Hoppa yfir valmynd

Siglingaráð

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Hlutverk siglingaráðs er að vera ráðherra til ráðuneytis um siglinga- og hafnamál og öryggismál sjófarenda.

Helstu verkefni siglingaráðs eru:

- að móta tillögu að öryggisáætlun sjófarenda með Samgöngustofu,
- að vinna að langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda, ásamt því að hafa eftirlit með framgangi hennar og stuðla að samstarfi þeirra aðila sem að henni koma,
- að veita umsagnir um lagafrumvörp og drög að reglugerðum er varða siglinga- og hafnamál, ásamt EES-gerðum og innleiðingu þeirra,
- að veita umsögn um tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun hvað varðar málefni siglinga og hafna,
- að stofna vinnuhópa um afmörkuð verkefni sem ráðið ákveður að ráðast í eða ráðherra felur því að vinna,
- að fjalla um önnur mál á sviði siglinga og hafna að ósk ráðherra eða einstakra ráðsmanna.

Ráðið er þannig skipað:

 • Ásbjörn Óttarsson, fyrrverandi alþingismaður og jafnframt formaður, skipaður án tilnefningar,
 • Björn Freyr Björnsson, lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, varaformaður, skipaður án tilnefningar,    
 • Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs,  tilnefndur af Landhelgisgæslu Íslands,
 • Garðar Jóhannsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af Samtökum verslunar og þjónustu,
 • J. Snæfríður Einarsdóttir, forstöðumaður öryggismála HB Granda, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi,
 • Guðjón Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri, tilnefndur af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands,
 • Halldór Arnar Guðmundsson, forstöðumaður, tilnefndur af Félagi vélstjóra og málmtæknimanna,
 • Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, tilnefndur af Slysavarnafélaginu Landsbjörg,
 • Axel Helgason, formaður Landsambands smábátaeigenda, tilnefndur af Landsambandi smábátaeigenda,
 • Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, tilnefndur af Sjómannasambandi Íslands,
 • Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri og hafnarstjóri Sandgerðishafnar, tilnefnd af Hafnasambandi Íslands.

Skipunartími er frá 09.11.2017 til næstu þriggja ára.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira