Efst á baugi - Nýjustu fréttir

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flytur ávarp í málstofu á Hringborði norðurslóða (Arctic Circle)

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fjallaði um samgöngur á norðurslóðum

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fjallaði um sérstöðu og hlutverk Íslands í samgöngum á norðurslóðum í málstofu á Arctic Circle í dag.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Taro Kono á fundi sínum í dag

Utanríkisráðherrar Íslands og Japans ræddu norðurslóðamál

Málefni norðurslóða, fríverslun og flug voru til umræðu á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, á Keflavíkurflugvelli í morgun.

Forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um umboðsmann barna

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingar á lögum um umboðsmann barna í vikunni. Breytingar þær sem lagðar eru til er m.a. ætlað að styrkja rödd og auka áhrif barna í samfélaginu.
Sir David King

Umhverfis- og auðlindaráðherra ræðir loftslagsbreytingar við Sir David King á Hringborði norðurslóða

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ræðir loftslagsbreytingar við Sir David King í málstofu á Hringborði norðurslóða á laugardag. Hringborð norðurslóða, Arctic Circle, hófst í Hörpu í morgun. Í málstofunni með King verður sjónum beint að loftslagsbreytingum og norðurslóðum.
Katrín Jakobsdóttir og Taro Kono, utanríkisráðherra Japans.

Forsætisráðherra ávarpar Hringborð norðurslóða

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti ávarp við opnun Hringborðs norðurslóða (Arctic Circle Assembly) í morgun. Forsætisráðherra lagði þunga áherslu á loftslagsmál og talaði um nýútkomna skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.
Engin mynd með frétt

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði 2019 vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti

Kynnt hafa verið áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2019 vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti.
Embætti landlæknis

Heilsa Evrópubúa – mat á markmiðum Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar

Nýútkomin Heilbrigðisskýrsla Evrópu 2018 gefur vísbendingar um jákvæða þróun á flestum sviðum þegar mat er lagt á lykilmarkmið heilbrigðisstefnu Evrópu til ársins 2020 sem gefin var út árið 2012. Heilsufarslegur ójöfnuður er hins vegar viðvarandi vandamál, t.d. milli kynja og einnig svæðisbundinn ójöfnuður og er nokkuð fjallað um það í skýrslunni.
Málefni barna

Barnasáttmálaskýrsla í samráðsgátt stjórnvalda

Á samráðsgátt stjórnvalda hafa verið birt drög að skýrslu um framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er hægt að senda inn umsagnir.
Haukur Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Krisján Þór Júlíusson og Sigurður Eyþórsson

Ríkið tekur yfir lífeyrisskuldbindingar Bændasamtaka Íslands – enginn kostnaðarauki því samhliða

Frá næstu áramótum mun ríkið taka yfir lífeyrisskuldbindingar Bændasamtakanna að upphæð 172 m.kr. samkvæmt samningi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri LSR undirrituðu í dag. Samkvæmt samningnum mun framlag ríkisins vegna búvörusamninga lækka árlega um samsvarandi fjárhæð frá og með árinu 2019.
Líf og heilsa

Ráðgjafanefnd skipuð um fagleg málefni blóðbankaþjónustu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu, samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Hlutverk nefndarinnar er að vera heilbrigðisyfirvöldum, Landspítala og blóðbanka spítalans til ráðgjafar um hvaðeina sem lýtur að faglegum þáttum og öryggissjónarmiðum blóðbankaþjónustu. Formaður nefndarinnar er Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga.
Árlegt samráð við Bandaríkin um öryggis- og varnarmál - Mynd

Árlegt samráð við Bandaríkin um öryggis- og varnarmál

Árlegt samráð við Bandaríkin um öryggis- og varnarmál fór fram í dag í utanríkisráðuneytinu og voru tvíhliða samskipti ríkjanna, samstarf innan Atlantshafsbandalagsins og málefni norðurslóða meðal helstu umræðuefna, auk varnaræfingarinnar Trident Juncture sem nú stendur yfir á Íslandi.

Sótti ráðherrafund um landamæri Schengen

Sigríður Á. Anderssen dómsmálaráðherra sótti ráðherrafund í Lúxemborg í tengslum við Schengen-samstarfið þann 12. október síðastliðinn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn