Hoppa yfir valmynd

Ráðgjafarnefnd um gerð langsskipulagsstefnu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Skipuð 30. nóvember 2018.
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að hefja vinnu við gerð landsskipulagsstefnu sem felur í sér viðbætur við Landsskipulagsstefnu 2015-2026, sbr. 10. gr. og 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með bréfi ráðherra til Skipulagsstofnunar, dags. 10. júlí sl., var stofnuninni falið að hefja þessa vinnu og var þess óskað að tillaga bærist til ráðuneytisins frá stofnuninni fyrir árslok 2019. Gert er ráð fyrir að Landsskipulagsstefna 2015-2026 gildi áfram en að mótuð verði nánari stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála, sem taki eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu.

Ráðgjafarnefnd um gerð landsskipulagsstefnu er skipuð samkvæmt 3. gr. reglugerðar um landsskipulagsstefnu nr. 1001/2011 sem sett er á grundvelli skipulagslaga nr. 123/2010.

Hlutverk ráðgjafarnefndarinnar er að vera ráðherra og Skipulagsstofnun til ráðgjafar og samráðs við undirbúning landsskipulagsstefnu. Ráðgjafarnefndinni er ætlað að veita faglega ráðgjöf við mótun landsskipulagsstefnu og að koma með tillögur um samþættingu við áætlanir í ólíkum málaflokkum sem varða landnotkun á landsvísu. Nánar er kveðið á um hlutverk og starfshætti nefndarinnar í 4. gr. og 5. gr. reglugerðar um landsskipulagsstefnu, nr. 1001/2011.

Gert er ráð fyrir að starfi ráðgjafarnefndarinnar ljúki þegar þingsályktun um landsskipulagsstefnu hefur verið samþykkt á Alþingi.

Án tilnefningar
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
Páll Jakob Líndal

Samkvæmt tilnefningu forsætisráðuneytis
Egill Pétursson

Samkvæmt tilnefningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Arnór Snæbjörnsson

Samkvæmt tilnefningu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Erla Sigríður Gestsdóttir

Samkvæmt tilnefningu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis
Hanna Dóra Hólm Másdóttir

Samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga
Hrafnkell Á. Proppé

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira