Hoppa yfir valmynd

Starfshópur um fjölbreyttari úrræði fyrir gerendur í ofbeldismálum

Félagsmálaráðuneytið

Velferðarráðuneytið hefur undanfarin misseri leitt vinnu við gerð aðgerðaáætlunar gegn ofbeldi í samfélaginu með fulltrúum dómsmálaráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra. Í því starfi hefur meðal annars verið kallað eftir fjölbreyttari meðferðarúrræðum fyrir gerendur í ofbeldismálum. Í ljósi þessa og umræðunnar sem átt hefur sér stað í samfélaginu um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni hefur félags- og jafnréttismálaráðherra ákveðið að skipa starfshóp sem meðal annars er falið að kortleggja og skilgreina þjónustuþörf fyrir gerendur í ofbeldismálum og þá sem eru í hættu á að fremja ofbeldisbrot. 

Skal starfshópurinn leggja fram tillögur um viðeigandi úrræði og jafnframt með hvaða hætti megi efla forvarnir og fræðslu með það að markmiði að koma í veg fyrir ofbeldisbrot. Starfshópurinn skal jafnframt hafa samráð við velferðarþjónustur sveitarfélaganna og eftir atvikum aðra sérfræðinga á þessu sviði. 

Starfshópinn skipa: 

  • Sólveig Fríða Kjærnested, án tilnefningar, formaður 
  • Andrés Proppé Ragnarsson, tiln. af Heimilisfriði 
  • Kristín Einarsdóttir, tiln. af dómsmálaráðuneytinu 
  • Ingigerður Jenný Ingudóttir, tiln. af Embætti landlæknis 
  • Sigurður Páll Pálsson, tiln. af Landspítala 
  • Ragna Björg Guðbrandsdóttir, tiln. af Bjarkarhlíð 
  • Gísli Rúnar Pálmason, tiln. af mennta- og menningarmálaráðuneytinu 
  • Birna Guðmundsdóttir, tiln. af Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 
  • Böðvar Einarsson, tiln. af Fangelsismálastofnun

Starfshópurinn er skipaður af félags- og jafnréttismálaráðherra 16. apríl 2018. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili tillögum sínum til ráðherra 1. nóvember 2018.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira