Dómsmálaráðherra hefur endurskilgreint hlutverk stýrihóps um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skipað hann að nýju með fulltrúum fleiri aðila sem málið snertir. Hlutverk stýrihópsins er ráðgjöf og stefnumótun í aðgerðum á þessu sviði.
Hlutverk stýrihópsins er eftirfarandi:
- Að sinna stefnumótun, tryggja yfirsýn, samvinnu og samstilla varnir gegn peningaþvætti og fjármögnunar hryðjuverka, þar á meðal fjármögnun gereyðingarvopna.
- Tryggja eftirfylgni og úrbætur vegna athugasemda FATF (Financial Action Task Force),
- Stuðla að samræmdu eftirliti á grundvelli viðeigandi lagaákvæða,
- Að vera stjórnvöldum til ráðgjafar í afstöðu til mála hjá FATF,
- Taka þátt í innleiðingu og breytingum á regluverki sem snýr að vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og gerð áhættumats,
- Stuðla að fræðslu og aukinni þekkingu um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Stýrihópurinn er þannig skipaður:
- Teitur Már Sveinsson, lögfræðingur og jafnframt formaður, tilnefndur af dómsmálaráðuneytinu,
- Erna Hjaltested, lögfræðingur, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneytinu,
- Harpa Theodórsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu,
- Gautur Sturluson, sérfræðingur, tilnefndur af utanríkisráðuneytinu,
- Birgir Jónasson, sérfræðingur, tilnefndur af embætti Ríkislögreglustjóra,
- Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar, tilnefndur af embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu,
- Guðrún Árnadóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á peningaþvættisskrifstofu Héraðssaksóknara, tilnefnd af embætti Héraðssaksóknara,
- Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Héraðssaksóknara, tilnefndur af embætti Héraðssaksóknara,
- Björn Þorvaldsson, saksóknari, tilnefndur af embætti Héraðssaksóknara,
- Helga Rut Eysteinsdóttir, lögfræðingur á sviði lagalegs eftirlits og vettvangsathugana, tilnefnd af Seðlabanka Íslands,
- Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður á sviði fjármálastöðugleika, tilnefnd af Seðlabanka Íslands,
- Theodóra Emilsdóttir, forstöðumaður lögfræðisviðs, tilnefnd af Skattrannsóknarstjóra,
- Gísli Rúnar Gíslason, deildarstjóri, tilnefndur af embætti Ríkisskattstjóra,
- Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur á eftirlitssviði, tilnefndur af embætti Ríkisskattstjóra,
- Matthildur Magnúsdóttir, lögfræðingur á skráasviði, tilnefnd af embætti Ríkisskattstjóra.