det enda bedre - i våre land finnes det ubrukte menneskelige rikdommer som bare venter på å bli satt i virksomhet. Og vi kan bli bedre til å tiltrekke oss arbeidskraft og kunnskap utenfra. Når det kommer til stykket er det nemlig menneskene selv som skaper merverdiene. Uten våre egne kunnskaper, evner og oppfinnsomhet ville det ikke skjedd mye. Vi skal ikke glemme at alle de nordiske landene blir klassifisert som små &ndash; det samlede innbyggertallet er ikke mer enn ca. 25 millioner. I Island er vi bare 300 tusen og for oss er det særdeles viktig at alle arbeidsføre hender bidrar til felles verdiskapning. Og dette gjelder også for Norden forøvrig. Etter islandsk tradisjon begynner man å arbeide i ganske ung alder, og mange fortsetter i jobben helt til 70-års alderen. Vel 84% av kvinnene er aktive på arbeidsmarkedet og vel 91% av mennene &ndash; i Norden er det bare Færøyene som viser høyere tall, noe som kanskje sier noe om små økonomiers behov for å utnytte sine menneskelige ressurser fullt ut. Vi har rett og slett ikke råd til å gjøre det vanskelig for grupper av mennesker å delta i arbeidslivet på grunn av deres kjønn, alder, utdannelse, handikap, nasjonalitet, hudfarge eller andre ting som vi velger å basere våre fordommer på. Mangfold på arbeidsplassene fostrer innovativ tenking &ndash; det sporer til nye idéer og originale løsninger på problemer og utførelsen av oppgaver. Graden av innovasjon er et nøkkelelement når det gjelder den globale konkurranseevnen &ndash; mangfold på arbeidsmarkedet er akkurat en av drivkreftene for innovasjonen og dette har vi i Norden alle forutsetninger for å utnytte.</p> <br /> <br />

2008-03-28 00:00:0028. mars 2008Ræða forsætisráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands

<p>Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flutti í dag ræðu á ársfundi Seðlabanka Íslands. Þar sagði hann meðal annars:</p> <p>&bdquo;Allt bendir til að lokið sé að sinni mikilli uppsveiflu í íslensku efnahagslífi. ...Gangi spár eftir mun því augljóslega slá verulega á þenslu í efnahagslífinu og hagkerfið leita jafnvægis á ný eftir ár mikillar uppbyggingar... Hins vegar gerir það stöðuna flóknari að nú fara saman þær fyrirséðu innlendu aðstæður, sem ég hef lýst, og þær óvæntu breytingar á erlendum fjármálamörkuðum, sem enginn gat séð fyrir og við höfum ekki á okkar valdi.&ldquo;</p> <p>&bdquo;Þegar horft er á staðreyndir í efnahagslífi okkar kemur í ljós að öllum hagtölum og hagspám ber í meginatriðum saman um að horfurnar séu góðar, staða efnahagsmála sé í meginatriðum sterk og staða bankanna traust. Þetta hefur verið rækilega staðfest af þekktum erlendum fræðimönnum...&ldquo;<br /> <br /> &bdquo;Mikill hagvöxtur síðustu ár hér á landi ásamt velheppnaðri einkavæðingu hefur skilað sér í góðri afkomu ríkissjóðs sem meðal annars hefur verið nýtt til að greiða niður skuldir. Hreinar skuldir ríkissjóðs eru nú litlar sem engar og geta fá vestræn ríki státað af slíkri stöðu. Það þýðir að ríkissjóður hefur mikinn fjárhagslegan styrk og getur tekið að láni verulegar fjárhæðir ef á þarf að halda. Það er því engum vafa undirorpið að ríkissjóður og Seðlabankinn gætu hlaupið undir bagga ef upp kæmi alvarleg staða í bankakerfinu. Ég hef ítrekað verið spurður um þetta af erlendum aðilum á liðnum vikum og hef ávallt svarað því til að íslensk stjórnvöld muni við slíkar aðstæður hiklaust grípa til sömu aðgerða og ábyrg stjórnvöld annars staðar. Þetta vil ég árétta nú.&ldquo;</p> <p>Lokaorð forsætisráðherra voru:</p> <p>&bdquo;Íslenskt bankakerfi og íslensk efnahagsmál standa traustum fótum þótt á móti blási um þessar mundir. Kerfisbundið afnám ýmiss konar hafta í efnahagsstarfseminni á síðustu fimmtán árum eða svo, einkavæðing, markvissar skattalækkanir og alþjóðavæðing íslensks atvinnulífs hafa þegar skilað stórfelldum ávinningi og lagt grunninn að nýju framfaraskeiði á komandi árum. Við munum hiklaust halda áfram á þeirri braut þegar við höfum unnið okkur út úr þeim tímabundnu erfiðleikum sem nú steðja að.&ldquo;</p> <p> </p> <p><a href="/media/forsaetisraduneyti-media/media/Raedur_og_greinar_radherra/Rada_rh._Sedlabanka_isl.pdf">Ræða forsætisráðherra</a></p> <p> </p> <p> </p> <p> Reykjavík 28. mars 2008<br /> <br /> </p>

2008-03-14 00:00:0014. mars 2008Forsætisráðherra Geir H. Haarde hélt í dag ræðu á fundi fastafulltrúa frönskumælandi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna

<p>Forsætisráðherra Geir H. Haarde hélt í dag ræðu á fundi fastafulltrúa frönskumælandi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna ( La Francophonie) til kynningar á framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. (ræðan er á frönsku)</p> <p><a href="/media/forsaetisraduneyti-media/media/Raedur_og_greinar_radherra/Declaration_de_S.doc">Ræða forsætisráðherra</a></p> <p> Reykjavík 14. mars 2008</p> <br /> <br />

2008-03-13 00:00:0013. mars 2008Forsætisráðherra, Geir H. Haarde flutti ræðu á árlegri ráðstefnu Íslensk- ameríska viðskiptaráðsins í New York í dag

<p>Forsætisráðherra, Geir H. Haarde flutti ræðu á árlegri ráðstefnu Íslensk- ameríska viðskiptaráðsins í NY í dag.<br /> Í ræðunni fjallaði hann um stöðu íslenkra efnahagsmála og þær miklu breytingar sem orðið hefðu á allri umgjörð efnahagsmála síðustu 15 ár. (ræðan er á ensku)</p> <p><a href="/media/forsaetisraduneyti-media/media/Raedur_og_greinar_radherra/rada_GHH_130308.doc">Ræða forsætisráðherra</a> og <a href="/media/forsaetisraduneyti-media/media/D_Glaerur/IACC_conference_NYC_130308.ppt">glærur</a><br /> </p> <p> Reykjavík 13. mars 2008<br /> </p>

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira