Ráðherra skipar fjögurra manna úrskurðarnefnd sem úrskurðar um ágreining um ákvarðanir Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Nefndin starfar samkvæmt 19. grein laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
Grundvöllur: ,Skv. 19. gr. laga um Náttúruhamfartryggingu Íslands.
Fjórir skulu eiga sæti í nefndinni. Einn skal skipaður samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar og skal hann vera formaður og hafa sérþekkingu á sviði vátryggingaréttar. Annar skal skipaður eftir tilnefningu verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands og skal hann hafa sérþekkingu á sviði mannvirkja. Hinir tveir skulu skipaðir án tilnefningar og hafa sérþekkingu á sviði vátryggingaréttar, mannvirkja eða tjónamats. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Nefndinni er heimilt að leita aðstoðar sérfræðinga ef ástæða þykir.
Í nefndinni sitja:
- Eiríkur Jónsson, formaður, tilnefndur af Hæstarétti Íslands
- Guðrún Ólafsdóttir, án tilnefningar
- Sólveig Þorvaldsdóttir, tilnefnd af Háskóla Íslands
- Stefán Már Stefánsson, án tilnefningar
Til vara:
- Valgerður Sólnes, tilnefnd af Hæstarétti Íslands
- Guðbjartur Jón Einarsson, án tilnefningar
- Torfi G. Sigurðsson, tilnefndur af Háskóla Íslands
- Þóra Hallgrímsdóttir, án tilnefningar
Kærur til úrskurðarnefndarinnar skulu berast:
Úrskurðarnefnd náttúruhamfaratryggingar
b.t. Eiríks Jónssonar, professors
Háskóla Íslands
Sæmundargötu 2
101 Reykjavík
Óskað er að rafrænt afrit kæru sé sent á netfangið [email protected].