Hoppa yfir valmynd

Mál nr. 26/2018. Úrskurður kærunefndar útboðsmála.

Úrskurður kærunefndar útboðsmála 28. mars 2019
í máli nr. 26/2018:
Olíuverzlun Íslands hf.
gegn
Landspítalanum

Með kæru 3. desember 2018 kærði Olíuverzlun Íslands hf. örútboð Landspítalans nr. 39/2018 „Bleiur og undirlegg fyrir Landspítala“. Kærandi gerir aðallega þá kröfu að felld verði úr gildi ákvörðun varnaraðila um að efna til örútboðsins. Til vara er þess krafist að nefndin leggi fyrir varnaraðila að auglýsa útboðið að nýju þar sem búið verði að fella niður tvo nánar tilgreinda skilmála. Þá er jafnframt gerð krafa um að varnaraðila verði gert að greiða kæranda málskostnað.

Varnaraðila var gefinn kostur á að gera athugasemdir við kæruna. Með tölvupósti varnaraðila til nefndarinnar 11. desember 2018 kom fram gerð hefðu verið mistök í örútboðsgögnum þar sem veruleg skekkja hefði verið í uppgefnum magntölum. Þessi villa væri það alvarleg að varnaraðili hefði ákveðið að draga örútboðið til baka. Af þeirri ástæðu væri ekki ástæða til að senda nefndinni athugasemdir vegna kærumálsins.

Samkvæmt framangreindu hefur varnaraðili fallist á aðalkröfu kæranda. Skortir kæranda að svo búnu lögvarða hagsmuni af því að fá efnislega úrlausn um kæru sína. Með vísan til úrslita málsins er rétt að varnaraðili greiði kæranda málskostnað eins og greinir í úrskurðarorði.

Úrskurðarorð:

Kæru Olíuverzlunar Íslands hf. vegna örútboðs varnaraðila, Landspítalans, nr. 39/2018 „Bleiur og undirlegg fyrir Landspítala“ er vísað frá kærunefnd útboðsmála.

Varnaraðili greiði kæranda 500.000 krónur í málskostnað.


Reykjavík, 28. mars 2019.

Skúli Magnússon

Auður Finnbogadóttir

Ásgerður RagnarsdóttirÚrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira