Hoppa yfir valmynd

Nefnd sem falið er að bregðast við athugasemdum GRECO (e. Group of States Against Corruption) varðandi skipan dómara í Félagsdóm, samkvæmt lögum nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, með síðari breytingum

Félagsmálaráðuneytið

Í úttekt GRECO frá árinu 2013 voru athugasemdir gerðar við að hvorki séu gerðar sérstakar kröfur til þeirra sem skipaðir eru dómarar við Félagsdóm né séu í gildi sérstakar reglur um skipanina samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þó er tekið fram að kveðið sé á um í lögunum að dómarar sem Hæstiréttur skipar í Félagsdóm skuli hafa lokið embættisprófi í lögfræði. Fram kemur að athugasemdir GRECO séu ekki síst settar fram í ljósi þess að kveðið sé á um í lögunum að mál sem höfða má fyrir Félagsdómi skuli ekki flutt fyrir almennum dómstólum, nema Félagsdómur hafi neitað að taka það til meðferðar. Enn fremur séu úrskurðir og dómar Félagsdóms endanlegir þar sem þeim verði ekki áfrýjað. Með vísan til þessa telja samtökin að lágmarkskröfur ætti að gera til þeirra sem skipaðir eru dómarar við Félagdóm og að skipan þeirra ætti jafnframt að fara í gegnum ráðningarferli þar sem meðal annars væri tryggt sjálfstæði og óhlutdrægni þeirra sem skipaðir eru hverju sinni auk þess sem stöðu dómara við Félagsdóm ætti að auglýsa líkt og gert er þegar dómarar eru almennt skipaðir í dómarastöður við aðra dómstóla hér á landi. 

Nefndina skipa: 

  • Bjarnheiður Gautadóttir, án tilnefningar, formaður 
  • Anna Rós Sigmundsdóttir, tiln. af Kennarasambandi Íslands 
  • Andri Valur Ívarsson, tiln. af BHM 
  • Björn Rögnvaldsson, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneyti 
  • Dagný Ósk Aradóttir Pind, tiln. af BSRB 
  • Ellisif Tinna Víðisdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga 
  • Ragnar Árnason, tiln. af Samtökum atvinnulífsins 
  • Magnús M. Norðdahl, tiln. af ASÍ 

 Starfsmaður nefndarinnar er Gunnar Þorbergur Gylfason, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.

Nefndin er skipuð af félags- og jafnréttismálaráðherra 7. maí 2018.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira