Fagráð um siglingamál
Hlutverk fagráðs um siglingamál er að vera ráðherra til ráðuneytis um málefni siglinga, hafna, vita, sjóvarna og öryggis sjófarenda.
Fundargerðir fagráðs um siglingamál
Helstu verkefni fagráðsins eru að:
- móta tillögu að öryggisáætlun sjófarenda með Samgöngustofu.
- vinna að langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda, ásamt því að haf eftirlit með framgangi hennar og stuðla að samstarfi þeirra aðila sem að henni koma.
- veita umsagnir um lagafrumvörp og drög að reglugerðum er varða málefni á sviði ráðsins, ásamt EES-gerðum og innleiðingu þeirra.
- veita umsögn um tillögu að samgönguáætlun hvað varðar málefni á sviði ráðsins.
- stuðla að umræðu í samfélaginu á málefnasviði ráðsins.
- fjalla um önnur mál á málefnasviði ráðsins að ósk ráðherra eða að frumkvæði fulltrúa ráðsins, með samþykki formanns.
Formaður ráðsins getur stofnað vinnuhópa um afmörkuð verkefni að eigin frumkvæði eða að ósk ráðherra.