Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd til undirbúnings ráðstefnu í tilefni aldarafmælis Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) árið 2019

Félagsmálaráðuneytið

Hlutverk samráðsnefndarinnar er að móta skipulag og dagskrá afmælisráðstefnunnar í samvinnu við norræna samstarfsaðila sem fjalla um málefni ILO, Skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar, Alþjóðavinnumálastofnunina, samtök á vinnumarkaði og aðra hlutaðeigandi hagsmunaaðila. Ríkisstjórnir aðildarríkja ILO, í samstarfi við samtök aðila vinnumarkaðarins og annarra hlutaðeigandi samtaka, eru hvattar til þess að efna innanlands til umræðna um eftirtalin atriði; þróun atvinnulífsins og samfélagsins, atvinnusköpun – einnig í þágu þeirra sem standa höllum fæti á vinnumarkaði, breytingar á skipulagi vinnunnar vegna nýrrar tækni, tengsl atvinnurekenda og launafólks, réttindi og skyldur, form á reglusetningum o.fl. Lokaþáttur verkefnisins verður ráðstefna, haldin í Reykjavík 4. apríl 2019.  

 

Nefndina skipa: 

  • Gylfi Kristinsson, án tilnefningar, formaður
  • Kristín Þóra Harðardóttir, tiln. af Samtökum atvinnulífsins
  • Inga Rún Ólafsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga 
  • Magnús M. Norðdahl, tiln. af Alþýðusambandi Íslands 
  • Sonja Ýr Þorbergsdóttir, tiln. af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja

Skipuð af félags- og jafnréttismálaráðherra 1. nóvember 2017

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira