Hoppa yfir valmynd

Efst á baugi - Nýjustu fréttir

Flugeldar yfir höfuðborgarsvæðinu

Efnainnihald svifryks mælt, aðvaranir til almennings og starfshópur skipaður vegna flugeldamengunar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Umhverfisstofnun hafa gert með sér samning um mælingar á efnasamsetningu svifryks nú um áramótin. Um sérstakt átaksverkefni er að ræða til að bregðast við mengun vegna flugelda. Þá hefur umhverfis- og auðlindaráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra ákveðið að skipa starfshóp ráðuneytanna til að móta tillögur um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum á lýðheilsu og loftgæði vegna flugeldamengunar.

Breytingar varðandi ákvarðanir sem snúa að S-merkingu lyfja taka gildi 1. janúar

Lyfjagreiðslunefnd mun frá 1. janúar 2019 taka ákvarðanir um S-merkingu lyfja í stað Lyfjastofnunar og merkingin verður skilgreind með nýjum hætti samkvæmt reglugerð um lyfjagreiðslunefnd nr. 353/2013. Verðlagning S-merktra lyfja verður óbreytt og sem fyrr munu sjúklingar ekki greiða gjald fyrir S-merkt lyf.
Benedikt Ásgeirsson sendiherra ásamt fulltrúa Sameinuðu arabísku furstadæmanna

Ísland undirritar fjóra loftferðasamninga

Nýir möguleikar opnuðust fyrir íslenska flugrekendur í síðastliðinni viku á árlegri ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar þegar samninganefnd Íslands undirritaði loftferðasamninga við fjögur ríki.

Ný heildarlög um landgræðslu samþykkt á Alþingi

Alþingi samþykkti á síðasta starfsdegi fyrir jólafrí ný lög um landgræðslu. Um heildarendurskoðun er að ræða á eldri lögum frá 1965.

Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækka um 80.000 kr. á mánuði

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um hækkun á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi frá 1. janúar 2019. Óskertar greiðslur hækka úr 520.000 kr. í 600.000 kr. á mánuði. Ásmundur Einar segir þessa hækkun mikilvæga og sýna í verki áherslur stjórnvalda á að efla stuðning við börn og barnafjölskyldur.

Hækkun bóta almannatrygginga um áramót

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur undirritað tíu reglugerðir um hækkun bóta almannatrygginga 1. janúar 2019. Hækkun bóta nemur 3,6% í samræmi við launa- og verðlagsuppfærslur fjárlaga og tekur til lífeyristrygginga, félagslegrar aðstoðar, foreldragreiðslna og greiðslna til lifandi líffæragjafa.
Nýtt félagsmálaráðuneyti tekur til starfa 1. janúar 2019

Auglýst eftir upplýsingafulltrúa og ritara ráðuneytisstjóra í nýju félagsmálaráðuneyti

Laust er til umsóknar starf upplýsingafulltrúa og starf ritara ráðuneytisstjóra í nýju félagsmálaráðuneyti sem tekur til starfa 1. janúar næstkomandi. Umsóknarfrestur er til 14. janúar næstkomandi.
Kvennafrí 1975. Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Ísland efst tíunda árið í röð

Tíunda árið í röð trónir Ísland á toppnum á lista Alþjóðaefnhagsráðsins (World Economic Forum) yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest. Listinn var birtur í morgun og næst á eftir Íslandi eru Noregur, Svíþjóð og Finnland. Framfarir eru hægar og bendir niðurstaðan til þess að það muni taka 108 ár að ná fullu jafnrétti karla og kvenna í heiminum. Úttektin nær til velflestra landa og leggur mat á jafnrétti kynja í stjórnmálum, menntun, atvinnu og heilbrigði. Í kynningu á niðurstöðum er sérstaklega fjallað um hvað ræður góðri frammistöðu Íslendinga á þessu sviði.
Viðurkenningu fyrir grænu skrefin vel fagnað

Tvö græn skref stigin í rekstri velferðarráðuneytisins

Velferðarráðuneytið hlaut í dag viðurkenningu fyrir skref 1 og skref 2 samkvæmt áætlun verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri. Grænu skrefin tengjast vinnu við gerð loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og felast í litlum og stórum aðgerðum til að draga úr sóun, orkunotkun og fleira.

Stóraukin framlög í þróunarsjóð innflytjendamála í þágu barna

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Framlög til sjóðsins hafa verið aukin úr 10 milljónum króna í 25 milljónir króna samkvæmt ákvörðun Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra sem leggur áherslu á að veittir verði styrkir til verkefna í þágu barna og ungmenna. Umsóknarfrestur er til 31. janúar næstkomandi.
Ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum heimilað að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum - Mynd

Ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum heimilað að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum

Alþingi hefur samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra sem kveður á um að ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum sé heimilt að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Málefni aldraðra

Aðgangur að dvalar- og dagdvalarrýmum verður óháður aldri

Alþingi hefur samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum sem lagt var fram í því skyni að jafna aðgang þeirra sem þurfa á dvalarrými eða dagdvöl að halda, þannig að ekki sé lengur horft til aldurs heldur byggt á mati á þörf fólks fyrir þessi úrræði. Lögin öðlast þegar gildi.
Nýjar ræður og greinar ráðherra

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira