Hoppa yfir valmynd

Þingmálaskrá 150. löggjafarþings 2019–2020

Samkvæmt 1. mgr. 47. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, skal fylgja eftirriti stefnuræðu forsætisráðherra við upphaf þings yfirlit um þau mál sem ríkisstjórn hyggst leggja fram á þinginu ásamt áætlun um hvenær þeim verður útbýtt. Yfirlit fyrir 150. löggjafarþing fer hér á eftir. Fram kemur hvenær ætlunin er að leggja mál fram. Flutt kunna að verða fleiri mál en getið er og atvik geta hindrað flutning einstakra mála. Í samræmi við 2. mgr. 47. gr. laganna mun ríkisstjórnin jafnframt við upphaf vetrarþings, að loknu jólahléi, afhenda forseta Alþingis endurskoðaða áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi.

Ný mál eru auðkennd með því að þeim fylgir lýsing á efni.

Endurskoðuð áætlun um framlagningu þingmála á vetrar- og vorþingi 2020

Forsætisráðherra

Áætlaður útbýtingar- dagur eða staða máls
_____________________
1.
Frumvarp til laga um vernd uppljóstrara. 
September – lagt fram.
2.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarhald og nýtingu fasteigna (heimildir aðila utan EES-svæðisins o.fl.). [Breytt frumvarp.]
Október → 28. febrúar.
3.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998 (leyfisveitingar, málsmeðferð o.fl.). 
Október – lagt fram.
4.
Frumvarp til laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands. [Breytt heiti frumvarps.]
Nóvember → 20. janúar.
5.
Frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum, nr.140/2012 (réttarstaða þriðja aðila).
Nóvember → 9. mars.
6.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007, nr. 47/2010 (lokauppgjör). 
Janúar → 16. mars.
7.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða nýtingu orkuauðlinda á opinberu forræði (nýtingarleyfi).
Febrúar → 16. mars.
8.
Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttis­málum fyrir tímabilið 2020–2023, sbr. 11. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008.
September – lögð fram.
9.
Tillaga til þingsályktunar um arfleifð Jóns Sigurðssonar. 
Felld niður.
10. 
Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd þingsályktana frá árinu 2018. 
Október – lögð fram
11.
Skýrsla forsætisráðherra um málefni þjóðlendna.
31. maí.
12.
Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd upplýsingalaga.
31. maí.
13.
Frumvarp til laga um heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæsta­réttar í máli nr. 521/2017. 
[Utan þingmálaskrár.]
September – lagt fram.
14.
Tillaga til þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni á öllum skólastigum, ásamt áætlun fyrir árin 2021–2025.
Tillagan felur í sér að komið verði á skipulögðum forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, sem verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum og einnig eigi sér stað innan listkennslu, frístundaheimila og félagsmiðstöðva, íþrótta- og æskulýðsstarfs og í öðru tómstundastarfi. Tillögunni fylgir jafnframt aðgerðaáætlun fyrir árin 2021–2025.
16. mars.

Dómsmálaráðherra

1.
Frumvarp til laga um skaðabætur vegna ærumeiðinga.
September – lagt fram.
2.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlend­inga (alþjóðleg vernd og brottvísunar­tilskip­unin).
September → 29. febrúar.
3.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952 (biðtími vegna refsinga o.fl.).
September – lagt fram.
4.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008 (haldlagning).
September – lagt fram.
5.
Frumvarp til laga um Landhelgisgæslu Íslands, nr. 52/2006, o.fl. (aðstaða fyrir alþjóðlegt leitar- og björg­unarsamstarf) 
Fellt niður.
6.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla, nr. 50/2016, lögum um meðferð einka­mála, nr. 91/1991, og lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008 (endurupptaka dæmdra mála).
Október – lagt fram.
7.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í hér­aði, nr. 50/2014 (skipting embættisverka milli sýslumanna).
Fellt niður.
8.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla, nr. 50/2006 (hagsmunaskráning dóm­ara). 
Nóvember → 31. mars.
9.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kyrr­setn­ingu, lögbann o.fl., nr. 31/1990 (lögbann á tjáningu). 
Nóvember → 31. mars.
10.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um gjald­þrota­skipti o.fl., nr. 21/1991 (atvinnurekstrar­bann, fyrn­ing­ar­tími krafna).
Nóvember → 31. mars.
11.
Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr.76/2003, og fleiri lögum (skipt búseta barna).
Nóvember → 29. febrúar.
12.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlend­inga, nr. 80/2016 (skilyrði dvalarleyfa).
Nóvember → 31. mars.
13.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útgáfu og notkun nafnskírteina, nr. 25/1965 (nafnskírteini).
Janúar → 31. mars.
14.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð saka­mála, nr. 88/2008 (bótafjár­hæð­ir).
Febrúar → 31. mars.
15.
Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegning­ar­lögum, nr. 19/1940 (ábyrgð lög­aðila).
Febrúar → 31. mars.
16.
Frumvarp til laga um landamæri.
Fellt niður.
17.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi, nr. 16/2006 (ýmsar breyt­ing­ar).
29. febrúar.
18.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannanöfn, nr. 45/1996 (rýmkun skilyrða).
31. mars.
19.
Frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum, nr.75/1998 (sala á framleiðslustað).
29. febrúar.
20.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um happdrætti, nr. 38/2005 (netspilun). 
Fellt niður.
21.
Frumvarp til laga um breytingu á þinglýsingalögum og lög­um um skráningu og mat fasteigna (aflýsingar). [Utan þingmálaskrár.]
Nóvember – lagt fram.
 
22.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar o.fl. (ýmsar breytingar vegna viðbótarsamnings íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar). [Utan þingmálaskrár.]
Nóvember → 31. mars.
23.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr.140/2018 (5. peningaþvættistilskipunin).
Í frumvarpinu er kveðið á um ýmsar breytingar sem leiða af innleiðingu á 5. peningaþvættistilskipun ESB2018/843. Meðal annars er lagt til að til verði skrá yfir eigendur banka­reikn­inga sem yfirvöld geta nýtt við eftirlit og rann­sókn­ir á pen­inga­­þvætti og fjármögnun hryðjuverka.
31. mars.

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

1.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um neytendalán, nr. 33/2013, og lögum um greiðslu­þjónustu, nr. 120/2011 (innheimta gjalda og kostnaðar af neytendalánum). 
September – lagt fram.
2.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991 (búsetuskilyrði EES-borgara)
September – lagt fram.
3.
Frumvarp til laga um félög til almannaheilla. 
September – lagt fram.
4.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um samvinnu stjórn­­valda á Evrópska efnahagssvæð­inu um neytenda­vernd, nr. 56/2007 (samvinna eftirlitsstjórnvalda).
Október – lagt fram
5.
Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005 (almenn endurskoðun og norrænn sam­starfs­samn­ingur).
Október → 31. janúar
6.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar (einföldun regluverks).
Október – lagt fram.
7.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi, nr. 41/2015 (breytingar í kjölfar ábendinga frá Ríkisendurskoðun). 
Fellt niður.
8.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995 (hluthafar, milliliðir).
Nóvember → 31. mars.
9.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um samvinnu­félög, nr. 22/1991 (innlánsdeildir samvinnu­félaga).
Nóvember – lagt fram.
10.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, lögum um hluta­félög, nr. 2/1995, og lögum um einkahlutafélög, nr. 138/1994 (vanskil ársreikninga).
Nóvember – lagt fram.
11.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um árs­reikn­­inga, nr. 3/2006 (endurskoðunar­nefndir, leigusamningar, gagn­sæi í rekstri stærri óskráðra félaga).
Nóvember → 28. febrúar.
12.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015 (efling neytenda­verndar).
Nóvember → 31. mars.
13.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tímabundnar end­urgreiðslur vegna kvikmynda­gerðar á Íslandi, nr.43/1999 (skilyrði endurgreiðslu).
Nóvember → 31. mars.
14.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um leigu skrán­ing­ar­skyldra ökutækja, nr. 65/2015 (breytingar á við­ur­laga­ákvæðum).
Nóvember – lagt fram.
15.
Frumvarp til laga breytingu á lögum um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, nr. 98/2004 (jöfnun dreifikostnaðar raforku). 
Nóvember → 31. mars.
16.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Fram­kvæmda­sjóð ferðamannastaða, nr. 75/2011 (markmið laganna).
Nóvember → 28. febrúar.
17.
Frumvarp til laga um Orkusjóð.
Janúar → 28. febrúar.
18.
Frumvarp til laga um sáttamiðlun og kvartanir vegna brota íslenskra fyrirtækja á réttindum aðila í alþjóðlegum við­skipt­um. 
Fellt niður.
19.
Frumvarp til laga um ráðstafanir gegn óréttmætri tak­mörk­un á netumferð og annarri mismunun sem byggist á því hvert þjóðerni viðskiptavinar er (bann við mismun­un). [Breytt heiti frumvarps.]
28. febrúar.
20.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um endurnýjan­legt eldsneyti í samgöngum á landi, nr. 40/2013 (skýrslu­skil o.fl.). 
28. febrúar.
21.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orku­notk­un, nr. 72/1994 (orkumerkingar). 
28. febrúar.
22.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vörumerki, nr. 45/1997 (málsmeðferð o.fl.).
28. febrúar.
23.
Frumvarp til laga um viðskiptaleyndarmál.
31. mars.
24.
Frumvarp til laga um sjóð til fjárfestinga á sviði nýsköp­un­ar.
31. mars.
25.
Skýrsla ráðherra um raforkumálefni.
31. mars.
26.
Frumvarp til laga um skráningarskyldu félaga til almanna­heilla með starfsemi yfir landamæri. 
[Utan þingmálaskrár.]
Október – lagt fram.
27.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnu­þró­un, nr. 75/2007 (almenn endurskoðun).
Með frumvarpinu er lagt til að verkefni og hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verði endurskoðuð.
31. mars.

Félags- og barnamálaráðherra

1.
Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
September – lagt fram.
2.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almennar íbúðir, nr. 52/2016 (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda o.fl.). 
Október – lagt fram.
3.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttinda­gæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011 (endurskoðun stjórn­valds­ákvarð­ana o.fl.). 
Fellt niður
4.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðnings­þarfir, nr. 38/2018 (heimildir og hlutverk sérfræðiteymis). 
Fellt niður
5.
Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum, nr. 36/1994 (bætt réttarstaða og húsnæðis­öryggi leigjenda).
Nóvember → 20. febrúar.
6.
Frumvarp til laga um félagslegan stuðning við aldraða.
Nóvember → 1. febrúar.
7.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000 (lenging fæðingarorlofs).
Nóvember – lagt fram.
8.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni inn­flytjenda, nr. 116/2012 (heimildir og hlutverk Fjöl­menn­ingar­seturs). 
Nóvember – lagt fram.
9.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (endurskoðun ákvæðis).
Nóvember – lagt fram.
10.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998 (upplýsingar um húsnæðis­mál).
31. mars.
11.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almanna­tryggingar, nr. 100/2007 (hálfur líf­eyrir).
Febrúar – lagt fram.
12.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannvirki, nr. 160/2010 (endurskoðun bygging­ar­mála).
31. mars.
13.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (hleðslubúnaður fyrir rafbíla). [Breytt heiti frum­varps.]
Mars → 21. janúar.
 
14.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998 (fyrstu kaup íbúðar­húsnæðis).
31. mars.
15.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er gilda á vinnu­markaði (félagsleg undirboð og stuðningur stjórn­­valda við lífskjarasamninga). 
31. mars.
16.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, nr. 80/1938 (Félagsdómur).
31. mars.
17.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félags­þjón­ustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 (endur­skoðun á þjónustu við börn og fjölskyldur). 
Fellt niður.
18.
Frumvarp til laga um barnavernd.
Fellt niður.
19.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Grein­ingar- og ráð­gjafa­stöð ríkisins, nr. 83/2003 (endur­skoð­un á þjón­ustu við börn og fjölskyldur). 
Fellt niður.
20.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu- og þekkingar­miðstöð fyrir blinda, sjónskerta og ein­stakl­inga með sam­þætta sjón- og heyrnarskerðingu, nr.160/2008 (endur­skoð­un á þjónustu við börn og fjöl­skyldur). 
Fellt niður.
21.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðslu­aðlögun einstaklinga, nr. 101/2010 (endur­skoðun lag­anna). 
Fellt niður.
22.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (búsetutengd réttindi). [Sameinað máli nr. 23.]
Fellt niður.
23.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í tengslum við mat á vinnufærni einstaklinga og greiðslur úr almanna­trygg­inga­kerfinu (mat á vinnufærni og framfærsla).
[Breytt heiti frumvarps.]
Apríl → 31. mars.
24.
Frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðar­mála.
Með frumvarpinu er lagt til að sett verði sérstök lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Löggjöfinni er m.a. ætlað að styrkja lagagrundvöll Gæða- og eftirlitsstofn­un­ar félags­þjón­ustu og barnaverndar en í dag er stofnunin starf­rækt sem ráðu­neyt­is­stofnun, sbr. 17. gr. laga um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011. Jafnframt verður hluti þeirra verkefna sem Barna­vernd­ar­stofa annast í dag fluttur til nýrrar stofnunar.
31. mars.
25.
Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002 (endurskoðun á hlutverki Barnaverndar­stofu o.fl.).
Frumvarpinu er ætlað að aðlaga skipan Barnaverndarstofu að nýjum lögum um samþættingu velferðarþjónustu í þágu barna og nýjum lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun vel­ferð­ar­mála.
31. mars.
26.
Frumvarp til laga um samþættingu velferðarþjónustu í þágu barna.
Með frumvarpinu er lagt til að sett verði sérstök lög um samþætt­ingu velferðarþjónustu í þágu barna og barna­fjöl­skyldna. Megin­markmið laganna er að þau börn og barna­fjöl­skyld­ur sem á þurfa að halda hafi aðgang að vel­ferðar­þjónustu við hæfi án hindrana. Löggjöfin leysir ekki af hólmi gildandi lög um þjónustu við börn og fjölskyld­ur en markmiðið er að tryggja betri samfellu og sam­hæfingu í þeirri þjónustu sem þegar er veitt af hinum ýmsu aðilum íslensks velferðarkerfis.
31. mars.

Fjármála- og efnahagsráðherra

1.
Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019. 
September – lagt fram.
2.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 (tekju­frumvarp, safnlög).
September – lagt fram.
3.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987 (tekjuskattur einstaklinga, barna­bæt­ur).
September – lagt fram.
4.
Frumvarp til laga um þjóðarsjóð.
September – lagt fram.
5.
Frumvarp til laga um staðfestingu ríkisreiknings.
September – lagt fram.
6.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna skattlagningar tekna erlendra lögaðila í lágskatta­ríkj­um, samsköttunar félaga, takmörkunar á frádrætti vaxta­­gjalda og skatt­lagn­ingar útsendra starfsmanna (sam­sköttun, CFC-félög o.fl.).
September – lagt fram.
7.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, nr. 155/2010 (skatthlutfall).
September – lagt fram.
8.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteigna­lán til neytenda, nr. 118/2016 (viðskipti lánamiðlara yfir landa­mæri). 
September → 28. febrúar.
9.
Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2019.
September – lagt fram.
10.
Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum og fleiri lögum (fyrirkomulag tollafgreiðslu og tollgæslu).
September – lagt fram.
11.
Frumvarp til laga um um breytingu á ýmsum lögum um skattlagningu ökutækja (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.).
Október – lagt fram.
12.
Frumvarp til laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda.
Október – lagt fram.
13.
Frumvarp til laga um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármála­gerninga. 
Október – lagt fram.
14.
Frumvarp til laga um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja. 
Október – lagt fram.
15.
Frumvarp til laga um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. 
Október – lagt fram.
16.
Frumvarp til laga um markaði fyrir fjármálagerninga.
Október → 31. mars.
17.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001 (takmarkanir á notkun verð­tryggingar í lánssamningum til neytenda). 
Október → 20. janúar.
18.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign (lífskjarasamningar og fleira). [Breytt heiti frumvarps.]
Október → 15. mars.
 
19.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, nr. 111/2016 (tilgreind séreign og stuðningur til þeirra sem ekki hafa átt íbúðarhúsnæði í fimm ár). [Sameinað máli nr. 18.]
Fellt niður.
20.
Frumvarp til laga um umbótamál ríkisins.
Október → 7. febrúar.
21.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðafjár­skatt, nr. 14/2004 (þrepaskipting).
Október → 31. mars.
 
22.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stimpil­gjald, nr. 138/2013 (afnám stimpil­gjalds­skyldu skipa).
Október – lagt fram.
23.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátrygginga­starfsemi og lögum um fjármála­fyrirtæki (búsetu­skil­yrði, til­grein­ing eignarhluta, endurskipu­lagningar­­ráð­stafan­ir og slita­með­ferð).
Nóvember → 28. febrúar.
24.
Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, nr.88/2005 (raf­ræn skil og greiðslur, vöruvalsreglur, inn­flutn­ingur mat­væla o.fl.).
Nóvember → 20. janúar.
25.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (ýmsar breytingar).
Nóvember – lagt fram.
26.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, og lögum um staðgreiðslu skatts á fjár­magnstekjur, nr. 94/1996 (stofn fjármagnstekju­skatts).
Fellt niður.
27.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002 (varnarlína um fjárfestingarbankastarfsemi). 
28. febrúar.
28.
Frumvarp til laga um sérleyfissamninga vegna afnota af landi í eigu ríkisins.
Nóvember → 14 mars.
29.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ríkisábyrgðir, nr. 121/1997 (endurskoðun heildarlaga).
Fellt niður.
 
30.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013 (gjaldstofn).
31. janúar.
31.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (milliverðlagning o.fl.).
31. janúar.
 
32.
Frumvarp til laga um brottfall ýmissa laga (úrelt lög). 
20. janúar.
33.
Frumvarp til laga um meðferð ríkisaðstoðarmála.
Fellt niður.
34.
Frumvarp til laga um opinberar framkvæmdir og fast­eigna­­um­sýslu ríkisins.
Fellt niður.
35.
Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, nr.88/2005 (persónuupplýsingar, aðgerðir gegn peninga­þvætti o.fl.).
31. mars.
36.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármála­fyrir­tæki, nr. 161/2002 (CRD IV og CRR). 
31. mars.
37.
Frumvarp til laga um fjárhagslegar viðmiðanir. 
28. febrúar.
38.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðis­auka­skatt, nr. 50/1988 (byggingastarfsemi, almenn­ings­sam­göngur o.fl.).
31. mars.
39.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um trygginga­gjald, nr. 113/1990 (fyrirkomulag trygginga­gjalds).
31. mars.
40.
Tillaga til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2021–2025.
27. mars.
41.
Frumvarp til laga um úrvinnslu eigna og skulda ÍL-sjóðs vegna uppsafnaðs vanda Íbúðalánasjóðs. [Utan þing­mála­skrár.]
Nóvember – lagt fram.
 
42.
Frumvarp til laga um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum mark­aði. [Utan þingmálaskrár.]
Desember – lagt fram.
43.
 
Frumvarp til laga um upplýsingaskyldu útgefenda verð­bréfa (gagnsæi upplýsinga).
Með frumvarpinu eru lögð til ný heildarlög um gagnsæi í tengslum við upp­lýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipu­leg­an markað með brottfellingu viðeigandi ákvæði laga um verðbréfaviðskipti, nr.108/2007. Frum­varp­ið felur einnig í sér innleiðingu á til­skipun 2013/50/ESB sem kveður á um breytingar á tilskipun 2004/109/EB (gagnsæis­tilskip­un­inni), með síðari breyting­um.
31. mars.
 
44.
 
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði o.fl. (skilgreining á virkum eignarhlut, réttarstaða við ógjaldfærnimeðferð o.fl.)
Í frumvarpinu verða lagðar til tæknilegar breytingar á lögum á vátryggingamarkaði, þ.e. lögum um vátrygginga­starf­­semi, nr. 100/2016, lögum um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019, og lögum um ökutækjatryggingar, nr.30/2015, þar á meðal til að bregðast við athugasemdum frá Eftir­­lits­stofnun EFTA.
31. mars.

Heilbrigðisráðherra

1.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana og fíkniefni, nr. 65/1994 (neyslurými).
Október – lagt fram
2.
Frumvarp til lyfjalaga.
Október – lagt fram.
3.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (fyrirkomulag á innheimtu gjalds).
Nóvember – fellt niður.
4.
Frumvarp til breytingu á ýmsum lögum vegna laga um per­sónu­vernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 (EES-reglur).
Nóvember – lagt fram
5.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007 (skilgreining þjónustu o.fl.). 
Nóvember – lagt fram
6.
Frumvarp til laga um lækningatæki.
31. janúar.
7.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratrygg­ing­ar, nr. 112/2008 (stjórn og eftirlit). 
28. febrúar.
8.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um slysatrygging­ar almannatrygginga, nr. 45/2015 (ýmsar breyt­ingar). 
Febrúar → 31. mars.
9.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga, nr. 110/2000, og lögum um vís­inda­rannsóknir á heilbrigðissviði, nr. 44/2014 (aðgangur að heil­brigðis­­gögnum). 
31. mars.
10.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir, nr. 6/2002 (EES-reglur).
31. mars.
11.
Tillaga til þingsályktunar um siðferðileg gildi og forgangs­röðun í heilbrigðisþjónustunni.
31. mars.
12.
Skýrsla ráðherra til Alþingis – heilbrigðisstefna til ársins 2030; aðgerðaáætlun 2020–2025. 
31. mars.

Mennta- og menningarmálaráðherra

1.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla, nr.38/2011 (stuðningur við rekstur einkarekinna fjölmiðla).
September – lagt fram.
2.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um viðurkenningu á menntun og hæfi til starfa hér á landi, nr.26/2010 (evrópskt fagskírteini, vinnustaðanám o.fl.). 
September – lagt fram.
3.
Frumvarp til sviðslistalaga. 
September – lagt fram.
4.
Frumvarp til laga um Menntasjóð námsmanna. 
[Breytt heiti frumvarps.]
Nóvember – lagt fram.
5.
Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972 (aðgengi lestrarhamlaðra að út­gefnu efni). 
Nóvember → 24. febrúar.
6.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningar­málaráðuneytis vegna gildistöku laga um persónuvernd og vinnslu per­sónu­upplýsinga, nr.90/2018 (heimildir til vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga).
16. mars.
7.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á mál­efna­sviði mennta- og menningar­mála­ráðuneytis vegna gildis­töku laga um opinber fjármál, nr. 123/2015 (samn­ings­gerð við einka­rekna aðila). 
30. mars.
8.
Tillaga til þingsályktunar um menntastefnu Íslands til árs­ins 2030. 
30. mars.
9.
Skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra um fram­kvæmd skólastarfs í framhaldsskólum skólaárin 2013–2014, 2014–2015 og 2015–2016.
Desember → 24. febrúar.
10.
Frumvarp til laga um breytingar á fjölmiðlalögum nr.38/2011 (lögsaga yfir mynddeiliveitum o.fl.). 
Innleiðing á til­skip­un Evrópuþingsins og ráðsins 2018/1808 ESB um samræmingu tiltekinna ákvæða í lögum og stjórn­sýslu­­fyrirmælum í aðildarríkjunum um hljóð- og mynd­miðlun­ar­þjónustu.
24. febrúar.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

1.
Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga.
September – lagt fram.
2.
Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta (samlegðaráhrifa­til­skip­­­un­in). 
September – lagt fram.
3.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varð­skipa, skemmti­báta og annarra skipa, nr. 30/2007 (mönnunarkröfur).
September – lagt fram.
4.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (Jöfnunar­sjóður sveitarfélaga). 
Október – lagt fram.
5.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fisk­veiðar (alþjóðlegar skuldbindingar).
Október – lagt fram.
6.
Frumvarp til laga um leigubifreiðar. 
Nóvember – lagt fram.
7.
Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007 (gjaldtaka af umferð). 
Nóvember - fellt niður.
8.
Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. [Breytt heiti frumvarps.]
Nóvember → 24. janúar.
9.
Frumvarp til laga um landshöfuðlénið .is
Nóvember → 14. febrúar.
10.
Frumvarp til laga um fjarskipti (heildarendurskoðun). 
28. febrúar.
11.
Frumvarp til laga um skip. 
28. febrúar.
12.
Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (stefnumótun í málefnum sveitarfélaga).
31. mars.
13.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jöfnun á flutn­ings­kostnaði olíuvara, nr. 103/1994 (breytt fyrirkomu­lag jöfn­unar).
31. mars.
14.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 32/2004 (grund­völl­ur gjaldtöku).
Mars – fellt niður.
15.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftferðir, nr.60/1998 o.fl. (EES-reglur).
31. mars.
16.
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkis­ins um málefni sveitarfélaga 2019‑2033.
Október – lögð fram.
17.
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020–2024.
Október – lögð fram.
18.
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020–2034.
Október – lögð fram.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

1.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997, og lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (stjórn veiða á grá­sleppu).
September – lagt fram.
2.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lax og silungsveiði, nr. 61/2006 (minnihlutavernd, gerð arðskrár o.fl.). 
Október – lagt fram.
3.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um opinbert eftirlit (einföldun regluverks).
Október – lagt fram.
4.
Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr.99/1993, og tollalögum, nr. 88/2005 (út­hlutun tollkvóta).
Október – lagt fram.
5.
Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr.99/1993 (endurskoðun búvörusamninga).
Nóvember – lagt fram.
6.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990 (sóttkví og einangr­unar­stöðvar).
15. febrúar.
7.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar (einföld­un regluverks).
Febrúar → 15. mars.
8.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (eftirlit Fiskistofu o.fl.).
15. mars.
9.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fisk­veiða, nr. 116/2006 (byggða­ráðstafanir o.fl.).
15. mars.
10.
Tillaga til þingsályktunar um áætlun um meðferð og ráð­stöf­un aflamagns sem dregið er frá heildarafla skv. 5.mgr. 8. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.
15. mars.
11.
Skýrsla um aðgerðaáætlun um að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnis­aðstöðu inn­lendr­ar matvælaframleiðslu. 
Nóvember – lögð fram.

Umhverfis- og auðlindaráðherra

1.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (almannaréttur). 
Október.
2.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunar­varnir, nr. 7/1998 (við­aukar).
Nóvember – lagt fram.
3.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012 (skuldbindingar í lofts­lags­málum, viðskipta­kerfi með losunarheimildir).
Desember → 6. febrúar
4.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003 (EES-reglur, hringrásar­hagkerfið). [Breytt frumvarp.]
28. febrúar.
5.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002 (EES-reglur, fram­lengd fram­leið­endaábyrgð). [Sameinað máli nr. 4.]
Fellt niður.
6.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989 (töluleg söfnunarmarkmið o.fl.). [Sameinað máli nr. 4.]
Fellt niður.
7.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spen­dýr­um. [Breytt heiti frumvarps.]
Febrúar → 15. mars.
8.
Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.
28. febrúar.
9.
Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð. 
[Breytt heiti frumvarps.]
28. febrúar.
10.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúru­vernd, nr. 60/2013 (óbyggð víðerni).
Febrúar → 16. mars.
11.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (vindorka). 
[Breytt heiti frumvarps.]
31. mars.
 
12.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (EES-reglur, hringrásarhagkerfið, plastvörur). [Breytt heiti frumvarps.]
9. mars.
 
13.
Tillaga til þingsályktunar um verndar- og orkunýtingar­áætlun.
28. febrúar.
14.
Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúru­minjaskrár.
Felld niður.

Utanríkisráðherra

1.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Evrópska efna­hagssvæðið, nr. 2/1993 (útganga Bretlands úr Evrópu­sambandinu).
September – lagt fram.
2.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli, nr. 176/2006 (niðurfelling ákvæða varð­andi Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. (Kadeco) o.fl.).
September → 31. mars.
3.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um alþjóðlega þró­unarsamvinnu Íslands, nr.121/2008 (fyrirkomulag og framkvæmd alþjóðlegrar þróunarsamvinnu).
Nóvember → 31. mars.
4.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um utanríkis­þjónustu Íslands, nr. 39/1971 (forstaða í sendi­skrif­stofum o.fl.).
Nóvember → 31. mars.
5.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og fær­eyskrar lögsögu á árunum 2019 og 2020. 
September – lögð fram.
6.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu viðbótar­samnings við Norður-Atlantshafssamning­inn um aðild Norður-Makedóníu.
Október – lögð fram.
7.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sam­eiginlegu EES-nefndarinnar nr.72/2019 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.
Október – lögð fram.
8.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.74/2019 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðl­ar, próf­anir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samn­inginn.
Október – lögð fram.
9.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.78/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. 
Október – lögð fram.
10.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. 
Október – lögð fram.
11.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.91/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn. 
Október – lögð fram.
12.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.125/2019 um breyt­ingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XIX. viðauka (Neyt­enda­­vernd) við EES-samninginn.
Október – lögð fram.
13.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr.190/2019 um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XIX. við­auka (Neytendavernd) við EES-samninginn. 
Október – lögð fram.
14.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 210/2019 um breyt­ingu á I. viðauka (Heilbrigði dýra og plantna) við EES-samning­inn. 
Október – lögð fram.
15.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128/2019 um breyt­ingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn.
Október → 29. febrúar.
16.
Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu heildarsamnings um efnahagslega samvinnu EFTA-ríkjanna og Indónesíu.
Október – lögð fram.
17.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 269/2019 um breyt­ingu á bókun 31 við EES-samninginn, um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins.
Nóvember – lögð fram.
18.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128/2019 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn. 
Nóvember – lögð fram.
19.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2019 um breytingu á IX viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.
Nóvember → 29. febrúar.
20.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 172/2019 um breyt­ingu á XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn. 
Nóvember – lögð fram.
21.
Skýrsla utanríkisráðherra um EES-mál.
September – lögð fram.
22.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sam­eiginlegu EES-nefndarinnar nr. 259/2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 frá 16. apríl 2014 um markaðssvik (reglugerð um markaðssvik) og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/6/EB og tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar 2003/124/EB, 2003/125/EB og 2004/72/EB.
29. febrúar.
23.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu á ákvörðunum sam­eiginlegu EES-nefndarinnar nr. 288/2019 um breyt­ingu á viðauka I (Heilbrigði dýra og plantna) og nr.301/2019 um breytingar á II. viðauka (Tæknilegar reglu­­­gerðir, staðlar, próf­anir og vottun) við EES-samning­inn.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/745 frá 5.apríl 2017 um lækningatæki, um breytingu á tilskipun 2001/83/EB, reglugerð (EB) nr. 178/2002 og reglugerð (EB) nr. 1223/2009 og um niðurfellingu á tilskipunum ráðsins 90/385/EBE og 93/42/EBE og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/746 frá 5. apríl 2017 um lækningatæki til sjúkdóms­greining­ar í glasi og um niður­fell­ingu á tilskipun 98/79/EB og ákvörðun framkvæmdastjórnar­innar 2010/227/ESB.
29. febrúar.
24.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu á ákvörðunum sam­eiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 og 305/2019 um breytingar á IX. viðauka ( Fjármálaþjónusta) við EES-samn­inginn.
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2399 frá 12.desember 2017 um breytingu á tilskipun 2014/59/ESB að því er varðar rétthæð ótryggðra skuldagerninga í réttindaröð við meðferð vegna ógjaldfærni. Auk sex reglugerða sem fela í sér nán­ari útfærslu tilskipunar 2014/59/EB og varða ferli endurreisnar og skilameðferðar lánastofnana og verðbréfafyrirtækja með reglum allt frá fyrirbyggjandi aðgerðum og undirbúningi til framkvæmdar á skilameðferðinni.
29. febrúar.
25.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 302/2019 um breytingu á V. viðauka (Frelsi launþega til flutninga) og bók­un 31 (um samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjór­þætta frelsisins) við EES-samninginn.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/589 frá 13.apríl 2016 um vinnumiðlunarnet Evrópu (EURES-netið), aðgang launafólks að þjónustu vegna hreyfanleika og frekari samþættingu vinnumarkaða, og breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 492/2011 og (ESB) nr. 1296/2013 auk sjö fram­kvæmda­ákvarðana framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/716, (ESB) 2017/1255, (ESB) 2017/1256, (ESB) 2017/1257, (ESB) 2018/170, (ESB) 2018/1020 og (ESB) 2018/1021.
29. febrúar.
26.
Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 311/2019 um breytingu á X. viðauka (Almenn þjónusta) og XIX. viðauka (Neyt­enda­vernd) við EES-samninginn.
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/302 frá 28.febrúar 2018 um ráðstafanir gegn óréttmætum landfræðilegum takmörkunum á netumferð og annarri mismunun sem byggist á því hvert þjóðerni viðskiptavinar er, hvar hann er búsettur eða hvar hann hefur staðfestu á innri markaðnum og um breyt­ingu á reglugerðum (EB) nr. 2006/2004 og (ESB) 2017/2394 og tilskipun 2009/22/EB.
29. febrúar.
27.
Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál.
Árleg skýrsla.
7. maí.
28.
Frumvarp til laga um breytingu á varnarmálalögum, nr.34/2008 (öryggissvæði o.fl.).
Með frumvarpinu eru endurskilgreind mörk núverandi öryggissvæðis við Gunnólfsvíkurfjall.
31. mars.
Síðast uppfært: 11.09.2019
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Yfirlit

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira