Hoppa yfir valmynd

Átakshópur um bráðamóttöku Landspítalans

Heilbrigðisráðuneytið

Átakshópnum er ætlað að greina bráðan vanda sem birtist á bráðamóttöku Landspítala og koma með tillögur að aðgerðum til úrbóta og forgangsraða þeim í tímaröð. Því er beint til átakshópsins að greina aðflæði til bráðamóttöku Landspítalans, flæði innan bráðamóttökunnar og Landspítalans og loks fráflæði frá spítalanum og koma með tillögur til úrbóta.

Átakshópinn skipa

  • Vilborg Þ. Hauksdóttir, lögfræðingur og fyrrv. skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, formaður
  • Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans
  • Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítalans
  • Arnar Bergþórsson, sérfræðingur á sviði gagnagreiningar í heilbrigðisráðuneytinu

Starfsmaður hópsins er Ingibjörg Björnsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.

Hópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 22. janúar 2020.

Gert er ráð fyrir að átakshópurinn ljúki störfum eigi síðar en 20. febrúar 2020, en þrátt fyrir það getur hópurinn lagt fram tillögur sínar til afgreiðslu fyrir þann tíma.

 

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira