Hoppa yfir valmynd

Nefnd til að meta umfang kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis auk eineltis á íslenskum vinnumarkaði

Félagsmálaráðuneytið

Nefnd til að meta umfang kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis auk eineltis á íslenskum vinnumarkaði sem og aðgerðir vinnuveitenda í tengslum við slík mál á vinnustöðum.

Gert er ráð fyrir að nefndin standi fyrir þríþættri rannsókn þar sem könnuð verði reynsla starfsmanna af kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni eða ofbeldi á vinnustöðum auk eineltis, ýmist sem þolendur, vitni eða gerendur. Jafnframt verði kannað meðal vinnuveitenda með hvaða hætti þeir hafa brugðist við framangreindum aðstæðum á vinnustöðum, þar á meðal til hvaða aðgerða hafi verið gripið. Þá verði kannað meðal vinnuveitenda hvort þeir hafi gert skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum sínum, þ.m.t. áætlun um forvarnir þar sem meðal annars komi fram til hvaða aðgerða skuli gripið í því skyni að koma í veg fyrir framangreindar aðstæður á vinnustöðum þeirra og til hvaða aðgerða skuli gripið ef komi fram kvörtun, ábending eða rökstuddur grunur um að framangreindar aðstæður eigi sér stað eða hafi átt sér stað á vinnustöðum þeirra eða ef þeir verða varir við slíka hegðun á vinnustað. Nefndin skal skila niðurstöðum sínum fyrir 30. apríl 2019.

Nefndina skipa

 • Ásta Snorradóttir, án tilnefningar, formaður
 • Andri Valur Ívarsson, tiln. af Bandalagi háskólamanna
 • Bjarni Ómar Haraldsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 • Einar Mar Þórðarson, tiln. af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
 • Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, tiln. af Kennarasambandi Íslands
 • Hulda Ragnheiður Árnadóttir, tiln. af Félagi kvenna í atvinnulífinu
 • Jóhann Friðrik Friðriksson, tiln. af Vinnueftirliti ríkisins
 • Katrín Björg Ríkarðsdóttir, tiln. af Jafnréttisstofu
 • Maríanna Traustadóttir, tiln. af Alþýðusambandi Íslands
 • Dagný Ósk Aradóttir Pind, tiln. af BSRB
 • Stefanía Traustadóttir, tiln. af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
 • Tryggvi Másson, tiln. af Samtökum atvinnulífsins

Nefndin er skipuð af félags- og jafnréttismálaráðherra 21. febrúar 2018.

 

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira