Verkefnisstjórn um langtímaáætlun í öryggismálum sjómanna

Markmið verkefnastjórnarinnar er að auka öryggi á sjó með heildarstefnu um öryggi sjófarenda.

Verkefnisstjórnin er þannig skipuð:

  • Ásbjörn Óttarsson, fyrrv. alþingismaður og jafnframt formaður,
  • Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs, tilnefndur af Landhelgisgæslu Íslands,
  • Blængur Blængsson, rekstrarstjóri hjá Samskipum, tilnefndur af Samtökum verslunar og þjónustu (áður SÍK),
  • Guðfinnur G. Johnsen, tæknifræðingur, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi,
  • Guðjón Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands,
  • Halldór Arnar Guðmundsson, forstöðumaður, tilnefndur af Félagi vélstjóra og málmtæknimanna,
  • Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, tilnefndur af Slysavarnafélaginu Landsbjörg,
  • Konný Breiðfjörð Leifsdóttir, sjúkraliði, tilnefnd af Landssambandi smábátaeigenda,
  • Valmundur Valmundsson, formaður Jötuns, tilnefndur af Sjómannasambandi Íslands.

Skipunartími verkefnisstjórnarinnar er frá og með 2. júní 2015 til og með 1. júní 2018.

Tegund

Tímabundnar nefndir
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn