Hoppa yfir valmynd

Stýrihópur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra hefur skipað stýrihóp stjórnvalda sem ætlað er að vinna að samhæfingu aðgerða vegna varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta er samkvæmt 39. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Aðild að stýrihópnum eiga stjórnvöld sem koma að framkvæmd þessara mála og er stýrihópurinn samráðsvettvangur stjórnvalda í málaflokknum. Hutverk stýrihópsins samkvæmt umboði ráðherra felst í eftirfarandi þáttum:

  1. Að sinna stefnumótun, tryggja yfirsýn, samvinnu og samstilla varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og gereyðingarvopna.

  2. Tryggja eftirfylgni og úrbætur vegna athugasemda alþjóðlega fjármálaaðgerðahópsins FATF (Financial Action Task Force).

  3. Stuðla að samræmdu eftirliti á grundvelli viðeigandi lagaákvæða.

  4. Samræma aðgerðir til að draga úr metinni áhættu í áhættumati ríkislögreglustjóra.

  5. Vera stjórnvöldum til ráðgjafar í afstöðu til mála hjá FATF.

  6. Taka þátt í innleiðingu og breytingum á regluverki sem snýr að vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og gerð áhættumats.

  7. Stuðla að fræðslu og aukinni þekkingu um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

 

Stýrihópurinn er þannig skipaður:

  • Guðmundur Þórir Steinþórsson, lögfræðingur og jafnframt formaður, f.h. dómsmálaráðuneytisins,
  • Steinar Örn Steinarsson, lögfræðingur, f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytisins,
  • Ragnhildur Guðnadóttir, sérfræðingur, f.h. menningar- og viðskiptaráðuneytisins.
  • Bjarki Þórsson, lögfræðingur, f.h. utanríkisráðuneytisins,
  • Anna Guðrún Ragnarsdóttir, sérfræðingur, f.h. ríkislögreglustjóra,
  • Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, f.h. lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu,
  • Guðrún Árnadóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á skrifstofu fjármálagreininga lögreglu, f.h. héraðssaksóknara,
  • Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn, f.h. héraðssaksóknara,
  • Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, f.h. héraðssaksóknara,
  • Helga Rut Eysteinsdóttir, lögfræðingur á sviði lagalegs eftirlits og vettvangsathugana, f.h. Seðlabanka Íslands,
  • Emelía Bragadóttir, sérfræðingur á sviði fjármálastöðugleika, f.h. Seðlabanka Íslands,
  • Sigurður Jensson, deildarstjóri á rannsóknar- og eftirlitssviði, f.h. Skattsins,
  • Gísli Rúnar Gíslason, deildarstjóri á tollgæslusviði, f.h. Skattsins,
  • Birkir Guðlaugsson, lögfræðingur á eftirlitssviði, f.h. Skattsins,
  • Matthildur Magnúsdóttir, deildastjóri á innheimtu- og skráasviði, f.h. Skattsins.
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum