Hoppa yfir valmynd

Starfshópur til að útfæra skipulag á þjónustu vegna heyrnar- og talmeina

Heilbrigðisráðuneytið

Skipun fagaðila í starfshóp sem hefur það hlutverk að leggja fram tillögu að útfærslu á þjónustu vegna heyrnar- og talmeina.

Fyrirhuguð vinna þessa hóps er í beinu framhaldi af tillögum í skýrslu fyrri starfshóps á vegum velferðarráðuneytisins, þar sem lagt er til að sérstakur starfshópur fagaðila frá ofangreindum stofnunum færi nánar yfir skiptingu á þjónustu milli stofnananna. Starfshópnum er ætlað að:
Leggja fram tillögu til heilbrigðisráðherra að því hvað af þeirri þjónustu sem nú er veitt á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands væri eðlilegt og hagkvæmt að veitt yrði á Landspítala, í heilsugæslu eða á öðrum heilbrigðisstofnunum landsins.

Starfshópinn skipa:

  • Sigríður Jakobínudóttir, án tilnefningar, formaður
  • Arnar Þór Guðjónsson, tiln. af Landspítala
  • Ingibjörg Hinriksdóttir, tiln. af Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
  • Jón Steinar Jónsson, tiln. af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Starfshópurinn ef skipaður af heilbrigðisráðherra 5. maí 2018. Stefnt er að því að starfshópurinn ljúki störfum um miðjan október 2018.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira