Hoppa yfir valmynd

Nefnd til að meta hæfni umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytis

Heilbrigðisráðuneytið

Samkvæmt 19. gr. laga um nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands skal ráðherra skipa þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra og skal niðurstaða nefndarinnar vera ráðgefandi við skipun í embættið.
 
Um störf hæfnisnefndar fer samkvæmt reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. Samkvæmt 2. gr. reglnanna er tilgangur þeirra að stuðla að því að val á ráðuneytisstjórum og skrifstofustjórum í ráðuneytum ráðist af hæfni umsækjenda og grundvallist á ráðningarferli þar sem jafnræði og gagnsæi eru höfð að leiðarljósi. Við upphaf starfs hæfnisnefndar skal ráðherra, að fenginni tillögu nefndarinnar, gera áætlun um ráðningarferli.

Nefndina skipa

  • Guðríður Þorsteinsdóttir, hrl., formaður
  • Ásta Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Landspítala
  • Sigurður Skúli Bergsson, tollstjóri.

Nefndin er skipuð af heilbrigðisráðherra 13. desember 2018.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira