Hoppa yfir valmynd

Staðfesting skjala / Apostillur

Lögmæti íslenskra skjala staðfest, Apostille

Algengt er að votta þurfi lögmæti skjala frá einu landi til annars með formlegri staðfestingu sem kallast Apostille milli aðildarríkja Haag-samningsins um afnám áskilnaðar um staðfestingu erlendra skjala. Utanríkisráðuneytið sér um að votta að tiltekin skjöl séu íslensk að uppruna og að stjórnvaldið sem gaf skjalið út, eða stimplaði, hafi í raun gert það. 

Athugið að það felur ekki í sér staðfestingu á innihaldi skjalsins.

Gjaldtaka fyrir staðfestingu skjala

Fyrir hvert staðfest skjal er innheimt gjald kr. 2.500, sbr. 9. gr. laga nr. 88/1991 um aukatekjur ríkissjóðs.

Skilyrði

Hvaða skjöl staðfestir Utanríkisráðuneytið?

  • Frumrit flestra skjala sem íslensk stjórnvöld hafa gefið út, s.s. Þjóðskrá, Ríkisskattstjóri ofl.  Biðja stjórnvöld og stofnanir um enska útgáfu skjalanna en kanna þarf hjá viðtakanda þeirra hvaða kröfur þar eru gerðar um  tungumál skjala.   
  • Önnur íslensk skjöl (þ.m.t. afrit opinberra skjala) sem þegar hafa verið notarial vottuð hjá sýslumanni („notarius publicus”), með stimpli og undirskrift.
  • Löggiltir skjalaþýðendur geta þýtt skjöl á önnur tungumál og er ráðlegt að fá þýðinguna stimplaða hjá sýslumanni áður en komið er með hana  til staðfestingar í utanríkisráðuneytinu. Skrá yfir löggilta skjalaþýðendur og dómtúlka má finna á vef sýslumanna.

Framkvæmd

  • Ganga þarf úr skugga um að skjölin uppfylli ofangreindar kröfur og tilgreina í hvaða landi á að framvísa skjalinu. Sé viðtökuríkið aðili að Haag-samningnum  er skjalið staðfest með Apostille stimpli.
  • Senda má skjölin í pósti eða afhenda þau í afgreiðslu utanríkisráðuneytisin, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík, ásamt kvittun fyrir greiðslu úr greiðslugátt ísland.is, kr. 2.500 fyrir hvert skjal.

Framvísun skjals í ríki sem ekki á aðild að Haag-samninginum  

  • Þegar nota á opinbert íslenskt skjal í ríki sem ekki á aðild að Haag-samningnum þarf sk. tvöfalda staðfestingu á skjalið, eða keðjustimplun:
    1. Utanríkisráðuneytið vottar að skjöl séu íslensk og gefin út af þar til bæru stjórnvaldi. Ath! Ef mikið er í húfi getur verið gott að hafa skjalið einnig Notarial vottað hjá sýslumanni, þó það sé ekki krafa.
    2. Sendiráð þess ríkis gagnvart Íslandi, þar sem framvísa á skjölunum staðfestir að utanríkisráðuneytið sé íslenskt stjórnvald sem bært sé til staðfestingar íslenskra skjala.
  • Kanna þarf hjá viðkomandi sendiskrifstofu erlenda ríkisins hvernig hægt afla staðfestingar hennar og hver kostnaður við það er.
  • Upplýsingar um sendi- og ræðisskrifstofur erlendra ríkja gagnvart Íslandi er að finna á vef stjórnarráðs Íslands.

Sækja um og greiða

Uppfylli skjölin ofangreindar kröfur er sótt um staðfestingu / Apostille rafrænt á Ísland.is og greitt kr. 2.500 fyrir hvert skjal. 

Sækja um og greiða á Ísland.is

Síðast uppfært: 3.11.2021
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum