Efst á baugi - Nýjustu fréttir

Tæpum 100 milljónum króna úthlutað úr Jafnréttissjóði Íslands 19. júní - Mynd

Tæpum 100 milljónum króna úthlutað úr Jafnréttissjóði Íslands 19. júní

Í dag var styrkjum úr Jafnréttissjóði Íslands úthlutað við hátíðlega athöfn á Hótel Borg. Að þessu sinni hlutu 28 umsækjendur styrk til verkefna og rannsókna sem er ætlað að efla kynjajafnrétti í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. „Börn á tímum kynlífsvæðingar og stafrænnar tækni: Rannsóknir og aðgerðir", verkefni Önnudísar Grétu Rúdólfsdóttur, hlaut hæsta styrkinn, samtals 10 milljónir króna. Næsthæsta styrkinn, níu milljónir króna, hlaut Arnhildur Gréta Ólafsdóttir fyrir gerð heimildarmyndarinnar „Full Steam Ahead.“
Velferðarráðuneytið í Skógarhlíð

Breytt skipan velferðarráðuneytis í undirbúningi

Forsætisráðherra, að höfðu samráði við félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra, hyggst hefja undirbúning að breyttri skipan velferðarráðuneytis.

Ráðherranefnd um jafnréttismál fundar á kvenréttindadeginum 19. júní

Ráðherranefnd um jafnréttismál kom saman til fundar í forsætisráðuneytinu í dag á kvenréttindadeginum.
Guðlaugur Þór Þórðarson leiðir umræður á fundinum í morgun.

Ráðherra leiddi umræður um viðskiptamál á fundi með Visegradríkjum

Staða mála gagnvart Rússlandi, öryggis- og varnarmál, samskiptin við Bandaríkin og þróun mála í Evrópu voru á meðal dagskrárefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkja og Visegradríkjanna svonefndu (Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu og Tékklands) í Stokkhólmi sem lauk nú fyrir stundu.
Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar - Mynd

Ráðherra fylgir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.
Svipmyndir frá fundinum

Frá vinnustofu um málefni barna sem glíma við neysluvanda

Velferðarráðuneytið efndi nýlega til vinnustofu um málefni barna og ungmenna sem glíma við neysluvanda. Til fundarins voru boðaðir þeir sem helst koma að málefnum hópsins, enda ljóst að viðfangsefnið krefst samvinnu margra aðila.
Utanríkisráðherrar Eystrasaltsráðsríkjanna

Utanríkisráðherrafundi Eystrasaltsráðsins lokið

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, lagði áherslu á mikilvægi svæðisbundinnar samvinnu og frjálslynd og lýðræðisleg gildi á utanríkisráðherrafundi Eystrasaltsráðsins, sem haldinn var í Stokkhólmi í dag.
Frábær stemmning í Zaryadye-garði - Mynd

Frábær stemmning í Zaryadye-garði

Upphitunargleði stuðningsmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir fyrsta leik þess á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fór fram í Zaryadye-garðinum í Moskvu í gær.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur ávarp á Austurvelli

Ávarp forsætisráðherra á Austurvelli 17. júní 2018

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, las upp úr 100 ára gamalli dagbókarfærslu Elku Björnsdóttur, verkakonu í Reykjavík, í ávarpi sínu á Austurvelli í dag, 17. júní 2018. Elka var 37 ára árið 1918, vann við að ræsta skrifstofur í Reykjavík og átti þátt í stofnun verkakvennafélagsins Framsóknar og Alþýðuflokks Íslands
Ríkisstjórn Íslands sendir kveðju til karlalandsliðsins í Moskvu  - Mynd

Ríkisstjórn Íslands sendir kveðju til karlalandsliðsins í Moskvu

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sendi karlalandsliði Íslands í knattspyrnu kveðju frá ríkisstjórn Íslands í dag.
Ine Marie Eriksen Søreide og Aurelia Frick brugðu sér í íslenskar landsliðstreyjur að fundi loknum.

EFTA/EES-ríkin meta sameiginlega hagsmuni vegna Brexit

Utanríkisráðherrar Íslands, Liechtenstein og Noregs ákváðu á fundi sínum í Ósló í morgun að hefja sameiginlega kortlagningu á hagsmunum sínum vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Íslenskur markaður og fullveldishátíð voru opnuð í norsku höfuðborginni í dag.
Hlutverk námsefnis og þróun þess til framtíðar - Mynd

Hlutverk námsefnis og þróun þess til framtíðar

Framtíðarsýn og stefnumótun í gerð námsefnis var til umfjöllunar á alþjóðlegri kennslubókaráðstefnu í London sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sótti í gær.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn