Hoppa yfir valmynd

Stýrihópur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra hefur endurskilgreint hlutverk stýrihóps um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skipað hann að nýju með fulltrúum fleiri aðila sem málið snertir. Hlutverk stýrihópsins er ráðgjöf og stefnumótun í aðgerðum á þessu sviði.

Hlutverk stýrihópsins er eftirfarandi:

 1. Að sinna stefnumótun, tryggja yfirsýn, samvinnu og samstilla varnir gegn peningaþvætti og fjármögnunar hryðjuverka, þar á meðal fjármögnun gereyðingarvopna.
 2. Tryggja eftirfylgni og úrbætur vegna athugasemda FATF (Financial Action Task Force),
 3. Stuðla að samræmdu eftirliti á grundvelli viðeigandi lagaákvæða,
 4. Að vera stjórnvöldum til ráðgjafar í afstöðu til mála hjá FATF,
 5. Taka þátt í innleiðingu og breytingum á regluverki sem snýr að vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og gerð áhættumats,
 6. Stuðla að fræðslu og aukinni þekkingu um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Stýrihópurinn er þannig skipaður:

 • Teitur Már Sveinsson, lögfræðingur og jafnframt formaður, tilnefndur af dómsmálaráðuneytinu,
 • Erna Hjaltested, lögfræðingur, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneytinu,
 • Harpa Theodórsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu,
 • Inga Þórey Óskarsdóttir, sérfræðingur, tilnefndur af utanríkisráðuneytinu,
 • Bergur Jónsson, sérfræðingur, tilnefndur af embætti Ríkislögreglustjóra,
 • Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, tilnefndur af embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu,
 • Guðrún Árnadóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á peningaþvættisskrifstofu Héraðssaksóknara, tilnefnd af embætti Héraðssaksóknara,
 • Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Héraðssaksóknara, tilnefndur af embætti Héraðssaksóknara,
 • Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, tilnefndur af embætti Héraðssaksóknara,
 • Helga Rut Eysteinsdóttir, lögfræðingur á sviði lagalegs eftirlits og vettvangsathugana, tilnefnd af Seðlabanka Íslands,
 • Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður á sviði fjármálastöðugleika, tilnefnd af Seðlabanka Íslands,
 • Theodóra Emilsdóttir, forstöðumaður lögfræðisviðs, tilnefnd af Skattrannsóknarstjóra,
 • Gísli Rúnar Gíslason, deildarstjóri, tilnefndur af embætti Ríkisskattstjóra,
 • Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur á eftirlitssviði, tilnefndur af embætti Ríkisskattstjóra,
 • Matthildur Magnúsdóttir, lögfræðingur á skráasviði, tilnefnd af embætti Ríkisskattstjóra.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira