Hoppa yfir valmynd

Aðgerðahópur í því skyni að vinna gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

Félagsmálaráðuneytið

Verkefni aðgerðahópsins er meðal annars að koma á fót og fylgja eftir aðgerðum á vinnumarkaði sem miða að því að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Gert er ráð fyrir að aðgerðahópurinn vinni að nánari útfærslu á einstaka verkefnum hópsins og líti í því sambandi meðal annars til aðgerða annarra ríkja hvað þetta varðar. Jafnframt er gert ráð fyrir að aðgerðahópurinn miði aðgerðir sínar við niðurstöður rannsókna nefndar sem ráðherra hefur skipað og falið er að meta umfang kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis auk eineltis á íslenskum vinnumarkaði sem og aðgerðir vinnuveitenda í tengslum við slík mál á vinnustöðum.

Aðgerðahópinn skipa

 • Jóhann Friðrik Friðriksson, án tilnefningar, formaður
 • Andri Valur Ívarsson, tiln. af BHM
 • Bjarni Ómar Haraldsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 • Einar Mar Þórðarson, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneyti
 • Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, tiln. af Kennarasambandi Íslands
 • Hulda Ragnheiður Árnadóttir, tiln. af Félagi kvenna í atvinnulífinu
 • Maríanna Traustadóttir, tiln. af ASÍ
 • Sonja Ýr Þorbergsdóttir, tiln. af BSRB
 • Stefanía Traustadóttir, tiln. af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
 • Svava Jónsdóttir, tiln. af Vinnueftirliti ríkisins
 • Tryggvi Hallgrímsson, tiln. af Jafnréttisstofu
 • Tryggvi Másson, tiln. af Samtökum atvinnulífsins

Hópurinn er skipaður af félags- og jafnréttismálaráðherra 24. ágúst 20118. Skal aðgerðahópurinn starfa í tvö ár með möguleika á framlengingu ákveði ráðherra í samráði við samtök aðila vinnumarkaðarins að halda beri starfinu áfram.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira